Heimskringla - 20.11.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.11.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. NÓV. 1935 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Málverkum Mr. EMILE WALTERS af íslandi nú til sýnis í THE SIXTH FLOOR PICTU.RE GALLERIES hefir verið jafnað við sögu hins norðlæga lands að mikilleik og göfgi. Myndin “GHacier Blink,” Jökulblik, þykir einkum stórkostleg í látleysi sínu- Þessi sýning, sem vakið hefir feikna athygli í New York og Pittsburg íyrir skemstu, heldur áfram í þessum Picture Galleries til 23. nóvember. Yður er hjartanlega boðið að koma og sjá Málverkin. —Art Gallery, Sixth Floor, Donald. <*T. EATON WINNIPEG 1 CANADA segja, að það hefir svo að segja engar tilhneigingar, sem beini lífsafli þess í ákveðnar áttir undir ákveðnum atvikum. En nú rekja hátternisstefnu- mennirnir það, hvemig vér verðum að þessum samsettu verum ,sem mennirnir óneitan- lega eru. Meðal annars er ó- gerningur að skýra frá öllu því, sem ein mannvera getur orðið hrædd við- Og þó er það svo, að ekki er til hræðsla í barni nema við tvent. Bam er hrætt þegar það finnur að það er að missa jaf'nvægið, er að detta, og það er hrætt við há, óvænt hljóð. Það hörfar ekki undan neinu nema þessu, eða lætur ekki í ljós hræðslu við neitt nema þetta, og það virðist ekki hafa neinar ákveðnar tilhneig- ingar aðrar en þær að grípa í hlutina og að stinga þeim upp í munninn. Barn þekkir ekki til hræðslu við dýr, dýr, hversu hræðileg sem þau kunna að vera í augum fullorðinna. Það mundi grípa slöngu og reyna að stinga hausnum á henni upp í sig, ef því væri leyft það. Bam- ið verður með öðrum orðum að læra sjálft alt, sem lýtur að hættum lífsins. Og með tilraun- um má sjá, hvernig þetta gerist. Bamið er að eðlisfari hrætt við há, óvænt hljóð, eins og drepið hefir verið á. Tilraunamaðurinn réttir barninu loðið leikfang, orðin svo náin tengsl á milli ha- vaðans og þessa loðna dýrs, að barnið sýnir eftir það- hræðslu við leikfangið, þótt ekkert hljóð fylgi með. Og það sem meira er, það er nú hrætt við alt, sem loðið er. Hræðslan nær ekki til þessa hlutar eins, heldur til alls; sem einhverja líkingu hefir með honum. Að dómi hátternissinna er það sennilegt, að öll mannleg hræð- sla sé orðin til með einhverjum svipuðum hætti. í gegnum ein- hverjar krókaleiðir atvikanna hefir svo farið, að tengsl hafa orðið á milli þess í huga vorum, sem vér erum hrædd við, og þeirra fáu frumstæðu tilhneig- inga, sem vér erum fædd með. Og hver maður getur sagt sér það sjálfur, eftir þessar litlu bendingar, að mjög mikið at' hræðslu manna stafar af ó- skapagangi og ofboði og hávaða fullorðinna, er eitthvað viðsjár- vert hefir borið að höndum í æsku barnanna. En hátternis- sinnarnir sýria ekki einungis, hvemig þessar kendir, sem eru svo afdrifaríkar um hamingju okkar, verða til, heldur sýna þeir einnig, hvernig þær megi losa úr huga vorum, ef vér er- um enn nægilega ung. Eitt slíkt dæmi langar mig til þess að segja frá- Dr. Watson, hinn nafnkendi foringi háttemis- sinna, segir frá því, að hann hafi vakið hræðslu hjá barni viö gullfisk — en þessi litlu síli eru oft höfð í gleríláti í stofuna manna. Þetta var gert með þeim hætti, að barnið var látið kenna til sársauka í hvert skifti sem gullfiskurinn var borinn nærri því. Barnið sagði “bíta” í hvert skifti sem það sá gull- fiskinn og þorði ekki með nokkru móti að koma nálægt glerílátinu. En Watson segir sjálfur áframhald sögunnar á þessa leið*): “Ef eg lyfti drengnum upp og set hann fyrir framan ílátið, þá skælir hann og reynir að brjót- ast burtu. Ekki er með nokkru móti unt að losa þessa hræðslu úr huga barnsins með því að útskýra fyrir því, að ekkert sé að óttast. Ekkert gagnar að segja barninu frá fallegum fisk- um og um líf þeirra og háttu. Ef fiskurinn er ekki nálægt, má að vísu fá barnið til þess að segja: “Fallegur fiskur, fiskur ekki bíta,” en sjái hann fiskinn fer alt í sama horfið. Vér skul- urn reyna aðra aðferð. Látum bróður hans, fjögra ára gamlan, sem ekki er hræddur við fiska, ganga að glerílátinu og taka fiskinn upp. En hversu lengi og oft sem litli snáðinn horfir á bróður sinn leika sér að fiskin- um og ekki verða meint af, þá hefir það ekki áhrif. Hann er hræddur enn. Vér skulum þá við annan enda borðsins við máltíðir. Á hinum endanum er glerílátið með fiskinum í, eri yfir það er breiddur dúkur. En um leið og maturinn er settur fyrir frapian drenginn^ er dúk- urinn tekinn af ílátinu. Ef það hefir einhver áhrif á drenginn, þá er ílátið fært lengra í burtu, svo langt, að það hætti að .hafa áhrif. Drengurinn etur nú í pæði og alt gengur vel. Næsta dag er þetta gert aftur, en ílátið er nú fært nær. Þegar þetta hefir endurtekið sig fjórum, fimm sinnum, er óhætt að setja gullfiskinn fast upp að matar- disk barnsins, án þess að nokk- urra áhrifa verði vart.” Hátternissinninn hefir hér upprætt hræðslukend barnsins með því að tengja það, sem hræðsluna vakti, við þægilega kend — gleðina yfir matnum. Eins og eg vona að menn skilji, þá er ekki svo til ætlast af minni hálfu, að þessi litlu dæmi eigi að vera fullnægjandi greinargerð fyrir heilli stefnu í sálarfræði. En eg hefi skýrt frá þessu sökum þess, að eg þekki ekki neitt, sem í stuttu máli geti varpað eins miklu ljósi á það, sem eg held að sé andi Ameríku í dag. Allir sálarfræðingar eru *) Hér er þetta tekið úr “The Science of Life” eftir Wells-feðgana og Juian Hux- ley. sammála um, að hátternissinn- arnir hafi varpað óvenjulega björtu ljósi yfir þá staðreynd, hve sveigjanlegur mannshugur- inn sé — það megi stefna hon- um í furðulega margar áttir og vekja í honum allskonar kendir og útrýma þeim aftur. En hinn ágæti árangur þessara manna hefir orðið til þess, að þeir hafa haft tilhneigingu til þess að telja manninn því nær ekkert annað en óskrifað blað í byrjun — þeir gera mjög h'tið úr erfðum og upplagi, sem aðrir telja mik- ilvægasta þáttinn í hverjum manni, og þeir virðast stundnm jafnvel ímynda sér, að hvert barn sé efni í gáfnasnilling og andans ofurmenni, ef hægt sé að ráða algerlega og á viturleg- an hátt við umhverfi þess í æsku. Þetta nær vitaskuld ekki neinni átt. En jafnvel þótt stefn- an fari út í öfgar, þá gengur nú enginn sálarfræðingur fram hjá henni- Og í því sambandi, sem hér er um þetta rætt, þá er stefnan sjálf vottur þess hugar- fars og þess anda, sem með Ameríkumönnum ríkir — vottur þessarar djúpsettu trúar, að öll- um hlutum á jarðríki megi breyta til farsælla hfs og ríkara, ef þekking og vilji fylgist að. Jafnvel svokölluðu manneðlinu má breyta og móta það að vild, eins og listamðurinn mótar leir- inn. Hér að framan var getið um skóla Ameríkumanna. Þar kem- ur enn sama hugarfarið. Enda eru margir fremstu skólamenn Ameríku hátternissinnar. Ef til vill ei* ekki hægt að einkenna skólamál Ameríku- manna meö öðru móti betur í fáum orðum en segja, að skól- inn sé í Ameríku orðinn vísinda- legt viðfangsefni. Ekki svo að skilja, að ahir kennararnir séu brot af vísindamönnum, enda fer því mjög fjarri. Hitt er heldur, a,ð leitast er við að ganga svo frá skólanum, að sem aUra minst sé undir kenn- aranum komið. Það eru hf skólaprófessorar í uppeldismá! um, sem marka stefnuna. Þei hafa rannsóknarstofur í kenslu málum, gera þar margvíslega tilraunir með börn og ungling og nota bendingar sálarfræðinn ar til þess ítrasta, til þess a komast að niðurstöðum sínur um það, hvernig kenslu sku) hagað. Og í þessum efnum nýt ur Ameríkumaðurinn, eins og svo mörgum öðrum efnum þeirrar hamingju, að vera ó bundinn af erfikenningum. 1 Evrópn eru meir og minna fast ákveðnar hugmyndir bundnar við hugtakið mentun og ment- aður maður. í Norðurálfunni er sá maður naumast talinn ment- aður maður, sem ekki hefir ‘‘klassiska” mentun, þ. e- meiri og minni þekkingu á þeim frum- lindum fornalda og miðalda, sem Evrópumenningin er sprott- in fram af. En Ameríkumað- urinn veit að undirstaða hans lífs og hans menningar er ekki þarna, heldur blátt áfram í iðn- aðinum og athafnalífinu, sem heldur í honum lífinu. Og hann hagar sér eftir þvi. Og Ameríku- maðurinn veit, að það er enginn eðlismunur á námsgreinum, og fyrir því er í meiri háttar ame- rískum skólum slíkt svið fyrir námsgreinar, að hvergi þekkist neitt líkt annarsstaðar. Tak- mark hins ameríska skóla er ekki einungis að veita nemand- anum ákveðna þekkingu, heldur er áhverzlan fyrst og fremst lögð á að skila honum þannig af höndum sér, að hann hafi vald á sinni eigin þekkingu. Og þar komum vér aftur að hinum sér- staka ameríska anda — skólinn á að breyta manninum. Hér er enn hin sama ástríða: að beita vísindunum til þess að skapa nýjan mannheim. Thorndike, sálarfræðingurinn og uppeldis- fræðingurinn nafnkendasti, er Ameríka á, glímir nú stöðugt við spurningarnar um, hvernig þroska eigi frumkvæði og frum- leik nemandans. í hans augum hvílir menning hins nýja tíma á þeim eiginleikum, sem nefndir eru sjálfstraust, sjálfstæði, frumkvæði og frumleiki. Án þessara eiginleika ráða menn- irnir ekki við viðfangsefnin, sem hin vísindalega menning hefir varpað á götu þeirra. Eg ’veit ekki, hvort eg má gera mér vonir um, að mönn- um sé ljósara en áður eftir þess- ar tvær stuttu greinir, við hvað var átt, er sagt var í upphafi, að það væri ákveðinn skapferlis- og viðhorfsmunur á Evrópu- mönnum og Ameríkumönnum. Hann er fyrst og fremst í þessu fólginn, að Ameríkumaðurinn er nýi maðurinn. Hinn klassiski tími er á enda, og við er tekinn tími stóriðju, véla og vísinda. Menn kunna að sakna hinna fornu tíma, en þeir koma ekki aftur- Og Ameríkumenn eru fyrsta þjóð, sem gefið hefir sig með líf og sál á vald hinum nýja tíma og hugsunarhætti. Þeir eru vitaskuld ekki komnir nema skamt enn inn í hinn nýja tíma. Siðferðishugmyndir, trúarhug- myndir og margvíslegar mann- legar stofnanir eiga eftir að hníga í rústir og aðrar nýjar að . axa í þeirra stað, en þeir stefna hraðar til framtíðarinnar en aðrir. Því var haldið fram í fyrri greininni, að það væri misskiln- ingur, ef íslendingar héldu, að þeir ættu yfirleitt samleið með Evrópu. Hin eiginlega Evrópu- menning hefir aldrei fest djúpar rætur á íslandi. Það er ekki skáldamál eitt að nefna land vort og þjóð einbúann í Atlants- hafinu. Hér hefir verið mikið og vafalaust á köflum ömurlegt einbýli. Vér höfum átt svo lítið sammerkt við Evrópu, að merk- asta þjóðlífsfyrirbrigði í allri miðaldasögu Norðurálfunnar náði aldrei hingað til lands — lénsskipunin, sem svo óendan- lega mikið teimir enn eftir af í hugsunarhætti Evrópu. — Hin latneska menning katólskrar kirkju festi heldur aldrei djúpar "ætur hér. Og nú, þegar hinn iýi tími steðjar að oss, þá fer öví fjarri, að vér eigum annars "’rkosti en að ganga honum á lönd. Hinn ytri menningararf- ir vor er svo lítill, að vér'munö im deyja út, ef vér ætluðum iss að búa við hann. Um alda- mótin síðustu var hér lítið eitt fleira fólk en fyrir svartadauða og væri um það að tefla að hverfa aftur til þess lífs, sem aér ríkti, þó ekki sé lengra far- ð aftur í tímann en fimtíu ár, þá mundi hver viti borinn mað- ur flytja sig. og börn sín af landi burt. En sé svo, að tími stór- iðju, orku, véla og vísinda hljóti að koma, þá væri skynsamlegt áð búa sig undir hann eins og bezt eru föng til. Og getur þá naumast orkað tvímælis, hvar mest sé af að læra- Vér eigum ekki að beina augum vorum þangað, sem menn streitast af öllum mætti á móti því, sem verða vill og verða á, heldur f hina áttina. þar sem leitast er við að ná valdi á hinum nýju ástæðum. Að minni hyggju er sá staður í Norður-Ameríku. Ekki af því, að ekki sé þar margt geigvænlegt að líta í hinni miskunnarlitlu baráttu um lífsgæðin, heldur af hinu, að andi tímans er þar gróðursettur innan um margskonar illgresi. Andi tímans er andi vísindanna, andi ráðdeildar, andi skipulagn- ingar. Það er sá andi, sem oss er hollur og heilnæmur og líf- gefandi.—Eimreiðin. HITT OG ÞETTA Jörðin á eftir að “lifa” í 2 biljónir ára Hjá Cammermeyers bókafor- laginu norska er nýlega komin út bók eftir P. Rolseth verk fræðing um alheiminn og stærð hans. Rekur hann þar allar kenningar, sem komið hafa fram um það, kenningu Ein- steins og margar aðrar kenn- ingar, sem skotið hefir upp alt fram 4 þennan dag. Seinast talar hann um það, hve lengi jörðin muni verða við líði, og mun margur fagna því, að hann kemst að þeirri niður- stöðu samkvæmt nýjustu út- reikningum vísindamanna, að það verði 2 biljónir ára þangað til alt líf á jörðunni er útkúln- að. En þá eigi þó sólin eftir að skína í 15—20 biljónir ára. * * * í Tokio hefir verið stofnaðnr skóli, þar sem nemendunum er kent að segja skrítlur og kýmni- sögur, svo að þeir sé velkomn- ir í öll samkvæmi- * * ♦ Viltu leggja þennan pakka inn í sporvagn fyrir mig? — Já, þvaða sporvagn? — Það er alveg sama. Þetta er morgunverður mannsins míns, og hann er í skrifstofunni fyrir óskilagóss. * * * Fakíra-klúbbur í San Francisco er nÝstofnað- ur klúbbur fakíra. Þeir sýna sig ekki opinberlega, en koma saman einu sinni í viku, til að sýna hvor öðrum hvað þeir séu duglegir að sofa á glerbrotnm og annað þessháttar. * * * Flestar útvarpsstöðvar í heiminum senda' út sérstaka dagskrá fyrir kvenfólkið. Eftir seinustu hagskýrslum sést að Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgOlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA japönsku stöðvarnar nota þrisv- ar sinnum meira af dagskrár- tíma sínum fyrir kvenfólkið, en stöðvarnar í Evrópu. * * * Tímarnir breytast Enskt blað hefir komist að eftirfarandi: Árið 1870 var kon- an móðir baraa sinna. 1925 var hún orðin systir barna sinna og 1980 verður hún dóttir barna sinna. * * * Höfðingi klæddur gulli Það hefir komið í ljós, að víkingurinn, sem fanst í Ladby- víkingaskipinu hefir klæðst í- burðarmiklum klæðum( gulli- skreyttum. í haugnum fundust klæði þessi nokkurnveginn ó- skemd- * * * Nýtísku víkingur Verið er nú að opna nýtt veitingahús í Mayfair f London. Dyravörðurinn verður klæddur fornum víkinga búningi, með hjálf og hringabrynju. IHNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU T CANADA: Árnes..............................Sumarliði J. Kárdal Amaranth.............................j. jj. Halldórsson Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur.............................. Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury..............................h. O. Loptsson Brown.............................. Thorst. J. Gíslason Calgary..............................Grímur S. Grímsson Churchbridge....................................Magnús Hinriksson Cypress River.............................P4U Anderson ^a^oe...................................S. S. Anderson Elfros................................... g_ Anderson Eriksdale.........................................ólafur Hallsson ^?31? Bake..........................................John Janusson Gimli....................................K. Kjernested Geysir.................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................q.. j oieson Hayland...............................sig. B. Helgason Hecia................................Jóhann K. Johnson Hnausa...................................Gestur S. Vídal Hove............................................Andrés Skagfeld Husavík...........................................John Kernested Innisfail............................Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................s. S. Anderson Keewatin.........................................Sigm. Björnsson Kristnes.........................................Rósm. Ámason Langruth.................................. p. Eyjólfsson Doslie...............................Th. Guðmundsson Lundar....................................Sig. Jónsson Markerville....................... Hannes J. Húnfjörð Mozart...........................................S. S. Anderson Oak Point.............................Andrés Skagfeld Oakview.......................................Sigurður Sigfússon Otto...............................................Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson Red Deer............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík.........................................Árni Pálsson Riverton..........................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk..........................................G. M. Jóhansson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill.........................................Björn Hördal Swan River............................Halldór Egilsson Tantallon..............................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir.............................................Aug. Einarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis...»..................................Ingi Anderson Winnipeg Beach....................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson T BANDARTKJUNUM: Akra............................................Jón K. Einarsson Bantry.............................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash......................John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..........................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob HaU Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson.........................................Jón K. Einarsson Hensel...........................................J. K. Einarsson Ivanhoe...,........................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham................................E. J. ílreiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba loðið dýr, og um leið er slegið með hamri á járnstöng, svo að bamið hrekkur við. Þetta er gert þrisvar, fjórum sinnum, og eftir það eru í huga barnsins reyna að storka honum, eða sneypa úr honum hræðsluna. Alt. kemur fyrir ekki. En reyn- um þá þessa einföldu aðferð- Vér tökum tíu til tólf feta langt >orð. Drengurinn er látjnn sitja

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.