Heimskringla - 19.02.1936, Side 4

Heimskringla - 19.02.1936, Side 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNEPEGr, 19. FEBR. 1936 (StolnuB lStl) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oa 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimie 86 537 Ver8 blaSslns er $3.00 árg»ngurinn borglat fjTtrfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 vlðskifta bréí blaðinu aðlútandi sendlst: Manager THE VIKINO PRESS LTD. SS3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrijt Hl ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heinutkringla" is publiahed and printed by THK VIKIVQ PRESS LTD. 863-855 Sargent Avenue, Winnipeg Maa. Teiepbone: 86 587 WINNIPEG, 19. FEBR. 1936 ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ 1 byrjun næstu viku, ibefst ársþing Þjóð- ræknisfélagsins í Winnipeg. Verður það eins og að undanförnu baldið í G. T. hús- inu. Þingið verður sett kl. 9.30 á mánu- dagsmorgun, svo mönnum veitir ekki af að fara á fætur eftir gömlum vinnutíma, ef þeir ætla sér að njóta þingsins frá foyrjun — og það eiga allir íslendingar, sem fjarlægðar vegna eiga kost á því, að gera. Að hafa sér konu festa nýlega eða akur keyptan, er ekki gild afsökun, eins og allir vita. Þingfundur stendur yfir fram á kvöld á mánudag. En um það er menn bafa staðið upp frá kvöldverði hefst samkoma í G. T. húsinu. Standa “Fálkarnir”, sem er félag ungra íslenzka íþróttamanna, að henni. I>ar flytur séra Philip M. Péturs- son ræðu. Skemti “Fálkarnir” ekki gest- um sínum hættum við að vegsama nafn þeirra. Á þriðjudag verður þingfundur allan daginn, en að kvöldinu er íslendingamót “Fróns”, þjóðræknisdeildarinnar í Winni- peg. En sú er jafnan mest veizla með Vestur-íslendingum. Á skemtiskrá er þar séra Jakob Jónsson með ræðu, auk ann- ara, sem þaulvanir eru að skemta áheyr- endum sínum, hver á sinn hátt. “Mótið” má ekki gleymast að sækja. Þriðja og síðasta dag þingsins fer fram stjórnarnefndarkosning. Að kvöldinu sér Þjóðræknisfélagið sjálft fyrir skemtun. Hefir séra B. Theodore Sigurðsson veriö ráðinn til að flytja ræðu það kvöld. Nýlundu má það telja að allir sem nú skemta með ræðum eru úr hópi yngri ís- lendinga. Og tveir af þeim fæddir í þessu landi. Er gott til þess að vita, ekki svo mjög vegna þess, að þeir muni skemta neitt betur, en gömlu seli'rnir hafa gert, heldur hins, að framtíðin er þeirra og þjóðræknismálið, sem önnur viðfangsefni hennar. Tvö eða þrjú síðustu ársþing Þjóð- ræknisfélagsins hafa verið ágætlega sótt. Fyrir Vestur-íslendinga er ekkert slíkt tækifæri til að koma saman, endurnýja foraan kunningsskap og rifja upp minn- ingar frá “æfinnar liðnu dögum”, sem á ársþingi Þjóðræknisfélagsins. SÝNISHORN ISLENZKRA OG ERLENDRA KVÆÐA Á fSLENZKU “Canadian Overtones”, er nafn á kvæðabók, sem Heimskringlu var nýlega send. Höfundurinn er Watson Kirkcon- nell, prófessor í klassiskum fræðum við Wesley skólann í Winnipeg. Kvæðin í bókinni eru ort af skáldum ýmsra hinna fámennari þjóðflokka er þetta land byggja: Islendinga, Svía, Norð- manna, Ungverja, ítala, Grikkja og Uk- ramumanna. Yrkir hver á sínu þjóðmáli, en prófessor Kirkconnell hefir snúið kvæðunum á enska tungu. Af formála bókarinnar er augljóst að fyrir höfundi vakir, að kynna þjóð þessa lands hvað í brjóstum skáldanna býr, er hór búa og á aðra tungu mæla en enska. í bráðina getum vér ekki hugsað oss neinn betri tilgang með nokkurri bók. Ef þessar mörgu þjóðir, sem hér búa, eiga nokkurn tíma að skilja hver aðra, verða þær að kynnast bókmentum hverrar ann- arar. Eins og það er nauðsynlegt að þjóðir þessa lands taki höndum saman um sín daglegu störf, eins er það sjálf- sagt, að þær kynnist hugsjónum ná- granna sinna eins og þær koma fram í skáldskap þeirra og bókmentum. Með bók sinni “Canadian Overtones”, hefir prófessor Kirkconnell gert góða til- raun með að bæta úr þessu. Við lesum þar eftirtektaverð kvæði eftir menn af ýmsum þjóðum, sem við höfum talsvert umgengist, en sjáum þar að við höfum aldrei kynst hugsjónalega eða í andleg- um skilningi. Og meiri litbrigða í einni kvæðabók höfum vér ekki áður orðið varir. Eiga orð prófessors Kirkconnells sér að því leyti að minsta kosti stað, er hann segir, að skáldskapur útlendinganna sé að jafnaði betri, en það sem ort sé á ensku eða franska tungu í þessu landi. Að sá skáldskapuT auðgi hugsjónalíf þess- ^irar þjóðar, fjölgi að minsta kosti lit- böndunum í því, mun því ekki ofmælt. Helming af bókinni helgar prófessor Kirkconnell íslenzkum skáldum. Eigi það svo að skiljast, að þar ráði fremur um að úr drýgstu sé að moða, en hending ein, mega íslenzku skáldin hér vel við það una. Klettafjallaskáldið, Stephan G. iStephansson, telur prófessor Kirkconnell mesta skáld Canada. Aðeins tvö canadisk skáld nefnir hann, er í námunda komist við hann í því, að auðga ritmálið orðum og orðsamböndum, en Stephan hafi fram yfir þá grundvöll listræns gamals máls, þess er fornsögurnar og eddurnar séu ritaðar á, og þar skilji algerlega með honum og þeim. Með þeim málssjóði og málsháttunum íslenzku prýði hann og hefji skáldskap sinn, þar sem slíks sé ekki kostur hjá canadisku ensku skáldunum. Sem dæmi af hugmyndaríki St. G. bendir hann á hve snildarlega honum takist að lýsa og draga upp ódauðlegar myndir úr algengum atvikum og viðburðum. í inngangi að kvæðabálki íslendinga, telur höfundur upp alla þá, er yrkja á ís- lenzku og í Canada búa. Bandaríkja- ís- lendinga tekur hann ekki með í þessa foók. Ekki eru sýnishorn eftir öll skáldin í bókinni, en mörg. Hann gerir og grein fyrir hverju skáldi á undan kvæðunum. Ekki getur maður annað en látið að- dáun sína í ljósi yfir því, að öll kvæðin eru þýdd af prófessor Kirkconnell sjálf- um úr frummálunum. Er það meiri tungumála-kunnáttan. Þýöingarnar eru og vel af hendi leystar og á lipru og smekklegu máli, eins og alt, er höfundur- inn ritar. Prófessor Watson Kirkconnell á þakkir íslendinga skilið, eigi síður en annara fyrir “Canadian Overtones”. Bókin kostar $1.00 og mun fást hjá flestum bóksölum og höfundinum. LAMA-PRESTAR í MONGOLIU Eftirfarandi ritgerð er eftir mann, sem Frans Auggust Larson heitir. Hann er Skandinavi og hefir átt lengi heima í Mongoliu, þar sem hann stundar kvik- fjárrækt. Mongólía, eins og kunnugt er, liggur á norðaustur hálendi Asíu milli Kína og þessa hluta rússneska ríkisins, sem er í Asíu. Stærð landsins er nærri hálf önnur miljón fermílna og íbúatalan rúmlega hálf þriðja miljón. íbúarnir lifa á kvikfjárrækt og eru hirðingjar, það er að segja færa sig til með hjarðir sínar. Ritgerðin birtist í tímaritinu Atlantic Monthly ekki alls fýrir löngu. G. Á. I. Það er kvöld. Eg sit í hvítu flókatjaldi og rita þetta við kertaljós. Eg er gestur í viðlegustað mongólskrar fjölskyldu, sem eg hefi þekt í mörg ár. Tjaldið mitt er næst í röðinni fyrir ofan ‘‘guðs”tjaldið, og langa skriflborðið mitt titrar af hljóð- öldunum frá drynjandi lama-trumbum, og ofan við trumbuhljóminn heyri eg tón lama-prestanna, sem endurtaka aftur og aftur tibetanskar bænir. Minn gamli vin- ur, Chactar, hefir verið veikur mánuðum saman, og prestarnir hafa verið sóttir til þess að biðja sérstaklega fyrir honum i' heila viku. Chactar er sjálfur lama- prestur, og það er bróðursonur hans líka og bróðursonar sonur . . . frumgetningar þriggja kynslóða í karllegg, þrír karlmenn af fimm í ættinni. Þá er eftrr einn full- orðinn karlmaður og þriggja ára gamall drengur til að sinna veraldlegum störf- um. Alt of mikill hluti karlmanna í Mon gólíu eru lama-prestar. Venjan krefst þess, að hver frumgetinn sonur verði prestur; og svo eins margir af síðari son- um og unt er að verði það. Þetta eru þungar álögur á hverja fjölskyldu, af því að svo fáir eru eftir til að hirða hjarðirn- ar. En því fleiri presta sem ein fjölskylda leggur til, því meiri eru verðleikar henn- ar. Samkvæmt trúarskoðunum, sem liggja eins og jámfjötrar á þjóðinni, eru heilsa, velmegun og öll farsæld undir því komin, að margir synir hafi verið helgað- ir þjónustu musterisins. Til eru strangar reglur, sem banna lama-prestum að giftast. Þær hafa átt mikinn þátt í fólksfækkuninni í landinu, enda þótt allir prestar lifi ekki eftir þeim. Dempsi t. d., sem er prestur og skyldur föður þessarar fjölskyldu, sem eg dvel nú hjá, gifti sig fyrir fáum mánuðum með mikilli viðhöfn. Dempsi hefir altaf verið dálítið kvenhollur. Og þessi eiginleiki hans hefir á liðnum árum komið honum til þess að gefa hurt suma beztu hestana í eigu fjölskyldunnar, og þar að auki margar kýr, geitur og kindur ásamt tals- verðu af flóka og öðrum smámunum. — Fjölskyldunni leiddist þessi stöðugu útlát, svo hún kom sér saman um, að það væri Ibezt að Dempsi giftist. Konan hans er allra laglegasta stúlka og virðist vera greind og ráðsett, svo að það er líklegt, að hún hafi góð áhrif á Dempsi. Buddhatrúin barst fyrst til Mongólíu með þeim hætti, að drotning Kublai Kahn tók trúna fyrir fortölur prests eins frá Tilbet. (Kublai Khan var uppi á þrettándu öld og réði yfir afar víðlendu ríki, sem náði yfir mestan hlut Asíu og nokkurn hluta Evrópu. Þýð.) Mongólar skoða Tibet sem sitt andlega föðurland og á ferðum mínum uffl Mongólíu mæti eg stöðugt pílagrímum, sem annaðhvort eru að fara til Tibet eða að koma þaðan. — Lama-trúin er einskonar sambland af svartagaldri, náttúrutilbeiðslu og Buddha- tirú. Hún er þjóðartrú í Mongólíu og næstum allir þar játa hana. Landið er fult af lama-musterum alt frá landamær- um rússneska ríkisins til Kína. Og til þess að halda þeim öllum við verður að leggja þunga skatta á þjóðina. Það er ekki að- eins bygging, viðhald og útbúnaður þess- ara mustera (eða klaustra, því það eru þau í raun og veru), sem er kostnaðar- samt helduT er einn þriðji hluti allra karl- manna í klaustrunum og verður að lifa þar á kostnað leikmanna. Lama-klaustrin eru einu trúarbragða- stofnanirnar í landinu, að undanteknum fáeinum kristniboðsstöðvum. í sumum klaustrunum eru fleiri þúsund prestar, en í öðrum innan við hundrað. Þeim til- heyra líka prestar, sem eru nokkurn hluta ársins á heimilum sínum úti um landið. Piltbörn, sem eiga að verða prestar, eru send í klaustrin áður en þau eru átta ára. Eg hefi séð tveggja og þriggja ájra gömul prestaefni í klaustrunum. — Samkvæmt reglunum verða drengir, sem eiga að verða prestar, að vera án allra líkamslýta. Engin læknisskoðun fer fram, þó að það sé svo kallað í reglu- gerðinni. En drengur, sem er eitthvað fatlaður, eða getur ekki talað skýrt, er ekki álitinn hæfur fyrir prestastéttina. í sum klaustur eru aðeins teknir dreng- ir afl betri ættum; það er að segja, ætt- um, sem hafa haft gott orð á sér í marga liði. Þegar drengur er tekinn í klaustur, er hann fenginn til gæzlu einhverjum eldri presti, sem á að líta eftir uppeldi hans, mentun og siðferði. Sé hægt að koma því við, er valinn til þess prestur, sem er skyldur drengnum; en sé það ekki hægt, er farið eftir því í valinu undir hvaða stjörnumerki drengurinn er fæddur. — Kennari drengsins fær gjafir frá foreldr- um hans um leið og hann tekur við hon- um; og fara þær eftir efnum og ástæðum foreldranna. Eftir nokkurn tíma leiðir kennarinn lærisvein sinn firam fyrir alla pnesta klaustursins, sem eru saman komnir á fund, og foiður um upptöku fyrir hann í prestastéttina. Drengurinn er nú byrj- andi. Sé hann mjög Mtill, er honum feng- in verndari, sem h'tur eftir mat handa ihonum og öðrum líkamlegum nauðsynj- um hans, og kennari,, sem kennir honum iritningarnar. í staðinn fyrir það verður hann að þjóna þeim eftir getu. Þegar drengurinn er búinn að læra utan að vissa tölu af bænum á tibetsku — bæn- um, sem hann skilur alls ekki, því tibet- skan er ekki móðurmál hans — er hann látinn ganga undir próf. Ef hann getur þulið vel og greiðlega það, sem hann á að hafa lært, þá er hann færður upp. Hann á nú að vera hæfur fyrir hina hærri mentun. Kennarinn ráðfærir sig nú við ábótann viðvíkjandi mentun drengsins, og sendir ihonum um leið þær verðmætar gjafir, sem foreldrar drengsins geta látið af hendi rakna. Sé a\t í góðu lagi, eru nöfn drengsins og kennara hans rituð á hina æðri nafnskrá, og út undan þeim eru set.t þumalfingurmörk beggja en neðan við þau aftur innsigli tveggja borgara, sem eru ábyrgðarmenn þeirra. Fram að þessu hefir lama-prestsefniö gengið í venjulegum klæðum. En fyrir innritunarathöfnina til hinnar hærri mentunar cjr það klætt í alt það skart, seim það hefir eifni á að veita sér . . . hinar skraut- legustu skikkjur leikmanna. En þegar athöfninni er lokið er prestsefnið fært úr þeim skrúða og fært (í hinn látlausa presta- ibúning og klútur Ihnýttur um hálsinn á því. Þetta á að tákna þáð, að prestsefnið afneiti öll- um veraldlegum gæðum og sé farið að lifa lífi trúarinnar. — Margir komast aldrei lengra en þetta, annaðhvort vegna þess að þeir eru of fátækir eða of heimskir til að læra fleiri bænir. iSé nemandinn ríkur, foæta mút- ur oft upp heimskuna. Þegar prestsefnið hefir tekiö upp prestábúninginn, má það aldrei framar klæðast leikmanna búningi. Prestabúningurinn er vítt pils, ermalaus treyja, sjal yfir herðarnar og húfa. Litur- inn er annaðhvort rauður eða gulur, eftir því hvaða flokki klaustrið tilheyrir. Allir prestar hera talnaband. Næsta stig lærisveinsins er það, að hann foiður ábótann um leyfi til þess að taka þátt í musterisþjónustunni, og með þessari beiðni verða að fylgja gjafir í samræmi við efnahag hans. Sé þetta leyft, er valinn hentugur dagur. — Snemma morguns rakar annar prestur, af honum hárið, alt nema dálítinn topp„ sem er skilinn eftir á hvirilinum. Þegar tíminn er kominn, sem athöfnin á að byrja, jgengur umsækjandinn, ásamt kennara sínum, klæddur í tötra beiningamanns, fram fyrir presta klaustursins og ger- ir þá yfirlýsingu, að hann velji sér hið heilaga prestsemibætti að æfistarfi af eigin hneigð. Æðsti prestur klaustursins sker nú af honum hátoppinn, sem eftir er. Nú er umsækjanda gefið ann- að nafn og hann gengur undir því upp frá þessu. Og athöfnin endar með því að eftirfarandi skilmáli er endurtekin: Eg leita hælis í Buddha, f lögmálinu og í prestsþjónustunni. Næsta athöfn er nefnd gift- ingarathöfn prestsins og kirkj- unnar. Hinn ungi prestur geng- ur inn í musterið með nokkrar reykelsisstengur. Á undan hon- um gengur munkur, sem er nefndur “félagi brúðurinnar”. Presturinn leggur reykelsið nið- ur fyrir framan altarið og kveikir í því. Síðan fellur hann flatur á gólfið og vinnur heit, að giftast aldrei nokkurri konu, heldur að lifa í sameininguj við trúna. II. Upp frá þessu nýtur prestl- ingurinn margra sömu réttinda og þeir, sem tekið hafa fulla víxlu. Eftir þrjú eða fjögur ár fær hann betri vistarveru í klaustrinu, eftir því, hversu vel honum gengur með námið, og án tillits til þess, hvort hann er ríkur eða fátækur. Hann verður uú að læra utanbókar hók eftir bók af foinum foeilögu ritningum. Ef foann keppist ekki við, hikar kennarinn ekki við, að foeita fo'kamlegum refsingum; því ef hann stenzt ekki prófin, á kennarinn sjálfur á foættu, að vera barinn af prestum, sem eru æðri en foann. Nemandinn tekur nú próf af og til, tekur þátt í opinberum kappræðum og lærir bækur utanbókar eins lengi og foann vill. Tólf ár Mða frá því að pilturinn byrjar og þangað til foann er orðinn fulllærður lama- prestur. Og enginn getur náð því stigi fyr en foann er tvítug- ur; venjulega ná fáir því fyr en þeir eru fertugir. Eftir það getur hann farið að leggja stund á foeimspeki og hina flóknari tibetönsku taúfræði. — Sumir nemendur leggja stund á að kynna sér töfra og -yfirgefa klaustrin með mentastigi, sem gefur þeim leyfi, til að iðka þá list opinberlega. Aðrir foneigj- ast að læknisstörfum og læra að hjálpa sjúklingum, sam- ik,væmt foinum undarlegu og töfrakendu aðferðum lama- prestanna. Nokkrir ná veru- legri þekkingu í því að nota lyf, sem ibúin eru til ú|r jurtum. Lækningarnar, fovort sem þær eru með töfrum, bænum eða plöntum, eru ábatasamasta starf prestanna. Þegar sjúk- dómar ganga, lætur fólk aleigu , sn'na til þess að fá heilsuna aft- ur. iSamvizkulausir prestar nota sér þetta; stundum eftir að far- sóttir hafa gengið eru allir góð- ir hestar, úlfaldar, nautgripir og sauðfé margra fjölskyldna orðin eign annaðhvort næsta lama- klausturs eða einstakra presta. Yfir hverju klaustri er ábóti og annar foátt settur preistur, og er því tiúað að andar einfoverra Buddlha-dýrlinga búi í fo'kömum þeirra. Þegar lama-prestur deyr, fer dýrlings andinn, sem í honum fojó, í líkama einhvers barns, sem fæddist á sama augnabliki og hann deyr. Og eftir dauða hans fer prestanefnd á stað til að leita að barninu, sem hann hefir endurfæðst í. Nefndin fer eftir leiðbeiningum stjörnuspá- manna og fer í það foérað, gem þeir benda foenni á. Þar leitar hún að hverju nýfæddu foarni, sem hefir fæðst meðan önnur eins stórmerki og stjörnuhröp voru á ferðinni, eða meðan hjarðirnar voru venju framar óþægar. Ef til vill finnast fjög- ur eða fimm slík börn, og eru nöfn þeirra allra skráð. Svo þegar bömin eru fárra mánaða gömul, kemur nefndin aftur log leggur fyrir framan þau ýmsa foluti, sem foinn dáni prestur foefir átt. Ef fyrsta ibarnið snýr sér frá þessum hlut- um, fer nefndin til næsta foarns, og svo áfram, þangað til foún finnur barn, sem tekur við hlut- unum fegins hendi. Það skoðar nefndin sem áreiðanlegt merki þess, að dýrlingsandinn kannist við eigur sínar. Maður rekst stöðugt á slíkar prestanefndir í Mangólíu. Eg hefi talað við margar þeirra; og aðferðir þeirra hafa ekki breyzt foið minsta síðan eg fyrst kom til landsins. Þegar manneskja deyr í Mon- gólíu, er óðara sent til lama- prestanna. Fyrst þylja þeir bæn- ir fyrirsál hins framliðna, síðan velur prestur, sem er vel að sér 1 töfrum, stað, þar sem Mkið er lagt. Prestarnir mæla staðinn út með mælivað og leggja Mkið þar nakið, nema hvað hvítur dúkur er breiddur ofan á það. iSvo eru bænir þuldar yfir því og það látið vera í þrjá daga. Þessa þrjá daga lifa prestarn- ir við veizlukost í tjaldi, sem þeim er lagt til af ættingjum hins framliðna; þar þylja þeir aftur ibænir og hafa uim hönd helgisiði fyrir sál hins fram- liðna. Enginn kemur nálægt staðnum, þar sem Mkið foefir verið lagt, fyr en morgni hins þriðja dags. Ef ernir og úlfar hafa þá étið líkið,, eru Mongól- arnir ánægðir og trúa því, að sál hins framliðna sé komin til foimna. Því fyr sem jarðneskar leifar hins framliðna hverfa, því betri maður á hann að hafa ver- ið. Þetta er hræðilegur siður, sem gerði nágrennið í kringum Urga óþolandi. Urga er eini þáttbýli staðurinn í allri Mongólíu. En hvar sem er, getur það komið fyrir, að hundar dragi heim fætur og handleggi af dauðu fólki. Eg er búinn að vera þrjátíu ár í Mongólíu, en það fer altaf um mig hroMur, þegar eg sé það. Það eru til Mongólar, sem ekki geta fengið af sér, að kasta dánum ástvinum sínum fyrir úlfa og hunda. Hjá fáeinum fjölskyidum er það siður, að brenina líkin og senda öskuna til hvíldar á einhverjum helgum

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.