Heimskringla


Heimskringla - 30.09.1936, Qupperneq 1

Heimskringla - 30.09.1936, Qupperneq 1
L. ÁR'GANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 30. SEPT. 1936 NÚMER 53. HELZTU FRÉTTIR Uppgjöf sveitaskulda í Saskatchewan-fylki !Síðast liðin* *n mánudag til- kynti forsætísráðherra Saskat- chewanfylkis, W. J. Patterson, að sveitum, sem harðast voru leiknar af þurkum og uppskeru- bresti, hefði verið veitt uppgjöf á skuldum er alls nema $75,- 000,000. Skuldirnar eru skattar, fram- færslulán og vextir á lánum. — Allar s.kuldir af þessu tæi, verða gefnar upp eða strykaðar út, ef eldni eru en frá 1. janúar 1935. ÍÞetta áhrærir 158 sveitir. Samningarnir sem fylkis- stjórnin hefir gert um þetta við lánfélögin, fela auðvitað meira í sér en þetta. Vextiir á lán- um frá 1. jan. 1935, verða lagðir við skuldina. Og alla skuldina, sem þá er ógoldin, verður að greiða á 10 árum, með einum þriðja af uppskerunni á hverju ári, nema því aðeins að hún verði afar lítil eða minni en 8 til 10 mælar af ekrunni að jafn- aði. Verður'þeirri ársskuld þá bætt við alla ógoldnu skuldina. Fylkisstjórnin mun ábyrgðar- full fyrir að samningar þessir verði haldnir. Þó gert sé enn sem komið er ráð fyrir að þessi mikla eftirgjöf á lánum nái aðeins til sveitafé- laga, er búist við að bæir verði hennar einnig aðnjótandi að einhverju leyti. Renta á lánum hefir verið færð uiður í 6% og er um það talað sem búbót. Hún hlýtur að hafa verið há áður. Enginn efi er á því, að þetta spor. sem þarna hefir verið stig- ið, veröur tii þess að greiða veg sveitanna. Og úr því farið er þannig að strika út skuldir, er líklegt — jafnvel þó þama standi sérstaklega á — að aðrar sveitir smitist af þessu og fari fram á, að þetta ráð sé víðar reynt. Meiri skattar í ræðu sem Hon. C. A. Dunn- ing, fjármálaráðherra Canada, hélt í Charlottetown s .1. föstu- dag, sagði hann óumflýanlegt, ef landið ætti að komast hjá tekjuhalla og safna ekki skuld- um, að leggja á nýja skatta. Við höfum sparað alt sem unt es. Eina úrræðið er nýr skattur, sagði ráðherrann. Frakkland víkur frá gullinnlausn Síðast liðna vi'ku réðist for- sætisráðherra Frakklands, Leon Blum í það, sem þjóðinni hefir lengi vaxið í augum, en það er, að lækka verð fránkans og víkja, sem England og flest önnur lönd, að nokkru frá gullinn- lausn. Gullgildi frankans var sam- kvæm,t lögum frá 1928 taliö 65.05 milligrömm (níu tíundu hreins gulls) en er nú um 43 til 49 milligrömm. Afleiðingin af þessu er sú, að verð frankans er nú svipaðra gullverði peninga annara landa, svo að hægra er en áður að verðfesta peninga fleini þjóða, enda er sagt, að nokkur lönd, svo sem Sviss, Holland, Grikk- land og Latvía, hafi breytt gull- gildi peninga sinna í samræmi við þetta. England og Banda- ríkiin munu vinna með Frakk- landi að víðtækri verðfestu pen- inga. Frakkland verður að líkind- um að setja einhverjar reglur fyrir, að verð vöru og vinnu- laun haldist í samræmi við þessa breytingu á verði pening- anna. Frakkland gerir ráð fyrir au'knum viðskiftum af þessu, vegna þess að verð vöru þeirra lækkar. En við samkepni af þeim sökum virðast hvorki Bret- land né önnur lönd neitt smeyk. Nærri 160 miljón dollara tekjuhalli í Canada Á fjárhagsárinu, sem lauk 31. marz. 1936, er tekjuhalli sam- bandsstjórnarinnar $159,989,559 samkvæmt því er frá er hermt í nýútkomnu hefti af ritinu Can- ada 'Gazette. Allar tékjurnar á árinu námu $372,542,039, en útgjöldiin $532,- 531,589. Öll skuld Canada var í lok fjárhagsársins (31. marz), $3,- 492,893,427. (Um 3£ biljón doll- ara), að viðlögðum áminstum tekjuhalla (160,000,000). Helztu tekjugreinar voru inn- anlands skattur $112,733,084. Tekjuskattur $82,709,802. Toll- tekjur $74,004,599 og excise duty $44,409,797. Tekjur póst- húsa $32,507,888. Gróði af fé lögðu í eitt eða annað $10,614,- 124. Radiio-leyfi $1,574,431 o. s. frv. Aðal-útgjöld auk stjórnar kostnaðar eru vextir af þjóð- iskuldinni $134.549,161. Sérstak- ar útborganir (framfærslustyrk- ur, til atvinnubóta og til hveiti- samlagsins) $102,047,284. Tekju halli C. N. R. kerfiisins $50,000,- 000. Til þjóðhersins $17,122,- 230. Til fylkjanna (subsidy) $13,768,953. Til opinberra verka $12,945,277. Fólksinnflutningur Borgarstjórinn í London á Englandi, sem boðdð- var að •heimsækja Vancouver-borg á 50 ára afmæli borgarinnar, er nú á leiðinni heim til London úr þeirri heimsókn. í Montreal lét hann í ljósi við fregnrita að það sem Canada vanhagaði mest um, væri auðsjáanlega fleira fólk. Hann kveðst hafa g?rt upp í huga sínum, efbir að hafa farið ofurlítið um British Col- umbia og Alberta-fylkin, að þar væru framleiðslumöguleikar fyrir 100 miljóniir manna. Það getur nú verið að þeim missýn- ist, sem koma úr Lundúna- þrönginni út í víðsýnið hér. En hver veit nema eitthvað sé satt í þessu. Það er ekki alt sem sagt er um Canada eins miklar öfgar og ætlað er. / Mesta uppskera Bóndi nokkur í Alberta, Adam Marks að nafni, hlaut á þessu hausti 60 mæla af hveiti (Red Bobs Wheat) af ekrunni. Jörðin sem hann býr á, er milli Bremn- er og Fort Saskatchewan, norð- vestur af Edmonton. Það var á akurbletti — 11 ekrur að stærð, sem upps'keran var svona mikil. Er þetta mesta upp- skera, sem frézt hefir af á þessu hausti. ' Frá Spáni Allra síðustu fréttir frá Spáni eru þær, að borgin Toledo hafi gefist upp og sé komin í hendur fascistanna eða uppreistar- manna. Borg þessi er skamt frá Madrid, höfuðborginni, og um hana er talað sem síðasta á- fanga uppreistarmanna þangað. Það fer því að líta illa út með Madrid síðasta vígi stjórnarinn- ar; er fullyrt að fjölskyldur sumra ráðgjafa stjómarinnar hafi flutt úr borginni og buriu úr landinu. Síðast liðinn laugardag var og sagt að Anzana forseti spánska lýðveldisins, væri að gera ráð fyrir að sigla burtu frá Spáni með skipi frá Argentínu, en í annari frétt var hermt, að hon- um væri haldið sem fanga í Madrid. Til þess gæti aðeins verið sú eina ástæða, að honum og for- sætisráðherranum nýja, Largo Caballero, sem forustu hervam- anna hafa með höndum, hafi greint á. Og því hefir einnig verið hreyft í fréttum frá Spáni, að forsetinn telji tíma kominn til að gefast upp, en forsætisráð- herra skoði ekki alla von úti enn. Del Vayo, fulltrúi Spánar í Þjóðabandalaginu, sagði á fundi bandalagsins nýlega, að hlut- leysi þjóðanna í Spánarmálun- um, hefði stórhnekt spönsku stjórninni, það hefði stöðvað vöru-innflutning til landsins og ollað hungursneyð, en uppreist- armenn hefðu eftir sem áður fengið sínar vistir hindrunar- laust frá bæði fascistum og naz- istum. Hann benti og á, að bardaginn á Spáni, væri bardagi milli tveggja stefna, lýðræðis og einræðis og snerti allar þjóðir jafnt, þó blóðvöllurinn væri nú sem stæði Spánn. Alt bendir því tO, að Spánar- byltingunni muni á einn veg ljúka, með sigri fascista. LANDSTJÓRI ÞAKKAR MÓTTÖKURNAR Á GIMLI Hr. Jón Laxdal, formaður móttöku-nefndar við komu landstjórans til Gimli, 21. sept. hefir meðtekið bréf það er hér með fylgir frá einkaritara land- stjórans. Þar sem æskt er eftir í bréfinu,. að íslendingum séu fluttar þakkir landstjórans fýrir móttökurnar, hefir hr. Laxdal beðið blöðin að birta það: Governor-Generals Trarn, Canada, sept. 24 Jón Laxdal, Chairman of the Reeeption Committee, Gimli, Man. Dear Mr. Laxdal: I am desired by the Governor- General to thank you very much for the excellent arrangements m,ade in connection with his visit to Gimli September 21st. Would you kindly convey to all concerned an expression of His Excellency’s warm appreciation. Your sincerely (Signed) C. B. REDFERN, Secretary to the Governor-General “AÐ NORÐAN” sjötta kvæðabók Daviðs Stefánssonar Viðburðirnir í bókmentum okkar eru fáir á hverju ári. Ný kvæðabók eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi er einn þeirra. Bókin, sú sjötta kvæöa- bók, sem hann hefir gefið út, heitir: Að norðan. Þessi fáu orð verða ekki rit- dcimjur um bókina, aðeins til þess að benda lesendunum á að bókin er komin á markaðinn, og láta þess getið í leiðinni, að þeir, sem leitað hafa og fundið á- nægju í ljóðum Davíðs, finna það ékki síst í þessani bók. Þeir, sem spáðu því einhvern- tíma, að Davíð þyldi ekki full- orðinsár, að æskan og gáskinn DR. JÓN STEFÁNSSON DÁINN Síðast liðinn þriðjudag lézt á General Hospital í Winnipeg einn af víðkunnustu læknum og ágætustu mönnum í hópi þjóðar vorrar hér vestra, Dr, Jón Stefánsson, augnlæknir. Orsökin til dauða hans var lungnabólga. Tók hann veikina viku áður og var fluttur á sjúkra húsið s. 1. fimtudag. Snemma á þriðjudagsmorgun lézt hann. Vestur-íslendingar eiga þar ekki einungis á bak að sjá við- urkendum lækni, heldur einnig góðum dreng. Dr. Jón Stefáns- son naut þeirrar virðingar og vinsældar í hugum, þeirra, að þeir munu fáir vera, sem ekki finna til saknaðarins við lát hans. Dr. Jón Stefánsson var fædd- ur 10. ágúst 1878 á íslandi, en kom með foreldrum sínum 10 ára gamall vestur um haf. Sett- ust þeir að í Cypress-bygð og var Jón í foreldra húsum þar til að hann tók að stunda nám í Winnipeg, fyrst á Wesley-skóla og síðar í læknadeild Manitoba- háskólans. Lækningar byrjaði hann fyrst hjá Dr. J. Prowse, kennara sín- um og sérfræðingi í augna, eyrna og kverka-lækningum. I tvö ár stundaði hann ennfrem- ur nám í háskólum í Evrópu, London, Glasgow, Vín og Berlín. Að því loknu byrjaði hann lækn- ingar á eigin spýtur. Fyrir uppskurð er hann gerði við vissri augnveiki ‘glaucoma’, varð hann frægur á meðal lækna í sinni grein um allan heim. Hafði enginn áður gert slíkan skurð. En sú aðferð reyndist vel og er nú algeng. Árið 1916 giftist dr. Jón Stef- ánsson rússneskri konu af háum ættum Joanna Philipowska. Dó hún 1932. Eignuðust þau tvö börn, er bæði eru á lífi, Nichol- as, 15 ára og Mariha 10 ára. Skyldmenni dr. Jóns Stefáns- sonar önnur eru Jón bróðir hans, bóndi í Tyndall, Mani- toba, og sytsir Mrs. J. Cryer, 105 Olivia St., Winnipeg. Enn- fremur tveir hálfbræður, Óli og Harold í Cypress River og ein hálfsystir, Mrs. A. Blöndal, kona dr. A. Blöndals í Winnipeg. Dr. Jón Stefánsson hafði um nokkur ár kent við læknadeild Manitoba háskóla. í félagsmálum íslendinga tók Dr. Jón, Stefánsson ávalt mik- inn þátt. Hann var um mörg ár ritari skólanefndar Jóns Bjarnasonar skóla. Hann unni þjóðerni sínu og flutti iðulega fyrirlestra í þjóðræknisdeildinni “Frón” í Winnipeg. Hann var og oftast í stjórnarnefnd elli- heimilisins á Gimli. Jarðarförin fer fram næst- komandi laugardag kl. 2.15 e. h. frá Fyrstu lút. kirkju á Victor stræti. væri aðal ljóðlindir hans, hafa farið með hrakspár. Ljóð reynda og fullorðna mannsins verða landsmönnum engu síður kær- komin, en þau, sem hann orti á yngra skeiði. Það sýnir best bókin sú arna. Daví^ Stefánsson er þjóð- skáld okkar, ekki síst sakir þess, að hann yrkir um áhrif frá at- burðum líðandi tíma, skynjar undirvitund þjóðlífsins eins og því er lifað, dregur fram það, sem máli skiftir og færir í þann elskulega búning, að hverju mannsbarni verður ljóst af tungu hans, það sem augað kannske daglega sér, en óþrosk- uð skynjun almennings aldrei getur fest í huga af sjálfsdáð- um. í ljóðum slíkra manna speglast þjóðlífið með tilbrigð- um sínum. (Slík skáld eru samvizka þjóð- arinnar, leiðbeinendur, refsend- ur, hluthafar í hvers manns sorg og gleði. En svo yrkir Davíð líka, eins og við vitum oft rétt eins og fyr- ir sjálfan sig, þegar hann rifjar upp fornar sagnir og klæðir gamlar rökkursögur í æfintýra- búning hugkvæmnii sinnar og orðsnildar. Sveitin og vorið eru enn mjög ríkjandi í ljóðagerð hans. En yrkisefni eru sem fyrr mörg og fjölskrúðug. Frá vorinu og sveitinni, yrkir hann m. a. “lofkvæðið um kýrn- ar”, en minnist svo á “snjó- mokstur” atvinnuleysingjanna á mölinni, lýsir “skrifstofubákn- inu”, á skipulagsöldinni og staldrar við, þar sem hann kem- ur auga á “Líkið í fjörunni”, napurt kvæði. Hann yrkir um “Bæinn við Fjörðinn”, þar sem ýmsu er á- bótavant, en fegurð svo mikil, að þar “gætu menn numið af náttúr- unni einni, að njóta lífsins — fagna af öllu hjarta”. Og “Höfuðborgin” fær sitt kvæði um það, hvemiig hún á að vera og hvernig hún á ekki að vera. Þarna eru þjóðsöguljóð og margt fleira. Þama er kvæði “Til móður minnar sjötugrar”, því um móður sína hefir Davíð altaf verið að yrkja, frá því hann byrjaði ljóðagerð.—Mbl. ÍSLANDS-FRÉTTIR eftir Mbl. f VopnafirSi hefir heyskapur gengið vel í sumar. Fiskafli hefir verið frem- ur tregur, en bætt úr, að togar- ar hafa keypt bátafisk, alls á þriðja hundrað smálestir. Að- faranótt 1. og 2. þ. m. var hörkufrost í Vopnafirði og í gærmorgun hvítt af snjó ofan í bygð.—4. sept. * * * Æfisaga Jónasar Hallgrímssonar 1 5. bindi af ritum Jónasar Hallgrímssonar, sem nú er ný- komið út, er mjög ítarleg æfi- saga skáldsins, rituð af Matth. Þórðarsýni. Kemur hér margt fram í dagsljósið, sem fæstum var áður kunnugt, enda er Matthías manna fróðastur um Jónas og hefir unnið að nitum hans um mörg undanfarin ár. * * * Stefano Islancþ í SvíþjóS Khöfn. 9. sept. Stefán Guðmundsson söng- maður hélt hljómleika í stærsta hljómleikásal Gautaborgar í gærkvöldi, fyrir fullu húsi. — Morgunblöðin skrifa um hljóm- leika Stefáns, og ljú’ka á þá miklu lofsorði . Göteborgs Posten segir, að það sé áhættulaust að spá þess- um unga íslenzka söngmanni glæsilegrar framtíðar. * * * LakkrísgerS og pappírspokar Blaðamönnum var í gær boð- ið að skoða nýtt verksmiðjuhús, er stendur í hinu væntanlega verksmiðjuhverfi Reykjavíkur- bæjar, inn við Vitastíg nr. 3. Húsið er myndarlegt tvílyft steinsteypuhús, með kjallara, að stærð 20X12 metrar. SÆMD GULLMEDALÍU Elva Pálsson var sæmd gullmedalíu af kon- unglega hljómlistar skólunum í London á Englandi, fyrir að skara fram úr öllum keppi- nautum sínum í Canada við hljómlistar prófin síðast liðiö vor. Þetta er í fyrsta sinni sem íslendingur hefir hlotið þenna heiður. Elva er 14 ára gömul og stundar hljómlistarnám sitt hjá föður sínum Jónasi Páls- syni. í húsinu eru tvö íslenzk iðn- fyrirtæki, lakkrísgerð og papp- írspokagerð. Hið síðar talda er á efri hæð hússins. Tó’k það til starfa fyr- ir skemstu, og er nefnt Pappírs- pokageröin h.f. Eigandi þess og forstjóri er Herluf Clausen stór- kaupmaður. Verkstjóri er norsk- ur maður, og kom hann hingað með vélarnar, sem eru keyptar frá Noregi. í verksinýðjunni starfa alls 12 manns, 8 stundir á dag. Getur verksmiðjan framleitt alt að 250 þús. pappírspoka daglega, af öll- um stæröum. Hefir verksmiðjan nú fram- leitt um 1£ miljón af pokum, og er þegar farin að selja vöruna hér í bænum, en þó mest úti á landi. Lakkrísgerðin, -sem- Holger Clausen er framkvæmdastjóri fyrir, er á neðri hæð hússins. Hefir sú verksmiðja verið starf- rækt í tvö ár, og er þar fram- leidd allskonar girnileg lakkrís- vara, “pípur”, borðar, kúlur, lakkrísmentol o. fl. o. fl., sett í snotrar umbúðir og selt úti um alt lands. Er eftirspum mjög mikil eftir vörunni, og hefiir verksmiðjan vart getað fullnægt þörfum vtiðskiftavina til fulls síðan hún tók til starfa. Um 11 manns hefir atvinnu við lakkrísgerðina.—Mbl. * * « Miss Dorothea Eriksson heitir ung vestur-íslenzk stúlk^,, sem nýlega er komin hiingað til bæjarins ásamt móð- ur sinni. Hún er fædd og upp- alin í San Diego í Califomíu, en foreldrar hennar eru bæði ís- lenzk. Miss Eriksson hefir orð- ið svo hrifiin af landi forfeðra sinna, að hún hefir ákveðið að dvelja hér í vetur. Ætlar hún að taka að sér kenslu í ensku og spænsku svo og píanóleik í heimahúsum. Miss Dorothea Eriksson hefir hlotið beztu ein- kunn í skólum og hlotið verð- laun í námssamkepnum vestra. Móðir Miss Eriksson er mág- kona Jóns Ólafssonar banka- stjóra.—Mbl. Björn Eggertsson kom til bæj- arins síðast liðna viku í verzl- unar erindum.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.