Heimskringla - 19.02.1936, Side 3

Heimskringla - 19.02.1936, Side 3
WIiNNIPEG, 19. FEBR. 1936 HEIMSKRINGL/ 3. SÍÐA ist mjög hvernig svona bersýni- utan um garðinn á miðju torg- andlitsdrætti hans, hvernig maður. Göngulag hans gaf beinum röðum báðumegin við lega þreklaus maður gat verið inu, grafkyr, með hendurnar þreytan og hrygðin voru að yfir einnig til kynna, að hann þekti gotuna, eins og þau væru að að fara út um þetta leyti kvöld kreptar utau um atafiuu oy............................. huldar af hvítu, siðu skeggmu eftir kvöld, í hvaða veðri, sem var, og ganga svona lengi um göturnar. Og þegar eg spurði hann um þetta, brosti hann eins og í leiðslu og virtist eiginlega ekki vita, um hvað eg var að tala. “Ef mér skjátlast ekki, þá er eitthvað hér á seyði,” sagði eg við sjálfan mig. “Einhverja nóttina, þegar þú ert úti, skal eg gerast varðengill þinn.” í>ví að mér þykir gaman að grúska í öllu, sem er skrítið, monsieur, eins og þér vitið. Annars getið þér víst ímyndað yður, að rangl- ið um göturnar dag eftir dag, á milli tveggja múrveggja af ibrauði, sem ekki má snerta, hefir ekki vekjandi áhrif á löng- 'ii n manna til að slæpast úti á kvöldin. Eh, bien! Það var kvöld eitt seint í október, sem eg tók mig loksins til og elti hann. Það var hægðarleikur að fylgja honum eftir, því að hann var saklaus eins og barn; hann leið fyrst eins og skuggi inn í þennan St. James’s Park ykkar, þar sem hermannaslán- amir ykkar belgja út á sér brjóstið til þess að láta barns- fóstrurnar dást að sér. Hann fór afarhægt og studdist við stöng — une canne de prom- enade, ólíka öllum öðrum göngustöfum, sem eg hefi séð, nærri sex fet á hæð, og efst var krókur eins og á fjárhirðastaf eða handfang á sverði. Þetta hefði verið nóg hlátursefni handa gárungunum — meira að segja eg gat ekki varist brosi, fþegar eg sá hann ganga við þessa spíru, og er eg þó ekki vanur að henda gaman að ör- ibirgö og elli. Eg man þetta kvöld — yndislegt veður, dökk- fblár himin, stjörnurnar eins skærar og þær geta verið í þessum stórborgum okkar göf- ugu menningar; eg man skugg- ana af blöðum trjánna og vín- berjalitinn á gangstéttunum, sem veldur því, að maður fær sig ekki til að stíga á þær. Það var eitt af þessum kvöldum, þegar skapið er létt og lögregl- an góðviljuð og lætur sig dreyma. Jæja, gamli maðurinn leit aldrei aftur, en hélt áfram, eins og eg sagði, líkt og mað- iur, sem gengur í svefni. Hann fór framhjá stóru kirkjunni — sem, eins og allar þessar stór- byggingar, var köld á svipinn, fjarlæg og vanþakklát okkur, litlu krílunum, sem höfum reist hana — inn í hið mikla Eaton iSquare, þar sem vellríkt fólk ætti að búa í hverju húsi. Þar fór hann yfir götuna til þess að halla sér upp að grindumum og beið ef'tir því sem eg gat I mér í hugarlund, og ibuga hann; mér lanst hjartaé lítlö útiœsar. Einhverprófessor lineigja sig fyrir stórri kirkju. ‘hh. ætla að brjótast út úr brjósti «,'ió sjúlfan mig - með »m var fyrir endaaium grá í mér. Eg verð að játa, mon- Þetta var um það 1 sieur- að mér brá dálítið 1 brún ekki gert hvað var. leyti, sem hástéttin ykkar er að koma úr leikhúsinu með kross- lagðar hendur í vögnum sínum sem dregnir eru af sílspikuðum hestum. Og í gegnum glugg- ana sáust frúrnar raniba í sæt- unum og svipur þeirra bar þess vitni, að þær höfðu borðað of mikið, en elskað of lítið. Og karlmenn gengu framhjá mér með hatt á höfðinu, en ekkert í augunum; þeir voru að fá sér hreint loft, eins og vera ber. Eg tók eftir, að gamli maður- inn veitti þeim athygli, án þes.s að hreyfa sig, þangað til vagn staðnæmdist við hús eitt svo að segja beint á móti. En þá lagði hann strax af stað og flýtti sér yfir götuna með stóru stöngina í höndunum. Eg sá, að þjónn- inn hringdi bjöllunni og opnaði vagnhurðina og þrent kom út — maður, kona, unglingur. Afar- háttsett fólk, einhver dómari, aðalsmaður eða borgarstjóri — hvað veit eg um það? — með konu sína og son, og gekk upp að útidyrunum. Gamli maður- inn var kominn að neðstu tröppunni og beygði sig fram, um leið og hann talaði, eins og hann væri að sárbiðja um eitt- ihvað. Þau sneru sér við öll þrjú í einu, alveg steinhissa. Eg neytti árangurslaust allra bragða til að heyra, hvað hann segði, en nær þorði eg ekki að fara, vegna þess að þá hefði hann sjálfsagt tekið eftir, að eg var að njósna um hann. Eg heyrði aðeins hreiminn af rödd hans, bljúgan eins og endranær; og eg sá hann þurka sér um ennið með hendinni, eins og hann hefði borið eitthvað þungt, langar leiðir. Svo ávarpaði frú- in mann sinn og fór inn í húsið og sonurinn kveikti sér í síga- rettu og fór á eftir henni. Úti vajr aðeins fjöliskylduflaðirinn með yfirskeggið og ofurilítið 'bogið nef, en á svipinn líkt og gamli maðurinn væri að gera hann hlægilegan. Hann hreyfði sig snögt, eins og hann segði: “Burt með þig!” Svo dró hann sig líka í hlé. Hurðin lokaðist. Þjónninn þaut upp í vagninn, hann brunaði af stað og alt var eins og ekkert hefði gerst, nema að gamli maðurinn stóð þarna ihreyfingarlaus. En brátt kom hann aftur og nú vair eins og hann gæti naumast valdið stönginni. Eg hörfaði inn í skot til þess að fela mig, þegar halnn gengi framhjá og þá sá eg hvemig sársaukinn gagntók. DAY SCHOOL for a thorough business training— NI6HT SCHOOL for added business qualifications— Xhe Dominion Business College, Westem Canada’s Largest and Most Modem Commercial School, offers complete, thorough training in Secretaryship Stenography Clerical Efficiency Merchandising Accountancy Bookkeeping Comptometry— —and many o*her profitable lines of work We offer you inaividual instruction and the most modem equipment for busrness study, and AN EFFECTIVE EMPLOYMENT SEBVICE for the placement of graduates in business DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John's við að sjá þenna gamla, guð- hrædda mann, að því er virtist, biðjast ölmusu. Það hefi eg sjálfur aldrei gert, jafnvel ekki í sárustu fátækt — við erum ekki eins og þessi “prúðmenni” ykk- ar — við gerum altaf eitthvað smávegis, sem við fáum aura fyrir, þó að ekki sé nema að sýna fullum manni, hvar hann á heima. Svo sneri eg heimleiðis, niðursokkinn í að hugsa um þetta ferðalag, sem eg skildi hvorki iupp né niður í. Eg vissi hvenær gamli maðurinn var alt- af vanur að koma heim og gætti þess að vera háttaður á undan honum. Hann kom eins og venjulega og gekk hægt um til þess að vekja okkur ekki. Hann var nú orðinn rólegur á svipinn, en auðsjáanlega með dálítið “lausa skrúf’u”. Eins og þér hafið sjálfsagt tekið eftir, monsieur, þá er eg einn af þeim mönnum, sem vilja hnýsast í alt, sem fram fer í kringum þá. Mér þykir fátt eins gaman og að skyggnast undir klæðafald tilverunnar, að svifta blæjunni af því, sem liggur undir yfir- iborðinu og er ekki alt sem sýn- ist, eins og góðskáldið ykkar kemst að orði. En til þess verða menn að vera heimspekingar og sérstökum gáfurn gæddir, en af slíku eiga þeir engan snefil, þessir karlar, sem halda, að þeir séu einu gáfumennirnir f veröld- inni, vegna þess að þeir sitja í stól og djöflast í símanum allan daginn til þess að fylla vasa sína af peningum. En eg segi fyrir mig, að eg met þekkmgu á náunganum til f jár — það eru einu f jármunirnir, sem þeir geta ekki frá okkur tekið. Svo að eg lá andvaka þessa nótt. Eg var ekki ánægður með það, sem eg hafði séð, Iþví að eg gat ekki gert mér í hugarlund, hvers vegna þessi gamli, óeigingjami maður, gem altaf var að hugSa um aðra, fór út á hverju kvöldi til að betla,. þegar hann átti rúmið sitt hér og nægilegt til að treina í sér líftóruna m'eð. Auðvitað höfum við allir bresti í fari okkar, og ýmsir vel metnir menn gera í laumi það, sem þeim myndi óa við að sjá aðra gera, en þetta betl virtist tæp Jega geta verði í samræmi við skapferli hins ósérplægna öld- ungs — því að reynsla mín er sú, monsieur, að betlarar séu engu síður eigingjarnir en mil- jónamæringar. í stuttu máli, eg brann í gkinninu og ákvað að elta hann á ný. — Næsta kvöld var veðrið gerólíkt. Það var þungur stormur og tunglið óð í hvítum skýjaslæðum. Hann hóf raunagöngu sína með 'þvf að fara framhjá þinghúsinu ykkar, eins og hann ætlaði út að fljótinu. Eg er ákaflega hrif- inn af þessu stóra fljóti ykkar. Það er eithvað svo mikilfeng- legt við straum þess; íþað ætti að vita margt, en samt er það svo þögult, og birtir engum þau leyndarmál, sem því er trúað fyrir. Það leit helzt út fyrir að hann hefði í huga hina álit- legu húsaröð á fljótsbakkanum áður en komið er til Chelsea Það var aumkunarverð sjón að sjá gamla manninn berjast kengboginn á móti vestanrok- inu. Það voru ekki ýkjamargir vagnar á ferð þarna niðurfrá og einnig fátj. um manninn sannkölluð eyðimörk, lýst af há um ljóskerum, en skuggana af staurunum gætti ekki í tungls birtunni. Hann fór að eins og fyi-ra skiftið og staðnæmdist yzt á götunni og beið eftir að eitthvert ljónið kæmi heim bæli sitt. Alt í einu sá eg eitt koma og þrjár ljónynjur með allar stærri en karldýrið. Hann var skeggjaður og hafði gler augu — bersýnilega lærður ! kvennabúrið sitt með sér. Þau tunglf Ijósinu og móðurleg á láttu heima í húsi, sem var um s\ip. Það var engin sala á ferli iimtán skref frá gamla mann- í gótunni og ekki fylgsni heldur inum, og meðan lærði maður- en rauðagull. En eg treysti inn var að opna dyrnar, ráku því einhvernveginn, að gamli konurnar þrjár nefin upp í loft- maðurinn yrði mín eklti var, af ið og fóru að glápa á tunglið. því að hann virtist ekki taka Lítið um smekk, lítið um vís- eftir neinu á þessum ferðurn indi — eins og altaf hjá þessu sínum. Þar sem hann hallaðist fólki! Eg sá, að gamli maður- j fram á stafinn sinn, þá segi eg inn lagði strax af stað yfir göt- una og vindurinn feykti honum eins og stóru hálmstrái. En í svip hans lýstu sér takmarka- lausar kvalir, eins og hann bæri allar heimsins þjáningar. Þegar konurnar sáu hann, hættu þær að góna upp í loftið, flýttu sér inn fyrir hurðina, eins og hann væri ógæfan sjálf og kölluðu: “Henry!” Og herrann kemur út aftur, með skeggið og gleraug- un.- Eg hefði viljað gefa mikið til að heyra hvað þeir sögðu, en eg sá, að þessi blessaður Henry var að gefa mér auga og hreyfði mig ekki úr sporunum af ótta við að vera álitinn með í spil- inu. Eg heyrði hann aðeins segja: “Ómögulegt! Ómögulegt! Þú átt að snúa þér annað en hingað!” og lokaði hurðinni. — Gamli maðurinn stóð eftir, bog- inn, eins og að stöngin, sem hann lét hvíla á öxlinni, væri úr blýi. Og alt í einu fór hann af stað, í sömu átt og hann hafði komið, lotinn og skjálfandi, eins og vofa, og tók ekki eftir mér, jegar eg fór framhjá, fremur en eg væri ekki til. Þetta kvöld fór eg líka í rúmið á undan honum, djúpum hugleiðingum, en enn- )á meiri óvissu um, hvað lægi á ibak við þetta. Eg ákvað enn einu sinni að elta hann og sagði við sjálfan mig: “Nú skal eg treysta á fremsta til að heyra. ’ Það eru til tvennskonar menn í jessum heimi, monsieur — sumir hafa ekki frið í sínum ibeinum, fyr en þeir hafa eignast alt, sem þeim lízt vel á, og gá aldrei að, úr hverju það er gert, aðrir heimta ekkert af lífinu, nema tóbak. og brauðskorpur, og svo frjálsiræði til að rífa alt í sundur og rannsaka, þvií að annars geta þeir ekki á heilum sér tekið. Og eg er, svei mér, af því sauðahúsinu. Eg er ekki rónni fyrr en eg hefi fundið, af hverju þetta er þetta, en ekki hitt; alt, sem er leyndardóms- fult, er eg; gráðugastur í. Svo dreif eg mig í að elta hann um litlu, óþrifalegu göturnar í þessu stóra Westminster ykkar, þar sem 'alt er í einum hrærigraut, lávarðar og vesalingar, sem ekki eiga bót fyrir botninn á sér; kettir og lögregluþjónar, olíuljós, dómkirkjur og ilmur af steiktum fiski. Ó, það er sannarlega hræðilegt að sjá >essar minni háttar götur ykk- ar í London. Það fyUir mig meiri örvæntingu en alt annað, sem eg hefi séð; það stendur líka á höfði, að þær skuli vera svona nærri hinu mikla þing- húsi, sem gefur öllum heiminum fyrirdæmi um góða stjórn. Þetta er svo grimm kaldhæðni, monsieuT, að það er enginn vandi að heyra hinn góða Guð, sem hástéttin ykkar tilbiður; lilæja í hverju hjóli, sem veltur og hverju kálhöfði, sem þarna er selt, og sjá hann brosa í týr- unum frá hverju keri og kerta- ljósunum í dómkirkjunni ykkar og heyra hann segja við sjálfan sig: “Þenna heim hefi eg nú skapað. Er þar ekki sitt af hverju tagi? — hérna er dálítið sýnishorn.” En í þetta skifti fylgdi eg gamla manninum eins og skugginn hans og heyrði hvernig hann andvarpaði göngunni, eins og honum fynd- ist loftið þungt í þessum götum, ekki síður en mér. En skyndi- lega beygði hann fyrir horn og við vorum stadidr í kyrrlátustu og fegurstu smágötu, sem eg hefi séð í ykkar stóru London. Þarna stóðu lítil og gömul hús í yður satt, að hann líktist helzt fugli, sem er staddur í eyðimörk og hvílir sig á öðrum fæti í upp- þornaðri lind, en þráir vatnið af öllu hjarta. Þessi sjón vakti ihjá mér áhrif, sem við verðum stundum fyrir, þegar lífið birtir okkur sína fágætu atburði — tilfinning, sem eg held, að ýti undir listamennina til að starfa. Við höfðum ekki staðið þarna lengi, þegar við sáum karl og konu koma frá enda götunnar og eg hugsaði með mér: “Nú eru þau að halda í hreiðrið.” Þau voru kát og hraust, nýgift og hlökkuðu til að koma heim. Undir kápunni skein á hvítan hálsinn á ungu konunni og hvíta flibbann á unga, mannin- um. Eg þekki þau vel, þessi ungu hjón í stórborgunum. Þau eru áhyggjulaus og líta ástar- augum á umhverfið og framtíð- ina og eru barnlaus, enn sem komið er; glöð og áhugasöm, Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skriistofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA en eiga eftir að kynnast lífinu, sem sannast að segja, monsieur, er ekkert gamanspil fyrir flest- um. Þau staðnæmdiust hjá næsta húsi við mig og gamli maðurin lét ekki á sér standa, fremur en vant var, en eg geklc að húsinu fyrir framan mig og þóttist vera að hringja dyra- bjöllunni. Nú hlaut eg að heyra, hvað sagt yrði. Eg sá líka framan í þau öll þrjú, því að eg hefi vanið mig á að horfa út undan mér. Dúfunum var svo mikið í mun að komast í hreiðr- ið, að þær voru alveg að skreppa inn úr dyrunum, þegar gamli maðurinn hóf upp raust sína: “Herra, leyfið mér að hvílast í ganginum hjá yður!” Monsieur, eg hefi aldrei séð nokkurn mann svona vonlaus- an á svipinn, svona yfirkominn af þreytu og þó svona bljúgan og hátíðlegan, eins og gamla manninn, þegar hann mælti Frh. á 7. bls. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Árnes..............................Sumarliði J. Kárdal Amaranth...............................j g Halldórsson Arborg..................................q. q Einarsson Baldur..............................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont.................................... j oieson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown..............................Thorst. J. Qíslason Calgary.............................Grímur S. Grímsson Churchbndge..........................Magnús Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson ^foe................................... S. S. Anderson ™r°s-.................................. S. S. Anderson Enksdale................................ólafur Hallsson b,alíe..............................John Janusson XlmI|......................*.............K. Kjernested ®eyslr................................ Tím. Böðvarsson Glenboro.................................... j olegon Hayland...............................Sig. B. Helgason ■^ecla.............................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Hove...................................Andrés Skagfeld Husavik..................................John Kernested Innisfail...........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar..................................S s Anderson Keewatin................................Sigm. Björnsson Kristnes..................................Rósm. Ámaaon Langruth..................................g EyjólfBson K®slle.............................................Th. Guðmundsson Lnndar....................................Sig. Jónsson Markerville.........................Hannes J. HúnfjörO Mozart................................ S. S. Anderson Oak Point........................................Andrés Skagfeld Oakview.............................Sigurður Sigfússon Otto......................................Björn Hördal Biney...................................S. S. Anderson Poplar Park........................................Sig. Sigurðseon Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík...........................................Árai Pálason Riverton..........................................Björa Hjörleifsson Selkirk................................q. m. Jóhansson Steep Rock..........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Swan River............................Halldór Egilsson Tantallon........................................Guðm. Ólafseon Thornhill..........................Thorst. J. Gíslason Víðir.............................................Aug. Einarsson Vancouver......................................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.............................ingi Anderson Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard...................................s. S. Anderson I BANDARIKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.......................John W. Johnson Blainö, Wash....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier...............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton................................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. EHnarsson Ivanhoe........................... Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton................................ F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.............................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................Jón K. Mnarssou. Upham.............................4..E. J. BreiðfJörtJ The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.