Heimskringla - 30.12.1936, Page 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 30. DES. 1936
JÁTVARÐUR KONUNGUR
VIII.
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson
Eins og öllum er kunnugt,
urðu nýlega konungaskifti á
Englandi. Játvarður konungur
VIII lét af stjórn, en Georg VI.
bróðir hans tók við.
Hafa þessar breytingar orðið
með svo einkennilegum hætti og
af svo sérstökum orsökum að
engin dæmi finnast hliðstæð í
mannkynssögunni.
Eg hefi lofað Heimskringlu
að skrifa stutt yfirlit yfir þetta
mál sérstaklega þeim íslending-
um til fróðleiks og skemtunar,
sem ekki hafa full not ensku
blaðanna.
En sem nokkurs konar inn-
gang að þeim greinum langar
mig til að þýða stutt leikrit eða
samtal, sem hinn heimsfrægi
írski rithöfundur G. Bernard
Shaw hefir skrifað um málið;
þetta samtal birtist í ritinu “The
Daily Mirror” í Englandi 7. þ. m.
Þess má geta að fyrir nokkr-
um árum var Georg V. Breta-
konungur allveikur; skrifaði þá
Barnard Shaw ímyndað samtal
milli ríkiserfingjans (Prince of
Wales) og eins af læknum kon-
ungsins. Kallaði hann þetta sam-
tal: “Konungurinn og læknarnir
— ótrúlegur samsetningur.”
Nú skrifar Shaw annað sam-
tal í sambandi við það, sem er að
gerast og kallar það: “Konung-
urinn, stjórnarskráin og konan.”
Leikritið eða samtalið er þann-
ig:
í konungsríki uppþotsmann-
anna skeði það einhverju sinni,
að sami ríkiserfinginn sem eg
skýrði frá að átt hefði við erfið-
leika að stríða þegar faðir hans
var veikur, komst sjálfur til
valda eftir dauða þessa sama
föður.
En böggull fylgdi skammrifi,
því ekki var hann fyr seztur í
konungshásætið en hann komst í
ónáð við stjórn og kirkju.
Þótt nýi konungurinn væri
rúmlega fertugur, var hann ó-
kvæntur.
En sökum þess að nú var hann
orðinn konungur vildi hann stað-
festa ráð sitt og gefa þegnum
sínum gott eftirdæmi með því
að stofna heimili og eignast erf-
ingja.
Hann þurfti að eignast prúða
og stilta konu, því hann var á-
kaflega taugaviðkvæmur og
rausið í ráðherrum hans var oft
afar þreytandi.
Nú vildi einmitt svo vel til að
hann þekti konu, sem var gædd
þessum eiginleikum. Eftir því
sem eg man bezt hét hún Daisy
Bell. Og sökum þess að hún var
frá Bandaríkjunum var hún auð-
vitað tvígift áður. Þurfti því
engum getum að því að beita að
hún hlaut að verða ágætur ráða-
hagur fyrir konunginn, sem
aldrei hafði áður verið við kven-
mann kendur.
Þetta virtist alt eðlilegt og
sómasamlegt; en í landi upp-
þotsmannanna er aldrei hægt að
treysta því að nokkurt mál nái
framgangi þegjandi og hljóða-
laust.
Reyndar skiftir stjórnin sér
ekkert af því þótt heil héruð
eyðileggist og fólkið svelti þar
heilu hungri; hún lætur sem hún
hvorki heyri það né sjái. En hún
lýsir því yfir hátíðlega að heims-
endir hljóti að vera í nánd ef ein-
hver útlendur stjórnari klæðist
öðruvísi en venja er til.
Konungurinn varð því ekkert
hissa þegar honum var sagt frá
því einn góðan veðurdag um há-
degisbilið að erkibiskupinn og
forsætisráðherrann væru komn-
ir og krefðust þess að fá að tala
við hann tafarlaust.
Konungurinn var nýkominn
heim; hann hafði verið hjá Mrs.
Bell um morguninn og var því í
ágætu skapi. Hann lét kalla á
þá inn og baúð þeim bæði vín og
vindla.
En þeir neituðu þessum góð-
gerðum. Og ekki nóg með það,
heldur var þeim sýnilega svo ó-
rótt innanbrjósts, að þeir litu út
eins og dauðveikir menn.
“Hvað gengur að ykkur,
drengir?” spurði konungurinn.
“Hvernig dettur þér í hug að
spyrja svona?” svaraði forsætis-
ráðherrann. “Hefirðu ekki (lesið
blöðin? Þetta er í hverju ein-
asta blaði. Þau meira að segja
flytja myndir. Jafnvel hundkvik-
indi þessarar konu er sýnt í
blöðunum! Hvað ætlar yðar há-
tign að gera í sambandi við
þetta ?”
“Ekkert annað en það, sem
venjulegt er”, svaraði konungur
stillilega. “Eg verð krýndur í
maí, en í apríl ætla eg að kvong-
ast henni Daisy.”
“ómögulegt!” sagði forsætis-
ráðherrann, og nálega öskraði út
úr sér orðunum. “Brjálæði!”
“Kemur ekki til nokkurra
mála!” sagði erkibiskupinn, og
málrómur hans var svo æfður í
ræðustólnum, að hann lýsti hinni
fullkomnustu prédikara list.
“Það kemur til engra mála að
þú eigir þennan kvenmann!”
“Eg kynni betur við að þú
kallaðir hana Mrs. Bell,’ sagði
konungur. “Eða Daisy, ef þú vilt
það heldur.”
“Ef eg ætti að framkvæma
þessa fyrirhuguðu giftingu
þína,” sagði erkibiskupinn, “þá !
yrði eg að nefna hana “þennan i
kvenmann” og það sem henni i
hæfir í drottins húsi, hæfir henni j
ekki síðar hér. En svo þarf það
ekki til; eg afsegi með öllu að
gifta ykkur.”
“Og eg segi af mér!” sagði
stjónarformaðurinn.
“Hvaða dæmalaus vandræði!”
svaraði konungurinn gletnislega.
“Væri það of særandi ef eg minti
þig á það, að til eru fleiri en þú,
sem verið geta forsætisráðherr-
ar? Sandy MacLossie myndar
fyrir mig konungsflokk hvenær
sem eg vil eða bið hann. Fólkið
er með mér, og satt að segja er
það ekkert ólíklegt að þú verðir
að segja af þér hvort sem er
löngu áður en krýningin fer fram
að sumri.”
“Þessi ósvífni getur þó að
minsta kosti ekki náð til mín,”
sagði erkibiskupinn. “Kirkjan
samþykkir aldrei giftingu, sem
brýtur í bága við stjórnar-
skrána.”
“Það er ágætt!” svaraði kon-
ungur. “Það léttir þungu fargi
af mínum herðum. Trúaratrið-
in eru mér ekki eins auðveld og
þau voru fyrir hann Vilhjálm
konung; það lítur út fyrir að þið
hafið ekki lesið um dauða hans:
Vilhjálmur þurfti aðeins að taka
tillit til nokkurra æfintýra-
manna, sem allir voru kristnir,
allir fylgdu einni sérstöku
kristnu deildinni. Eg aftur á
móti verð að taka tililt til fimm
hundruð miljóna — það er tala
þegna minna.
“Aðeins ellefu hundruðustu
(11%) þeirra fylgja kristnum
kenningum, og jafnvel það litla
brot er svo margskift í flokka og
deildir að eg get ekki sagt eitt
einasta orð um trúmál án þess
að særa tilfinningar einhverra
þegna minna.
Eins og sakir standa er það
móðgun gegn páfanum og kirkju
hans að eg taki við ríkisstjórn
einungis í nafni mótmælenda
kirknanna.
“Ef eg verð giftur í kirkju —
sérstaklega í kirkju með turni
— þá móðga eð kvekarana. Ef
eg játast undir hinar þrjátíu og
níu (39) greinir ensku kirkjunn-
ar, þá skuldbind eg mig til þess
að bannfæra flesta minna þegna,
sem eg á að elska og vernda; og
eg neyði hundruð miljóna til
þess að skoða mig sem fjand-
mann þess guðs, sem þeir til-
biðja.
Nú er þannig mál með vexti,
að þótt alt trúartildrið í sam-
Ibandi við krýninguna sé löngu
úrelt, þá get eg þar engu breytt.
Þar kemur til þinna kasta, herra
erkibiskup.
En eg get gert annað: eg
get látið gifta mig löglega utan
kirkjunnar, án þess að þú þurfir
við þá athöfn að misbjóða þín-
um viðkvæmu trúartilfinning-
um, og án þess að særa trúar-
tilfinning einnar einustu sálar
í brezka ríkinu.
“Eg ætla að láta gifta mig
borgaralegu hjónabandi; eg fer
bara til skrásetjara ríkisins. —
Hvað hafið þið um þetta að
segja, herrar mínir?”
“Þetta er óheyrilegt! Svi-
virðilegt!” hrópaði erkibiskup-
inn. — “En það losaði mig nú
samt úr klípunni,” bætti hann
við.
“Erkibiskup!” öskraði forsæt-
isráðherrann, “ætlarðu virkilega
að bregðast mér?”
“Mér er ómögulegt að finna
nokkur orð til þess að svara hans
hátign,” sagði erkibiskupinn. —
“Mér gat aldrei dottið í hug að
hann tæki þessa stefnu; hann
gerir mann alveg orðlausan. —
Heyrðu, þú ættir að tala við
hann um stjórnarskrána. í sam-
bandi við þetta mál á meðan eg
er að hugsa mig um hvað eg á
að segja. Eg er alveg ráðalaus
með hann.”
“Það er þó ómögulegt að þú
ætlir að brjóta stjórnarskrána?”
þrumaði forsætisráðherrann. —
“Þingið er æðsta valdið.”
“Það er álitið að svo sé á
meðan það lætur ekkert til sín
taka,” svaraði konungur, “en
hvað sem því líður þá er mér
sannarlega eins ant um stjórn-
arskrána og þér.
Mundu bara eftir því að ef
þú knýrð mig til þess að kref jast
kosninga og þjóðin greiðir at-
kvæði um þetta mál, þá ber eg
engan kvíðboga fyrir úrslitun-
um. Þú yrðir svei mér undir í
þeim kosningum. Blaðrið og
fleiprið í blaðatuskunum þínum
hræðir mig ekki og hefir engin
áhrif á mig.”
“En það er ekki verið að tala
um neinar kosningar,” sagði for-
sætisráðherrann. “Ertu viljug-
ur að fara eftir ráðum átjórn-
arinnar eða ekki ? Það er spurn-
ingin, sem fyrir liggur, og ekkert
annað.”
“Það er undir því komið hver
þau ráð eru,” svaraði konungur.
“Hver eru ráð ykkar? Hvaða
konu hafið þið hugsað ykkur að
láta mig eiga ? Eg hefi valið mér
konuefni sjálfur. Þið virðist ekki
vera ánægðir með það; það er
því sanngjarnt að krefjast þess
að þið nefnið þá, sem þið ætlið
mér að eiga. Það hefir enga
þýðingu að tala um hjónaband
út í bláinn, án þess að hafa ein-
hverja ákveðna konu í huga. —
Verið þið nógu miklir menn til
þess að gera einhverjar ákveðn-
ar tillögur. Nefnið þið konuna,
sem þið hafið í hyggju!”
“Þetta er alt misskilningur,”
sagði forsætisráðherrann. —
“Stjórnin hefir enga ákveðna
konu í huganum þér til handa.
Þú ert ósanngjarn í þessu máli.”
“Þú átt við það að eg hafi
yfirhöndina í þessari deilu — að
eg hafi betri málsstað; þú finn-
ur til þess að þú ert að fara
halloka,” sagði konungur. “Eg
veit að það er satt; þinn máls-
staður stendur ekki einungis
höllum fæti — hann er í lausu
lofti og stendur á engum fæti.
Eg ásetti mér að vinna í þessari
deilu við þig, og eg veit að minn
málsstaður er réttur, en þinn
rangur. Þú veizt það líka.”
“Nei, nei, alls ekki!” svaraði
forsætisráðherrann. “En eg get
ekki kosið þér konu; finst þér
sanngjarnt að ætlast til þess?”
“Ef það er satt, þá geturðu
ekki heldur ráðlagt mér neitt í
því máli, og væri þér því sæmi-
legast að skifta þér ekkert af
því,” sagði konungur, “og ef þu
getur ekkert ráðlagt mér, þá get
eg auðvitað ekki farið eftir ráð-
um þínum, sem engin eru.”
“Mér finst þú snúa út úr öllu
sem við segjum,” sagði forsætis-
ráðherrann. “Eg hefði aldrei
trúað þessu um þig. Þú átt að
giftast einhverri konungborinni
konu — ekki Bandaríkja konu.”
“Jæja, þá höfum við þó loks-
ins eitthvað ákveðið,’ ’sagði kon-
ungur. “Forsætisráðherra Eng-
lands skipar Bandaríkja þjóðinni
á bekk með þeim, sem ekki megi
koma nálægt. Þú svívirðir þá
þjóð, sem með vináttu sinni og
vegna uppruna síns er einmitt sú
þjóðin, sem heldur að síðustu
saman ríki mínu í Austurlönd-
um.
“Allir vitrustu og beztu vinir
mínir, sem nokkurt vit hafa á
stjórnmálum telja það hið mesta
hagkvæmis- og heillaspor að
Bretakonungur kvongaðist
Bandaríkja konu.”
“Eg hefði ekki átt að segja
þetta; það var bára mismæli,”
sagði forsætisráðherrann.
“Gott og vel,” svaraði konung-
ur. “Við skulum þá láta sem
það hafi verið ómælt.
“En þú álítur ennþá að eg
verði að binda trúss við ein-
hverja frænku einhvers konungs
í sjötta eða sjöunda lið. Þig er
enn þá að dreyma um seytjándu
aldar konungsætta-giftingar. Þú
ætlast til þess að eg, konungur
Englands óg stjórnandi Breta-
veldis fari betliför um öll lönd
Evrópu, falli á kné með auðmýkt
og lítillæti frammi fyrir ein-
hverjum einskisvirtum, afdönk-
uðum stjórnanda, ef hann aðeins
ber ættarnafnið: Bourbon, Haps-
burg, Hohenzollern eða Roman-
off; manni, sem engin lifandi
sál í þessu landi né nokkru öðru
landi lætur sig nokkru varða —
falla á kné fyrir honum og biðja
dóttur hans, hvernig sem hún
kann að vera.
“Eg læt mér aldrei til hugar
koma neitt, sem er jafn óvinsælt
og jafn heimskulegt. Þótt þú'
lifir ennþá lífi seytjándu aldar
lifi eg á tuttugustu öldinni. Eg
lifi í heimi þjóðræðis og þjóð-
stjórna; heimi, sem bygður er
voldugum þjóðum og stjórnað af
fyrverandi húsamálurum, stein-
smiðum, hermönnum, skósmið-
um, verksmiðjufólki o. s. frv. Á
eg að kvongast dóttur einhvers
þeirra? Veldu sjálfur tengda-
föður minn, ef þú getur; þar er
svo sem um nóg að velja. Fyrst
skal fræga telja: Það er konung-
urinn í Persíu, það er Tyrkja-
soldán, það er Signor Bombard-
one, það er Herr Battler og svo
stálkóngurinn í Rússlandi. —
Þetta eru*nú konungsættirnar,
sem um er að velja.
“Eg efast nú að nokkur þess-
ara stórkonunga mundi gefa
samþykki sitt til þess að dætur
hans giftist gamaldags konungi.
“Satt að segja er ekki ein ein-
asta konungsætt í Evrópu nú
sem stendur, þar sem til sé kona,
er eg gæti kvænst án þess að
veikja aðstöðu Englands. Og ef
þú veizt ekki þetta, þá veiztu
ekkert.”
“Mér finst þú tala eins og
brjálaður maður,” sagði forsæt-
isráðherrann.
“f augum dálítillar klíku í
Lundúnaborg, sem er tvö eða
þrjú hundruð ár á eftir tíman-
um, get eg vel skilið að eg virð-
ist brjálaður — eg efast alls ekki
um það,” sagði konungur. “Nú-
tíma fólkið veit betur.
“En hvað sem þessu líður
skulum við halda áfram með það,
sem við vorum að tala um —
nefndu einhverja, sem þú ráð-
leggur mér að eiga!”
“Eg get ekki látið mér detta í
hug nokkra ákveðna konu rétt í
svipinn,” svaraði forsætisráð-
herrann, “en það hlýtur nú samt
að vera um margar að velja. —
Getur þú ekki bent á einhverja,
erkibiskup?”
“Nei,” svaraði erkibiskupinn.
“Þetta kemur svo flatt upp á
mig að eg get ekki áttað mig á
neinu rétt í svipinn. Eg held við
ættum að tala um aðra hlið á
málinu; eg held að konungurinn
ætti að segja af sér; hvað finst
þér ?”
“Já, ja-á!” sagði forsætisráð-
herrann. “Þú verður að segja af
þér; það ræður málinu alveg til
lykta og losar okkur við alla á-
byrgð og alla erfiðleika.”
“Þið og vinir ykkar hafa ver-
ið hátalaðir og fjölorðir um þá
opinberu skyldu, sem á mér hvíli.
Hafið þið gleymt henni alt í
einu ? Sú skylda leyfir mér það
tæplega að hlaupa undan merkj-
um án þess að eg geti fært fyrir
því hinar minstu afsakanir eða
orsakir,” sagði konungurinn.
“Konungsstóllinn getur, ef til
vill, oltið um,” sagði erkibiskup-
inn.
“Eg ber ábyrgð á því,” svar-
aði konungur, “það er eg, sem í
stólnum sit.
En hvað heldurðu um erki-
biskupsstólinn, eða jafnvel kirkj-
una sjálfa ef hún reynir að
þröngva mér til þess að eiga
konu, sem eg elska ekki, en lifa í
hórdómi með annari, sem eg
elska af einlægni?”
“Þú þarft ekki að gera það,”
svaraði biskupinn.
“Þú veizt vel að eg mundí
gera það,” sagði konungur. “Ef
eg færi eftir þínum ráðum, þá
auðvitað gerði eg það. Þorirðu
að halda áfram með kröfur þín-
ar?”
“Eg held annars, forsætisráð-
herra, að okkur sé bezt að fara,”
sagði erkibiskupinn. “Ef eg
væri hjátrúarfullur, freistaðist
eg til þess að halda að djöfullinn
sjálfur hvíslaði að konunginum
hverju orði, sem hann segir. Það
er ómögulegt að svara spurning-
um hans né mæta röksemdum
hans og þó eru þær svo gersam-
lega fjarri allri heilbrigði. Þetta
er alt svo gagnólíkt hugsun
mentaðra Englendinga að það á
hvergi við í okkar heimi — þín-
um og mínum.”
“Og auk þess, sem eg hefi'
sagt,” hélt konungurinn áfram
um leið og hann stóð upp þegar
gestirnir bjuggust til að fara.
“Auk þess gæti svo farið að
bróðir minn, sem ætti að taka
við^af mér, hefði einhver alvar-
leg mótmæli fram að bera; og
hann er kvæntur heimaalinni
konu, sem er vinsælli en nokkur
útlend fyrverandi konungsdóttir
gæti orðið. Og hann gæti aldrei
orðið reglulegur konungur á
meðan um mig væri að ræða. Eg
sé annars ekki önnur ráð fyrir
ykkur, drengir, en að þið verðið
að láta hálshöggva mig. Það er
ekki hægt að leika neinn fífla-
leik með konungdóminn; annað-
1 hvort er að afnema hann eða
sýna honum tilhlýðilega virð-
ingu.”
“Þú hefir sagt nóg,” þrumaði
forsætisráðherrann. “Særðu mig
ekki með því að halda áfram.”
“Viljið þið ekki staldra við,
drengir góðir,” sagði konungur-
inn, “og þiggja einhverjar góð-
gerðir? Við skulum koma niður
í borðstofuna; hún Daisy verður
þar. Eða kannske eg verði að
skipa ykkur að bíða?”
“Það er komið fram yfir þann
tíma, sem eg er vanur að borða,”
sagði erkibiskupinn, “og eg er
orðinn svangur. Ef þú skipar
okkur að bíða, þá skorast eg
ekki undan.”
Þegar þeir fóru niður í borð-
stofuna hvíslaði konungur í eyr-
að á forsætisráðherranum, sem
var alveg utan við sig, og sagði:
“Eg vara þig við því, kæri Gold-
win minn, að ef þú verður við á-
skorun minni að nefna konuna,
sem eg skuli eiga, þá birtist
myndin af henni næsta morgun
í hverju einasta blaði í öllu land-
inu og Daisy við hliðina á henni
— Daisy og litli hundurinn
hennar.”
Forsætisráðherrann hristi höf-
uðið hugsjúkur og steinhissa; og
svo fóru þeir niður í borðstof-
una.
Forsætisráðherrann át svo að
segja ekki neitt, en erkibiskup-
inn skyldi ekkert eftir á diskin-
um.
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÁLD
I.
Meðan ljóðelskir lifa
Geymist listræni þín,
Andans víðsjóna veldi
Sem vorsins frumgeisli skín,
Hversdags hugtökin hækkar
Sora hrindir á bug;
Enginn gjálfrandi glaptónn
Fær grómi blandað þinn hug.
Þú við andvökur eyddir
Margri ánægjustund;
Þínar hugsjónir hæfðu
Aðeins höfðingja lund.
Því að skrúð þitt er skuggsjá
Er skilingsnæmi til þarf
Svo að not höfum námsins,
Með nautn þitt gagnrýna starf.
Hvílík ómælis elfa
Var þitt orðanna safn,
Heyrði enginn þig séðrast
öllum hlutum gafst nafn.
“Málið ylhýra” yngdir
Með Agli kappsöng gast þreytt,
Sízt hans yglibrún eyddi
Þinni áræðni neitt.
II.
Sézt hnit sólglituð
Sagnfræðin, í kvæðum
Forn-Áa foldsnjáa
Frægð hlýtur, skálds nýtur:
útlaga, orðhaga
Arfþega fjallvega.
Dj úpsækni, sviftækni
Sæmd láni Stepháni.
Jóhannes H. Húnf jörð
VERZLUNARNÁMSKEIÐ
Þjóðræknisfélag íslendinga í
Vesturheimi hefir til sölu nám-
skeið við alla höfuð verzlunar-
skóla bæjarins með vægum
kjörum. Ungt fólk er hefir i
huga að leggja fyrir sig verzl-
unarnám ætti að leita upplýs-
inga um iþetta. Talið við eða
símið: Á. P. Jóhannsson, 910
Palmerston Ave., sími 71177.
Have the Business
POINT OF VIEW
?
•
Dominion Business College students have the advantagi
of individual guidance in the all-important factors of
business personality, conduct, and approach.
No matter how thoroughly you know the detalls of
office work, you must be able to sell your services,
and this is now just as much a part of Dominion
training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or
any of the other courses in which Dominion leader-
ship has been recognized for over twenty-five years.
Business is better! Employment is increasing!
Prepare for it.
DOMINION
BUSINE SS COLLEGE
On The Mall
and at Elmwood, St. James, St John's