Heimskringla - 19.02.1936, Síða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19. FEBR. 1936
Nokkrar þýðingar
Eftir Gunnbjörn Stefánsson
GULLNA FLJÓTIÐ — Eítir E. D. KRAMER
Eg sé hiö gullna fljót með fögrum eyjum sínum
'þars fölvi sólar skugga á lokkað hár þitt sló.
Og heimur allur brosti í ástaraugum þínum
og unað vakti í sál minni og kvíða úr huga dró.
Eg sé hið gullna fljót, und heiðum hálofts geimi,
mér himinn þinna augna að leiðarvísi kýs.
Þar fann eg æskuþrótt minn í þessum draumaheimi
og þú varst minna vonastjarna og jarðnesk Paradís.
Eg sé hið-gullna fljót, þar glitra tærir straumar
og geisikraftur þeirra það út til hafsins her.
En ástin þín er ljúfari en liðnir æsku draumar
og lífið miklu bjartara að vera í för með þér.
RÖKKUR ÞRÖSTURINN — Eftir Thomas Hardy
Frá girðishliðinu horfði eg á
hrímfrost þokugrátt.
Og vetrar auðnin dökkva dró
á dag í vesturátt.
En vínviðsflækjur fuku um geim
sem fiðlustrengja slit.
Og allir sóttu að arni heim
við endað dægurstrit.
Og útsýn lands við ystu höf
var aldar holdlaus nár.
En himinský hin hvelfda gröf,
og hretið dauðans tár.
Því fæðing lífs og frjóögn hver
var frosin þur og hörð.
Hver mannleg sál var svipuð mér
og sorg um alla jörð.
Frá naktri krónu um kaldann geim
þá kvað við hljómsterk raust.
Og sameinuð í söngnum þeim
var sálræn gleði og traust.
Því þröstur einn í þíðum óð,
í þessum veðra-dyn.
Sér kosið hafðia ð kveðjal jóð,
við kvöldsins rökkur-skin.
En hrifning slík var hvergi skráð,
sá helgi söngsins blær
á himinskýin loft né láð,
né lífið fjær og nær.
Slík skoðun hylti huga minn
er hljóminn loftið bar.
Sú blessuð von í hjarta hans
mér hulin sjálfum var.
UM LÍF OG DAUÐA — Eftir Lucratíus
Alt lýtur hraða. Ekkert stundar værð
við efnanna samdrátt myndast hluta stærð.
Einkenni og nöfnum allir greinast þeir,
uppleysast, hverfa og þekkjast ekki meir.
Sé eg úr eindum samsteypunnar gerð
sólkerfin bruna og þeirra stjarna mergð.
En alheimsins sólir í aldahvarfsins rás
upprunans leita á sinni miklu ferð.
Þú líka jörð! með ríki, lög og láð
og ljósstirndar brautir ert sömu sköpum háð.
Smæðanna samheild, hinar eins og þú
hverfa þá tímans eyktamarki er náð.
Alt lýtur Ibreyting. Höf þín hulu blá
hverfa. En sandar flytjast til og frá.
Freyðandi sjóir sækja í hinna veg
silfurhvítt löður hrannar fjörðum á.
FLÓTTA-SVÖR SÉRA
JÓHANNS BJARNASONAR
Það sannast á svörum sr. J.
B. til mín í Lögb. (30. jan. s. 1.)
að “blindur er hver í sjálfs síns
sök”. Hann virðist vilja leggja
áherzlu á, að eg hafi beitt sig
“illyrðasamsetning”, sem hann
telur þó ekki svara verðan. —
Nokkru síðar í sömu grein segir
hann sama sem með berum orð-
um að eg hafi slegist upp á sig.
í báðum þessum atriðum hallar
hann réttu máli — segir í raun
og veru ósatt.
Eg kannast alls ekki við, að
hafa beitt hann jieinum “ill-
yrða samsetning”, heldur að-
eins samið mannlýsing, sem eg
óbleikur ætla að standa við. í
þeirri mannlýsing viðurkendi eg
hann allgóðan stærðfræðing
meira að segja. En til skýring-
ar, vil eg geta þess, að tónteg-
undina í þeirri mannlýsing.
stemdi eg við tóntegund greinar
hans, sem eg var að svara. —
Annars hefði hún aldrei verið
skráð, — “því að oft má satt
kyrt liggja”. Má sr. Jóhann
sjálfum sér um kenna.
Ef sr. J. B. skilur ekki mælt
mál og vill kalla þetta “illyrða
samsetning” er honum það
meinfangalaust af minni hálfu.
En þá er viðeigandi að minna
hann á, að hann byrjaði sjálfur
á illyrðum í minn garð í grein
sinni “Vandamál J. S. frá Kald-
bak.” Þar lýsti hann mér frekar
sem fábjána, en manni með
fullu viti. Og hafi hann nokkum
snefil af sanngirni — sem eg
hefi fulla ástæðu til að efast
um — ætti hann, stöðu sinnar
vegna, að vita: “Að í sama mæli
og þér mælið öðrum, mun yður
og mælt verða.” — og vera við-
búinn þeirri einföldu staðreynd
að svar mitt, mundi laga sig
eftir fordæmi hans.
Það eina, sem satt er í reiði-
lestri sr. J. B. í síðari grein
hans, er að eg byrjaði með
“Vandamálinu”. Enda hangir
hann á því nú og heldur sér
dauða haldi. En hver meðal
dómbær maður, gat ekki séð í
því nein meinyrði; það var i
raun og veru í einskonar spum-
ingar formi, viðvíkjandi laus-
lega framsettum ártölum, ásamt
hálfglettinni athugasemd, sem
kanske var ónákvæm.---------
Hefði sr. Jóahnn Bjarnason
verið göfugmenni, var honum í
lófa lagið, að svara í sama anda
eins og svo oft sézt í enskum
blöðum — og svo er því máli
lokið. Sr. J. B. hefir ekki lært
þá menningar aðferð, hvorki af
blöðum stórþjóðanna, né af 30
ára prestskapar reynzlu. Hann
snýst við eins og hann er mað-
urinn til, með óvirðulegustu
lýsingum á mér.
Eg hefi ekki leitt athygli að
því, sem að ofan er sagt, af því
að eg búist við, að sr. J. B. taki
rök til greina. — Alls ekki. —
En fyrst hann tók þann kostinn
að gera ilt úr þessu, er bezt að
hann fái vilja sínum framgengt.
í sambandi við þetta, vil eg
hér með láta hann vita, að hon-
um ferst ekki að bregða nein-
um manni um að hann sláist
upp á aðra, því að á öllum hans
undanförnum 'blaðadeilu llffs-
ferli, má geta því nærri, uð
það hafi ekki æfinlega verið
aðrir, sem slógust upp á hann.
Mörgum mun enn í minni,
þegar sr. Jóhann slóst upp á
Unitara og Nýguðfræðinga og
því orðbragði, sem hann þá lét
sér sæma — ekki sízt þegar
þess er gætt að þetta prúð-
mannlega! orðbragð var haft
urn tvær göfugustu stefnur
mannsandans, — sem hafa ver-
ið — og eru björtustu stjörn-
umar á himni vestrænna trúar-
bragða alt aftur að frumkristni.
Það miðalda myrkur, sem enn
ríkti í trúmálum, þegar þeirra
staxf liófst, klufu þær með
breiðum geislastaf — og brutu
helvísiskenninguna á bak aftur,
Iþá djöfullegustu ófreskju, sern
í heiminn hefir verið borin. Hún
var búin að sýkja gervalla
mannkind og setja á hana þann
blett, sem seint verður af þveg-
inn. —
— Þetta var á þeim árum,
þegar sr. Jóhann Bjamason
“miðaði rétt þurfamannsins við
trúarjátning hans”, — og gerð-
ar voru opinberar kröfur á hi5
Evangeliska lúterska kirkjufé-
lag í Vesturheimi, að biðja fyr-
irgefningar á framkomu þessa
embættismanns síns. — Og eftir
tóninum í greinum hans til mín
mun lundin enn sú sama. Slíkt
breytist ekki á nokkrum árum.
“Til þes,s þarf aðra æfi, og yrði
þó ei nóg.”
í samræmi við þetta er það
glögt einkenni á vanþroska sr.
J. B. að hann verður upp með
sér eins og montinn krakki ef
hann getur leiðrétt alt of laus-
lega framsett ártöl. Ef einhvern
hendir ónákvæmni í þeim sök-
um, er eins og glæpur hafi verið
framinn. Þá rýkur hann upp
með svo miklum “merkilegheit-
um” og er svo mikið niðri fyrir,
að hann telur þann hinn sama
tæplega í mannatölu, því miður
gefur hann með þessu fulla á-
stæðu til að ætla að hann sé
ekkert góðmenni, þar sem hanh
Iþorir að hafa sig frammi.
En hvað verður nú úr vits-
munum hans og þekkingu, þeg-
ar út í hin flóknari og dýpri
viðfangsefni er komið.
Þegar að hinum erfiðari
þekkingaratriðum kemur, sem
þessi deila er þreytt um, get eg
ekki séð, að hann Ihafi neitt
það til brunns að bera, sem
nokkur ástæða er að þykjast af.
iSagnir hans í þeim tveim
greinum, sem hann hefir skrif-
að um þessi efni, eru svo ósam-
hljóða og hver upp á móti ann-
ari,/ að eg hefði ekki trúað því,
ef eg hefði ekki séð þær svartar
á hvítu.
Nú skal með nokkrum orðum
gerð grein fyrir þessum ósam-
rýmanlegu mótsögnum sr. Jó-
hanns.
í fyrri deilugrein hans (9.« jan.
s. 1.) stendur: “að Jesús hafi
verið rétt um þrítugt þegar
hann byrjaði að kenna. August-
inus keisari deyr 14. e. Kr. Þá
er Jesús 14 ára eða á 14. ári.
Tiberíus verður þá keisari. —
Hann er búinn að ríkja í 14 ár
og er á 15. ríkisári sínu þegar
Jóhannas Sekaríasson byrjar
að kenna” o. s. frv. — Að end-
ingu leggur hann alla áherzlu á
það, að öllu beri nákvæmlega
saman — engin skekkja sé til
— nema í höfðinu á mér.
1 seinni deilu grein sr. J. B.
(30. jan. s. 1.) kveður við í öðr-
um tón. Þá er hann búinn að
lesa svar mitt. Þar hélt eg því
fram að Kristur hefði verið
eldri en rétt þrítugur þegar
hann byrjaði að kenna — og í
þessu ©fni væri tímaskekkja hjá
sr. Jóhanni. Þá tímaskekkju
samþykkir hann nú. Eg bið
menn að festa þaS) í minni, að
9. jan. s. I. neitar sr. Jóhann
Bjarnason að nokkur tíma
skekkja sé til í Ivissu atriði. —
En 30. jan. s. I. játar hann áð
tímiaskekkja sé til í sama atriði.
Þessu til staðfestingar,, skal
brugðið upp sýnishornum úr
ibáðum! 'deilugreinum sr. Jó-
hanns, sem koma algerlega í
bága hvert við annað.
Úr fyrri deilugreininni: “Eng-
in skekkja. Öllu ber nákvæm-
lega saman.” Þetta gat hann
ekki fundið út með öðru en því
að telja fæðingarár Krists 754
e. b. R.
Úr seinni deilugreininni: —
‘‘Rómverski ábótinn hefir mis-
reiknað sig, svo að það mun
rétt vera að fæðingarár Krists
sé 750 eftir b. R.”
“Svo mörg eru þau orð. —
Heilagi faðir helga þú oss í þín-
um sannleika” — því að ekki
verður hann fundinn hjá sr. Jó-
hanni.
| Ih-ófessor Ágúst Bjamason
I telur barnamorðin í Betlehem,
Teflið engu í tvísýnu
um bökun
ÞAÐ er auðvelt að fyrinbyggja bökunarslys, ef
þér notið hið eina ábyggilega Magic bökunar-
duft. Magic er óbreytilegt að gæðum. Hver
teskeiðarfylli inniheldur sama lyftimagnið. —
Það er þessvegna að svo margiir canadiskir
matreiðslufræðingar mæla ávalt með því. Og
þetta ágæta bökunarduft er svo ódýrt — kost-
ar í rauninni innan við 1 cent í bökunina. —•
Pantið MAGIC BÖKUNARDUFT hjá matsala
yðar ií dag.
Framleitt í Canada.
sem rísa áttu út af fæðingu
Jesú hafa í síðasta lagi farið
ifram 749, því að Heródes hafi
dáið í apríl mánuði 750.
Hver vill samrýma þetta fyrii-
sr. J. B. Hann getur það ekki
sjálfur — og ekki get eg það.
Jesús gat ekki verið rétt um
þrítugt — en þó 33—34 ára
þegar hann byrjaði að kenna;
og þó kemur það þannig út í
báðum greinum sr. J. B.
Ekki gat Jesús heldur verið á
14. ári eða 14 áira eins og sr.
J. B. segir hann hafa verið þeg-
ar Augustímus keisari dó, fyrst
hann samþykkir tímaskekkj-
una. Það liggur þó beinast, vdð
að halda, að Jesús hafi verið
14 ára og þó á sama tíma 17—
18 ára eftir útreikningi sr. J. B.
Eftir þessum einkennilegu nið-
urstöðum að dæma, er útlit fyr-
ir, að hægt mundi að deila um
dánardægur Augustínusar jkeis-
ara þó að sr .J. B. reyndi að
gera mig hlægilegan í því sam-
bandi.
Sr. J. B. tekur fram í seinni
grein sinni “að þetta (tíma-
skekkjan) raski engu í Lúkusar
guðspjalli. Þar sé ekkert minst
á rómverska eða hebreska
tímatalið.” —- Nei það gerir
Iþað ekki! Það hljóta allir menn
með allmennri skynsemi að sjá.
að um leið og viðurkent er að
'Heródes hafi dáið 754 e. b. R.
eins ogj sr. J. B. hefir gert, þá
ihlýtur sá kafli í Dúkusar guð-
spjalli, sem við kemur Heródesi
og fæðingu Krists á hans dög-
um, — flótta þeirra Jósefs og
Maríu, að vera með öllu til-
hæfulaus, því að ekki vil eg
ætia að sr. J. B. álíti að Her-
ódes hafi dauður látið myrða
börnin í Betlehem.
Að þessu athuguðu, er aðeins
um einn kost að velja fyrir sr.
Jóhann ef hann á aö geta hald -
ið Heródesi og öllu, sem honum
fylgir kyrrum í Lúkusar guð-
spjalli. Það er sá kostur, að
viðurkenna í einlægni að Jesús
hafi ekki verið rétt um þrítugt,
Iþegar hann byrjaði að kenna,
heldur 33—34 ára. Auðvitað er
sr. Jóhann þá kominn upp á
móti Lúkasarguðspjalli. —- “En
betri er hálfur ^kaði en allur”,
segja menn. Og þetta verður
þolanlegra en að missa Heródes
konung, sem hafði áuknefnið
“hinn mikli” úr guðspjallinu.
En hvernig sem sr. Jóhann vill
hafa það, ætla eg að biðja hann
síðast allra orða að hleypa ekki
þessu vandræðamáli sínu, inn á
Matthíasarguðspjall eins og
hann var lítillega byrjaður á.
Það frumhlaup yrði aðeins til
þess að gera það líka tortryggi-
legt.
Nóg er nú samt.
Nú er það framkomið, sem eg
kveið fyrir í “Vandamálum” að
Lúkasarguðspjall biði ósigur. —
Og það urðu örlög sr. Jóhanns
Bjarnasonar að verða orsök í
opinberun þess ósigurs.
“Heggur sá sem hlífa skyldi.” I
J. S. frá Kaldbak ;
Lesið Heimskringlu
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
GYÐINGURINN GANGANDI
Eftir John Galsworthy
Þegar við hérna um daginn
vorum að tala um gyðingahat-
ur, sagði Ferrand á góðri
frönsku, eins og honum er lag-
ið: “Já, monsieur, nú á dögum
heldur fjöldinn allur af þessum
körlum, að þeir séu kristnir
menn, en eg hefi aðeins einu
sinni þekt kristinn mann, sem
hélt, að hann væri Gyðingur. —
Það var býsna einkennilegt —
eg skal segja yður frá því.
Það var að hausti til í Lon-
don, og þar sem lítið var að
gera, var eg auðvitað blankur
og svaf í stórhýsi í Westmin-
ster, þar sem rúmið kostaði
þrjátíu aura yfir nóttina. í
næsta rúmi við mig svaf um
þessar mundir gamall maður,
sem var svo horaður,. að það
mátti með sanni segja, að hann
væri ekkert nema beinin. Ensk-
ur, skozkur, írskur, velsbur —
eg kemst aldrei upp á lag með
að þekkja í sundur þessa líku
þjóðarflokka ykkar — en þó
held eg helzt, að hann hafi ver-
ið enskur. Hann var veikluleg-
ur, óstyrkur og náhvítur, kinn-
fiskasoginn og með langt, grátt
skegg, símjúkur í rnáli, eins og
hann væri að tala við kvenfólk.
Mér fanst nýstárlegt að hitta
svona viðkunnanlegan mann í
slíkum húsakynnum sem þess-
um. Hann vann fyrir rúmi og
súpuskál með því að búa um
hundabælin, sem þessi mislita
hjörð svaf í. Þarna var hann
allan guðslangan daginn, en fór
sva út klukkan hálf ellefu á
hverju kvöldi og kom heim
j stundarfjórðungi fyrir miðnætti.
Eg hafði heldur lítið við að
vera og mér var því ánægja að
tala við hann, því að þótt hann
væri ofurlítið “ruglaður í koll-
inum”, og Ferrand sló með
fingurgómunum á ennið á sér,
“þá var hann allra skemtileg-
asti karl og áhyggjulaus um
eigin hag eins og fluga, sem
suðar á gluggarúðunni daginu
út og daginn inn. Ef hann gat
eitthvað gert fyrir þessa drullu-
sokka — festa á þá tölu,
hreinsa pípu, tína varginn úr
görmunum- þeirra, eða Mta eftir
að draslinu þeirra væri ekki
stolið, jafnvel að standa upp úr
sæti sínu við ofninn og láta
þeim það eftir — þá gerði hann
það altaf með sama föla og
blíða brosinu; og í tómstundum
sínum las hann í heilagri ritn-
ingu! Mér fór ósjálfrátt að
þykja vænt um hann — svona
vingjarnlegir og hjálpsamir
gamlir menn eru ekki á hverju
strái, jafnvel þó að þeir séu
með “lausa skrúfu” eins og þið
segið. Nokkrum sinnum rakst
eg á hann vera að þvo þessum
skepnum um fæturna eða halda
köldu vatni við glóðaraugu, sem
þeir fá ekki svo sjaldan — hann
var maður, sem var aðdáanlega
fús til að slíta sér út fyrir aðra;
ifötin hans voru líka svo slitin,
að stundum sá í hann beran.
Þótt hann hefði jafnan lítið að
leggja til málanna sjálfur, hlust-
aði hann á mig með stakri þol-
inmæði og talaði ekki illa um
nokkurn mann. En eg undrað-