Heimskringla - 27.05.1936, Síða 4

Heimskringla - 27.05.1936, Síða 4
I 4. SIÐA. lÉúmskxmQÍa (StofnuO lSit) Kemur út A hverfum miOvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. ISS oa SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia S6 S37 VerC blaðsins er »3.00 árgangurinn borgtot tyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. _____A-------------—------------- ' 011 vlðsklfta bréí blaSinu aðlútandl sendiat: Manager THK VIKINO PRESS LTD. 8S3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 863 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKltlO PRESS LTD. 86t-SSS Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepiione: 86 537 WINNIPEG, 27. MAl, 1936 FÁIR ERU VINIR HINS SNAUÐA Á afhallandi útmánuðum þótti King- stjórninni, af einhverjum ástæðum, tíma- Ibært, að klípa um 15% af styrknum, sem sambandsstjórnin veitir að sínu leyti til viðurværis atvinnulausum fjölskyldufeðr- um. Bentr Heimskringla þá á, að því er vér ætlum ein blaða hér — að ef bæirnir eða fylkin létu þetta kóma niður á styrk- þegum, biði það margra í þessu landi, að svelta hálfu og heilu hungri. En það þarf nú oftar en einu sinni, að lesa það yfir stórmenskunni og gortara-skapnum sem í hussunarhættinum er hér ríkjandi, að fólk í þessu landið eigi við þröngan eða ólífvænlegan kost að búa, áður en því er trúað. Að svo sé, er þó átakanleg reynsia margra. í*ó það megi óskiljanlegt heita, með auðinn og matinn í haugum blasandi við auga, hvert sem litið er, verður ekki komist hjá því, að viðurkenna það. En að því er styrklækkunina áhrærir, hefir hún komið grimmilega niður á styrkþegum, að því leyti sem bæirnir og fylkin hafa ekki fyrir því séð. En þau hafa, satt bezt sagt, verið það miskun- söm, að þau hafa aðra stundina bætt hana upp, er hún hefir sjáanlega til hörm- unga leitt. Og það hefir hún oft gert. Þrátt fyrir það, þó nú sé komið fram í máimánaðarlok og landið sé að klæðast sumarskrúði sínu og æskusvipurinn hvíli enn að nokkru yfir þjóðfélaginu, er at- vinnuleysið og bjar&ráðaleysið það sama og áður, ef ekki verra en nokkru sinni fyr. Atvinnu bæturnar, sem auðfélögin áttu að fara af stað með, eftir að King var búinn að “semja” við þau, eru ekki komnar í ljósmál. Þeir sem eftir þeim bíða, verða því um skeið aö sætta sig við það, og lækkun viðurværisstyrksins, þó hún væri að líkindum á atvinnuvoninni b^gð svo heimskulegt sem það nú var af stjóminni eftir alt sem búið er að á- minna hana um hvernig hún léti þau teyma sig á eyrunum. Af því að það er svo, oft að því vikið, hve einmuna vel sé gert til þeirra, sem viðurværisstyrkinn þiggja og þvi er jafn- vel haldið fram, að það sé eftirsóknarvert líf, að vera slíkrar náðar aðnjótandi, skal hér bent á dæmi, er um það vitna og Heimskringla heifiir sagnir af frá mönn- um, bæði enskumælandi og annara þjóða, er reynt hafa þetta og vita ger um það en aðrir. Vér ætlum ekki að taka nema fi dæmi af mörgum og fara þau hér á eftir. Fyrst skal minst á fjölskyldu, er alls voru fjórir í, eða hjón og tvö börn þeirra komin að tvítugu. Til matar er þeim ætlað af þeim, er styrknum útbýta, á átjánda dollar á mánuði. Alt er skráð hvað og hvar kaupa skuli. Til dæmis 1 brauð (handa fjórum) annan daginn, en tvö hinn o. s. frv. Að viðbættri húsaleigu, eldivið, ljósi og vatni nemur allur styrk- urinn á mánuði um $35. Einn fjórði úr “korði” (cord) af blautum hálffúnum viði (poplar), fullum af pöddum, er ætl- aður nægur forði til eldneytis á mánuði frá einmánaðar byrjun til vetrar, til mat- reiðslu og þvotts af fjórum. Ljós mega ekki fara yfir 60 cents á mánuði að sumr- inu; verður því að sitja í myrkrihu alt, sem unt er. Drengur á þessu heimili.var að Ijúka miðskólanámi, en var orðinn svo megðulaus, að læknar sögðu honum að hætta námi, hann þyldi ekki áreynsluna vegna ónógrar fæðu, og skyldi fara út í sveit til að “byggja sig upp”. Allur styrk- ur þessarar fjölskyldu nemur $420 á ári. Þegar húsaleiga er frá þessu dregin, vatn, ljós, eldiviður o. s. frv., er Ijóst í hvaða vellystingum í mat og drykk hún lífir. það skal við þurfa fínan og vísindaegan HEIM8KRINGLA WINNIPEG, 27. MAÍ, 1936 útrenking til þess að komast að þeirri nið- urstöðu, að hver í fjölskyldunni geti lifað á $54 á ári! Á aðra fjölskyldu á viðurværisstyrk skal minst. í henni eru 9 manns; allir yfir 11 ára aldur nema einn. Matarredkn- ingur hennar er $36.98 á mánuði. Húsa- leiga, eldiviður o. s. frv., nemur $258. á ári. Ársreikningur þessarar fjölskyldu verður allur um $688. Fæði hvers nemur rúmum $49 á ári. Það er heldur minna en það sem hverjum er ætlað í fjögra manna-fjölskyldunni, enda eflaust tekið með í reikninginn að ódýrara sé að mat- reiða hlutfallslega þvá fleiri sem í fjöl- skyldu eru. , Áminst fjölskylda getur í 8 eða 9 daga lifað á því sem henni er veitt, sem tveggja vikna vista-forði. Um það bar og flestum saman, er vér áttum tal við, að væri gildandi regla. Á ári nemur hann því er með þarf í átta mánuði eða tvo þriðju tímans, sem ætlað er. Vér höfum við hendina sagnir 15 til 20 fjölskyldna, sem hægt væri að birta, en sem öllum ber svo saman við frásagnir þeirra sem getið hefir verið, að það er hrein og bein endurtekning að vera að prenta þær. Ekki er þó svo að skilja, að á ýms fleiri atriðí megi ekki minnast. En það eru auka-atriði og skal aðeins benda á í hverju þau eru fólgin. Ein fjölskyldan eignaðist barn, sem ekki er í frásögur færandi. En til þess gat stryktarnefndin ekki tekið neitt tillit í “meðlaginu” fyr en eftir sex mánuði. Barnið þurfti sem /sé til þess að komast á styrk eftir reglum háttvirts styrk-útbýtingaráðs að vera búið að lifa í Winnipeg í sex mánuði áður en það fæddist! Annar fjölskyldu-faðir benti á ófrelsisbrennimerkið, sem styrk- þágunni væri samfara. Hann kvaðst ekki mega tvo eða þrjá daga úr bænum fara, án þess að gefa skýrslu um það, sem hver annar sökudólgur. Ef vinur hans tæki hann inn á ölstofu til að drekka með sér eitt glas af öli og eftirlitsmaður- stjórnarinnar væri þar fyrir og sæi sig, yrði hann kallaður fyrir styrkútbýtingar- ráð daginn eftir. Um fatnað sem styrkþegum er ætlaður, er það að segja að hann Ár ekki vara, sem að miklum notum kemur. Skóla- börn geta alls ekki notað hann vegna þess, að þau fyrirverða sig á meðal skóla- systkina sinna í honum. Karlmanna- fatnaðinn sætta einstöku sig við, þó ó- viröulegur sé; um kvennafatnaðinn þarf ekkert að segja . Hann mun í hús fæstra istyrkþega koma. Hvað sem um viðurværisstyrkinn hefir áður verið, er hann nú orðinn þessi, sem hér befir verið sagt frá. Frá því er hann var fyrst álitinn óumflýanlegur, hefir hann aldrei lægri verið en nú, þ. e. a. s. enn sem komið er. En að hann eigi eftir að lækka, þarf ekki að efa, því það er eindregin vilji beinhákarla peningavalds- ins í landinu, og Kingstjórnin dansar liðug og tindilfætt eftir þeirra pípu. En býst eg nú við að sagt verði, styrk- þegar eru vanþakklætis skítir og mega vera þakklátir fyrir það, sem að þeim er rétt, hversu lítið sem það er. Þetta segja margir auk peninga-gissura landsins, sem ekki hafa orðið eins hart leiknir af atvinnuleysinu og styrkþegar. En um það að styrkþegar séu þess valdandi hvernig komið er og að þeim sé um ó- hamingju sína að kenna, er mál, sem varlega skyldi talað um. í hinum misk- unarlausa kappleik sem um auöinn var og er háður, hlaut einhver að tapa. Allir kappleikir enda með þvl, að einhverjir tapa. Hvaða Pétrar eða Pálar þaö voru skiftir ekki máli. Fyrir þeim sem nú eru styrkþegar, vakti aldrei annað en að afla sér framfærslueyris síns með vinnu. Eins lengi og vinnu ekki þraut, gekk alt vel. Margir á viðurværisstyrk eru nú aldraðir menn. Þeir höfðu margir hverjir slitið sér út og voru að því komnir, að setjast í helgan stein eða’ í horn hjá bömum sín- um. En þegar atvinnan fór svo út um þúfur, og böm þeirra uppkomin fá ekkert að gera, var ekki í það hús að venda og ekki að furða, þó færi eins og fór. Fjöl- skyldufeðurnir sem nú þiggja viðurværis- styrk, höfðu sveizt blóðinu við að leggja grundvöll þann, er veigamestur er og verður til þrifa þjóðlífi þessa lands, já höfðu lagt þann grundvöll, er mörgum sinnum var meira virði en nokkuð það, er eftir blóðspgur peningavaldsins liggur, sem nú hafa stöðvað og læst í þann læð- ing athafnalíf landsins, með valdi pening- anna og sakir dýrslegrar græðgi í hugs- unarhætti, sem vafamál er að leystur verði fyrir Ragnarök siðmenningar nú- tímans. Og heitasta ósk þessara öldnu manoa er enn sú, að mega leggja af stað út í stríðið og baráttuna á ný fyrir brauði, ef þess væri kostur, en ekki að lúta að því, sem blóðmarkar þá sem úrhrök þess mannfélags, er þeir hafa fórnað sér fyrir og þar sem þeir áttu fyr við það frjáls- ræði að ibúa, er ærlegum mönnum sæm- ir. Það kann að þykja einkennileg hag- fræðis skoðun að halda því fram, að sá. sem aðeins stritar fyrir brauði sínu, sé landinu þarfari en sá, er fyllir kistur af penginum. En það mun þó nær því sanna. Það er oft ibent á kostnaðinn, sem framfærsla atvinnulausra hafi í för með sér. Það er satt, hún er nokkuð mikil. En stjómir, sem um 45 cents taka af hverjum dollar fyrir það að koma h'feyri atvinnulausra til skila, ætti ekki um kostnaðinn mikið að tala. Hann er fyrir ráðslagið á útbýtingunni hvernig sem fer helmingi minni til atvinnuliausra en hann er sagður. Það er og ekki kostnaðurinn sem hér skiftir mestu máli. Hví skyldu menn um hann fást meðan þjóðin greiðir möglun- arlaust í vexti af bæja- fylkja- og land- skuldum sínum meira á einu ári en nem- ur öllum tekjum sambandsstjórnarinnar á tveim árum? Það sem um er að ræða, er í þess stað það, hvort þetta land sem áður var snauð- um athvarf og fjötruðum frelsi, sé nú komið svo í klær peningavaldsins, að sá sem á handafla sínum hefir ofan af fyrir sér, sé hér nú óalandi og óferjandi. Það eru ekki þeir einir sem í dag eru styrk- þegar, sem þetta efni áhrærir. Það er framtíð almennings í þessu landi, sem á því veltur, hvort haldið verður áfram að svelta nienn og ala hér upp æsku með beinkrömum og öðrum verksummerkjum skorts og fátæktar. Til þess að sannfæra þá um þetta, sem öllu ráða um það, 'hve viðurværisstyrkur- inn er mikill, og það eru Mr. King, Mr. Bracken og Mr. Queen, vildum vér leggja til að þessir herrar, sem nokkrar þúsundir tekna hafa hver á ári, reyndu í tvær vikur að lifa á því, sem hver styrkþegi verður að draga fram lífið á. Ef þeir kæmust ekki eftir það á snoðir um að þeir væru ekki að breyta eftir boðinu: “Alt sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera”, er affarasælast fyrir þá, að taka kosningaréttinn af þeim, sem einhvern sannleik og réttlæti halda í þeim orðum falinn. LÍFLÁTSDÓMAR Það kann að vera spor í mannúðar átt, eins og þingmennirnir í Ottawa segja, að lífláta sakamenn í klefá fyltum bannvænu lofti, í stað þess að hengja þá á gálga, en satt bezt að segja vekur hvert orð sem um slíkt er mælt, hvort sem á þingi er eða þess utan megnustu óbeit hjá íslend- ingum og þeim öðrum hér sem komnir eru frá þeim þjóðlöndum, sem litu fyrir nærri hálfri öld á líflátsdóma, sem leifar af villimensku og námu þá úr lögum, villimensku sem haldið er við af blindum vana einum saman eins og ótal mörgu öðru dýrslegu í siðmenningu flestra eða allra þjóða. Vangaveltur yfir því hvernig murka eigi lífið úr þeim, sem brotlegir eru dæmdir við þjóðfélagið, er í augum slíkra manna lágmark eða met lítilmótlegs 'hugsunarháttar. Frá þeirra sjónarmiði er aðeins ein hlið til á þessu máli, sem verið er að ræða á sambandsþinginu. Og hún er sú, að afnema lífslátsdóminn. Til hvers eru lífátsdómar? Svarið mun hjá flestum verða, að þeir séu til verndar þjóðfélaginu til viðvörunar og hegningar. Sem vernd eru þeir ekki nauðsyn- legir vegna þess, að þjóðfélagið, er eins trygt fyrir frekari hættu af þeim seku í fangelsi eins og þó þeir væru dauðir. — Viðvörun virðast þeir heldur ekki mikil, því glæpirnir, sem þeir eiga að koma í veg fyrir, eru fleiri í þeim löndum, sem lífsátsdóma hafa en hinum, sem hafa þá ekki. En um þá sem hegningu er það að segja, að þeir geta þar auðvitað komið að notum og fullnægt grimd og hefnigirni þjóðbræðranna, og sem bezt þá með því, að gera aftökuna sem kvalafylsta. Nú virðist það þó ekki hugmyndin, með breytingunni, sem verið er að skeggræða um á sambandsþinginu, heldur það gagn- stæða. Líflátsdómar ná nú aðeins til höfuð- glæpa, morða. Áður voru menn teknir af lífi fyrir smávægilegustu brot gegn lögum og venjum þjóðféagsins. Lífláts- dómar hafa því farið þverrandi unz þeir áhræra nálega engin lagabrot önnur en morð. Og líflátsdómum er nú einnig iðu- lega breytt í æfilanga fangelsisvist. Að afnema nú þann dóm með öllu, virtist því liggja nær, en flest annað, úr því farið var að hreyfa eða káka nokkuð við það mál á löggjafarþinginu. Það er nú orðið almenn skoð- un, að það eina sem útrými glæpum og lagabrotum, sé strángt lögreglueftirlit og óhlut- drægir dómstólar, en ekki líf- látshegning. Það virðist margt benda til þess, að þetta sé nær hinu sanna. I Canada ætti að afnema iíf- látsdóm nú þegar. Þjóðin er orðin það andlega þroskuð og vel hugsandi, að hún mundi feg- in vilja vera laus við að horfa lengur á þá viðurstyggilegu sjón, sem opinberar hengingar eru. Lög lands|ins er engin vandræði að vernda án þeirra. Gálginn ber það með sér hvaðan hann er uppirunninn, að bann er arf'ur frá menningar- snauðri og barbariskri öld. TIL VESTUR-ÍSLENDINGA Þegar um þýðindgarmikil mál, isem almenning snertir er að ræða þá er það skylda allra hlutaðeigenda að skýra frá öll- um málavöxtum hreint og greinilega, svo að hægt sé að átta sig á gildi þeirra. Eitt af slíkum málum er skólamálið. Skólamálið er ekki nýtt mál, það er 22 ára gamalt — komið til aldurs, eins og sagt er um æskumenn, þrátt fyrir Ihinar einkennile&ustu andstæður sem nokkurt af hinum meiriháttar málum vorum Vestur-íslendinga hefir átt við að stríða. Það er með öllu óþarft, að rifja upp sögu þessa máls frá byrjun. Samhentni manna og vonir um það í ibyrjun. Þroska skólans inn á við og út á við. Andstöður kirkjunnar manna á síðari árum og síðast afneitun kirkjuflagsins lúterska og ís- lenzka á skólanum og skóla- málinu á síðasta kirkjuþingi, menn vita alt þetta, en Iþað eru afleiðingarnar af samþykt þeirri sem '1 þarf að minnast og sem öllum Vestur-íslendingum þurfa að verða Ijósari. iSamþyktin sem gerð var á síðasta þingi lúterska kirkjufé- la&sins var í stuttu máli sú, að losa kirkjufélagið við skólann og alla ábyrgð á honum, og málum hans. Með öðrum orðum, það á- kvað að hætta að starfrækja skólann og fól skólanefndinni að verða af með eða selja eign- ina og losa fél. við hana ef unt væri. Með þessari samþykt var hinum mesta vanda hrundið á herðar skólanefndarinnar. Sam- kvæmt samþyktinni var henni aðeins heimilað, að selja og það reyndi 'hún, en kaupendur að eigninni fengust engir, fyrir það verð, sem þurfti til að leysa kirkjufélagið við alla fjárhags- le&a lábyrgð. Þriggja ára skatt- ur stóð á móti eigninni, að upp- hæð $1,900 og bærinn hótaði að selja hana ef á þeirri upphæð yrði ekki grynt. Lánfélagið kraföist borgunar á parti af veðskuldinni sem þá var um $4,500.00 og ekki aðeins hótaði málsókn, heldur litlu síðar seldi innheimtu á skuldinni í hendur málafærslu mönnum sínum og fyrirskipun um að höfða mál gegn ábyrgðarmönnum þeim sem á bak við lánið stóðu. Kennarahnir allir sem fvið skólann voru árið áður, at- vinnulausir sökum þess, að af- stöðnu kirkjuþingi, eða um það leyti árs, eru öll kennaraem- bætti veitt hér í fiylkinu. Annar vetur fyrir dyrum og óumflýj- anlegt, að hita skólabyg&ing- una, eða eyðileggja hana að öðrum kosti. Á þessu geta menn séð, að það var ekki auð- hlaupið að því að framkvæma fyrirskipun kirkjuþingsins, þótt ekki væri á málið litið nema frá hinni ytri hlið þess, því vitan- legt er það öllum, að enn eru margir á meðal Vestur-íslend- inga sem telja það ekki aðeins skaða frá menningarlegu sjón- armiðij ef skólinn yrði að falla, heldur Mka óbætanlegur hnekk- ir, á sóma vorum og menning- arþroska. Hvað átti skólanefndin, að gera undir þessum kringum- stæðum? Hún gerði það eina sem hugsanlegt var sóma henn- ar og málinu samboðið. Hún leitaði til þeirra íslendinga, utan kirkjufélagsins óg innan sem líklegastir voru til þess, að nota þetta, mál á líkan, eða sama ’hátt og þeir menn gerðu er fyrir skólahugsjóninni börð- ust í fyrstu, og sjá og skilja, að stofnanir þær, isem eru reistar af óei&ingjarnri umönnum fyrir velferð og virðingu ifslenzks fólks í þessari heimsálfu eigi ekki að Ifalla með ifyrirlitning heldur standa og starfa, þar til þær að lokum verða að heildar eining þjóðanna sem íslending- gr sjálfir hafa hjálpað til aö mynda. Nefndin leitaði til þeirra manna, með Iþeirri afleiðing, að veðlbréfið sem lánfélagið hélt á skóla eigninni, ,að upphæð $4,770.00 er nú komið í hend- ur skólanefndarinnar. Lánskuld- in sem á eigninni hvílir nú er aðeins $1250.00 sem taka varð að láni til þess að borga lánfé- laginu að fullu. Hitt alt hafa þessir menn, sem að framan er minst á last fram sjálfir, að undanskildum $1,270.00 sem lánfélagið gaf eftir af veðskuld- inni, sem þeir er fyrir félaginu standa tóku fram, að væiri tillag frá félaginu til stofnunar sem viðurkend væri bæði þörf og nytsöm. Menn þeir, sem þannig hafa hlaupið undir ibagga í þessu máli eru einráðnir í því að láta skólann halda áfram, með sama fyrirkomulagi, og verið hefir, en á óháðum grundvelli. Halda honum áfram sem stofnun ís- lendinga í Vesturheimi oS trúa því ekki, að Vestur-íslendingar sjái ekki sóma skólans borgið 1 framtíðinni. Aðsókn að skólanum í ár hef- ir mátt heita ágæt — svo að skólagjöldin nægja til þess að iborga kennara laun, og allan kostnað við skólann, að undan- skildum lán og skatt kostnaði, svo ef hægt verður, sem von- andi er, að borga upp skatt- skuldina og það sem eftir er aö lánskuldinni, þá væntanlega verður ekki iþungt að standa. straum af skólanum framve&is. Það hefir verið á tilfinningu manna undanfarið og er líka á tilfinningu Iþeirra manna sem að velferð skólans eru að vinna, að í framtíðinni eigi eftir að rísa upp kennara embætti í ís- lenzkum og norrænum fræðum við liáskóla Manitobafylkis og einn liðurinn í áframhalds starf- rækslu þeirra lí isamlbandi við Jóns Bjarnasonar skóla, er að hann haldi áfram, að vera brú á milli jþessí væntanlega kennara embættis og dagsins í dag og þegar, að því kemur, eða ef að því kemur þá gangi eigur ékól- ans hverjar svo sem þær eru til styrktar þess embættis, isvo þeir sem nú hafa lagt fram fé til skólans, og þeir sem eiga eftir að gera það, eru í raun réttri, að leggja það til hins væntan- lega kennara embættis. Á þenn- an hátt og hann einan geta Vestur-lslendingar skilist heið- arlega við þetta skólamáU. Við höfum hér að framan rakið sög'u þessa máls eins og hún er nú komin. Nokkrir menn hafa lagt mikið á sig til að bjarga því úr vandræðum sem ekki virtust með heinu móti yfirstíganleg ,— en meira þarf ef duga skal. $3,150.00 eru enn eftir af skuldinni sem fyrir skemstu var $7,700.00, ,en þeirri upphæð verður að mæta um miðjan næsta mánuð. Kæru íslendingar, nú eru það einlæg tilmæli vor, að þið takið hönd- um saman við þessa menn sem nú hafa svo drengilega hlaupið undir bagga, og borgið þessa skuld. Ef margir taka þátt, þá

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.