Heimskringla - 04.11.1936, Page 3

Heimskringla - 04.11.1936, Page 3
WINNTPBG, 4. NÓV. 1936 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Verið heima á ættlandinu um Jóiin Sérstakar hátíða siglingar til Mið- Evrópu (yfir Havre og Hiondon) Frá Montreal—27. nóv. “ALAUNI'A” (Sérstakur umboðsmaður skipalímnmar fylgir far- þegum sem fararstjóri) Frá Halifax—5. des. "ASCANIA” Frá Halifax—6. des. “LANCASTRIA” Frá Halifax—12 des. "AURANIA” Cunard White Star hefir stærsta eim- skipaflota á Atlanz hafinu. Farið með einhverju þeirra skipa er sér- staklega verða send fyrir jólin, frá Montreal eða Halifax, til höfuðborga Evrópu. Skip þessi eru fræg fyrir hvað þau eru stöðug, hvað fæðið er mikið og gott, hvað káetur eru hreinar og loft- góðar og setustofur þægilegar. Spyrjist fyrir hjá næsta umiboðsmanni eða CUH ARD WH ITESTAfl uppgerð í kveðjunni, sem hann sendi heim til íslands í þessum orðum: “Biðja skal þig síðsta sinn: Svani og bláum fjöllum, hóli, bala, hálsi og kinn heilsaðu frá mér öllum.” Engin þörf gerist, að lýsa á þessum stað skapferli og per- sónu hins látna samferðamanns; Mörg af ykkur þektuð ihann miklu lengur og betur en eg, enda hefir mat mitt á honum sem manni óbeinlínis komið fram í túlkun minni á kveðskap hans. Þó vil eg bæta þessu við: Því betur, sem eg lærði að þekkja þennan vin vorn per- sónúlega, Iþví betur lærði eg að meta vinfestu hans og örlæti, heillyndi hans og hjartahlýju. þesskonar nart. Það liggur í augum uppi að ein eða tvær miljónir dollara eru smámunir einir þegar verið er að tala um fjármálaskýrsllur Canadaveldis,, þar sem heildar- upphæðin ihleiypur upp á mörg hundruð miljónir árlega. Meira að segja er aðaiatriðið ekki það, hvort reksturskostnaðurinn reyn ist mikill eða lítill. Alt er undir því komið, til hvers fénu hefir verið varið. iSömuleiðis má segja um alla sköttun til inn- tekta. Ef skatturinn væri vit- urlega og réttlátlega lagður á, og fénu síðan réttilega varið, sakaði ekkert hve hár hann væri. Þess hærri sem hann væri, þess meiri umsetning og framför yrði1, án þess að raska hlutföllum frá sjónarmiði ein- staklingsins. 'Svo þökkum vér kímnisskáld- inu samúðarríka og ættrækna samfylgdina, gleðistundirnar, fræðsluna, í einu orði, ljóðin hans, sem lengi munu lifa á vörum manna, og enn lengur í íslenzkum bókmentum. Vinir hans, sveitungar hans, landar hans, heima og hér, þakka hon- um unnið dagsverk, drjúgt menningarframlag, og kveðja hann með klökkum huga. EINBREITT UMRÓT Gallinn er vitanlega sá, að mjög lítill hluti inntektanna er látinn ganga til þess, sem þjóðin þarfnast. Hávaðinn gengur í það að borga vexti af innlend- um lánum og létta undir með auðfélögum. Afgangurinn fer að mestu í kaupgjald stjórnar- þjóna og fyrir herútbúnað og lögreglulið, aðallega til þess að verja stjórnina og auðmenn landsins fyrir fátæka fólkinu. En í öllu þessu er þingkostnað- urinn ekki nema eins og hverf- í síðustu Heimskringlu er grein eftir Jónas Pálsson undir nafninu “Tvíbreið tlorfa”. Þar kennir ýmsra grasa, sem mér finst eg þurfa ofurlítið að at- huga. Sumum atriðum greinarinn- ar er eg fylliiega samdóma, svo sem því, að þingmönnum vorum mætti stórfækka með ábata, og því, að engan óþarfari mann hafi þjóð vor hafið til hátignar en núverandi fjármálaráðherra, C. A, Dunning. Ennfremur verður því ekki mótmælt að CanadaJþjóðin sé, fyrir löngu síðan, orðin gjaldþrota á pen- ingalega vísu. Plestu öðru, sem greinin fjall- ar um, vildi eg gjarnan mótmæla með rökum, ef rúm leyfði, því sumt af því er svo skaðlega villandi, sökum klókrar með- ferðar. Almenningur má ekki við því að ruglast meira en ver- ið hefir. Það er hverju orði sannara að frá siðferðilegu sjónarmiði skoð- að, eins og nú háttar til, ættu þingmenn vorir ekki að fá hærri framfærslustyrk en menn af öðrum stéttum. Þeir eru þjóð- inni öldungis óþarfir menn þeg- ar bezt lætur, en stórskaðlegir að öllum jafnaði. En að það skifti nokkru máli hvað þjóðar- haginn snertir, er margeltur misskilningur. Flokksmenn af öllum sauðahúsum gera mikið úr þessháttar smámunum á kosnihgatímum til þess að hylja merg málsins. Einnig tönnlast flokksblöðin á f járbruðli og ein- stöku tilfellum af svindilbraski milli hríða, f sama augnamiði. En svinnum leikmönnum sæmir ekki að leggja sig niður við andi fis. Ýmislegt annað en þingkostn- aðurinn játar J. P. að muni vera grunsamlegt við reksturinn. Það er þakkarverð réttsýni; og dett- ur mér í hug í því sambandi að draga fram ein tvö eða þrjú sýn- ishorn, sem lítilsháttar hug- vekju. Þegar Bennett kom til valda lét stjórnin gera upp íbúð hans á Hotel Laurier (sem þjóðin á) og einnig fægja og prýða einka- járnbrautarvagn þann er honum var ætlaður. Nam sá kostnaður hundrað og fimtíu þúsund doll- urum. * Við og við eru skipaðar kon- unglegar nefndir lærðra manna til þess að rannsaka eitthvað af því, sem allir vita. En kaup- gjald þeirra, eftir því sem mér er skýrt, er minst $30.00 á dag, netto, á hvert nef. Starfaði ein þeirra lengi hér um slóðir fyrir nokkru síðan til þess að ákveða hvort 20c á dag væri sann- gjarnt kaupgjald fyrir óbreytta erfiðismenn. Kostnaður stjómarinnar í sambandi við iandsstjórann er nærfelt hálf miljón dollarar á ári, og finst mér það íhugunar- verður útgjaldaliður. Ef Canada er virkilega fullveðja ríki', eins og okkur hefir stundum verið sagt, álít eg að England ætti að standa kostnaðinn af sínum eigin sendiherra. En J. P. vill t kki láta róta vlð því, vegna vissrar samþyk+ar, sc-rn nú er að vei ða sjötug. Önnur samþykt, miklu yngri, fjallar um stríðsskuldimar, en hana vill J. P. hinsvegar láta að engu gera, og ennfremur vill hann að C. N. brautakerfinu sé skilað til þeirra, sem veðbréf- I unum halda, og skuldin þar með | látin falla. Tvorttveggja virðist mér vanhugsað. Stríðsskuldir eru að engu verulegu leyti annars eðli<5 en aðrar skuldir og væri því órétt- látt að afnema þær án þess að láta allar aðrar skuldir falla nið- ur samtímte. En um það er auðvitað ekki að ræða fyr en stjórnarfarinu er róttækiiega breytt. Og þess er ekki að vænta af stjóm, sem kosin er sérstaklega til þess að halda hinum gamla sið eins nærri horfi og mögulegt er. Það mun sönnu næst að C. N. kerfið sé alment álitið að vera byrði á þjóðinni; en það er alls ekki víst að svo sé. Tekjuhall- inn við rekstur þess, að láns- vöxtum meðtöldum, mun vera um hundrað miljónir dollara á ári að jafnaði, og því tvöfalt meiri en J. P. gaf í skyn; en með því er ekki öll sagan sögð. Það er nokkurnvegin víst, að yrði C. P. R. eitt um hituna, fengi almenningur áður langt liði að svara út þeim miljónum í hækk- uðum flutningstaxta og öðrum ókjörum svo sem lengri drætti til járnbrauta o. s. frv. Margir af þeim sem ráða fyrir C. P. R. eiga einnig drjúgan þátt í verðbréfum C. N. R., svo þess yrði vart lengi að bíða að kerf- in rynnu saman í eitt. Þar á ofan eiga sömu mennirnir bank- ana, sem segja stjórninni fyrir verkum og ráða lögum og lofum í landinu á meðan fólkið rækir sína trú í musterum þeirra. iSéu járnbrautir á annað borð nauðsynlegar er óneitanlega vissara og ódýrara að reka þær sem þjóðeign heldur en að selja þær í hendur prívat mönnum til að okra á — hvað sem reikn- ingarnir sýna. Því að í raun og sannleika eru peningar hinar stríðustu. hömlur hagfræðinnar. Þegar hér er komið mun grunast að við J. P. séum á öndverðum meið hvað banka- málin snertir, og er það hár- rétt. Bankarnir eru, að mínu áliti, sú stórkostlegast og versta svikamylna, sem í annálum er. Þeir eru rótin og þungamiðjan í öllu því braski, sem “business” nefnist, og afltaug og akkeri hins grimmilega siðs eða átrúnaðar, sem kapitaílismi er kallaður. — iSkipanir þeirra eru hin æðstu lög í hverju landi, og í þeirra valdi liggur að miklu leyti að á- kvarða hve margir skuli svelta eða stytta sér líf dag frá degi. Að sönnu reka þeir öll sín af- köst á stranglagalegan hátt; en þar sem þeir fyrirskipa lögin sjálfir er það hvorki erfitt né þakkandi. Þar að auki eru þeir í verunni ein sú glæfralegasta og ótryggasta fjársýslu stofnun, sem lög leyfa. Skuldir þeirra, útsvaranlegar hvenær sem kall- að er, eru í það minsta tuttugh sinnum meiri en allir þeir pen- ingar, sem til eru í landinu. — Hvaða banki, til dæmis, myndi .taka í mál að lána út á þesshátt- ar tryggingu. Eina öryggi þeirra er trú og fáfræði fólksins. Ekki lái eg samt bönkunum frekar en J. P. þetta framferði þeirra; en eg hefi sterka til- hneigingu til að lá þeim, sem dá þesskonar athæfi, móti betri vit- und. Um Social Credit lækninguna vil eg sem minst taíla, því hún er svo óákveðin þankaþoka að alla verulega viðspyrnu vantar. Höfundur hennar, Major Doug- las komst aldrei svo langt sjálf- ur að geta skýrt til neinnar hlít- ar hvað hann átti við, þótt hann ritaði margar bækur í því skyni. En einmitt fyrir þá sök gleypir fólk við henni miklu fyr en því. sem einfalt er og eðlilegt. En mest undrar mig að Hjálmar Gíslason skuli hafa orðið fyrir því áfalli. Ýmislegt fleira í grein J. P. ór athugunarvert, en nóg er víst komið að sinni. Enda á eg þess von að Jónas minn greiði úr öll- um þessum þrymlum sjálfur, þegar stundir líða fram, því eg hálfvegis gruna hann um græzku. Mig minnir að hann hafi einhverntíma vikið því að mér með gætni, að hann væri eiginlega socialisti — þ. e. a. s. kommúnisti — inn við beinið. En þess ber að gæta, að hjá honum er svo miklu lengra inn að beininu en, til dæmis, hjá mér, að isvo ótrúlega margt kann að geta fengist þar við um lengri tíma, svo sem C. C. F., Social Credit og fleira. Þannig ræð eg tilefni þessarar greinar hans. Spursmálið í mínum huga er því aðallega það, hvort eggjar atvikanna fái krufið hann nægi- lega djúpt til þess að honum vitrist mergur málsins. áður en um seinan verður. Það er lítil aðstoð í iþví að æpa já og amen þegar allir aðrir öskra í sama máta. —P. B. SAMKEPNIN Formáli Austri var þá ekki til, Engin vestri heldur, Suðri var það sjónar-bil: Sem að Norðri geldur—‘ I. Það er fleygt, úr fomum sögum Flestir um það nokkuð vita, Erfða-hnoss frá elztu dögum: .®ðst og hæst að ná í bita: Þann sem annar áður kepti Um og vildi sjálfur fanga, Stundum ekki hann þó hrepti Hraut úr leik með sveittan vanga. Sigraður á sínu bragði Sagan stendur þér í minni, Vonina á lukku lagði Liggjandi í samkepninni. — Skildi ei neitt í skaða sínum ‘^Skratti fór nú þetta illa”: Þverkræktur iá lyga-línum Loddarans sem vildi gylla. Sína eigin svikatildru Svo hann geti náð í meira Fávizkan í glæfra-gildru Gekk og vildi ei leiðsögn heyra. Þeirra sem að réttu ráði Ráða úr þeim kringumstæðum Dygð varð fyrir flónsku-háðii Féll á sínum eigin gæðum. n. Ekki skal þig undra maður Allra þjóða dauðastunur Sigurmál og sæmdar þvaður Semkepninnar spilamunur. Samkepnin er sögð að vera Sjálfkjörin að ráða og meta: Greina þá sem gæfu bera, —Greind til þess að fá að éta. Hinir sem að hafa ekki Hyggindi af þessu tæi, Flokkaðir með fúlu þrekki. Fjandanum í soltnu hræi. Ef þú trúir ekki þessu Annað verð eg þér að sanna: Fjölreynt er, og fæst þó ekki Friður milli allra manna. Farðu, lítt’ á frelsis þrepið Friðhelgun og menninguna: Sjáðu fólkið dautt og drepið, Drepið fyrir kenninguna? III. “Menningin og máttur þjóða Myndast fyrir samkepnina, Þessi kenning gamla góða Gefur okkur skynsemina.” Til að spilla, til að myrða? “Til að frelsa smærri þjóðir”. Fyrir það með glötun girða. —Gerast seinna djöfulóðir? IV. Trúarbrögðin bindast böndum Bræðralags við þenna fölska. Skifta upp í öllum löndum Embættum með Guð og Kölska. Þetta færir fátt í haginn Flókin reynist trúar þokan. Gamli KöQski gekk í bæinn Guð má Ját’ í minni pokann. Trúarbrögð í táralínum Tilfihningar þínar vekur Djöfullinn með svikum sínum Sálirnar af guði tekur. — V. Ef að þetta er nú þróðir ‘‘Eins og var í þínu kveri”: Róa allar rauna þjóðir Rembinginn að þræla-skeri? HAUSTSPJÖLL Semkepninni alt hið illa Ort er fram á þessa tíma: Alviljandi öllu spilla Alllra þjóða frelsis-ríma? Á að fara að enda hana Eða hvað skal gera bræður? Fylla eftir fornum vana Flokkinn sem að altaf ræður. Því að eymd og auðnuleysi Er að verða kónga jafni. Krossinn upp þó einhver reisi Annar hefir Þór í stafni. Báðir eru búnir til að Berjast fyrir sínu merki'. Hafa altaf af sér skilað Einu og sama—frægðarverki.— VI. Eg vil betnda á eina tyllu Útborna og kröftum rúna: Frelsa kann frá öllu illu! Andstæðan við heiminn núna. Landið, fjöllin, háls og haf: Hastar á köllin brúna. Grandið, fölin fárs um kaf: Full eru spjöllin núna. Felli,vellir , vötn og ár, Valla falla úr gengi. Svelli hellir bryngublár Ðlær, um f jalla strengi. Stílar dóminn heims í höll: Hörku skjóminn baga. Hvfla blómin okkar öll; Undir grómi flaga. Stundir líða. Alt hvað er, Ei sín bíða lætur. Undir svíða. Og því mun þér: Þungt um kvíða nætur. Jón Kernested miim—ii \mm .........—.....— m Kaupið Heimskringlu Jak. J. Norman Borgið Heimskringlu INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRIN6LU l CANADA: Amaranth......... Antler, Sask..... Árnes.............. Árborg........... Baldur........... Beckville........ Belmont.......... Bredenbury....... Brown............ Churchbridge..... Cypress River.... Dafoe............ Ebor Station, Man, Elfros........... Eriksdale........ Foam Lake........ Gimli............ Geysir............. Glenboro......... Hayland.......... Hecla............ Hnausa........... Hove............. Húsavík.......... Innisfail........ Kandahar......... Keewatin......... Kristnes......... Langruth......... Leslie........... Lundar........... Markerville...... Mozart........... Oak Point........ Oakview.......... Otto............. Piney............ Red Deer......... Reykjavík.......... Riverton......... Selkirk.......... Sinclair, Man.... Steep Rock....... Stony Hill....... Swan River......... Tantallon........ Thornhill.......... Víðir............ Vancouver........ Winnipegosis...... Winnipeg Beach.... Wynyard.......... .........J. B. Halldórsson ......jK. J. Abrahamson ......Sumarliði J. Kárdal .........G. O. Einarsson ......Sigtr. Sigvaldason .........Björn Þórðarson ............G. J. Oleson .........H. O. Loptsson ......Thorst. J. Gíslason ......Magnús Hinriksson ..........Páll Anderson .........S. S. Anderson .........K. J. Abrahamson .........S. S. Anderson .........ólafur Hallsson ............John Janusson ..........K. Kjernested ........Tím. Böövarsson ............G. J. Oleson ........Sig. B. Helgason ......Jóhann K. Johnson .........Gestur S. Vídal ........Andrés Skagfeld ..........John Kernested ......Hannes J. Húnfjörð .........S. S. Anderson .........Sigm. Björnsson .........Rósm. Ámason .........—B. Eyjólfsson .........Th. Guðmundsson Sig. Jónsson, D. J. Líndal ......Hannes J. HúnfjörO .........S. S. Anderson ........Andréa Skagfeld ......Sigurður Sigfússon ............Björn Hördal ..........S. S. Anderson ......Hannes J. Húnfjörð ............Árni Pálsson ........Bjöm Hjörleifsson .........G. M. Jóhansson ......K. J. Abrahamson ............Fred Snædal ............Björa Hördal .........Halldór Egilsson .........Guðm. ólafsson .......Thorst. J. Gíslason .........Aug. Einarsson ........Mrs. Arma Harvey ............Ingi Anderson .........John Kernested ..........S. S. Anderson í BANDARTKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry............................... E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarseon Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar...............................S. M. Breiðfjörö Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsaon Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdai Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold................................Jón K. Einarsson Upham................................E. J. BreiðfjörO The Viking Press Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.