Heimskringla - 04.11.1936, Page 6

Heimskringla - 04.11.1936, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 4. NÓV. 1936 Ian Heath rétti út hendina og greip í öxlina á vini sínum “I>ú hrærir tilfinningar mínar, Jerry, og eg læt undan. Það sem á eftir fer verður að koma £ér í koll. En eitt áskil eg mér og það er að fá að borga allan útfararkostnað.” “Berðu engar áhyggjur út af því,” sagði skáldið glottandi, “ef eg hrekk upp af þá er ekki til einn einasti skildiAgur í kofanum . . . en heyrðu,” bætti hann við í ákefð — “heyrðu, hlustaðu á. Mér dettur eitt í bug.” “Segðu það hægt.” “Flón! Hérna kemur það. Þessi mann- drápari sem reyndi að stúta þér er sjálfasgt forvitinn að vita um árangurinn af tilraun sinni. Eða hvað ? ” “Vafalaust.” “Jæja,” Hartsgill bar nú óðan á, “tillaga mín er sú að leiða svínið á villugötur, með því að hafa jarðarför að yfirskini.” “Hvaða jarðarför? Láttu sefast drengur minn og legðu ísmola við ennið á þér.” “Mér er bláföst alvara, þú hefir bara ekki vitglóru til að fylgjast með ,því sem eg á við. Eg sagði jaröarför að yfirskini og eg meini það. Ef þú skilur ekki orðið yfirskin, þá getur þú sett í stað þess látalæti, falskur eða eitt- hvað því um líkt. Þennan morðingja mun langa til að vita hvert þú kvaddir garðana í gröf fyrir fult og alt. Jæja látum hann trúa því, að þetta hafi tekist fyrir honum. Þá of- sækir hann þig ekki framar. En þú hefir aftur á móti óbundnar hendur að grafa upp leynd- armál hans, meðan hann heldur að þú sért dauður. Heath skelli hló, en þótt hugmyndin væri skrítin, ,þá sá hann þó að það var heilbrigð skynsemi í hugmyndinni, að minsta kosti var hún næstum því snildarleg. “Eg veit ekki hvað Dorrance hjónin mundu segja, ef þú biður þau að fá kistu með nafninu mínu á hingað inn í húsið, og léti svo bera hana út um framdymar. En það væri vissulega spaugilegt,” og hann hlóennþá meira. “Það er rétt, hlæðu bara. Því meira sem þú hlærð þeim mun ólíkari verður þú því sem þú varst áðan, þegar þú varst nærri dauður. Hvað segirðu annars um jarðarförina? “Eg ætla að hugsa um það. En segðu mér nú eitthvað meira um heiðarbýlið þitt. Hverjir eru næstu nágrannar þínir, til dæmis?” “Nágrannar mínir eru ljómandi lagleg stúlka á aðra hönd, en óþolandi leiðinlegt svín á hina.” “I>að virðist vera nógu skrítinn söfnuður, en hvað heitir stúlkan?” “Eg held að hún heiti Cicelia Garrett.” “Það er fallegt nafn.” “Já, og stúlkan er falleg líka. Eg sá hana bara einu sinni og talaði ekkert við hana. Hún hefir það fallegasta hár, sem eg hefi nokkum- tíma séð.” Heath brosti. “Hvert er það nú skáldið eða eggjasalinn, sem talar?” “Báðir. Stúlkur með gulljarpt hár eru frekar sjaldgæfar í þessu landi og------” Þá tók hinn fram í fyrir honum. “Sagðirðu að hún hefði gulljarpt hár?” spurði Heath. Það var slík eftirvænting í röddinni að hinn starði á hann. “Það sagði eg — dásamlegur litur, eins og gamalt gull. Því?” Ian Heath stóð upp. Ný hugmynd greip hann. “Við skulum fara að búa okkur undir ferðina. Eg þrái að komast sem fyrst út á heiðina þína.” Hálfa andlitið, Cicelia bylti sér andvaka í rúminu. Það eru viss stig ótta, og/þetta stig sem hún var nú á var ennþá þrautafyllra og lá þyngra á sál hennar en nokkm sinni fyr. Það var eins og tröllvaxin hendi héldi taki um hjarta hennar. Hún hafði bugsað sér, að förin til Lundúna mundi létta skapinu, en nú leið henni miklu ver. Nú hafði hún þá tilfinningu að reiðarslagið vofði yfir höfði hennar og nálgaðist nú óðum. Það sem jók á eymd hennar var þetta, að hún var alveg ráðalaus. Hún gat ekkert gert. Það var aumkvunarvert. Það hlaut að vera kjami í þessum skelf- ingar vef, en útþræðir hans voru svo víðáttu- miklir að þeim varð ekki safnað saman. Þessi maður með örið á andlitinu, er hafði ráðist svo djarflega á hana fyrir framan leikhúsið — var hann einn þátturinn? Hann hlaut að vera það, en hvemig? Hvaða þátt lék hann í þess- um hræðilega leik, sem miðaði að því að gera hana sturlaða? Vegna þeirra heljargreipa, sem sagan, er hún hafði heyrt um kvöldið hélt 'henni, hafði hún gleymt þessu atriði, en nú bættist illilega og laglega andlitið með eldrautt örið við til að kvelja huga hennar. Hún hugsaði um sögu Mr. Grinstead. Henni fanst það að fjálgleikinn sem hann hafði lagt inn í söguna er hann sagði hana, væri engin tilviljun. Því valdi hann slíkan tíma til þess að segja þvílíka sögu? Auðvitað hafði hann varað hana, en var það ekki tóm hræsni eins og þegar hann hafðí legið á skráargatinu að vinnustofu frænda hennar. Það var farið að hvessa. Vindurinn þaut, veinandi yfir húsið og gluggarnir glömruðu, Hann þaut eftir göngum framhjá hurðinni hennar. Henni heyrðist þytur hans eins og hlátur fordæmdrar sálar. Rödd hans hvíslaði að henni: “Leyndarmálið. Leyndarmálið hans frænda þíns er í hættu.” Það var það sem röddin sagði. Hún settist upp í rúminu til þess að reyna að sefa sig, kveikti á kerti, sem stóð hægra megin við rúmið. Hinn fyrverandi eigandi hússins hafði aldrei haft fyrir að raflýsa það, og þótt olíulampar og kerti væru nógu skáld- leg, þá juku þau þá tilfinningu, að húsið væri fult af svipum. Ljósið á kertinu blossaði upp og dó svo næstum rétt á eftir. Við það mynduðust fá- ránlegir skuggar, sem hræddu hana svo að hjartað í henni næstum því stansaði. Cicelia leit til dyranna, andadráttur hennar var eins og í manneskju, sem er að kafna. Knúð áfram af einhverri óstjómanlegri hvöt, klæddi hún sig í innikápu, er hékk á rúmbríkinni. Hún mátti til að sjá frænda sinn strax. Leyndarmálið, sem hann gætti svo vel og var eins dýrmætt honum og líflð sjálft var í hættu. Hún varð að vara hann við! Það virtist vera nístings kalt þegar hún klæddi sig. Kertaljósið blakti í ákafa, er hún gekk yfir gólfið. Hún óttaðist um það þegar hún kæmi fram í göngin, en áfram varð hún að halda. Það var eina ráðið til þess að ná aftur éinhverju af sjálfsvirðingunni. Hún stóð svolitla stund fyrir utan dymar í skuggalegum göngunum, sem náðu eitthvað 60 fet frá dyrunum hennar. Dyrnar lokuðust á bak við hana. Hún taldi sér trú um að vind- urinn væri því valdandi, en samt hafði hún vegna stormsins ekki opnað neinn gluggann á herberginu sínu. Hvaða hulins öfl voru hér að starfi ? Hún 'hélt áfram. Það þurfti nú meiri kjark til að snúa aftur en halda áfram. Einu sinni stansaði hún, gegn um hálfdregn- ar blæjur eins hins háa glugga í göngunum, sá hún hluta af heiminum úti fyrir. Tunglið var komið upp, og í ljósi þess sá hún hvemig greinar trjánna sveifluðust í vindinum og hvemig laufin skulfu. Hún heyrði hljóð, sem líktist lágu veini. í skyndii dróg hún blæjuna fyrir og flýtti för sinni. Hún var nú komin að enda gang- anna og ætlaði að ganga upp stuttan stiga er lá upp í hið óbrotna herbergi á háaloftinu, sem frændi hennar bjó í; því að hann hafði kosið sér lélegasta herbergið, sem til var í húsinu. Þá heyrði hún hljóð, sem lét hana stansa. Hún heyrði að hljóð þetta kom frá hægri hlið. Rétt þar var mikilfenglegur pallur eða loftsvalir, sem umkringdu anddyrið og voru þær tengdar við stigann þama uppi. U!m há- bjartan daginn voru þiljumar svo dökkar og ljósið svo lítið að Cicelia var vön að hraða sér í gegn um þennan hluta er hún fór ofan. Hún stóð á öndinni og hlustaði. Henni ’hafði ekki skjátlast. Það var hljóð, eins og skóhljóð manns, sem er að læðast; einhver var að koma upp eða fara niður hinn breiða stiga. Hver sem það var, hlaut að vera að reyna að ná í leyndarmálið. Hann var að misbjóða gestrisni frænda hennar með því að gerast svikari. FVændi hennar lokaði altaf vinnu- stofu sinni vandlega, en þessi maður, kannske það væri Grinstead, hafði kannske þjófalykil. Hún varð að koma í veg fyrir þetta bragð með einhverju móti. Svo áköf var hún, að hún gleymdi að vekja frænda sinn og sneri í stað þess tilhægri og gekk hratt eftir svölunum til þess að fylgja skóhljóðinu, sem hún heyrði. Þessi nátthrafn var framundan henni, hún heyrði nú vel til hans. Hann hafði ekkert ljós, vafalaust vegna þess, að hann óttaðist að sjást. Þessvegna hélt hún að það væri Grin- stead; því að hver þekti húsið eins vel og hann, sem hlaut að hafa dvalið þar margar stundir íviðskiftaerindum? Hún ætlaði að koma flatt upp á hann hver sem hann væri og gaf sú ákvörðun henni nýjan kjark. Hinn fyrri ótti hennar var nú að mestu horfin. Skap hennar stælti hana, þótt hún vissi það ekki. Skyndilega dó Ijósið af einhverjum gusti sem á það blés. Hún vissi ekki hvaðan. Hún vildi ekki kveikja til ,þess að vara ekki þjófin við, að honum væri veitt eftirför. Hún ætlaði sér að standa hann að verki og gera hann hræddan. Hún elti hann ofan stigann og eftir göng- unum, sem lágu fyrir framan borðsalinn. Það var andstyggilegur leikur og ennþá andstyggi- legri varð hann þegar hún heyrði hurðina opn- ast að þeim hluta gangánna, sem vissu að verkstofu frænda hennar. Hversvegna hafði ekki Niel, þjónninn, læst þeim dyrum? Hún vissi að hann hafði ákveðnar fyrirskipanir að gera það á hverju kveldi. Hún ætlaði að minna hann á það. Kannske það yrði líka áhrifameira ef frændi hennar minti hann á það ? Hún hugsaði um þetta eitt og ’hraðaðí skrefum sínum. Hún varð nú svo áköf í að ná í þjófinn að hún gleymdi allri varúð. Hún gleymdi tröppunum, sem voru hinu megin við drynar, varð henni því fótaskortur í myrkrinu og féll áfram ofan á gólfið fyrir neðan. ó- sjálfrátt rak hún upp hljóð, sem rauf hina djúpu Iþögn. Rétt í þeim svifum á meðan hún lá þar, sem hún hafði dottið, rauf ljósgeisli myrkrið. Ljósið skein beint í andlit hennar. Því næst heyrði hún einhvern blóta reiðilega í myrkrinu rétt hjá henni. Hún barðist um til að komast á fætur til þess að standa betur að vígi, en sér til skelf- ingar fann hún að hún gat ekki staðið upp. Það var ómögulegt að þekkja manninn. Hann var eins og ógreinileg þústa á bak við ljósið. Hann sagði ekkert og það gerði ástandið ennJþá skuggalegra. Þegar hann var eins og þrjú fet fra henni, gerði hún alt sem hún gat. Hún stökk á fæt- ur, rétti út hendina og greip í treyjuermi mannsins. Ljósgeislinn beindist upp á við, en um leið kvað við óp, sem bergmálaði í gegnum hin köldu, steinlögðu göng. Þessi maður hafði aðeins 'hálft andlit! < Það var ekki skelfingin fædd af hinu æsta hugarástandi hennar. Kjarkurinn hafði ekki brugðist henni, það var hin hræðilega fullvissa: þegar maðurinn beindi ljósgeislanum upp á við, svo að hann skein á öxl hans og andlit, þá sá hún það alveg láreiðanlega, að þar sem önnur hlið andlitsins átti að vera, var ekki neitt. Eftir að hún hafði rekið upp þetta hljóð, leið yfir hana, og vissi hún ekki af sér, fyr en hún raknaði við sér í rúmi sínu og sá frænda sinn og Mrs. Niel stumra yfir henni. “Frændi!” hrópaði hún og rétti honum hendumar. “Hvað er þetta Cicelia? Því fórstu upp úr rúminu? og það um hánótt. Við fundum þig í göngunum sem liggja að vinnustofunni. Hvað varstu að gera þar?” Hún áttaði sig. Frændi hennar var allra manna hjartabestur, en jafnvel ást hans á henni gat ekki orðið yfirsterkari dálitlum ó- notablæ sem rödd hans bar með s'ér, er hann hugsaði um þetta óskiljanlega atferli hennar. Cicelia litaðist um. Við rúmgaflinn rstóð Janet Niel. Konan hafði starandi auganráð og var það eigi fagurt álits. Andlit hennar, sem ætíð var fölt, virtist draugalegt í hinni ógreinilegu birtu. “Eg get ekki sagt þér það núna frændi — en eg mun útskýra þetta fyrir þér á morgun.” Hún neyddi sig til að segja þetta. Hún gat ekki fyrir nokkum mun fengið af sér að segja honum söguna í viðurvist konunnar. Hún var alveg að þrotum komin, en þrátt fyrir það hafði hún náð aðaltakmarkinu; því að hvsr sem þetta hefði verið, þá hafði hann auðsæi- lega ætlað sér inn í vinnustofuna, en eftir það sem skeð hafði, var næsta ólíklegt að hann gerði aðra tilraun þá nótt. “Láttu mig nú í næði, frændi. Eg skal segja þér frá öllu þessu á morgun,” mælti hún. Murdoch var auðsæilega hálf ruglaður og varð feginn að komast aftur til herbergis síns. Mrs. Niel bauð henni að vera hjá henni, en Cicelia hristi höfuðið og sagði: “Það er alger óþarfi. Það gengur ekkert að mér, eins og eg hefi sagt ykkur.” Þegar þau voru farin, sá hún til þess að bæði dyr og gluggar voru lokaðir. Það var kannske ekki mikil trygging, en hún var ró- legri á eftir. Eftir það, dauðþreytt á sál og líkama, datt hún út af og gleymdi vandræðum sínum um stund. Blaða fréttirnar Morguninn var heiður og hressandi og heiðin allfögur, þegar Cicelia klæddi sig um morguninn eftir. Alt sem komið hafði fyrir um nóttina gat hafa verið draumur. Niðri í dagstofunni fann hún báða gestina sitjandi fyrir framan eldinn, þar sem þeir biðu eftir morgunverði. Frændi hennar var ,þar ekki; hann var að skrifa bréf. “Hvernig líður yður núna, Miss Garrrett?” spurði Philip Voyce með miklum áhyggjusvip. Eg vona að það sem kom fyrir yður í nótt sem leið hafi engin ill eftirköst. Ef til vill ætti eg að láta þess getið, að það var eg sem þaut ofau þegar eg heyrði yður hljóða, og fann yður í yfirliði á kalda gólfinu í þessum hryllilegu göngum. Má eg spyrja hvað kom fyrir yður?” Cicelia hikaði — þótt Voyce sýndist nógu einlægur og virtist hafa unnið til þakklætis hennar, ef að saga hans var sönn, þá gat hún ekki sagt honum sannleikann. Hvorugum þess- ara manna gat hún sagt alt eins og það var. Hún varð að geyma það handa frænda sínum. En eitthvað varð hún að segja. Báðir mennimir horfðu á hana með slíkum eftir- væntingar svip, að þótt hún hefði ekkert haft til að dyja, mundi það hafa komið henni í vandræði. Henni datt því í hug að segja þeim þetta: “Vindurinn nauðaði: svo mjög á húsinu síðast liðna nótt,” sagði hún, “að eg gat ekki söfnað. Eg fór því á fætur til að sjá hvert ein- hver gluggi í göngunum væri opinn. Þegar eg var að gá að þessu, heyrðist mér ein- hver hávaði í áttina til svalanna. Þótt húsið sé ekki líklegur staður fyrir innbrotsþjófa að ráðast á, þá fanst mér í þennan svipinn, að einhver hlyti að hafa brotist inn í húsið.” Philip Voyce kinkaði kolli og mælti: “Það var mjög eðlilegt eins og á stóð. Og það var mjög hraustlega gert af yður að reyna að ráða ein við innbrotsiþjóf.” Hann horfði á hana með mestu aðdáun, en stúlkan flýtti sér með söguna. Aðdiáun hans var næst- um því eins ógeðfeld og hinn dularfulli blær, Sem umkringdi hann. Hin þurra, brakandi rödd Mósesar Grin- stead rauf nú þögnina. “Og var þetta þá innbrotsþjófur?” spurði hann. Hún var næstum að því, komin að segja “nei”. “Eg hafði ekkert tækifæri að ganga úr skugga um það. Það var mjög dimt, og þar sem sloknaði á kertinu, sem eg hafði, þá varð mér fótaskortur og datt. Það var heimsku- legt af mér að æpa — en eg gat ekki að því gert.” Aðdáun Voyce varð nú ennþá sýnilegri. “Það var hið mesta hreystibragð, sem eg hefi heyrt um,” sagði hann, “eða hvað segirðu um það Grinstead?” Lögmaðurinn lyfti aðeins ljótum öxlunum. “Ó, já, nútíma stúlkan er mjög einkenni- leg vera, en yður til hags, Miss Garrett, ætla eg að gefa það ráð að láta frænda yðar eða Niel elta innbrotsþjófa um nætur. Áður en Cicelia gat svarað þessu, sló Voyce hnefanum í lófann og sagði: “Niel! Gat, það verið hann. Eg veit að mér kemur þetta ekkert við, en mér hefir aldrei litist á þann náunga. Ef hann hefir ekki einhverjar syndir á samvizkunni, þá ætlar hann sér að fremja eitthvað Ijótt, það þori eg alveg að ábyrgjast.” Hann leit á Ciceliu, eins og hann byggist við staðfestingu þessarar staðhæfingar, en hún sagði ekkert. Grinstead snerist til varnar þjóninum. “Eg hefi þekt Niel síðustu tíu árin,” sagði hann. “Hann var hjá Mr. Oharles Coxonfield heitn- um, og var honum hinn ágætasti þjónn. Mr. Coxonfield fór ætíð mjög lofsverðum orðum um hann. Og þótt hann væri erfiður húsbóndi, eins gjörráður og hann var í viðskiftum sínum við þjónana, þá er eg viss um að Niel gaf honum aldrei minstu ástæðu til grunsemdar, því að Mr. Coxonfield mundi þá tafarlaust hafa rekið hann. Hafið þér heyrt frænda yðar kvarta yfir Niel, Miss Garrett?” mælti hann og sneri sér að stúlkunni. “Frændi minn er ætíð of önnum kafinn til þess að skifta sér um húshaldið,” svaraði hún. “En eg hedd því fram, að maðurinn sé grunsamlegur og áður en langt um líður mun það koma á daginn.” í þessu leyti kom Warren Murdoch inn. “Eg býst við að þið séuð öll hálfdauð úr hungri,” sagði hann, “og vona eg að þið fyrir- gefið mér fyrri biðina.” Gestirnir svöruðu einhverjum kurteisis orðum, en vísmdamaðurinn kysti frænku sína. “Eg vona að þú hafir ekki neitt ilt af æfintýrinu í fyrri nótt, ástin mín,” mælti hann. Cicelia brosti, og neyddi hún sig til þess; því að hún sá að frændi hennar lagði ekkert upp úr þessu atriði, sem henni var þó svo mikið áhugamál, að hann gerði. Hann bað hana jafnvel ekki um skýringuna, sem hún hafði lofað honum. “Mér líður ágætlega frændi minn,” sagði hún um leið og þau settust að morgunverði, sem þá var tilbúinn. Tveimur stundum síðar sat Cicelia í litlu dagstofunni er hún hafði ti‘1 sinna eigin af- nota. Báðir gestirnir voru farnir. Frændi hennar, sem var hálf önugur, hafði lofað henm að veita henni áheyrn í tíu mínútur og sam- kvæmt því ioforði kom hann nú inn í herbergið og var mjög utan við sig, sem á honum mátti sjá. Hann reyndi ekki einu sinni að fá sér sæti. “Eg vona að Jþú tefjir ekki lengi fyrir mér Cicelia, það getur ekki verið neitt áríðandi, sem þú vilt mér —< —” “Það sem eg ætla að segja þér, frændi, er mjög áríandi — svo áríðandi að eg fór á fætur í nótt sem leið til þess að segja þér frá grun mínum. Eg get ekki talað við þig meðan þú stendur, svo gerðu svo vel og fáðu þér sæti.” Warren Murdoch tautaði eitthvað og varð við ósk hennar.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.