Heimskringla - 27.11.1935, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.11.1935, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 27. NÓV. 1935 BELLAMY MORÐMÁLIÐ ■I Formaður dómnefndar greip við myndun- um með miklum áhuga, svo að jafnvel gler- augun á nefi hans hristust af áfergju. Fingra- för! I>að sem maður las um alla sína æfi, undraðist og íhugaði og furðaði sig á — og nú voru þau hér komin í hans happa greipar. — Allir hinir hópuðust að honum. “Dr. Barretti, á hvaða yfirborði fundust gómaförin, sem myndirnar sýna?” Nú fór niður um réttarsalinn, sem vana- lega hejnrist þegar fjöldi fólks hlustar sem einn maður og varpar öndu ef nýjung ber að. “Á yfirborði gaslampa, sem fanst í garð- hýsi á setri Thome ættarinnar, sem nefnist Orchards.” Með spumingum og svörúm upp- lýstist svo, að förin á lampanum voru eftir hönd þvala af hita, sem tekið hafði verið um lampafótinn, vel þétt. ■ Myndirnar voru teknar áður en sólarhringur var liðinn frá morðinu, af lampanum eins og hann lá á gólfinu, áður en nokkur snerti við honum og því náðust þær svo glöggar. Olían sem flaut af lamp- anum kom ekki við þau, því að lampinn lá á hliðinni. “I>essi merlti eru þá svo greinileg, að ó- mögulegt er um að villast?” spurði sækjandi. “Alveg ómögulegt ” “Hver er sú manneskja, sem skildi fingra- förin eftir á lampanum?” “I>au fingraför,” mælti Dr. Baretti alvar- lega og liðlega,” voru eftir Mrs. Patrick Ives.” “Eftir æðilanga stund mælti sækjandi: “Þetta nægir, Dr. Barretti. Verjandi spyrji.” Mr. Lambert hafði breytt um róm þessa síðdegis stund, nú var sem raust hans væri langt að komin og þreytt og gömul: “Nú spyr eg einskis. Seinna kanske — seinna — nú ekki.” Nú var fimta deginum lokið, sem sökin var sótt og varin. VI. Kapítuli Blaðamaður leit af klukkunni á stúlkuna jarphæröu og svo á klukkuna aftur, súr á svip og áhyggjufullur. Hatturinn á þeirri jarp- hærðu slútti fram yfir annað augað, neftotan var óneitanlega ruð, hárlokkur hékk niður fyr- ir annað eyrað og á kinnunum blikuðu tveir blossar og aðrir í augunum. “Nú, þú ert fallegur kvenmaður,” mælti hann í tón, sem meinti hitt þó heldur. Hann færði yfirhöfn, hálsklút, letravél, sjö dag og viku blaða snepla og hatt, úr næsta sæti við sig og beið þegjandi og þolinmóður eftir því að honum væri þakkað fyrir. Það varð ekki af því. Sú rauðhærða stiklaði fyrirvaralaust yfir fætur hans, hneig í sætið og másaði stuttum andartökum og snögti við og við. “Hvað í heiminum----” byjaði blaðamað- ur. “Talaðu ekki til mín!” sagði jarpkolla lágt og grimmlega, bætti svo við í enn grimmari tón: “Hvað hefir gerst?” “I»að er það sem mig vantar að vita!” svaraði blaðamaður og herti á “Hvað í heim- inum var það sem gekk á úti fyrir dyrum rétt áðan?” “Eg”, sagði sú jarðhærða- “Hverjir hafa verið á vitnabekk?” i, “Þú? 1 herran nafni, hvað varstu að gera?” “Hljóða,” sagði jarpkolla. “Hverjir hafa borið vitni?” “Ekki nema sláni vestan úr landi, til að sanna að Orsini hafi verið dæmdur í tugthús fyrir rán. Af hverju varstu að hrína?” “Af því þeir vildu ekki hleypa mér inn. . . Hver er fyrir núna?” “Þessi rauðhærði náungi úr gasstöðinni, Les Fox, hann er búinn að segja sína sögu og Farr er að reyna að leggja við hann taum- inn. Af hverju vildu þau ekki hleypa þér inn ? ” “Af því — nei, eg get ekki sagt þér frá því núna. Seinna, í matmáls hléi. Hlustaðu á, viltu, hvað fram fer--” “Þetta var á laugardagskvöld, var ekki svo, Mr. Fox?” “Víst var það á laugardagskvöld.” Mr. Fox var ríkulega skrýddur freknum, treyjan hans var miklu þrengri en vera bar, víst þrem númerurrt of lítil, hálsbandið miklu grænna en gerist, hann skaut gúmmi tuggu fimlega milli vanganna og leit aðgætnu auga á Mr. Farr. “Margar reiðar munu hafa sótt gas á þína stöð, á fallegum laugardagskvöldum í júní, var ekki svo?” “Víst var svo.” “Samt er þessi reið og þau sem í henni sátu, öldungis óafmáanlega greypt í endur minning þína?” “Ef þú meinar hvort eg muni eftir þeim báðum, þá er víst að eg geri það. Þau gerðu meir en kaupa gas, daman þurfti svaladrykk o g bað um hann og það var eg sem sótti hann handa henni. Þetta gerði að eg mundi eftir þeim, sérðu?” “Og þú veizt ekki annað, en að það gerð- ist einhvemtíma eftir níu, af því að þý komst ekki að verki fyr en níu?” “Þetta er rétt. Eg byrja aldrei fyr en níu; og stundum er eg nokkrum mínútum á eftir þeim tíma, meira að segja.” “En þetta mátti gerast tveim mínútum eftir níu en ekki 25, eins og Mrs- Ives heldur fram?” “Nei herra ,það er öldungis ekki mögu- legt. Fólk fær ekki átta gallónur af gasi og borgar fyrir það og fær til baka og biður um glas með vatni og fær það og drekkur og kemur sér á stað á einum tveimur mínútum. Það hlýtur að hafa verið meir en tíu mínútur eftir níu, þó þau hefði borið að á undan öllum öðrum, áður en eg tók við.” Mr. Farr virti hann fyrir sér með greini- legri óvild. “Eg bað þig ekki um að halda ræðu, Mr. Fox. Sú eina reynd sem þú getur sagt um með vissu, er sú að þú tókst til vinnu kl. níu og að Mrs. Ives og Mr. Bellamy komu eftir þann tíma.” “Þetta er rétt.” “Þá er þetta nægilegt. Þú mátt fara.” Þá bað Mr. Lambert að Mr. Patrick Ives væri kallaður til vitnisburðar. í hominu við gluggan stóð upp hár mað- ur og unglegur, hvítur í framan og tekinn, en þar hafði hann setið á hverjum degi og móðir hans hjá honum, með aðra hendina á hnéi hans til hughreystingar. Hann gekk bratt að vitnastóli og settist. “Mr- Ives, viltu vera svo góður að segja okkur, eins fljótt og þú getur rétt hvað gerðist um kveldið 19.' júní 1926, frá því þú komst heim, þangað til þú háttaðir?” Hinn ungi maður með kærulausa svipinn svaraði verjanda hóglega og líkt og honum þætti lítils um vert: “O, eg efast um að eg sé fær um að gera nokkuð þessháttar. Minnið • mitt er meir en bágt, og það leiddi ekki til annars en að eg skrökvaði allra handana, sem hvorugur okkar hefði gott af. Svo eru flest vitnin búin að bera um þetta atriði, er það ekki?” Þetta var sagt í álíka tón og maður talar við mann, með kuldalegri ósvífni og þó hóg- værlega, svo að bæði sækjandi og verjajndi og dómarinn sjálfur, voru sem agndofa. En er hann hætti að tala tóku þeir allir viðbragð og gullu við. Hver hafði hæst er bágt að segja, en dómarinn dugði bezt með hamri sínum og náði að þagga niður í hinum: “Þessu svari skal kipt úr sakarinnar skrá! Það er alveg ótækt, Mr. Ives. Hér er ekki umræðufundur. Ger svo vel að geyma þínar skoðanir og álit um hvað sem vera skal og svara spumingum eins stuttlega og verða má.” “Ef Mr. Lambert vill spyrja mig glöggra og ákveðinna spuminga, þá skal eg sjá til að hann fái greinileg svör,” svaraði Mr. Ives; hann leit alls ekki út fyrir að hafa fengið ofanígjöf og ekki trútt um glettnissvip á hon- um. “Svo skal vera,” mælti Mr. Lambert, úfinn og óhýrlegur. “Viltu vera svo vænn að segja okkur hvort nokkuð óvenjulegt kom fyrir á umræddu kveldi, Mr. Ives?” “Nei.” “Á undan kveldmat?” “Nei.” “Eftir kveldmat?” “Nei.” Svörin voru stuttleg, rómur og fas þar eftir; það var líkast því, sem hann snaraði beinum að rakka- “Miss Page bar fyrir réttinum, að hún hefði mætt þér við bamastofu dyr, með bát í höndum, kringum kl. átta — er það rétt?” “Já.” “Hvenær sástu hana næst?” “Svo sem stundar fjórung síðar.” “Var hennar vitnisburður um það sem á eftir fór, sannleikanum samkvæmur?” “Hann var sæmilega réttur, svo langt sem hann náði.” “Hún dró nokkuð undan?” “Töluvert.” “Að hverju leyti helzt?” “Að þessu leyti helzt: ofsagráti og brjál- uðum látum á alla kanta,” sagði Mr. Ives blátt áfram og rólega. “Hvað var orsökin til þessara — e — láta.” Mr. Ives svaraði strax mjög skírt og greinilega: “Miss Page er vanstilt, móðursjúkt bjálfakorn, sem Mrs. Ives—” “Álítur hinn háttvirti dómari að þetta sé hæfilegt svar við spurningunni?” mælti Mr. Farr í liðlegum tón. “Rétturinn hefir aðvarað vitnið að halda sér að spuraingum. Hér með er sú aðvömn í- trekuð. Svarið má áh'tast ósagt.” “Eg álít svarið í mesta máta upplýsandi,” mælti verjandi, ekki ákafalaust. “Mr. Ives var að skýra—*—” “Þú mátt fá undanþágu og spyrja aftur, Mr. Lambert- Rétturinn er búinn að úrskurða um svarið.” Mr. Lambert beit á jaxlinn. “Hvað or- sakaði þann ágang, sem þú gazt um?” “Mr. Ives var búin að segja henni upp vistinni og að hún yrði að vera farin fyrir há- degi á mánudag. Miss Page vildi fá mig til að ganga á milli en það hafði eg gert tvívegis áður.” “Léztu tilleiðast?” “Alls ekki,” sagði Pat Ives og nú var málrómur hans svo kaldur að jarpkollu lá við að vorkenna Miss Page, þó henni væri ekki um hana. Eg tjáði henni að eg áliti sunnudaginn hentugri en mánudaginn og bauðst til að ná í ökusveininn til þess hún kæmist sem fyrst af stað.” “Af hverju sótti Miss Page svo ákaft að vera?” “Hvernig á eg að vita það?” spurði Mr. Ives. “Henni skildist líklega, að vistin var fyrirtaks góð, sem hún var að missa.” “Það er eina útskýringin sem þér dettur í hug?” “Það er eina útskýringin sem mér dettur í hug að segja þér,” sagði Mr. Ives, með glotti sem vissi tæplega á gott. Mr. Lambert virti hann fyrir sér litla stund, afréð svo að byrja á öðru. “Var það endirinn á ykkar samtali?” “Ó, nei,” svaraði Mr. Ives og nú breikkaði á honum brosið. “Það kom samtalinu á sþað-” “Viltu hafa það upp fyrir okkur?” “Eg er smeykur um að eg geti það ekki. Eg sagði þér að minnið mitt væri alt annað en gott. En ef það svíkur mig ekki, þá trú eg það snerist mestmegnis um tvö fyrsta atriðin.” “Hvaða atriði?” “Um burtför hennar og mína meðal- göngu.” “Miss Page gat ekki um neinn seðil?” “iSeöil?” Vitnið hleypti brúnum og var auðsjáanlega hissa. “Hún gat ekki um, að hún hefði náð í seðil frá Mrs. Bellamy — gripið hann úr bók í bókastofu?” “Nú skil eg,” mælti Mr. Ives; brýraar fóru í samt lag en glottið kom aftur á annað munn- vikið, alt annað en hýrlegt. “Nei, eg held hún hafi ekki getið þess. Eg hefði líklega ekki gleymt því, ef svo hefði verið.” “Hafðirðu nokkra ástæðu til að halda, að Miss Page væri öfundsjúk eða haldin af ábrýði við Mrs. Ives?” “Hvernig átti það að geta verið?” “Eg hugsaði að þú kynnir að geta sagt okkur frá því.” “Þú hugsaðir skakt,” sagði Mr. Ives og hallaði sér lítið eitt fram á stólnum. “Það á eg ómögúlegt með að segja þér.” Hann herti ekki róminn, eigi að síður steig Mr. Lambert. skrefi fjær, heldur fljótlega. “Já, einmitt- Nú, Mr. Ives, Miss Cordier hefir borið fyrir réttinum, að þú hafir sagt, að þú hafir ekki fundið bréfseðilinn, sem hún þykist hafa látið í tiltekinn stað. Er það rétt?” “Það sagði eg henni, víst er svo.” “Og þú sagðir henni eins og var?” Mr. Farr stóð upp af sæti sínu og fór sér hægt. “Rétt augnablik, ger svo vel. Mér fer nú að vandast skilningur, hvort spurt er af hendi þess sem sökina ver eða sækir. Mér virðist Mr. Lambert ætla mér lítið að gera. Mér kann að missýnast, eigi að síður lítur svo út frá mér að sjá, sem hann tortryggi sannsögli þess votts, sem hann hefir sjálfur kallað til vitnisburðar.” “Rétturinn hallast að sömu skoðun. Mót- mælir þú spuraingunni?” “Ekki beinlínis, en mér virðist hún alger- lega óviðkomandi.” “Svo er. Þú þarft ekki að svara spura- ingunni, Mr. Ives.” “Þakkir — með leyfi hins heiðraða réttar vil eg heldur svara. Eg veit að Mr. Lambert verður feginn að fá að vita, að það sem eg sagði Miss Cordier var í alla staði sannleikan- um samkvæmt.” “Hve marga bréfseðla hafðir þú fengið áður?” spurði Mr. Lambert; og svipurinn á hans rjóða og heita andliti var alt annað en vinalegur- ‘‘Sex eða átta, kannske.” “í hvað langan tíma?” “í hér um bil tvo mánuði.” “Veiztu að Miss Cordier bar það, að hún hefði líklega látið þar um tuttugu bréf í langt- um lengri tírna?” “Jæja, ef hún bar það,” svaraði Mr. Ives, líkt og honum stæði á sama, “þá fór hún með lygar.” “Hvert var efni þessara bréfa?” “Yfiríeitt að tiltaka stefnumót í kothýs- inu.” “Hve oft fóru þau stefnumót fram?” “Tvisvar.” “Tvisvar.” “Aðeins tvisvar?” Mr. Lamlbert sýndi á sér tortrygni og við það funaði eitthvað í vottarins bláu aug- um. “Tvisvar sagði eg — tvisvar.” “Viltu segja okkur hvem mánaðardag?” “Eg er hræddur um að mér sé það ekki hægt — einu sinni seint í maí, hitt skiftið svo sem viku fyrir morðið. Þetta er það bezta, sem eg get munað.” “Mr. Ives, hér hefir verið getið um hníf, nr. 6 í málsins gögnum; Miss Page hefir borið að þú værir eigandinn. Er það rétt?” “Rétt.” “Viltu segja okkur hvenær þú sást hann seinast?” “Þegar hann var lagður fram hér í rétt- inum en næst þar áður sama síðdegið og kon- an mín var tekin föst, mánudaginn þann 21.” “Hefirðu hugmynd um hvar hann var kl. hálf níu að kveldi þess nítjánda?” “Eg hefi mjög glögga og greinilega hug- mynd um það,” sagði Patrick Ives og færðist glaðværðar svipur yfir hann eða athlægis, mjög ólíkur þeim óróa og sútar svip, sem á honum var alla tíð; frá því hann kom á vitna- bekk. “Hann var í hægri buxnavasa mínum-” Mr. Lambert varð dátt við og sýndi tylft- ardómendum vel og lengi framan í sig. — “Með hverjum hætti komst hann þangað?” “Hann komst þangað af því, að þar stakk eg honum þegar eg færði Pete bátinn upp á loft, kl. átta það sama kveld og þar var hann þangað til eg lagði hann á skrifborðið á sunnudagsmorgun eftir máltíð.” “Þetta er alveg víst?” “Alveg.” “Ómögulegt að Mrs. Ives hafi náð í hann um kveldið?” “Algerlega ómögulegt.” “Mr. Ives, hvar varstu það kveld kl. níu þrjátíu?” Nú hvarf glaðværðin af Patrick Ives. — Hann sat æðistund og starði á Mr. Lambert, rólegur og aðgætin. Hann rendi augum á þau mörg hundruð andlit sem gláptu á hann og er han sá hve ákaflega forvitin þau voru, kom á hann aðkenning af kímnisglotti, líkt og hans háðsfullu augu segðu: “Bágt er það, að láta ykkur bíða, er ekki svo?” Svo svaraði hann: “Eg var heima.” “Hvað varstu að gera?” “Reykja pípu, þefa í tímarit held eg, þó eg vilji ekki segja undir eið, hve lengi. Eg hafði ekki veðhlaupa sigurverk við hendina.” “í hvaða herbergi?” “Ja, eg er hræddur um að eg geti ekki hjálpað þér mikið í því atriði, heldur. Eg fór úr einu herbergi í annað, dundaði við bátinn, reykti, las — fór ekki eftir fyrirhuguðu ráði. Mér datt þá ekki í huga, að það hefði verið hentugt og hyggilegt, að gera svo.” “En nú veiztu að Melanie Cordier varð þín ekki vör í neðri stofunum, þegar hún slökti um tíu leytið-” “Þá hefi eg hlotið að vera í einhverri stof- unni uppi,” sagði Patrick stillilega. “Þér er sömuleiðis kunnugt, að Mrs. Daniel Ives sagði okkur, að þú færðir henni ekki ávexti það kveld, af því að þú hefðir verið fjarverandi.” “Já, þetta er líklega í fyrsta sinn á allri hennar æfi, sem hún fór skakt með,” svaraði Pat Ives enn mjúklegur. “Eg var heima.” “Af hverju breyttir þú því ráði, að koma til póker fundarins, Mr. Ives?” “Það kom nokkuð fyrir, sem gerði það ó- mögulegt.” Mr. Ives var í framan því líkur, sem það væri ekki gott að sjá við honum í póker.” “Hvað var það?” “Það myndi mér aldrei detta í hug að minnast á hvorki hér né annars st^ðar. Samt er mér óhætt að segja þér, að þær orsakir áttu alls ekkert skylt við morðið.” “Hvað var það?” spurði Mr. Lambert enn og lagðist fast á. Þá sagði Mr. Farr, seinlega og hátíðlega: “Nú, hvað, spyr eg enn, ætlar minn heiðr- aði mótpartur að skilja eftir handa sækjanda til að gera?” Dómarinn tók undir í alvarlegum tón: “Mr. Lambert, réttinum virðist svo, sem þú gangir fullnærri vitni þínu, með sérstöku tilliti til þess, að þér er ætlað að frambera beinar spurningar en ekki gagnspurningar eða þaula spumir og að una við vitnisins fram- burð. Rétturinn-----” “Hann liefir neitað að svara því sem eg spyr hann,” svaraði Mr. Lambert, með miklum ákafa og nokkrum sanni. . “Eg má tjá réttin- um, að eg álít framkomu vitnisins greinilega ^ þráfulla og óvinveitta---” “Réttinum skilst ekki að svo hafi verið,” ansaði dómarinn Carver með gætilegri rögg “og krefst að þú gætir þess framvegis, að þú ert að skifta við þitt eigið vitni, vitni leitt í varnarinnar þágu- Þér er heimilt að halda á- fram vitnaspurningum.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.