Heimskringla - 30.12.1936, Side 4

Heimskringla - 30.12.1936, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. DES. 1936 (StofnuB lttt) Kemur út á hverjum mWmkudefl. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. Ilt ot HS Sargent Avenue, Winntpef TaUimia 16 537 WB blaMns er $3.00 irgangurlnn borgM rytirfram. Allar borganlr sendist: THE VTKING PRESS LTD. tjn TlSsklít* bréí blaðinu aðlútandl sendiat: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 153 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPAN KINARSSON Utanáskrift til riUtjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA III Sargent Ave., Winnrpeg "Helmakringla" ia pubUataad and printed by THE VIKIMO PRESE LTD. Ill-lll Sargent Avenue, Wtnntpaf Ktm, Teiephone: M 187 WINNIPEG, 30. DES. 1936 GLEÐILEGT ÁR Heimsfy"ingla færir lesendum sínum með þessu númeri blaðsins í fimtugasta og fyrsta sinni áramóta kveðjuna: Gleðlegt komandi ár, og þakkir fyrir gamla árið — og öll gömlu árin. Það er vanalegt við áramót, að staldra ögn lítið við eins og einhverjum merkileg- um áfanga hafi verið náð, líta yfir farinn veg dg huga að því, sem fyrir stafni er. Eftir að hafa yfirvegað af þessum sjónar- hóli bæði það liðna og skygnst inn í það ókomna, er þá oft stefnan tekin að vinna að einhverju, sem einstaklingnum, þjóð- félaginu og heiminum, er fyrir beztu. Þó útkoman við næstu áramót, hafi ekki á- valt verið sú, er vonað var, er tilhneiging- in oftast þessi, að byggja annan og nýjar, bát í stað hins gamla eða brotna. En þrátt fyrir allan lofsverðan ásetning og tilgang mannanna, er nú við þessi ára- mót ekki glæsilegt um að litast. Þegar maður spyr hvers sé að vænta af komandi ári, væri ef til vill sannasta svarið að segja, að það væri stríð, annað heims- stríð. Það skal játað, að það er ekki við- feldinn nýárs-ásetningur, en þó stjórnar- völdum heimsins búi eitthvað annað í huga, hvín nú hærra í burtstönginni, en við nokkur áramót áður. Stríðsboðinn er gleggri en hann hefir nokkru sinni verið. En öll ský boða ekki endilega storm. Og það er að minsta kosti vonandi, að einhver heillavænlegri spor verði stiginn á komandi ári, en það að steypa heiminum út í ver- aldarstríð. Að vinna að friði og hag og heill heild- arinnar, er há og göfuð nýárs-ákvörðun. Og á engu er brýnni þörf en því. Annars fer nýárs ásetningurinn eftir því sem hverjum einstaklingi þykir sér bezt henta. Þar getur enginn einn talað fyrir alla. Ef freista ætti að bera fram nokkra slíka góða ákvörðun á þessu ári, er hún frá sjónarmiði Heimkringlu sú, að þeir sem á- skriítagjöld sín skulda, strengi þess heit, að greiða þau áður en árið er liðið. önnur heillavænleg ákvörðun væri sú, að vinna að og styðja íslenzk félagsmál öll eftir mætti. Um sérgagn af því er ekki eins mik- ið að ræða og oft er látið. Almennings- heillin sem af því stafar, er miklu meiri. Við lifum flestir okkar bezta lífi, sælustu stundirnar í því íslenzka þjóðlífi sem við hér höldum uppi. Við eigum þar í eigin- legasta skilningi heima. Að styðja ís- lenzkt félagslíf hér, er oss því fyrir beztu. Megi komandi ár verða íslendingum far- sælt og happadrjúgt. UM TÍMATALIÐ Margt og mikið hefir verið sett út á tímatal það, sem vér notum, einkum mán- uðina; þykir það vera bæði óþægilegt og óskynsamlegt, og hafa ýmsar tillögur verið gerðar um breytingar á því, þótt engar þeirra hafi enn verið viðteknar. Enginn hlutur væri auðveldari en að breyta tíma- talinu til bóta, en vitanlega kæmi engin breyting að verulegu gagni nema að allar þjóðir fengjust til þess að viðtaka hana í einu. Menn hafa auðvitað haft tímatal frá því mjög snemma á tímum. En tímatalinu var lengi vel mjög ábótavant, og margskonar umbætur hafa verið gerðar á því. Helzti gallinn á tímatalinu lengi vel var sá, að menn fóru ekki eftir því, sem eftir átti að fara, nefnilega tímalengdinni, sem jörðin þarf til þess að ganga einu sinni um- hverfis sólina. f staðinn fyrir það voru menn að reyna að fara eftir tunglinu, en tunglið var ákaflega ónákvæmur mæli- kvarði í þessum efnum. En hvað átti að gera? Enginn gat reiknað út nógu ná- kvæmlega hvað lengi jörðin var að ganga umhverfis sólina, og það var þó skárra að veifa röngu tré en engu þar sem að mán- inn var. Náttúrlegasta og sjálfsagðasta skifting- in á tímanum var skifting dags og nætur. Allir sáu að það var munur á birtu og myrkri, ljósum degi og dimmri nótt. Að vísu héldu menn ákaflega lengi, að sólin væri guð, sem færi burt á nóttinni og kæmi aftur á hverjum morgni. Egyptar til forna höfðu fjarska mikinn átrúnað á sól- inni; og það sama má segja um margar aðrar fornþjóðir. Það er síður en svo að þessi átrúnðaur sé óskynsamlegur á því þekkingarstigi, sem menn þá átóðu á; á hvað hefðu menn átt fremur að trúa en sólina, sem veitti ljós og hita og var í sannleika lífgjafinn? Og næsta sjálfsagða tímaskiftingin var eftir tunglkomum. Allir gátu séð að tungl- ið breyttist. Stundum var það örmjó bogadregin rönd, og óx svo þangað til að það var orðið alveg kringlótt og skein með þessum bleika ljóma, Sem jafnvel villi- mönnum hlýtur að þykja fallegur., En tímalengdin á milli tunglkoma var bara of stutt til þess að nokkuð væri hægt að reiða sig á tunglið; og þess vegna var alt tímatal vitlaust í mörg miljón ár, eða þangað til fyrir tæpum 300 árum, þegar menn loksins komu auga á þá staðreynd. að sólin er í miðju sólkerfinu. Eftir það gekk mjög greiðlega að reikna út alveg upp á hár, hvað lengi jörðin væri að ganga í kring um sólina; og menn þurftu ekki lengur að vera upp á tunglið komnir með það að vita hvað tímanum liði. Hebrear, Grikkir, Rómverjar, Egyptar — þessar fornþjóðir og fleiri fóru furðu nálægt um tímalengdir milli tunglkoma, sólarganginn og árstíðir. En ekkert af þessu varð samt nákvæmlega útskýrt eða ákveðið fyr en menn voru búnir að læra miklu meira í stjörnufræði en mestu spek- ingar þessara þjóða kunnu. Bæði Grikkir og Rómverjar töldu tíu daga í vikunni. Sjö daga vikan er af semitiskum uppruna og hefir líklega upprunalega átt eitthvað skylt við trúarbragðasíði, að minsta kost.i var talan sjö skoðuð heilög tala. Rómverjar voru snemma á tímum að káka við tímatalið; en það varð altaf vit- lausara, þangað til að á dögum Cæsars var það orðið svo rangt að eitthvað varð til bragðs að taka; þá var veturinn kominn þar sem haustið átti að vera. Cæsar fékk sér grískan stjörnufræðing, sem hét Sosi- genes, til þess að laga tímatalið eftir sól- árinu. Sosigenes ákvað, að það skyldu vera 365 og ein frjóði hluti úr degi í árinu í þrjú ár og 366 dagar fjórða árið. Til þess að leiðrétta skekkjuna, sem komin var, varð að bæta 90 dögum við árið. Árið 47 f. K. var lengsta árið, sem sögur fara af, það var 445 dagar. Fyrsta júlíanska árið byrjaði 46 f. K., eða 708 a. u. d. (ab urbe condita, þ. e. frá stofnun Rómaborgar.) Nú var mánuðunum raðað þannig að fyrsti, þriðji, fimti, sjöundi, níundi og ellefti áttu að hafa 31 dag hver, hinir allir 30 daga hver, nema febrúar, sem átti að hafa 29 daga og fjórða hvert ár 30. Sennilega hefði nú alt gengið skaplega með tímatalið fyrst um sinn, ef eftirmaður Cæsars, Ágústus keisari hefði ekki farið að hringla í því, og það af eintómu hégómlegu stærilæti. Einn mánuður ársins, júlí, hafði verið nefndur eftir Júlíusi. Ágústus vildi ekki vera minni og lét nefna næsta mánuð, ágúst, eftir sér; sá mánuður hét áður sextilis, sá sjötti; Rómverjar höfðu nefni- lega upprunalega talið að árið byrjaði með marz. En þetta var ekki nóg; ágúst varð að hafa eins marga daga og júlí, og þess- vegna var tekinn einn dagur af febrúar og honum bætt við ágúst. Nöfnin, sem mán- uðunum voru þá gefin, voru þau sömu og þeir hafa enn í dag; fyrstu fimm mánuð- irnir voru nefndir eftir goðum, tveir eftir keisurum, og fjórir þeir seinustu voru látnir heita sjöundi, áttundi, níundi og tí- undi, þótt þeir væru nú níundi tíundi ellefti og tólfti. Ennþá var árið ekki alveg rétt, það var ellefu mínútum og fjórtán sekúndum of langt; á 128 árum varð það einn dagur. En við þessu gátu menn ekkert gert langa lengi; ekki fyr en á sextándu öld, þó að ýmsir rækju augun í skekkjuna, sem var altaf að verða stærri og stærri. Þá var það að Gregoríus páfi þrettándi sá að veg- ur kaþólsku kirkjunnar mundi aukast við það, ef hann gæti komið því til vegar að þetta yrði leiðrétt. Hann náði í ítalskan stjörnufræðing og lét hann reikna út, hvað miklu munaði; og kom þá í ljós, að vor- jafndægur komu tíu dögum of snemma. Var þá það ráð tekið að hlaupa yfir tíu daga. Þetta nýja tímatal, eins og það hef- ir ávalt síðan verið kallað, var fyrst tekið upp í kaþólskum löndum, eins og ítalíu, Spáni og Portúgal, prótestantalönd gátu lengi vel ekki verið þekt fyrir, að taka upp svo pápiskan sið. Samt fór svo að nýja tímatalið var alls staðar tekið upp, nema á Rússlandi, þar var gamla tímatalið í gildi þangað til 1917. Samkvæmt útreikningi þeim, sem tíma- tal Gregoríusar var grundvallað á, eru 365 dagar, 5 klukkustundir, 48 mínútur og 46 sekúndur í árinu. Klukkustundunum og mínútunum er bætt við sem hlaupársdegi fjórða hvert ár. En það er samt ekki alveg nóg; við það verður að bæta einum degi á hverjum 400 árum, þó svo aðeins, að alda- tölunni, þegar báðum núllunum er slept, verði skift með fjórum án afgangs; sama gildir og um hlaupárin, hvað skiftinguna með fjórum snertir. Skekkjan, sem þá verður eftir, er svo lítil að það þarf nokkur þúsupd ár til þess að gera einn dag. Það sem menn aðallega ^ru óánægðir með viðvíkjandi tímatalinu, er skiftingin í mislanga mánuði. Nokkrar uppástungur um breytingar hafa verið gerðar og hafa sumar þeirra fengið þó nokkurt fylgi. Bezt þekt mun vera uppástungan um að skifta árinu í þrettán mánuði, sem hver hefir 28 daga. Hver mánuður yrði nákvæmlega fjórar vikur; hver vika byrjaði á sunnu- dag og endaði á laugardag. Árið byrjaði á sunnudag, og sama dagataflan gilti fyrir alla mánuði. Breytingin frá því sem er yrði með minsta móti, því að ekki þyrfti að breyta dagafjöldanum í vikunni. Dagurinn, sem afgangs yrði hvert ár, yrði nokkurs konar aukadagur sem ekki teldist til neinn- ar viku eða til nokkurs mánaðar, sama væri með hlaupársdaginn, sem kæmi fjórða hvert ár eins og nú. Þá er önnur uppástunga, sem er þannig, að árinu sé skift í tólf mánuði, sem hver hafi 30 daga, og fimm sex daga vikur. Þar sem hver vika hefði aðeins sex daga, yrði að sleppa einum af þessum sjo, sem nú eru í vikunni, og er gert ráð fyrir að það yrði miðvikudagurinn. Hver mánuður byrjaði á sunnudag og endaði á laugardag í hverjum ársfjórðungi yrðu þrír mánuðir eins og nú er, og jafndægur og sólstöður kæmu á 21. mánaðanna marz og september júní og desember. Þeir sem mæla með þessu fyrirkomulagi segja, að það mundi valda langminstum ruglingi hvað snertir afmælisdaga og hátíðir, halda mánaðatöl unni óbreyttri og jöfnum ársfjórðungum, koma nákvæmlega hein^ við árstíðir og verða margvíslega til ótrúlegs hægðar- auka. En það hefir þann galla, að breyta verður dagatölunni í vikunni, og það er hætt við að margur kynni illa við það fyrst í stað. En það segja þeir að sé einmitt í samræmi við það, sem muni verða áður en langt um líður, nefnilega að ekki verði unnið nema fimm daga í viku. En hvað á að gera við þá fimm daga sem afgangs eru, því 12 sinnum 30 gerir aðeins 360 daga ? Þeim verður skift niður þannig, að einn aukadagur kemur við enda hvers ársfjórðungs, marz, júní, september og desember. Þessir dagar verða kallaðir ársfjórðupgsdagar og koma mánuðunum ekkert við, þó að þeir verði skeyttir «ftan við þá. Sá fimti verður settur við enda ársins og kallaður gamlársdagur. Það segir sig sjálft, að þessir dagar verða ekki vinnu- dagar heldur helgidagar eins og sunnudag- arnir. Hlaupársdagur verður auðvitað eins og nú er. Hvort nokkur breyting verður gerð á tímatalinu er ekki gott að segja, en full þörf væri á því jafn ruglingslegt og það er, alveg eins og að full þörf væri á að inn- leiða metramálið um allan heim. En flest- ir eru meira eða minna fastheldnir á gamla siði og kunna illa við að leggja niður eitt- hvað, sem þeir hafa vanist við alla æfi, og taka upp annað, sem þeir þekkja lítið eða alls ekki í staðinn. Samt fjölgar þeim altaf sem sjá að tímatalið eins og það er, er mjög svo vandræðalegt. Það að kristnar þjóðir telja árin frá fæðingu Krists kemur tímatalinu í sjálfu sér ekkert við; Rómverjar-töldu frá grund- völlun Rómaborgar, Múhameds-trúarmenn telja frá flótta Múhameðs frá Mekka. Vit- anlega yrði engin breyting gerð á áratalinu þó að tímatalið yrði endurbætt; það yrði ekki farið að telja frá einhverjum öðrum atburði. Nú orðið munu flestir vita, að áratalið er rangt, það er að segja, Jesús fæddist að líkindum fjórum árum fyr en talið hefir verið að hann hafi fæðst, og sumir halda jafnvel að hann hafi fæðst sex til átta árum fyr. En hér er ekki ástæða til að fara út í þá sálma. Hitt er víst að alt niður til síðustu nokkur hundruð ár- anna, eða þangað til að menn fóru að gera nákvæmar, vísinda- legar athuganir, var bæði tíma- tal og annað mjög ónákvæmt. Að mestu leyti þýtt úr ‘The Calendar’ eftir Dur- en J. H. Ward af G. Árna- syni. KRINGLUR Ritstjóri Lögbergs heldur auð- sjáanlega að list Ibsens sýni sig í handa-pati eins og list sumra manna. * * * Flestar, ef ekki allar konur, sem vér höfum heyrt minnast á Mrs. Wallis Simpson, segja, að það hafi verið vegna upphefðar- innar, en ekki ástar, sem hún vildi giftast konunginum. * * Sf. Guðmundur frá Húsey heldur að kreppan sé að kenna leti verkamanna. Vér höfum heyrt þessu haldið fram áður, en ná- lega ávalt af þeim, sem sjálfir voru letingjar og vissu ekki hvað algeng vinna var. Nú verður það ekki sagt. * * * Það munu fá þjóðfélög auð- ugri en það vestur-íslenzka af mönnum, sem líta á sig sem listamenn. * * * King segir að tímarnir séu að batna. Vottur þess sé gróði auðfélaganna; hann komi fyrst, svo verði fátæklingarnir ríkir. BRÉF Akureyri 18. nóv. 1936 Ritstj. Hkr. Heiðraði herra! Eg sé Heimskringlu yfirleitt mjög sjaldan nú á seinni árum, — þó kemur það fyrir. Þann 14. þ. m. færði kunningi mimí mér hluta af hátíðarblaði Heims- kringlu og hafði eg gaman af að sjá framan í hana fimtuga, því á yngri árum okkar beggja þekti eg hana. En svo var það annað sem varð mér umhugsunarefni í sambandi við hátíðarblaðið, en það var þetta: Þennan sama dag (þann 14) hafði eg fylgt til graf- ar stofnanda Heimskr. Frímanni B. Arngrímssyni sem 'síðan 1914 hafði átt heima á Akureyri og mér þótti það einkennileg til- viljun að einmitt þann dag skyldi okkur á Akureyri berast hátíðarblaðið eða afmælisblaðið sem er líklega réttara. Það mun mega segja um Frí- mann heitinn að þar er sitt hvað, gæfa og gerfileiki. Maðurinn var fyrir margra hluta sakir hinn merkilegasti. Eg þekti hann all- vel síðustu 20 árin og hefi jafn- an borið til hans hlýjan hug; hann var svo einlægur og fals- laus maður, áhuginn eldheitur, og trúin á framkvæmdamögu- leika góðra hluta altaf jafn sterk. þrátt fyrir öll vonbrigðin sem hann þó varð fyrir, þ. e. að sjá aldrei árangur af elju sinni og áhuga fyrir þeim málum er hann lét sig mestu skifta. Hann var langt á undan sinni samtíð, sá sýnir og vildi koma 5VÍ í framkvæmd er hann sá, á hinn bóginn var hann aðhyltur eldri tíma. Hann vildi að þjóðin ærði sparsemi og nýtni. Hann sýndi með glöggum tölum hvað gera mætti með það fé sem hún árlega eyðir fyrir það sem að hans dómi var mjög fávíslegt og ekki mentandi eða mannbætandi, svo sem: vindlinga, vínföng, kvikmyndasýningar, — dans- skemtanir og margt fleira sem nú er álitið ómissandi, og þegar honum tókst upp að tala gegn þessu eða hinu, þá nefndi hann hlutina þeim nöfnum sem hann áleit þeim iæfa og skar ekki utan af. lefir eflaust verið þessi siður íans, sem gert hefir það að verk- um að samvinna hans og annara varð sjaldan þægileg eða löng. Mér virðist af ýmsu sem eg hefi heyrt og lesið um einn góðan og gamlan fslending, sem Frímanni B. Arngrímssyni hafi að vissu leyti svipað til hans, um æði margt. Eg á hér við Þorleif Guð- mundsson Repp. f. 1794, d. 1857. — Þessi ósveigjanleiki skap- gerðarinnar, samfara framúr- skarandi gáfum eru vissulega ís- lenzk einkenni sem víða verður vart. Oftar en einui sinni sagði Frí- mann við mig: “Þeir sjá það þegar eg er dauður að eg hefi sagt þeim satt.” — En er það ekki svo, eða hefir það ekki ætíð verið þannig með allra þjóða spán^nn? Þeir koma <inn í nautnasjúkt andrúmsloft þjóð- anna, eins og hvirfilbyljir, og blása á það sem er fúið, eða að falli komið, fyrir þeirra skyggnu augum, en þjóðunum þykir lítið til þeirra koma meðan þeir eru uppi, og nú eigum við þetta makalausa vopn á alla þvílíka menn, — reglulega dvergasmíð, — þ. e., að telja þá alla vitlausa! — Ef til vill vex meðalmensk- unni svo fiskur um hrygg í ná- lægri framtíð, að allir vitrustu og langsýnustu menn þjóðanna, verða settir á Klepp! Hvílíkur sigur yrði það ekki fyrir meiri- hlutann—hennar hátign heimsk- una? Já! Spámennirnir deyja og eru grafnir, við teljum þá vit- lausa meðan þeir eru samvistum við okkur, af því þeir kjassa ekki metorðagirndina og hé- gómagirnina, en segja upp í opið geð almennigs það sem þeim sýnist. Þeir ganga í stafkarls- tötrum, en búa yfir konungleg- um hugsunum, en eru svo hlá- legir að meta einkis silkihattinn, kjólinn eða kaffihúsa lífernið. Frímann B. Arngrímsson hafði ofurlítinn styrk frá Alþingi til steinarannsókna. Þessum styrk afsalaði hann sér, er hann þótt- ist ekki lengur fær um að vinna til hans. — Eg hefi skrifað nokk- ur orð um Frímann sem eg sendi þér einnig, ekki af neinni “for- dild’* eins og það var eitt sinn kallað. Heldur aðeins vegna þess að eg tel rétt að Heimskringla fái það frá fyrstu hendi. Annar ágætis maður og Vestur-íslend- ingur er dáinn, hann var líka gamall vinur minn. Eg sendi þér minni hans, að vísu birtist það í Degi á morgun, en mér væri per- sónulega þökk á því ef erindin væru birt í heimskringlu við fyrstu tækifæri, þau mega gjarn- an koma fyrir augu manna vestra. Það er ef til vill til mik- ils mælst, en eg vildi mega eiga von á línu frá þér við tækifæri. Virðingarfylst, Friðgeir H. Berg ATHS.: — -Minningarkvæðið sem hér er vikið að, var um K. N. og hefir verið birt í Heims- kringlu. — Hér á eftir er einnig birt grein sú, sem ofan- skráðu bréfi fylgdi um Frímann B. Arngrímsson. — Er Heims- kringla hr. F. H. Berg þakklát fyrir hin góðu orð hans í garð hins látna vinar Hkr. og jafn- framt fyrir hugulsemina, að senda henni þau til birtingar. Ritstj. FRÍMANN B. ARNGRÍMSSON var fæddur 10. okt. 1855 að Sörlatungu í Hörgárdal og á þeim slóðum ólst hann upp fram um fermingaraldur; námsgáfur hafði hann ágætar og nokkurrar tilsagnar mun hann hafa notið, fram yfir það, sem þá var al- ment. Haustið 1874 lagði stór hópur manna af stað til Vesturheims. Það haust kom fyrsta skipið til íslands til að sækja vesturfara; það hét St. Patrick eða Patrekur helgi. Skipið tók 365 vestur- fara og meðal þeirra var F. B. A. einn. Eftir 13 daga útivist hafn- Það 'aði Patrekur helgi sig í Quebec í Canada, en það var 23. sept. um haustið. F. B. A. settist að í Austur- Canada; er sennilegt að hann hafi að einhverju leyti notið að- stoðar frænda síns, Jóhannesar Arngrímssonar prests að Bægis- t V

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.