Heimskringla - 20.11.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.11.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 20. NÓV. 1935 HEIMSKRINGLA 5. SlÐA ar. Þetta liefir Matthías Jíooh- umsson gert. Hann ritaði, þeg- ar hann var hálfáttræður, æfi- sögu sína, sem hann nefndi “Sögukafla af sjálfum mér”- Segir hann í þeirri bók víðast mjög blátt áfram frá lífi sínu fram á efri ár og þátttöku sinni í fjölda mörgum málefnum. Er bókin að öllu leyti hin merki- legasta, einkum þó fyrir þá inn- sýn, sem hún gefur í sálará- stand höfundarins á ýmsum tímabilum æfi hans; baráttu hans og barnslegt hjartalag; umhugsun hans um dýpstu við- fangsefni mannsandans og ótal atvik í hans fjölþætta lífi, sem oft skýra betur persónuleik hans en langar lýsingar mundu gera. Þessir sögukaflar eru svo fjörlega og skemtilega rit- aðir að þeir eru skemtilegri af- lestrar en nokkur skáldsaga. Hér er ekki unt að fara neitt ítarlega út í æfisögu Matthías- ar, tímans vegna. Hann fædd- ist í Skógum í Þorskafirði, þar sem foreldrar hans bjuggu, og var einn af þrettán systkynum. Þar var mikil fátækt. En for- eldrar hans voru vel metin, sökum gestrisni sinnar og and- legs atgerfis. Einkum hefir móðir hans verið mikil atgerfis- og ágætiskona. Áhrif hennar á Matthías á bernskuárum hans hafa verið bæði mikil og varan- leg. Hann fór burt úr foreldra- húsum, þegar hann var á ellefta ári, og var næstu fimm árin á hrakningi, eins og hann kallar það. Lýsir hann átakanlega ó- yndi sínu á þessum árum og fremur misjafnri meðferð, er hann varð að sæta á sumum þeim heimilum, sem hann dvaldi á. Að þeim liðnum var hann svo heppinn, að komast til frænda síns, sem var kaupmað- ur í Flatey á Breiðafirði. Vann hann við verzlun hans í fimm ár. Þá sigldi hann til Kaup- mannahafnar, til þess að nema ýmislegt, sem að verzlunarstörf- um laut, því að ætlunin var, að hann skyldi gera verzlun að æfistarfi sínu. Þegar hann kom aftur úr þeirri ferð, vann hann enn um tíma við verzlun. En þar sem bæði frænda hans og öðrum var ljóst, að hann væri óvenjulegum gáfum gæddur, kom þeim saman um að styrkja hann til skólanáms, það er, að láta hann ganga á læröa skól- ann í Reykjavík, sem þá var eini skólinn á ölln landinu, þar sem svo kallaða hærri mentun var að fá. Þaðan úskrifaðist hann árið 1863 og nam svo guð- fræði við prestaskólann í tvö ár. Árið 1867 vígðist hann og varð prestur á Kjalarnesinu, skamt frá Reykjavík. Matthías kaus sér ekki prest- stöðuna af neinum áhuga fyrir kirkju og kristindómi, heldur af því, að hann sá sér engan ann- an veg færan. Efasemdir við- víkjandi ýmsum kenningum lútherskrar kirkju höfðu gert vart við sig hjá honum strax á barnsaldri- Hann lýsir sálará- standi sínu um það leyti og hann varð prestur á þessa leið: “Eg var nú langt á leið kominn með að verða prestur. En hvað sagði mitt innra líf? Það var eins og oftar í óvissu og á vega- mótum. Eg fann það vel, að eg var ekki rétttrúaður eftir bók- staf fræðanna, en — hver var það? Hver af skólabræðrum mínum, sem nokkuð var mark að, var rétttrúaður? Engin lif- andi sál.........Eg lét ástæð- urnar og aldarháttinn ráða og huggaði mig við, að hvað sem mig skorti á rétttrúanina, gæti eg bætt það upp með breytninni og gáfum mínum..............Samt sem áður varð mér því óljúfari fyrirætlun mín, sem nær dró vígslunni. í þessu prestkalli var Matthí- as í sjö ár, og þó ekki stöðugt. Varð hann þar fyrir mikilli sorg, því að bæði fyrsta og önnur kona hans dóu þar. — Ferðaðist hann þá til annara landa, hætti svo prestskap um tíma og fór að gefa sig við blaðamensku. Segist hann þá hafa verið staðráðinn í að ganga alveg úr þjónustu kirkj- unnar og jafnvel að fara al- farinn af landi burt. Skoðanir hans voru stöðugt að verða frá- hverfari kirkjukenningunum. — Um þetta leyti komst hann í kynni við nokkra leiðtoga Úní- tara-kirkjunnar á Englandi og varð fyrir miklum áhrifum frá þeim. Sömuleiðis kyntist hann ritum dr. Channings, hins f merka og andríka leiðtoga Uní- tara í Bandaríkjunum á fyrri hluta nítjándu aldarinnar, sem hann segist hafa lesið af miklu kappi. En þó fór þetta öðru vísi en hann ætlaði. Eftir sjö ár hvarf hann aftur að prestskapnum. Var hann prestur í Odda á Rangárvöllum í sex eða sjö ár og svo á Akureyri í þrettán ár. Eftir það bjó hann þar til dauðadags og naut heiðurslauna fyrir skáldskap og bókmenta- störf. Matthíasar verður lengst minst sem ljóðskálds, því á því sviði var hann eflaust mestur. Hann samdi að vísu nokkur leikrit, og hefir eitt þeirra náð mikilli hylli- Einnig þýddi hann mörg leik- rit eftir útlenda höfunda, og eru þær þýðingar sagðar ágætar. Þó voru mörg þeirra, eins og leikrit Shakespeares mjög erfið viðfangs. — Um ljóðaþýðingar hans munu flestir sammála, að þær séu yfirleitt fyrirtak; ekki nákvæmar, en óþvingaðar og ná anda frumkvæðanna aðdáan- lega vel. Eru sumar þeirra ef- laust miklu betri skáldskapnr en frumkvæðin sjálf. Ljóða- gerð Matthíasar er afar-fjöl- þætt. Hann orti svo að segja við öll tækifæri. Lofsöngurinn fagri “Ó guð vors lands”, sem ef til vill er bezt þektur af öllum hans ljóðum, er tækifæriskvæði, ort 1874 fyrir minningarhátíð þúsund ára bygðar á íslandi. En mörg önnur tækifæriskvæði hans eru með því allra bezta af því tæi, sem ort hefir verið á ís- lenzku. iSama má segja um eftirmæli hans eftir dána menn og konur. í öllum þeim fjölda etfirmæla, sem hann orti, eru hlutfallslega mjög mörg, sem eru framúrskarandi fögur. Má þar til nefna minningarljóð hans um móður sína, sem er lfklega hið fegursta kvæði sinn- ar tegundar, sem ort hefir ver- ið á íslenzku. Ein tegund kvæða Matthíasar er mjög eftirtektarverð, það er eggjunarkvæði hans. Hann var óþreytandi að yrkja kjark í ís- lendinga, hvenær sem einhver óhöpp eða vanda bar að hendi. Tilfinningar hans voru st&rkar. Stnndum lá honum við að yfir- bugast af sorg og lífsleiðindum, en karlmenskan og kjarkurinn voru altaf annars vegar, og hann náði sér aftur við að yrkja. Það var sama hvort hann atti sjalf- ur hlut að máli, eða öll þjóðin: hann talaði til hennar allrar og hann talaði fyrir hana alla. Oft sveið honum ófremd, kotungs- háttur og meninngarleysi þjóð- arinnar, eða einhvers hluta hennar, og þá fór hann ekki dult með tilfinningar sínar. En hann elskaði þjóðina og dáðist, að mikilmennum hennar, og um þau hefir hann ort sum af sínum beztu kvæðnm. Hann var góður íslendingur og þjóð- hollur, en þó kunnugri menn- ingu útlendra þjóða en flestir samtímamenn hans á íslandi- Það er ómögulegt að lýsa skáldskap þessa stórvirka og fjölhæfa skálds í fáum orðum. Hver maður, sem les Ijóð hans, verður hrifinn af hugmynda- fluginu, orðgnóttinni og snild- inni yfirleitt, sem birtist í þeim flestnm. Að vísu eru þau mis- jöfn að gæðum; einstaka er jafnvel lélegt hjá svo miklu skáldi; en það munu þá vera helzt þau, sém skáldið hefir ort án þess að finna nokkra sterka hvöt hjá sér til að yrkja, svo sem sum erfiljóðin, sem ef- laust hafa verið ort eftir beiðni annara, og önnur minni háttar tækifærisljóð. iStundum hefir verið sagt, að í kvæðum Matt- hn'asar sé talsvert af innihalds- litlu orða,glamri. Vera má, að þvi bregði fyrir hér og þar. En hvað er það á móti þeim auði háleitra og fagurra hugsjóna og ódauðlegrar snildar, sem þau hafa að geyma? Ihans eins og þær voru þá og | höfðu verið- Tvent er ljóst, | bæði af þessum orðum hans og öðrum, sem er það, að hann var jafn andstæður kredduá- trúnaði kristinnar kirkjn og efn- ishyggju vísindalegrar heims- skoðunar, sem allmargir ment- aðir íslendingar höfðu aðhylst um hans daga. Guðdómsneist- inn í manninum er það, sem hann byggir trú sína á. Hann Eg ætla ekki að minnast á trú- ! sér, að mönnunum er ofvaxið arljóð hans sérstaklega, og eru að skilja hinstu rök tilverunnar. þau þó ærið umræðuefni út af Hann er ekki heimspekingur, þó fyrir sig. Sálma hans þekkja allir. Þeir eru góður skáldskap- ur, og auk þess birtist í þeim innileg og heit trú; enda var skáldið mikill trúmaður í orðs- ins rétta skilningi. Matthíasi fanst víst oft sjálf- um, og ýmsum fanst það h'ka að hann ætti ekki heima í prest- stöðu. Þegar hann var sæmdur skáldalaununnm, var það gert að skilyrði, að hann hætti prest- skap. Bendir það á, að þeim, að hann þekki heimspekina; hann er ekki kenningabundinn guðfræðingur; og hann er ekki eins og vísindamaðurinn, sem leggur of einhliða áherzlu á það, sem hann getur þekt og rann- sakað. En hann er skáldið og maðurinn, sem lítur á hlutina frá mannlegum sjónarmiðum, og sú aðstaða gefur honum írúna bæði á manninn og Guð — traustið, sem er undirrót sið- gæðisins og líka honum “örugg sem þar réðu um, hafi ekki hjálp í nauðum.” Þannig trúði fundist það mikill skaði, þó að hann þessi ágæti maður, sem var einn af fremstu hann tapaðist úr prestastéttinni. Það sem að olli þessu van-1 leiðtogum þjóðar vorrar trausti hans sjálfs og annara hálfra aldar skeið. var það, að hann gat aldrei að-! -------------- hylst þá guðfræði, sem honum MÁLVERKASÝNING hafði verið kend. Hann var van- trúarmaöur frá sjónarmiði hins lútherska rétttrúnaðar. En vantrú hans var sama vantrúin og sú, er síðar festi rætur meðai prestastéttar ísiands og nú hefir náð svo mikilli útbreiðslu þar. Hann var á undan sínum tíma. Ýmsir, sem voru lengi vel á móti honum, vegna þessarar vantrúar, urðu síðar með hon- um, í öllum aðaiatriðum að minsta kosti. Hann var svo hreinskilin maður, að enginn gekk þess dulinn, hverjar skoð- anir hans voru. Altaf fram á elliár var hann að leita að nýj- um sannleik, hvar sem hann hélt að hann gæti fundið hann. Sjálfsagt hefir hann verið fljót- ur að verða fyrir áhrifum í þeim efnum. Hann vildi aldrei binda sig, og þess vegna gat hann ekki orðið það, sem venju- lega er kallað góður flokks- maður- En hann var mikill trú- maður, sem er alt annað en að vera fylgjandi einhverra vissra hugsanastefna í trúmálnm, og andlegu um Frh. frá 1 bla. skilja, að snjómyndirnar séu þær einu, sem vert sé að nefna. Það er hressandi líf í mynd eins og The Country Parsonage. Veðrahamurinn uppi yfir Kálfs- tindum er kröftugt málverk; Icelandic Springtime sýnir Hall- ormsstaðaskóg við Lagarfljót og hlýtur að vekja þá hugsun hjá útlendingunum, að þeir sem færu til íslands, gætu átt annað í Ýændum en “ApproaOhing storm”. — Þó að eg hafi nefnt þessar myndir, er það ekki gert af því eg álíti þær betri en allar hinar, en þær hafa orðið mér einna minnisstæðastar eftir eina yfirsýn. > Málverkasýning Emiles Wal- ters er eitt dæmi þess, hvernig Vestur-lslendingar geta enn hagnýtt sér auð hins gamla ís- lands. Málararnir snúa sér auðvitað fyrst og fremst að landinu og náttúru þess, en þó efast eg ekkert um, að öll and- leg kynni þeirra af þjóðinni ennþá fjarskyldara því, að vera hjálpa þeim til góðs árangurs. í orði kveðnu játandi einhverra | Qg yestur-íslenzkir listamenn kenninga og játninga. Trú | stan<ja anra erlendra manna Matthíasar var játningarlaus bezt ag vígi til að hagnýta sér trú, sem hann stöðugt reyndi að slilt tækifæri, ef þeir leggja sig samrýma hverjum nýjum sann- leik, sem hann fann og veitti fúslega móttöku. Trúarskoð- unum hans verður engan vegin betur lýst en með þvi að tilfæra hans eigin orð; Hann segir á einum stað í æfisögu sinni: “Eg eftir íslenzkri tungu. Eg er farinn að hlakka til þess undir eins, að sjá listamenn héma megin hafsins taka til rækilegr- ar meðferðar ísl. þjóðsögur, fornsögur og íslenzkt landnema líf. Og einhverntíma kemur sá skoða öll tilverunnar efstu rök áagur^ að meðai ungu kynslóð- eins og óráðnar rúnir. Vér vit- I arinnar hér rfsa upp sögu- og um ekki hvað lögun og nauð- 1 ijóSslcðld, sem augða canadiskar syn náttúrunnar veldur, og fyrir og amerískar bókmentir — því er hver heimshugmynd til- enn frekar en orðið e± með vöxt gáta. Eg fylgi þeim, sem trúa á unum af höfuðstól íslenzkrar guðdómsneistann og mátt hans reynslu< Einmitt sú kynslóð, sem nú er æskuskeiði, hefir tækifæri til að framkvæma bók- mentaleg og listræn afrek, sem engir aðrir menn á jörðinni geta framkvæmt í þeirra stað. Listssýning Emiles ætti að , geta ýtt við tilfinningum ungra eg, að sú lífsskoðun nái lengra , manna og hvenna og vakið þau en nokkurt lögmál, sem vér svo til umhugsunar um skyldu sína. köllum....... Á forlög trúi eg j ekki, hversu rík sem rök og; í anda vorum, vilja og sam vizku. Eg trúi því, að einhver vísir frjálsræðis búi í hverri sál og þar með rót eða upphaf mannsins sjálfsábyrgðar. Eg trúi því, að í Guði erum vér, lifum og hrærumst. Og svo trúi Jakob Jónsson S. A. Magnacca KJÓSIÐ S. A. Magnacca fyrir Bæjarráðsmann í annari kjördeild Maður sjálfstæður í skoðun og framkvæmd, er ekki trúir á að flokka pólitík skuli ráða í bæj- arráðinu. Krefst heilbirgðrar ráðs- mensku í bæjarmálum. KJÓSIÐ: FÁEIN MINNINGARORÐ Heita, blíða, hrausta, djúpa sál, heill sé þér við Guðs þíns dýrð- ar bál! Hlýtt við þér, er hani dauðans gól, hefir Ijómað Krist í andlits sól. Matth. Jochumsson í dag (23. okt.) eru liðin tvö ár síðan merk íslenzk kona and- aðist í Wynyard bæ. Hennar hefir ekki verið minst í íslenzku blöðunum, svo eg hafi séð, nema þar sem sagt er frá láti hennar. Þessi dagur minti mig sérstaklega á að hér væri ó- gert það sem átt hefði að gera. Það er til málsháttur sem segir “Betra seint en aldrei”, og er hann sannur iá sína vísu. Konan sem hér verður minst er Kristín Sigurveig Jóhannes- dóttir Axdal, ekkja Sigurðar Jónssonar Axdal, sem farinn var yfirum rúmum sex árum fyr en hún. Það var rituð ítar- leg æfiminning eftir hann af séra Friðrik A. Friðrikssyni, presti þeim sem jarðsöng hann. Sigurveig Axdal fæddist 9. júlí árið 1856 að Naustavík í Þingeyjarsýslu á íslandi. For- eldrar hennar voru þau hjónin Jóhannes Þorsteinsson og Sig- urbjörg Sveinsdóttir. Sigurveig var næst yngst af 9 systkinuiíi, sem öll eru dáin nema Guðrún. kona Sigurjóns Axdal í Wyn- yard, sem var yngst þeirra. Sigurveig misti foreldra sína mjög ung, og var þá tekin til fósturs af þeim hjónunum Sig- urði Guðnasyni og Björgu Hal!- dórsdóttur, á Ljósavatni í Bárð- ardal. Þar ólst hún upp á góðu heimili til fullorðins ára, og þar giftist hún rúmt tvítug Sigurði Jónssyni Axdal, eins og getið er um hér að framan. Eftir giftinguna voru þau enn nokkur ár á Ljósavatni, en flutt- ust síðan að Axará í Bárðardal og bjuggu þar í tvö ár. Þar eignuðust þau einkabam sitt, dóttur sem heitir Sigurbjörg, nú saumastúlka í Wynyard. Œhá Axará fluttust þau að Krossi í' Köldukinn og bjuggu þar í fimm ár. Þaðan fóru þau til Ameríku árið 1890. Þegar til þessa lands kom fóru þau til Norður Dakota, og lifðu í Garðar bygð, þar til þau fluttu til Vatnabygða árið 1905. Þar nam Sigurður land og reisti bú. Heimili þeirra hjóna var ætíð með miklum myndar brag. Þau voru samhent með dugnað, reglusemi og þrifnað, hvar sem litið var, hvort heldur úti eða inni, var sami hreinleikablær yfir öllu- Öllum sem að garði þeirra bar, var tekið með alúð og Frh. á 8 bls. \Je\V& k* « et« sV0 . 0?, et v«818 t -eW 60 . Caa-0 um regla tilverunnar kann að sýn- j _ Þú hefir farig yíða _ ast. Forsjónartrúin hefir mé, heim> sagði jðn við yjij sinn. i ncr ° VT1' — já, eg hefi víöa farið og er kunnugur víða. — Blessaður náðu þá í Eng- landi fyrir mig í útvarpinu. jafnan þótt bæði fegri og skyn samlegri, en þó með þeirri at- hugasemd hins forna spámanns, sem sagði fyrir munn Jehóva: “Mínir vegir eru ekki yðar veg- ir” o. s. frv. Eg trúi, að hver sú skíma, sem vftrast voru veika kyni frá dyrðardjupi ei- lífðarinnar, hún birtist, glæðist og þróist samfara vexti hins sanna og góða í oss og lífsfélagi voru 6g að þaðan viðhaldist og nærist sú forsjónartrú, sem létt- ir og helgar lífsins stríð.” Þessi orð ritaði hann á gam- als aldri og þau lýsa skoðunum Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og gömul Riadio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St. Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu bNeT Caa' og .Ýa' ð etU itæé1 ada- T. G. BRIGHT & CO. LIMITED Stærsti vín- framleiðandi í Canada Niagara Falls, Ontario Stonfsett 1874 ri$ht's 1 O Thla advertlsemeni is not inserted by ttie Government Liquor Control Conumssioa The Oommission ls nci responslble for statements made as to quality of produot advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.