Heimskringla - 30.12.1936, Síða 6
6. SÍÐÁ
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 30. DES. 1936
Leðurblakan
Skáldsaga þýdd úr ensku
Dann inspektor beið óþolinmóður eftir því,
að læknirinn stæði á fætur.
“Þessi maður hefir verið myrtur á hrylli-
legan hátt,” sagði hann. Það verður að kryfja
hann og setja rétt yfir honum. Hann er búinn
að vera dauður í nokkrar stundir. Aldrei hef i
eg séð verri glæp.”
drauga. Heldur þú að þú komir mér til að trúa
að draugur hafi rifið manninn svona á hol ?”
Lögreglulæknirinn ypti öxlum.
“Eg hefi margt séð í minni reynslu, sem
eigi verður útskýrt með neinum rökum. Eg
gef yður aðeins skýringu. Og ef þér viljið af-
saka mig ætla eg að undirbúa líkskoðunina, sem
fer fram seinni partinn.” Að svo mæltu hneigði
hann sig fyrir fólkinu og gekk út, og mundi
Cicelia hafa fylgt dæmi hans ef lögregluþjónn-
inn hefði ekki verið í dyrunum. Hún hataði
þetta alt saman. Hún vorkendi frænda sínum,
en umfram alt langaði hana að komast í burtu
og finna Ian Heath. Því að hún trúði því, að
hann gæti ráðið bót á vandræðunum.
Hrollur fór um Ciceliu.
“Þessi hola í hálsinum var hún orsök til
dauða hans?” spurði inspektorinn í skjálfand1'
rómi.
“Það er mjög líklegt, en eg vil ekki leggja
neinn dóm á það fyr en eftir frekari rannsókn.”
“Við skulum fara inn í húsið. Það er heil-
mikið, sem eg þarf að spyrja um.”
Þegar Niel hafði lokað dyrunum á eftir
Voyce, sem var síðastur að koma inn, skipaði
Dann lögregluþjóninum að sjá um, að engin
yfirgæfi húsið án hans leyfis.
“Eigið þér með þessu við að eg og frændi
minn séum fangar?” spurði Cicelia.
“Eg á við að enginn yfirgefur húsið án
míns leyfis. Hér hefir verið framið hryllilegt
morð og það er skylda mín að uppgötva hver
framdi það!”
“Eg er viss um, Miss Garrett að inspektor-
inn verður ekki um of gjörráður. Þetta eru
venjulegar aðferðir undir svona löguðum kring-
umstæðum,” mælti Voyce.
“Segðu húsbónda þínum að eg vilji tala við
hann,” mælti inspektorinn við þjóninn. Hann
lét ekki svo lítið að svara mótmælum stúlkunn-
ar.
Warren Murdoch mælti er hann kom inn í
herbergið: “Eg vona, að þetta veki ekki alt of
mikla umsvifun?”
Dan ylgdi sig. “Ef einhver er myrtur á
landareigninni yðar, getið þér búist við heil-
miklum vandræðum. Eg ætla nú að spyrja
yður fyrstan. Hvað vitið þér um hinn dána?”
Uppfyndingamaðurinn sagði frá því Hver
Sapford hefði verið. Gamall vinur hans, er
hefði komið að heimsækja hann, en vegna þess
að læknarnir höfðu ráðlagt honum það, hefði
hann viljað sofa úti.
“Það var skrítð,” sagði lögreglumaðurinn,
“en vitið þér hvort prófessorinn átti nokkra
óvini ?”
“Það get eg ekki hugsað mér, að hann hafi
átt, jafn elskulegur maður.”
“Gerið svo vel og svarið spurningu ,minni.
Vitið þér til þess að hann ætti nokkra óvini ?”
“Að svo miklu leyti, sem eg veit, átti hann
enga óvini,” sagði húsráðandi og roðnaði vegna
ókurteisi lögreglumannsins.
“Getið þér nokkra skýringu gefið á því að
hann var myrtur á þennan hátt?”
“Það get eg ekki. Nema-----”
Inspektorinn greip orðið.
“Nema hvað ?” mælti hann hörkulega. “Eg
verð að minna yður á, Mr. Murdoch, að lögreglu-
rannsókn á morði er alvarlegt atriði.”
“Þér þurfið ekki að minna mig á það, in-
spektor. Eg var í þann veginn að gera athuga-
semd, sem mér finst mjög heimskuleg.”
“Kærið yður aldrei um það. Haldið bara
áfram.”
Murdoch roðnaði aftur og svaraði:
“Ef þér hafið verið hér lengi, þá hafið þér
vafalaust heyrt um hjátrú þá, sem hér gengur
í sögum manna á meðal um þetta hús?”
“Mr. Murdoch er að benda til að það sé
reimt hér,” mælti Philip Voyce, “eg er því sam-
þykkur að sú hugmynd er heimskuleg, en þessi
trú er þó til.”
Augun á lögreglumanninum, sem alt' af
stóðu út ætluðu nú alveg að springa út úr
höfðinu.
“Enginn draugur getur rifið neinn svona á
hol,” sagði hann. “Nei eg hefi eigi heyrt nein-
ar slíkar sögur, en þetta svæði virðist fult af
allskonar þvættingi. Eg er frá Cornwall,” bætti
hann við með miklum reigingi. “Hver er svo
þessi draugasaga?”
“Sem vísindamaður þá dettur mér ekki í
hug að trúa hjátrú þeirri, en sagan segir, að hér
gangi um draugur í leðurblöku líki, sem sjúgi
blóð úr mönnum.”
“Hverskonar skepna er það?”
Læknirinn hlustaði á glottandi og mælti:
“Lögreglan á ekki að vita neitt nema það,
sem er eðlilegt, en vissulega ættir þú að vita
hvað leðurblaka er.”
“Nei, það veit eg ekki,” mælti lögreglumað-
urinn eldrauður í framan af illsku.
“Þetta kvikindi, minn kæri inspektor, er
afturganga einhvers glæpamanns. Fer draug-
urinn úr gröfinni á nóttinni og sýgur blóðið úr
sofandi fólki og ræðst venjulega á hálsinn. Er
draugurinn í leðurblöku líki.”
Inspektorinn leit út eins og hann ætlaði að
rifna. “Þér eruð þó ekki að reyna að draga dár
að mér, læknir?” öskraði hann,” með alla þína
Lögreglumaðúrinn hóf nú spurningar sínar
á ný. “Hvenær heyrðuð þér fyrst um morðið ?”
spurði hann Murdoch. í þessu bili heyrðist
hávaði úti fyrir, sem lét hana gleyma öllu öðru.
Það var hávaði í mótorhjóli.
Hún litaðist um. Lögregluþjónninn hafði
fært sig til. Áður en nokkurn varði snaraðist
hún framhjá honum og út í anddyrið, þaðan
hljóp hún út á stíginn og hitti þar manninn, sem
hún þráði svo mjög að sjá.
Það var enginn tími til orðalenginga og
hún slepti þeim líka.
“Eg þarfnast hjálpar yðar,” sagði hún.
“Prófessor Sapford, vinur frænda míns var
myrtur í nótt----”
Augun sem horfðu á hana ljómuðu eins og
bjart stál.
“Svo fljótt,’ ’tautaði Ian með sjálfum sér.
“Gerið svo vel og segið mér alt sem þér
vitið, eg kom strax og eg fékk miðann frá yður.
Segið mór nú fréttirnar.”
Er hún hafði gert það, hvíldi hendi hans á
handlegg hennar svolitla stund. “Mér þykir
vænt um að eg kom. Eg skal gera alt sem
hægt er, látið mig sjá um það.”
“Eg vissi að eg gat treyst yður,” mælti hún
hughraust. Návist hans gaf henni nýtt þrek.
En skuggarnir færðust aftur að. “Þér verðið að
fara. Þeir halda að þér séuð glæpamaður,”
hún talaði hratt og ákaft.
Ian Heath brosti.
“Og hverjir eru þessir þeir?”
“Pihilip Voyce hefir reynt að eitra huga
frænda míns gagnvart yður.”
Bros hans fullvissaði hana.
“Það sýnir að hann er heimskari en eg
hugði. Þér þurfið ekki að óttast neitt um mig,
Miss Garrett. Eg býst við að geta litið eftir
mér í þessu máli,” og með hendina um hand-
legg hennar gekk hann upp að húsinu.
“En lögreglan er þarna,” en hann sinnti því
engu.
“Það er mjög merkilegt,” mælti hann og
þegar Jones lögregluþjónn birtist, gapandi af
undrun og allur eins og hann ætlaði að detta í
sundur, gerði Heath ekki annað en hlægja að
honum.
Jones hafði fengið stranga ámfnningu hjá
yfirboðara sínum og var nú reiður. “Þið þarna,”
sagði hann og rétti út hendina, “inspektorinn
vill finna ykkur.”
Ian Heath sló hendina til hliðar.
“Ef þér eruð að ávarpa mig, lögregluþjónn,
þá sýnið þér tilfinnanlega vöntun á virðingu,”
mælti hann og gekk inn fram hjá manninum.
Lágt sagði hann við stúlkuna: “Berið ekki nein-
ar áhyggjur út af þessu.”
En Cicelia var áhyggjufull og þegar þau
komu inn í herbergið, þar sem fólkið var, sló
þögn yfir alla.
Þessi þögn var rofin af rödd mannsins,
sem henni féll svo illa við. “Hér er einmitt
maðurinn, sem eg var að segja yður frá, in-
spektor.
—sem sýndi axlaböndin sín
Þetta var eins og á leiksviði. Á móti dyr-
unum stóð Voyce með ögrandi svip, öðru megin
við borðið sátu þeir Dann inspektor og Warren
Murdoch, allir þrír störðu forvitnislega á komu-
mann er hann gekk inn í herbergið.
“Er einhver að tala um mig?” sagði hann
hirðuleysislega og leit á Voyce háðslega.
Dann spurði: “Er nafn yðar Gavin?”
“Ronald Gavin, fellur yður ekki nafnið?”
“Eg ætla að vara yður við því ungi maður
að spauga ekki við mig. Hvað eruð þér að
gera hér?”
“Miss Garrett er vina mín. Eg kom til að
finna hana.”
“Það er mjög merkilegt,” hreytti inspekt-
orinn út úr sér. “Jæja, Mr. Ronald Gavin, hlust-
ið nú á. Morð hefir verið framið hér í húsinu
eða úti fyrir húsinu---”
“Ef að þetta er morð, þá er betra að vera
nákvæmur,’ svaraði hinn kuldalega.
“Eg er að segja yður að morð hefir verið
framið hérna utan við húsið og hver sem kemur
hingað í heimsókn eða er á nokkurn hátt bendl-
aður við fólkið hér á heimilinu er meira eða
minna undirorpinn grun.”
Heath gekk eitt skref áfram.
“Viljið þér að eg snúi við vösunum og sýni
hvort eg hefi nokkuð morðvopn fólgið í þeim ?”
spurði hann.
Inspektorinn froðufeldi af reiði.
“Eg hefi þegar varað yður við því að þetta
er alvarlegt. Eg hefi fengið vissar upplýsingar,
sem gera það vissara fyrir yður að gefa fulla
skýringu á ferðalagi yðar í nótt sem leið, Mr.
Gavin.”
“Jæja, látum okkur nú sjá. Eg gekk mér
út til skemtunar eftir teið, kom svo aftur heim
að Vegamóti, svo heitir kofinn þar sem eg dvel
í hjá vini mínum, Mr. Gerald Hartsgill — en
heyrið mér nú lögregulmaður, mér er sama um
mig, en vinur minn Mr. Hartsgill er svo hræði-
lega bráðlyndur, að ef þér skylduð fara að ónáða
hann með nokkrum spurningum, þá gæti hann
vel gleymt að gefa hænunum------”
“Uss!” kvað við reiðuleg rödd, ”maðurinn
er að reyna að gera gys að yður, inspektor!”
Ian Heath horfði meinleysislega á Voyce,
en lögreglumaðurinn grenjaði:
“Reyna að gera gys að mér? Eg skal á-
byrgjast að eg get þurkað af honum þetta bros
áður en langt um líður.” Lögregluþjónninn
staðnæmdist við hlið Heaths.
“Nú, svarið nú þessum spurningum mínum
eða eg tek yður tafarlaust fastan.”
Ciccelia tók nú til máls í fyrsta sinni síðan
hún kom inn aftur: “Frændi,” mælti hún, “þetta
er að verða óþolandi. Því segir þú ekki eitt-
hvað? Hvað ásakið þér Mr.—” hún var næst-
um búinn að nefna rétta nafnið, en áttaði sig —
“Gavin fyrir?”
Lögreglumaðurinn varð þungur á svip.
“Eg er ekki að ásaka hann fyrir neitt. En
nema að þessi vinur yðar, sem yður virðist svo
ant um að verja, geti gefið mér nægar upplýs-
ingar um hvar hann var í nótt sem leið, mun eg
taka hann fastan. Nú herra minn,” mælti hann
og sneri sér að Heath.
“Já, en blessaðir verið þér eg var hálfnað-
ur með söguna þegar þessi heiðursmaður tók
fram í fyrir mér.” Hann þagnaði og brosti mein-
leysislega að Voyce.
Hann virtist verða fokreiður.
“Spurðu hann hvað hann var að gera klukk-
an 2 um nóttina hér fyrir utan húsið, fyrir 3
dögum síðan?”
“f raun og veru Mr. Boyce — þér heitið
Boyce er ekki svo ? — Eg hélt að eg hefði skýrt
það alt fyrir Mr. Murdoch. Já, það er alveg
satt inspektor, að eg var hér þá nótt. En það
sem Mr. Boyce sagði var skrítið. ‘Klukkan tvö
um nóttina fyrir þremur dögum síðan.’ ”
Ciceliu létti í skapi er hún sá iljskuna spegl-
ast í andliti Voyce, vandræðasvipinn á lög-
reglumanninum og ráðaleysið á hinu einfeldnis-
lega andliti lögregluþjónsins. Hún vissi ekki
hvernig á því stóð, að hann var að leika með þá,
en hann hlaut að hafa góða ástæðu til þess. En
hann lék svo vel að hún gat næstum hlegið. Hún
sá hvernig heiftin í Voyce jókst með hverju
augnabliki.
“Hvað voruð þér að gera hér í kring, og
hættið öllu spaugi. Mér sýnist að þér séuð ekki
slíkt flón, sem þér látið.
Heath lézt verða forviða.
“Þér eruð þó ekki að ympra á því, að eg sé
að reyna að blekkja yður, inspektor. Eg vona
að eg hafi meira vit en svo. En svo að eg
komist að efninu, um þennan morgun fyrir
þremur dögum síðan þá er það nú svona. Eg
er ókunnugur hér á heiðinni, eg kom hingað
beint frá Cheltenham, þar sem eg hefi kola-
verzlun.” Inspektorinn skrifaði þetta hjá sér.
“Kolakaupmaður frá Cheltenham, það er
gott,” sagði hann með ískyggilegri kátínu.
“Mér þykir svo vænt um að yður þykir það
gaman . Má eg þá halda áfram með söguna ?”
“Já, mig langar til að heyra þetta alt sam-
an,” sagði inspektorinn í sama hæðnisrómnum.
“Jæja, eins og eg sagði þá er eg ókunnug-
ur hér og það var eftir langa umhugsun, að eg
þáði boðið að koma hingað. Það er svefnleysi,
sem þjáir mig. Eg held að eg hafi farið til hvers
einasta læknis í Cheltenham. — Eg vona að þér
soíið vel inspektor. Jæja, eg ásetti mér að
ganga lengi hvert kveld hér á heiðinni, og þessa
sérstöku nótt viltist eg á göngunni. Allir sem
hér eru, vita hvað á eftir fór. En eg er búinn
að tala svo mikið að hálsinn á mér er skrauf
þur.”
“Hvað sagði þessi maður þér?” spurði in-
spektorinn Mr. Murdoch. Vísindamaðurinn
sagði nú söguna um viðureign Heaths við inn-
brotsþjófinn. “Og hafði það ekki verið fyrir
fréttir þær, sem Mr. Voyce flutti mér mundi eg
hafa verið Mr. Gavin mjög þakklátur, og jafn-
vel nú get eg ekki trúað því, að hann hafi
nokkuð valdið dauða vesalings Sapfords.”
“Eg get ekki nógsamlega þakkað yður góði
herra fyrir álit yðar, og eg gef yður æruorð
mitt, sem kolakaupmaður og velþektur meðlim-
ur Buffalóorðunnar, að eg átti engan þátt í
þessu.”
Dann veitti þessu enga áheyrn.
“Mér líst ekekrt á yður Mr. Gavin,” og eg
ætla að fara eftir fyrstu áætlun minni og taka
yður fastan uns frekari upplýsingar eru fengn-
ar um yður.”
“Það er svívirðilegt,” hrópaði Cicelia.
“Það er ennþá meira en það,” sagði kola-
kaupmaðurinn. “Eg hefi verið kallaður heim
vegna viðskifta annríkis, og þá ætlið þér að
stinga mér í svartholið. Ef til vill viljið þér
lesa þetta símskeyti sjálfur, inspektor?” Án
þess að bíða eftir svari gekk hann í kring um
borðið og er hann sneri bakinu að öllum hinum,
hnepti hann frá sér treyjunni.
Inspektorinn, sem opnað hafði munninn til
að mótmæla, stóð með hann galgopinn af undr-
un, á meðan hinn maðurinn þvaðraði tóma
heimsku.
“Eg býst við að yður þyki gaman að sjá
þessi axlabönd. Eg má til að sýna yður þessi.
Eg er nýbúinn að kaupa þau. Líkar yður ekki
liturinn? Takið þér nú eftir þessum brúna lit.
Finst yður hann ekki nógu laglegur?”
En alt svarið, sem hann fékk frá inspekt-
ornum vár, að han hlammaðist niður í stólinn,
rétt eins og hann hefði verið sleginn í höfuðið
með kolahamri. Þegar hann náði sér mælti
hann: “Láttu alla fara út Jones. Eg ætla að
tala við þennan herramann í einrúmi.
Það var Ian Heath sjálfur sem talaði við
stúlkuna, er þau gengu saman úti á landareign-
inni eitthvað hálfum tíma síðar. Það var óskap-
legt af mér að leika þennan skrípaleik áðan, en
eg gerði það til að veiða Voyce. Eg vissi býsna
mikið um hann áður, en nú veit eg með vissu
að hann er negrinn í viðarhrúgunni.”
“Eg hata hann. Stundum gerir hann mig
hrædda, en haldið þér----”
Hann virtist of niðursokkinn í hugsanir
sínar til að veita spurningu hennar eftirtekt.
“Eg verð að hverfa,” mælti hann.
Hún vissi ekki við hvað hann átti.
“En-----”
“Ó, eg kem aftur!” sagði hann með sann-
færingu. “Hér hefir illur glæpur verið framinn
og útlit er fyrir, að fleiri verði framdir áður en
alt er komið í kring. Eg ætla að vera einhvers-
staðar nálægt. Það eru svo margar spurningar,
sem er ósvarað enn, að eg vildi ekki vera fjar-
lægur fyrir nokkra muni.”
Konan með glerið fyrir auganu
i Á Frakklandi nefndu þeir konu þessa
“Skuggann”, á Englandi, þar sem þeirrar þjóð-
ar njósnar höfðu ennþá meiri ástæðu til að hat-
ast við hana, nefndu þeir hana “Púkann” og
máttu bæði heitin kallast rétt nefni. f ófriðn-
um mikla hafði hún verið byrjandi, en nú var
hún útfarin í iðn sinni og sennilega háskaleg-
asta konan í Evrópu.
Gusta Straube horfði á ósómann, sem fjar-
aði og flæddi í kring um hana með köldum og
aðgætnum augum. Hún var göfugrar ættar,
alin upp í auð og allsnægtum, menningu og
lærdómi, en þó var enginn sá löstur til, sem
henni væri framandi. Breiskleiki holdsins var
eitt af aðal vopnum hennar.
Hún sat nú í undirheima samkomusal inn í
miðri höfuðborginni. Salurinn var stór, en
lágt undir loft, og blönduðust þar margar teg-
undir ills óþefs, er gerði þar þröngt um and-
rúmsloft. Svo mikill var tóbaksreykurinn, að
hann leið í stórum skýjaflókum um salinn.
í öðrum enda tálgryfju þessarar var upp-
hækkaður pallur. Uppi á honum lék svertingja
hljómsveit danslögin fyrir þá, sem þarna döns-
uðu sig niður á við. Nafnið á þessum stað var
“Klukkan eitt” og var einna illræmdasti staður
þeirrar tegundar í Lundúnaborg.
Þessi stía var troðfull af fólki Alt saman
voru það illmenni og úrþvætti, sem báru merki
síns innra manns í útlitinu, en athafnir þess
voru dýrslegar og dýrum samboðnar. öll þessi
andlit voru lærdómsrík. Þau lýstu allskonar
viðfangsefnum fyrir glæpafræðing. öll lýstu
þau löstum. Hvort sem þau báru hinn hvassa
svip hauksins, blæ háðfuglsins, eða báru grímu
deyfðar og flónsku.
Og kvenfólkið, sem þarna ,var. Þær lögðu
engar hömlur á neinar ástríður, þær voru þarna
innan um sína líka. Þær voru ölvaðar af alls-
konar eitri og allar hálf vitlausar. Eina mann-
eskjan, sem var í þessum hóp og sýndi nokkra
sjálfstjórn, var eigandinn. Það var maður með
andlitsdrætti dýrðlings en augun voru blendin
og full af hæðni, og kona, er sat í einu horninu
við borð. Hún gat þaðan séð út í dyrnar. Þessi
vpru bæði foringjarnir. Þau léku hinum eins
og peðum á taflborði. Þau höfðu skapað and-
rúmsloftið þarna ,en þau tóku ekki þátt í gleð-
inni. Þau horfðu bara á. >
Maðurinn með dýrðlingsandlitið nálgaðist
konuna við borðið, er hafði gefið honum bend
ingu. Á meðan að hann var að horfa á fólkið
hafði skuggi af gleðisnauðu brosi leikið um
varir hans, en nú var hann tóm eftirtekt, áhuga-
fullur og alvarlegur.
“Já?” mælti hann í spyrjandi rómi.
Gusta Straube stakk glerinu upp í augað.
“Þú sagðir Kroom að eg yrði sér?”
' “Já, og eg sagði honum ennfremur, að
yður væri áhugamál að sjá hann.”
Kvenmaðurinn svaraði kuldalega: “Hann
kemur þarna, sem líka var eins gott fyrir hann.”
Sylvester Lade gekk í burtu. Hann óttaðist
engan mann, en hann var dauðhræddur við konu
þessa.