Heimskringla - 09.10.1935, Qupperneq 8
8. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 9. OKT. 1935
FJÆR OG NÆR
Séra Philip M. .Pétursson, Ph.
B., B.D., messar í Sambands-
kirkju á sunnudaginn kemur
eins og undanfarið, á ensku kl.
11. f. h. en á íslenzku kl. 7. e.h.
* * *
Sunnudagaskólinn kemur
saman kl 12.15 á hverjum
sunnudegi.
* * *
Séra Guðmundur Árnason
messar á Lundar 13. októóher
og að Reykjavík, P. O. 20. okt.
n. k.
* * *
Sambandssöfnuðurinn í Win-
nipeg efnir til samkomu á Þakk-
argjörðardaginn 24. okt. sem að
undanfömu.
* * *
Dr. Rögnv. Pétursson fór
suður til Akra, N. D. í gær til
að jarðsyngja Metusalem Ola-
son, er dó 4. þ. m.
* * *
Séra Jakob Jónsson messar
n. k. sunnudag í Wynyard, kl.
2. e. h.
* * *
Á föstudaginn var 4. þ. m.
andaðist að heimili sínu í grend
við Akra, N. D. bændaöldung-
urinn Methusalem Olason. —
Hann var í hópi hinna fyrstu
landnema hér vestra, fluttist til
Nýja Islands 1876 og þaðan til
Dakota um 1880. Hans verður
nánar getið síðar.
* * *
Sigurður Johnson frá Minne-
wakan, Man., var staddur í
bænum fyrri part vikunnar að
leita sér lækninga. Hann læt-
ur vel af tíðarfari þar nyrðra,
en segir votviðri hafa verið með
meira móti og að skemdir á
uppskeru stafi af því.
* * *
Hr. Ingvar Gísláson, verk-
fræðingur frá Kenora, Ont.,
sonur Hallberu og Sigurgríms
heitins Gíslasonar, var staddur
í bænum síðastliðinn mánudag
í erindum Ontariostjórnar, þjóð-
brautinni (Trans-Canada High-
way) viðvíkjandi. Hann fór
austur aftur á mánudagskvöld-
ið.
J. WALTER JOHANNSON
Umboðsmaður
New York Life Insurance
Company
Kvennasamband Sameinaða
kirkjufél. efnir til samkomu í Ár
borg föstudaginn 19. nóv. 1935.
Meðal annars verður þar skemt
með ræðuhöldum —- Böðvar
H. Jakobsson flytur kvæði
Átta litlar stúlkur dansa (viki-
vaka). Dave Jensson syngur
einsöng. Á eftir þessu verða
veitingar og dans. Inngangur
35 cents.
* * *
S. S. Anderson frá Piney,
Man., var staddur í Winnipeg
yfir helgina.
* * *
Dr. Richard Beck og frú frá
Grand Forks, N. D. voru stödd
í bænum fyrir helgina. Mr.
Beck sat hér nefndarfund Þjóð-
ræknisfélagsins.
* * tf
Árni Pálsson frá Reykavík,
Man., var staddur í bænum í
fyrri viku. Hann var í við-
skifta erndium.
* * *
Sveinn J. Sveinsson fyrver-
andi féhirðir Pembina Countys
og kona hans frá Cavalier komu
til bæjarins s. 1. fimtudag. Með
honum var Jón M. Ólason frá
Hensel N. D. Þeir komu í við-
»
skiftaerindum.
* * *
Dr. Sveinn Bjömsson frá Ár-
borg og frú og dóttir komu
snöggva ferð til bæjarins s. 1.
fimtudag.
* * *
Vfglun/dur Vigfússon biður
Hkr að geta þess að hann sé
fluttur frá Ste. 1 Alloway Court
til 559 Furby St., Winnipeg. —
Þeir sem bréfaskifti hafa við
Mr. Vigfússon, eru beðnir að
minnast þessa.
* * *
Dr. A. B. Ingimundsson tann-
læknir verður staddur í River-
ton, Man., þriðjudaginn 15. okt.
* * *
Karlakór íslendinga heldur
ársfund, miðvikudagskveldið 16.
okt, kl. 8, í Sambandskirkjunni.
Nýmæli Bennetts sem talin
eru í þessu blaði, ættu allir að
kynna sér, karlar og konur, í
huga svo; hvort þau viti af öðr
um skörulegri til stjórnar, væn-
legri til að bæta úr brýnum
þörfum fólksins og líklegri til
stórvirkja í þarfir þjóðarinnar.
* * *
The Junior Ladies’ Aid of the
First Lutheran Church, Victor
St., are holding a Thanksgiving
Concert a,t the Church on Oct.
24, 1935. Mrs. B. H. Olson is
program convenor.
ÁVARP
Til Kjósenda
í Mið-Winnipeg syðri:
í ávarpi mínu til
yðar 1930 sagði eg:
“Conservatívaflokk-
urinn álítur að núver-
andi atvinnuleysi sé svo
alvarlegt, að sambands-
stjórain ætti að veita því
hið bráðasta alvarlega
athygli.”
Eg legg það undii
dóm yðar hvort máli
þessu hafi ekki veriö
veitt bráð og alvarleg
athygli.
Hagkvæmari fram-
kvæmdir í þessu málí
hefir Mr. King ekki haft
að bjóða og hefir ekki ... ... „
enn W. W. Kennedy
Stefna stjórtfarinnar í hveitimálinu, hefir firt bónd-
ann í vesturlandinu gjaldþroti.
Hún hefir verið og verður mikilsverð fyrir Winni-
Peg-
King lofar framkvæmdum—Bennett efnir þær.
í járnbrautarmálinu: enga sameiningu.
Vér ætlum samkepni þarfa og ákjósanlega. Vér
höfum ávalt og munum ávalt vera á móti sameiningu
járnbrauta landsins.
Tvisvar áður, 1925 og aftur 1930 hafið þið kosið
mig sem fulltrúa fyrir þetta kjördæmi.
Má eg gerá mér þær vinjr, að þér sýnið mér á ný
það traust yðar á mér enduraýjað næstkomandi mánu-
dag.
Virðingarfylst yðar,
Conservative Candidate,
Winnipeg South Cetftre.
Þess má geta, að Mr. Kristján
Sigurðsson hefir íslenzkað ræð-
ur Bennetts, sem birst hafa í
Heimskringlu.
* * *
Magnús Johnson, B.Sc., sonur
Mr. og Mrs. Helgi Johnson,
1023 Ingersoll St., er aftur kom-
inn úr sumarlöngu ferðalagi um
óbygðir þessa lands. Magnús
tók próf í náttúruvísindum við
háskólann í Manitoba í vor,
með jarðfræði að ^ðalnámsgrein
og gekk í þann leiðangur sem
landstjórnin gerði út í vor til að
kanna öræfin og til að undirbúa
mannvirki er síðar verða gerð.
í þeim lenðangri voru alls yf'ir
800 manns, sem náttúrufræði
stunda við ýmsa háskóla en
vísindamenn stjómuðu hverjum
flokki. Þeir Magnús voru 12
saman og leituðu í Ontario að
málmum og ýmsu náttúrufræði
viðkomandi, lögðu upp í miðj-
um júní frá Hudson, Ont., og
komu aftur um síðastliðin mán-
aðamót, höfðu sex barkarbáta
sem þeir báru milli vatna eða
framhjá flúðum og fossum, á-
samt farangrinum. Á heim-
leiðinni, sem stóð tvær vikur,
urðu þeir að ganga á land og
bera fjörutíu og þrisvar sinnum,
lengst átta mílur í senn. Rign-
ingar voru óvenju miklar í ó-
bygðum þetta sumar og því!
varð ferðalagið óskemtilegra en
ella, en fróðlegt þó og næsta
geðfelt ungum og hraustum
námsmönnum. Svæðið sem
þeim félögum var ætlað að
kanna er um 2500 fermílur, lít-
ið fundu þeir félagar af gulli,
hvað annað sem þar kann að
felast.
* * *
H. P. A. Hermanson, þing-
mannsefni Liberala í North
Cfentre, heldur því fram, að nú-
verandi kostir vinnufólks séu ó-
þolandi, ungir menn einangraðir
í hermanna gerði og vinnulaus-
um haldið á fátækra styrk, í
stað þess að veita fólki at-
vinnu með kaupgjaldi. Meðal
margra starfa nytsamlegra og
jafnvel nauðsynlegra, taldi hann
járnbraut norður í land með ak-
brautum að mörgum auðugum
námum sem nú er farið að
vinna, en þá járnbraut skyldi
leggja tH Hudson flóa járn-
brautarinnar, svo að Winnipeg
hefði greiða götu til sjávar. —
Annað stórvirki væri húsasmíði,
sem North Centre þyrfti endi-
lega með. Þá sem sæktu til
kosninga mætti draga í tvo
dilka: Socialista og Einræði,
Liberal flokkurinn einn fylgir ]
hófsömu og sanngjörnu þjóð-
frélsi og lýðræði, sagði Mr.
Hermanson.
* * *
Leslie A. Mutch trúir því að,
eitt sé nauðsynlegt: vinna og
kaupgjald—ékki fátækra styrk-
ur. Af kaupgjaldi og vinnu
stafar verzlun og viðskifti, eink-
um fyrir land sem skiftir mikið
við útlönd. Hann trúir því, að
Liberalar kunni ráðið til að
auka viðskiftin.
í fyrsta lagi með því að skifta
á voru hveiti |og útlendum
varaingi og afnema Bennetts
freku viðskifta höft, sem hafa
kyrkt viðskiftin féflett kaupend-
ur og svift járnbrautir atvinnu.
Hann trúir á þá hoUu stefnu
Liberala, að létta af tollum inn-
an hins brezka ríkis og sömu-
leiðis að ná aftur góðvild og
verzlun fyrverandi viðskiftavina,
sem oss eru tapaðir og and-
stæðir orðnir — síðan 1930.
Hann vill að hið opinbera
notfæri auðsuppsprettur þjóð-
arinnar með ráðsettri og nauð-
synlegri tilhögun opinberra
verka, svo sem brautir til námu-
verka, notum fossa og önnur
framfara fyrirtæki.
Hann viH að þjóðbrautakerfið
sé þjóðarinnar eign og verði
starfrækt af henni.
Han ner forn hermaður og
fylgir þeirra hagsmunum og
Hyndmanns tillögum.
“Eg vil ekki vera fulltrúi
einnar stéttar aðeins, heldur
allra minna kjósenda, hverri
stétt sem þeir heyra til, og gera
öllum rétt eftir megni. Eg fer
ekki til þings með þeim hug,
að eg viti fyrirfram alt hvað
gera skuli. Eg trúi ekki því,
að búið sé að gera alt sém gera
þarf, né að alt sé viturlegt, sem
gert hefir verið, né heldur að
alt sé hættulegt sem hefir ekki
áður reynt verið.
* * *
Commercial Girls Celebrate
Fourth Birthday
On Saturday, Octobér 12, the
Annex of the T. Eaton Comp-
any store wiil be the scene of
; great activity when the mem-
i bers of the Commercial Girls’
Club hold their Fourth Birth-
1 day Tea from 3 to 6.30 p.m.
j For several weeks now the var-
ious committees in charge have
been working very hard to
make this fourth birthday party
( as successful as the preceding
! ones and it is expected that a
great many friends wiil attend
in order to encourage the girls
in the exoellent work they are
doing.
For the past year and a half
a club room has been miantain-
ed for the use of the associate
members where they may rest
or take their lunch and an
average of 200 girls per month
take advantage of this privi-
lege. In this connection also
there is a free library and a
sewing machine which the girls
may use at any time.
* * *
Laugardagskveldið 28. sept.
voru þau Paul Henry Clemens
og Mabel Sigríður Reykdal bæði
til heimilis í Winnipeg, gefin
j saman í hjónaband af séra Rún-
ólfi Marteinssyni að 498 Mary-
land St., í viðurvist fjölda ætt-
ingja og annara vina. Brúður-
in er kjördóttir Mr. og Mrs. A. F.
Reykdal sem lengi bjuggu í Ár-
borg, Man.; en brúðguminn
sonur Mr. og Mrs. P. M. Clem-
ens sem lengi hafa átt heima
í Winnipeg. Capt. Joseph
Skaptason leiddi brúðina til
brúðgumans. Brúðina aðstoð-
aði Miss Stefanía J. Bjamason
en brúðgumann Mr. Gilbert B.
Shantz. Mr. Hugh Hanneson
var organisiti. Gestimir skemtu
sér hið bezta við veizlu fagnað
og samræður fram eftir kvöldi.
Seinna um kvöldið lögðu brúð-
hjónin af stað í skemtiferð bíl-
leiðis. Heimili þeirra verður að
498 Maryland St.
R.
* * *
Mér finst eg ekki geta látið
hjá líða að senda Heimskringlu
gömlu nokkurskonar hugheilla
skeyti, þar sem hún nú er að
byrja á 50. ári tilveru sinnar og
þá einnig og ekki síður þykir
það. að við erum bæði búin að
skrölta jafn lengi í landinu, því
eg kom hingað árið 1887. Og
vil eg nú hér með þakka henni
fyrir marg-t fróðlegt og fræð-
andi í öll þessi ár og eg vona
að hún eigi mörg ár en e-ftir að
koma fyrir almenningssjónir.
Og eftir póltískum greinum að
dæma í seinasta blaði eru engin
sjáanleg eHimörk á henni. Fyrir
löngu liðnum árum datt mér
þetta í hug um hana, sem mér
finst enn mega um hana segja:
Heimskringla er hölda prýði
hvar sem fer hún
mest af öllum blöðum ber hún,
beztu málin heimsins ver hún.
G. Th. O.
* * *
I. O, G. T.
Gimli, Man. 27. sept.
Ungtemplara og baraastúlkan
Gimli nr. 7. hóf starfsemi sína
7 þ. m. eftir sumarhvíldina.
Stúkan heiðraði 28 afnVæli sitt
með skógargildi í skemtigarði
bæjarins 7. júlí s. 1. Verðlaun
gefin þeim sem unnu sigur í í-
þróttum. Silfur meðalíu sam-
kepni fór fram 19. júlí s. 1. Var
kept um itvær m-edalíur, I. O. G.
T. med og med. Þjóðræknisfé-
lagsins. Kristíania Thordarson
vann I.O.G.T. medalíuna, en
Anna Áraason med. Þjóðræknis-
félagsins.
Dómendur voru próf. J. G.
Jóhannesson, séra B. A. Bjarna-
son og Jóhannes Eiríksson, M.A.
íslenzkur söngur fór fram milli
framsagnanna, sem góður róm-
ur var gerður að.
Stúkan þakkar innilega öllum
sem hjálpuðu til að gera þetta
kvöld ánægjulegt. Lúterska
söfnuðitfum fyirr lánið á kirkj-
unni. Dómendum fyrir þeirra
vandasama verk. Og síðast
enn ekki síst Miss T. Thor-
MESSUR og FUNDIR
i kirkju SambandssafnaOar
Messur: — á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaðarne/ndin: Fundlr 1. föstu-
deg hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
KvenfélagiO: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngæfing'ar: Islenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskvöldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskvöldi.
Sunnudagaskólinn: — A hverjum
sunnudegi, kl. 12.15 e. h.
steinsson fyrir framúrskarandi
nákvæmni við slaghörpuna.
Embættismenn stúkunnar eru
þessir:
FÆT—Margaret Johnson
ÆT—Christjana Thordarson
VT—Anna Ámason
D—Clara Einarson
AD—Lorraine Einarson
K—Guðrún Thomsen
R—Lára Ámason
AR—Hulda Árnason
FR—Margaret Torfason
G—Fjóla Johnson
V—Donnie Bjaraason
ÚV—Allan Peterson
Jóns Sigurðssonar félagið
I .O. D. É. býður, öllum sínum
mörgu góðu vinum, körliun og
konum á “Silver Xea” laugar-
daginn 12. þ. m. kl. 2,30—5,30
Eaton’s Assembly Hall, á sjö-
unda gólfi.
Heiina tilbúinn matur af beztu
tegund, líka lesið í bolla.
Kæru landar skoðið þetta sem
yðar boðsbréf því ómögulegt er
að ná til allra.
Greiðið atkvæði með ... !
T. W. KILSHAW ;
STEVENS ÞINGMANNSEFNI í MIÐ-WINNIPEG NYRÐRI I
.
i
Approved of by H. Hastings, official agent for T. W. Kilshaw
HVAÐ EG HATAÐI
AÐ HREINSA
SALERNIS SKÁLARNAR
• Leysið aldrei lút-
in upp í heitu vatni.
Lúturinn sjálfur hit-
ar vatnið.
GILLETT'S LYE
é
Klístrið Hvirfur
Viðstöðulaust
Dretfið um skálina einu
sinni í viku Gillett’s Pure
Flake Lye—því sterkasta,
o galt klístur hrynur af
þeim, sjálfkrafa. Drepur
gerla og tekur burt allan
daun um leið og það
hreinsar. Það hrein-sar og
pípur, svo þær fyllast síð-
ur. Það gerir glerhúðinni
eða öðru ekkert itil. Fáðu
könnu í dag!
ÉTUR ÓHREININDI