Heimskringla - 17.02.1937, Blaðsíða 8

Heimskringla - 17.02.1937, Blaðsíða 8
8. SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. FEBRÚAR 1937 Forstöðunefnd og Félögum ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA í VESTURHEIMI Samankomnum á Ársþingi frá mánudegi 22. febrúar til miðvikudags 24. febrúar ÍI Jafnframt óskum vér yður til hamingju í starfi yðar, í þágu íslenzku þjóðarinnar hér í landi. Megi verk yðar á þessu nítjánda ársþingi yðar, leiða til framfara fyrir yður og alla í hinum dreifðu íslenzku bygðarlögum. Þá óskum vér og einnig að sú vinátta er jafnan hefir átt sér stað milli afkomenda Leifs Heppna og ,-EATON CoM1TED haldist og eflist með hverju komandi ári. ST. EATON WINNIPEG CANADA E ATO N S FJÆR OG NÆR Bridge Drive Yngri konur og stúlkur Sam- bandssafnaðar hafa stofnað til félagsskapar með sér, það sem eftir er vetrarins til þess að standa fyrir spilaskemtun á hverju laugardagskveldi í næst- komandi tíu vikur. Skemtunin verður höfð í fundarsal kirkj- unnar. Vikuleg verðlaun verða veitt og verður dregið um þau að lokinni samkomunni. Að loknu tímabilinu verða veitt úrslita verðlaun $10.00 þeim sem hæzt- an vinning hefir hlotið. Sækið samkomurnar og njótið góðrar skemtunar. Að loknum spilum fara fram skemtanir, söngur, hljóðfærasláttur o. fl. * * * Fréttir af ársfundi Sambands- safnaðar í Winnipeg, sem haldih var eftir messu í fundarsal kirkj- unnar s. 1. sunnudag, verða birt- ar í næsta blaði. Við messuna flutti séra E. J. Melan ræðu er útvarpað var og vel er rómuð. Sækið messu í Sambandskirkjunni Tvær guðsþjónustur fara fram I í Sambandskirkjunni í Winnipeg næstkomandi sunnudag eins og undanfarið, á ensku kl. 11. f. h. og á íslenzku kl. 7. e. h. Prestur safnaðarins messar við báðar guðsþjónustur og söngurinn er undir stjórn Bartely Brown við morgun messuna og undir stjórn Péturs Magnús við kvöldmess- una. Með því að sækja messu í Sambandskirkjunni styðjið þér góðan málstað. Hafið það í huga og sækið kirkju reglulega. * * * Messa í Mozart sunnudaginn 21. febrúar kl. 2 e. h. (ekki kl 11) * * * Sunnudagaskóli í Wynyard kl. 11 f. h. Engin messa í Wyn- yard. * * * Valentine Party To-night, Wednesday, Febru- ary 17, at 8.30, is the big night. All young people, are wanted at the Federated Church, for a social evening, at which enjoy- ment is guaranteed. An invita- tion has been extended to the Young People of the Lutheran Church, whose coming will add to the pleasure of the evening. Don’t forget the time or place, and come prepared to enjoy yourselves. * * * Barnasöngflokkurinn er syng- ur á íslendingamóti “Fróns” syngur eingöngu íslenzk þjóðlög. Munu börnin syngja: “Látum af hárri heiðarbrún”, “Bí, bí og blaka”, “Ólafur Liljurós”, “Álfa- dans”'og “Vögguljóð”. Þessi lög hafa öll verið raddsett og færð í nýjan búning sérstaklega fyrir þetta tækifæri af R. H. Ragnar. Tvö börn syngja einsöng með flokknum og eru þau Alvin Blön- dal og Lillian Goodman. * * * Karlaflokkurinn syngur “fs- landslag” (Björgv. Guðm.) — “Eggert Ólafsson” (H. Helga- son), “Grænlandsvísur” (útsett af Sigf. Einarsson), “Tárið”, “Sko háa fossinn hvíta” (Björgv. Guðm.), “Ein yngismeyjan” og “Úr þeli þráð að spinna”. Ein- söngvana og dúettið í lögum Björgvins syngja þeir Hafsteinn Jónasson og Otto Hallsson. — Flokkana hefir æft og stjórnar R. H. Ragnar. * * * Mrs. S. B. Olson, Langruth, Man., kom til bæjarins um miðja fyrri viku og dvaldi hér þar til í gær. Með henni kom Mrs. H. Hannesson frá Langruth; dvelur hún hér um tíma. * * x Á Almennaspítalanum í Win- nipeg lézt að morgni þess 14. þ. m. Sigurður Þorsteinsson frá Ár- borg, 64 ára, fæddur 21. des. 1872 á Fitjum í Miðfirði í Húna- vatnssýslu. Hann var búinn að liggja mjög þungt haldinn síðan með byrjun nóvember. Mr. Þor- steinsson kom vestur um haf með f jölskyldu sína 1925 og hefir átt heima við Árborg síðan. — Hann eftirlætur konu og þrjú börn á aldrinum frá tíu til fimtán. * * * Nú er í undirbúningi Afmælis- hátíð Templara, Skuldar og Heklu, sem verður haldin 3. eða 4. marz n. k. Nákvæmar aug- Iýst síðar. * * * Sigríður Bjarnadóttir Ásgrímsson dáin Á föstudaginn 29. jan. andað- ist á heimili sonar síns Guð- mundar S. Jónssonar í Hóla- bygðinni fyrir norðan Glenboro, ekkjan Sigríður Ásgrímsson, 86 ára gömul. Hún var ættuð úr Skagafirðinum, foreldrar henn- ar voru Bjarni Þorleifsson og Hólmfríður Magnúsdóttir, sem lengi bjuggu í Vík í Sæmundar- hlíð. Sigríður kom vestur 1888, var fyrst í Nýja íslandi (Víðines- bygð) síðan í Dakota, kom í Hólabygðina um 1896 nam þar land og bjó á því nokkur ár með syni sínum; hefir jafnan verið með honum síðan, ýmist í Hóla- bygðinni eða í Glenboro. Sigríð- ur giftist 1890 Þorsteini Ás- grímssyni, mesta myndar manni 3g vel látnum, en hann druknaði í Winnipeg-vatni sama haustið, og giftist hún ekki aftur. Sigríður var væn kona, dugleg og drengileg, bjartsýn og hrein- skilin eins og hún átti kyn til, bókhneigð var hún og frjálslynd í hugsun og naut vinsælda þeirra er þektu hana. Hún var jarð- sungin af séra E. H. Fafnis á mánudaginn 1. feb. frá íslenzku kirkjunni í Glenboro. G. J. O. HITT OG ÞETTA tír mörgum efnum Heimabrugg, þetta áfengi sem framleitt er og selt og keypt í trássi við landslögin, þekkja allir að nafninu til, þó fáir viti sjálf- sagt úr hverju það er tilbúið, enda er þar ekki um neina fasta reglu að ræða. Fyrir skömmu fanst brugg í þvottahúsi Kín- verja eins í New Brunswick. Var Árshátíð Fróns ÞRIÐJUD. 23. FEBRÚAR 1937 í GOODTEMPLARAHÚSINU SKEMTISKRÁ: O, Canada Ávarp forseta Söngur (ísl þjóðlög).................Barnaflokkur Skýringar við íslandslíkan....Dr. Rögnv. Pétursson Söngur...............................Karlaflokkur Kvæði..............................Einar P. Jónssop Einsöngvar...........................Sigríður Olson Ræða...........................Gunnar B. Björnsson Söngur (ísl. þjóðlög)................Barnaflokkur Kvæði..........................Lúðvik Kristjánsson Söngur...............................Karlaflokkur ó, Guð vors lands Veitingar Dans og spil til kl. 2 e. miðnætti Inngangseyrir 75 cents Samkoman hefst stundvíslega kl. 8. e. h. Forseti og söngflokksstjóri, R. H. Ragnar ÁTJÁNDA ÁRSÞING Þjóðræknisfélagsins verður haldið í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg 22, 23, og 24., febrúar 1937 DAGSKRÁ:— 1. Þingsetning. 8. útbreiðslumál. 2. Skýrsla forseta. 9. Fjármál. 3. Kosning kjörbréfa- 10. Fræðslumál. nefndar. 11. Samvinnumál. 4. Kosning dagskrár- 12. Útgáfumál. nefndar. 13. Bókasafn. 5. Skýrslur embættis- 14. Kosning embættis- manna. manna. 6. Skýrslur deilda. 15. Ólokin störf. 7. Skýrsla milliþinga- 16. Ný mál. nefndar. 17. Þingslit. Samkvæmt 21. gr. laga félagsins er deildum þess heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gildi félaga deildarinnar; gefi þeir full- trúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboð staðfest af forseta og ritara deildar- innar. Þing sett mánud. morgun 22. febrúar kl. 9.30. Þing- fundir til kvelds. Skemtisamkoma að kveldinu; söngur, hljóðfærasláttur, ræður o. fl., Miss Margaret A. Bjöms- sorf, M.A., flytur erindi um íslandsferð sína (á ensku); Hjalti B. Thorfinnsson, B.Sc., frá Wahpeton, N. Dak., flytur erindi um tímabært efni (á ensku). Fundur yngra fólks, umræður, bendingar til þingsins o. s. frv. Þriðj udagsmorgun þ. 23. kl. 9.30 kemur þing saman að nýju. Þingfundir til kvelds. Það kveld kl. 8. heldur deildin Frón sitt árlega íslendingamót. Miðvikudags- morgun hefjast þingfundir aftur og standa til kvelds. — Skemtisamkoma kl. 8. Söngur, hljóðfærasláttur, upplest- ur o. fl., ræður flytja séra Egill H. Fafnis frá Glenboro og Tryggvi Oleson, M.A. Ragnar Stefánsson les. Kl. 10 lokafundur þingsins og þingslit. f umboði stjórnamefndar Þjóðræknisfélagsins. Rögnv. Pétursson (forseti) Gísli Johnson (ritari) Kínverjinn spurður úr hverju þetta brugg væri tilbúið og svar- aði hann því greiðlega og sagði i þessum drykk væri kínverskt brennivín, alcohol, seyði af slönguskinni og seyði af 37 mis- munandi jurtategundum. Þess er ekki getið hvernig drykkurinn var á bragðið, éða hvaða áhrif hann hafði.— (Aðsent). * * * Hinir skeggjuðu og gasgrímurnar Skeggjaðir menn á Englandi kvíða fýrir því, ef London verður nokkurntíma fyrir gas árásum. Nokkrir þeirra hafa skrifað bréf til þeirra, sem umsjón munu hafa með að verjast .gaseitrun, ef að til þess kemur, og sp.urt þá um það, hvort nokkur gasgríma sé tíl, sem getur varið skeggjaða menn fyrir gasi, og um hvort að hægt sé að hreinsa gas úr skeggi ef það kemst í það. Svarið Var aðeins á þá leið, að skeggjaðir menn verði annaðhvort að reyna að troða skegginu upp í grímuna eða að klippa það af. Það er víst ekki nema um tvent að ræða,— skeggið eða lífið. * * * Aukin hergagnakostnaður Canada.hefir eytt $45,807,928 eingöngu í hergagnakaup síðan 1920, samkvæmt skýrslu sem borin var fram í þinginu í Ot- tawa um daginn (11. þ.m.) eftir beiðni J. A. Blanchette. Þessi peninga eyðsla hefir farið sí- vaxandi á síðustu árum, eins og sézt af skýrslunni. Samkvæmt henni hefir verið eytt til her- gagnakaupa í Canada, eins og hér segir: 1933, $1,527,787; 1934, $1,846,549; 1935, $3,122,765; 1936, $5,242,924. * * • * Jack Lovelock frá Nýja Sjálandi, sem setti heimsmet í 1500 metra hlaupi á Olympíuleikunum í Berlín í fyrra sumar, hefir verið boðið að verða ráðherra fyrir líkamlegu uppeldi þar í landi. Hæna spáir stríði Mrs. John Levi, í Berryville, í Virginia-ríki í Bandaríkjunum, á hænu sem verpti eggi um dag- inn, og á skurni þess stóð í skýrum stöfum þessi orð: “Stríð —1937—20. júní (War—1937— June 20). * * * Þýðingarmeira en herbúnaður Helzta þörf herstjórnarvalds- ins í Canada er meira vit eða meiri skynsemi en ekki meiri peningar, sagði Mr. Grant Mc- Niel, stjórnarfulltrúi frá Van- couver, á þinginu í Ottawa um daginn, þegar var verið að ræða um væntanlegan herkostnað landsins. Hann hélt því fram að landinu væri lítill hagur í því, að halda uppi her og öllu sem honum tilheyrir, og eyða pening- um á þýðingarlausa viðhafnar- siði, sem tíðkast í sambandi við herbúnað. Það sem þýðingar- meira og varanlegra væri, og landinu meira til gagns, væri það, að nota þessa peninga til að finna einhverja bót á yfirstand- andi erfiðleikum og atvinnuleysi í landinu, sagði Mr. McNiel. * * * Prófsteinn Roosevelts f ræðu, sem Roosevelt flutti, er hann endurnýjaði embættis- eið sinn, sagði hann m. a. að það ástand, sem nú ríkti í Banda- ríkjunum, að tugif miljóna manna gætu ekki veitt sér hinar einföldustu lífsnauðsynjar, væri óviðunandi hneisa fyrir lýðræðis- stjórn Bandaríkjanna. Próf- steinn þess, hvort um framför eða afturför væri að ræða, væri það, hvort að hinir auðugu bættu við alsnægtir sínar, eða að hinir allslausu fengju bætt úr skorti sínum. * * * Iiannibal-Scipio Um þessar mundir eru ítalir að gera kvikmynd um Scipio Africanus gullöld Rómverja og JUMBO KÁLHÖFUÐ Stærsta kálhöfðategund sem til er, vegur 30 og upp í 40 pd. óviðjafnan- leg i súrgraut og neyzlu. Gaman að horfa á þessa risa vaxa. I fyrra seld- um vér meira af Jumbo kálhöfðum en öllum öðrum káltegunduml Bréfið 12c únz 55c; póstgjald 3c. ÓKEYPIS—Krýningar verðskrá auglýsir 2000 frætegundir DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario púnversku stríðin. Er ekkert til sparað til að gera myndina sem best úr garði, og leika þúsundir manna í henni, auk stríðsfílanna, en Hannibal hafði, sem sagan greinir, fíla marga með sér í her- för sinni til ítalíu. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðimar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. MESSUR og FUNDIR I kirkfu Sambandssafnaðar Mestur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnefndin: Fundlr 1. fðstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrata ménudagskveld í hverjum mánuðl. KvenfélagiS: Fundlr annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldlnu. Söngæfingar: Islenzki &öng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurlnn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.