Heimskringla - 17.02.1937, Síða 6

Heimskringla - 17.02.1937, Síða 6
6. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. FEBRÚAR 1937 Lf 8 8 “Nei, Gústa, þetta dugar hreint ekki. Alt sem þú hefir upp úr þessu er það, að Miss Gar- rett fellur í yfirlið. Það er til miklu betra ráð. En lofaðu mér að tala fáein orð við þessa ungu konu”. Þó hann hefði bjargað henni frá hræðileg- um pyntingum fann Cicelía til viðbjóðs er hann stóð þarna og horfði niður á hana. “Kæra Miss Garrett,” mælti hann, “í kvöld ætla eg að fara með þig héðan. Þú átt að fylgja mér og vini mínum til Þýzkalands. Áður en við leggjum upp í þá ferð, er það nauðsyn- legt, að þú segir okkur hvar uppfyndingin, er frændi þinn hefir svo lengi unnið að er niður- komin. Þar sem þú hefir sýnt mótþróa að gefa þessar upplýsingar, ætla eg nú að dáleiða þig. Þú munt því lúta mínum vilja og láta að öllum okkar óskum. Þú verður að fyrirgefa hinni kæru samverkakonu minni. Ákafi hennar ber stundum dómgreind hennar ofurliði.” Ræðu- maður leit brosandi á Gústu Straube sem helti úr sér straum af þýzkum illyrðum. “Nú mín kæra Cicelía-------” Philip Voyce hafði sezt á stól og starði á hana. Hún barðist við máttleysið, sem yfir hana færðist. Ef hún gæti aðeins látið það vera að horfa í andlit hans, en hún gat það ekki, brátt færðist eins og doði yfir líkama og sál. Hún var orðin máttlaus. Hún vissi til þess, að hún vein- aði lágt og svo misti hún meðvitundina. “Þú sérð nú Gústar hversu mín aðferð er miklu betri,” mælti Voyce sigri hrósandi. Konan var næstum að kafna af illsku. “Þið skuluð muna það báðir tveir, að eg gleymi aldrei þessari stund.” Hún hvesti augun á Von Kroom, sem horfaði nú til baka þegar móðurinn var runninn af honum. “Tut, tut! Gústa, við skulum ekki þrátta, bráðum verðum við hinumegin við hafið-----” Hún vatt sér að honum. “Haltu áfram með það, sem þú ert að gera. Það er mál fyrir okkur að fara — eins lengi og náunginn hann Heath-------” hún lauk ekki við setninguna, en smelti fingrunum óþolinmóð. Voyce brosti háðslega og tók nú til starfa. Hann sneri sér að meðvitundarlausri stúlkunni og mælti hægt og bjóðandi: “Þú ert háð vilja mínum og þú skalt svara öllum þeim spurn- ingum, sem eg legg fyrir þig.” “Eg skal svara öllum þeim spurningum sem þú spyrð mig,” svaraði hún lágt, en hik- laust. “í fyrsta lagi: Hvar er uppfyndingin ?” Hún svaraði hiklaust: “Hún er í leynihólfi við uppgönguna á háaloftinu í Heiðarhöllinni.” “Hver lét hana þar?” “Frændi minn.” “Varst þú með honum við það tækifæri ?” “Já.” “Því tók hann hana burt úr vinnustof- unni?” “Hann vildi láta hana þar, sem enginn fyndi hana.” “Þú veizt nákvæmlega hvar hún er?” “Já.” Voyce þagnaði og þurkaði svitann af enni sér. Hann var náfölur. “G'ott!” hrópaði Gústa Straube. “Það er eitt enn — fáðu hana til að segja hvar Heath er.” Voyce hélt upp hendinni. “Þú gerir ofmikið úr mætti mínum, kæra Gústa. Dáleiðslan hefir sín takmörk. í þessu átsandi getur hún ekki sagt neitt, nema það, sem hún sjálf veit.” Gústa gerðist óþolinmóð. “En nú vill svo til, að eg get gefið þér upp- lýsingar þessu viðvíkjandi, kæra Gústa. í dag, meðan þú varst að ganga frá gögnum þínum og skilríkjum, gekk eg um götur þessa litla bæjar. sem er skemtilegur, og mér þykir svo ilt að yfirgefa. Gerði eg þá ýmsar fyrirspurnir. Það var nauðsynlegt ef að lögreglan heimsækti þetta hús.” “Gleymdu ekki að Hartsgill þessi, njósnaði um okkur á dögunum, og hann hefir sjálfsagt frætt Heath um okkur. “Það er einmitt þessvegna, sem eg vil vita hvar Heath er um þessar mundir? Af monti hefir hann unnið einn — hingað til, en líklegast hefir hann sent eftir hjálp nú. Hefir þú frétt nokkuð af honum ? Það er það sem eg vil fá að vita.” “Eg get sagt þér það,” svaraði Voyce í- smeygilega. “Hann varð fyrir bílslysi í kring- um klukkan hálf fjögur í nótt sem leið, rotaðist og liggur ennþá meðvitundarlaus á sjúkrahús- inu hérna í bænum.” “Ætli að hann deyi?” spurði Gústa “Það er ekki líklegt, en þegar eg hringdi upp fyrir einni stundu síðan, var hann meðvit- undarlaus.” “Eg býst við að hann hafi verið á leiðinni til lögreglunnar, til þess að finna út hvar þetta hús sé, hafi hann þá ekki vitað hvar það var frá þessum Hartsgill.” “Og hitti hann lögregluna?” “Það finst mér mjög ólíklegt vegna þessa, sem henti hann. Þar sem Heiðarhöllin hefir nú engan talsíma, þá ímynda eg mér að hinn trú- verðugi Niel sé þar til eftirlits, og auk Mur- dochs eru þar engir aðrir, sem er mjög þægilegt fyrir okkur, Gústa.” “Já, hlustaðu nú á,” sagði hún eftir stund - arþögn, “það er mjög nauðsynlegt að við kom- umst í burtu í kvöld, og eins fljótt og auðið er. Getur þú látið stúlkuna vera undir áhrifum, svo að hún geri alt, sem eg segi henni, jafnvel þótt aðrir séu viðstaddir?” “Það get eg,” svaraði Voyce. “Þá fer eg með hana til Heiðarhallarinnar og sæki uppfyndinguna.” “Það er hræðilega hættulegt,” mælti Kroom. “Það er hætta, sem þú tekur þátt í, af því að þú munt fara með mér,” svaraði hún í urr- andi rómi. Hún sneri sér að Voyce. “Eg hefi látið Von Habenfeld vita, að við förum yfir um í nótt — það má ekkert tálma því.” “Það verður engin tálmi,” svaraði Voyce öruggur. “En eg held því fram, að áhættan sé mikil,” mælti Von Kroom. Hún sneri sér að honum grimmileg á svip- inn. “Fíflið þitt. Eg mun aka út þangað með stúlkuna og hafa hlaðna skammbyssu í vasan- um, stúlkunni verður sagt að segja það, sem hún á að segja. Eg verð öðru megin við hana, en þú hinumegin. Þegar þjónninn kemur, verð- ur honum sagt að við séum vinir hennar. Þegar við erum komin inn, þá eru þar aðeins Niel og konan hans-----” “Bíddu sVolítið mælti Von Kroom. “Hvað um uppfyndingamanninn sjálfan?” “Ef hann kemur fram á sjónarsviðið læt eg þig ráða niðurlögum hans. Þú munt verða vopn- aður og ættir að vera einhlýtur á móti tveim aumingjum eins og þeir Niel og Murdoch eru.” Von Kroom þagnaði og konan hélt áfram. Er eg hefi sagt þeim, að eg hafi fundið stúlk- una, reikandi um göturnar í þorpinu, auðsæilega alveg búna að glata minninu, fer eg með hana upp á loft, á meðan hún nær í uppfyndinguna, stend eg yfir henni með hlaðna byssu.” “Það er aðeins eitt atriði, kæra Gústa,” mælti Voyce og tók vindling út úr gullöskjum, “þegar þú kemur aftur, gleymdu þá ekki að taka stúlkuna með þér — eg vil fá hana.” Konan glotti ógeðslega, en Von Kroom mælti: “Þú ert voða svín, í sannleika, þá ertu það!” Voyce, sem reykti vindlinginn með auðsæi- legri ánægju, leiddi hjá sér að svara þessum móðgunarorðum og mælti við Straube: “Það er ilt að þú ákvaðst að fara í kvöld, Gústa. Eg hélt að þér þætti ílt að fara án Heaths, að minsta kosti þykir mér það. Það skein í tennurnar á konunni. “Við munum fást við Heath á Þýzkalandi — á okkar eigin landareign. Og þarna”, hún benti á meðvitundarlausa stúlkuna, “er beitan, sem við leggjum í gildruna fyrir hann.” Voyce reykti vindlinginn. “Það er ekki svo illa hugsað, Gústa, og það sem bezt er, að maðurinn er svo óður, að hann gengur vafalaust í hana. Á hvaða tíma á eg að segja Phapf að finna okkur?” Gústa leit á úrið sitt. “Nú er klukkan 6, við munum koma til Heiðarhallar, ef við leggjum strax af stað, um kl. 7, við þurfum ekki að stanza þar lengi og það veitir okkur tíma til að útbúa stúlkuna, svo að hún verði hæf til að ferðast með okkur og veki ekki grun. En hvað lengi mun það taka okkur að komast að staðnum?” “Eitthvað þrjá stundarfjórðunga. Það er heldur ósléttur vegur.” “Þá ættum við að vera þar í kringum kl. 8.” “Eg mun verða tilbúinn,” svaraði Voyce. Von Kroom leit á þau bæði. “Því getur þú ekki komið til hússins með okkur. Það hljóta að verða einhver vandræði þar. Eg játa að mér lízt ekki á þetta ferðalag, og þú gætir orðið okkur að liði.” Voyce Ieit á hann fyrirlitlega. “Eg hefi annað að gera,” sagði hann, hneigði sig fyrir Gústu og fór burtu. Von Kroom leit á konuna. “Eg hata þennan mann,” hvæsti hann milli lokaðra tannanna. Gústa Straube leit á hann alvarlega. “Það er háskalegt að hata hann, skal eg segja þér Kroom.” Maðurinn veifaði hendinni eins og hann gæfi það frá sér að ræða málið. “Þú heldur að eg sé tómlátur í þessu máli,” sagði hann, “en svo er ekki. Þú kant ekki að hræðast Gústa, en mér sýnist þetta ganga alt of vel. Eg er hræddur við gildru. Hvemig vitum við, að stúlkan sagði satt, þegar hún var updir hinum svokölluðu áhrifum ?” “Hún var neydd til að segja sannleikann.” “Já, eftir því sem hann segir,” sagði hann og benti með höfðinu í áttina, sem Voyce hafði farið, “en hvernig eigum við að vita, að það sé satt. Jæja, jæja,” bætti hann við er hann sá reiðisvipinn aukast á andliti hennar, “það getur verið að eg hafi rangt fyrir mér. “Auðvitað hefir þú rangt fyrir þér. Ef þú ert all-hræddur, skal eg fara ein inn í húsið. Þetta er nóg! Við förum eftir 20 mínútur. Sir Harker Bellamy fer af stað Andrew Morrison (er var “númer 39” í spæjaraliði Sir Harkers) starði á yfirboðara sinn. “Þér ætlið að koma,” hrópaði hann. “Því ekki?” svaraði hinn hörkulegi, grá- hærði maður. “Enda þótt hann hafi ekki sýnt mér það lítillæti, að gefa mér neinar skýrslur. síðan hann fór í burtu — og fyrir það skal eg finna hann hann í fjöru síðar meira — þá skilst mér samt, að vinur vor, Heath hafi rekist þarna á atriði, sem sé mjög eftirtektavert. Er það ekki svo?” Númer 39 brosti þessu dularfulla brosi, sem hann var svo frægur fyrir. “Alt sem eg veit, herra, er þetta. Við Heath höfum unnið saman oft og tíðum eins og þér vitið, herra, og fyrir skömmu síðan fékk eg miða frá honum, þar sem hann biður mig að að hafa nánar gætur á þorpara, sem sé prúð- mannlegur í útliti og dvelji hér í borginni. Hann sagði að maður þessi hefði ör eftir sverðshögg á hægri vanga.” Sir Harker Bellamy reykti þangað til þeir voru báðir huldir reyk. “Og svo,” sagði hann, “funduð þér tækifæri til að gera þetta?” ,, “Já, fann þennan fugl í “Klukkan eitt”. “Þér eigið við pestarbælið nálægt Totten- ham Court Road?” “Það er það, þér verðið að koma þangað einhverntíma; það er nú sjón að sjá, en eins og eg var að segja, þá sá eg þennan náunga þarna í “Klukkan eitt”. Fyrirspurnir mínar leiddu það í ljós, að hann heitir Von Kroom og vann eitt sinn fyrir stjórnina í Berlín.” “Og vinnur ennþá án efa, en með hverjum var hann?” “Gústu Straube,” svaraði númer 39 og færði sig aftur á bak til að sjá hver áhrif 3Ú upplýsing hefði. Foringinn sýndi auðsæilega merki þess að fréttin hafði áhrif. “Gústu Straube,” hrópaði hann, “hættuleg- asta konan sem á móti oss vinnur. Hún er hér í Lundúnum og þér sögðuð mér ekki frá því!” Morrison hóstaði til afsökunar. “Heath bað mig um að steinþegja yfir þessu. Hann var að taka sér hvíld----” “Já, hann hefir gert hitt og þetta og meðal annras dáið. Hvar er þessi Straube nú?” Númer 39 greip fallega hattinn sinn og bjóst til að forða sér. “Það er ástæða til að ætla að hún sé nú í Devonshire, eg er að fara þangað til að vita um það.” Bellamy fleygði vindlinum. Hvaða lest farið þér með? Við getum náð þangað á 20 mínútum. Eg hefi rétt tíma til að láta í töskuna mína.” Ungi maðurinn kipraði saman varirnar. “Því í fjandanum eruð þér að gretta yður svona?” hrópaði Bellamy. “Eg var að hugsa um það, foringi, að þér séuð ekki, jæja, að þór séuð ekki eins ungir og þér voruð áður — og það getur slegist í bardaga — hver veit? Þér vitið hverskonar kvensnift Gústa Straube er.” “Þeim mun fremur ætti eg að vera þar. — Þessi ungi afglapi, hann Heath leikur glæfrafult spil. Morrison brosti. Sá maður, sem það gerði ekki entist ekki lengi í þjónustunni. “Já, þetta er Morrison, og eg er yfirmaður deildarinnar,” svaraði Bellamy spurningu þjóns- ins. Niel bauð þeim inn. “Það er gott, herra minn, hér bíður bréf handa Mr. Morrison, eg átti að fá honum það strax.” Gestirnir fóru inn í lestrarherbergið. “Má eg bjóða yður einhverja hressingu, herrar mínir?” “Bréfið fyrst! Hvar er bréfið?” hreytti Sir Harker Bellamy út úr sér. “Hérna, herra.” Morrison reif það upp, las það í skyndi og rétti það svo yfirmanni sínum. “Humm,” mælti hann. “Já, færið okkur whisky og sódavatn og svo þurfum við að tala við yður. Hvað heitið þér?” “Niel, herra minn,” og hann fór til að sækja hressinguna. “Lesið það, sem Heath segir,” skipaði Bell- amy þegar dyrnar höfðu lokast. Hinn las: Kæri Morrison, Fjandinn sjálfur er laus í þessu húsi — og ennþá meira ilt í vændum. Varð að fara burtu um miðja nótt til næsta bæjar. Bíddu þangað til eg sendi eftir þér. Mér virðist það bezt eins og á stendur. Niel tekur á móti þér. Treystu honum. I. H. “Heath hefir hlotið að vera mjög aðþrengd- ur, fyrst hann sendi jafn ógreinilegt bréf og þetta,’ mælti Morrison, er hann lauk lestrinum. Hinn hummaði við. “Þjónninn getur sagt okkur eitthvað.” Það tók Niel eitthvað hálftíma að segja sögu sína. Áheyrandinn tók aldrei fram í fyrir honum. “Þetta virðist þá vera svona,” mælti Bell- amy, er sögunni var lokið. “Tveir menn hafa dáið, húsmóður yðar numin brott og lögreglan hefir ekki komið?” “Mr. Heath fór héðan kl. 3 í nótt til þess að finna Iögregluna.” “Þér hafið þegar skýrt oss frá því, Niel. Þetta nægir.” Er þeir voru einir orðnir, greip nr. 39 í handlegg yfirmanns síns og sagði: “Eitthvað hefir komið fyrir Heath, getið þér ekki séð það? Hann mundi hafa annars komið aftur. Hann hefir verið í burtu nærri 16 tíma. Straube hefir náð í hann.” Bellamy gretti sig. “Það er bezt að þér farið til bæjarins eins fljótt og þér getið, Morrison--” “Það er enginn bíll!” “Og enginn talsími.” Bellamy bölvaði dálitla stund, því næst hringdi hann á þjóninn. “Niel,” sagði hann, “getið þér sagt mér ef grófgerð, útlendingsleg kona — hún er þýzk — og hefir gler fyrir auganu, hefir nokkurntíma komið hingað?” Niel hugsaði sig um. “Eg hefi aldrei séð þá konu.” Bellamy bölvaði ennþá meira. Bardaginn Eftir að Heath sagði til sín var þögn, ljósið sloknaði á svipstundu og alt var dimt. Eftir það var sagt í þægilegum rómi: — “Hver er þar. Komdu inn, góðurinn minn.” “Það er Heath, eg er að bíða eftir yður hérna.” Hver vissi hvaða vítisvél kynni að vera inst í hellinum ? Ásetningur hans að drepa manninn jókst, en hann var ná kaldur og ró- legur. Aftur var þögn. “Heath segið þér, og hvaða fjandans Heath er það? Hvað viljið þér annars?” Heath svaraði ekki. Hann flutti sig til í flýti, rétt áður en hellirinn bergmálaði allur af skammbyssuskotum. Aftur var þögn og því næst heyrðist stuna frá Heath. Hann vildi veiíia mótstöðumann sinn. Hann heyrði einhvern læðast. Voyce, sem hugði að hann hefði drepið eða helsært andstæð- ing sinn, var nú á leiðinni, til að ganga úr skugga um þetta. Er hann kom áfram læddist Heath innar til þess að komast á bak við hann, en rétt þegar hann fálmaði eftir honum, sneri Voyce sér við og í hinni djúpu þögn, sem ríkti í hellinum réðust þeir á. Það heyrðist blótsyrði og dálítill smellur og þeir voru jafnnir; skammbyssan hafði fallið úr hendi Voyce og nú höfðu þeir ekkert nema berar hendurnar. Þrátt fyrir hatur sitt barðist Heath á brezka vísu með hnefunum. Hann reyndi að rota andstæðing sinn með hnefunum. Voyce barðist eins og villudýr í sjálfheldu og fylgdi engum reglum . Tanngarðarnir á honum sýndu að hann mundi bíta ef færi gæfist. Nú var horfin öll yfirborðs blíðan ásamt hárkollunni. Hann var nú dýri líkastur. Hann hafði líka til mikils að vinna, en eink- um eggjaði það hann til athafnanna, að þessi eini maður var milli hans og mikillar gæfu. Hann mundi hljóta fádæma frægð er hann kæmi til Berlín. Hinn mikli Von Habenfeld mundi sjálfur óska honum til hamingju, og svo mundi hann hafa stúlkuna til þess að fara með eins og honum líkaði . . . Aðeins þessi eini maður, sem hann hataði og þurfti að sigrast á. öll afbrýðin, öfundin og meðfædd andúð safnaðist í æði hans á þessari stundu og gerði hann tröllaukinn. En Englandingurinn var sterkur — sterk- ur og rólegur. Grábláu augun hans voru köld og staðföst og kyr eins og íspöllur. Hanu mundi aldrei gefast upp, það vissi Voyce og gerði nú alt sem hann gat. Vel útreiknað högg sendi hann aftur á bak, er hann reyndi að ná hálstaki á honum, og nú gengu þeir í hring eins og tveir grimmir hund- ar. Fyrir utan fötin sem þeir báru gátu þeir verið þúsundir ára aftur í tímanum, þegar þessi mikli hellir hafði verið bústaður Neo- tithiskra manna, sem áttu heima hópum saman, á þeim tímum á heiðinni og börðust um kvenfólk og fjandskap þá eins og nú. Heath mælti: “Komið og berjist,” og hann bjóst við að mæta árásinni. Voyce fitjaði upp á trýnið og hlýddi þessu. Þrátt fyrir tvísýnið um sigurinn, varð hann að drepa hinn. Svo sterk var þessi ástríða að sér- hver önnur tilfinning var horfin. Hann var eins og fjandsetinn af vígahug. Heath gat aðeins greitt honum eitt högg áður en hann fann handleggi Voyce vefjast um sig. Tilfinningin af líkama fjandmanns síns jók á tryllinguna. Hann gleymdi öllum reglun- um, sem hann ætlaði að fylgja, og gerðist nú eins taumlaus og hinn.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.