Heimskringla


Heimskringla - 20.01.1937, Qupperneq 2

Heimskringla - 20.01.1937, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINCLA VIÐBURÐIR ARSIXS í BLAINE Það mun bezt að byrja á veðr- áttunni því líf vort og lán -r henni háð. Það er þá skemst frá að segja að veðráttan hefir verið með afbrigðum hagstæð okkur Strandarbúum, þetta síðastliðna ár. Að vísu gerði óvenjulega harða frostkviðu í febrúar mán- uði, komst frostið enda niður fyrir “zero” en slíkt þykir fyrn- um sæta á þessum slóðum. Eft- ir að frostinu létti brá til blíð- viðris en samt reyndist vorið fremur svalt og votviðrasamt en jarðargróðurinn óx og dafnaði, hefir sjaldan eða aldrei orðið þvílíkur heyskapur sem síðast liðið sumar. Þetta var reglu- legt paradísar sumar þar sem léttar skúrir og langir sólskins- dagar unnu í einingu að því að fegra og frjóvga landið. Engin tunga fær lýst því sem augað sér á þvílíkum dögum. Til aust- urs gnæfa sólroðnir jöklar við himin sem englar á verði fyrir bygð og búum; yfir grænum engjum og angandi aldin-lund- um; en til vesturs blikandi sund með bátum á miðum. Þá er nú björgulegt á blessaðri Strönd- inni og í þvílíkri paradís ætti öllum að líða vel en því miður er gæðum lífsins harla misskift hér sem víðar. Þrátt fyrir mentun og messur býr andskotinn ennþá í paradís; hann situr við allar hlóðir með kétkrókinn og færir blessun úr búi öreigans upp í opið ginið á magaveikum iðju- leysingjum. Af því ástandi sprettur angist og óhóf, öfund og ágirnd, hatur og fyrirlitning, flokka-dráttur og styrjaldir; — haldið þið kannske að Kristur hafi verið að gamna sér er hann sagði þeim söguna af Lazarus og* auðmanninum sem fór til and- skotans. Eg minnist þess líka að hann sagði “að auðveldara mundi úlfaldanum að ganga í gegnum nálaraugað en ríkum að eignast guðsríkið.” Er eg nú annars ekki komin út frá efn- inu? Ekki svo fremi sem allir séu ekki búnir að tapa allra trú á að guðsríkið geti þrifist á jörð- inni, og þá skiljanlega hér í Blaine sem annarsstaðar; en í ríki Mammons mun það aldrei gerast. Annars var eg að tala um tíð- arfarið áður en eg gerðist and- lega sinnaður. Haustið kom með nætur og sölnuð lauf að Iiðnu sumri, en blítt var það og rólegt eins og áhyggjulaus ellinn ætti að reynast þeim er þrótt sinn hefir þjálfað við nytsöm störf. Sólskin og blíðviðri varaði venju lengur þótt fáeinir þokudagar mintu menn á að veturinn væri nálægur. Veturinn er naumast greinanlegur þar sem hvorki frost né föl sést á grænu grasi og betur mundi Santa Kláusi karlinum henta bifreið en sleði þegar hann kemur með glingrið til góðu barnanna á efnuðu heim- ilunum um jólin. Yfirleitt má fullyrða að efna- leg afkoma almennings sé tal3- vert skárri en á undanfarandi árum. Blaine-verjar skiftast í fimm flokka atvinnulega, nefni- lega: starfsmenn stjórnarinnar, verzlunarmenn, iðnaðar-menn, fiskimenn og bændur. Blaine liggur eins og mörgum er kunn- ugt, við landamæri Bandaríkj- anna og Canada. Þessvegna dvelur hér mesti sægur af toll- þjónum og öðrum eftirlitsmönn- um stjórnarinnar. Þessir menn una við þægileg kjör; létta vinnu, allgott kaup og áreiðan- leg eftirlaun er aldurinn færist yfir þá. Galdurinn er að gera alt samkvæmt reglunum og koma sér vel við sína yfirmenn því ekki þarf nú mikið útaf að bera svo aumingja mennirnir missi stöðuna og atvinnuleysið verði þeirra hlutskifti svo sem annara. Hefir nokkrum þeirra orðið hált á því svellinu. Mættu ferðamenn þessa gjarnan minn- ast er þessir náungar þykja næsta spurulir. Um verzlunar- menn vil eg vera fáorður af því eg vil helst ekkert misjafnt um mennina segja. Eitt er víst að þeir kvarta einatt sjálfir um litla verzlun og lélega afkomu, mun það nokkru valda að fjöldi manna héðan leggur leiðir til Lyndin og Bellingham í verzlun- arerindum. Segir slíkt hátta- lag bezt söguna. Hér er naumast um iðnað að ræða. Alt slíkt dregst til stór- bæjanna af því þeir hafa efni á að bjóða iðjuhöldunum ýms hlunnindi. Þrátt fyrir alt gortið um stjálfstæði byggja amerískir verkgefendur yfirleitt effici sín- ar verksmiðjur nema með opin- berum styrk í einni mynd eða annari. Hafa þau fríðindi enda stundum verið svo rífleg að sum stórgróða fyrirtækin, eins og til dæmis nokkrar járnbrautir, hafa komist á laggirnar frömuðum þeirra að kostnaðarlausu. Hér í Blaine er alt í mjög smáum stíl, eins og nærri má geta. Af einka fyrirtækjum er ekki um annað að gera en ofurlítið smérgerðar- hús, er að vísu veitir enga eða litla atvinnu en er samt til mik- illa þæginda fyrir bæjarbúa sem margir hverjir eiga eina kú eða fleiri. Hér er ennfremur ofur- lítil niðursuðuverksmiðja fyrir skelfisk en á víst fremur erfitt uppdráttar og veitir aðeins litla og stopula atvinnu. Tveir land- ar, Steve Dalman og H. T. John- son starfrækja dálitla vélaverk- smiðju. Þessir piltar eru mestu hagleiksmenn og eiga vonandi eftir að byggja sér arðvænlega atvinnu. Hér var mikið um sögunar- myllur og þakspónaverkstæði á uppgangs árunum enda landið alþakið skógum. Hvergi getur að líta geigvænlegri merki um glæpsamlega sóun en á mörkinni þar sem hver einasti stofn var Have the Business POINT OF VIEW ? • Dominion Business College students have the advantagi of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, SL John’s WIKNIPEG, 20. JANÚAR 1937 2. stífður, er líklegur virtist til að þyngja pýngju fjárplógsmanns- ins; en ungviðið, kurlað í ham- förunum svo öll þessi dauða og deyjandi þelamörk varð ófær flækja af visnuðu laufi og þurru limi er skógareldarnir æddu svo yfir svo jafnvel jarðvegurinn eyðilagðist. Árangurinn af at- orku slíkra arðránsmanna urðu fáeinar fagrar hallir þar sem ungdómurinn daðrar og dansar sér til dómsáfellis og svartar sviðamerkur er verða skal arf- leifð komandi kynslóða. Okkur hérna í Blaine er nú ekki annað eftirskilið en tvær litlar þak- spóna verksmiðjur. Þær eru báðar samvinnu fyrirtæki og nýtur önnur þeirra stjórnar- styrks. Þær berjast í bökkum og getur hvorug goldið viðun- andi verkalaun, enda naumast við því að búast þar sem þær þurfa að kaupa allan efnivið frá Canada. Fáeinir fiskimenn eiga hér að- setur og er vonandi að þeim fjölgi því það sýndi sig á síðast liðnu sumri að smábáta útvegur- inn getur borgað sig. Stórgróða félögin voru í þann vegin að eyðileggja alla veiði en loks tók fólkið sig til og greiddi atkvæði móti laxagildrunum er girtu fyr- ir sundin svo fiskurinn fékk ekki hrygningar svæðin. Nú er ver- ið að byggja bátahöfn í Blaine, er vonandi verður til þess að menn fái sér báta og taki að stunda veiðar. Höfn þessi má stórvirki kallast fyrir smábæinn Blaine, mun hún kosta um 120,- 000 dollara. Mestan hluta fjár- ins leggur sambandsstjórnin í Washington fram, en auk þess kemur nokkurt fé frá bænum og hafnarsjóði þessa héraðs. Byrj- að var á þessari vinnu í júlímán- uði og oftast verið þar að vinnu um hundrað manns. Flest af verkamönnunum eru skráðir at- vinnuleysingjar er stjórnin veit- ir atvinnu. Lægsta kaupið, fyr- ir algenga verkamenn, eru 48 dollarar á mánuði fyrir 96 klst. vinnu. Fyrir alslausa fjölskyldu- . menn er slíkt kaup að vísu harla lágt, þar sem allar nauðþurftir hækka stöðugt í verði, en samt munu flestir kjörin vilja heldur en iðjuleysið og matgjafirnar; því þótt einstöku mönnum verði skrafdrjúgt um slæpingjana hér á ströndinni verð eg þeirra lítið var; meðfram máske af því eg hefi öðru að sinna en gefa mig í félagsskap með þvílíkum land- eyðum ef nokkrar væru. Eg á heldur ekki þá kvikindis lund er jlætur menn skríða flata að fót- | um auðkýfingsins er finnur mesta ánægju í því að kasta skarni í öreigann. Víst mun bændum vegna skár en á kreppu árunum en samt er afkoma þeirra engan vegin í samræmi við framlag þeirra til þjóðþrifa né afköst þeirra er vinna langa daga svo þjóðin megi þrífast. Ekkert sýnir rangsleitni aldarfarsins öllu greinilegra en sú ömurlega stað- (reynd að þeir sem mest iðja • hljóta minstan arð og aðal fram- leiðendurnir njóta minstra þæg- inda. En svo eg snúi mér að bændum í Blaine þá er hér aðal- lega um tvennskonar búskap að ræða, nefnilega mjólkur fram- leiðslu og hænsnarækt. Afurða- söluna annast samvinnufélag bændanna að mestu, eru eggin vandlega flokkuð og seljast aðal- lega í New York og öðrum stór- bæjum. Hljóta þau þar jafnan hæsta verð en flutnings kostnað- urinn verður eðlilega hár svo hlutur bænda reynist tíðum smár Síðast liðin tvö ár hefir eggja- verðið verið fremur lágt og verzl- unar jöfnuðurinn bændum óhag- stæður einkum síðari hluta hins umliðna árs, þar sem fóðrið fór stöðugt hækkandi, en hér er það alt aðkeypt. Sú var tíðin að hænan gaf um tvo dollara á ári í hreinan ágóða, til jafnaðar. Eg hygg að þeir bændur séu nú færri, sem kreista einn almáttug- an úr hænunni. Kúabúendur farnast 'betur, sem stendur. — Smérfitan var í hærra verði en á sex árunum síðustu og komst upp í 40 cent. Má það allgott heita og gefur talsverðan ágóða þeim er kunna lagið á kúnum; en það krefur meiri hugsun en útlegging ritninganna eftir regl- unum. Sem dæmi vil eg geta þess að bóndi hér í bygðinni, er mjólkar 11 kýr, hafði 175 dollar.i á mánuði yfir sumarmánuðina; en þess verður jafnframt að geta að sami bóndi borgaði alt að 50 dollara fyrir kraft-fóður. Ætli mér sé nú ekki bezt að biðja afsökunar á þeirri dæma- lausu ósvífni að fara með góð- fúsan og heiðraðan lesara út í fjós. Við íslendingar erum ald- ir upp á hugvekjum og sálmum og velgir við öllu veraldlegu, á prenti — “en bíddu nú”. “Það kvað liggja vegur til hjartans gegnum magann”, og ekki ó- hugsandi að orsaka sambönd finnist milli efnalegrar afkomu og andlegs þroska. Sannast að segja var það kúarjóminn úr Flóanum, skagfirska sauðasmér- ið, ísfirskur ryklingur og bless- aður þorskurinn er borguðu höf- uðstaðarvist hinna háskólalærðu landa. Jafnvel guðfræðanámið reyndist kostnaðarsamt og veitt- ist yfirleitt þeim einum er áttu atorkusama feður og drógu há- karl um dimmar nætur, mokuðu klakan svo kindin mætti nærast og kunnu lagið á kúnum sínum. Prestur sagði eitt sinn í minni áheyrn að hann gæti aldrei gert góðar ræður af því hann bæri ævarandi áhyggjur út af ómegð sinni og eignaleysi. Stefán G. sagði: annirnar (þær) “styggja upp léttfleygu ljóðin mín öll svo líða þau sönglaust frá mér”. — Skal ekki mörgum svo farið að þeir geta hvorki ort né numið af því þeir eru minnugir bágind- anna. Það eru 120 manns við vinnu með mér og fyrir forvitnis sakir reyndi eg að komast eftir hvert nokkur þeirra hlustaði á Wagner söngvana eða New York hljómleikana, sem á undanfar- andi vikum hefir verið víðvarp- að. Engin hafði um slíkt heyrt né kærði sig um það að vita og þó eru þetta ekkert illa gefnir menn, svona upp og ofan, heldur hefir tækifæraleysið og langvint strit lokað þá út úr heimi list- anna. Aðeins bjargálnamenn hafa hugsun á því að njóta þeirr- ar fegurðar sem fáanleg er og þessvegna geta blessaðar belj- urnar haft upplyftandi áhrif á vort auma líf. Eg vona fastlega að bæði þær og vor móðurmold gefi hverjum iðjumanni auð í mund, bæði í Blaine og um víða veröld, svo mæðurnar megi á- byggjulausar sofa og mennirnir megni að njóta þess besta sem þessi jarðneski gróðrarreitur hefir að bjóða. Hvaða gagn mundu annars sáluhólpnar sálir hafa af himneskum hörpuslætti ef þær hafa aldrei lært að meta fegurð hljómanna? Með þessum inngangi finst mér réttast að snúa mér að fé- lagsmálum okkar Blaine-verja. Þau virðast í afturför eins og við er að búast því fullorðnir eld- ast og lýjast en unglingarnir fljúga frá hreiðrinu. Aumingja litla Blaine hefir framgjörnum unglingum svo fátt að bjóða. — Kirkjurnar hafa lengstum verið hornsteinar hins íslenzka félags- lífs í Vesturheimi en þeim hrörn- ar óðum eins og við er að búast, bæði af því að íslenzka nýlendu fólkið dreifist og af því að yngru fólkið fylgir straumnum út úr kirkjunni. f mig hefir verið hnjóðað fyrir fjandskap við kirkjuna, — svo bæta þeir þessu við, uppblásnir í andanum, að í rapn og veru geri þetta ekki sv .) mikið þar sem hér sé um ekkert stórmenni að ræða er fráleitt gæfi meir en fáein cent á ári í guðskistuna. — Hum — svo eft- ir því er kirkjunni engin þægð í fylgi alþýðumannsins ? Hvað um það; eg er hvorki með henni eða móti. í mínum augum er hún aðeins mannleg stofnun er verðskuldar heiður fyrir hvað- eina sem hún hefir gert mann- kyninu til gangs og gæfu en verður að sætta sig við það, með kristilegri hógværð, þótt athafn- ir hennar og markmið séu gagn- rýnd með sanngirni. — Jæja, hvernig sem eg kann nú að mæl- ast hjá einum sem öðrum, lang- ar mig til að sannfæra lesandan um að eg fari sízt með staðlausa stafi. Eftir því sem trúarbragða tímaritið, “The Missionary Re- view” hermir gengur aðeins einn unglingur af tuttugu á sunnu- dagaskóla, meðal Gyðinga; einn af hverjum fjórum hjá kaþólsk- um og einn af hverjujm þremur meðal mótmælenda. Hlutföllin verða nokkuð svipuð hér í Blaine, að því er löndum viðkemur, en um aðra er mér miður kunnugt. Hvað veldur? Eg hygg að or- sakirnar séu aðallega þrjár; skortur á jákvæðri trúarleið- sögn, álitshnekkir sem kirkjan alment beið í heimsstyrjöldinni og síðast en ekki sízt auðhyggja aldarfarsins. Kirkjan fullnægir ekki fram- ar trúarþörf þjóðanna af því all- ir hugsandi menn vita að kenni- lýðurinn veit nákvæmlega jafn- mikið um þau efni sem aðrir. Sú var tíðin að almenningur trúði bóksatflega að biblían geymdi á- reiðanlegan vísdóm í þeim efn- um; en nýja guðfræðin svokall- aða gróf undirstöðuna undan þeirri trú. Með þessu er eg sízt að víta þá fræðimenn er frjáls mannlega gengu til rækilegrar rannsóknar á ritningunum því, að minni hyggju, verður guði aldrei betur þjónað en með því að leita sannleikans. En að hinu leytinu verður því ekki neitað að með því að eyðileggja alla trú á ábyggilega og sérstaka opin- berun hafa þeir kippt fótunum undan allri jákvæðri trúfræði. Þar með þó engan vegin sagt að eilífðarvonin hverfi. Hún vakir síkvik og sjálflýsandi í brjóst- um þúsundanna. En að hverju yrði hún bætt þótt eg gengi í allar kirkjur þessa þorps til að heyra ellefu mismunandi og ó- samhljóða getgátur um eilífðar málin ? Heimurinn breyttist mjög við heimsstríðið og náði sú breyting ekki hvað sízt til trúarbragð- anna. — Með hugsunarlausu skvaldri má að vísu drepa hugs- unum mannanna á dreif, um stundarsakir, en þar kemur þó að þrálátar spurningar þarfnast úrlausnar. úr því andskotinn var alveg úr sögunni mátti honum ekki um kenna. Helvíti þeirra hryllinga komu frá manninum sjálfum. í sundurtættum líköm- um er rotnuðu í blóðleðjunni sáu menn heimsmynd þá er menning vor hefir skapað. Svona mikið af helvíti var þó ennþá eftir í okkur öllum eftir átján aldir af prédikunum sem kirkjurnar nefndu kristilegar. Yfir þessari blóðugu jörð blöktu krossfánar hinnna kristnu þjóða meðan flestir söfnuðir sungu um heilagt stríð og ótal prestar hvöttu menn til að duga nú drengilega til dráps og rána. Þetta er ógur- leg mynd og engan vegin til þess fallin að auka álit manna á hinni svokölluðu kristnu siðmenningu en að mínu áliti sýnir þetta fyrst og fremst vanmátt og úrræða- leysi kirkjunnar, sýnir hversu heimurinn hefir afkristnað kirkjuna í staðin fyrir að kirkj- an átti að kristna heiminn. Nú er svo komið að enda þótt að kirkjan væri nákvæmlega það sem eg eitt sinn í barnslegri bjartsýni, hélt að hún væri, nefnilega stofnun er kendi í orð- um og sýndi í verki hinar mann- úðlegu og djúpuðgu kenningar Krists; mundi hún engu að síður eiga mjög erfitt uppdráttar og mæta hinni megnustu mót- spyrnu. Paradisar hugsjón frum- kristninnar kemur illa heim við hugðarefni samtíðarinnar. — Æðsta ákvörðun flestra ungl- inga er sem stendur að eignast bíl, búa í stórhýsi, græða fé svo þeir geti sótt samkomur hinna útvöldu -og vera taldir í hópi heldri manna. Fyrirmynd þeirra er sjaldnast fátækur, heimilis- laus farandprédikari suður í Palestínu heldur slungin fjára aflamaður í Ameríku, sem blöð- in básúna og höfðingja sleikjurn- ar hylla. Það verður engin tími til að hugsa um alsælu annars heims meðan tækifærin gefast til að græða og fyrir þann gróða eignast algleymis fögnuð þessa lífs. Sem félagsheild þarf kirkj- an á fé að halda og hún fær það því að eins að hún samsami sig sem mest aldarandanum en vilji hún í einlægni fylgja Jesú að málum verður kennilýðurinn að ganga með honum á eyðimerkur og éta þurt; eins og St. G. kemst að orði: “Það eru engin kosta- kjör að koma af slíku strandi”. Útskúfaður guðsmaður verður oftast sjálfum sér og öðrum til hinna mestu vandræða. Fjöl- skylda hans kemst á vonarvöl en hann sjálfur álitin úrþvætti er brást í trúnaði, því þjónustan við félagsþarfir kirkjunnar er alstaðar tekin framyfir hollust- una við hugsjónirnar. Með öðr- um orðum kirkjan er hvorki verri né betri en við er að búast undir kringumstæðunum og hún breytist varla fyr en stormþytur nýrra og kröftugra hugsjóna fer með ógnandi krafti yfir veröld vora. Mörg veðurmerki benda nú til breytinga og því verður ekki neitað að sum þeirra sjást í sjálfri kirkjunni einkum meðal meþodista, en hún hefir altaf verið einna alþýðlegasta kirkjan í Amerku. Svo er að sjá sem mikill hluti, máske meirihluti fólksins innan þeirrar kirkju- deildar vilji nú afdráttarlaust gera orð Krists að alvörumáli. Mótmælalaust gengur það auð- vitað ekki fyrir sig. Á kirkju- þingi þeirra, síðastliðið sumar, var alvarlega um málið deilt og hjá klofning komist aðeins með tilslökun frá báðum hliðum. Ekkert sýnir ef til vill betur á- standið en uppástunga Mr. Chantlers, ritstjóra í Los Angel- es, að bæjarráðið veiti engum Meþodista vinnu af því þeir séu hættulegir gjörbyltingarmenn að innræti (Eg hefi gerst svona margorður um kirkjumál Banda- ríkjanna yfirleitt svo eg þurfi ekki aftur að því að víkja ef eg skyldi skrifa almennar fréttir frá Bandaríkjunum síðarmeir). Eg get aðeins bætt því við að trúarbragðaástandið hér er ná- kvæmlega hið sama og hvar- vetna annarstaðar í kjörlandinu. Þótt heilsufar fólks hafi yfir- leitt verið gott hér í blíðviðrinu hafa talsvert margir látist á ár- inu. Skulu þeir nú taldir: 1. Fred B. Peterson, sonur Bjarna sál. Péturssonar varð bráðkvaddur skömmu eftir ný-- árið. Fred var karlmenni að burðum, víkingur til vinnu en viðkvæmur í lund og drengur hinn bezti í mörgu. Hann var giftur Rósu Baker frá Marietta. Áttu þau þrjú börn á uppvaxtar- árum; öll hin efnilegustu. 2. Ingibjörg kona Brynjólfs Johnsonar bónda hjá Blaine. — Hún var valkvendi hið mesta, fyrirmyndar eiginkona og móð- KIEWELS Wkite JScoÉ' KIEWEL BREWING COMPANY LIMITED ST ÍOSEPH and DUMOULIN STS ST. BONIFACE Phone 96 361

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.