Heimskringla - 04.11.1936, Side 2

Heimskringla - 04.11.1936, Side 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 4. NÓV. 1936 ÁVARP Við útför K. N. Júlíus, skálds, í kirkjunni á Mountain, N. D., fimtudeiginn 29. okt. 1936. Eftir H. Sigmar Eg veit að þetta ávarp mitt ætti að vera stutt; því hér eru fleiri sem taka til máls við útför hins velmetna og vinsæla Dakota-skálds. Enda hefði K. N. sjálfur verið því samjþykkur að erindtn væru ekki sérlega löng. En það er stundum ekki auðvelt að þafa erindi sín eins stutt og maður veit að ætti að vera. Kristján Níels (K. N.) Júlíus er fæddur á Akureyri 7. aprfl 1860. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Þórunn Kristjánsd. bæði af merkum skálda-ættum komin. Móðir Kristjáns dó er hann var 14 ára að aldri, fór hann þá til Davíðs móðurbróð- ur síns, og var þar til 18 ára aldurs. Naut hann þar góðrar umhyggju og næsta mikillar almennrar tilsagnar og mentun- ar. Til Ameríku fluttist hann 18 ára að aldri. Hann dvaldi nokkur ár í Winnipeg, og fá ár í Duluth, Minn., en kom til ísl. bygðarinnar í Norður Dakota árið 1893, og á Geft--heimilið í Eyford-bygð fluttist hann árið 1894, og hefir ávalt átt þar heima síðan, þar til hann nú rúmlega 76 ára að aldri andað- ist þar sunnudaginn 25. okt. Þegar eg 'hér við þessa kveðju athöfn minnist nú K. N. látins, er það einkum femt sem eg er að hugsa um: 1. Hvað frábærlega ein- kennilegur og sérstæður maður- inn var. Hann hafði sérkenni- legar gáfur eins og- mörgum er vel kunnugt um, og eins og kemur næsta skýrt í ljós, í fyrstu Ijóðlínum af kvæði einu sem Guttormur skáld Guttorms- son orti einu sinni til hans: “K. N. eys af brunni birgða Brautir iþeysir allra jarða Þessi geysir gamanyrða. . . .” Hann hafði og líka sérkenni- legt lundarlag, þar sem fór sam- an óvanaleg bjartsýni, og mjög mikil viðkvæmni. Og sérkenni- leg var líka að ýmsu leiti lífs- skoðun hans, eins og mörgum mun hafa fundist. 2. Hvað hann var grandvar í orði. Hvað hann talaði vel og hlýlega um náungann, og færði til betri vegar ófullkomnar til- raunir manna t. d. á sviði ljóða- gerðarinnar. Útaf þessu kann að hafa brugðið stundum á fyrri árum, en síðan eg kyntist hon- um hefir mér æfinlega virst hann vera mjög umtalsgóður maður. 3. Hvað mikill mannúðar- maður hann var inn við beinið. Hann var (sérlega bamgóður. Hann tók ©inlægann þátt í kjör- um þeirra sem voru þurfandi, og hrygðist einlæglega með þeim sem voru staddir á sorg- arvegi. 4. Hve einkennilega og sí- feldlega bjartsýnn hann var. Vel hefði þó mátt vænta þess að ýmislegt sem skeði á æfileið- inni, hefði getað leitt hann út í bölsýni. En ávalt virtist honum unt að hrinda af sér öllu slíku, og standa sólarmegin í götunni. Geta má þess hér að eg hefi komist að þessari niðurstöðu eftir tiltölulega skamma við- kynning; því um kynni af K. N. hvað mig snerti, var ekki að ræða fyr en eftir að eg fluttist liingað fyrir réttum 10 árum síðan. iS^r.nast að segja, átti eg elclii von á því þegar eg fluttist hing- að, að það mundi takast með nokkru verulegur kunnings- skapur og því síður vinátta, þó eg hinsvegar teldi víst að okkur yrði auðið að komast af hver við annan. Eg þekti náttúrlega mmn veikleika á sviði bókment- anna og Ijóðagerðarinnai, og bjóst við að á því sviði leitaði hann helst vina. Og eg vissi ennfremur að K. N. lét ekki kirkjumálin til sín taka, og á því sviði vissi eg að mitt starf mundi aðallega liggja hér. En þrátt fyrir 'þetta fór svo að altaf dró heldur saman með okkur, eftir því sem samveruárin hér urðu fleiri,. Virtist Iþví svo vera að við ættum eitthvað sam- eiginlegt. Þegar hingað til sveitar kom og K. N. fór að gefa sig að okk- ur fjölskyldunni, —þessum nýju innfyltjendum eða “emigrönt- um”, fanst mér hann þegar sýna okkur einlægan vinsemdar og velvildar hug. Svo okkur jvarð þá eðlilega þegar í stað, hlýtt til hans, og það fór svo ■ altaf fremur vaxandi en þverr- andi. Og mér fanst þegar í byrjun að það sérstaklega vera þrent sem hann vildi kenna okk- ur og innræta okkur. 1. Að dásama þessa fögru. yndislegu og ágætu Dakota- bygð. Hve mjög hánn bav til b.ygðarinnar hiýan hug! 2. Að komast sem allra fyrst í innileg vinarsambönd við fóik bygðarinnar, og læra þegar í stað að treysta iþví sem sérstak- lega ágætu fólki. Það varð ekki misskilið hvað fóikið hér var honum kært. 3. Að eiga svo, þar til v ð- bótar brennandi aðdáun fyri ■ ís- landi, — feðra- og mæðra-land- inu yndislega fyrir handan haf- ið, þar “norður við heimskaut í svalköldum sævi”. Honum var altaf ljúft að syngja íslandi lof. Af því K. N. átti þetta sjálfur í svo ríkum mæli, ásamt með ást sinni á bókmentum og skáldskap, vildi hann eðlilega innræta það öðrum. KVEÐJA OG ÞÖKK OHULTA LEIÐIN AÐ SENDA PENINGA HEIM Fljótasti og öruggasti vegurinn að senda peninga er gegnum eitthvert útibú Royal Bankans. ÞaS er alveg sama til hvaðastaðar þér viljið senda þá, bankinn ráðstafar því öllu fyrir yður — engir snúningar og engin ómök — en þér getið verið viss um að peningarnir komast til skila til þess sem þeir eru ætlaðir. THE ROYAL BANK O F CANADA Eignir yfir $800,000,000 (Ræða flutt við jarðarför Kristjáns N. Júlíusar skálds, 29. október, 1936) Eftir prófessor Richard Beck Að sumu leyti var K. N. Júlíus einstæðingur, þó hann reynd- ar væri það ekki að öllu leyti. Hann misti móður sína er hann var 14 ára að aldri eins og áður var sagt. Og enginn kann að meta þann stóra skaða, né veit 'hver áhrif það hefir haft á lífs- feril hans. Þegar til Ameríku kom varð hann aftur viðskila við sína nánustu ættingja. Hann kvongaðist aldrei og átti því ekki heimili sjálfur. En Geir- beimilið í Eyford bygðinni tók hann þá að sér, og þar átti hann heima meir en 40 ár. Þegar eg þakka 'þeim Geir- hjónunum sem þar búa nú, og bömum þeirra fyrir góðvild í hans garð, ágæta umönnun og góða aðhjúkrun honum til handa ekki síst nú er kraftar og kjarkur hafði bilað, — veit eg að eg taia fyrir munn hans sjálfs, og ættingja hans og margra fleiri. Fyrir mína hönd og fyrir hönd fjölskyldu minnar og líka fyrir hönd sveitarinnar hér, þessarar íslenzku sveitar sem hann hafði svo oft skemt vel, og sem hann bar svo einlæglega hiýjann hug til, og sem einnig bar til hans hlýjann hug, ber eg nú fram hlýjar vindsemdar kveðjur til hans látins. Fyrir hönd hans kveð eg ætt- ingjana kæru, heimilið jþar sem hann svo lengi dvaldi, og bygð- ina sem var orðin hans eigin. Mrs. Benson, bróðurdóttir hans hefir beðið mig að bera fram innilegar kveðjur og þakk- læti náinna ættingja til hans sjálfs, til heimilisins þar sem hann dvaldi, og til sveitarinnar íslenzku hér, sem þeim finst að hafi reynst honum svo vel, og að minnast þess að einkum hafi hrifið hugi 'þeirra hin veglega afmælisveizla er bygðin hélt honum á liðnu ári, er hann varð 75 ára að aldri. Margir hans nánustu ættingj- ar sofa í vígðri mold í grafreit í Winnipegborg. Og það gat í hug- um þeirra eðlilega komið til greina, að Iþar hjá þeim yrði hann lagður til hvíldar. En niðurstaða þeirra varð þó sú, að hann fengi að sofa undir trján- um hér syðra, sem honum þóttu svo fögur, og í þessari moid þessarar íslenzku sveitar hér, sem var honum svo hjartkær. Og sérstaklega þó það, að hann fengi að hvílast hér meðal þess fólks sem hann hafði átt sam- leið með um svo langt skeið nú síðast, og lært að meta og elska á þeirri leið, — þess fólks sem hann var svo oft búin að skemta með sínum undursamlegu kviðl- ingum, og sem hafði líka lært að meta hann og víkja honum mörgu góðu. Þar á nú líkaminn að hvílast eftir starfið og stríðið, — eftir æfigönguna á þeim vegi, sem stundum var ósléttur og lirjóst- ugur, þó stundum væri hann sléttur og bjartur. — En fleygur andinn svífur inn á lönd eilífð- arinnar, þar sem er meiri birta og þroski. Far þú í friði. Friður guðs þig blessí. Hrökkva hörpustrengir, hníga Braga-vinir; enn er auðn í skógi, aldnir falla hlynir. (R. B.) Mig setti hljóðan, er mér barst á mánudaginn fregnin um lát vinars vors og samferðamanns, sem vér fylgjum hér til moldar. Að vísu duldist mér eigi, að degi æfi hans var drjúgum tekið að halla, sól hans komin lágt á vesturhimin, skuggamir famir að lengjast. Þó átti eg þess enga von, þegar við kvöddumst á jámbrautarstöðinni í Grand Forks fyrir stuttu síðan, að eg myndi innan svo skamms tíma standa í þessum sporum, við líkbörur hans, færandi honum hinstu kveðju mína og annara. En “enginn ræður sínum næt- urstað”, og skamt er milli dag- mála og náttmála mannlegs lífs. Hinn spaki öldungur, er forn- enskar sagnir greinafrá, hafði rétt að mæla, er hann líkti jarð- ardvöl vorri við komu fuglsins, sem kom fljúgandi inn um aðrar salardyrnar, vermdi sig um stund við eldinn, er brann á miðju salargólfi, og flaug síðan leiðar sinnar út um hinar húss- dymar. Eg hefi verið beðinn, að flytja hinum látna samferðamanni kveðju og þökk sveitunga hans hér í bygðinni,, sem nú sakna vinar í stað. Eg tel mér sæmd, að verða við þeim tilmælum. — Veit eg að í þeim kveðjuorðum tala eg einnig fyrir munn allra íslendinga hér í ríkinu, þeirra, sem komnir eru til vits og ára og ekki eru orðnir fráskila ís- lenzkum þjóðsystkynum sínum. Jafnframt flyt eg hinu látna skáldi hugheilar kveðjur mína og annara þeirra, sem við Ijóða- gerð og önnur íslenzk ritstörf fást hér á vesturvegum. Vér vitum, og sjáum þó betur er stundir líða, hvert skarð er nú höggvið í fámennan hóp vorn. Ennfremur er eg þess fullviss, að á þessari stundu streyma hlýjar kveðjur og þakkir til hins látna skálds frá íslendingum hvaðanæfa, eigi aðeins í landi hér, heldur einnig heiman af ættjörð hans og vorri, hafi fregnin um lát hans og jarðar- för borist þangað, eins og eg geri ráð fyrir. Góðhugur úr mörgum áttum vef ur því dánar- beð skáldsins mildum örmum, og fer það að vonum, þar sem hlýstreymi hefir um flangt skeið frá honum andað í fleygum ljóð- um hans. Og þá er eg kominn að því sem vera átti annað, og aðal, ihlutverk mitt, að fara nokkrum orðum um ljóðagerð skáldsins og skerf hans til ís- lenzkra bókmenta. Regnboginn er mörgum litum ofinn, en þó myndi jafnvægi hans raskast og fegurð hans dáprast, ef hann væri sneiddur einum þeirra. Svipað er því farið um mannlífið og menn- ingu þjóðanna. Auðlegð þeirra, fegurð og fjölbreytni, eru ávöxt- urinn af framlagi hinna ólíkustu einstaklinga, er allir hafa sitt hlutverk að vinna, á sama hátt og hver hljóðfæraleikarinn um sig í ihljómsveitinni. Þeir eiga allir sinn þátt í því, að samspil þeirra verði sem fegurst og full- komnast. í heimi ibókmentanna — skáldanna — ríkir sama lögmál- ið. Þau eru Inisjafnri og fjar- skyldri listgáfu gædd, og beita1 henni á ólík vigfangsefni, en1 eiga þó öll tilverurétt, og leggja j sinn iskerf til þess, að gera bók- mentir þjóðar sinnar sem fjöl- breyttastar og ríkastar. Til þess að sannfærast um það, þurfum vér eigi annað en minnast Ijóða höfuðskálda vorra að fomu og nýju. Um nokkur þeirra orti eg: Orkutónar Egils, herða hug til dáða; bænahljómar Hallgríms önd manns opna himin; hreimdjúp harmljóð Bjama miðla mannvitsgulli; Steingríms svana-söngvar yngja elli-hruman. Jafnkært er að minnast blæ- þýðra og kliðmjúkra náttúru- lýsinga Jónasar, andríkra sólar og sigurljóða Matthíasar, djúpa og stórbrotinna spekimála þeirra Stephans G. Stephans- sonar og Einars Benediktsson- ar. Skáldið, sem vér fylgjum til grafar í dag, Kristján Níels Júlíus — Káinn — átti sinn blett í ríki Ijóðlistarinnar, og ræktaði hann vel. Hann var, eins og fleiri en einn ræðumaður kom- ust að orði um hann á sjötíu og fimmára afmæli hans, “fæddur til að fækka tárum”, og aldrei hefir það verið talið óveglegasta og ókristilegasta æfistarfið. -— Hann hlaut í vöggugjöf fágæta kímnigáfu, og beitti henni með jafn sjaldgæfri orðfimi og frum- leik. Með kímnikveðskap sínum létti hann samferðamÖnnunum skapið og sporin um meir en hálfrar aldar skeið. Ekki elr þó þar með alt talið. Eins og önn- ur sönn kímniskáld, var hann oss einnig lærimeistari, er kendi oss, að sjá hið broslega í fari voru, að skoða sjálfa oss, menn og málefni, í sannara ljósi. Því að kímnigáfan í insta eði sínu er næm jafnvægiskend, er skipar hverjum hlut í sínar réttu skorður. Nú er ekki því að leyna, að kímnin kemur fram í ýmsum myndum; hún getur til dæmis verið kaldræn og níst- andi háðnepja, örvar hennar hertar í eitri. Ljúft er að minn- ast þess hér, að þeir, sem ritað hafa um hið látna skáld vort, eru á einu máli um það, að kímni hans hafi ekki verið með því marki brend, Iheldur gaman- söm og góðlátleg. Þessvegna ekki sízt, naut hann einnig þeirra miklu vinsælda, sem hann átti að fagna. Og það var einmtit iþetta græskuleysi hans, að ógleymdri orðfiminni og frumleiknum, sem gerði hann sérstæðan meðal íslenzkra kímniskálda, eins og réttilega hefir verið bent á af ýmsum. Þetta einkenni á kveðskap skáldsins var engin tilviljun. — Hann átti í því sammerkt við önnur sönn kímniskáld, að hann var undir niðri samúðarríkur alvörumaður. Það leynir sér ekki í ljóðagerð hans, þó þeirri hlið hennar hafi eðlilega verið minni gaumur gefinn en fyndn- inni, sem þar leiftrar í blæbrigð- um máls og mynda. Skáldið hafði séð og heyrt nóg á langri lífsferð, við mjsjöfn kjör, til íþess að fyllast samúð með olnboga- börnum lífsins, enda var hon- um sú tilfinning í blóð borin. Hann veit, einis og ,hann orðar það í einu kvæða sinna: “en gleðin er margföld og gleymist ei strax, ef gleðjum vér þann, sem á bágt”. Barngæsku hans er við brugð- ið, enda fær hún fagran búning og viðkvæman í sumum vísum hans, svo sem þessari: “Hreina ást og hjartans yl hefi’ eg ekki að bjóða, en alt, sem skárst er í mér til, áttu, barnið góða.” Af sama toga er það spunnið, að skáldið tekur innilegan þátt í ástvinamissi frænda sinna og vina. í fáum orðum sagt, það er ekkert steinhjarta sem slær í ljóðlínum vors látna skálds. Honum hefir eflaust stundum farið eins og enska merkisskáld- inu, að hann hefir brosað til þess “að hylja tárin”. Og svo hlýtur þeim öllm einhverntíma að fara, sem ekki eru andlegir trémenn, horfist þeir alvarlega í augu við lífið og lífskjör manna. Enn er ótalinn einn þátturinn í kveðskap skáldsins — ættjarð- arást ihans. Hann stóð djúpum rótum í íslenzkri mold og bar í barmi ríka rækt til ættland3 síns og íslenzkra erfða, enda var hann sprottinn upp úr jarð- vegi eims fegursta og sögurík- asta héraðs landsins. Svo fer öllum þeim, sem skilja náið samband sitt við fortíð sína og kynstofn sinn. Það er enginn Have the Business POINT OF VIEW Dominion Business College students have the advantagí of individual guidance in the all-important factors of husiness personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion trainink as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. Jiames, St. John’s

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.