Heimskringla - 27.01.1937, Side 8

Heimskringla - 27.01.1937, Side 8
8. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JANÚAR 1937 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Næstkomandi sunnudag fara fram tvær guðsþjónustur í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg, eins og undanfarið, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Séra Philip M. Pétursson messar við báðar guðsþjónusturnar. Fjöl- mennið! * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni í Riverton sunnud. þ. 31. jan. n.k. kl. 2 e. h. * * * Útsala á heimatilbúnum mat Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til sölu á heimatilbúnum mat í samkomusal safnaðarins laugardaginn 30. jan. kl. 2 e. h. Verður þar á boðstólum lyfrar- pylsa, blóðmör, rúllupylsa og ó- tal tegundir af heimabökuðum kökum og brauði. Að kvöldinu verður spilað bridge og ágæt verðlaun vei'tt. Nefndin vonar að vinir félagsins komi bæði á söluna og spilafundinn. Forstöðunefndin. * * * Sveinn Jóhannsson, 157 Nas- sau St., Norwood, Man. lézt s. I. laugardag á Victoria spítalanum, sextugur að aldri. “Stoðir Samfélagsins” Sjónleikurinn “Stoðir Samfé- lagsins”, verður leikinn í sam- komusal Sambandskirkju næstk. mánudagskvöld (1. feb.). Þeir sem ekki hafa enn séð leikinn og allir sem góðum leiksýningum unna, ættu að nota þetta tæki- færi, því það verður eflaust í síðasta sinni, sem það býðst. * * * G. S. Thorvaldson lögfræðing- ur, hélt ræðu s. 1. viku í Mac- donald-Cartier klúbbnum um nauðsyn “Union” stjórnar í Manitoba undir nýjum leiðtoga. Ræðan vakti hér athygli og var hugmyndin að birta hana í þessu blaði, en dagur var að kveldi kominn áður en varði, svo það verður að bíða næsta blaðs. * * * Gjafir til fyrirhugaðs sumar- bústaðar barna: Frá M. A. Thorfinnsson, Univer- sity Farm, St. Paul, Minn. — $5.00. Frá S. M. Thorfinnsson, For- man, N. Dak. $5.00. Innilegt þakklæti fyrir hönd stjórnarnefndar Kvenfélagasam- bandsins. Mrs. G. M. K. Björnsson, féhirðir. Leikfélag Sambandssafnaðar. MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 1. FEBRÚAR verður sýndur í samkomusal Sambandssafnaðar hinn frægi sjónleikur eftir Henrik Ibsen Stoðir Samfélagsins leikur þessi er í 4 þáttum og fer fram í Strandbæ í Noregi, en gerist að efni til um allan heim. Sækið leikinn. Njótið skemtunar og uppbyggingar þetta kvöld. Þetta er síðasta tækifæri að sjá þenna merka leik. Leikurinn byrjar kl. 8.15 síðd. Inngangur 50c ÁTJÁNDA ÁRSÞING Þjóðræknisfélagsins verður haldið í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg 22, 23, og 24., febrúar 1637 DAGSKRÁ:— 1. Þingsetning. 8. Útbreiðslumál. 2. Skýrsla forseta. 9. Fjármál. 3. Kosning kjörbréfa- 10. Fræðslumál. nefndar. 11. Samvinnumál. 4. Kosning dagskrár- 12. Útgáfumál. nefndar. 13. Bókasafn. 5. Skýrslur embættis- 14. Kosning embættis- manna. manna. 6. Skýrslur deilda. 15. Ólokin störf. 7. Skýrsla milliþinga- 16. Ný mál. nefndar. 17. Þingslit. Samkvæmt 21. gr. laga félagsins er deildum þess heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gildi félaga deildarinnar; gefi þeir full- trúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboð staðfest af forseta og ritara deildar- innar. Þing sett mánud. morgun 22. febrúar kl. 9.30. Þing- fundir til kvelds. Þriðjudagsnforgun þ. 23. kl. 9.30 kemur þing saman að nýju. Þingfundir til kvelds. Það kveld kl. 8. heldur deildin Frón sitt árlega íslendingamót. Miðvikudags- morgun hefjast þingfundir aftur og standa til kvelds. Það kveld þ. 24. kl. 8.00 fara fram þingslit. Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum þingsins verður gerð síðar. Winnipeg, 26. janúar 1937. í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Rögnv. Pétursson (forseti) Gísli Johnson (ritari) Þessir eru leikendur í sjónleiknum “Stoðir Samfélagsins” er sýndur verður í samkomusal Sambandssafnaðar mánudags- kveldið 1. febrúar næstk.: Konsúll Karsten Bernick. Konsúlsfrú Betti Bernick... Ungfrú Marta Bernick.... Lona Hessel............. Ólafur Bernick.......... Stórkaupmaður Rummel.... Vigeland kaupmaður...... Sandstad kaupmaður...... Kandidat Hilmar Tönnesen Jóhann Tönnesen......... Krap ráðsmaður.......... Akjúnkt Rörland......... Ánn skipasmiður......... Frú 'Rummel............. Dina Dorf............... Frú Holt................ Frú Lynge_______________ Ungfrú Hilda Rummel:.... Ungfrú Netta Holt....... .......Ragnar Stefánsson .....Mrs. Kristín Johnson .....Mrs. Guðrún Eiríksson ...........Miss Elin Hall .....Friðrik Kristjánsson _____Tryggvi Friðriksson .......Parmes Magnússon ...........Jón Ásgeirsson .......Þorvaldur Pétursson _______Hafsteinn Jónasson ............Guðm. Jónasson ........Þorleifur Hansson ............Björn Hallsson ...Miss Thora Magnússon ___Miss Fanney Magnússon Miss Sigurlaug 'Friðriksson ...Miss Margrét Pétursson ...Miss Hrefna Ásgeirsson .....Miss ólöf Sigmundson Salman Jóhannes Westman, 772 Home St., Winnipeg lézt s. 1. föstudag á Grace spítala. Hann var 81 árs gamall. Hann hafði verið í þessu landi í 55 ár og af þeim tíma unnið 40 ár hjá CPR félaginu; var hann á eftirlaun- um frá félaginu síðustu árin. Kona hans dó 1929. Sex synir þeirra hjóna eru á lífi. Heita þeir Fríman, Francis, Elliott, Theodore, Oliver, allir í Winni- peg og Alfons í Los Angeles. — Westman var ættaður af fsa- firði. * * * George Long frá Chicago kom til bæjarins á þriðjudagsmorgun til þess að sjá um útför föður síns, Bergsveins M. Long. * * * Þriðjudaginn 19. þ. m. lézt að heimili sínu í Selkirk,-Man., Grímur G. Eymann. Hann var 79 ára gamall. Hann yar jarð- sungínn s. 1. föstudag af séra Carl Olson. Hinn * látni var sæmdar maður og vinsæll. Jarð- arförin var fjölmenn. * * * Jón J. Bíldfell kom s. 1. fimtu- dag vestan frá Wynyard, Sask., en þar hefir hann verið nærri tvær vikur; fór þangað með syni , sínum dr. J. J. Bíldfell, er við læknishéraði dr. K. Austmanns tók, sem áður er getið. Mr. Bíld- fell sagði skarlatssóttina í bæj- um þar vestra í rénum; hún hafði verið talsvert útbreidd, en væg og engir dáið úr henni, það hann vissi; skólar voru aftur teknir til starfa. * * * Mrs. Signý Thorsteinsson, 717 Simcoe St., Winnipeg, lézt s. 1. fimtudag að heimili sínu. Hún var 69 ára, ættuð af Norðurlandi á íslandi. * * y Jón Sigurðsson Chapter I. O. D. E., heldur sinn ársfund að heimili Mrs. H. G. Nicholson, 557 Agnes St. á þriðjudaginn 2. feb. n.k. kl. 8 e. h. Verða þar lagðar fram skýrsl- ur nefndarmanna og standandi nefna. Embættismenn kosnir fyrir næsta ár. Alderman Margaret McWil- liams flytur erindi um áhugamál kvenna. * * * Almennur fundur verður hald- in til að ræða Social Credit mál að 662 Pacific Ave., rétt við Sherbrooke St., föstudagskv. 29, jan. kl. 8. Miss Salome Halldórs- son flytur erindi. — Allir boðnir og velkomnir. * * * íslenzkuskóli Þjóðræknisfé- lagsins hóf að nýju starf sitt, eftir jólafríið, laugardaginn 9. jan. Gott væri fyrir alla að minnast þess, að tíminn líður fljótt. Ef til vill fara sumir að vakna þegar veturinn er á enda og tækifærið liðið hjá. Munið, að allir eru velkomnir, að skólinn hefst á hverjum laugardags- morgni kl. hálf tíu. Þar eru á- gætir kennarar, sem koma stöð- ugt. Sækið laugardagsskólann. * * * Surprise Tea, hefir Ladies’ Guild Jóns Bjarnasonar skóla 3. feb. n. k. í skólanum. Verður þar til sölu á gjafverði heimatil- búinn matur; hefst salan kl. 2.30 e. h. og helzt til kl. 5.30. Kon- urnar sem fyrir þessu standa vænta aðstoðar fslendinga og viðskifta. HITT OG ÞETTA Sveitasæla Enskúr rithöfundur segir: — Sveitalífið er mönnunum hollast. f innsta eðli sínu þráir hver maður að komast út úr skarkala og ryki bæjanna — út í guðs græna náttúruna. Hví ekki að hlýða þessari hvöt, sem bendir okkur til sveitanna? Þar bíður okkar heilsusamlegt líf og ónot- aðar orkulindir. f sveitum Eng- lands er fólginn eini möguleik- inn, sem fyrirfinst, til þess að endurnýja hamingju og farsæld þjóðar vorrar. * ¥ * Hafa trén sál? Það er eitthvert dularafl fólg- ið í gömlum trjám, einhver þokki, sem hrífur suma menn miklu meira en hið fegursta blómskrúð. Þannig er það vitað um þýzka stjórnmálamanninn Bismarck, að hann flúði oft út í trjágarð sinn, er hann var orð- inn þreyttur á umgengni við vini sína og á stjórnmálaáhyggjum. Hann og trén hans skildu hvert annað. Oft var hann vanur að vera* aleinn meðal trjáanna tím- unum saman. Þorðu þjónar hans þá ekki fremur að ónáða hann heldur en þó að hann hefði verið í kirkju. * * * Gleymum sjálfra okkar vegna Ensk kona kemst þannig að orði í tímaritsgrein, sem birtist nýlega: — Við getum ekki notað minni okkar — þessa dýrmætu náðar- gáfu — á verri hátt en þann, að muna sífelt eftir öllum mótgerð- um annara manna .okkur til handa. Slíkt andlegt jórtur, sem kallað er langrækni, gerir okkur sjálf að verri og bölsýnni mönnum en ella. Minni mannanna ætti að vera alt í senn: Málverkasafn, tón- listarsalur og bókasafn. Þangað ættum við sífelt að geta flúið, ekki til þess að hugsa ilt um aðra, heldur til þess að rifja upp skemtilegustu atburði, sem á daga okkar hafa drifið. Við eigum að læra þá list, að gleyma því, sem okkur er óholt að muna. * * * f kauptúni einu hafði verið komið upp slökkvistöð. — Hvaða áletrun haldið þið, að við ættum að láta setja á stöðina? spurði lökkviliðsstjórinn aðstoðarmenn sína. Eftir nokkra umhugsun mælti einn af mönnunum: — Eg sting upp á því, að þessi áletrun verði sett á húsið: Von- andi líkist þessi stöð piparmeyj- unum hér í borginni að því leyti, að hún verður jafnan reiðubúin, en aldrei ónáðuð. —Samtíðin. * * * öll hús í ítalíu verða bygð með skýli gegn loftárásum Ný tilskipun, sem gefin var út á ítalíu nýlega, skyldar alla þá, er framvegis byggja sér hús, að byggja um leið skýli til varnar gegn loftárásum. Skýlið á að vera úr járnbentri steinsteypu, 6 þumlunga þykkri, að minsta kosti sex fet á hæð, og á að ætla 15 fermetra gólfsvæði fyrir hvern mann, sem á að nota skýl- ið. Bílstjóri, við gangandi mann —Sumir ganga þannig á götu, að það er eins og þeir eigi götuna! Vegfarandinn: — Og sumir bílstjórar aka þannig á götu, að það er eins og þeir eigi bílana, sem þeir eru í! Nýja IjóSabókin “Norður-Reykir” eftir Pál. S. Pálsson er til sölu hjá eftirfylgjandi útsölumönn- um: Árborg: G. O. Einarsson Foam Lake: John Janusson Gimli: Kr. W Kemested Geysir: T. Böðvarsson Glenboro: G. J. Oleson Kandahar: S. S. Anderson Keewatin: S. Björnsson Leslie: Th. Guðmundsson Piney: S. S. Anderson Selkirk: K. S. Pálsson Steep Rock: F. E. Snidal Winnipegosis: Ingi Anderson Blaine, Washi, Rev. H. E. John son Cavalier, N. Dak.: J. K. Einars- son Chicago, III.: Geo. F. Long Garðar, N. D.: J. S. Bergmann Mountain, N. D.: Th. Thorfinns- son Winnipeg: Magnus Peterson 313 Horace St., Norwood Viking Press Ltd. Sargent Ave. P. S. Pálsson 796 Banning Street Bókin kostar $1.50 í kápu — $2.00 í skrautbandi. ÚR DAGBÓK BÚÐARSTÚLKUNNAR Frh. frá 7 bls. segir hann í þýðari rómi: — Það er ekki hægt að kaupa alt. Þau verða líka að bíða betri tíma. Hann tekur böggulinn undir höndina og virðir mig ekki þess að kveðja. Hún þar á móti kink- ar kolli vingjarnlega til mín og trítlar svo á eftir fram búðina. Göngulagið er þreytulegt, og þessi auðnuleysissvipur, sem ekki er hægt að benda á, hvar eða í hverju liggur, finst mér einkenna baksvipinn. Eg stend lengi hugsi og horfi á eftir þeim út úr dyrunum. Eg hefi séð glæsilega dúka hér úr búðinni verða óþekkjanlega eft- ir lítinn tíma, vegna trassalegr- ar meðferðar. Eg hefi séð dýr- um og mjög góðum silkiefnum hent innan um annað rusl. Þau hafa að síðustu mist gljáan og sína upprunalegu fallegu áferð, — orðið svo gersamlega eyði- lögð, að það hefði ekki verið á neinna færi að meta hin upp- runalegu gæði þeirra. Konan sú arna líktist þessum útþvældu dúkum, íþrátt fyrir fríðleikann, sem var svo eftir- tektarverður, og hljóðleikann, sem yfir henni hvíldi, nú eins og í fyrra skiftið. Hvar var nú líðandi lækjarnið- urinn, sem suðaði fyrir eyrum mér, fyrst þegar eg sá hana? Eða grasilmurinn, sem mér fanst eins og leggja af fötum hennar? Eg hrekk við — því að klukk- an slær. Dagsverki mínu er lokið að þessu sinni. Eg sveipa kápunni þétt að mér. Veðrið er dimt og hrásalagalegt, eins og vond sam- vizka mannanna. MESSUR og FUNDIR 1 kirkju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaSarnefndin: Fundlr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrnta mánudagskveld I hverjum mánuði. KvenfélagiS: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki NÖng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. Inni í herberginu mínu er hlýtt og vistlegt. Hér bíður mín þessi helga kyrð, sem viðheldur lífi mínu. En í kvöld er engin kyrð í huga mér, þrátt fyrir einver- una. Þessi hjón hafa raskað hugarró minni og komið geði mínu í óeðlilegar sveiflur. Eg get sem sé ekki hrundið þeim úr hug mér, hvorki honum né henni, og þó koma þau mér ekkert við. Þessi mæðulegi svipur konunn- ar fylgir mér eins og svartur skuggi. Hann hefir Iæðst alla leið upp stigann með mér og inn í herbergið mitt — alveg óboð- inn. Eg vil helzt vera laus við hann. Hann er einn af þessum skuggamyndum lífsins,.sem lifa í bakhúsum fátækrahverfanna, og hefir ekkert leyfi til þess að læðast inn í notalegar íbúðir ann- ara manna. Slitlegar og horaðar hendur konunnar eru að þvælast fyrir mér, óstyrkar og skjálfandi af eftirvæntingu þess, hvað nú sé framundan. Og nú tek eg fyrst eftir því, hvað hún er lítil innan í gatslitinni kápunni. Varla annað en beinin og skinnið — og svo þetta eitthvað, sem á að lifa eftir dauðann, lifa, þroskast og stækka í grindhoruðum lík- ama, sem hefst við í skuggum bakhúsanna og sér hvorki sól né stjörnur himinsins. Mér verður hrollkalt. Hversvegna að vera að hugsa um það, sem mér kemur ekkert við, — manneskjur, sem eg þekki ekki, hefi ekkert saman við að sælda og veit ekkert um annað en það, að þær lifa og eru til? Eg sezt við ofninn, þó að sjóð- heitt sé í herberginu, og skara í glæðurnar með skörungnum. Það hefir margt borið fyrir augu mín og eyru við búðarborð- ið. Sumt af því er svo furðulegt, að mennirnir myndu telja það ýkjur einar, ef allir atburðirnir væru skráðir með svörtu letri á hvítan pappír. Og þó eru þeir raunverulegir, eins og lífið sjálft. Eg sit hljóð og hugsi og fletti blaði og blaði í dagbók minni, ef ske kynni að eitthvaðv-yrði fyrir mér, sem eg réði við að skilja. En hvað skyldi það svo sem vera að lokum, sem mannlegur skilningur kryfur til hlítar? Dagbók mannlífsins verður mér æ torskildari, eftir því sem eg lifi lengur og sé fleira. —Eimreiðin. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, IDept. 160, Preston, Ont. WELLINGT0N BAKARÍIÐ 764 Wellington Ave. Sími 25 502 Hið einasta íslenzka bakarí í Winnipeg borg Kringlur og tvíbökur af beztu tegund og lagað úr bezta efni, ásamt fjölda, bæði íslenzkum og canadiskum brauð og köku tegundum, sem seljast ný úr ofninum á hverjum degi.Brúðarkökur bezt lagaðar og Ijómandi vel puntaðar einnig áskrifaðar hamingjuóskir. Kringlur á 15c í heildsölu og Tvíbökur á 20c þá keypt eru 10 pd. eða meira. íslenzk Rúgbrauð 20 oz. 2 fyrir 15c og 6c þá tekin eru 10 brauð minst, (geymast vel, og mjög góð til neyzlu, löguð af bezta rúgmjöli, (fine rye). Gleymið ekki að okkar nýja símanúmer er 25 502. Bakaríið hefir ennfremur sett upp búð að 701 SAR- GENT AVE., þar sem allar ofantaldar brauðtegundir verða til sölu.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.