Heimskringla


Heimskringla - 04.11.1936, Qupperneq 7

Heimskringla - 04.11.1936, Qupperneq 7
WINNIPBG, 4. NÓV. 1936 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA GULLBORG Á VATNSBOTNI Frh. frá 5. bls. ýmsum verðmætum munum franskra stóreigna manna. Og þar er samankomið ómetanlegt demantaskraut frá Arabiskum höfðingjum og auðkýfingum frá Asíu og Afríku. Og toargir Indverskir ríkisbubbar hafa töfr- ast svo af þessari dularfullu byggingu, að þeir hafa sent þangað alt sitt verðmætasta gull og gimsteina safn. Sem blaðafregnriti kom eg þangað nokkrum sinnum, til þess að leita mér upplýsinga viðkomandi þessari neðanjarð- ar víggirðing. í fylgd með mér var aðal-verkfræðingur og trúnaðarmaður bankans. Hvílík voða bygging! Reynið að hugsa ykkur hvelf- ingu, sem er tvær og hálf ekra á stræð. — Hljóð eins og gröf- in. í hvelfingunni er nýmóð- ins hitaleiðsla, sem aldri fer upp eða ofan fyrir vist hitastig. Þar verður aldrei vart skjálfta frá þrumandi umferðinni ofanjarð- ar. Hvelfingin sjálf er 15 fet á hæð og styrkt með löngum röð- um af stál og sements súlum, 750 að tölu. Er hver súla 36 þumlungar í þvermál og hefir 400 mæla tons burðarmagn. Byggingin hvílir öll á bjargi. Þakið og veggirnir eru 20 fetá þykkir, af stáli og sements- steypu og með lögum af vatns- heldu jarðbiki. Að utan er hún einnig smurð með jarðbiki til þess að verja því að steypan drægi til sín vatn. En það undursamlegasta er þó það, að “gullborg” þessi er á vatnsbotni og er vatnið 40 feta djúpt, ofan á| henni og útfrá henni. Fyrir löngu síðan rann títil á í gegnum París til Seine. Áin var kölluð Grange Bateliere og átti hún upptök sín úr upp- sprettu í Montmartre um mílu vegar frá borginni. Nú rennur þessi á neðanjarðar til sjávar. Verkfræðingar stífluðu hluta af þessari á„ og veittu henni í geysilega stóran hellir, sem að nokkru leyti var tilbúinn af náttúrunni, en lagaður og styrktur af verkfrðingunum. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn og óvinir geti brotið sig inn að kastalanum, en þá sér í lagi til þess að ekki sé unt að bera gullið og demantana burt. En ,sökum þess að kastalinn er umkringdur vatni alla tíð, er þakið og veggirnir lagðir fínum sogpípum, sem liggja niður i gegnum miðjar súlurnar og draga til sín allan sagga og vessa úr steininum og er það pumpað út úr súlunum daglega árið um kring. Allar vélar í þessari “gull- borg” eru sjálifvirkar. og þó öll borgin, með sínum 4,000,000 íbúa yrði eyðilögð af eldi eða sprengingum ,lþá getur fólk lifað í “gullborginni” neð- anjarðar, svo lengi sem fæðu- framleiðslan er nægileg. Ei' um innbyrðis uppreisnir er að ræða, þá geta, til dæmis 1500 manns af starfsfólki og stjórn- endum bankans farið niður í “gullborgina”, lokað öllum stál- hurðum og haldist þar við ®vo vikum og jafnvel mánuðum skiftir, án þess að hafa nokkur viðskifti eða samband við lif- endurna ofanjarðar. Undir “gullborginni” eru brunnar, og þaðan fæst alt það neysluvatn, sem þönf er á, hreint og hressandi, sem úr berglind. Sjálfvirkar vélar endumýja loftið í byggingunni svo það er altaf ferskt. Rafmagn sitt fær þessi “gull- borg”, frá tveim aflstöðvum í borginni. En fari svo að þær bili, eða geti ekki einhverra or- saka vegna istarfað, þá er hvelf- ingin þannig útbúin að sjálf- hreyfivélar í byggingunni geta framleitt nægilegt rafmagn til ljósa og annarar notkunar. Og jafnvel þó truflun verði á ljós- um fyrir nokkur augnabilk, þá er þriðji hver lampi í hvelfing- unni þannig úr garði gerður að á þeim deyr aldrei, og þannig algerlega komið í veg fyri'r að þar verði dimt. ' Hvernig sambándinu er varið milli “gullborgarinnar” og bank- ans ofanjarðar, fær enginn að vita. iSambandið utan talsím- ans ér leyndardómur. Og lykil- inn að þessum leyndardóm hafa aðeins örfáir eiðsvamir menn. “Franski bankinn á stóra lóð við hliðina á aðalbyggingunni, sem nú er, og undir þessari lóð, liggur “gullborgin”,” sagði leið- sögumaður minn. “Og munu stjórnendur bankans hafa í hyggju að byggja þar þegar frá líður, aðal-bankann, og ganga þanníg frá (hönum að honum geti ekki grandað, gas, eldur eða sprengikúlur.” Við gengum niður í þriðja kjallarann á aðal-byggingunni, sem nú er; úr honum gengum við inn all-langan gang, en þar sem hann endaði varð fyrir okkur 20 feta þykkur veggur af sementi og stáli. Á vegg þess- um er þriggja feta þykk stál- hurð, sem vigtar níu tonn. — Hurð þe&sa er aðeins hægt að opna með því að stilla rétt, kæn- lega útbúna og falda rafmagns- fjöður, sem stendur í sambandi við sjálfhreyfivél í veggnum. — Aðeins banka-verkfræðingurinn má opna þessa hurð, og verður hann að fá alveg sérstakt leyfi eða skipun um að gera iþað. Þegar við komum inn fyrir stál- hurð þesSa varð fyrir okkur stál- sfvalningur |sem ier 18 fet í þvermál og 12 fet á hæð. Sams- konar hreyfivél og áður er getið, stendur í sambandi við sílvaln- inginn og opnar hann í 90 gráða horn. Þá kemur í ljós annar sívalningur í miðju bins, og vigtar sá 15 tonn. Sívalningar þessir falla svo vel saman að samskeytin eru næstum því ó- sýnileg. Sjálfhreyfivélin fer aft- ur í gang, og nú opnast þessi sívalningur, en þó ekki meira en svo að- maður getur smogið þar í gegn. Þegar inn er komið falla þessar óguríegu stállokur sam- an aftur og við erum lokaðir inni. “Það hefir verið reiknað út,” sagði fylgdarmaður minn,_“að verkfræðingar þyrftu tvo mán- uði til þess að komast þarna í gegn, þó þeir ynnu að því bæði nætur og daga. Og þegar þeir okmast í gegn þá bíður þeirra hryllilegt.” — En hvað það er fékk eg ekki að vita. Hér erum við nú staddir í öðrum gang, sem höggvin er í gegn um klett, sem hangir yfir vatninu. Þetta er leiðin til “gullborgarinnar”. Eftir nokk- ur fótmál komum við að holum steinsteypu sívalning sem liggur alla leið í gegnum vatnið og nið- ur í einskonar anddyri í “gull- borginni”. Veggir ihans eru 20 feta þykkir úr stáli og steypu. Innan í honum er lyftivél og stígi. Við gengurn inn í lyfti- vélina, oghún leið þægilega nið- ur steinbolinn og staðnæmdist hljóðlaust í fordyrinu. Þama urðum við að fara í gegnum aðrar tvær dyr, og var hurðin fyrir ytri dyrunum opnuð á tík- an hátt og hinar. Innri ihurðin var að vísu einnig opnuð með sjálfhreyfivél,, en hún er það mikið meira völundar smíði en hinar, að engum sérfræðing er mögulegt að finna út hvemig læsingin er útbúin. Og nú vorum við staddir í sjálfri “gullborginni”, umkringd- ir glæsilegri ljósadýrð og töfr- andi fegurð, svo erfitt var í fyrstu að átta sig á því, að við værum þarna í raun og sann- leika 150 Ifet niður í jörðinni. “Eins og þú getur séð,” sagði leiðsögumaður minn, “þá höf- um við skift hvelfingunni í margar deildir. í einni deildinni er gull og gimsteina safnið í hundrað tuttugu og tveimur her- bergjum, stærri og smærri, sem öll eru lokuð með tvöföldum stálhurðum. í annari deildinni eru 600 fjárhirslu herbergi, sem tilheyra bankanum og auk þeirra nokkur smærri, og svo að sjálfsögðu istór salur fyrir blöð, bækur og iSkjöl bankans. í kringum þessar deildir liggur stræti, þar sem hægt er að kom- ast að öllum vírum og pípum til rannsókna og viðgerða.” “En sú deildin, sem hrífur mést, er starfsherbergi eða véla- rúmin, sem liggja utan við strætið”, sagði leiðsögumaður minn um leið og hann opnaði hverja hurðina etftir aðra, inn í véla og geymsluherbergin, þar sem vélar af öllum upphugsan- legum tegundum ströfuðu. Á M chi<2Vemcnt~ Q63 !ve "A PERFECT BLEND OF N/fALT AND RICE'7 DREWRYS special beer is a new rice brew which we believe to be the cröwning achievement of half a„century’s effort to produce “something better.” You will more than appreciate this latest and greatest production of DREWRYS CLUxy STANDARD LAGER — OLD CABIN ALE — OLD STOCK ALE This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. annari hlið utan við hið rétt- , hirnda stræti, voru svetfnher- bergi fyrir meira en 1500 manng Eldhús eins stórt og fullkomið | sem í stærstu nýmóðins gesta- | húsum (hotels). Þar er glfur- lega stór rafmagnseldavél ásamt öðrum fyrsta flokks þægindum. Og einnig er þar geymsluher bergi með meira en tíu þúsund könnum og dósum af allskonar niðursuðu vörum. í öðru her- bergi er heljar mikill rafmagns kæliskápur á hjólum. Og eg ætlaði ekki að trúa mínum eig- in augum þegar hann opnaði hann, því þar taldi eg 30—40 tylftir af hálfum nauts-skrokk- um, og auk þess voru ;þar ókjör- in öll af kinda og káífsskrokk- um. Hann opnaði annan kæli- skáp. Þar voru staflar af smjöri og ost og ýmsu fleiru. t geymsluherberginu voru allar mögulegar tegundir af verk- smiðju kökum og kexi. Og eg var ekki í efa um að þarna væru allskonar fæðutegundir í svo stórum birgðum að nógar væru handa heilum þerskara i marga mánuði. “Fran'ski bankinn er altaf við- búinn að mæta öllu því versta,” sagði leiösögumaður minn, og brosti dularfullu brosi. O^g nú er á enda ferðaasgan til “gullborgarinnar”. Eg fékk ekki um nema fiátt eitt að fræð- ast í sambandi við hana. En aðal leyndarmálið er, hvernig sambandinu við “gullborgina” og ráðendurna ofanjarðar er varið. Síðan 1930 hafa ótal tilraunir verið gerðar í þá átt, að finna leyniþráðinn þar á milli, en eng- um hefir lukkast það enn. Það hafa einnig verið gerðar marg- ar tilraunir til að finna menn- ina sem að því störfuðu. En það hefir ekki heldur lukkast. Og sökuni þess að það voru að- eins 70 menn valdir úr og látnir vinna þetta trúnaðarstarf, þá gengu sögur fjöllunum hærra um að þeir hafi ekki verið lok- aðir inni.í hvelfingunni, eins og sögusagnir hermdu að oft hetfði verið gert fil tforna, en að þeir hefðu blátt áfram verið allir drepnir, til þess að koma í veg fyrir að leyndarmáiið yrði upp- víst. Ennfremur er það fullyrt að 50 fet fyrir neðan “gullborgina” eða 200 fet niðri í jörðunni, sé annar útgangur höggvin gegn- um klappir og klettabelti. En hvar útgangurinn úr þeim jarð- göngum er, er annar leyndar- dómur, sem engum hefir ennþá lukkast að leysa. Með þessari grein, sem hér birtist í íslenzkri þýðing, er brugðið upp aðeins einni smá- mynd af því, sem hefir verið að gerast frá því síðasta stríði lauk 1918, og til þessa dags. Og þó er þetta ekki nema ófullkomin skuggsjá, hjá því, sem framtíð- in felur í skauti sínu, ef stefnt verður fram sem hortfir. Á meðan miljónir manna eru ativnnulausir í heiminum og fóðraðir af fylkjum og stjórn- um eins og útigangshjörð í jarð- bönn, er miljónum dollara varið til þess að undirbúa styrjaldir í þeim tilgangi að slátra þessum þurfalingum, sem orðnir eru eins og viljalaust verkfæri f höndum þeirra, sem með völdin fara. Öreigalýðurinn heyrir og horfir á, hvernig ógrynni af fé er varið til þess að reisa alls- konar varnarvirki ofanjarðar og neðanjarðar til að safna í gulli og gimsteinum verðmætinu, sem grafið er upp úr jörðinni á öðr- um stöðum. Og öreiga lýður- inn heyrir og horfir á miljónir á miljónir ofan renna í undra byggingar og fyrirtæki ofan jarðar og neðan, sem eiga að vera griða staðir þeirra sem með völdin fara og auðlindun- um ráða á meðan þeir eru að taka ráð sín saman um hvemig þeir geti bezt komið vélabrögð- NAFNSPJÖLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístoíusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 158 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. 0. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESÍDENCE Phone 27 586 um sínum á framfæri og morð- hugsjónum sínum í framkvæmd. Og á alt þetta heyrir öreiga lýðurinn og horfir á. Hann finnur ranglætið og óheilindin og langar að rétta hönd til varnar ósómanum, en megnar ekkert, jafnvel þó hann hafi aflið til að ihindra þessa hel- stefnu sem er á leiðinni að leggja undir sig veröldina og tortíma mannkyninu. Megnar ekkert sökum þess að hann er sjáltfum sér sundurþykkur og þorir ekki að horfast í augu yið veruleikann. En að hinu leitimu er það á- nægjulegt og aðdáunarvert, að virða fyrir sér öll þau undur sem mannsandinn hefir fundið upp og í framkvæmd hrundið í iðnaði og á vélrænu sviði, þenn- an þriðja hluta sem af er tutt- ugustu öldinni. Það eitt fyrir sig er aðeinfe ofiurlítið brot af hugviti því, sem maðurinn get- ur ráðið yfir ef hann leggur rækt við að glæða það. Og mitt í dásemdunum og mikilleikanum, er sorglegt að hugsa til þess að afkvæmum hugvitsins, skuli vera snúið gegn því sjálfu til tortímingar. Eins og dr. Helgi Pétursson segir, þá stendur hvíta þjóðin með öllu sína mikla ihugviti, framförum og menning, á barmi glötunarinnar, og er eyðilegg- ingdn vís, eí hún gengur öllu lengra þá braut, sem hún þræð- ir nú. í sama strenginn tekur dr. Alexander Cannon og hinn heimstfrægi vísinda frömuður dr. Alexis Carrel, að mannkynið standi mjög hættulega hölluru fæti og rnuni áður langt líður verða ver farið en dauðadæmt, ef ekki verði fundin einhver ráð til að bjarga því. Og þannig væri hægt að telja marga framsýna andans menn, sem ræða, rita og starfa í sam- ræmi við núttúrulögmálin og guð í sjálfum sér, og leitast við á marga vegu, að opna augu lýðsins og fá hann til að gera það sama. En þessir andans menn eru því miður í miklum minnihluta enn. — Davíð Björnsson G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli oe eru þar að hítta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lastur ÚU meðöl i viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 atS kveldinu Simi 80 857 665 Vlctor St. A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- lr. AUur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesion 218 Sherburn Street Taisimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Dlamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Áve. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 312 Curry Bldg., Wlnnipe* Gegnt pósthúslnu Simi: 96 216 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, tnsurance and Financial Agents Sími: 94 221 800 PARIS BLDG.—Winnipeg Office Phone Res. Phone 21 834 72 740 DR. J. A. BILDFELL 216 MEDICAL ARTS BT.no Office Hours 4 P.M.—6 P.M. and by appointment Residence: 238 Arlington St. Orrici Phoni Rks. Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUILDING Ornci Hoths: 12 - 1 4 ».m. - 6 r.M. *nd by APPOINTMINT J. WALTER JOHANNSON U mboðsmaður New York Life Insurance Company

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.