Heimskringla - 13.01.1937, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.01.1937, Blaðsíða 1
LI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13! JANÚAR 1937 NÚMER 15. HELZTU FRÉTTIR Fjárhagsáætlun Roosevelts Roosevelt sendi þinginu í Washington fjárhagsáætlun sína fyrir komandi ár s. 1. föstudag. Ef útgjöld til atvinnulausra færu ekki fram úr því sem áætlað væri ($1,537,123,000) mundu tekjur og gjöld nokkurn vegin standast á. Kvað hann það mlk- ið undir vinnuveitendum komið eða samvinnu þeirra við stjórn- ina, hvernig tækist með að afla atvinnu. Þyrfti samt sem áður á því að halda, kvaðst Roosevelt ekki láta neinn svelta fyrir það, að halda jafnvægi á næsta árs- reikningi. Ef alger reiknings- jöfnuður næðist ekki á komandi ári, yrði honum náð á árinu 1938 —39, svo framarlega, sem áfram héldi í viðreisnaráttina eins og nú gerði. Öll skuld landsins verður um þrjátíu og fimm biljónir ($35,- 026,000,000) í lok yfirstandandi fjárhagsárs, 30. júní n. k. Tekj- ur námu ekki fullum 6 biljónum, en útgjöld voru rúmar 8 biljónir. Á komandi ári gerir Roosevelt forseti ráð fyrir rúmum 7 bilj- ónum í tekjur; telur það mjög sennilegt vegna batnandi tíma. Þingið biður Roosevelt að veita eina biljón dollara til hersins á sjó og landi. Tvö herskip, sem hvort kostar um 50 miljónir dala á að smíða. Telur Roosevelt það ekki með öllu viðbót við herinn, heldur komi þau í stað skipa að nokkru, sem úr sér séu gengin. En Bandaríkin þurfi að hafa fleytur, sem á borð séu við her- skip Evrópu þjóðanna. Engin lán ætlar stjórnin sér að taka og heldur ekki áð leggja á ueina nýja skatta. Nýjum störf- um gerir hann heldur ekki ráð fyrir mörgum, heldur víkkun eða þensíu á viðreisnarstarfsem- inni á sama grundvelli og áður. Hveitiskortur í ítalíu f ræðu sem Mussolini hélt s. 1. iaugardag, skoraði hann á þjóð sína, að sá meira heviti á kom- andi ári, en sagan gæti um að gert hafi verið áður. Kvað hann nú skorta um 3 miljónir tonna (um 100 miljón mæla) í landinu til þess að fullnægja þörfinni. — Ált þetta hveiti yrði nú að kaupa af öðrum þjóðum og kvað það koma sér illa að fara ofan í fjár- hirzluna eftir fénu. Neyzla hveitis á ítalíu nemur 8 til 9 niiljón tonnum. Þessi óumflýanlegu hveitikaup er sagt að ekki bæti lánstraust ítalíu á peningamarkaði heims- ins. Innflúenza Innflúenza geisar í flestum stærri borgum í Bandaríkjunum. Síðast liðna viku lögðust 1814 í borginni New York. Dóu 299 af beim. í Chicago hefir sóttin úrepið 710 síðan 1. desember 1936. Veikst hafa 2987. f borginni Denver dóu 13 á einum sólarhring s. 1. viku. — Síðan 12 desember hafa 142 dá- ið. í Little Rock eru um 500 s-iúk.ir og í Spokane var sagt í vikulokin að í sjúkrahúsunum væru eins margir og þar kæm- Ust fyrir. f mörgum borgum Evrópu hef- Ir sóttin giesað svipað þessu, en er nú sögð á rénum. Eómsmálaráðherra Roosevelts- sljórnarinnar, Mr. Manning, lýsti yfir því í gær, að $10,000 væru lagðir til höfuðs ræningj- anum, sem myrti Charles Matt- son. Vikufréttir frá Spáni Það virðist nú drjúgum vera að draga til þeirra tíðinda á Spáni, sem lengi hefir verið ótt- ast, að úr byltingunni sé að verða stríð milli fimm voldug- ustu þjóða Evrópu. Á höfunum umhverfis Spán svalka nú fram og aftur 94 her- skip frá Bretlandi og 70 frá Frakklandi; voru þau send þangað s. 1. mánudag. En svo sagan sé sögð frá því er henni lauk í síðasta blaði, varð ekkert af því, að Baskar á Norð- ur-Spáni skiluðu vopnunum, sem á þýzka skipinu voru, sem þeir hertóku. Hitler tók tvö skip af spönsku stjórninni, með ein- Þjóðverjar. En Frakkaf gefa Hitler tvo eða þrjá daga til að hugsa sig um og fari Þjóðverjar ekki burt úr spönsku Morokko eftir þann tíma, verði herinn frá frönsku Morokko kominn á landamærin og reki þá burtu. Er sagt að þar sé um 100,000 manna her og Frakkar geti með honum og herskipum sínum og 80 flugherskipum, sem suður fóru frá Frakklandi yfir helgina, tekið nýlendu Francos, eða spán- verska hlutann af Morokko á 36 klukkustundum. Þarna er Frakk- inn loks orðinn ákveðinn. Hitler svarar ávalt, að þetta sé sér al- veg óviðkomandi, en hann verð- ur nú loks að hrökkva eða stökkva með að kalla lið sitt heim, eða láta Frakka hrekja það burtu úr spönsku Morokko. Út af þessum aðgangi Frakka og Þjóðverja, er nú Bretland hverju af vopnum, í staðinn og hefir nú afhent Franco uppreist- farjg af sfag fji Spánar með 94 herskip. Áður en skipin lögðu arforingja þau. En s. 1. miðvikudag og alla daga vikunnar síðan, hefir þýzk- um hermönnum skotið upp á Spáni í þúsunda tali. Og vopna- af stað frá Bretlandi, samþykti brezka ráðuneytið, að leggja strangt bann við að nokkur utan að komandi þjóð tæki þátt í flutningurinn frá Þýzkalandi Spánar byltingunni með því að þangað, hefir verið eftir því. Alt þetta þýzka lið, hefir bæzt við hersveitir Francos. Frá ítalíu er einnig fullyrt, að vopn og her- lið hafi verið sent til Spánar, þó það hafi minna verið á orði haft. Afleiðingin af þessu var misk- unarlaus árás á Madrid s. 1. mið- vikudag og fimtudag. Var sagt að 18,000 þýzkir hermenn hefðu tekið þátt í henni. Mannfall varð hroðalegt, alt að því 8,000 manris í liði hvors stríðsaðila og auk þess um 4000 menn konur og börn í borginni Madrid. f her uppreistarmanna voru það eink- um Þjóðverjar, er fyrir mann- falli urðu vegna þess að þeir sóttu nær stjórnarhernum en svertingjarnir. Varð nú nokk- urt hlé á bardaganum yfir helg- ina. En stjórnarherinn þykir vel hafa staðið af sér þessa árás og er reiðubúinn að taka á móti annari árás, hafi uppreistarher- inn ekkert dasast. En eftir þetta mikla mannfall í borginni, hefir stjórnin skipað, að senda öll börn, konur og gamalmenni úr borginni. Fluttu fyrsta daginn eftir þetta um 2500 manns úr borginni og heldur sá burtflutn- ingur áfram. En við þetta lét Hitlef ekki sitja, heldur fór hann að flytja her einnig til spanska hlutans í Morokko, þaðan sem Franco hef- ir haft uppreistarlið sitt. Hann byrjaði í raun og veru með að taka þessa nýlendu Spánverja. Um 8000 þýzkir hermenn kváðu hafa verið sendir þangað og 10 þýzkir tundurbátar og herskip kváðu vera á höfninni í Ceuta.' En nú var Frökkum nóg boðið. Franski hlutinn af Morokko tek- ur við þar sem nýlenda Spán- verja endar. Ræður að* vísu soldán yfir henni, og hún á að vera óháð ríki, undir vernd Frakka. Spanski hlutinn 'af Morokko, var það í raun og veru einnig, eftir samningi Frakka og Spánverja. En þegar Hitler sýn- ir nú af sér þessa óbilgirni, sem Frakkar segja ,að miði að því að þeir taki þessa nýlednu, fyrir hjálp sína við Franco uppreistar- foringja, þá ætla þeir ekki að sitja hjá. Hafa Frakkar nú strengt þess heit, að Þjóðverji skuli þar ekki setjast að eða vera liðinn stundu lengur og hafa sent Hitler og Franco skeyti um að hafi Þjóðverjar sig ekki burtu, sjái Frakkar sjálfir um að þeir fari. Svar Hitlers við þessu er, að hann Viti ekkert um þetta og það séu Frakkar, sem séu á-jkeisari Þýzkalands”, fram um stríð í Morokko, en ekki fréttunum af þessu. senda menn eða vopn til Spánar. Hefir Bretland sent Þýzkalandi, ftalíu, Rússum, Frökkum og Portugal skeyti um þetta og væntir þess að lönd þessi vinni með Bretlandi að þessu. Eru Bretar að sýna alvöru sína í þessu máli með því, að senda þegar herskipin og eitthvað af loft- og landher til Spánar til að verja nokkurn vopna- eða her- mannaflutning inn í landið. — Hvað aðrar þjóðir gera, eftir að Bretar hafa þannig riðið á vaðið, er nokkurn veginn ljóst. Þjóð- verjar og ftalir, sem uppreist- inni hafa haldið við, og sem eru þeir einu, sem óánægðir eru út af því, að uppreistarmenn hafa ekki en sigrað, verða nú að lík- indum að lækka seglin. En sú'spurning býr mörgum i huga, hví Bretar stigu ekki þetta spor fyrri ? Hversvegna létu þeir Þjóðverja ausa vopnum og herliði til Spánar á meðan þeir voru a ðhugsa sig um að taka í taumana. Vinni stjórnin á Spáni byltinguna hér eftir, er það ekki Bretum að þakka. Það er Rúss- inn og Frakkinn, sem við öllu hafa séð. Þessi innilokun nú, getur meira að segja verið stjórninni á Spáni ógreiði, eins og komið er. Lík drengsins, sem rænt var, fundið Lík Charles Mattson, 10 ára drengs, sem rænt var fyrir tveim vikum í Tacoma, fanst s. 1. sunnudagskvöld um hálfa mílu frá Pacific-þjóðveginum suður við Everett. Er það um 50 míl- ur frá heimili Dr. Mattson. — Rakst maður þar á líkið, nakið, liggjandi í snjó -með þeim á- verka, að hauskúpan var brotin og nokkrar tennur. Faðir drengsins, Dr. W. W. Mattson, reyndi alt sem unt var að ná sambandi við ræningjann með lausnarféð, sem var $28,000, en það tókst ekki. Er ræningj- ans nú leitað með ákafa af lög- reglunni. Flogið hefir fyrir, að Hitler muni senn segja af sér, en gera loftvarnarráðherra H e r m a n Göering að eftirmanni sínum. Tilkynningu um þetta er búist við í lok þessa mánaðar. En þó Hi,tler láti af stjórn, er ekki bú- ist við að hann sé úr sögunni. Hann verður höfuð þjóðar sinn- ar eftir sem áður, “hinn ókrýndi segir í Júlíana krónprinsessa á Hol- landi og Bernhard prins af Lippe Biestfeld giftust s. 1. fimtudag í höfuðborg Hollands. Sambandsþing Canada kemur saman á morgun (14. jan.). — Helzta mál þingsins verður lík- legast það, að breyta Ottawa- samningunum svo nefndu og í- vilna brezku klæðaverksmiðjun- um sem aldrei hafa neitt grætt. Og svo fer auðvitað nokkur tími í að skipuleggja herinn og flug- ferðirnar í því sambandi. í fréttum frá Englandi er hald- ið fram, að verið sé að notfæra sér hina nýju lampa með út- fjólubláu geislunum til þess að stöðva útbreiðslu innflúenzunn- ar sem þar gengur; þessir geisl- ar drepa gerla. ISLANDS-FRÉTTIR í/sumar var hafin bygging 55 nýbýla dreifðra um alt landið Rvík. 13. des. 1936 Það orkar ekki tvímælis að lang mikilvægasta framtíðarmál- ið, sem stjórn Hermanns Jónas- sonar hefir beizt fyrir, er stofn- un nýrra heimilia í sveitunum. Með lögunum um nýbýli og sam- vinnubygðir, sem afgreidd voru á seinasta þingi, hefir verið stig- ið stærsta sporið til að endur- reisa hina föllnu bygð í landinu og skapa æskunni skilyrði til að reisa þar heimili í stað þess að þurfa að sækjast eftir óvissum og stopulum atvinnumöguleikum við sjávarsíðuna. Strax á fyrsta ári þessarar lög^jafar hefir reynslan sýnt að unga fólkið tekur henni með mikilli feginshendi og er þess al- ráðið að hagnýta þá möguleika, sem hún býður, til fulls. f sum- ar hefir með tilstyrk laganna verið hafin bygging ekki færri en 55 nýbýla og auk þess hafa verið veitt lán til 15 býla, sem hafin var bygging á áður. Flest eru þessi býli reist á ó- ræktuðu landi, sem stofnendur nýbýlanna hafa fengið úr landi eldri jarða. Sumum fylgir þó strax nokkuð ræktað land. Styrk- urinn og lánveitingin gengur bæði til húfebygginga og ræktun- ar, þó einkum til hins fyrnefnda, en skilyrði fyrir hvorttveggju er þó, að ræktað land býlisins hafi náð ákveðinni stærð innan til- tekins tíma. Hverju nýbýli má ‘veita 3500 kr. styrk úr ríkissjóði, og auk þess jafnhátt lán úr nýbýlasjóði, sem verður sérstök deild í Bún- aðarbankanum. Styrkur og lán samanlagt megi þó ekki nema hærri upphæð en 14/17 af stofn- kostnaði býlisins., Lánin eru veitt gegn fyrsta veðrétti, en styrkurinn er óaftur- kræft framlag ríkisins. Eins og áður segir hefir í sum- ar verið hafin bygging 55 nýrra býla, sem þafa fengið styrk úr ríkissjóði og einnig lán úr ný- býlasjóði, ef þess hefir þurft. Bygging íbúðarhúsa mun lokið eða langt komið á flestum þess- um býlum. > í styrk til nýbýlanna eru áætl- aðar 180 þús. kr. á fjárlögum og eru allar líkur til þess, að 'þessi upphæð muni notuð til fulls. Úr nýbýlasjóði munu hafa verið veitt lán, sem nema samanlagt ca. 100 þús. kr. Tala býlanna skiftast þannig eftir sýslum; Gullbringusýsla 1, Kjósarsýslu 6, Árnessýsla 7, Rangárvallasýsla 4, Vestur- Skaftafellssýsla 2, Austur- Skaftafellssýsla 2, Suður-Múla- Dr. Kristján J. Austmann Dr. Kristján J. Austmann, sem undanfarin tíu ár hefir stundað læknisstörf að Wynyard, Sask., hefir nú handsalað Dr. B. J. Bíld- fell umdæmi sitt þar vestra, sem héraðslæknir, og er nú á förum til Chicago, Lundúna, og Vínar- borgar til þess að stunda sér- fræði í lækningum augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma. Mun hann að námi loknu setjast að í Winnipeg borg sem sérfræðing- ur í þeirri læknisgrein. Kemur það sér vel, því nú sem stendur eiga fslendingar engan úr sínum hópi er sérstaklega leggja stund á þessar lækningar, síðan dr. Jón Stefánsson andaðist á síðastl. hausti, er var hvers manns hug- ljúfi og þó einkum sjúklinganna er til hans sóttu. Tekur nú Dr. Austmann upp þessa lækninga grein, góðu heilli, og mun hans verða óspart vitjað, því hann hefir þegar á sér almenningsorð sem læknir. Dr. Austmann útskrifaðist frá háskóla Manitobafylkis árið 1914, með ágætis einkun, sem Bachelaureus Artium en hafði numið Náttúru vísindi sem sér- fag. Hafði hann hlotið verðlaun fyrir ágætispróf í dýra og jurta fræði. Var hann skipaður til kenslu og rannsókna starfa það sama haust, við efnafræðisdeild Háskólans. Næsta ár var hann færður í lífeðlisfræðideild há- skólans (Dept. og Physiology) til samslags starfa og var þar til vorsins 1916 að hann gekk í herinn. Haustið 1917 var hann aftur kvaddur til kenslu við sömu deild háskólans, en byrjaði um leið læknisnám sitt. Lauk hann því námi 1921 með ágætis einkunn. Var hann þá aftur það sama haust nefndur til kenslu og rannsókna starfa við líffræðis- deild lækiiaskólans. Um vorið 1922 tók hann stigið Magister Artium með fyrstu ágætis ein- kunn, og hlaut verðlaun “Physio- logical Research Prize”, fyrir frumlegar rannsóknir. Fór hann þá um vorið að gegna læknisstörfum að Wynyard, Sask. En um haustið var hann aftur kvaddur til kenslu og rannsókna starfa við líffræði- deild læknaskólans. Var hann þá skipaður “Lecturer” og næsta ár “Assistant Professor” í þeirri grein. Stundaði hann svo þessa köllun þangað til 1926 að hann sagði af sér og fór enn á ný að gefa sig við læknisstörfum að Wynyard. 1934 var hann skip- aður héraðslæknir þar er breyt- ing var gerð á heilbrigðisskipu- lagi sveitarinnar. Dr. Austmann kvæntist 1916, ólöfu, dóttir Thorsteins Odd- sonar, fasteignasala í Winnipeg. Eiga þau þrjú börn, Kristján nú að námi við háskólann, og tví- buradætur, Þóru og Rakelu, sem nú eru að ljúka við barnaskólann. Heimskringla óskar hinum góð- kunna læknir alls frama á hinni nýju braut er hann nú hefir val- ið sér, og vonast til að það verði bæði honum og löndum hans til gæfu og farsældar á komandi tíð. sýsla 1, Norður-Múlasýsla 2, Norður-Þingeyjarsýsla 4, Suður- Þingeyjarsýsla 6, Eyjafjarðar- sýsla 3, Skagafjarðarsýsla 6, Austur-Húnavatnssýla 2, Vestur Húnavatnssýsla 2, Strandasýsla 1, Norður-fsafjarðarsýsla 5, Vestur-ísafjárðarsýsla 2, Barða- strandarsýsla 2, Dalasýsla 3, Snæfellsnessýsla 2, Mýrasýsla 2, Borgarfjarðarsýsla 4. Af þeim býlum, sem hér hafa verið talin, eru fimtán, sem byrj- að hefir verið að reisa fyr en í sumar, en fengið hafa styrk og lán samkvæmt lögunum um ný- býli og samvinnubygðir. Alls eru það því 70 býli, sem notið hafa styrks á þessu fyrsta ári. Um framkvæmd Iaganna sér nýbýlastjóri og nýbýlanefnd. — Nýbýlastjóri er Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri, en í nýbýlanefnd eiga sæti: Bjarni Ásgeirsson alþm., Bjarni Bjarnason alþm. og Björn Kon- ráðsson bústjóri. Nefndin hefir opnað sérstaka skrifstofu í Bún- aðarfélagshúsinu um seinustu mánaðarmót. Nýbýlasjóður tók til starfa um seinustu helgi Qg eru útborganir lána því byrjaðar. Um miðja seinustu viku kom út reglugerð um nýbýli og eru þar skýrð og útfærð nánara ýms ákvæði lag- anna um nýbýli og samvinnu- bygðir.—Nýja Dagbl. »

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.