Heimskringla - 10.03.1937, Side 1

Heimskringla - 10.03.1937, Side 1
LI. ÁRGANGTJR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 10. MARZ 1987. NÚMER 23. HELZTU FRETTIR Tekjuhalli Ö7 miljónir Fjárhags-reikningar Dunnings voru lagðir fyrir þingið í Ottawa 25. febrúar. f þeim er gert ráð fyrir 87 miljón dollara tekju- halla á fullnaðar reikpingum. Á Iiðnu ári námu tekjurnar 452 miljónum dollara, en útgjöldin 539 miljónum. Tekjurnar eru um 80 miljónir dollara meiri en árið áður, en það hrekkur ekkert. — Hvað skyldu tekjur landsins þurfa að vera miklar til þess að ekki yrði tekjuhalli? Frá Alberta Frumvarp verður lagt fyrir þingið í Alberta um að skipa nefnd eða ráð til þess að sjá um sölu og kaup á bændaafurðum og inn- og útflutningi vöru úr fylk- inu. Stjórnin gerir ráð fyrir að kaupa hveitið og greiða fyrir það í peningum, sem hún gefur sjálf út. Þegar hveitið er selt, notar stjórnin eða fylkið peningana sem fyrir það fást, til þess að kaupa vörur með sem ekki eru framleiddar í fylkinu. Nefnd þessi er búist við að taki bráð- lega til starfa. A. V. Sourcier, stjórnarsinni og þingmaður Lac Ste Anne-kjórdæmis, hélt því fram á þinginu s. 1. viku, að social credit skipulagið yrði bráðlega komið á í Alberta og yrði innleitt þar án þess að brjóta í nokkru bág við lýðræðis kröfur brezkra borgara 2,000 Blálendingar ráðnir af dögum Nýlega var sagt að Blálend- ingur einn í^Addis Ababa hefði sýnt Graziani, sem er vísikóngur Mussolini í Blálandi, banatilræði. Út af þessu reiddust yfirvöld ftala svo syðra, að þau hafa drepið um 2000 Blálendinga fyr- ir vikið. Menn, konur og böim hafa verið skotin til dauðs, tSett sundur með sprengjum eða brend á báli. Kusu margir Blá- lendingar sér þann dauðdaga, að flýja inn í hús, sem í björtu báli stóðu og sem kveikt hafði verið í með sprengjum. ítalir æddu jafnvel inn á búst- að sendisveitar Frakka þarna og gerðu þar ýms spellvirki. Eftir þessa miklu orrahríð, hrúguðu ítalir líkum Blálendinga saman, heltu olíu á þau og brendu þau. Voru um 100 skrokkar í sumum bálköstunum. í þrjá eða fjóra daga sá varla til sólar fyrir reykjarmökk upp af Iíkbrenslunni. Eflaust er þetta eitt hið sví- virðilegasta athæfi, sem í frammi hefir verið haft á þess- ari öld. Skipið í Biscaya-flóanum Síðast liðinn mánudag bárust fréttir út um að á brezkt vöru- flutningaskip hefði verið ráðist í Biscaya-flóanum við Spán og í því kveikt með sprengjum. — Duldist ekki að uppreistarliðið á Spáni hefði á skipið ráðist og þótti það ills viti og vekja meiri ótta um Evrópustríð en áður, ef á það var bætandi. En í gær er haft eftir einum manni, sem i sjóinn steypti sér og bjargað var af frönskum bát, að skipið hafi ekki verið brezkt, heldur hefði Spánarstjórn átt það og er það talið skipið sem 6 janúar skaust út á rúmsjó frá New York, rétt áður en bannlögin voru samþykt á þingi um vopnasendingar til Evrópu, en hafði meðferðis vopn til stjórnarinnar svo að nam $2,700,000 Nafni á skipinu hafði verið breytt og á það mál- að “Adda frá Newcastle”, sem er heiti brezks skips, en rétta nafnið er Mar Cantabrico. Þessi maður sem af komst, veit ekkert um afdrif skipsins eða um 167 manns, sem með því voru. Frá Manitobaþingi Hásætisræðan var samþykt á Manitobaþinginu í gær, án þess að nokkurt atkvæði væri á móti henni greitt. Eigi að síður hafa umræðurnar um hana verið all- snarpar. Annars verður ítarleg- ar frá þinginu sagt í næsta blaði. Herkostnaður Á umliðnu ári eyddu Japanar 307 miljónum dala til vopnabún- aðar, Frakkar 716 miljónum, ftalía 870 miljónum, Bretar 846, Bandaríkin 964 miljónum, Þjóð- verjar 2600 miljónum, Rússar 2963 miljónum. Allar þjóðir til saman eyddu $10,730,000,000 í þessu skyni en Evrópumenn brúkuðu 8,879 miljón dali til að hervæða sig á þessu eina ári, eru því friðarins skæðustu óvinir nema satt sé sem þeir segja, að þeir láti svona gífurlega aðeins til þess að tryggja það, að frið- ur haldist. Þýzkir sjöfölduðu sínar friðar trygðir á árinu, Rússar þrefölduðu sínar og þykj- ast víst heimsins gildustu frið- stólpar. Nazar og Bolsar til samans eyddu meira fé í mann- drápa vélar en allar aðrar þjóðir heimsins samtaldar. Tíundi part- ur af áðurnefndri fúlgu, eða um 1,000 miljónir var brúkaður til vígvéla í lofti. Á Bretlandi lýsti því kanslarinn Chamberlain í heyranda hljóði, að stjórnin eyddi 5 miljónum dala á hverj- um degi til að vopna þá brezku þjóð, og mundi svo gera næstu fimm árin. Bætti samt við, að vel mætti svo fara, að þeir neyddust til að eyða meiru. Stórvirki “Meðan tíunda hver mann- eskja í voru .auðuga landi lifir við suft, ^klæðleysi og óhæfilegt eða ekkert húsaskjól, er sannar- lega margt og mikið ógert”, svo sagði forsetinn Roosevelt þegar hann tók við stöðu sinni eftir kosninguna í haust. Rétt á eftir varð hann, ásamt tilkölluðum að- stoðarmönnum að gera ráðstaf- anir til að sjá einni miljón manna fyrir vistum og húsaskjóli', lækn- ishjálp og margvíslegri hjúkrun, bæta úr eignatjóni er nam 400 miljónum dala, til bráðabirgða að minsta kosti og verja frekara grandi fólk og fémuni í miðparti Bandaríkjanna, af völdum fljót- anna Ohio og Mississippi. Þær ráðstafanir dugðu vel. Nú er nefndur forseti að reyna að ýta gegnum þingið því ráði sínu, að auka tölu hæstaréttar dómara, svo hægt verði að gera að lögum nokkur fyrirmæli, sem rétturinn Iýsti ósamkvæm stjórnarskrá þjóðarinnar. Styrkur til blindra. Sú breyting á ellistyrks lög- unum stendur til, að veita blindu fólki 20 dali mánaðarlega þegar það nær fertugsaldri, þó aðeins að ógift sé, ekkjur eða ekkju- menn, og ef það giftist, missir það styrkinn. Styrknum má það halda meðan tekjurnar fara ekki fram úr 400 dölum árlega. Mrs. McLennan, sem er forseti skóla- nefndar hér í borg, er eignaður sá heiður, að hafa fengið stjórn- ina í Ottawa til að bera fram þetta nýmæli á þingi. Mrs. Á. Sigurðsson látin Síðast liðinn mánudag (8. marz) andaðist í þessum bæ Hólmfríður Stefanía Stefánsd. Sigurðsson, kona Árna Sigurðs- sonar að Wynyard. Hafði hin látna legið rúmföst í nokkra mánuði, fyrst á sjúkrahúsi, en síðar að heimili Mr. og Mrs. Jakobs Kristjánssonar, 788 Ing- ersoll St. og þar lézt hún. Mrs. Sigurðsson var fædd á Nýjabæ í grend við Akureyri 19. marz 1884, þar sem foreldrar hennar Stefán Jónsson og Valgerður Er- lendsdóttir bjuggu, en ólst upp hjá Friðtjikij Kristjánssyni á Akureyri og var því uppeldis- systir Jakobs Kristjánssonar. — Árið 1908 giftist hún Árna Sig- urðssyni. Vestur um haf komu hjónin, ásamt fósturforeldrum 1910. Dvöldu þau fyrri árin í þessum bæ en hafa 15 síðustu árin búið í Wynyard. Ein systir hinnar látnu er á lífi, Mrs. Rósa Hjartarson. Enn- fremur fósturfaðir hennar, Frið- rik Kristjánsson, er heima hefir átt hjá Mr. og Mrs. Áma Sig- urðssyni í Wynyard. Árni Sigurðsson hefir verið í bænum frá því í haust, að hann kom með konu sína hingað til að leita henni lækninga. Útfararminning var haldin frá útfararstofu Bardals í gær- kvöldi, en líkið verður flutt vest- ur til Wynyard til greftrunar, Dr. Rögnvaldur Pétursson mælti eftir hina látnu. FRÉTTABRÉF ÚR SKAGAFIRÐI (Eftirfarandi bréf úr Skaga- firði hefir hr. Jóhannes Hannes- son frá Grund, verið svo góður að leyfa Hkr. að birta. Er blað- ið þakklátt hr. Hannessyni fyrir það, ásamt höfundi þessa kær- komna bréfs, sem svo margra annara, er hann hefir áður skrif- að í Heimskringlu. Ritstj. Hkr.) Hjaltastöðum, 19.jan. 1937 Kæri vinur minn Jóhannes. Innilegustu hjartan þakkir fyrir þína trygð til mín, og send- ingu Lögbergs, sem eg hefi með- tekið með beztu skilum einu sinni í mánuði. Mér hefir þótt gaman af blaðinu og sérstaklega af því eg hefi fengið Heims- kringlu líka sem Rögn'v. Péturs- son frændi minn hefir verið svo góður að senda mér. Og þá mætti eg þakka honum fyrir Tímaritið, sem hann sendi mér fyrir 1934—5 og þá á eg það alt frá byrjun. Skilaðu hjartans kveðju minni til hans og segðu honum að ræðan sem hann flutti eftir K. N. hafi mér þótt frábær- lega góð, og mikill munur fanst mér á henni eða hinum sem fluttar voru við það tækifæri. Annars get eg sagt það, að mér finst sr. Rögnv. lang ritfærasti maðurinn sem er vestan haft af íslendingum og er þó margur góður. Fréttir eru litlar héðan og eng- ar fram yfir það sem er í bréf- inu sem eg sendi þér, og sem þú ræður hvort þú setur það 1 Heinískringlu eða brennir því er þú hefir lesið, en margir hafa þakkað mér innilega fyrir þau og þótt þau skemtileg. Af okk- ur er alt sæmilegt að frétta. Eg hafði altaf nóg hey í vor og skepnum mínum leið öllum vel, og aldrei hafði eg betri arð af þeim, en einmitt þetta ár. Eg var við kjötvigtun á Sauðárkrók í haust hjá Kaupfélaginu. Það fékk yfir 15 þúsund fjár; svo stundum var betra að vera fljót- ur að vigta. En þetta er vel borgað, 400 kr. um mánuðin, enda vandasamt starf og leiðin- legt. Heyskapurinn gekk vel í sumar þó engir væru hér aðkom- andi við hann, nema eg og krakk- arnir og ófermdur drengur sunn- an úr Hafnarfirði. En blessaðir klárarnir mínir og vélarnar, sláttu og rakstrar, það voru þær, sem bezt dugðu og voru afkasta- mestar, enda sló eg lítið nema með vél. , Veturinn hefir verið einmuna góður svo fóðureyðsla í fé og hross er með minsta móti, enda snjólétt með afbrigðum í hlíð- inni. Mamma biður innilega að heilsa þér og þakkar þér fyrir blaðasendingarnar. Hún hefir svo gaman að láta lesa úr þeim fyir sig. Heilsa hennar er þetta svipað altaf, en hún heldur sín- um sálarkröftum þó Iíkaminn sé orðinn hrumur. Krakkarnir eru öll efnileg. Ingibjörg er nú suð- ur í Reykjavík og lærir þar. — Henni gengur vel og er áhuga- söm. Nonna minn á nú að ferma í vor. Það er líka duglegur strákur og slær með sláttuvélinni eins og forkur. Skilaðu kærri kveðju minni til ólafs Jónassonar og Stefáns gamla Eiríkssonar. Hjá ólafi á eg bréf og nafna mínum líka, svo mér hefði þótt vænt um ef þeir hefðu einhverntíma nent að stýnga niður penna og senda mér þó ekki hefðu verið nema örfáar línur. Fyrirgefðu svo þetta flýtis- verk vinur minn. Guð blessi þig og þína og gefi ykkur öllum gleðilegt og farsælt ár. Það mælir þinn einl. vinur Stefán Vagnsson Heiðruðu Skagfirðingar, vestan hafs. Eftir gömlum vana, sezt eg nú niður þegar “árið er liðið í ald- anna skaut” og byrja á bréfi til ykkar. Sérstaklega finn eg á- stæðu til þess nú, því eg hefi aldrei verið latari að skrifa vin- Musteri frægðarinnar (Þýtt) Er musteri frægðar á fjarlægum stað? spyr farmaður ungur í dagrenning. Um ódauðlegt nafn hann bráðlátur bað. En burtu leið tíminn — það kvöldaði að uns hryggur og gamall við hinsta vað hann hneig eins og sjónhverfing. Er musteri guðs í fjarskans firð? spyr farmaður ungur að morgni dags. Hann bjó sig til ferðar í bræðralags hirð að bjarga þeim nauðstöddu í táradals kyrð, og bak við hávaða heimsins byrgð stóð hjálp hans til sólarlags. Um hrós jafnt og last manna hirðulaus var í höfn var á síðustu lífsstundu beitt og skínandi engill flaug yfir þar og ódauðlegt nafn hans til himinsins bar því musteri frægðar—kvað margraddað svar og musteri guðs eru eitt. J. S. frá Kaldbak um þar vestra, en einmitt þetta ár. En á hinn bóginn, þeir sjald- an örari á tilskrif til mín, svo eg ætla að reyna að kvitta þetta alt með einu skrifi löngu. Eg byrja á tíðarfarinu, eins og vant er og bind mig því eingöngu við Skagafjörð. Síðast Iiðin vet- ur var harður hér og það alt fram á sumarmál. T. d. hér út að austan tók aldrei upp þann snjó, allan veturinn, sem lagði í veturnóttahríðinni, og bætti sí- felt á. Þar var því orðið jarð- laust um og eftir áramót, og þetta hélst allan veturinn. Það var því í miklum hluta sýslunn- ar — að undanteknum nokkrum dala- og sjávarjörðum — þrot- laus innistaða á öllum skepnum nálega allan veturinn fram á sumar. En um sumarmál snögg- batnaði. Leysti þá alla snjóa með hægum þey, og kom jörðin víða græn undan gaddinum sem hafði hulið hana allan veturin, kjarngóð og kærkomin skepnun- um eftjr þessa löngu húsvist. Hross og fé var því sloppið af fóðrum, enda veitti ekki af, því allmargir voru orðnir heylitlir og heylausir og var þó keyptur og gefin mjög mikill fóðurbætir. T. d. var að tilhlutun landsstjórnar fenginn hingað fóðurbætir fyrir 50 þús. kr., og alls mun hún hafa útvegað fóðurbætir fyrir Norður og Austurland, en það var harðindasvæðið fyrir hátt á 4 hundruð þúsund krónur. Er það mikill skattur á bændur, en sem betur fer ekki á glæ kastað, því fjárhöld urðu hér afburða góð, sárlítill lambadauði og féð ágætt til niðurlags í haust. Gras- spretta var ágætlega góð, og nýt- ing á töðum hin ákjósanlegasta, en seinnihluti sumarsins var úr- komusamari einkum síðari hluti ágústs og fyrri hluti septembers. Rétt fyrir miðjan sept. kom þurkflosa. Náðist þá mikið af heyjum. En þann 14. sept. kom fádæma sunnanstormur, svo elztu menn mundu ekki þvílík býsn. Fauk þá bókstaflega alt hey, sem laust var og auk þess hvert sæti, sem ei var því ram- legar umbúið. Hefir sá skaði numið mörg þúsund heyhestum yfir alla sýsluna. T. d. kom það í ljós hér við athugun í Blöndu- hlíðinni, að þar mun tjónið hafa numið 3 þúsund hestum. Og svona var það næstum yfir gjörvalt landið. Fyrir göngurn- ar gerði svo úrhellis rigningu og stór skemdist þá það hey sem þá var úti, og ekki hafði unnist tími til að ná í tóftir. Kom þá svo mikið flóð í Héraðsvötnin, sem mest á vori. Skömmu fyrir vet- urnætur gerði aðra stórrigning- una. Urðu þá líka allar ár vit- lausar og stórskemdu brautir og brýr í héraðinu t. d. Dalsá. — Kostaði það stórfé og mikinn tíma að koma þessu í Iag aftur. Það sem af er vetrinum hefir reynst nokkuð umhleypingasamt en að öðru leyti er tíð sæmileg og lítill snjór. Á jólum var víðast lítið búið að gefa fé og sumstað- ar ekkert. Er það mikill munur eða í fyrra, enda sögðu þeir gömlu, að ef miklir heyskaðar yrðu að sumrinu, mundi vana- lega góður vetur fylgja á eftir. Hefir það rætst það sem af er þessum vetri. Slátrað mun hafa verið álíka mörgu fé í haust, sem í fyrra. Á Sauðárkróki var slátrað 20,941 kindum og var meðalvigt dilk anna 13,60 kg. eða rúml. 27. pd má það heita ágætt, því í vor var með meira móti tvílembt. í Hofs- ós var slátrað 1699 dilkum með- alvigt 12,76 kg. og í Kolkuósi 216 dilkum, meðalvigt 11,82 kg. Talið er betra útlit með kjöt og gærur en í fyrrahaust. Hefir það bætt stórlega, að í haust leyfðu Englendingar innflutning á heilum skipsfarmi af frosnu kjöti umfram það sem verið hef- ir. Þetta ár hefir mjólkursamlag- ið starfað og hefir nú tekið á móti 340 þúsund lítrum (pott- um) mjólkur og er það töluvert hærra en í fyrra, er það vonandi að það nái 14 miljón lítra á næsta ári. Því enn eru engir farnir að snúa sér að því með alvöru, því fé og hrossum hefir alls ekki fækkað neitt. Verð mjólkurinn- ar er heldur lágt en vonandi á það eftir að hækka þegar hún vex í samlaginu, því þá verður hlutfallslega ódýrari rekstur. — Við höfum ágætan markað á Siglufirði fyrir mjólkurafurðirn- ar, enda hafa þær líkað prýði- lega og sömuleiðis er að koma dálítill markaður fyrir þær á Sauðárkróki. Eg þori að full- yrða að mörgum hafa orðið létt- ari skuldaskilin í haust, vegna þess stuðnings sem þeir hafa haft af mjólkursölunni. Hrossamarkaðir voru haldnir hér í sumar, en lítið var látið af hrossum, því verðið mun hafa þótt lágt. Þó fékst yfir hundrað krónur fyrir 3gja vetra hross og má það teljast sæmilegt, enda var verðið hlutfallslega best á þeim. Lítið var um síldarsöltun á Sauðárkróki í sumar, og fremur rýr atvinna við það, en að líkind- um fá Sauðkrækingar fastari at- vinnu næstu ár, því nú er í ráði að byggja höfn á Sauðárkóki á þessu ári. Er ráðgert hún kosti 600 þús. kr., svo hér er í mikið ráðist. Frá ríkinu er búist við að komi 250 þús. kr. og einnig er búist við að töluvert fé safn- ist innan sýsla, hjá einstakling- um og stofunum. Hitt verður að taka til láns. Mun það lán fengið; en svo er eftir að vita hvort höfnin og sýslan standa undir afborgunum og vöxtum af þessari gífurlegu upphæð, sem líklega mun nema alt að 300 þús. kr. En mikið mundi það lyfta undir atvinnuvegi héraðsins, ef hér kæmi góð höfn og samgöng- ur og útgerð ykist til stórra muna frá því sem nú er. Hér skeði sú nýlunda að Kristján konungur X. ferðaðist um landið í sumar, ásamt drotn- ingu sinni og fylgdarliði. Kom hann hér í Skagaf jörð á leið sinni til Akureyrar, og snæddi, ásamt fylgdarliði sínu, hádegisverð, á Víðivöllum. Var Skagfirðinga- búð tjaldað þar á túninu, og þar fór hófið fram. Boðið hafði verið sýslumanni, lækni, hreppstjóra Akrahrepps og oddvita, ásamt konum þeirra. En auk þess safn- aðist þar saman múgur og marg- menni úr héraðinu til að vera viðstaddir þessa fáheyrðu heim- sókn. Var konungur hinn Ijúf- asti í viðmóti við alla, háa sem lága, og hafði orð á því, hve honum þætti héraðið yndisfag- urt, enda hittist dásamlega á með veðrið. Ferðaðist hann í bifreiðum alla Ieið norður í Mý- vatnssveit og lét mæta vel yfir ferð sinni. Er þetta í 4 sinn er hann kemur til landsins. f sumar átti ein vinsæl stofn- un hér í Skagafirði 50 ára af- mæli. Það var Sparisjóður Sauðárkróks. Var hann stofn- aður 1. ág. 1886. í tilefni af- mælisins gaf hann út afmælisrit, er segir frá stofnun hans og stofnendum. Voru þeir 16 í upp- hafi alt merkir og mætir menn. Tveir af þeim fluttu árið eftir til Ameríku, þeir Magnús Jóns- son frá Fjalli og Sveinn Sölvason hreppstj. á Skarði í Gönguskörð- Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.