Heimskringla - 09.12.1936, Qupperneq 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 9. DBS. 1936
i
“Auðvitað frændi. En þegar hann segir
utan húss, á hann ekki við að hann ætli að
sofa á jörðinni?”
“Hver veit það barnið gott?” svaraði vís-
indamaðurinn fljótlega. “Eg held að jafnvel
Sapford mundi fara svo langt. En eg þori
ekki að styggja hann, þó ekki væri nú um
gamla vináttu að ræða. I>ú gerir það, sem
þú getur.”
Vandræðasvipurinn hvarf af andliti stúlk-
unnar.
“Mér dettur í hug sumarhúsið,” sagði hún,
það er óhreint mjög, en Niel gáíti hreinsað það
og gert það svo að hann gæti sofið þar.”
“Það er alveg fyrirtak,” sagði vísindamað-
tirinn, sem á karlmannavísu, sá nú ráðið bót á
vandræðunum. “Eg vissi að þú mundir finná
ráð.” Hann lagði höndina á öxl hennar. —
“Sapford ætlar að koma hér, til þess að ræða
um uppfyndingu mína. Hann er einn af beztu
. vísindamönnum í landinu, og eg held að eg
geri hann undraúdi, eg held eg geri það.” Hann
hló eins og skóladrengur, sem hefir fundið út
eitthvað spaugilegt.
Cicelia gat ekki tekið þátt í kátinu hans.
Hrollur fór um hana í hvert sinni og hún
heyrði á hana minst.
Hefir þú næstum því lokið við hana,
frændi?”
“Hvað þá, uppfyndinguna? Já henni er nú
næstum lokið, og eg held að hún sé betri, en
eg gat búist við. Sapford er fær um að gefa
dóm sinn á henni. — Hann hefir áhrif hjá
stjórninni líka og það getur verið, að nafnið
Murdoch verði nefnt með virðingu. Þegar
næsta stríðið kemur—”
“En það verður aldrei annað stríð, frændi?
Það getur ekki orðið. Þjóðimar -mundu aldrei
leyfa það. Ameríka—”
“Þegar næsta stríðið kemur eins og það
hlýtur að koma, þá verður Ameríka svo flækt
inn í það, að hún hefir hvorki tima né löngun
að leika lögregluþjón í Evrópu. Hin mikla
þjóð þín, Cicelia, mun hafa fult í fangi með
að berjast fyrir tilveru sinni.”
“En hvað getur valdið slíkri stjrrjöld?”
“Hvað veldur styrjöld, Cicelia?” endurtók
Murdoch. Margt, igóða mín — en, einkum
mannlegt eðli. Eins lengi og það er til á með-
an verða styrjaidir — þeim getur ekkert aftrað.
Flóknir alþjóða dómstólar geta verið til og al-
þjóða friðarþing háð. Ekkert nema sjónhverf-
ingar. Þrátt fyrir alla menninguna, er maður-
inn hálf viltur undir yfirborðinu og meðfædd
tilhneiging hans er að berjast fyrir því, sem
hann þráir.” >
“Þetta er þunglyndisleg lífsskoðun,
frændi.”
“Það er eg viss um, en hún er sönn engu
að síður. Og sannleikurinn er oft sárgrætileg-
astur. En eg ætla mér ekki að hrella þig
meira. Eg vil að þú njótir þeirrar ánægjulegu
vissu með mér, að þótt það sé ekki á mann-
legu valdi að stemma stigu fyrir styrjöldum, þá
er það hægt fyrir menn eins og mig ef hepnin
og þolinmæðin fylgjast að, að finna upp ráð,
sem geta orðið að ómetanlegri blessun fyrir
þetta land, þegar hún kemur.”
Þetta varð hún að láta sér nægja, en hún
var í þungu skapi margar stundir eftir þetta
samtal. Hún hafði það á tilfinningunni að
uppfynding Warren Murdoohs, sem gaf hon-
um svo miklar vonir, mundi flytja öllum þeim,
sem byggju í Heiðarhöllinni eitthvað ilt.
Warren Murdoch er í æstu skapi
Þenna dag ibrá Warren Murdoch venju
sinni. Venja hans var sú að fara aldrei út
fyrir landareignina, sem hann hafði erft, en
þegar þau höfðu drukkið teið, lýsti hann því
yfir, að nú ætlaði hann að fara sjálfur til járn-
brautarstöðvanna og hitta vin sinn.
“Eg ætla að skilja við húsið í þinni umsjá
og vona eg að þú látir engan brjótast inn,”
mælti hann í hálfgerðu spaugi við Ciceh'u. Hún
hafSi aldrei séð hann í jafn góðu skapi. Hann
spaugaði jafnvel við Níel, sem átti að aka hon-
um í Ford-ræflinum til brautarstötðvanna og
var nú að hjálpa húsbónda sínum í yfirhöfnina.
Þetta var ekki skemtilegt. Frændi hennar
mundi verða eina stund að heiman að minsta
kosti og öll ábyrgðin hvíldi á henni, en hún
huggaði sig við eitt, Níel mund verða í burtu
á meðan.
Rökkrið kom. Hún var á verði og lét Mrs.
Níel hugsa úm matinn. Ekkert kom fyrir og
hún heyrði sér til ánægju að bíllinn kom tU
baka. Hún flýtti sér fram í anddyrið og tók á
móti frænda sínum, sem heilsaði henni alúð-
lega
“Segðu mér nú gamli vinur hvemig þér
lízt á bústýruna mína?” spurði Warren Mur-
doch manninn, sem nú kom inn í anddyrið. —
|
Leðurblakan
Skáldsaga þýdd úr ensku |j X
Þessi maður var Joshua Sapford. Hann var
bæði hár og þrekinn, um fimtugt. Hann var
hálsdigur og rauður í andliti, en, keyrslan
hafði gert hann blóðrauðan. Hann hafði sterk
gleraugu.
“Bf þekking þessarar ungfrúar á húshald-
inu fer eftir útliti hennar þá verð eg, kæri
Murdoch, að óska þér til hamingju,” sagði
gesturinn í djúpum og hljómsterkum rómi,
sem virtist hlýja upp skuggalegu forstofuna.
“Þú mátt vera viss um, að Cicelia leggur
sig í líma, að gera þér veruna hér eins
þægilega og unt er,” sagði húsráðandi.
“Það er eg viss um,” svaraði gesturinn.
“En Murdoch, þú hefir reglulegt höfðingjaset-
ur héraa, en finst þér ekki allar þessar dökku
eikarþiljur gera þig þunglyndan við og við?”
Hann litaðist um efablandinn.
“Eg Ihefi ekkert tekið eftir því,” svaraði
hinn, “en dökkar þiljur gera þér ekki mikið
til sem ætlar að sofa úti. Eg kýs dökkar þilj-
ur fram yfir loðhúfu.”
Þeir hlóu báðir og eftir að hafa séð húsið
og lýst yfir ánægju sinni með alt, sem hann
sá, lýsti hann því yfir að sumar húsræfillinn,
sem hafði verið útbúinn fyrir hann, væri á-
gætlega fallinn fyrir hann til að sofa í.
Þessi sérviska mín er eingöngu vegna
heilsunnar, kæra Miss Garrett. Mér þefir ekki
liðið vel um nokkurn tíma og sérfræðingurinn,
sem eg leitaði til, styrkti mína eigin skoðun,
að það mundi vera gott fyrir mig, að sofa úti.
Eg hefi gert það í alt sumar og ætla að gera
það alt árið um kring.”
“Eg vona að vel fari um yður, prófessor,”
mælti hún. En ekki leist henni á að hann
svæfi úti á heiðinni um þennan tíma ársins, en
henni kom það auðvitað ekkert við.
Þau borðuðu miðdegisverð snemma og á
meðan töluðu n^ennimir saman á máli, setm
hún skildi ekki fremur en það væri gríska. Að
máltíðinni lokinni stóðu þeir upp og fóru til
vinnustofunnar. Var prófessor iSapford all
fús þangað. En frændi hennar var rjóður og
titrandi af ákafa.
Löngu «ftir miðnætti komu þeir aftur upp
í setustofuna, þar sem Cieelia beið þeirra hálf
sofandi.
“Góða mín, þú mátt til að óska mér til
hamingju,” mælti frændi hennar í alveg nýjum
málrómi. “Vinur minn, Sapford hefir hlustað á
það, seim eg hafði að segja, og er því sam-
þykkur, að eg hafi rétt fyrir mér.”
“Æ, frændi m|inn, eg er svo glöð að heyra
það,” mælti hún og kysti frænda sinn.
“Já, ungfrú Gaxrett, frændi yðar hefir
gert kraftaverk, eitt af kraftaverkum nútím-
ans, en það verður að reyna þetta á praktískan
hátt en við munum gera það á morgun. Nú
sem stendur” — hann sneri sér að hiúsráðanda
— “vona eg að vinnustofan þín hafi góða og
sterka skrá.”
Warren Murdoch kinkaði kolli.
“Þú getur verið óhræddur um það.”
“Það er líka eins gott. Maður heyrir
margar sögur um innbrot á þeim stöðum, sem
slíkir hlutir, er hafa alþjóðlega þýðingu eru
geymdir, og það hefir þessi hlutur, sem þú
hefir fundið upp.”
“Það er það, sem eg hefi verið að segja
frænda mínurn, en hann hefir ekki viljað
hlusta á mig hingað til.”
“Eg er alveg óhræddur. Það er mjög ó-
líklegt að nokkur hafi minstu hugmynd um að
slíkt áhald, sem þetta sé til á svona afskektum
stað, eða hefði hugmynd um þýðingu þess,
jafnvel þótt það væri útskýrt fyrir þeim.”
Cicelia hefði getað svarað þessu á við-
eigandi hátt. Því hefði Moses Grinstead legið
á skráargatinu og reynt að sjá inn í vinnu-
stofuna? Og hvað vildi maðurinn með hálfa
andlitið þangað? En það var orðið framorðið
og hún var dauðþreytt og hafði Ihvorki líklam-
legt né andlegt þrek til að þrátta um þetta
lengur.
Eftir að Níel hafði fylgt prófessomum út
í sumarhúsið, fór hún upp til herbergis síns.
Hún hafði eina hugsun í huga. Á morgun
ætlaði hún að skrifa Ronald Gavin og biðja
hann að finna sig tafarlaust.
Rannsóknarför
Ian Heath hló heldur hörkulega.
“Þ^ð er ekki til neins, Jerry,” mælti hann,
“eg verð að fara þessa för einn.”
“Fjandinn hafi einfarir þínar,” tautaði
hann. “Hvað gerir það þó þú hafir mig með
þér í þetta sinni?”
“Þetta, eg vil að þú sért hér ef Voyce
skyldi koma. Ef hann kemur getur þú logið
svo lítið í hann og sagt honum að eg sé í rúm-
inu með dálítið kvef, eða að eg sé í þorpinu og
ætli að vera þar í kveld.”
“Og hver er meiningin?” spurði Hartsgill
önuglega.
“Meiningin er þessi, ó, þú erkiflón, að eg
ætla ekki að eiga neitt meira í hættunni með
þennan Voyce — sem eg er viss um að heitir
það hreint ekki. Það getur verið að eg sé
hégómlegur, en eg er hreint ekki viss um,
nema Voyce viti hver eg er. Blaðiö, sem birt
myndnia af mér, hefir marga kaupendur, eitt-
hvað nærri tvær miljónir hvem morgun, og
þar sem Misis Garrett sá snjaldrið á mér birt í
því svona rausnarlega, þá er það jafn mögu-
legt, að Voyce hafi séð það. Þú fylgist með
þessu?”
“Þú þvælir svo sem nógu mikið.”
Heath svaraði þessum ruddaskap engu, en
bætti við: “Eg treysti Voyce ekki og það er á-
reiðanlegt, að hann treystir ekki mér. Hann
ætlar vafalaust að vakta mig eins og eg ætla
mér að vakta hann.”
“Hann hefir boðið þér heim í kofann sinn,’,
mælti Hartsgill.
“Það er alveg rétt, en ef þú hefðir hálft
héra vit, gætir þú skilið að það er bara til aö
slá ryki í augu mín. Hann læst vera vingjarn-
legur en hyggur á ilt. Þegar við heimsækjum
hann, mun hann taka okkur ágætlega. Hann
verður eins liðugur og vegurinn í slæma stað -
inn, þangað sem þú ferð Jerry, drengur minn,
nema að þú bætir ráð þitt. En það verður ekki
sá sanni og rétti Philip Voyce; ekki mun eg
heldur sjá kofann eins og hann er, öll leynd-
armálin sem hann geymir, munu verða vand-
lega falin.”
“Þú ert mér þá sammála um að hann sé
ómögulegur.”
“Það vil eg ekki staðhæfa. Eg hefi engar
sannanir. En þetta get eg staðhæft, að þessi
náungi, sem kallar sig Philip Voyce er andlega
vanskapaður, og það á fleira en einn hátt, eða
mér skjáltlast þá meira en lítið.”
“En ef hann er nú heima þegar þú kem-
ur? ”
“Þá'hefi eg gengið fimm mílur til einskis.”
“Ætlar þú ekki að fara inn?”
“Nei, ekki mikið. Það væri að sýna spilin,
sem eg hefi á hendi og það vil eg ekki gera, en
ef Voyce er heima sem eg vona að geta geng-
ið úr skugga um, án þess að hann viti, þá fer
eg 'heim aftur og mun hafa góða öiatarlyst.”
“Og ef hann er ekki heima?”
“Þá ætla eg að læðast í kring og líta á alt
úti við. Reyndu að venja þig á þolinmæði,
Jerry, þegar kemur að lokaþættinum, og eg
held ekki að langt sé þangað til, þá skal eg
lofa þér að vera með alt, sem þú vilt.
“Jæja,” mælti Hartsgill og er ásáttur
með loforðið, “en ætlar þú að taka Betu?”
“Nei, eg held nú síður. Það væri að aug-
lýsa farðalag mitt. Eg vil ekki vera ókurteis
en eg hata þetta mótorhjól þitt.”
“Jæja, jæja, og farðu-----”
“Og farðu hvað?” spurði Heath.
“Farðu varlega í hamingju bænum,” mælti
Jerry og gat nú varla dulið áhyggju sína.
“Það eir rétt, kunningi,” sagði Heath og
lagði hendina á öxl vinar síns.
“Farðu til fjandans út héðan,” kallaði
hann og Heath fór út brösandi.
Rökkrið var fallið á einni stundu áður og
var heiðin nú sveipuð í purpuralita kápu sem
var undrafögur og ægileg í senn. En stjöm-
urnar voru komnar upp og eftir þeim tók
Heath stefnuna og gekk öruggum skrefum,
þótt eigi væri öruggt undir fótum. Hin með-
fædda ratvísi hans gerði honum létt að halda
stefnunni og að íúmri stundu liðinni hægði
hann gönguna. Hann laut niður, því að hann
þorði ekki að nota vasaljósið. Þetta hlaut að
vera götuslóðin, sem Hartsgill hafði sagt, að
lægi heim að kofa Voyce.
Hann fór ekki um hliðið. í þessari djúpu
þögn gat hið minsta skrjáf áðvarað ef einhver
var heima, einkum ef sá var æfður í eftirtekt,
auk þess gat Voyce haft hund, þó að Heath
hafði ekki heyrt um það.
1 kring um húsið og garðinn var stein-
gerði illa hlaðið, Heath stökk yfir það léttilega.
Hann læddist hálfiboginn upp að húsinu. Ekk-
ert ljós sást, en reynslan hafði kei\t honum að
fara gætilega, er hann átti við slíkan mann
sem hann grunaði að Voyce væri.
Fáum mínútum síðar var hann kominn
inn í húsið. Hann hafði gert margt á þeim
tíma. Hann fullvissaði sig um að bíllinn var
ekki í byrginu. Hepnin var auðsæilega með
honum, en hann gat aldrei treyst því til fulls.
Fáum mínútum síðar var hann viss um að
Voyce var ekki heima, svo að hann notaði
þjófalykil og fór inn.
Herbergið sem hann læddist inn í var eld-
húsið. Það var gott eldhús og vel um gengið.
Þessi einibúi virtist fær um að líta eftir sér á
réttan hátt. Gólfið gljáði spegilhreint í Ijósinu
úr vasablysinu.
Hann opnaði þungar dyr og leit inn í dag-
stofuna, sem var frekar góðum húsgögnum
ibúin. Stór klukka stóð við vegginn á móti
glugganum. Til hægri, þegar hann gekk inn,
var ganjaldags arin og á honum voru ennþá
glæður, og stór hrúga af nýju eldsneyti var í
honum. Voyce hafði auðsjáanlega ekki verið
Iengi í burtu. Við arininn stóð stór hæginda-
stóll og bauð til sætis, en ekki þáði Heath boð-
ið, heldur hélt hann áfram.
Það sem honum lék mestur munur á að
kynnast var stórt skrifborð undir glugganum.
Yfir því var læst lok, sem renna mátti aftur.
Voyce hafði dregið lokið yfir, en gleymt lykl-
inum í skránni. Það var mikil freisting að
sjá lykilinn þarna. Heath var vandaður maður
og hann spurði sjálfan sig að hvort hann hefði
leyfi til að opna hirslu manns, sem hann hefði
engar sannanir gegn, þótt hann grunaði hann.
Hann hugsaði sér að skoða koíann fyrst þó
að honum fyndist það hálf rangt. Hann gekk
að öðrurn) dyrum, sem hlutu að vera svefn-
herbergisdyrnar, þar sem húsið var einlyft. —
Dagstofan var einföld og húsgögnin fá, en
honum brá við að sjá svefnherbergið. Það gat.
verið svefnherbergi stúlku og það teprulegrar
og skrautgjarnrar. Það var fult af skrauti og
smámunum. Á borðinu var f jöldi af glösum og
baukum og gat Heath ekki annað en brosað
að, er hann skoðaði safnið, en brátt varð hann
alvarlegur. Það sem hann hafði haldið um
Philip Voyce var rétt eftir alt saman. Þetta
furðulega svefnherbergi bar vott um sýkta
hugsun, sem var heilbrigðum manni andstyggi-
lög.
Þegar Jerry Hartsgill var orðinn einn þá
tók hann eins og flestir óánægðir menn gera,
upp pípu sína og fór að hugsa.
Því hafði ekki asninn hann Heath leyft
honum að fara með? Hartsgill greip upp það
sem einu sinni hafði verið trefill og þeytti
honum í reiði sinni þvert yfir herberið. Hann
vissi hvað að sér gekk. Hann var skapaður
til að standa í styrjöldum. Hvort sem það var
nú vegna æsingar undanfarinna daga, eða af
einhverju öðru, þá fann hann að það var að
renna á sig berserksgangur. Hann gat ekki
barist við Heath, og nema að hann rifi húsið
niður, var ekkert til að skeyta skapi sínu á.
Hann gat auðvitað drepið fáeinar hænur, en
það var ekkert þægðarverk að vinna á hænsn-
um.
Það vildi ekki lifna í pípunni svo að hún
var engin huggun. Hann stóð því á fætur og
igekk út. Hann ætlaði að taka Betu og fylgjasi
á eftir Heath. Flónið hefði kannske vilst. —
Margt gat hafa fyrir hann komið Voyce hafði
ef til vill rotað hann. Hann gat hafa dottið í
hérgryfju — þúsundir hrakfalla gátu hent
hann.
Hartsgill hafði hendina á hurðarhúninum.
Nei, hann gat ekki gert það. Honum hafði
verið annað fyrir lagt og því varð hann að
hlýða. Heath mundi reiðast. Hann gat reiðst.
Hann settist því við arininn og fylti nú pípuna
með meiri gætni. Hann fór að hugsa um þann
tíma, sem hann og Heath höfðu verið í skóla
saman og öll þau æfintýri, sem vinur hans
hafði lent í út um alla Evrópu síðan um þann
tíma. Það var virðulegt að vera trúnaðar vin-
ur slíks manns. Og nú átti hann í leyndar-
dómsfullu máli, sem hann, Hartsgill, fengi að
taka þátt í áður en langt um liði
En setjum nú svo að Heath yrði drepinn
áður en það yrði, hvað þá? Þessi Voyce. —
Honum fanst viðureign Heaths og þess manns
vera líkust leiksýningu. Það var eitthvað
dýpra samband milli þeirra en persónuleg and-
úð Já, nú skildi hann það. Þeir elskuðu
báðir sömu stúlkuna. Hvaða flón gat hann
verið, að hafa ekki séð það fyr Hann mintlst
hvemig Heath hafði orðið við þegar hann®
nefndi stúlkuna fyrst við hann. Hann hafði
farið að elska hana við fyrstu sýn. Aldrei linti
fádæmunum í þeim efnum Ian Heath, sem
hafði séð og kynst og starfað með mörgum
þeim fríðustu konum í álfunni og aldrei orðið
Snortinn af örvum ástarinnar, var nú snortinn
af — jæja, jæja! Hann hafði víst kynst nógu
af kveneðlinu í bæjunum til þess að vilja ekki
hafa neitt meira með það að gera.
En Heath átti í höggi við harðsnúinn
þrjót — á því var enginn vafi. Það var ekki
einungis þessi hárkolla, er lét hann líta svo á.
Hann sjálfur, Ian He^th og Cicelia Garrett
höfðu öll þessa sameiginlegu skoðun. Hún
hlaut að vera bygð á einhverjum grundvelli.
Voyce þessi leit út fyrir að vera misendis mað-
ur og léti fátt fyrir brjósti brenna. Ef hann
fyndi nú Heath við kofann vera að læðast í
kring um hann í myrkrinu, þá mundi hann
tafarlaust skjóta hann og afsaka sig svo á eft-
ir. Vegna þess hve afskekt býlin voru á heið-
inni, var mönnum leyft að hafa skotvopn og
hver kviðdómur sem væri settur á þessum slóð-
um, mundi sýkna þann er víg vegi á sinni land-
areign, ef ihann gæti sýnt fram á að það hefði
verið gert í sjálfsvöm.
Hann sá í huganum hinn gamla vin sinn
liggja dauðann á óslétta gólfinu og yfir honum
stóð fjandmaður hans sigri hrósandi.
Hann þoldi ekki lengur mátið. Þetta var
að verða óþolandi. Hvert sem Heath varð
reiður eða ekki, þá varð hann að ná í Betu og
fara af stað til að leita að honum.
Hann setti gömlu húfuna á höfuðið og
tróð sér í óhreinustu yfirhöfnina, sem til var í
grendinni, og þar sem ekki var neitt annað
vopn fyrir hendi, greip hann skörunginn frá
arninum og stakk honum í vasa sinn. Hann
þaut að dyrunum og opnaði þær.
Það var kol-níða myrkur úti. Hann stóð
fáein augnablik og hlustaði eftir einhverju
hljóði.
I