Heimskringla - 20.01.1937, Blaðsíða 8

Heimskringla - 20.01.1937, Blaðsíða 8
 8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. JANÚAR 1937 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Tvær guðsþjónustur fara fram í Sambandskirkjunni næst- komandi sunnudag eins og und- anfarið — á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Séra Philip M. Pétursson messar við báðar guðþ j ónusturnar. ¥ ¥ * “Stoðir Samfélagsins” Þess var getið í síðasta blaði að Leikfélag Sambandssafnaðar hefði ákveðið að sýna leik þenna að nýju, við þessi mánaðamót (2. febrúar). Ráðstöfunum þessum hefir verið lítillega breytt. Leikurinn verður sýnd- ur þriðjudagskveldið 1. febrúar á sama stað og tíma og áður, í fundarsal Sambandskirkju kl. 8.15. Inngangur verður hinn sami — 50c. Um leikinn þýðir ekki að ræða að þessu sinni, því það er þegar búið að gera svo glöggva grein fyrir honum í báð- um blöðunum, er sammála eru um það að hann sé að efni til með þeim beztu er hér hefir verið sýndur. * * * * Sigurbjörn S. Hofteig, Minne- ota, Minn., lézt 5. jan„ að heim- ili dóttur sinnar Mrs. A. 0. Kope- lein. Sigurbjörn var 95 ára, fæddur á Breiðumýri í Vopna- firði 31. des. 1841. Til Vestur- heims kom hann ásamt konu sinni, Steinunni Magnúsdóttur frá Skeggjastöðum á Jökuldal, árið 1878 og festu þau bygð í grend við bæinn Minneota og hafa búið þar síðan. Kona hans dó 1933. Sigurbjörn var einn hinna dugandi og drenglunduðu íslenzku frumherja. Almanakið 1937 43. ár. • INNIHALD : Almanaksmánuðimir, um tímatalið, veðurathuganir og fleira. Samkoman í Sambandskirkju s. 1. mánudag var furðu vel sótt, þrátt fyrir nístingsfrost og kulda það kvöld. Að kappræðu þeirra séra Guðm. Árnasonar og dr. Sig. Júl. Jóhannessonar var og hin bezta skemtun; og þá var upplestur Mr. Tait ekki síður vel lagaður til að koma mönnum í gott skap. * * * Eimskipafélag íslands varð 23 ára síðastl. sunnudag 17. þ. m. f tilefni af því sendi stjórn þess og framkvæmdastjóri þeim A. P. Jóhannssyni og Árna Eggerts- syni eftirfylgjandi símskeyti: “Stjórn og framkvæmdarstóri Eimskip senda yður hugheilar kveðjur; tilefni dagsins.” Skeytinu svöruðu þeir á þessa leið: “Hamingjuóskir Eimskip. Jóhannsson, Eggertsson” * * ¥ Laugardaginn 2. jan., lézt á Borgarsjúkrahúsinu í Saskatoon, Mrs. Sigurveig J. M. Robinson, 34 ára að aldri. Hún var dóttir Björns Josephssonar og Guðnýj- ar Helgadóttur, er lengi bjuggu I við Kandahar, Sask. Hún var ; greftruð í grafreit Ágústínus- safnaðar við Kandahar, þar sem iættfólk hennar hvílir. * * * Richard Beck, háskólakennari frá Grand Forks, N. D„ var I staddur í bænum þrjá daga fyrir helgina. Hann mun hafa komið til að taka þátt í störfum með j stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags- [ ins, sem nú er í óða önn að und- j irbúa alt fyrir ársþingið. * * * Séra Guðm. Árnason frá Lun- I dar, Man., var staddur í bænum í í byrjun vikunnar; hann kom til j að taka þátt í kappræðu, er fram Ifór á samkomu í Sambands- jkirkju s. 1. mánudagskvöld. * * * I Önundur Brandsson, Swan River, Man„ kom til bæjarins um helgina. Hann kom með son sinn til lækninga. f fréttum sagði hann fátt utan bærilega líðan fslendinga í sinni bygð. Safn til landnámssögu Islendinga við Brown, Manitoba, með myndum, Eftir Jóhannes H. Húnfjörð Drög til landnámssögu Isl. við norð- urhluta Manitobavatns, — með myndum. Eftir Guðmund Jóns- son. Söguágrip Isl. í Suður-Cypress sveit- inni i Manitoba. Eftir G. J. Ole- son, með myndum. Landnámssaga mín eftir Martein Jónsson, með myndum, skrifuð af honum sjálfum. Með byssu og boga. — Eftir Grím Eyford. Ungfrú Hulda Hermann, hjúkrunarkona til heimilis í þessum bæ, fór til Montreal s. i. fimtudag. Tekur hún þar Post Graduate Course í 6 mánuði í Royal Victorian Hospital, í námsgrein sinni. * * * Bjarni Sveinsson frá Keewat- in, Ont., var staddur í bænum fyrri hluta þessarar viku. Hann kom norðan frá Lundar; hafði verið að heimsækja þar kunn- ingja. hugarburðarins víðlendur, fjör- ugur og pennafær umfram flesta aðra. Ennfremur framhald sög- unnar um Bjart í Nýbýli, á Eyr- inni og í Urðarkoti, dóttir hans Ástu Sóllilju (sem var þó ekki dóttir hans) og' þeirra skrítna samferðafólk. Ein nýja bókin er um náttúrufræði, fróðleg og auð- veld “fyrir hverja manneskju með öllu viti, sem vill auka vit sitt.” Kvæði eru einnig meðal hinna nýkomnu bóka, þýddar sögur og tímarit. Meðlimir Fróns nota safnið ó- keypis, utanfélagsmenn gegn sama gjaldi og árstillaginu nem- ur. * * * TVÆR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR Sunnefurnar þrjár Eins og allar hinar Höfundurinn er frú Margit Raven, sem nú er eitt hið fræg- asta söguskáld Norðmanna og hafa bækur hennar verið gefnar út á mörgum tungumálum. — Munu þessar sögur vera ein- hverjar hennar beztu. Þær eru mjög vel gefnar út, á vandaðan pappír og í sterkri kápu. Verðið er $1.75 hver bók. Aðeins fáein eintök til sölu hjá mér. Magnus Peterson 313 Horace St„ Norwood, Man. * * * Frónsfundur Þjóðræknisdeildin ‘Frón’ held- ur skemtifund fimtudaginn 21. jan 1937, kl. 8 e. h. í neðri sal G. T. hússins. Fráfarandi stjómar- nefnd skilar af sér reikningum og nýja nefndin tekur við. Pró- fessor J. G. Jóhannesson flytur ræðu, frú Alma Gíslason syngur tvo flokka af einsöngvum. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson les upp og getur um hina nýútkomnu ljóða- bók P. S. Pálssonar. Enginn inngangseyrir eða samskot. — Allir velkomnir. HITT OG ÞETTA Piparkerlingar hafa sérstakan frambjóðanda í þingkosningum Aukakosning fer fram innan skamms í Preston kjördæmi í Englandi. Verður þá í fyrsta skifti í kjöri fulltrúi fyrir Sam- band ógiftra kvenna í Englandi, en félag þetta var stofnað ný- lega, til þess að krefjast elli- styrks fyrir ógift kvenfólk, er það næði vissum aldri. Heitir sú, er sækir, Miss Florenee White. * ¥ ¥ Einveran er engin byrði fyrir þann, sem er noðursokkin í við- fangsefni sín. Cicero Leiðréttingar við landnámssöguþátt Isl. í Keewatin í Almanakinu 1936. Eftir B. Sveinsson. Helztu viðburðir og mannalát meðal Isl. í Vesturheimi. Almanakið alls 120 bls. • Kostar 50 cents Til sölu föstud. 8. jan. 1937 • ÓLAFUR S. THORGEIRSSON 674 Sargent Ave. Winnipeg * * * Bókasafn Þjóðræknisdeildar- innar Frón hefir margar nýjar bækur til útlána. Sumt fræði- bækur, um merkilega menn ís- lenzka, um stóra viðburði í sögu fslands, og um landið nú á dög- um. Þar á meðal stór bók sem lýsir landslagi í hverri bygð á landinu, atvinnu og ýmsum stað- háttum. önnur stór bók, ný- komin, inniheldur bréf til margra • nafnkendra manna frá einu stór- skáldinu, sem var hvatfær um Kjósendur í Annari Kjördeild GREIÐIÐ FYRSTA (1) ATKVÆÐI MEÐ BECK fyrir SKÓLARÁÐIÐ Kostnaður við skólahald í Win- nípeg er á ári hverju þrjár miljónir doilara. Adam BECK heldur því fram að heimta verði fylsta virði hvers dollars sem að út er borgaður fyrir alþýðuskóla mentun en þó jafn- framt veita bömunum þá beztu uppfræðslu sem unt er, fyrir þessa peninga skattgjaldandans. GREIÐIÐ ATKVÆÐI Föstudaginn 22. janúar CIVIC ELECTION 203 CtJRBY BLDG. ADAM BECK hefir búið í annari kjördeild í meir en 20 ár. Hann fór yfrum í stríðinu. Hann hefir ávalt tekið drjúgan þátt i bæjar og héraðsmálum; hann hefir töluverða reynslu í f jár- málum. COMMITTEE TEL. 97 933 ¥ ¥ ¥ Framfarir á sviði flugmálanna London í des. Árið 1919 fóru skipulags- bundnar flugferðir fram á flug- leiðum, sem voru samtals 3000 enskar mílur á lengd, í ár um það bil 300,000 enskar mílur. Þar af innan Bretaveldis 53,291, í Bandaríkjunum 52,461, en næst koma Frakkland með 24,457 og Þýzkaland með 22,291 e. m. Flug- málaframfarir í Bretlandi og milli hinna ýmsu hluta Breta- veldis má þakka að miklu leyti flugfélaginu “Imperial Airways” Eftirfarandi tölur sýna framför- ina. Tólf mánuðina sem enduði^ 31. marz 1925 flugu flugvélar félagsins 853,042 e. m., fluttu 11,305 farþega og 218,383 bréf. En tólf mánuðina, sem enduðu 31. marz s.l., flugu þær 8,560,718 e. m„ fluttu 68,372 farþega og 30,997,575 bréf. * * * Kaupir Játvarður VIII herragarð í Danmörku? Dönsk blöð flytja þær fréttir, að heyrs.t hafi, að Játvarður konungur ætli að kaupa herra- garð í Danmörku og setjast þar að.—Vísir. * ¥ ¥ Það er aðeins eitt í þessum heimi, sem er verra en að um mann sé talað, og það er að ekki sé um mann talað. Oscar Wilde Mrs. James Roosevelt, móðir Roosevelts forseta, er orðin 82 ára gömul. Um það leyti sem forsetakosningarnar stóðu yfir, var oft minst á hana í dagblöð- unum. En gamla konan lýsti yfir því, að sér væri það mjög á móti skapi, að um sig væri talað í blöðunum. Hún er þeirrar skoð- unar, að eingöngu þær konur, sem eitthvað hafa af sér brotið, vinni til þess að “komast í dag- blöðin”. * * ¥ Maður einn ,sem hafði verið tekinn fastur, fékk skipun um að fara í bað, áður en hann var settur inn. — Á vatnið að vera heitt? spurði hann skelkaður. — Já, sagði fangavörðurinn, en hvað er eiginlega langt síðan þér hafið baðað yður? — Langt síðan — eg hefi aldrei lent í fangelsi fyr! * * * Skáldið: Hvernig finst yður nýjasta kvæðasafn mitt? Ungfrúin: Það er ljómandi — við ljósgrænan leslampann fer það prýðisvel í þessu blóðrauða skinnbandi! ÍSLANDS-FRÉTTIR Nýr rithöfundur í dag kemur á markaðinn bók eftir nýjan rithöfund, Hjört Halldórsson. Bókin er' safn af sögum, og heitir “Hraun og mal- bik.” Eru sögurnar allar skrif- aðar erlendis og hafa birst áður í dönskum tímaritum og viku- blöðum. “Um hvað fjalla sögurnar?”— spurði Alþýðublaðið Hjört Hall- dórsson. “Þær fjalla um hitt og annað í sveit og borg, eins og nafnið bendir til.” “Hvað kom til að þú byrjaðir að skrifa?” “Otta Geldsted rithöfundur sagði að eg mundi geta skrifað sögu, og Guðmundur Hagalín stakk upp á, að eitthvað af þeim kæmi út í bókarformi á íslenzku. Þessir eru því meðsekir!” Hjörtur Halldórsson er fjöl- hæfur listamaður. Hann er út- skrifaður píanóleikari frá músik- háskólanum í Kaupmannahöfn, og hefir seinna stundað nám við listháskólann í Vínarborg. ¥ * * “Ljós heimsins” Extrabladet í Kaupmannahöfn birtir viðtal við Halldór Kiljan Laxness, þar sem skýrt er frá því, að hin nýja bók hans eigi að heita “Ljós heimsins” og muní hún koma út á íslandi eftir fáar vikur. Þau ummæli hefir blaðið eftir Laxness, að fslendingasög- urnar séu svo vel ritaðar, að ó- þarft sé að rita þær upp að nýju, og ætti aðal-verkefni íslenzkra rithöfunda að vera það, að skrifa um ísland vorra tíma. Þá skýrir Halldór frá því í við- talinu, að á meðan hann dvald- ist í Strassbourg í Þýzka- landi(?) hafi hann verið sakað- ur um að hafa komið af stað kommúnistiskum upphlaupum. —Alþbl. 9. des. ¥ ¥ ¥ Nýr “HólastóIF í Skagafirði Skagfirðingafundur var hald- inn að Hótel Borg í fyrrad. kl. 5. Boðaði Árni Hafstað bóndi í Vík- um til fundarins, en hann sóttu 30—40 manns. Á fundinum var stofnuð deild úr Skagfirðingafélaginu, sem ætlað sér að vinna að því að gera fjölbreytta menningarstöð við hverina á Reykjarhóli í Skaga- firði. Þar er ætlunin að byggja barnaskóla, héraðsskóla, sund- laug,1 almenna íþróttastöð fyrir héraðið og gróðrarskála. Aðal- deild félagsins var stofnuð í ákagafirði í sumar, en gert er ráð fyrir, að deildir úr félaginu verði síðar stofnaðar á Akur- eyri, meðal landa í Vesturheimi og ef til vill víðar. f stjórn Reykjavíkurdeildar- innar voru kosnir: Hermann Jónasson, forsætisráðherra; — Steingrímur Steinþórsson, bún- aðarmálastjóri; Magnús Guð- mundsson, alþingismaður; Pétur Jónss, bókhaldari frá Brúnastöð um; Pálmi Hannesson, rektor. Mun stjórn þessa félags vafa- laust leita síðar eftir þátttöku fleiri Skagfirðinga í Reykjavík og nágrenni, þótt þeir mættu ekki á stofnfundinum í fyrra- dag. Nýja Dabl. 8. des. ¥ * * Matthíasar-ljóðin í einni bók Heildarútgáfa af ljóðmælum Matthíasar Jochumssonar er nú komin út í einu bindi á nál. 1000 baðslíðum. útgefandi þessa merka ljóðasafns er Magnús Matthíasson. En Þorsteinn Gíslason ritstjóri hefir undirbú- ið undir prentun. Þarna eru saman komin öll frumsamin ljóð Matthíasar og ljóðaþýðingar, sem til hefir náðst, að undanteknum heildar- verkum af þýðingum, og er þar allmikið af Ijóðum, sem aldrei hafa verði prentuð áður. Er frágangur allur á útgáfu þessari mjög vandaður, samboð- inn efninu. Munu allir ljóðelskir fslending- ar fagna útgáfu þessari. —Mbl. 16. des. * * * ólafur Jóh- Sigurðsson rithöfundur var meðal far- þega með Brúarfossi síðast á leið til Kaupmannahafnar. Mun hann dvelja þar um óákveðinn tíma og kynna sér bókmentir o. fl.—15. des. N. Dagbl. * ¥ ¥ Maður druknar í Lagarfljóti Það slys vildi til í fyrrakvöld, að Baldur Sigurbjörnsson frá Ekkjufelli druknaði í Lagar- fljóti. Varð það með þeim atvikum, að Baldur og tveir menn aðrir, Sigfús Kristjánsson frá Meðal- nesi og Jón Jónsson frá Skeggja- stöðum, ætluðu yfir fljótið að Égilsstöðum. Gengu þeir út á nýlagðan ál, sem liggur upp með landinu, en annars var góður ís á þessum slóðum. Sigfús féll fyrstur í vökina, en þá var svo mikil ferð á hin- um, að þeir, gátu ekki stöðvað sig, og hentust fram af skörinni. Jóni og Sigfúsi skaut þegar upp og komust þeir nauðuglega upp úr. Baldur sáu þeir aldrei. — Hans var leitað í fyrrakvöld á- rangurslaust, en í gær fanst lík hans. Baldur var 22 ára gam- all.—Mbl. 13. des. * * • Drukknun Tveir menn á Hellisandi, þeir Þorvarður Þorvarðarson, Skuld, og Gísli Þorstinesson, Hlíð, druknuðu s. 1. miðvikudag. Fóru þeir um kl. 16 út í Krossavík til þess að vitja um vélbát, er lá þar á víkinni, en hvassviðri var, og sjógangur mikill. Tóku þeir kænu og settu á flot með aðstoð nokkurra drengja, er þar voru staddir, og vildu róa fram í vél- bátinn “Melsted”, er Þorvarður átti, og fella siglutréð. Var þá meira en hálffallinn sjór og mjög stutt út í bátinn. Þegar þeir voru komnir skamt frá landi tók straumur bátinn og fengu þeir MESSUR og FUNDIR I kirkfu SambandttafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnefndin: Fundlr 1. fftsfcu- de^hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. KvenfélagiS: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl# 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki song- flokkurinn á hverju fimtu- dag'skvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskóltnn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ekki við neitt ráðið. Þegar drengirnir sáu bátinn berast út úr hafnarmynninu urðu þeir óttaslegnir og hlupu heim, og sögðu tíðindin. Komu þá menn á vettvang og hrundu fram björgunarbátum. Þá var tekið að skyggja, og sást hvorki báturinn né bátverjar. Um kveldið var gengið með sjónum og leitað langt fram á nótt, og fanst þá kænan brotin í spón uppi í klettum. Á fimtu- dagsmorgun var leit hafin að nýju, og fanst þá lík Gísla, en lík Þorvarðs var ófundið, er síð- ast fréttist. Þorvarður var ókvæntur, en Gísli lætur eftir sig ekkju og 6 börn í ómegð.—Vísir, 11. des. Nýja IjóSabókin “Norður-Reykir” eftir Pál. S. Pálsson er til sölu hjá eftirfylgjandi útsölumönn- um: Árborg: G. O. Einarsson Foam Lake: John Janusson Gimli: Kr. W Kernested Geysir: T. Böðvarsson Glenboro: G. J. Oleson Kandahar: S. S. Anderson Keewatin: S. Björnsson Leslie: Th. Guðmundsson Piney: S. S. Anderson Selkirk: K. S. Pálsson Steep Rock: F. E. Snidal Winnipegosis: Ingi Anderson Blaine, Washi, Rev. H. E. John son Cavalier, N. Dak.: J. K. Einars- son Chicago, 111.: Geo. F. Long Garðar, N. D.: J. S. Bergmann Mountain, N. D.: Th. Thorfinns- son Winnipeg: Magnus Peterson 313 Horace St., Norwood Viking Press Ltd. Sarg&nt Ave. P. S. Pálsson 796 Banning Street Bókin kostar $1.50 í kápu — $2.00 í skrautbandi. VERZLUNARNÁMSKEIÐ Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi hefir til isölu nám- skeið við alla höfuö verzlunar- skóla bæjarins með vægum kjörum. Ungt fólk er hefir i huga að leggja fyrir sig verzl- unarnám ætti að leita upplýs- inga um iþetta. Talið við eða símið: Á. P. Jóhannsson, 910 Pialmerston Ave., sími 71177. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. WELLINGTON BAKARÍIÐ 764 Wellington Ave. Sími 25 502 Hið einasta íslenzka bakarí í Winnipeg borg Kringlur og tvíbökur af beztu tegund og lagað úr bezta efni, ásamt fjölda, bæði íslenzkum og canadiskum brauð og köku tegundum, sem seljast ný úr ofninum á hverjum degi.Brúðarkökur bezt lagaðar og ljómandi vel puntaðar einnig áskrifaðar hamingjuóskir. Kringlur á 15c í heildsölu og Tvíbökur á 20c þá keypt eru 10 pd. eða meira. íslenzk Rúgbrauð 20 oz. 2 fyrir 15c og 6c þá tekin eru 10 brauð minst, (geymast vel, og mjög góð til neyzlu, löguð af bezta rúgmjöli, (fine rye). Gleymið ekki að okkar nýja símanúmer er 25 502. Bakaríið hefir ennfremur sett upp búð að 701 SAR- GENT AVE„ þar sem allar ofantaldar brauðtegundir verða til sölu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.