Heimskringla - 30.12.1936, Side 5
WINNIPEG, 30. DES. 1936
HEIMSKRINCLA
5: SÍÐA
á, sem þá var í þjónustu Can-
adastjórnar og fluzt hafði vest-
ur árið 1872. Strax eftir komu
sína tili Canada, hóf F. B. A.
skólanám. Eftir sjálfs hans
sögn byrjaði hann nám við Lind-
sey High School í Victoria
Qounty, veturinn 1875—6 og
hélt því áfram 1876—77. Árið
1879 stundaði hann nám við Ot-
tawa Normal School, en 1881—
82 við St. Catherines Collegiate
Institute. 1883 er hann „ við
Hamilton Collegiate Institute og
1884 við Háskólann í Toronto.
Að skólagöngunni lokinni
gerðist F. B. A. starfsmaður
Canadastjórnar, og ritaði og
þýddi bækling fyrir stjórnina,
en efni hans var lýsing á Norð-
vesturlandinu, eins og norðvest-
urhluti Canada var >á nefndur.
Honum áskotnaðist nokkurt fé
fyrir starfa sinn, og sneri sér þá
að öðrum verkefnum. Árið 1886
er F. B. A. í Winnipeg og þá
stofnaði hann blaðið Heims-
kringlu. Kom fyrsta blað henn-
ar út 9. sept. 1886. Félagar F.
B. A. voru þeir Eggert Jóhanns-
son, er áður hafði að nokkru
leyti haft umsjón með útgáfu
“Leifs” — blaðs er þá var hætt
að koma út — og Einar Hjör-
leifsson — nú Kvaran, en hann
hafði komið vestur um haf frá
Kaupmannahöfn sumarið 1885.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson segir í
bók sinni: “Vestmenn”, að þess-
ir menn hafi haft ritstjórn
Heimskringlu á hendi. Hann
lætur þess einnig getið, að stofn-
andinn — F. B. A. — hafi ætlast
til að blaðið yrði fræðandi og
skemtandi og færir til orð stofn-
andans sjálfs, er hann ritaði
1916 þegar Heimskringla varð
30 ára, en þar komst F. B. A. svo
að oðri, að blaðið hefði átt að
vera “fréttablað fsl. í Vestur-
heimi og vernda það sem gott er
og trútt og fagurt í íselnzku og
norrænu þjóðerni, málið, söguna
og skáldskapinn, dugnaðinn og
hugrekkið, en ekki að kasta
steini á kyn vort.”
Ekki varð F. B. A. auðugur af
fyrirtæki þessu, nema þá af
reynslu. Blaðið bar sig ekki f jár-
hagslega og E. H. Kvaran hætti
að starfa við blaðið þegar 14.
tölublað þess kom út og varð þá
4 mánaða uppihald á útkomu
Heimskringlu. F. B. A., sem
aldrei vildi skulda neinum, seldi
þá Eyjólfi nokkrum Eyjólfssyni
og öðrum samstarfsmönnum sín-
um blaðið, en svo tók F. B. A.
aftur við blaðinu 22. des. 1887
og hélt því út til 15. nóv. 1888,
en þá selur hann meðritstjóra
sínum, Eggert Jóhannssyni, og
prenturunum blaðið, varð þá
Eggert aðalritstjóri, en' F. B. A.
flytur alfarinn úr Winnipeg um
jólaleytið, en 22. des. héldu ís-
lendingar í Winnipeg honum
kveðjusamsæti. Kemst Þ. Þ. Þ.
í bók sinni “Vestmenn” þannig
að orði: “Missa íslendingar þar
einn hinn fjölhæfasta, áhuga-
mesta, einlægasta og óeigin-
gjarnasta mentamann úr hópi
sínum, er Frímann B. Arn-
grímsson flytur frá þeim.”
F. B. A. hafði, sama árið og
hann flutti frá Winnipeg, stofn-
að félag meðal fsl. í borginni, og
hét það “Hið íslenzka þjóðmenn-
ingarfélag,” en tilgangur þess.
var að efla bóklega og verklega
mentun; félag þetta varð þó ekki
langlíft, er stofnandans naut
ekki lengur við, og leið það undir
lok, en hafði þó komið sér upp
dálitlu bókasafni.
Sjálfsagt myndi mörgum
þykja fróðlegt að fá nákvæma
frásögn af æfi F. B. A. og ekki
er óhugsandi að til séu þeir, sem
ritað gætu sögu þessa merkilega
manns, en ástæða er að ætla að
það reynist erfitt verk. Sjálfur
ritaði hann fátt um dvöl sína í
öðrum löndum, og hann mun
ekki heldur hafa sagt neinum
svo greinilega frá henni, að þar
séu ekki eyður í, sem torvelt
Verði að fylla.
Árið 1915 lét hann prenta á
Akureyri lítið kver, er hann
hefndi “Asters and Violets”. —
Kverið er aðeins 32 bls. í litlu
broti og hefir að geyma, auk for-
mála og skýringa, 14 kvæði sem
öll eru ort á ensku. f formál-
anum stendur: — “Eftirfarandi
vers og kvæði hafa vaxið í hug-
myndagarði mínum á síðastliðn-
um 40 árum, þrátt fyrir óblíðar
kringumstæður.” Þetta 40 ára
tímabil, sem höfundurinn talar
um, er sá tími, er hann dvaldi
erlendis, eða frá 1874 til 1914, en
þá kom hann heim. En í skýr-
ingunum aftan við kvæðin segir
höfundurinn skýrt og bert, að
hann hafi dvalið 14 ár í Canada,
5 ár og 7 mánuði í Bandaríkjun-
um, 21/2 ár á Bretlandi, 17 ár 214
mánuð á Frakklandi og fulla 6
mánuði í skandinaviskum lönd-
um, en þetta gerir 39 ár, 9i/£>
mánuð.
Þegar litið er yfir kvæðin,
sem flest bera með sér hvar og
hvenær þau eru ort, fær maður
dálitla hugmynd um æfiferil höf-
undarins — en kvæðin ná yfir
tímabilið frá 1885—1914. öli-
eru kvæðin góð, og þó að Frí-
mann B. Arngrímsson hefði
aldrei ritað neitt annað, eru þau
nægileg til að halda nafni hans á
lofti. Lengsta kvæðið, “The
Franklins Bound, er ort og prent-
að í London 1897; segist höfund-
ur þá hafa verið einstæðingur
en verið að reyna að ryðja sér
braut til frama meðal enskra
manna og hafa margir verið dáð-
ir fyrir minna afrek, og liðtækur
myndi sá þykja nú í bókmenta-
stétt þessa lands, er jafn gott
kvæði sendi frá sér á erlendri
tungu.
Við eitt af hinum 14 kvæðum,
er kverið geymir, hefir höf. ritað
skýringargrein, sem hver sá er
les, mun nema staðar við, og sem
verða mun umhugsunarefni. —'
Kvæðið heitir “Dawn”. Eg læt
það fylgja þessum línum í ís-
lenzkri þýðingu, sem, þó ófull-
komin sé, getur gefið þeim, sem
ekki lesa ensku, hugmynd um þá
hlið Frímanns B. Arngrímsson-
ar, sem ekki var til sýnis á stræt-
um og gatnamótum.
DAGRENNING
Eitt sinn stóð eg út við hafið
einn um þögult nætur skeið,
hlýddi á mjúka marar niðinn,
morgunljóma dagsins beið.
Sá eg dýrleg sólna kerfi,
svipa bjartra klæðafald.
Skynjaði hárra hnatta söngva,
hjartslátt lífs og segulvald.
Innra dulin draumkend vitund
djúpt í huga kveikti bál.
Spurði : Hvað er líf! Hið ljúfa
lifandi hnatta mál og sál ?
Hljótt varð alt á himni og jörðu,
hvergi virtist svar að fá.
Lífið, sem mín löngun þráði,
lá fyrir handan djúpin blá.
Dagrenningin roða rúnum
ritaði þá á hvolfið breitt:
Hugur, fegurð form og elska
og faðir lífsins, Guð, er eitt.
*
Aftur heyrði eg ölduniðinn,
— sem engilrödd í þetta sinn. —
Og á hafsins hljóðu ströndu,
hljótt eg tilbað Drottinn minn.
—Boston 1890.
Athugasemd höfundar er á
þessa leið:
“Hið stutta kvæði Dawn, sem
ort er á heitum sumardegi í
Boston, markar straumhvörf í
lífi mínu, þ. e. ljósari skilning á
þýðing allrar tilveru, eða virki-
legs lífs, og þess endanlega til-
gangi.
Eg hafði þá, líkt og Adam í
sögunni, allareiðu bergt á hinum
forboðna ávexti og Iært af
reynslunni, að heimur sá, er vér
lifum í, er háður eilífum og ó-
sveigjanlegum lögum, og að brot
á þeim hefir í för með sér mark-
vissa hegningu, og ef til vill fé-
lagslegan dauða. Hinn brotlegi
getur iðrast og bætt ráð sitt o&
þjóðfélagið getur gleymt eða
fyrirgefið hinum brotlega, en
hin ósveigjanlegu lög lífsins
heimta nákvæmar bætur eða
hegning, sem jafni sakirnar.”
Um Frímann B. Arngrímsson
verður eflaust ritað rækilega af
einhverjum síðarmeir, því til
þess eru næg efni.
Hann var maður, sem á marg-
an hátt var á undan samtíð sinni,
og varð að þola að vera ekki skil-
inn og skilja sjálfur ekki ætíð
alla.
Fáir hafa þráð heitar að leiða
ljós yfir þetta land í orðsins
beztu og fylstu merkingu, fyrir
því máli barðist hann svo að
segja til síðustu stundar.
Friðgeir H. Berg
LJÓÐABÓK EFTIR
ÞR.IÁTfU KONUR
Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli
“Það mælti mín móðir”.
Sýnishorn af kveðskap
þrjátíu íslenzkra
kvenna. — Sigurður
Skúlason bjó undir
prentun. útgefandi og
kostnaðarm.: Þorleifur
Gunnarsson.
Bók þessi er einsdæmi meðal
íslenzkra Ijóðabóka um það, að
innihald hennar er eftir 30 höf-
unda og það konur.
Þeir sem nokkuð hafa fylgst
með ljóðagerð og útgáfu ljóða-
bóka á síðari árum vita vel, að
nokkrar konur hafa gefið út
ljóðabækur, og að sumar þeirra
hafa eignast virðulegt sæti á
skáldabekk íslendinga, og einnig
það, að birst hafa í blöðum og
tímaritum kvæði eftir konur.
sem lítt voru kunnar. En hitt
býst eg við að komi mörgum á
óvart, að hægt skyldi vera að
gefa út bók, sem geymir kvæði
30 kvenna. Já, margar konur
yrkja og þá er eg þess vís, að
fleiri konur en þessar 30 yrkja
og það svo vel, að kvæði þeirra
eiga skilið að komast á prent,
enda munu þau eiga það eftir,
þegar næst verður ráðist í út-
gáfu bókar sem þessarar.
En hvenrig yrkja nú þessar
konur?
Sem svar við þessari spurn-
ingu vil eg birta hér nokkur sýn-
ishorn úr bókinni, en vil um leið
geta þess, að það er rúmleysi að
kenna, en ekki því að eg sé að
gera upp á milli þessara 30
kvenna, að ekki eru hér sýnis-
horn af kveðskap þeirra allra.
f kvæðinu “Grasakonan” eftir
Arnfríðu Sigurgeirsdóttur er
þessi rammíslenzka mynd dreg-
in upp:
Yfir klungur keyrir blakk,
kveinar jörðin undir hófum!
fagur situr hann í hnakk,
hefir tauma í báðum lófum,
hörundsbrúnn, í stuttum stakk
streymir angan reyrs frá glófum.
Og í niðurlagi sama kvæðis
eru þessar gullfögru línur*:
Græðir hundrað hjartasár
hugarbirtu einnar nætur.
Þá segir Guðfinna Þorsteins-
dóttir (Erla) um sakleysið:
Sakleysið er gimsteinn,
sem sérhver maður á,
vöggugjöfin bezta,
sem börnin litlu fá. —
Geymum ekki glatkistunni
Gersemina þá.
í kvæðinu “Helga Arnardótt-
ir” eftir Guðrúnu Stefánsdóttur
frá Fagraskógi er þetta fagra
erindi:
En meiri vandi’ er í vöku en
svefni
að vera heitbundin konungsefni,
láta af hendi sinn laufga skóg
og leggja á skip út á reiðan sjó.
Og í kvæði sínu “Hallveig”
kemst sama (Guðrún Stefáns-
dóttir), þar sem hún yrkir um
hina miklu landánmskonu og hve
lengi kosta hennar njóti við, ef
þeir berist áfram með dætrum
hennar, dætradætrum o. s. frv.,
þannig að orði:
Þú kenndir henni að spinna, að
þræða rokk og þrinna,
og þetta alt, sem kallað er einu
nafni: að vinna.
Og ef hún heldur áfram með
sínar dætur svona,
þá sjást þau lengi verkin þín,
mikla landnámskona.
í kvæði sínu “Leiddist mér að
lúta Smáu” lýsir Herdís Andrés-
dóttir sálarástandi, sem margir
munu kannast við af eigin
reynd:
Seint vill vora, seint vill blána,
svefninum verð eg feginn.
En bíður þá nokkuð betra hinu-
megin ?
Hljótum við ekki að finna til
með öllum okkar útfluttu hest-
um þegar við lesum kvæði Huldu
“fslenzkur hestur” ? Kvæðið
endar á þessu erindi:
Og ísland rís í norðri með vetr-
arfrost og fár
svo fellur stóðið bóndans þar
níunda hvert ár.
En sumargrænt og fagurt í selda
hestsins draumi
hið sokkna ættland kallar úr
hafsins djúpa straumi.
f kvæðinu “Vorkvöld heima”
kemst Jakobína Þ. Þórðardóttir
þannig að orði:
Ástdrukknar andir að tjörninni
tifa
talandi hljóðlega: himneskt að
lifa.
f hinu ágæta kvæði Laufeyjar
Valdimarsdóttur “Reynirinn” er
meðal annars þetta:
Svo þegar rökkrið reifar þig,
ó, reynir bjarti minn,
og myrkir heimar mæta þér,
í moldu annar falinn er,
í lofti hvolfir hinn.
Þá veit eg ei, hvort rótin ratar
rökkurdimman stig.----------
Kvæði ólínu Andrésdóttur —
“Svarað bréfi”, lýkur með þessu
gullvæga erindi:
Þó heimili byði heimurinn mér
við hefðar og nautna brunna,
að meta þá tign, sem maklegt er,
það myndi eg ekki kunna.
—En eilífðin ein vinnst að
þakka þér.
að þú hefir kent mér að unna.
f kvæðinu “myndin af bygð-
inni minni” eftir ólöfu Sigurðar-
dóttur frá Hlöðum er þessi
fallega og sérkennilega lýsing á
lítilli lind: '
ó, lindin mín glaða svo lítil sem
brúða,
sem leifrandi barnsaugu, glær
eins og rúða.
Það er hiti og þróttur í þessu
erindi úr kvæðinu “Steingerður”
eftir Rósu B. Blöndals:
Nú brenna mig augun hans
björtu
frá brásteina-rökkrinu svarta.
Þau særa mig augun hans
svörtu,
þau svíða mig dýpst inn í
hjarta. *
Sniðug er þessi vísa Theo-
dóru Thoroddsen:
Þú komst með eld og ilm til mín,
ásta og rósa heiminn.
Nú er eg búinn að njóta þín,
nú máttu hverfa í geiminn.
Háljóðrænt er kvæði Þuru í
Garði “Yfir bláar bárur”. Þar
er þetta:
Yfir bláar bárur
bráðum kem eg til þín
á einu litlu laufi,
ljósgræn er ferjan mín.
Svona væri hægt að halda á-
fram, en hér verður að láta stað-
ar numið, enda hlýtur hver, sem
þessi sýnishorn sér, að sannfær-
ast um, að konur geta ort og það
prýðilega. Okkur karlmönnun-
um ætti að vera þetta skiljan-
legt, því þó að okkur greini á
um margt, munum við sammála
um það, að konurnar eru stærsti
skáldskapurinn í lífi okkar og
að þeim eru tengdar þær stund-
ir, sem við lifðum skáldlegastar,
því skyldi þá ekki þessi hæfileiki
kvenna brjótast fram í fágaðri,
fegurri skáldlegri og kvenlegri
ljóðagerð.
Fáeinar línur um bók er ekki
einu sinni hálfsögð saga. Til þess
að fá notið hverrar bókar er bezt
að eignast hana og vil eg ráð-
leggja hverjum þeim, sem þess-
ar línur les að eignast bókina:
Það mælti mín móðir.
Um frágang bókarinnar er
það að segja, að ekki spillir hann
fyrir innihaldi hennar.
—Nýja Dagbl.
Fyrirmynd
Allra karla fyrirmynd telja
sumar einn eiginmann sem blöð
tilgreina með nafni og heimilis-
fangi. Hann bjó með konu sinni
í 20 ár, í álíka sambúð og í
hjónabandi gerist. Eftir þann
langa reynslutíma fékk konan
ást á öðrum manni, sem var
fjórtán árum yngri en hún,
heilsugóður maður og mjög fá-
tækur. Þetta sagði hún bónda
sínum, rétt eins og var. Þá fór
hann til, útvegaði henni skilnað
og borgaði fyrir, keypti svo leyf-
isbréf handa hjónaleysunum,
borgaði presti fyrir að pússa þau
stakk að þeim 500 dölum og bað
þau fara í ferðalag og sleikja
hunang. Þegar þau komu aftur,
gaf hann þeim nýja eiginmanni
konunnar atvinnu hjá sér, með
svo góðu kaupi, að þau gátu lif-
að af því sómasamlega. Hver
ætli geri betur?
—- Ónáðaðu mig ekki, eg er að
skrifa kærustunni minni.
— En af hverju skrifarðu
svona hægt, maður?
— Hún getur ekki lesið hratt.
Það er orðið alltítt, að búnar
séu til gasgrímur, sem ætlaðar
eru húsdýrum, eins og hundum
og köttum. öllu óalgengari eru
gasgrímur fyrir nautgripi, en nú
er líka farið að framleiða þær.
PELISSIERS
Country
Club
Beer
PELISSIER’S BREWERY
LIMITED
MULVEY and OSBORNE STS.
WINNIPEG
Phone 96 361
LUKKlióSKA SKEYTI
Mér brá í brún á jólunum þeg-
ar mér barst lukkuóska skeyti
frá hinum nýja þingmanni okk-
ar, Mr. A. Loptsson, sem eg
neyðist þó líklega til að þakka
fyrir.
Eg sem er gamall conserva-
tívi fékk nú í vor í fyrsta skifti
í 50 ár sem eg hefi verið í þessu
landi tækifæri til að greiða at-
kvæði með landa mínum til þing-
mensku.
En það vill þá svo óheppilega
til að Mr. Loptsson er Liberal.
Eg fór því með hangandi hendi
og huga inn í atkvæðasalinn, en
þegar eg geng út aftur, situr Óii
sonur minn þar öðru megin. —
Hann hefir það til að vera stund-
um glettinn í tali og segir: Jæja
pabbi, heldurðu að þú hafir nú
greitt rétt atkvæði. Ekkert því
Iíkt, sagði eg, hafi eg nokkurn
tíma greitt falskt atkvæði þá
hefi eg gert það nú.
Nokkru seinna frétti eg að
Mr. Loptson hefði komist inn á
falska atkvæðinu.
Mér finst því að Mr. Lopts-
son sé að bæta gráu ofan á svart
með að senda mér lukkuóska
skeyti. En kannske er þetta
misreiknað hjá mér því að:
Eg er orðinn gallagripur
og grillu fóstri as well
svo anytime ef ei árar betur
I might go to Hell.
G. ólafsson
—Tantallon, Sask.,
28. des. 1936.
Lesið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
PHONE 9 2 2 4 4
for quick home delivery, direct from
the warehouse of
Esiablished
1832
(S^ótcLÍ
Cold and pure from the thousand foot depth of our own Artesian
well, coraes the water with whieh this pleasant light beverage is
brewed, with the skill of a century of experience. Bottled in
clear bottles.
u
The Consumer Decides"
Also—
EXTRA STOCK
ALE
INDIA PALE
ALE
BROWN STOUT
At Parlors, Clubs & Cash & Carry
Stores
JOHN LABATT LTD.
191 Market Ave. E. (Just off Main)
WINNIPEG
This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Ccmtrol Commission. The
Commissirn is not responsible for statements made as to quality of products advertised.