Heimskringla - 01.04.1936, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.04.1936, Blaðsíða 1
L. ÁRGANGUR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN.l. APRÍL, 1936 NÚMER 27. HELZTU Leifsmynd í Washington Mánudaginn 23. marz, var mynd af Leifi Eiríkssyni alhjúp- uð í stjómarhöllinni í Wash- ingtton. Stendur þannig á mynd- inni, að hún er gefin stjórninni í Washington af “Vinum Ame- ríku í Noregi”. Per Krogh hefir giert myndina og hún var send vestur um haf, þegar þing- ið hafði lýst því yfir, að það tæki við gjöfinni með þökkum. Nafn myndarinnar er: “Leif Eriksson Disoovers America”. Nafnið tekst Norðmönnum aldrei að stafa rétt. Er það undarlegt með alla þá ást, sem þeir virðast bera til fortíðar ís- lendinga, að “uppgÖtvari Ame- ríku”, skuli ekki fá að halda sínu norræna eða íslenzka nafni. Þó Norðmenn hafi breytt tungu sinni, er norrænan ó- breytt, og afbökun nafnsins ó- afsakanleg. Það er stundum að því vikið, að íslendingasögurnar heyri til liðinni tíð og á þeim sé ekkert að græða í nútíð. En hvernig stendur nú á þessari mynd? — Eru heimildirnar fyrir henni, um að Leifur Eiríksson hafi fundið Ameríku, ekki þangað sóttar? Þessi mynd er þegjandi en órækur vottur um sígildi fornsagnanna. En íslendingar ættu ekki að láta sér á sama standa um það, hvernig með þær heimildir er farið, og koma í veg fyrir það, þar sem þess er kostur, að þær séu allar undnar og snúnar úr liði, um leið og þær eru notaðar. Það er vert að meta það að aðrar þjóðir noti þær svo sannleikurinn, sem í þeim er fólginn verði sem flestum kunnur, en hins er og gætandi, að það sé gert svo, að til heimildanna sé um leið vís- að, þó ekki sé með öðru, en að hafa nöfn afreksmanna rét.t eftir þeim. Norðmenn eru svo stórsekir um þetta í sambandi við Ameríku-fund Leifs hepna, að hjá verður ekki komist, að gruna þá um græzíku. Þeir hafa gróðursett minningar Leifs víðsvegar um Bandaríkin og Canada með listigörðum og styttum, en allsstaðar, þar sem ekki hefir verið hlutast til um það af íslendingum, með nafni Leifs ný-norskuðu og ramm- vitlausu. Kosningasigur Hitlers ' í kosningunum s. 1. sunnu- dag í Þýzkalandi, hlaut Hitler mjög nærri 99% allra átkvæða, þeirra er kusu, og það voru 44,952,476 manns. Aðeins um hálf miljón allra atkvæðisbærra kaus ekki. Beri atkvæða- greiðsla þessi vott um skoðun þjóðarinnar á Rínar- eða Locar- no-málunum, er stefna Hitlers í þeim áþreifanlega staðfest. — Blöð annara þjóða leggja nú samt ékki þann skilning í at- kvæðagreiðsluna, en telja hana markleysu, vegna þess, að kjós- endur fylgi Hitler af þrælsótta: auk þess haf'i þjóðin verið gint með slagorðunum “frelsi og brauð”, sem Hitlers-liðið hafi óspart notað — og brauðið muni þýzku þjóðinni kærkom- ið. Eitthvað af þessu getur satt verið, en hitt mun þó hæp- ið, að það sé allur sannleikur- inn. Morðvargur Maður er nefndur Jahn Paw- luk, sem heima á í Gonor í grend við Selkirk í Manitoba. 1 nóvemiber 1935 hvarf kona hans. Kom hún ekki í leitir fyr FRÉTTIR en lögregla Norðvesturlandsins fann Ifk hennar alt brytjað upp í fjóshaug á heimili Pawluks s. 1. laugardag. Var Mrs. Ma- chewski systir Mrs. Pawluk mjög hrædd um, að alt væri ekki með feldu um hvarf henn- ar og hvatti lögregluna til að halda leit áfram. Flyrir tveim vikum var maður að nafni Genio Bulega, nábúi Pawluks, myrtur. Fanst hann skotinn til dauðs í rúmi sínu og lá byssa ofan á honum. Leit því svo út, sem þar hefði um sjálfsmorð verið að ræða. En við fund líksins af Mrs. Pawluk, fellur nú einnig grunur á Paw- luk um eða vera valdur að morði Bulega. Pawluk hefh’ verið handtekinn og er verið að rannsaka hvort hann muni sek- ur um bæði þessi morð. Hann er Úkraníumaður. Frá Blálandi Símaðj) var s. 1. mánudag, að ítalir hafi eytt borginni Harar, sem er önnur stærst borg í Blá- landi. Hópur flugbáta var send- ur þangað með sprengjur og stóð borgin brátt mikið til í björtu báli. Borgin var varnar- laus, en mannfall varð þar ekki af því, að íbúarnir höfðu verið varaðir við þessu af skátum og flúðu úr borginni. Harar er 250 mílur austur af höfuðborg- inni og aðeins 30 mílur fyrir sunnan Addis Ababa-Dijbouti jámbrautina, þá einu er út úr Blálandi liggur. Komist ítalir þangað, er samgöngum Addis Ababa slitið við umheiminn. — Pimtán sprengjur rigndu yfir Rauðakross stöðvar Egypta í borginni og einnig dundu nokkrar á spítölum Svía og piálendinga. t gær voru ítalir einnig að herða sóknina að norðvestan, ekki langt frá Tana-vatni. Verði þeim þar eins ágengt og í Harar, er sagt að úti muni vera um nokkra vörn af hálfu Blálendinga. Mussolini og iðnaðurinn Nýlega var símað frá Italíu, að Mussolini hefði tekið í sín- ar hendur, eða stjórnarinnar, allan stóriðnað landsins. Þörfin á þessu er talin bæði brýn og afsakanleg vegna þess að þjóð- in eigi í stríði. Látum það gott heita. Eigi að síður er nú Blá- landsstríðinu þar komið, að til þess að vinna það, mun ekki þurfa hér eftir miklu til að kosta. En afleiðingarnar af því stríði munu eigi að síður því valdandi, að Mussolini gríp- ur til þessa ráðs. Viðskifta- hömlurnar hafa reynst iðnað- inum illar búsifjar. Sannleik- urinn kvað vera sá, að hann hafi verið svo illa kominn, að annað hefði ekki beðið hans en að velta út af. Og með því var efnahagur landsins hruninn til grunna. Stríðið í Blálandi hefir kostað ítalíu þetta, að það var rétt búið að steypa þjóðinni efnalega. Til þess að forða landinu og sjálfum sér frá falli, ætlar Mussolini að setja sjálfan sig yfir alt þjóð- arbúið í smáu og stóru og vera þar sjálfur húsíbóndinn, en landslýðurinn hjú hans. Rétt- indi og frelsi lýðsins er þar horfið. Þetta hefir ítalska þjóðin unnið eða grætt á stjórn og stríðs-athæfi Mussolini, síð- an hún setti hann yfir sig. — Ýmsar matartegnudir eru skamtaðar og lífstíðar fanga- vist lögð við, ef boðorðið er brotið. Aftöku frestað Aftöku Bruno Richard Haupt- manns, sem dæmdur var líf- látsdómi fyrir morð Lindberghs- barnsins, hefir enn verið frestað um tvo daga. Aftakan átti að fara fram klukkan 8 í gær- kveldi, en rétt áður en að stund- inni kom, var tilkynt að nýtt atriði væri komið upp í mál- inu, sem rannsaka þyrfti. — Frestunartíminn var ákveðinn 48 klukkustundir. Bruno Houptmann, sem kald- ur hefir verið eins og steinn allan tímann frá því að hann var fyrst handtekinn, brast í grát í gærdag. Hann svaf lítið á þriðjudagsnóttina, borðaði ekkert á þriðjudag — aftöku- daginn. Hann heldur stöðugt fram að hann sé saklaus. Útvarpið Sambandsstjórnin hefir hugs- að sér að gera nokkrar breyt- ingar á útvarpi í Canada. Sam- kvæmt uppkasti að frumvarpi til laga um þetta, er hugmyndin að í stað þess sem stjórn út- varpsins er nú í höndum nefnd- ar (commission), verði út- varpsfélag stofnað með einum aðalstjórnanda og sjö með- stjórnedum. Félag þetta á að hafa umráð og stjórn þeirra stöðva, seni eru eign útvarps- nefndarinnar eða stjórnarinnar nú, en ekkert boðmál yfir út- varpsstöðvum einstaklinga. En núverandi útvarpsnefnd hefir heimild til og lítur eftir öllu, sem frá þessum stöðvum er út- varpað yfir alt eða nokkum hluta kerfisins. Breytingin, sem hér er farið fram á, er með öðrum orðum sú, að útvarpið sé ékki fremur undir stjórn sambandsstjórnar- innar, en einstakra manna. — Þegar útvarpið var stofnað hér, var mikið um það rætt, hvort að það ætti að vera einstaklinga-eign eða þjóðeign. Aird-nefndinni, sem á þeim tíma rannsakaði það, blandaðist ekkj hugur um að útvarpið ætti að vera þjóðeign eða að minsta kosti algerlega undir eftirliti samibandsstjórnarinnar. — AI- menningur virðist og mjög á- kveðið taka í sama streng. Á móti skoðun þessara nefnda og almennings-álitinu, er því engin efi á, að þessi nýja útvarpslaga- smíði Kingstjórnarinnar stefnir. Hoffmann hótað illu Lögreglunni í Newark, N. J., var tilkynt s. 1. mánudag, að ríkistjóri hennar, Harold G. Hoffman, yrði myrtur næst- komandi þriðjudag. Tilkynn- ingin kom yfir talsímann. Lög- neglan hefir komist að því, að hótunin kom frá Brooklyn og veit meira að segja, að hún kom frá síma í lyfjabúð þar, einum af þessum almennu símum, en hver maðurinn var sem hana sendi, veit lögreglan ekki. Ekki var á mál Bruno Hauptmanns minst í hótuninni, en afskifti Hoffmans af því, er þó talin á- stæðan fyrir þessu. Frá Japan Fyrir fáum dögum, sagði Koki Hirota, nýi forsætisráð- herrann í Japan, að það skyldi ekki verði stríð á milli Rússa og Japana eins lengi og hann væri 'stjórnarformaður. 1 Maskva heldur forsæðtisráðherra Molo- tov því fram, sem var mikill vinur Horita, þegar hann var sendiherra Japans í Rússlandi, að útlitið með samkomulag þessara þjóða sé betra en það hefir nokkru sinni fyr verið. En á sama síma og þetta er haft eftir þessum mikilsmetnu mönnum, vaða japanskir dátar norður yfir landamæri sín í Manchoukou og inn í land Rússa, eiga þar skærur við þá, en horfa þó að lokum til baka. Þarna var að vísu ekki nema um lítinn hóp hermanna að ræða, aðeins 60 manns, en hann: hafði fallbyssur, og gerði þann óskunda er hægt var. Og slíkra æðis-áhlaupa fárra manna verður víða vart. Hefir það leitt til þess, að Rússar hafa nú alvarlega varað Japan við þessu, og segja að slíkum árásum verði að hætta, eða Rússar séu knúðir til að grípa til þeirra ráða, er ein séu nauð- synleg til að árða bætur á þessu. • ' •$. Jj; • SjónvarpiS að komia Hið volduga útvarpsfélag Radio Corporatitfn of America, er nú sem óðast að rífa niður sjónvarpstæki þau, er það hefir á efsta lofti Empire State bygg- ingarinnar í New York, til þess að koma þar fyrir öðrum nýj- um, samkvæmt fyrirsögn Mr. Vladimir Zworykin, sem fann upp ‘‘mynd^sýnið” (icono- scope) sem R. C. A. notar til sjónvarpsins. Þessi nýju tæki eru talin svo góð, að félagið 'áh'tur, að með smíði þeirra megi telja, að hefj- ist hagnýtt sjónvarpsöld fyrir almenning. Er félagið nú sem stendur að láta smíða viðtæki í verksmiðju sinni og ætlar fyrst um sinn að selja þau á leigu, meðan það heldur áfram sjónvarps- og viðtökutilraun- um með nýju tækjunum, sem það telur ekki fullreynd fýr en •eftir nokkra mánuði, jafnvel eitt ár. Sagt er að sama kerfi, eða nálega alveg eins, eigi að koma upp í Lundúnum í vor, og að verksmiðjur þar séu að búa sig undir að geta selt sjónvarps- tæki á 275—450 dali. Alberta Undanfarið hefir Alberta-fylki verið að reyna að fá lán hjá samlbandsstjórninni til þess að greiða skuld er nemur $3,200,- 000 og fellur í gjalddaga í dag. Samibandsstjórnin virðist ekki ætla að hlaupa þama undir bagga, þrátt fyrir það, þó áður væri fullyrt, að hún ætlaði að gera það. Skuld þessa er ekki hægt að borga, nema með því að taka lán, en fyrir fylkjunum er nú orðið ekki í önnur hús að venda í þeim efnum, en sam- bandsstjómar. En Aberhart hefir verið ákveðinn á móti hugmynd stjórnarinnar um að setja eina alls-herjar fjármála- nefnd yfir öll fylkin, er eftirlit hafi með hag þeirra, mæli með nauðsynlegum lánum þeirra o. s. frv. Aberhart skoðar þessa ráðagerð stjórnarinnar eflaust koma í bága við fyrirhugaðar framkvæmdir í sOcial credit- áttina. Vegna þessa mótþróa, hugsar samibandsstjórnin sér ef- laust að lofa Alberta að sigla Sinn eigin sjó. En hvernig fer, ef fylkið get- ur ekki greitt skuld þessa. í strangri merkingu verður það gjaldþrota. En fjúki í þetta skjól, að fá féð frá sambands- stjórninni, sem Aberhart trúir ekki enn, vegna þess, að hann telur sér ekki um skuldina að kenna, og hvaða stjóm sem við völd hefði verið, hefði orðið að fá lán til að greiða hana, þá sé ekki um annað að ræða en að mætahennimeð ‘token money’, tákn-peningum, eins og Bret- land hefði mætt stríðskuld sinni. Annars verður ekki séð, að sambandsstjórnin sé sann- gjörn í afstöðu sinni til þessa máls. ÍSLANDS-FRÉTTIR 34312 íbúar í Reykjavík íbúar Reykjavíkurborgar voru við manntal, sem fór fram 20. —30. nóvember s. 1. samkvæmt talningu sem næst 34,312. Á sama tíma í fyrra var í- búatalan 33,974. * * * 60 klukkustundir í stórhríð og grimdiarfrosti Kópasker, 5. marz Stefán bóndi JónssOn í Möðru dal á Fjöllum Ienti í hrakning- um miklum dagana 16. til 18. f. m. í stórhríðaiibyl á Öræfum, austan Möðrudals. Sunnudaginn 16. lagði Stefán af stað heimleiðis frá Heiðar- seli á Jökuldalsheiði með 5 kindur. Kom hann við í Sænautaseli og hélt síðan áfram. Skall þá á blindhríð með 17 stiga frosti. Um nóttina gerði hann grjót- byrgi fyrir kindurnar, en hélt á sér hita með að ganga um og berja sér. Á mánudagsmorgun hélt hann áfram, en týndi kindunum um kvöldið. Var hann þá á réttri leið en vörður voru flest- ar fentar í kaf, og fór hann þá villur vegar og gróf sig loks í fönn og lét þar fyrir berast um n'óttina. Á þriðjudagsmor-gun reyndi hann að halda í veðrið og hugði það rétta stefnu heim. Þekti sig loks í svonefndum Arnardal, en þaðan eru 25 til 30 kílómetrar að Möðrudal. Náði hann um kvöldið beitar- húsum frá Möðrudal og hitti þar bróður sinn er studdi hann heim. Var hann all þrekaður en ó- kalinn. — Sextíu klukkstundir var hann á ferðinni og hafði ekki annað nesti en hálfa flat- bruðsköku.—Mbl. * * * Úr verstöðvunum Grindavík. — Afli er mjög misjafn í Grindavík. Nokkrir bátar afla sæmilega, en sumir ekkert. í fyrradag fékk afla- hæsti báturinn 900 fiska í net. Bátar þar eru hættir að róa með lóðir, þar er ekkert aflast á þær. Sandgerði. — í Sandgerði er afli afar tregur síðustu daga. Stykkishólmur. — Frá Stykk- ishólmi er símað að afli sé á- kaflega tregur þar um slóðir, 300—700 fiskar á bát, eða minna. Vestmannaeyjar. — Um tutt- ugu bátar voru á sjó í gær frá Viestmannaeyjum og öfluðu flestir þeirra vel. Línuafli er mjög tregur, en sæmilegur afli í net. Fiskurinn er er örgrunt undan Landeyjasandi og leggja sumir bátar net sín á átta metra dýpi. Mikið af lúðu er út af Söndunum. Belgískur togari kaupir nú ibátafisk í Vestmannaeyjum. Hornafjörður. — Torgarinn Rán kom í fyrradag til HOrna- fjarðar með 250 tunnur af beitusíld. — Fimm bátar neru. Hæstur afli var 5 skippund á bát. Þrjátíu bátar munu nú stunda veiðar úr Hornafirði. ísafjörður. — Hávarður kom inn um miðja viku með um 60 smálestir af fiski og 74 lifrarföt, eftir 14 daga útivist. Fjórir bát- ar Samvinnufélags ísfirðinga hafa komið inn með um 15,000 —22,500 kg. úr fjórum til fimm legum.—Mbl. ÍSLENZKU R LÆKNIR HEIÐRAÐUR af bandarísku læknavísindafél. Fyrir nokkrum dögum fékk dr. M. B. Halldórsson tilboð um að gerast einn af stofnendum (Charter Members) að nýju vísindalfélagi, Academy of Tu- iberculosis Physicians, sem nú er í myndun. Tók læknirinn þessu boði og gat þess um leið að þetta væri hið fyrsta berkla- sýkis félag sem sér hefði dottið í hug að gerast miðlimur að, því hingað til hafi þvíhk félög haft presta hugarfar sem pré- dikuðu það eitt sem viðtekið er en telja alt annað trúvillu. En af þessu félagi mætti búast við visindamensku og spámanns- hug, sem rannsakar alt og held- ur því sem bezt er. Býst dr. Halldórsson við að sækja fyrsta fund þessa félags sem haldinn verður í vor komandi. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem dr. Halldórsson hefir verið sýndur heiður fyrir ritgerðir sínar um berklasýkina og lækn- ingu hennar. Hann hefir nú í nokkur ár verið meðlimur í Rit- stjóra og Rithöfunda Félagi Amerískra Lækna (American Medical Editors and Authors Association), og er einn af umboðsmönnum þess félags til að vielja nýja miðilimi í Canada. Sýnir það hvað vand- látt það félag er í meðlimavali að af tíu mönnum sem dr. Halldórsson mælti með í fyrra sumar var einn valinn, dr. Thor. lakjsson, sem líka er íslending- ur. En merkilegt má það heita að dr. Halldórsson skuli fá þetta tilboð nú, fjórtán árum eftir aö síðasta ritgerð hans, á ensku, um lækningar á berklasýki birt- ist. En það sýnir að sannleiks- korn, sem oröið er alþjóðaeign er ekki bundið við stund né stað. Það þróast eins og sæðið í moldinni, heldur áfram að lifa og blómgast og vekur at- hygli þegar minst varir. SKUGGA-SVEINN Leikfélag Sambandssafnaðar í Winnipeg er nú að undinbúa hinn velþekta leik Matthíasar Jochumssonar, Skugga-Svein. Þetta er eitt af hinum vinsæl- ustu verkum skáldsins, og hefir ávalt verið vel tekið, þó hann hafi verið sýndur oftar en nokkur annar leikur meðal ís- lendinga hér. í tilefni af aldarafmæli Matt- híasar hefir Leikfélagið tekið Skugga-Svein til meðferðar á þessum vetri, og er það vel við- eiga'ndi. Til minningar um skáldið var Skugga-Sveinn leik- inn í margar vikur í vetur í Reykjavík og altaf fyrir fullu húsi. Það eru nú nokkuð mörg ár síðan hann hefir verið sýnd- ur hér í Winnipeg, og má því búast við að Islendingar setji sig ekki úr færi að njóta á- nægjulegrar kvöldstunjdar með því að rifja upp enn einu sinni söngvana og æfintýri útilegu- mannanna, og ekki sízt, með leikfélaginu að minnast hundr- að ára afmælis höfundarins. Skugga-Sveinn er æfintýra- og söngleikur. Eru söngvarnir undir fögrum lögum, og þeir útaf fyrir sig eiga hlýjan reit í hjörtum íslendinga. Ákveðið hefir verið að sýna leikinn tvö kvöld, miðvikudags- og fimtudagskvöld þann 15. og 16. apríl. Nánar verður aug- lýst um leikinn í næstu blöð- um. B. E. J.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.