Heimskringla - 30.09.1936, Side 4
4. SÍÐA*
HEIM8KRINGLA
WINNIPEiG, 30. SEOPT. 1936
íticimsla'tngla
(Stofnuð 1ÍS8)
Kemur út á hverjum miBvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
153 og SS5 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsímis 86 537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyTlrfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
311 Tlðskifta bréí blaðinu aðlútandl sendlrt:
Manager THK VIKINO PRESS LTD.
S53 Sargent Ave., Winnipeg
RiUtjÓri STEFÁN KINARSSON
Utanáskrijt til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskxingla” is publiahed
and prlnted by
the viKitra prese ltd.
S53-SSS Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 88 637
WINNEPBG, 30. SEPT. 1936
“ÍSLENDINGAR VILJUM VÉR
ALLIR VERA”
Pyrir tveim árum hóf hér íslenzkt
barnablað göngu sína. Það heitir “Bald-
usrbrá”. Útgefendi þess er Þjóðræknis-
félagið. Rátstjórinn er dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson, sem hiklaust má segja um, að
betur láti að skrifa fyrir börn en nokkrum
öðrum núlifandi Íslendingi. Blaðið kem-
ur út tvisvar í mánuði eða um 26 tölublöð
á ári og kostar árgangurinn 50c.
Það var alls staðar vel rómað er blaðið
fór af stað. Þröf þess var hverjum
manni auðsæ. Það sem skrifað er fyrir
byrjendur, verður að vera hér skrifað og
sniðið eftir högum og háttum, sem börnin
sjá í kringum um sig.
En áhugi foreldra fyrir að fullnægja les-
þörf barna, hefir ekki reynst eins mikill
og við hefði mátt búast. Eftir því sem
ráðsmaður blaðsins, Mr. B. E. Johnson,
skýrir frá, eru kaupendur blaðsins nú að-
eáns 316. ’ Þeir eru nærri helmingi færri
en fyrra eða fyrsta árið, sem það var gef-
ið út. Það mun að vísu gert ráð fyrir, að
kaup á blaðinu séu endumýjuð með fyrir-
fram greiðslu á verði þess, eða tilkynn-
ingu um það, en þar sem þetta getur ekki
skoðast óyfirstíganlegur þröskuldur, verð-
ur ekki öðru en áhugaleysi um það kent,
hve blaðið hefir litla útbreiðslu.
Það hefði verið ofur sanngjarnt að bú-
ast við að blaðið yrði keypt til að byrja
með á 1200 heimiilum; það er ekki helm-
ingur þeirra heimila, er vikublöðin ís-
lenzku eru gestir á. En svona er það, að
út úr átta til níu þúsund íslenzkum heim-
ilum hér vestra, sem gera mætti ráð fyrir
að helmingurinn af að minsta kosti væri
alíslenzk og íslenzka væri töluð á, kaupa
aðeins 300 blað, sem ekkert barn, af ís-
lenzku bergi brotið, ætti að vera án. Orð-
án, sem yfir þessari grein standa: “íslend-
ingar viljum vér allir vera”, eiga ekki illa
við vestur-íslenzka foreldra, sem annað
eins láta um sig spyrjast og þetta, þegar
verið er að reyna að gera alt sem unt er
til að sameina Islendinga um viðhald ís-
lenzkrar tungu, eitt mesta velferðarmál
þeirra og það málefnið, sem þeim ætti að
vera öllum öðrum hjartfólgnara.
Fyrsta tölublaðið af þriðja árgangi
“Baldursbrár”, kemur út innan skamms.
Ættu vestur-íslenzkir forelrdar ekki að
láta undir höfuð leggjast að kaupa blaðið,
og styðja iqeð iþví þá tilraun, að draga
hugi íslenzkra barna að íslenzku lestri.
Áhugaleysi þeirra eða afskiftaleysi, í því
efni, er ekki bótmælandi neinum sönnum
íslendingi.
KING OG ATVINNUBÆTURNAR
bótinni, sem búist var við að hlaupandi
kæmi á móti mönnum eftir að Bennett
væri farinn frá völdum.
En hvernig hefir svo reitt af í atvinnu-
málinu, síðan King kom til valda? í þess-
um bæ hefir giftum styrkþegum fjölgað
talsvert. Um tölu ógiftra atvinnulausra,
er það að segja, að hún hefir hækkað úr
2000 í alt að því sjö þúsund. Á atvinnu-
stjórnarbúunum voru úr þessu fylki um
2000 manns. Eftir að þau voru afnumin,
jókst talan við matborð hins opinbera
(dining hall) í þessum bæ um helmjng
Nú er hún orðin nærri tveim þriðju hærri
en 1935. Sambandsstjórnin ætlaði að út-
vega þessum mönnum úr atvinnubúunum
vinnu hjá járnbrautarfélögunum og bænd-
um. Hvorugt af þessu hefir henni lánast.
Menn hafa ekki getað að boðinu gengið,
enda mátti það heita, að selja verka-
mennina í þrældóm. Járnbrautarfélögin
hafa auk þess verið af og til að vísa fasta-
vinnufólki sínu úr vinnu, sem aðeins vann
þó 17 daga í mánuði. Þau virðast því
aldrei hafa haft vinnu aflögu. Hafi stjórn-
in gefið járnbrautafélögunum með þeim,
sem, þau áttu að veita atvinnu, er það nú
víst, að það hefir ekki hækkað í vasa
verkamanna neitt við það.
En þegar að ræða er um atvinnuleysi,
má ekki gleyma því, að tölur stjórnarinn-
ar sýna aðeins þá, sem skráðir eru- at-
vinnulausir. En það fer mjög fjarri því,
að allir atvinnulausir séu þar taldir.
Nokkrir menn hófust handa og heim-
sóttu hvert hús á einu stræti þessa bæjar
á alllöngu svæði til að reyna að komast
að, hve margir væru atvinnulausir. Saga
þeirra var sú, að í nálega öðru hvoru húsi,
sem þeir komu í, var eitthvað af atvinnu-
lausu fólki, þó einn eða svo ynni. Hinir
atvinnulausu, eða fólk sem komið var á
aldur til að vinna, voru þetta frá 2—5 í
hverju húsi. Á einu heimilinu voru 3
drengir og 1 stúlka um tvítugs aldur eða
vel það. Öll höfðu börnin útskrifast af
miðskóa (Daniel Mclntyre Collegiate).
Einn drengurinn var 6| fet á hæð og
bræður hans voru einnig vel úr grasi
vaxnir. Systir þeirra var að samaskapi
efnileg. Fyrir þennan myndarlega ung-
mennahóp var ekkert að gera. Á öðru
heimili voru f jórir í f jöskyldu, alt uppkom-
ið fólk. Fjölskyldufaðirinn aldraður og
lasburða hafði láglaunaða vinnu, er nægja
varð til þess, að brjótast áfram af sjálf-
dáðum. Tvö börn þessa aldur-hnigna
föðurs, hafa gengið á verzlunarskóla að
loknu miðs'kólanámi. Annað bamanna,
hefir af og til í heilt ár unnið kauplaust til
þess að týna ekki niður því sem það hefir
lært á verzlunarskóla. En atvinnu hefir
hvorugt. Þessu lík var sagan sem flestir
höfðu að segja.
Fyrir þúsundum efnilegra æskumanna
í þessum eina bæ, er þannig ástatt.
Þannig hefir atvinnumálastefna Kings
blessast, að atvinnuleysið hefir aukist og
er heldur meira en fyrir einu ári og horf-
urnar á komandi vetri ægilegri en nokkru
sinni fyr. Að mikið bætist á þessu hausti
við atvinnuleysishópinn, má eiga víst.
King sagði ekkert um það, fyrir kosn-
ingar, að hann ætlaði að setja atvinnu-
lausa niður hjá bændum eða járnbrautar-
félögum. Hans stefna í atvinnuleysis-
málinu var sú, að efla erlendan markað
og með því efla viðskifti; atvinnubótin átti
að fylgja því. En jafnvel þó eitthvað
meira hafi verið selt út úr landinu af hrá-
efni, eða jafnvel bændavöru en áður, hefir
aftur meira fluzt inn af verksmiðju vöru.
En sé nokkuð til, sem atvinnu háir, er það
innflutningur slíkrar vöru. Hún er drep-
andi fyrir verkalýð bæjanna og það er
hann, sem mest kreppir að og mestrar
ásjár þarfnast.
í blaðinu Free Press var nýlega vikið að
því í ritstjórnargrein, að liberalflokkurinn
hafi öllu öðru fremur verið studdur til
valda vegna atvinnuleysismálsins. Kjós-
endur voru fræddir um það, að stefna
Kings í því máli væri miklu fullkomnari
og skjótvirkari en stefna Bennetts, 'sem
verið hefði bæði heimskuleg og seinvirk.
Aðstoðin sem fylkjum og bæjum var þá
veitt, var bæði sultarleg og dræmt úti lát-
in, að dómi blaðsins.
Það er eflaust satt, sem blaðið segir, um
það, að King hafði unnið kosninguna fyrir
loforð hans um bætur á atvinnuleysinu.
Stefna Kings í því máli var Heimskringlu
að vísu aldrei skiljanleg, en þar hafa ef-
laust margir séð henni lengra fram í tím-
ann. Og þar sem King er nú búinn að
vera fyllilega ár við völd og hefir haldið
þing, ættá að vera farið að bóla á atvinnu-
King afsakar þessa stefnu sína með
því, að vörur f'áist ódýrari með þessu. Það
er auðvitað hægt að kaupa ódýrari vörur
af Japan og Rússum, en annar staðar. En
að almenningur sitji að þeim hag fer mjög
fjarri. Þeir sem að honum sitja, eru auð-
félög þessa lands. Bezta sönnunin fyrir
því er sú, að vörur hafa talsvert hæk'kað
í verði á þessu ári í stað þess að lækka,
sem búast hefði mátt við, þar sem þær
vorn ódýrari en hér var hægt að fram-
leiða þær. En með skipulagsleysinu á
viðskiftunum eða sjálfræðinu, sem, auð-
félögunum er veitt, er ekki að búast við
að þetta geti öðruvísi verið.
Nýlega urðu styrkþegar í þessum bæ
að leita á náðir bæjarráðsins umað hækka
framfærslu styrkinn, vegna verðhækk-
unar á vöru. Bæjarráðið viðurkendi
undir eins að þessd krafa styddist við
raunveruleika. King sannfærist' og ef
til vill sjálfur um þetta, þegar hann verð-
ur beðinn að hækka tillag sitt vegna
þessa.
Gamla stefnan, að efla erlenda verzlun
eða viðskdfti virðist ekki lækning bölsins
stærsta í heiminum, atvinnuleysisins. Við
skifti hafa eitthvað aukist um heim allan
á síðast liðnum 18 mánuðum. En það
virðist ekki hrökkva, til og sízt af öllu
vera nokkur varanleg bót atvinnuleysis
meinsins. Á meðan einblínt er á þá stefnu
mun sannast á, að fátæka hafið þér hjá
yður. Sú stefa er ekki nógu róttæk til að
bæta ástandið. Hún hefir og rekið sig á
þann raunveruleika, að framleiðsla hverr-
ar þjóðar er að aukast, og af því leiðir að
slík verzlun hlýtur að dvína. Kreppan
heiminum undanfarin fimm ár stafaði að
miklu leyti af því, að framleiðslan var of
ör og viðskifta-fyrirkomulagið gamla gat
ekki við neitt ráðið. Það varð að mínka
framleiðsuna. En því. fylgdi atvinnutap
Og að eiga nú að bæta úr því með sama
lyfiinu og var orsök meinsins, er nokkurn
vegin eins heimskuleg lækningaaðferð og
hugsast getur.
En þetta er nú lækninga-aðferðin um
allan heim. Komi eitthvað sérstakt fyr-
ir, eins og að uppskera bregðist, eða eitt-
hvert landið verði fyrir sérstökum óhöpp-
um, getur það orðið til að auka eitthvað
viðskifti við það land. Til dæmis var
verzlun Canada við Bandaríkin á 7 mán-
uðum þessa árs nærri 12 miljón dölum
meiri en á sömu 7 mánuðunum árið áðu
(1935). En sú viðskiftaaukning stafaði
að nokkru leyti af því að fóðurlaust varð
fyrir skepnur í Bandaríkjunum og svo aí
hinu, að 11 miiljónum nautgripa var farg
að af stjóm Bandaríkjanna, sem var meira
en landið mátti við og varð því að kaupa
nokkuð héðan af nautgripum í staðinn.
En enda þótt þetta væri haganlegt cana-
diskum bændum, er það aðeins tilviiljun
ein og óvíst að nokkru sinni endurtaki
sig. Auk þess keypti Canada um 3 mil-
jónum meira af iðnaðarvöru í Bandaríkj-
unum á þessum sömu sjö mánuðum, en
þeir seldu, sem auðvitað takmarkaði að
svo miklu leyti iðnaðarstarf hér og at-
vinnu við það. Það stenzt því á það sem
vinst og hitt sem tapast með þessu og það
eitt er víst að í því er ekki fólgin lausn at
vinnuleysismálsins.
Við Bretland og nýlendur þess eru við-
skiftin heldur minni á þessum 7 mánuð-
um, en á sama tíma árið áður, en þau
hafa ofurlítið aukist við önnur lönd.
Með þessu er alls e'kkii verið að hafa á
móti auknum viðskiftum, ef einhver hefir
hag af þeim og þau eru ekki á kostnað
atvinnuvega landsins, að svo miklu leyti
sem hjá því verður komist. En gallinn á
þeim er sá, að þau eru það, þar sem ná-
Iega alt, sem innflutt er, er iðnaðarvara,
er hér hefði átt að veita atvinnu þeim,
sem sorglega eru hart leiknir vegna at-
vinnuleysisins.
Aukin hráefna-framleiðsla er að vísu
atvinnubót, en hún er það aldrei að sama
skapi og verksmiðjuiðnaður. Hvernig
Bretland, hráefnalaust land, veitir þegn-
um sínum atvinnu með iðnaði einum
saman, er gott dæmi þess, hver áhrif hans
eru til atvinnubóta.
Utanlandsviðskifti Canada nema 17%
af öllum viðskiftum landsins. Ef kaup-
geta verkalýðs og almennings hér væri
meiri en hún er, mundi alt sem hér er
framleitt vera keypt og ekki þy'kja of
mikið, ef framleiðslan væri skipulögð eftir
þörfinni. Er það ekki þess vert, að snúa
huga meira að þeim markaði, sem þannig
er til innan lands, en að vera að leita
hans út um allan heim, með litlum eða
vafasömum árangri?
Það er mjög oft talað um það, að nú-
verandi atvinnuleysi verði aldrei bætt —
það sé landlægt í hverju landii. Þetta er
meiri og hryggilegri sannleikur, en ætlað
er. Með núverandi lækninga-aðferðum
allra eða flestra stjórna heimsins, er eng-
in von um bata.
Það er þetta, sem er nú eitt mestg
hrygðarefni hins mentaða heims. En
meðan stjórnir um heim allan og þar á
meðal King-stjórnin okkar — láta auð-
valdið bólusetja samvizku sína til þess að
verða ekki fyrir neinum áhrifum af kveini
þjáðrar og undirokaðrar alþýðu, er hvorki
betri tíma að vænta fyrir almenning þessa
iands, né annara landa. Meðan útbýting
auðsins, sem almenningur framleiðir, er
háð lögmáli auðvaldsins, mun á þessari
þjóð sem öðrum sannast, að “fátæka
hafið þér hjá yður.”
JOHN VEDM, Jr.
Þessi ungi og efnilegi íslend-
ingur, er sýndur er hér við vinnu
sína, er hann stundar fyrri hluta
sumars á hænsnaræktunarbú-
unum í Washington-ríki, sem
aðal starfsmaður hjá “The Na-
útungunar tíðinni, af ungum
manni, John Veum, Jr., í Win-
lock héraðinu í suðvesturhluta
Washington-ríkis. Hann flokk-
aði 650,000 hænsna unga á þess-
um stutta tíma og náði að jafn-
tional Chick Sexing Association aði 99% nákvæmni. Þetta er
ríkisins, er Jón
Veum.
Ein höfuð atvinnugrein bænda
vestur á strönd er alifuglarækt,
einkum hænsnarækt, og eggja-
framleiðsla, er hvortveggja er
rekið í svo stórum stíl að því
verður naumast trúað af öðrum
en þeiim sem það hafa séð. Hafa
Ingimundur meira en dæmi eru til að nokkur
annar hafi gert. Einn dag, með
12 stunda vinnu, flokkaði hann
12,500 unga. Þessi hlið eggja
og alifuglaræktunar er að verða
þýðingarmeiri með ári hverju.”
Jón er Vestfirðingur að ætt og
á til röskra og viturra manna að
telja. Hann er sonur Jóns fyr-
alifugla bændur þessir með sér | verandi verzlunarmanns Þórð-
öflugan samvinnufélagsskap er
sér um alla útsölu á eggjum og
fuglakjöti árið um kring.
Eitt af því nauðsynlegasta við
þenna bús'kap er að greina kyn-
ferði unganna á vorin, strax og
þeir koma úr egginu. Er eggj-
unum ungað út í tugum þús-
unda tali í vélum og strax og
ungarnir eru skriðnir úr skurn-
inu eru þeir flokkaðir eftir kyn-
ferði fyrir markaðinn. Snjall-
asbir við þetta verk þóttu Japan-
ítar þar fyrr á árum. Jón hefir
arsonar Veum og fyrri konu
hans, Ásu Tómasdóttur Hördal.
Foreldrar Jóns kaupmanns
Veum voru Þórður sonur Bryn-
jólfs Víum og Guðrúnar Þórðar-
dóttur skáld'konu, frá Valshamri
í Geiradal í Barðastrandarsýslu.
Móðir Jóns kaupmanns, kona
Þórðar, var Valgerður Jónsdótt-
ir, hin mesta gáfu kona, einnig
ættuð af Barðaströndiinni. Flutti
fjölskyldan öll vestur um haf
1883 og settist að í Dakota í
grend við Akra. Þar önduðust
, .. , i þeir feðgar Þórður ög Brynjólf-
lagt ^tund a Japonsku, ogvar, snemma & árum> og Guðrún
ráðsmaður hjá Japonsku felagi Lkáldkona veturinu 1896. Bjó
þar í ríkinu er aðallega lagöil.þá> það gem eftir var fjölskyld.
stund á þenna iðnaó Þar lærði i unnar. >enn um tíma á þessum
hann verk þetta. Bunaðarbloð |^töðum eða fram yfir aldamót>
þar vestur á ströndinni bera að Jón flutti gig tn ;Poam Lake
mikið lof á hann fyrir na- nýlendunnar> sem þá var köllu«.
Jón yngri fæddist í bænum
Foam Lake og fluttist ungur
með föður sínum vestur til
kvæmni hans og hraðvirkni.
Segja þau að hann hafi borið af
öllum er iðn þessa stunda á síð-
astliðnu voru. Segist tímaritinu Blaine og þar hefir hann alist
The Poultry Tribune” svo fra-
“Það sem líta má á sem hrað-
met, við að greina kynferði
unga, var sótt á þessu vorá, í
upp. Hann er hinn drengileg-
asti í sjón og er engum vafa
bundið að hann á hina glæsileg-
ustu framtíð fyrir höndum.
TEITUR SIGURÐSSON
(Æfiminning)
Æskulýðurinn er altaf of ákafur, og
einmitt um þessar mundir er hann of ákaf-
ur í það, sem er hégómlegt.
G. K. Chesterton
Þess var getið hér í blaðinu
fyrir stuttu síðan að andast
hefði á sjúkrahúsi Selkirk-bæjar
þriðjudag. 4. ágúst Teitur Sig
urðsson, er heima átti við Stur-
gis. Sask. 4
Teitur sál. var fæddur 15.
febrúar 1854 á Litla-Nesi við
Breiðafjörð í Strandasýslu þar
sem foreldrar hans bjuggu fyrst.
Fjögra ára fluttist hann með
foreldrum sínum að Deildará og
iar ólst hann upp til 16 ára að
hann fór að vinna fyrir sér. -
Fluttist hann þá norður að ísa-
fjarðardjúpi og átti heima á
ieim slóðum og í ísafjarðar-
kaupstað unz hann fór frá ís-
landi.
Foreldrar Teits voru Sigurður
bóndi á Deildará Sigurðsson frá
Bjarneyjum og er ætt sú komin
norðan úr Eyjafirði, og Hún-
björg Ghðmundsdóttir.
Teitur fluttist af ísafirði til
Ameríku 1888 og settist að í
Winnipeg. Bjó hann hér í bæ í
15 ár, en færði sig þá til Lun-
dar í Álftavatnsbygð þar sem
hálfbróðir hans bjó Sigurður
Siigurðsson, kvæntur Sigríði
Sigfúsdóttur systur þeirra Jóns
heit. Sigfússonar fyrv. kaup-
manns og Skúla þingmanns og
verzlunarmanns á Lundar. Þar
þjó hann í 5 ár en færði sig þá
til Selkirk og þaðan eftir 12 ára
dvöl 1920 til Sturgis, Sask., þar
sem hann taldi sig til heimilis er
hann andaðist.
Teiitur kvæntist sumarið 1884,
Guðrúnu Þorsteinsdóttur, upp-
eldisdóttur hjónanna Eysteins
Halldórssonar og Hallgerðar
Jónsdóttur á Ambjargarlæk. —
Hún andaðist 17. maí 1926 og
var greftruð í Winnipeg. Þau
eignuðust 8 börn, 3 dóu á unga
aldrei en 5 komust til fullorðins
ára, 2 dætur og þrír sýnir. Eru
nú aðeins tvö á lífi: Mrs. Helga
Hughes í Saskatoon gift hér-
lendum manni og Óli, bóndi við
Sturgis, Sask.
Þau sem dáin eru og náðu
fullorðins aldrei vrou: Mrs. Jó-
hanna Leask, gift hérlendum
manni. Bjuggu þau við Selkirk
og andaðist hún þar nokkru á
undan móður sinni.
Allan, er féll í september 1917
á Frákklandi, f heimstyrjöldinni
og Kristján, er dó af bílslysi
haustið 1923 í grend rið York-
ton, Sask.
Teitur heitinn var myndar
maður og vel gefinn; hann var
vel að sér um margt og smið-
ur góður. Hann var alvö^u-
maður mikill enda hafði lífs-
reynslan fölskvað gleði hans, að
minsta kosti hin síðari ár. Syn-
ir hans allir gengu í Canada-
herinn meðan á stríðinu mikla
stóð, einn féll, tveir komu heim
aftur en naumast heilir heiilsu,
og annar þeirra misti lífið fáum
árum síðar í raunalegu slysi
sem að ofan segir. Dóttur sína
Jóhönnu misti hann frá ungum
börnum sama árið og kona hans
dó. Tók hann og Óli sonur hans