Heimskringla - 13.01.1937, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.01.1937, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. JANÚAR 1937 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA þjóðahafi. íslendlngarnir vestra eru merkari og athyglisverðari fyr- ir ísland, en flestir gera sér ljósa gr.ein íyrir. Og 50 ára útgáfa Heims- kringlu er þrekvirki, sem þeir hafa innt af hendi, og sem á skil- ið óskifta samúð og þakklæti allra fslendinga, hvar sem þeir búa. V. G. ÁRSLOKA FUNDUR Fróns var fjölmennur að vanda. Forsetinn, Soffanías Thorkels- son, skýrði frá því, að deildar- innar meðlimum hefði fjölgað um þriðjung á síðastliðnum tveim árum, 50 hefðu bæzt við í sumar, sömuleiðis að bókasafn- iö væri miklu meir notað en áður; hefði því bæzt margar bækur á þessu ári, sumar gefn- ar af góðum vinum, sumar keyptar. En nýlega útkominna góðra bóka væri nauðsynl'egt að afla safninu. Þessvegna hefði stjórnarnefndin tekið fegins hendi við gjöf frá Mrs. Ingi- björgu Goodman og sá skart- gripur væri hér til sýnis. Þar með benti hann á ábreiðu mjög skrautlega og svo stóra, að ekk- ert hjónarúm er svo vítt, að hún taki ekki útyfir það, efnið úr silki, sem spnnið var í Californíu, ýmislega litt, en kvenþjóðin sem skoðaði það djásn í fundarlok, kvað upp þann dóm, að þó efnið væri fínt og fagurt, þá væri hitt meira virði, með hve miklum hagleik verkið væri gert. Um þetta hagvirki kvað forsetinn eiga að draga og selja miða er hver kostaði 15c en tveir miðar 25c. Ágóðanum yrði varið til að efla bókasafnið. Þar næst þakk- aði hann með fögrum orðum þeim sem hefðu starfað með sér í undanfarin tvö ár í þarfir fé- lagsins, bæði stjórnarnefndinni og þeim sem hefðu létt undir með þeim, ennfremur þeim sem hefðu þakkað viðleitni þeirra vel með því að fjölmenna á fundi deildarinnar. Sá tími væri nú liðinn, sem hann hefði lofast ti! að gegna þessari stöðu. Hér gripu fundarmenn fram í og þökkuðu honum og nefndinni fyrir frammistöðuna, með dýnj- andi lófaklappi. Þessi voru kos- in í stjórnarnefnd: Ragnar H. Ragnar, forseti Halldór Halldórsson, v. f. Hjálmar Gíslasoh, ritari Earl Jónasson, v.r. S. Pálmason, féh. endursk. Thor Pétursson, v. fh. Gunnbj. Stefánsson, fj.m.r. Salóme Goodman, vara fj.m.r. Yfirskoðunarmenn Á. P. Jó- hannsson og J. Th. Beck. Mr. Thorkelsson kvaddi hinn nýkjörna forseta til að ávarpa fundinn, sem hann gerði. Mr. Ragnar er íþróttamaður til hljóðfærasláttar, eins og allir vita. Hitt var síður kunnugt, að honum ferst liðlega og sköru- lega að halda ræðu. Tveir fornir einvígismenn á orðaþreytu hólmi léku list sína k þessum fundi, Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson og séra Jóhann Bjarnason. Umræðuefni þeirra var Kommúnismi og Demorcra- cy. Presturinn fylgdi hinu síð- 'arnefnda með mörgum slögum ÆFIMINNING Baldrún Eyford Þann 23. september síðastlið- inn andaðist að heimili sínu að Vogar, P. 0., hér í fylkinu hús- frú Baldrún Eyford, kona Fram- ars Eyfords bónda þar. Baldrún sál. var fædd á Akur- eyri á íslandi 9. okt. 1886. For- eldrar hennar voru Jörundur Ey- ford og Anna Jónasdóttir, bæði ættuð ýr Eyjafirði. Sjöáragöm- ul fluttist hún vestur um haf með foreldrum sínum, sem dvöld- ust fyrst árlangt í Norður-Dak., en fluttust síðan til Manitoba og settust að í Siglunesbygðinni við Manitobavatn. Er Jörundur Ey- ford enn á lífi og á nú heima í Athabasca í Alberta, ásamt þrerrtur sonum sínum: Sigur- birni, Jónasi og Oswald; en kona hans er dáin. Fimtánda nóvember 1906 gift- ist Baldrún sál. etfirlifandi manni sínum, Framari Jónssyni. Er hann líka ættaður úr Eyja- firði og tók sér nafnið Eyford fyrir ættarnafn. Hafa þau hjón ávalt síðan búið þar í bygðinni, eða sem næst þrjátíu ár; alls átti hún þar heima um fjörutíu ára skeið. Þeim hjónum varð ellefu barna auðið. Er eitt þeirra dáið, en tíu eru á lífi: Anna, Jörundur, Stefanía, Jónasína, Olga, Ragnr heiður, Haraldur, Lárus, Baldur og Guðmundur Franklin. Flest eru enn heima í föðurgarði. Baldrún sál. var mikil dugn- aðar- og myndarkona. Starfs- svið-.hennar var heimilið og þar rækti hún skyldustörf sín af mik- illi alúð, dugnaði og fyrirhyggju. Var henni einkum um það hug- að, að börn hennar kæmust eins vel til manns og framast var unt. Voru þó efnalegar kringumstæð- ur, eins og geta má nærri, oft fremur þröngvar, þar sem svo stór barnahópur var til að sjá fyrir. En bæði hún og maður hennar voru samhent í því að fórna kröftum sínum fyrir heill og hag heimilisins og barnanna; enda mun þeim ávalt hafa farn- ast vel, þrátt fyrir mikla ómegð. Hún var vinsæl kona og vel látin af öllum, sem höfðu nokkur kynni af henni. Var jarðarför hennar mjög fjölmenn, og kom fólk langt að til hennar, bæði ís- lendingar og annara þjóða fólk. Hún varð bráðkvödd, og var dauðameii\ hennar hjartabilun. Kendi hún sér einskis meins fyr en að hún alt í einu veiktist og bað um að læknir yrði sóttur; og var strax brugðið við að ná í hann, en hún var dáin áður en hann kæmi. Var hún grafinn þann 27. september í grafreitn- um við heimili Helgasons fjöl- skyldunnar á Hayland. Fráfall hennar á bezta aldri, rétt um fimtugt, er mikið hrygð- arefni, ekki aðeins^manni henn- ar og börnum, sem sum eru enn ung, heldur og allri bygðinni; því að með henni er fallin frá mjög mæt kona, ágæt húsmóðir og umhyggjusöm móðir. Sá sem þessar línur skrifar talaði nokkur orð við útför henn- ar. G. A. og þungum á stórbrotamenn og angurgapa þessarar aldar en doktorinn dró mjúklega fögur dæmi af Jesú frá Nazaret og ást- úð hinna fyrstu kristnu er studdu hver annan af alúð og öllum kröftum. Ennfremur skemti Miss Grace Johnson með einsöngvum og stálpaður piltur, Raymond Beck með fiðluspili. Fundi var slitið með því að sungið var Eldgamla fsafold og God Save the King. K. BÚTAR Ástin er þoka sem hylur við- urstygð sannleikans. Hor og hungur hafa jafnan tapað á vígvelli lífsins; þau eru boðberar dauðans. Þó dauðinn sé eina varanlega lausnin frá böli lífsins, þá getur enginú not- ið hans því varurðirnar deyja með líkamanum. Að njóta lífs- ins er að nota það. Ef ekkert í tilverunni glatast, og ef að við erum að einhverju leyti börn umhverfisins, þá hlýt- ur sálmasöngur einnig að verka á okkur. Hver er svo vitur að hann viti hvenær hann á að tala ? Margir minnihluta menn sem nú tala mundu þegja ef þeir væru í meirihlutanum. Lófa-1 klapp minni hlutans er oftast hærra en hinna. Öll trúarbrögð eru óskiljanleg. Þar sem þekking og skilningur enda, tekur trúin við. “Því meira sem við vitum því minna trúum við”, segir Buckle. (eftir minni). Allar nýjar stefnur, engu síð- ur en þær gömlu, hafa verið reistar á sinni eigin spillingu. Skáldið er eins og sólin: Það lifir ekki á þessari jörð heldur jörðin á því. Mestu rithöfundar þjóðanna eru ekki þeir sem dettur flest í hug, heldur þeir sem dettur það í hug sem álitið er að vera það bezta — eða hafa lag á að klæða hugsanir sínar hátíðabúningi. Ef óskastjarna hverfur af himninum, þá hefir óskin átt rót sína í fávizku. Beztu mennirnir eru bölsýnis- menn; þeim líður hvorki vel né illa. Undarlegir menn eru venju- lega undirmenni. Ef Darwin og Qerve (höf. Lemuriu) kemur ekki saman um uppruna mannsins og ef greina skal á milli hvor hafi rétt fyrir sér, er gott að íhuga þetta: Ann- ar þessara manna var að reyna að veiða sannleiks seiði, hinn virðist vera að reyna að veiða sjúkar sálir. Þeir sem halda því fram að maðurinn hafi gleymt uppruna sínum, sýna að þeir hafa lent í villunetinu. Við verðum að ‘vita’ áður en við getum ‘gleymt’. Óvinir mannfélagsins eru tengdir traustum vináttubönd- um sín á meðal. Hver maður getur stjórnað sjálfum sér ef ekki væru aðrir alt af að þvælast fyrir í götunni. Ekkert er hættulegt, alt getur verið það. Vonir bregðast aldrei; vitið, sem fyrir þeim ræður, bregst oft. Þó móðirin kunni að vera líf- gjafi og lífvörður barnsins þá er hún engu síður oft það gagn- stæða. Þó málmarnir kunni að verða fjöreyðar menningarinnar þá hafa þeir engu síður verið fjörgjafar hennar. Alt sem við köllum gjafir er endurgjald. Tárin eru endurgjald ástarinnar. Sorgin er verrpireitur. visk- unnar. Vinátta er ein af máttarstoð- um allra lasta. Á sú „vinátta nokkurn tilverurétt? Er nokkur vissa fyrir því að höfundur heimsins vilji það sem við álítum gott að vera? Hvenær í sögu þessa heims hefir nokkuð verið verra en það að lifa? Engin heilvita manneskja hræðist dauðann, en þeir eru margir, og ekki að orsakalausu, sem hræðast leiðina er liggur að dyrum dauðans. Endurholdgunar kenningin er gulívarin ruslakisfca 'afsakana, tilraunaleysis, kúgunar, hugs- unarvillu og vonleysis. Þrælar þjóna öðrum, aðrir þjóna sjálfum sér og geta verið frjálsir menn. Skrifið tölustafi fimm mínútur á dag, og gerið ekkert annað, og sjáið hve auðug þið verðið. Bara reynið það. Alt er sýnilegt. Alt er ósýni- 'legt. Og sínum augum lítur hver á silfrið. Því meira sem við vitum um hvern einstakling, því stærri verður hann. Sum skáld sjá ofsjónir; önnur sjá of lítið. Þekkir þú sannleikann þegar þú sérð hann ? Það er spurning- in mikla. E. Erlendsson —Chicago, 2. jan. 1937 HÁRIN GRÁNA Þær systur, Herdís og ólína Andrésdætur, kváðust á. Herdís kvað: I Grána hár og hrukka brár, hækkar ára tala. • Ólína botnaði þegar: Gróa sár og þagna þrár þrauta- og táradala. —Eimreiðin. MATARÆÐI ÞJÓÐA Þjóðabandalagið hefir safnað skýrslum um mataræði þjóða og skygnst þannig inn í matbúr- in og grentlast eftir matvæla- smekk manna. Safnað hefir ver- ið skýrslum frá 20 þjóðum, og hefir “Alþjóðastofnun um jarð- rækt”, sem starfar í Rómaborg, 1 tekið þær saman, en sérstök nefnd innan Þjóðabandalagsins, sem fjallar um næringarefni og fæði manna, hefir felt þær inn í skýrslur sínar. Kjöt Skýrslurnar sýna, • að mest kjöt en á borðum hjá sumum ríkjum innan Bretaveldis, og eru þar langfremst í flokki Nýja Sjáland og Eyjaálfan. Þar næst er Canada, þá Bretland. Banda- ríkin koma því næst, en ítalía er lægst. Á Nýja Sjálandi eru etin 236 pd. af kjöti á mann á ári, en í ítalíu aðeins 35 pd. á mann. Egg og mjólkurafurðir Canadabúar eru elskir að eggjaréttum. Þar eru etin til jafnaðar 284 egg á mann árlega. Belgía er næst Canada um notk- un eggja, þá Bandaríkin, en Bretland fjórða í röðinni. Finn- land notar minst af eggjum að- eins 41 á mann, eða minna en eitt á viku. Mest er drukkið af mjólk í Svissnesku Alpahéruðunum og j SPILAMAÐUR þar er líka mest etið af osti. — j ______ Bandaríkin eru næst um mjólk- |Nú kitlar mig aldrei kætin, urnotkun, en þar næst er Dan- né kallar fram gáskaorð. mörk. í ítalíu er mjólkurnotkun Mér leiðist öskrið og lætin minst. Við lífsins spilaborð. Af smjöri er langmest notað á Nýja Englandi. Þar er hverj- um manni ætluð 38 pd., en 31 pd. í Canada, 29 pd. í Austurríki, á Bretlandi 22, en aðeins 2 pd. á ítalíu. Hin guðlega forsjón gefur, — og gefur mér níur og sex og tvistinn, sem engan tefur, svo tapið og gremjan vex. Á Niðurlöndum þykir mönn- um ostur góður, og eru Niður- landabúar næstir Svisslending- um í ostaáti. Minst er notað af þeirri vöru í Bandaríkjunum, Canada og Eyjaálfu. Ávextir Eg lýt engum framar með lotn- ing og lögmálin skrifa í sand .... En hér kom þá hjartadrotning! Eg held, að eg segi grand. Stefán Thorarensen —Dvöl. Ávaxtanotkun er mest í Bandaríkjunum, enda hefir þar verið barist fyrir því, að borðað væri mikið af ávöxtum. Banda- ríkjamenn nota 172 pd. á mann árlega. Sviss er næst með 142 pd. Czechoslovakia með 106, Eyjaálfan með 104, Bretland með 86, en Bulgaría lægst með 21 pd. Bretar nota mest af sítrónum og banönum, og fer notkun ban- ana hraðvaxandi víðast hvar. — Bretar eru næstfremstir í syk- uráti, en þar er Danmörk talin efst á blaði. Eyjaálfan er þriðja, Bandaríkin fjórða. Búlgaría er lægst með 10 pd. á íbúa. Brauð f Frakklandi er mest notað af brauði allskonar, og einkum hveitibrauði. Þar næ^t eru: — Búlgaría, ítalía, Nýja Sjáland, Belgía, Eyjaálfan, Bretland, Svissland, Bandaríkin. Finnland notar minst hveiti þeirra ríkja, sem nefnd eru. Ransóknarnefnd Þjóðabanda- lagsins hefir komist að einkenni- legri niðurstöðu. Og hún er sú, að fólk hafi haft betri fæðu á kreppuárunum en nokkuru sinni fyr. Á síðustu 10 árum hefir orðið aukning á mjólkurframleiðslu hér um bil alstaðar. Framleið- sla kjöts hefir og aukist, sér- staklega á svmakjöti. Eggja og mjólkurframleiðsla jókst og um tíma, en hefir heldur minkað síðastliðin tvör ár. Framleiðsla ávaxta og grænmetis hefir auk- ist í því nær öllum lohdum. —Vísir. TIL VERKS HUGVITSMENN HITT OG ÞETTA Krýningarstóll Stór-Bretlands Krýningarstóll Stór-Bretlands er ekkert glæsilegur á að líta, en hann hefir verið notaður síðan 1274 og þess vegna hefir útlitið ekki svo mikið að segja. Stóllinn er allur útskorinn og útkrassað- , ur af nöfnum allskonar fólks, sem að honum hefir komist með hnífa sína á einhvern hátt, þó til þess hafi sjálfsagt aldrei ver- ið ætlast. * * * Amerískur búskapur Amerískur búskapur virðist ærið fjölbreyttur. Búfénaður bónda eins í Californíu er heil hjörð af stórvöxnum ; Afríku- ljónum. f Florida eru margir búgarðar sem byggjast á krókó- dílarækt. Þá eru froska fram- leiðendur, eiturslönguframleið- endur, o. m. fl. Nýlega hefir ennþá ein tegund búskapar bætzt við, og það er fiðrildarækt. Fiðr- ilin eru ræktuð til þess að selja þau síðan náttúrugripa söfnum, skólum og einkasöfnurum. — Sjaldgæf fiðrildi kosta oft of fjár og dæmj eru til þess, að eitt fiðrildi (charaxes fourni- eari) hefir verið selt fyrir 50 þúsund krónur. * * * Kreppan og hjólhestarnir Danmörk og Holland hafa ver- ið talin hjólhesta flestu lönd jarðarinnar að tiltölu við fólks- fjölda, en á síðustu tveimur ár- um eru Bandaríkin að verða skæður keppinautur í þeim efn- um, og er talið að kreppan valdi. Síðastliðið ár voru framleiddar þar 750,000 hjólhestar og er það langhæsta tala síðan fyrir bíla- öldina. Nýlega birtust á prenti, eftir prófessor Thyndall Franck frá Pennysylvania, frumdrættir af nokkrum mikilsverðustu ráðgát- um mannlífsins, sem vísindin eiga að leysa innan næstu hundr- að ára, óg fara hér á eftir: 1. Að framlengja meðalaldur fólks upp í hundrað ár. 2. Fljót og óyggjandi lækn- ing á krabbameini, kynferðis- sjúkdómum og allskonar gigt. 3. Koma í veg fyrir allar lík- j amlegar kvalir og þjáningar. 4. Að búa til farartæki sem jhægt er að ferðast á kringum hnöttin á tuttugu og fjórum klukkutímum án minstu hættu. 5. Að leiða rafmagn án víra, og án þess að nokkuð af því fari til spillis. 6. Að flutnings og móttöku- tæki, radios, verði ekki stærri ert úr, svo hægt verði að bera þau í vasanum. 7. Ferðalög til mánans í eins- konar stjörnuvélum. 8. Að búa til sólskin, sem innifelur í sér öll efni sólarinnar. 9. A1 m e n n efnafræðisleg notkun fæðutegunda. 10. Viðhald kvenlegrar feg- urðar til æfiloka. 11. Að framleiða svo eðlileg- ar hreyfimyndir að þær verði veruleikanum samkvæmar. 12. Samsetning skaðlausra lyfja sem yngja upp og gera fólkið hamingjusamt. —Az Est, Búdapest. Davíð Björnsson Hvað þýðir “Star Special”? • Fastir viðskiftamenn vorir er verzla eftir Eaton’s Vöru- skránni eru orðnir vanir við að sjá dreift hér og hvar um síður Vöruskráimnar stjömu hringnum sem sýndur er hér að ofan. Þeir hafa líka orðið þess áskyfija að hvar sem þetta merki birtist að þar geta þeir óhultir átt voin á sérstökum kjörkaupum. Stundum eru þessir stjömu- merktu munir afleiðing sér- staklega heppilegra inn- kaupa; stundum af því að vér höfum sérstaklega fært þá n\ður í verði. En ávalt þýðir merkið lægsta lágverð —tækifæris-kaup, sem er undantekning jafnvel hjá Eaton’s og stærum vér oss þó af því að alt verðlag vort er undantekning frá því vana- lega. Svo þegar þér sjáið þetta sérstaka stjömumerki, við nafn einhvers hlutar á Vöru- skránni þá rannsakið það ná- kvæmlega. Það er aðalsmerki hins hæsta kaupgildis. EATON’S i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.