Heimskringla - 01.04.1936, Blaðsíða 8

Heimskringla - 01.04.1936, Blaðsíða 8
*. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 1. APRÍL, 1936 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Séra Philip M. Pétursson messar tvisvar næstkomandi sunnudag eins og undanfarið — á ensku kl. 11. f. h. og á ís- lenzku kl. 7. e. h. ♦ * * Mr. Hallsteinn B. Skaptason verzlunarmaður í Ericksdale, ásamt konu sinni og sonum iþeirra þremur er staddur hér í bæ, kom hingað um síðastliðna helgi. Þau eru að fylgja syni sínum Joseph B. Skaptason úr garði, er nú er á leið austur til Ithaca, N. Y. og taka þar við kenslustörfum sem honum hafa nýlega verið veitt við jurta- fræðisdeild Cornell háskólans. Þessi ungi mentamaður lauk meistaraprófi á síðastliðnu vori við fylkisháskólann í Edmon- ton, Alta. Verður nánar skýrt frá honum og hinum glæsilega námsferli hans í næsta blaði. * * * Mrs. Jóhanna Sigurðsson frá Riverton kom til bæjarins á laugardaginn var, ásamt dóttur sinni. Töfðu þær fram á mánu- dag. y ¥ * Jóns Sigurðssonar félagið I.O. D.E. heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. L. E. Sommers, 204 Queenston Ave., River Hights á þriðjudagskv. 7. apríl kl. 8 * * * Karl Líndal kjötsali í Lang- ruth, Man., kom til bæjarins síðastl. miðvikudag með slátur- gripi er hann seldi. * * * Þeir G. J. Oleson og Guðm. gullsmiður Lambertsen, frá Glenboro komu til bæjarins I vikulokin og töfðu hér fram á þriðjudag. Engar sérstakar fréttir að vestan, veðrátta svip- uð þar og hér, köld og óhag- stæð. * * * Jón Thordarson, bóndi við Langruth, Man., kom til bæjar- ins á miðvikudaginn, var með gripi er hann seldi. Sagði hann markaðsverðið sæmilegt nú sem stæði, enda voru skepnur hans í góðum holdum. Jón er meðal hinna piestu myndarbænda við Manitobavatn, þó hniginn sé að aldri. Til Amieríku kom hann 1886, og settist þá að í Þing- vallanýlendu. Þaðan flutti hann til Langruth. Veiði sagði hann að hefði verið góð á vatninu í vetur og verð bærilegt. * * * Fundur þjóðræknisdeildarinn- ar Frón s. 1. mánudag var einn hinn fjölsóttasti sem haldinn hefir verið lengi. Aðal-ræðuna flutti dr. Jón Stefánsson. Tal- aði hann um “spegil-sálarinn- ar‘ augað. Erindið var vel samið, skemtilegt og fróðlegt. Ragnar H. Ragnar skemti og áheyrendum ágætlega með piano spili, og ýmsir fleiri bæði með hljómleikum og upplestri. Spring Teia Undir umsjón yngri kvenna Sambandissafnaðar í samkomu- sal kirkjunnar, föstudagskvöld- ið 3. apríl. Byrjar kl. 7.30. Borð nr. 1. — Convenors: Mrs. S. Sigmundson Miss Margrét Pétursson. Við þetta borð skenkja kaffið: Mrs. R. Pétursson Mrs. Gísli Johnson Mrs. O. Pétursson Mrs. D. Peterson Borð nr. 2. — Convenors: Mrs. Ella Milne Mrs. Anna Hansson Kaffið skenkja þær: Mrs. J. Ásgeirsson Mrs. E. Kusmac Mrs. R. Stratton Miss J. Gourlay Borð nr. 3. — Converors: Mrs. C. O. Einarsson Mrs. B. E. Johnson Þær sem skenkja við þetta borð Mrs. H. Pálmason Mrs. G. K. Stephenson Mrs. Lára B. Sigurðsson Mrs. P. S. Pálson. Skemtiskrá kl. 8.45 sem fylg- ir: 1. Piano sólo, Miss Rose Halldórsson. 2. Framsögn, Miss Beth Hunter. 3. Einsöngur, Mrs. Bartley Brown. Allir eru boðnir og velkomnir að fagna vorinu með ungu kon- unum. * * * Fred Snidal kaupmaður á Steep Rock var staddur í bæn- um á föstud. var í verzlunar er- indum. Hann lét vel af högum manna þar nyrðra, fiskafli góð- ur og fiskiverð gott. * * * Tekið undir við útvarpið A. Eftir að hafa hlustað á út- varpsræðu dr. B. B. J. Evangeliska áttu trú, Evangeliskur vertu mú, Sáluhjálp þinni er borgið bezt, í blindni að trúa sem allra mest. Frjálslyndi öllu bægðu burt Brauðdeigið súra éttu þurt! B. Eftir að hafa hlustað á út- varpsræðu dr. R. P. Evangeliskan úrelt hjal, — Engum að liði verða skal. Skynsemistrúna eigum öll, Er aldrei minnist á syndaföll. Dæmin sem Jesús gaf oss greið, Glögglega sýna rétta leið. Zephyr. * * * Brauðgerðarmenn þessa bæj- ar komu sér saman um það að hækka verð á brauðum, um- búðalausum um lc eða úr 4 centum í 5. Verðhækkunin byrjar í dag. Guðmundur Thordarson bóndi við Piney andaðist á mánudag- inn var 30. marz í Jasper Park, Alta. Hann var á leið vestur til Vancouver ásamt dóttur sinni Mrs. Önnu T. Fecteau frá Toronto, til barna sinna er þar búa vesturfrá. Hann var mjög íbilaður að heilsu. Guðmundur var fæddur í Tóárseli í Breiðdal 13. júní 1863, og hefir því veriö tæpra 73 ára að aidri. Til Ameríku flutti með fjölskyldu sína 1903, og nam land skömmu síðar í Piney. 'Kona hans og 9 börn þeirra, öll uppkomin eru á lífi. Guðmundur var greindur maður og vel að sér um margt. Hann var útskrifaður frá bún- aðarskólanum á Eiðum. Jarðar- för hans fer fram í Vancouver, nú í vikunni. * * * Frímann Thordarson frá Langruth var staddur hér í bæ á miðvikudaginn var, í við- skifta erindum. * * ¥ Þann 31. marz andaðist að heimili sínu í Mikley merkis- konan Hildur Jakobsdóttir frá SnæfjaHaströnd í Ísafjarðíar- sýslu. Hún var í hópi hinna fornu landnema. Jarðarför hennar fer fram á sunnudaginn kemur 5. þ. m. Hennar verður nánar getið síðar. * # * Ungfrú Pearl Pálmason, sem um þriggja ára skeið hefir stundað fiðluspil í Toronto, hélt recital síðast liðin laugardag. Spilaði hún undra erfið lög, svo sem Kreutzier Sónötu Beethov- en’s o. fl. Dáist balðið Toronto iSltar að frammistöðu ungfrú Pálmason, telur tekník hennar með afbrigðum góða. Fyrir svo ungan listnema, segir blaðið hana hafa leyst stórt verk af hendi. * * * Séra Jóhann Friðriksson frá Lundar, Man., er staddur í bæn- um í dag. MINNING PÁLS GUÐNASONAR NIÐURSETTA VERÐIÐ STENDUR ENN “Varanleg” Lokka-liðun Ný “varanleg” lokka liðun myndi prýða andlit yðar og yfirbragð á þessu vori! Ennfremur— með því að semja um þetta NÚ—myndi það spara yður laglegan skilding á fegurðarkaup- unum jafnframt. Vér höfum FÆRT VERÐIÐ NIÐUR Á HINNI “VARANLEGU” LOKKA-LIÐ- UN, YFIR ALLANN APRÍL. Það er alt frá (þar með tálin ein auka “Finger- Wave”)-- $3.50 UPP i $9.00 ‘Curly Lox” lokka-liðun fyrir böm, $3.00 Snyrtingarstofan, fj&rða gólf, suður. <*T. EATON C^o Miðvikud. 25. marz andaðist hér í bæ Sigurður verkstjórT Þórarinsson frá Rauðamel Ámasonar og Gróu Jónsdóttur, 83 ára að aldri, fæddur 11. des. 1852. Sigurður kom til Ameríku 1889 og settist fyrst að í Da- kota-bygðinni suðaustur af Hallsson skamt frá þar sem bræður hans Magnús og Kári Þórarinssynir voru búsettir. — Eftir stutta veru þar, flutti hann sig til Winnipeg og gekk í þjón- ustu bæjarins, fyrst við vatns- pípulagningar og síðar sem for- maður á því verki. Hélt hann þeirri stöðu þar til nú fyrir nokkrum árum að hann lét af þeim starfa fyrir aldurssakir. Jarðarför hans fer fram á fimtudaginn í þessari viku, frá fyrstu lút. kirkjunni. Jarðsett verður í St. James grafreiftn- um. Sigurður lætur eftir sig 8 uppkomin börn, 5 dætur og 3 sonu, er öll eru til heimilis hér í bæ. * * & Dr. A. B. Ingimundson tann- læknir verður staddur í Hecla þann 6. 7 og 8 apríl. * * * Mrs. I. Árnason frá Wellwood, Man., kom til bæjarins í síðastl. viku og dvelur hér um nokkurn tíma í heimsókn til dætra sinna og vina. Maður hennar hr. Ingólfur Árnason er brautarfor- maður hjá Canadian Pacific fé- laginu. Hafa þau hjón búið í Wellwood nú um tíma, en áttu áður heima í Glenboro og í Cypness í Argylebygð. * * ^ Stórstúku embættismenn og stúkan Hekla verða í heimboði hjú stúk. Skuld annað kvöld. Búist við miklum mannfagnaði. Hið snögga lát Páls Guðna- sonar, 15. febrúar 1936, var ó- vænt og vakti sorg og söknuð í brjóstum skyldmenna og hinna mörgu vina hans. Hann fékk slag og dó innan tveggja klukkustunda. Hann var á 53 aldursári. Foreldrar Páls sál. voru Guðni Jónsson og iSigríður Kristofersdóttir á Máskoti í Reykjadal. Þar fæddist Páll 6. júní 1883. Til Canada kom hann 1893 með foreldrum sín- um. Systkini hans voru fimm, Kristín og Kristján á Baldur, Sigurður í Kandahar og Jón og Pétur báðir dánir. Páll og hinn síðar nefndi dáni bróðir voru tvíburar. Árið 1905 fór Páll með Jóni bróður sínum vestur til Kanda- har. Nam hann þar bújörð og Ibjó á henni í 3 ár. Árið 1908 flutti hann aftur til Baldur, gift- ist eftirlifandi konu sinni Guð- nýju Johnson, dóttur Jóns og Arnfríðar Johnson, 14. feb. 1910 og settist að í grend við Baldur. Árið 1919 bilaði heilsan svp, að hann var ekki vinnufær. Bar hann það mótlæti sitt með þol- inmæði og sama glaða viðmót- inu við þá er hann umgekst. Jafnlyndi hans, gestrisni og hýrt viðmót, öfluðu honum ótal vina. Hann var ástríkur eigin- maður og heimilisfaðir. Ásamt eiginkonu hans lifa hann sex börn þeirra^ hjóna: John, Dóri, Sigrún, Ruiby, Syl- via og Pauline. Jarðarförin fór fram frá heimilinu 21. feb. kl. 1. e. h. og frá lútersku kirkjunni á Grund kl. 2.30 sama dag. Frá gröf þinni vinur minn grát- in eg fer, en guð er mitt athvarf í raun- unum hér. Þó vegir oss skilji, eg veit að þú lifir — Eg kem til þín bráðum og Kristi mig fel, minn kærasti vinur, eg stund- irnar tel. Undir nafni ekkjunnar. frétt, að snjóþyngslin í upp- sveitum Þingeyjarsýslu væru alveg óvenjuleg. Engin hláka hefir komið í marga mánuöi, en stöðugar hríðar. Aldrei liefir komið hest- eða akfæri. Menn úr Fnjóskadal voru 5 daga í kaupstaðjarferð til Akureyrar við að sækja síldarmél og ann- að fóðurbæti. Og í Báröardal ci' ekki unt i.ð flytja iiev nems á 'ikíðaslieðum. Er búist vlð að senda þurfi snjóbíl norð’ur t!l að ann.ist fólksf’ut.uiuga í mestu snjóasveitunum. HITT OG ÞETTA Maður frá Luray í Kansas fór í stríið 1917. Hann hét Paul C. Calvin. Hann særðist og misti minnið, mundi ekki einu sinni hvað hann hét eða hvaðan hann var. Svo var hann sendur heim til Ameríku undir nafninu Fred Adams, og enginn kannaðist við hann. Af tilviljnu voru ný- lega tekin fingraför hans og þá kom í Ijós að Fred Adams og Paul Calvin voru einn og sami maður. Var hann nú flutt- ur hemi til móður sinnar og er hann sá hana brá honum mjög — og í sömu andrá fékk hann minnið aftur. * * * Hneykslismál, eitt af mörg- um er nýlega komið upp í París. Prins Stanislaus Bielska, sem þykist rétt borinn til konung- dóms í Póllandi, var tekinn fast- ur og ákærður fyrir það að vera kokainsmýglari. Þetta hefir vakið mikið umtal, eigi aðeins vegna ættgöfgi hans, heldur og vegna þess að sein- ustu árin hefir hann verið ein- hver helsti maðurinn í sam- kvæmislífi Parísarborgar. * * * — Þér finst að eg eigi að lána honum þessa peninga. — Já, sjálfsagt. — Hvers vegna? — Vegna þess að annars reynir hann að fá þá hjá mér. * * * Próf. hrópar í svartklæddan mann, sem stendur nærri borði hans: ,, i — Þjonn, fyrir hálftíma, eða var það kl.tíma, bað eg yður um miðdegisverð. Hefi eg fengið hann? Hafið þér gleymt mér, eða hefi eg gleymt að biðja um hann? — Þey, þey, svarar maðurinn alvarlega. Þér megið ekki tala svona hátt hérna, og hér fáið þér engan mat. Þetta er les- stofa bókasafnsins. —Lesb. Mibl. * * * Borgið Heimskringlu MESSUR og FUNDIR < ktrkfu Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Funolr 1. fíVstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrata mánudagskveld 1 hverjum mánuðl. Kvenfélagið: Fundlr annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. KAFTEINS-MINNI Hníga aldnir hlynir moldar, haggast þó ei lífsins von; blundar rótt í friði foldar, frægur kafteinn Anderson. Hetjulund í brjósti bar hann bylgju mót, um lífsins ál. Guðs og manna vinur var hann, vildi gleðja hverja sál. Hálfrar aldar sigling setur sólarimegin inn í vör. Fáum hefir farist betur formenskan á sínum knör. —Sædal— MISS WILLA ANDERSON Professiornal Hairdresser Lætur hér meti viðskiftavini sína vita ati hún hefir nú ráðið sig við Nu Fashion Beauty Salon 325Í4 PORTAGB AVE. og starfar þar framvegís. Býður hún alla fyrverandi viðskifta- vini sína velkomna þangað. Um afgreiðslu tíma símitS 27 227. r Office Phone 93 101 Res. Phone 86 828 !j HAROLD EGGERTSON ,;t Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSXJRANCE ii Company Room 218 Curry Bldg. |) 233 Portage Ave., Winnipeg =a Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og gömul Riadio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St J. WALTER JOHANNSON Umboðsmaður New York Life Insurance Company ÍSLANDS-FRÉTTIR — Það var hroðalegt að kon- an þín skyldi aka bílnum út í vegskurðinn. — Eg læt það vera. Það er ekki annar skaði skeður en að það skófst dálítil málning, bæði af henni og bílnum. Einar Kristjánsson ráðinn söngvari K.höfn, 4. marz íslenzki söngvarinn Einar Kristjánsson er ráðinn söngv- ari við leikhúsið “Wurtemberg Statetheater” í Stuttgart. Er það talið eitt fullkomnasta leik- hús í Evórpu. Einar hefir nýlega sungið að- alhlutverkið í Fra Diavolo, í Ríkisóperunni í Dresden, og hafa blöðin lokið lofsorði á söng hans; segja að röddin sé ljómandi fögur og að hann sé lyriskur tenor, einn af þeim beztu, sem nú séu uppi í heim- inum. Að endingu óska blöðin Dresden þessu leikhúsi til hamingju með að hafa getað ráðið Einar Kristjánsson, en honum voru boðnar stöður við fleiri söngleikhús í Evrópu. Nýja. Dagbl. * * * Geysileg snjóþyngsli í Bárðardal Rvík, 13. marz. Eftir símatli við bónda í Bárðardal í gær fékk blaðið þá Ríkisútvarpið REYKJAVÍK fSLAND , Fimtudaginn 23. apríl hefst að nýjul[útvarp til ann- ara landia gegnum stuttbylgjustöðina í Reykjavík kl. 17.40 eftir ísl. tíma, (18.40\eftir G. M. T.), og verður síðan útvarpað á sa,ma tíma hvern isunnudag þangað til öðruvísi kann að iverða ákveðið. Útvarpað verður erindum, fréttum og tónleikum á íslenzku og ef til vill á öðrum tungumálum. Kallmerki stöðvarinnar er: “útvarp Reykjavík”. Bylgjulengd 24.52 metrar. Reykjavík, 12. marz 1936. JÓNAS ÞORBERGSSON, útvarpsstjóri. LANDNEMA MINNISVARÐINN Á GIMLI Ljórmandi Ijósmynd af Gimli minnisvarðanum íslenzka fyrir $1.00 send póstfrítt. Stærð 5 x7 þuml. á 9 x 11 þuml. spjaldi, á fagurbláum lit. Þessi mynd ætti að ve>ra á hverju|líslenzku heimili, til minningar ju,m fyrstu íslenzku landnemana í Manitoba 1875. ----Sendið pöntun og póstávísun til- THOMAS C. HOLMES 386 KENNEDY ST. WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.