Heimskringla - 08.04.1936, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.04.1936, Blaðsíða 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 8. APRÍL, 1936 Híimskrtngla (StofnuB lUt) Kemur út á hverfum miBvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og 155 Sargent Ávenue, Winnipeg Talsimia SS 537 7erS blaðslns er $3.00 irg*n«urinn borgtot fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖIl vifJaktfta bréí blaSinu aðlútandl sendtot: Manager THS VIKING PRESS LTD. S53 Sargent Áve., Winnépeg Ritstjóri STEFÁN KNARSSON Utanáskrift Hl ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLÁ SU Sargent Áve., Winntpeg "Helm»krin*la" to publtobad and prlnted by THE VIKIMO PRESE LTD. $53-155 Sargent Ávenue, Winntpeg Man. Tetopbone: M $37 WINNIPEG, 8. APRlL, 1936 HAGUR ÍSLANDS Það hafa öðru hvoru verið að birtast greinar í “Lögbergi” um efnahag og af- komu íslands. Hefir í greinum þeim verið dregin upp ófögur mynd af fjárhag landsins. í grein er Einar Olgeirsson reit og birt var á ensku í kommúnista-blaði í Toronto í Canada og síðar var snúið á tyrfna íslenzku af Páli Bjarnasyni og birt í Lögbergi, er því haldið fram, að ísland verði vegna skulda sinna við Bretland bráðlega brezk nýlenda, ef ekki sé betur séð fyrir, og helzt af öllu farið strax að ráðum U. S. S. R. og skipað sér undir friðarmerki þeirrar stefnu, því ísland megi lítið við brezka flotanum, er upp að landinu stefni einhvern daginn með bægslagangi og boðaföllum. í svipaðan streng er tekið í grein eða bréfi, er um þessar mundir er að birtast í Lögbergi um fjármálahorfur á íslandi vegna stjórn- arinnar þar, að öðru leyti en þvf, að lyfið til bóta er þar ekki saman sett eftir for- skrift kommúnista, heldur annara. Vegna þess að Vestur-Islendingum er ekki á sama um hag íslands, og að þessi skrif gefa mjög einhliða og óþarflega skugga- lega mynd af honum, skal hér, þessu til samanburðar; benda á sitt af hverju úr síðustu fjármálaræðu Eysteins Jónssonar, fjármálaráðherra íslands. Hagsreikingur stjómarinnar er ávalt beztur til frásagn- ar um afkomu þjóðarinnar. Þó ekki verði nema á fáein atriði í honum bent, gefur það vonandi betri hugmynd um hið sanna um afkomu íslands, en flugufregnir. Fjárhagsreikningar stjóraarinnar á ís- landi yfir árið 1935, eru birtir í Nýja- Dagblaðinu 20. febr. 1936. Hvernig hefir stjórnarbúskapurinn gengið, eftir þeim reikningum að dæma? Er landið að sökkva, eða lenda í falibyssukjöftum sjó- flotans brezka? Reikningarnir bera með sér, að allar tiekjur stjórnarinnar á árinu voru 15,769.644 krónur, en gjöld alls 15,263,776 krónur. Á ársreksturs reikn- ingi stjórnarinnar er því um tekjuafgang að ræða, er nemur 505,888 krónum! — Hvaða stór hætta skyldi íslandi stafa af þessu? í þessum hálfrar miljón krónu tekjuafgangi, eru ekki taldar með 235 þúsund krónur, sem voru framlag til fiskisjóðs, en sem eignir voru að nokkru keyptar fyrir sem eru í höndum stjórn- arinnar, og telja hefði mátt tekjuafgang, er þá næmi 740 þúsund kóraum. Undan- farin þrjú ár, hefir verið tekjuhalli á hverju ári, sem hér segir: 1932 um kr. 1,541,000 1933 um kr. 62,000 1934 um kr. 1,420,000 Tekju afgangurinn sýnir því, að eitt- hvað meira en lítið hefir snúist til betri vegar á árinu, að slíkur tekjuhalli hefir nú horfið en tekjuafgangur orðið á þjóð- arbúinu. En svo sýna skýrslur eða reikningar stjórnarinnar fleira eftirtektavert en þetta, við stjórnarreksturinn á árinu 1935. Þegar sjóðsyfirlit allrar skuldar landsins er athugað, kemur í ljós, að greiðslu- jöfnuður er um tveim miljónum krónum hagstæðari en áður. Skuld landsins í árslok 1935, nemur alls 42,317,551 krónu. Á árinu hefir hún því ekki aukist nema um 379,631 krónu, en hefir um mörg undanfarin ár aukist um tvær miljónir eða meira. Þetta hefir á-unnist með haganlegri viðskifta-ráðstöfun o. fl. Vel mætti nefna þetta tekju-afgang af rekstri ársins þó það sé ekki gert. En auðvitað skiftir það ekki miklu máli, á hvaða reikningi hagur þessi er sýndur. Það er hitt, sem vér búumst við að Vestur- Islendingum þyki nokkru s'kifta og það ér að ísland er nálega búið að sjá við því, að skuld landsins hækki. Svo mikið sem um þörfina á þessu hefir verið talað á fylkis - þingum þessa lands og ríkisþinginu sjálfu, og á þingum hvar í heimi sem er, höfum vér hvergi orðið ess varir, að stjórnend- urair séu neitt nærri því að ná því tak- marki. Að stjórn íslands gengur þama á undan með góðu eftirdæmi er að minsta kosti eftirtektavert, eftir allar hrakspám- ar um afleiðingaraar af viðskiftastefnu stjómarinnar heima. I fjármálaræðu sinni kemst Eysteinn Jónsson f jármálaráðherra þannig að orði um viðskifti íslands erlendis: “Innflutningurinn á árinu 1935 hefir samkvæmt bráðabirgðaskýrslu hagstof- unnar um það efni numið kr. 42. millj. og 600 þús. kr., en að frádregnum innflutn- ingi, vegna Sogsvirkjunarinnar, kr. 41 milj. 897 þús. Árið 1934 var innflutt fyrir kr. 48 milj. og 48 þús. Verður að gera ráð fyrir því, að innflutningurinn á árinu 1935 hækki um nálega 7% við endanlega skýrslugerð. Innflutningur ársins 1935 hefir því verið um 7 milj. kr. lægri en innfl. á árinu 1934. Útflutningur ísl. af- urða hefir á árinu 1935 numið um kr. 43 .milj. 881 þús., en í fyrra nam hann kr. 44 milj. 761 þús. kr. Er því útflutning- urinn tæplega 1 milj. króna lægri nú en 1934. Niðurstaðan er því sú, að verzlun- arjöfnuður ársins 1935 er hagstæður um 2 milj. króna, en var í fyrra óhagstæður um 4 miljónir króna. Hefir því tekist á áxinu að bæta greiðslujöfnuðinn um 6 milj. króna. Fullum greiðslujöfnuði hefir þó ekki verið náð á árinu. Til þess að slíkt takist, þarf verzlunarjöfnuðurinn sennilega að vera hagstæður um nálægt 6 milj. króna. En siegja verður að vei hafi miðað í þá átt að ná fullum greiðslu- jöfnuði, eins og þær tölur, sem eg hefi lesið, bera glegst vitni um.” Ennfremur skulu hér tilfærð niður- lagsorð ræðu fjármálaráðherra: “Enginn veit hvemig árið, sem er að byrja, verður fyrir íslendinga. Margt Ibendir til þess, eins og áður er á drepið, að það verði erfitt og að auka þurfi þar af leiðandi ýmsar hömlur, sem eru hvim- leiðar en alveg óhjákvæmilegar eins og nú stendur. Hinsvegar er enginn vafi á því, að íslenzka þjóðin hefir oft átt við meiri erfiðleika að stríða en nú, og sigr- ast á þeim. Við íslendingar munum vafa- laust sigrast enn á erfiðleikunum. Sú margháttaða veiðleitni, sem fram kemur hjá fjölda manna í því að koma upp nýj- um atvinnurekstri og að notfæra sér þau gæði náttúrunnar, sem áður hafa verið ónotuð, sýnir það, að menn hafa ekki tapað trúnni á landið og gæði þess. — Þess vegna er sigurinn vís, þótt að kunni að kreppa í bili.” Þó fljótt sé yfir sögu farið, sjá Vestur- íslendingar af þeim fáu atriðum sem á hefir verið minst, hvernig hagur Islands er í raun og veru, jafnframt hinu, hvem- ig þjóðin horfist í augu við erfiðleikana og að til framtíðarinnar er ekki öðru vísi litið en með fylstu sigurvon. PERCY GRAINGER heimsfrægur sem tónskáld og afburða pianóleikari, gaf hljómleika í sönghöll Winnipegtborgar þann 16. marz s. 1. Þótt heimsfrægir söng- og hljóðfærasnillingar séu hér tíðir og stundum nær daglegir gestir, þá voru hljómleikar hans stórvið- burður því hann er að mörgu sérstæður listamaður og engum öðrum líkur. Hann fer og hefir ætíð farið, nokkuð aðrar leiðir en meginstraumur listamanna er eingöngu seilast eftir eigin frægð og frama. Hans listastarf hefir haft mörg og margvísleg áhrif og vegur hans hefir verið leið brautryðjandans. Með snilli sinni hefir hann stuðlað til að kynna ýms beztu tónskáld nútímans. Og um hann hefir verið svo að orði komist að hann hafi leyst fjötur vanans af piano- hljómleikum. Það eru umliðin nokkuð mörg ár síðan síðustu hljómleikar hans voru hér, enda var honum tekið með miklum fögnuði af meira en fjögur þúsund áheyrenda er troðfyltu söngsalinn, til að heyra og hylla snilli hans. I þetta sinni lók hann úrvalslög hinna sígildu meistara klassisku og rómantísku stefnunnar og sínar eigin tónsmíðar. — Hann brá frá þeim sið að ganga þegjandi að og frá hljóðfærinu, í stað þess gerði hann stuttar athugasemdir við flest lögin áður en hann lék þau. Tókst honum það svo blátt áfram og vel að það jók eigi lítið heildaráhrif þessa eftirminnilega kvelds. Voru sérstaklega eftirtektaverð- ar athugasemdir hans um keltnesku á- hrifin á hljómlist Norðurálfuþjóða. Það er eigi ætlun mín að leggja dóm á leik Percy Graingers, heldur aðeins að geta þess með fáeinum orðum er mér hefir eftirminnilegast orðið. Engin orð fá túlkað hljómaheiminn, tónar túlkast aðeins með tónum og því er erfitt að rita um hljómleika svo að skiijanlegt sé. Viðfangesfni hans voru margvísleg og útheimtu bæði skilning og tækni á hæsta stigi. Að hann hafi hvorutveggja í rík- um mæli vissu auðvitað allir fyrirfram en engu að síður er slík snilli sí ný og sí ung opinberun til.þeirra er unna því fagra og göfga. Hann hóf hljómleikana með hinu und- urfagra “Preludium og Fuga” í A moll eftir J. S. Bach í pianosetningu Franz Lizt’s. Hélst þar í hendur skilningur á formi og efni, svo engum er á hlýddi með snefil af hljómgreind, muu nokkru sinní gleymast. Með óskeikulli smekkvísi af- burða lisfeamanns hljómaði þetta stórkost- lega listaverk sem boðskapur frá æðri heim. Hver hending var göfug og glæst frá hinu tunglskinsmjúka upphafi að ólguhafi hámarksins er tónarnir virtust rísa á stormvængjum til himins. Lítil “Sonata” eftir Scarlatti var að sínu'leyti eins nett og mjúk og Bach var voldugur. Brahms lögin voru leikin af snild. “Intermezzo” þýtt sem blærinn og “Rapsodíumar” með eldmóð og hetju- lund. Sérstaklega sú í E dúr (E flat), hljómaði sem hetjusaga úr íslenzkri fom- sögu. Einnig lék hann hina, því sem næst, óþektu “Sonötu, í S dúr” eftir Tchatocowski. Mun hann vera sá eini pianósnillingur, er kunnugt sé um að leiki það verk opinlberlega og er það ágætt dæmi þess hve hann er óhræddur að fara eigin veg. Það er títt nú á tímum að líta hornaugu tónverk Franz Lizts einkum ungversku rapsodíumar. Eg hefi heyrt marga heimsfræga snillinga leika ýms tónverk hans en frá því eg heyrði Percy Grainger seinast og aftur nú hefi eg aldrei heyrt þau leikin af slíkri lifandi snild, skilningi og yfirburða tækni. Hann lék sér með erfiðustu kaflana sem væra þeir barnaleikur og í yfirborðsskrúð það er Lizt hefir vafið um “melódíurnar” í “tólftu rapsódíunni”, blés hann lifandi anda “musikalskrar” tilfinningar. Almennasta hrifningu vakti þó leikur hams sjálfs af sínum eigin verkum. — Pianolög hansi eru nú orðið þekt og dáð á nær hverju heimili þar sem piano er. Vegur hans vex með hverju ári og sem tónskáld er hann löngu heimsfrægur maður. Þó mun framtíðin gera veg hans meiri því verkin lifa þótt maðurinn deyi. Sem sönnun listamanni hæfir er fram- koma hans tildurlaus og óþvinguð. Sum- ir pianoleikarar eru skáldlegir drauma- menn, eða nettir og kurteisir hagleiks- menn. Peroy Grainger er hetjusál, það er djarfur, þróttmikill bragur á leik hans, með stórum skírum dráttum dregur hann hetjumyndir. Hann er laug við allan smeðjulegan munnklökkva, tilfinning hans er djúp og einlæg. Hvort að lestur fornrita vorra hefir átt þátt í að móta list hans og lundarlag eða að hann hefir fundið til meðfædds skyldleika til íslend- inga-sagnanna veit eg ekki, en list hans ber vott þess djarfa, frjálsa hetjuanda er fornrit vor dá. R. H. Ragnar HEIÐINGJAR Ræða flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg, 5. apríl 1936, af séra Philip M. Péturssyni I bréfi sínu til Galatamanna, segist Pá’I postuli hafa sagt við Kefas: “Vér erum að eðli til Gyðingar, en ekki syndarar af heiðnu bergi brotnir.” Eg vil gera þessi orð að texta mínum í kvöld, en ekki í sömu merkingu og Páll notaði þau, heldur vil eg láta textann hljóða þannig: “Vér erum ekki syndarar af heiðnu bergi brotnir.” Svo og vil eg leggja fyrir yður spurninguna: Hvað þýð- ir orðið heiðinn? Páll svaraði þeirri spurningu með því að segja: “Vér erum að eðli til Gyðing- ar.” I dag segjum vér, að vér séum Kristnir, en að Kínverjar, Indíánar, Tyrk- ir, o. s. frv., séu heiðnir. Þeir segja aftur á móti að vér séum heiðnir, — eða van- trúaðir. Þannig hefir það ávalt verið. Hver trúarflokkur hefir skoðað sína trú, sem hina einu réttu trú, en trú hinna sem villitrú, og kallað fylgjendur hennar heiðingja. Þar af leiðandi sjáum vér það að í heiðninni felst aðeins það, að menn hafi aðra trúarskoðun en þá sem skoðuð er hin eina rétta trú. Auðvitað þýðir heiðnin einnig það, að fylgjendur henn- ar séu óupplýstir og fáfróðir, að þeir fylgi villimanna siðum og háttum. Páll lét það skilj- ast, að heiðnir menn væru syndugir, — og flestir trúboðar kristinnar kirkju hafa haldið iþeirri skoðun frá upphafi kristn innar, og í ákafa þeirra til að kristna sem flesta, hafa þeir hótað öllum þeim, sem þeir töldu vera heiðna, eða sem voru ekki kristnir, eilífri eldskvöl í öðra lífi, ef þeir ekki iðruðust og tækju við þeim kenningum, sem að þeim var rétt. Víðsvegar í Biblíunni verðum vér varir við samskonar fyrir- litningu á heiðninni og þeirri, sem Páll virðist hafa haft, og er það ef til vill þess vegna, sem að kristnum þjóðum nú á dög- um hefir fundist það vera sér- stakt fagnaðarefni að geta sýnt, að þær yfirgáfu heiðnina í önd- verðri kristni og aðhyltust hina nýju trú, kristnina. Þar sem heiðnin var á lágu stigi, hefir það án efa verið þjóðunum til hags, að afnema hana. Og raunin var sú, að þar sem trúin eða lífsskoðanir manna vora á lágu stigi, var nýja trúin af- bökuð og úr lagi færð á marg- an hátt, og blönduð allskonar hjátrú og hégiljum, sem hafa haldist að miiklu leyti til þessa dags. En sannleikurinn er rö öll heiðni á fyrri dögum, var ekki eins fyrirlitleg og margir halda. I sumum tilfellum höfðu fornmenn, sem vér nú köllum heiðingja, mjög háleitar og fagrar lífsskoðanir, sem líkjast mörgum þeim, sem er að finna í aðal heimildarriti kristinna manna, biblíunni. Um daginn las eg grein um efni, sem mun ef til vill vera mörgum yðar kunnugt, — en sem var mér nýtt og fanst mér það vera umhugsunarvart í þessu sambandi og dáh'tið vafa- mál hvort að heiðnin hefir verið eins viíllandi eða afvega leiðandi eins og Páll, og allur sá sægur kristinna manna sem á eftir honum komu, hafa haldið fram. Grein þessi birtist í Tímariti Þjóðræknisfélagsins fyrir sex árum síðan, og fjallar aðallega um lífsskoðanir íslendinga á tíundu öld, áður en kristnin kom til sögunnai* á íslandi, og á meðan að forfeður vorír voru heiðnir. Mér fanst það vera mjög mikilsvert mál, að vita hvernig forfeður vorir hugsuðu, hverju þeir stiefndu að, og hvernig þeir hugðu að menn ættu að breyta hversdagsiLega. Páll hefði haldið því fram að þeir væru syndugir á sama hátt og aðrir heiðnir menn,, sem hann þekti. En synd þeirra hefði aðeins verið í því fólgin, að þeir höfðu aðrar skoðanir en hann. Hann hefði skoðað þá sem óupplýsta og fáfróða, en fáfræði þeirra var aðeins van- þekking á málunum sem hann fylgdi. Mér fanst, af orðum greinarinnar, að þeir hlytu að hafa verið jafn göfuglyndir og miklir sæmdarmenn og margir þeir, sem hafa talið sig, og telja, með þeim útvöldu, en sem hafa fyrirlitið alla þá sem hafa verið kallaðir heiðnir. Þjóð vor var með þeim allra síðustu að aðhyllast kristnina. Mér fanst atriðin, sem birtust í greininni því eftirtektaverðari sem vér erum enn nær vor- um heiðna, og frá sjónarmiði sumra, vorum synduga og ó- upplýsta kynstofni, en flestra annara þjóða menn. Greinin, sem eg gat um vitnar til Hávamála, kvæðasafns, sem talið er vera frá tíundu öld eftir Krist. Þar er að finna mörg heilræði, sem, eins og höfund- ur greinarinnar bendir á, eru jafn gild á hvaða öld sem er, og telur hann upp ýms þeirra, sem minna á margt í orðskvið- unum og í bók prédikarans í gamla testamentinu. Fyrst er því lýst að forfeður vorir hafi talið sjálfræðið fyrsta S-kilyrði sælunnar, að betra sé að ráða sjálfur búi, hve vesælt sem er, en þurfa til annara að sækja. Og næst sjálfræðinu er vitið. Engin getur náð fulluim þroska og notið sín til fulls ef hann er ekki sjálfum sér ráð- andi, heldur verður að sækja leyfi til annara. Með sjálfræð- inu fær maðurinn fyrst þann veg og vanda, sem æðstur er, að velja og hafna sjáílfur og Ibera fulla ábyrgð gerða sinna. Menn mega dæma um það sjálf- ir hver kenningin hefir meira til síns gildis, þessi, þar sem maður ber sjálfur fulla ábyrgð gerða sinna, eða kreddukenn- ing rétttrúnaðarins, þar sem Kristur er látinn vera syndafóra mannanna, til þess að þeir verði sáluhólpnir. En í þessum kenningum Hávamála er sjálfræðið ekki nóg. “Vits er þörf”, eins og kveðið er. Vitið á að vera Ijós á vegum vorum, og lampi fóta vorra, og eins og höfundur kvæðasafnsins kveður: “Óbrigðra vin fær maðr aldregi en mannvit mikit.” Ýms ráð eru gefin um það hvemig menn eigi að afla sér þekkingar, — svo og hvemig þeir eigi að hagnýta sér þekk- inguna, því að vitið er öllum eignum verðmætara, eins og bent er á í orðskviðunum. — Þar er svo sagt frá: “Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki, sá maður, sem hyggindi hlotn- ast, Því að betra er að afla sér hennar en eð afla silfurs, og arðurinn af henni ágætari en gull. Hún er dýrmætari en perlur og allir dýrgripir þínir jafnast ekki á við hana. Langir lífdagar eru í hægri 'hendi hennar, auður og mannvirðingar í vinstri hendi hennar. Vegir hennar eru yndislegir vegir, og allar götur hennar velgegni. Hún er lífstré þeim, sem gripa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast í hana.” (Orskv. 3:13-19) Hávamál hafa sömu skoðun og þessa. Þar er haldið fram að vitið sé betra en auður því að heimskur maður kann ekki að beita auðnum rétt, og: “svá er auðr sem augabragð, hann er valtastr vina.” en vitið bregzt manni eigi. — Víða í Hávamálum er drepið á það, hvað auðurinn er ibrigð- ull, eins og bent er á í greininni, en á hinn ibóginn eru aðrar eign- ir verðmeiri, svo sem til dæmis, vit, gáfur, ættingjar, vinir og góður orðstír. Maðurinn er metinn eingöngu eftir þvi hvað hann er, en ekki hvað hann á. Lífemisreglur Hávamála eru allar miðaðar við afleiðingar breytni vonrar í þessu lífi, og minna að nokkru leyti á orð Jakobs, þar sem að hann skip- ar mönnum að vera gjörendur en eigi aðeins heyrendur, því, eins og hann segir: “hvað stoð- ar það þótt einhver segist hafa trú, en hefir eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann?” — (2:14) Talið því og breytið eins og þeir er dæmast eiga eft- ir lögmáli frelsarans. (2:12). En, eins og sagt er í grein- inni, studdust lífemisreglur Hávamála ekki við neina tráar- skoðun, heldur eingöngu við manneðlið, eins og það birtist f reynslu manna. Lítið verður því fullkomnara, sem vér fylgj-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.