Heimskringla - 04.11.1936, Page 1

Heimskringla - 04.11.1936, Page 1
LI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 4. NÓV. 1936 NÚMER5. HELZTU FRÉTTIR Þriðji nóvember 1936 Roosevelt forseti endurkosinn Fjölmenn jarðarför Jarðarför Kristjáns N. Júlíus,. sem fór fram s. 1. fimtudag, var mjög f jölmenn, ef til vill ein hin fjölmennasta jarðarför í ís- lenzku bygðunum í Norður- Dakota, að því er kunnugir segja frá. Kveðju-athöfn fór fram frá heimili Kristjáns Geirs í Ey- ford-bygðinni (þar sem skáldið látna hafði lengst af dvalið. Að henni lokinni, var líkið flutt til Mountain og fór þar útförin fram. Ræður fluttu þar séra Haraldur Sigmar, dr. Rögnvald- ur Pétursson og próf. Riehard Beck. Eru allar ræðumar birt- ar í þessu blaði. Söngflokkur kirkjunnar á Mountain og ef til vill fleiri kirkna, höfðu sönginn með höndum. BYá Mountain var farið með líkið tii Eyford og var það jarðað þar í grafreit ís- lenzku kirkjunnar í Eyford- bygð. Fyrir útförinni stóð séra Har- aldur Sigmar. Líkmenn voru: Þorlákur Þorfinnsson, Stefán Hallgrímsson, Kristján Geirs, Jakob Hall, J. H. Hall, S. K. Johnson. Auk þess sem flestir ,!þeir er heiman gengt áttu úr íslenzku bygðunum í Norður-Dakota vottuðu söknuð sinn með nær- veru sinni við jarðarförina, fóru um 10 eða 12 manns frá Winni- peg suður og aðrir ennjþá lengra að. Hon. T. C. Norris dáinn Hon. T. C. Norris, fyrrum for- sætisráðherra Manitoba, dó s. 1. fimtudag í borginni Toronto í Ontariofylki. Hann dó af heila- blóðfalli eða slagi; hafð|i kent hjartabilunar lengi. Norris var 75 ára gamall. — Hann var forsætisráðherra í Manitoba frá 1915 til 1922. En eftir að Kingstjómin kom til valda, var hann skipaður í ráð það, er eftirlit hefir með rekstri á þjóðeigna-járnbrautakerf in u (C. N. R.). Mr. Norris var merkur maður og Manitoba-búum flestum kunnugri fyrir starf 'hans um langt skeið í opinberum málum. Hann hafði ekki notið mikillar skólamentunar, en aflaði sér eigi að síður með elju og áhuga nægiiegrar sjálfsmentunar til þess, að geta skipað sómasam- lega æðsta sess þjóðfélags jþessa fylkis. — Hon. T. C. Norrist giftist aidrei. Saskatchewan conservatívar kjósa nýjan leiðtoga Dr. J. T. M. Anderson, fyr- verandi forsætisráðherra Sask- atchewan-fylkis og leiötogi con- servatíva í fylkinu, lét nýlega af starfi sínu, sem flokksforingi. Til að taka við í hans stað hefir verið valinn maður að nafni J. G. Diefenbaker, K.C. Hann er maður um fertugt, fæddur í Bruce County í Ontariofylki. Hann fluttist á unga aldri til Saskatohewan og útskrifaðist frá Saskatoon-háskóla 1915. — Ári síðar lauk hann laganámi. En hann innritaðist iþá í 196 herdeildina, fór til Prakklands, særðist og kom til baka 1917. Tveimur sárum síðar tók hann lögfræðispróf og 10 árum síðar hlaut hann K. C. nafnbótina. Hann sótti í Prince Albert- kjördæmi til sambandsþings móti Mackenzie King 1926, en tapaði; var hann þá rétt 30 ára. Hann hefir og oftar sótt um kosningu en tapað. Um skeið hefir hann verið forseti con- servatíva félagsins og ávalt lát- ,ið sig stjórnmál mikið skifta. Árið 1929 giftist hann Miss Edna Brown í Saskatoon. Heim- ili hans er í Prince Albert. Meðal við berklum Fréttir frá New York herma, að hinn frægi sænski prófessor við Yale-háskóla, Anderson, hafi uppgötvað eitur-efni berklanna og meðal við þeim. Hefir pró- fessorinn á undanfömum árum framkvæmt rannsóknir með að- stoð amerískra sérfræðinga og fengið til þess fjárstyrk frá fé- lagi, er berst gegn berklaveik- inni. Fregnir herma, að próf. And- erson hafi með líffræðirann- sóknum fundið 170 efni meðal berklagerla og var J þeirra áður óþektur. Þrjú þessara efna eru áhrifamikið eitur. Auk þess hef- ir Anderson fundið efni í berkla- gerlinum, sem gerillinn getur ekki án lifað. Með því að sprauta í berklasjúklinginn blóðsvatni (serum), sem Ander- son nefnir 'Phikiocol’, hefir tek- ist að fyrirbyggja áhrif af eit- urefnum berklagerilsins og jafn- i framt eyðileggja lífefni hans. Á Edward VIII að giftast? Um þetta efni kappræddu mentaskólastúdentar í Winni- peg eitt kvöldið s. 1. viku. Þeir sem með giftingu mæltu, héldu fram, að bros á fögru andliti, sem mætti manninum þegar hann kæmi heim til sín, væri öllu dýrmætara í heiihinum. Að koma heim í sjálfa Buckingham höllina, væri tómlegt án þess. Þeir sem andmæltu giftingu, sögðu að ef konunguriim giftist, yrði hann að gefa upp stöðu sína sem sendiherra Breta út á við og það skerti viðskifti Bret- lands. Ennfremur sögðu iþeir að með giftingu fflæktist kon- ungurinn inn í mál erlendra þjóða og svo hyrffi með henni rómantíski blærinn, sem nú léki um hann í hugum þegna hans. Þeim sem með giftingunni voru, var dæmdur sigur í kapp- ræðunni. J. S. Hungerford forseti C. N. R. kerfisins Stjórnarráð Þjóðbrautakerfis- in í Canada (C. N. R.) tilkynti Hon. C. D. Howe, flutningamála ráðherra, að :það hefði kosið J. S. Hungerford fyrir forseta jþjóðbrautakerfisins og formann járnbrautaráðsins. Kosning þessi er þó komin undir því, að stjóm- arráðið í Ottawa samþykki hana. Tala verkamnna hjá Þjóð- brautakerfinu er 85,000, sem Mr. Hungerford er settur yfir; og kerffinu eru tilheyrandi sím- ar, express-flutningar, hótel og millilandaskip o. s. frv., sem alt er í hans verkahring. Mr. Hungerford byrjaði sem drengur vinnu í smiðjum félags- ins; er mælt að hann hafi við flest úti og inni unnið hjá félag- inu. Kunnugri rekstri félagsins er enginn en halín. Menn með byssur Það er eitthvað enn’þá af sjþógardýrum ráíandi um af- skektustu héruð í Bandaríkjun- um. En þau eru fá sögð; að líkindum ekki eins mörg og veiðisnatarnir. Fyrir skömmu var skotleyfi veitt í nokkra daga ,syðra. Notuðu sports-kappar sér jþað og örkuðu út á mörkina ÁVARP TIL LANDANS! (Síðasta Ijóð K. Ns.) Heyrðu landi, hinsta sinn eg kveð. Á himni og jörðu færðu táknin séð. Láttu Drottinn halda í þína hönd. í Ihinni mætt’ann bera stóran vönd. Og ef þú svíkur sjálfan |þig í dag, of seint mun verða að kippa því í lag; þá hefst hin nýja Hoover’s-súpu-öld, og hætt er við að súpan verði köld. K. N. 21. okt. 1936. með byssu á öxl og í klofháum sokkum. Frá því segir ekki hvað mörg skógardýr voru drepin eða lim- lest, en þrjátíu veiðimenn voru skotnir til dauðs. Slys þau urðu með öllu móti. Ýmist 'Skutu veiðimennimir hver ann- an niður, því af vígamóðnum sem var á þeim, var engu kviku vært. Aðrir urðu fyrir skotum úr sínum eigin byssum, er þeir voru að smjúga gegnum girð- ingar, ganga út úr bílum eða upp úr bátum o. s. frv. Enn- fremur meiddust fyllilega eins margir og dóu. Frétt þessi er furðuleg. En eru ekki menn með byssur það oftast nær einnig? Mussolini drukkinn af valdafíkn Hálf miljón manna kom sam- an s. 1. sunnudag á hinu mikla Cathedral Square í Milan til þess að hlýða á ræðu, er Mus- solini hélt þar við byrjun fimt- ánda stjórnarárs síns. Sitt af hverju söng í karli, en á það lagði hann nokkra á- herzlu, að ftalir og Bretar yrðu að koma sér saman, því ef þess- ar þjóðir héldu ekki friðinn, færi heimurinn í bál. iSamkvæmt þessu eru Bret- land og ítalía nú stærstu heims- veldin eða þau sem alt veltur á í augum Mussolini. Mussolini mintist á Þjóða- bandalagið og sagði það mega fara norður og niður fyrir sér. En hann er ekki á móti þvf að gera samning við Breta sérstak- lega og utan Þjóðabandalagsins. Um frið sagði hann ekki að ræða öðru vísi en “vopnaðan frið”. Hervaldið kvað hann ítalíu halda áfram að efla. Hann bannfærði kommún- isma og Rússland. Frakkland hefði og reynst ítalíu ótrútt, er mest lá á og kváð hann þaö ekki mundi verða gleymt. Þjóð- verjar voru eina almennilega jþjóðin, sem hann fyrir fann. Hann lýsti yfir að för tengda- sonar síns, Galeazzo Ciano, ut- anríkisráðherra ftalíu, til Þýzka- lands fyrir skömmu, hefði haft |þann árangur, að Þýzkaland og ftalía ynnu saman í hvað sem kynni að slást í heiminum. Var því fagnað af áheyrendum. Þá mintist Mussolini á að ítalía væri í sjálfu Miðjarðar- hafinu og gæti ekki annað en látið sig frelsi sitt þar skifta. Þessi ræða Mussolini var frá upphafi til enda ögrandi og ó- forskömmuð, en einna verst lætur það þó í eyrum annara þjóða, er hann kvaðst með Þýzkalandi vera þess megnug- ur, að halda á friði í Evrópu! Með því að bjóða Bretum að gera samning \ið ítali, vakiv ef- laust ffyrir Mussolini, að fá þá til að viðurkenna rétt ítalíu til Blálands. Er sagt, að Bretar muni þó yfirvega hlutina áður en að þeir víki í nokkru frá stefnu sinni í þeim málum, er yfirráðum á Miðjarðarhafinu koma við; og það munu Bretar i > nú orðið sjá, að Blálandsmálið gerir, hafi þeir ekki séð það áður. Leyniherinn Frá Spáni bárust fréctir um það fyrir helgina, að stjórnin hefði dregið saman her fyrir austan Madrid og að baki her uppreistarmanna, — með að minsta kosti 110 skriðdrekum (tanks) og fjölda flugbáta. — Þetta kemur flatt upp á árásar- liðið. Það átti ekki von á þess- um her þarna. Herinn í Madrid er og öflugri talinn en áður. — Gerði hann áhlaup mikið fyrir helgina á uppreisnarliöiö svarta frá Afríku og tók þrjár eða fjór- ar borgir af uppreistarmönnum. Þykir þess víðar vart, að stjórn- in isé nú meiri vopnum búin en von var á. 1 fréttinni var getið u m að nokkuð af flugherskip- lim hafi verið keypt í Banda- ríkjunum, sem þarna eru nú í notkun, en aðrir segja þau frá rakklandi eða Rússlandi. En vaðan sem spönsku stjóminni 'hefir komið vopna-aflinn, er það víst, að horfur hennar með sigur eru nú alt aðrar og betri en lengi hefir verið búist við. Mussolini heffir sæg herskipa reiðuhúinn að verja vopnaflutn- ing um Miðjarðarhafið og er ekkert myrkur í máli um að hann ætli sér að gera það, ef Rússar fayi að flytja vopn til Spánar. Og þar er nú þessa stundina óttast, að bálið brjótist út. NÝ LJÓÐABÓK Vér getum búist við að les- endur “Hkr.” hafi gaman af að frétta að í vændum er, að út- komi ný ljóðabók fyrir eða um næstkomandi mánaðamót eftir þjóðkunnann og góðkunnann vestur-íslenzkan höfund. Ljóða- safn þetta er eftir skáldið Pál S. Fálsson bókhaldara í Winnipeg. Fjölda kvæðum hafa menn þeg- ar kynst (eftir þenna vinsæla höfund er eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum í síðast- liðin 35 ár. Það má því ætla að fólki þyki vænt um, að eiga nú kost á því að eignast kvæði hans í sameiginlegri heild og snyrtilega útgefinni bók. Páll er hvortveggja í senn, alvöru og kímniskáld. í hinum alvar- legu kvæðum hans, kennir þýð- leika og draumlþunga sem ekki er alvanalegur í íslenzkum ljóð- um, yndisleika og djúprar sam- úðar með .samferðamönnunum. Hann er óbundin í hugsun og sjálfstæður í skoðun og gerir kvæðin aðlaðandi til lesturs. Bókin kemur út á þeim tíma sem mþnnum er ánægja að bæði að gefa og eignast góða bók — nokkru fyrir jólin. — Vandað verður til hennar að öllum frágangi bæði hvað band og pappír snertir. Pantanir má senda til höfundarins 796 Bann- ing iSt., á prentsmiðju Hkr. og til íslenzku bóksalanna. Bókin kostar $2.00 í bandi en $1.50 í kápu. Kosningarsigur hans meiri en sögur fara áður af í forsetakosningunum. Alger úrslit forsetakosning- anna í Bandaríkjunum verða ekki komin um það leyti er Heimskringla 'kemur út, en svo mikið er óhætt að segja, að Roosevelt er sigurinn vís og mikið meira en það. Hann er svo langt á undan í 44 ríkjum af 48 alls, að honum eru þau hik- laust talin.* í tveimur ríkjum aðeins, Maine og Vermont, er Landon viss. — Hann er og á undan í þriðja rík- inu New Hampshire. í sínu eigin ríki, Kansas, eru öll líkindi til að Landon tapi. Snemma í nótt er leið eða um kl. 1.40 eftir New York tíma, viðurkendi Landop að hann og republikar hefðu tapað kosping- unni. Tala atkvæða, svo langt sem henni er komið, sýnir að Roose- velt er á undan í 519 kjördeild um (Electoral college) en Lan- don aðeins á undan í tólf. Sigur Roosevelts verður að líkindum eins dæm,i í kosninga sögunni. í neðri deild þingsins er nú þegar tala demokrata sem vissir eru um kosningu 101, en repub- lika aðeins sjö. í öldunadeild þingsins hefir bæzt við tölu demokrata svo að 'þar eru 59 nú vissir, en 49 nægja til þess að vera þar í meiri- 'hluta. Flokkur Roosevelts eða demo- krata er því í meiri hluta í báð- um deildum þingsins. Ríkisstjórar demokrata verða í miklum meirihluta af þessu út- liti af fylgi Roosevelts að dæma. Þannig ei*þá dómurinn sem almenningur hefir kveðið upp um viðreisnar-tilraunastarf Roosevelts og stefnu ihans yffir- leitt. Nánari fréttir verða að bíða þar til í næstu viku. FJÓRAR GAMANVfSUR K. Ns. (Eftirfylgjandi bréf og visur sendi skáldið K. N. Júlíus, í sumar vini sínum Sveini kaupmanni Thorvaldson við Riverton. Tilefnið var að for- stöðUnefnd Islendingadagsins við Hnausa bauð skáldinu á hátíðina, en hann treysti sér ekki að koma.) Mountain, N. D., 22 júní 1936. Kæri vinur, Sveinn Thorvaldson, Beztu þakkir fyrir iþitt góða og alúðlega bréf, og tilboð, þó að eg því miður geti ekki notað það eða orðið við tilmælum ykk- ar, en þar er svo margt sem ber á milli að óþarffi er upp að telja, en ekki er því að neita að eg hefði haft gaman af að sjá Nýja ísland í sumarskrúða áður en eg drepst. Eg hefi séð það í vetrar búningi einu sinni úr “Freezer” glugganum hjá Gutta og það fer jafnan hrollur um mig þegar eg hugsa til þeirrar sjónar. Nú veit eg að eg þekki ekki einn af hundraði af löndum þar nyrðra og ekki eina einustu löndu. Og þaðan af síður að nokkur þekki mig. “Tímamir breytast og mennirnir með”. Það er frá mér að segja að eg hefi verið hálfgerður ræfill fyrir farandi mánuði. Kuldinn í vet- ur var fór illa með mig, svo eg hefi ekki getað heitið ferðafær og lítið farið út af heimilinu. Má kalla að eg sé seztur í helgan stein, hefi ekki bragðað neitt sterkara en kaffi síðan í haust var, varast að láta mér detta í hug vísu eða nokkuð sem gæti orðið nokkrum til skemtunar, þar af sérð þú að ekki er um auðugan garð að gresja. Eg hefi lofað gamla vini mín- um Kristjáni Johnson í Duluth að heimsækja hann í byrjun júlí og má til að enda það hvað sem tekur við, (lifandi eða dauður). Þá kemst eg að raun um hvað eg má bjóða mér. Hitt næði ekki nokkurri átt að fara að setja mig á prógram upp á svona mikla óvissu, því það gætu einhverjir ómakað sig fyr- ir forvitnis saklr til þéss að sjá gamla K. N., og þá væri hann ekki þar frekar en flóin “Döddsmannsins” og það gæti orðið til þess að einhver fengi hjartaslag. Það er ekki frítt oim að eg skoði það nokkurs konar for- sendingu að senda mann með ræðu eða kvæði á “Iðavelli”, eftir það sem maður er búinn að sjá frá þeim Kaldbak og kom- paný, þó held eg að það hefði ekki aftrað mér frá ferðinni ef eg hefði verið að öðru leyti vel undir hana búinn. Soffonías Thorkelsson hefir verið að bjóða mér í túr með sér út á vatnið í sumar, en eg veit ekki hvort eg get sint því, þó þaö þurfi ekki neinn andlegan und- irbúning. Satt að segja skoða eg ekki skaðan ykkar megin á töflunni heldur þvert á móti. Svo bið eg að heilsa nefndinni og þakka henni fyrir hugulsem- ina, og óska henni til lukku með samkomuna þó að eg geti ekki orðið ykkur að neinu liði. Berðu fyrir mig kæra kveðju þeim skáldunum Dr. S. I$jöm3- syni og Gutta, og segðu að þeir megi fara að búa sig undir að yrkja eftir mig en hafa það ekki langt. Nú er Káinn, sárt að sjá í soHi rekka. Sitja hjá og horfa á er hinir drekka. Fyrsta unnusta K. Ns. Undur falleg frjáls og góð af fljóðum öllum bar ’ún. Dóttir Elli ung og rjóð, Æska, kölluð var ’ún. Vertu svo alla tíma blessaður. Vifisamlegast, K. N. Júlíus Ef svo ólíklega skyldi við bera að eg yrði brattari þegar frá líður, gæti skeð að eg yrði staddur á hátíðinni hjá ykkur, þó það yrði ekki til þess að skemta neinum nema sjálfum mér, en nú sem stendur er ekki hægt að segja neitt um það. Sami. K. N. dó ekki ráðalaus. (Hann setti skóinn á bótina þegar hann gat ekki sett bótina á skóinn.) Eg byrjaði á að bæta skó, en bótin varð of stór, að svona slysi samt eg hló, og sjáðu hvernig fór. Þar var ekki að hopa hót, því hér var efni nóg, og skónum strax eg breytti í bót en bótin varð að skó. Þetta skeði í gærdag. Nú eru ekki háfleyg yrkisefni. Fyrirgefðu, K. N.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.