Heimskringla - 10.03.1937, Síða 4

Heimskringla - 10.03.1937, Síða 4
4. SlÐA HEIMSK.RINGLA I WINNIPEG, 10. MARZ 1937. H«imskrin0la (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 10. MARZ 1937. TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, sem nú hefir komið út í 18 ár, er að mörgu leyti merkilegt rit. Það hefir nú þegar flutt margvíslegan fróðleik um þjóðlíf íslendinga vestan hafs og til lesmáls þess hafa ávalt lagt, auk ritsnjall- ari manna og skálda hér vestra, góðir rit- höfundar og alþýðufræðarar heima á ís- landi, rithöfundar sem íslenzk þjóð les flest eða alt eftir, sér til gagns og skemtunar. Fyrsta ritgerðin í þessum átjanda ár- gangi, sem nýkominn er út, er um “Þjóð- réttarstöðu íslands” eftir hinn fræga fræðimann dr. jur. Ragnar Lundborg, er talinn er einn fróðasti maður Evrópu um réttarstöðu þjóða að fornu og nýju. Þessi merkilega ritgerð, sem hefst í þessum ár- gangi, er nokkurs konar inngangur eða yfirlit að sögu réttarstöðu íslendinga frá fyrstu tíð. Höfum vér fátt skemtilegra lesið í Tímaritinu, en grein þessa. Frá- sögn höfundar er hin alþýðlegasta og við að'lesa um baráttu þjóðarinnar fyrir sjálf- stæði sínu, eigum vér von á að lesarinn finni til einhvers yls, ef hann er ekki með öllu eðli sínu fjær orðinn. Gunnar Björns- son sagði í ræðu sinni á Þjóðræknisþingi nýafstöðnu, að það væri annað hvort fyrir- frelsishugsjónina, sem íslenzk sál ætti sína tilveru, eða ekkert sem hann gæti séð. í þessari grein dr. Lundborgs er það frelsis- þráin í eðli íslendingsins, sem sífelt blæs að kolunum og sem gerir hana lesandanum kæra. En það er frá öðru sjónarmiði skoðað, sem grein þessi er mikilsverð. Hún er sönn frásögn sérstaks atriðis úr sögu ís- lenzkrar þjóðar. Réttarstaða þjóðarinnar frá öndverðu, er þarna rakin út af fyrir sig, svo að alla sögu þjóðainnar þarf ekki að lesa til þess að verða fróðari í þessum efnum. Greinin er að þessu leyti nýung í söguritun, en sem erlendir höfundar, sem nú rita mannkynssögu, viðurkenna beztu aðferðina til sögu-fræðslu. Rithöfundarn- ir H. G. Wells, Joseph McCabe og ótal fleiri hafa færst í fang slíka söguritun, með á- gætum árangri — að minsta kosti hinn síðar nefndi. Það mætti einnig segja, að Ágúst Bjamason, með yfirliti sínu yfir sögu mannspndans og Þorvaldur Thorodd- sen með landfræðisögu sinni, hefðu stigið þetta spor í almennri sögufræðslu, og vér ætlum þá menn líka með því hafa unnið flestum meira starf í alþýðu fræðslu hjá þjóð vorri. Á bekk með slíkri fræðslu skipum vér grein Dr. Lundborgs um þjóð- réttarstöðu íslands. Og hún er sá skerfur til íslenzkra bókmenta er fágætur er í tímaritum vorum, svo það mælir talsvert með Tímariti Þjóðræknisfélagsins, að flytja hana. Margar fleiri góðar ritgerðir eru í Tíma- ritinu. Jóhann M. Bjarnason skrifar góða minningargrein um Sigurð Jóhannsson. Sr. Jakob Jónsson ritar um “ísland á Kross- götum”. Telur höfundur breytingu í menn- ingu óumflýjanlega á íslandi, sem víðar um heim, vegna flutning fólks úr sveitun- um í bæina. Og eins og flestir aðrir, sem um það mál rita, varar hann við bæjar- menningunni. Því er að vísu ekki að neita, að hún dregur dilk á eftir sér — efnalegt volæði og vesaldóm fyrir f jölda manna. En gallinn er, að sveitamenningin er heldur ekki laus við þá meinsemd. Alt skrafið um sveitarsælu er meira í orði en á borði; að alt það illa búi í bæjunum, en það góða í sveitunum, er kenning, sem oss er nær að halda, að fundin hafi verið upp til þess að telja menn af því, að yfirgefa sveitarbú- skapinn og flytja til bæjanna. Landbún aðurinn er ok og sjálfsfórn fyrir lítil laun og óvissa sáluhjálp rekinn, og ástæðan fyrir því að menn sem eitthvað til hans þekkja, dást að menningargildi hans, er aðeins sú, að þeir hafa vanist því illa og unna því eins og karlinn sem kysti fjal- höggið. Eg las grein nýlega um að 75% allra heimila í Bandaríkjunum utan stór- bæjanna, hefðu enn steinolíulampa til lýs- ingar, enga vatnsleiðslu í húsum, engin böð eða kamra inni enga rafmagnseldavél eða ísgeyma, og yfirleitt væri vinnan rekin utan húss og innan með svipuðum hætti og fyrir nálega öld síðan, með hestinn, asnann eða uxana sem aðal orkugjafa o. s. frv. Af því fer unga fólkið úr sveitunum, að því finst það öld á eftir samtíðinni í bæjunum — og það er svo skynsamt að sjá og skilja, að menningar framförin nær ekki nema til helmings mannkynsins og varla það. í Bandaríkjunum, þar sem verkleg vísindi eru eins langt komin og nokkurs staðar í heiminum, eru lifnaðar- hættir fjöldans og fátæklinganna svipaðir og þeir voru fyrir hálfri eða jafnvel heilli öld. Með sveitarmenningunni svonefndu fer því fátt í gröfina, nema ef það skyldi vera vilji bóndans að þræla og slíta sér út við erfiði dagsins, sem að vísu er þeim af íbúum landsins nauðsynlegt, sem ekki vilja leggja á sig erfiði bóndans, en sem er bóndanum sjálfum og fjölskyldu hans ef til vill kviðfylli, en að öðru leyti fáskrúð- ugt, gæðasnautt, menningarlítið og fram- faralaust líf. En þó að svona sé nú með bóndann farið, er það hann, sem er “þarfasti þjónn lands- ins”, en ekki hesturinn, eins og séra ólafur sagði forðum. Hann vildi kenna íslending- um að éta hrossakjöt og nú sjáum vér aug- lýst folaldabuff til máltíðar á tyllidögum og hátíðum í kjötverzlunum í Reykjavík í blöðum heiman af íslandi. En þetta sama má segja um bóndann hér og hvar sem er. Það er að vísu ekki auglýst kjötið af hon- um, en hann er étinn upp eins fyrir þvi, áður en hann safnar kjöti eða hleður því utan á sjálfan sig. En þetta er nú að fara út frá efni á- minstrar greinar. En vér urðum að koma þessu að til þess að geta lagt þá áherzlu á niðurstöður séra Jakobs, sem oss þótti hæfilegt, en þær eru, að flytja menninguna út í sveitina, en gera hana ekki karlæga í bæjunum. Það er hárrétt skoðun, því landbúnaðurinn verður að lifa. Takist samt sem áður ekki að flytja menningar- framfarirnar út í sveitina, verður þá á annan hátt, að sjá fyrir, að jarðræktin eða búnaðarreksturinn falli ekki úr sögunni.Og til þess geta verið ýms ráð. En hvaða leið sem farin verður, er það auðséð, að það er vegna hirðuleysis stjórna allra landa í því, að útbreiða mehninguna og gera sveitar- bóndann, sem og reyndar alþýðuna í bæj- um jafnt hluttakandi í henni og fáa auð- menn, að bændur hafa, sem verkamenn í bæjum, gert uppreisn og krafist þess að vera hluthafar í öllu því, er vísindi og upp- götvanir hafa orkað eða nytjað til þess að efla framfarir og stuðla að fullkomnara menningarlífi, hvort sem er heima á fs- landi, í Canada eða annarstaðar. Greinin ísland á Krossgötum, er góð og vekur eft- irtekt á ójöfnuðinum í mannlífinu, en að mikil menning fari forgörðum, þó sveitar- menningin sofni, er alt annað mál. Það er óneitanlega dýrðlegt að hugsa sér það, að “vera í fangi náttúrunnar og dreyma við brjóst hennar úti í sveit”, en það er því aðeins sælu-draumur, að hægt sé að sofa fyrir þreytu-verkjum eftir stríðið um brauðið við náttúruna. Þá ritar dr. Stefán Einarsson grein í Tímaritið um Guðmund skáld Friðjóns- son. Er þar eflaust flest rétt athugað, þó oss finnist meiri glæsileiki hvíla yfir rit- starfi Guðmundar, en greinin virðist bera með sér. Dr. Stefán er gerhugull og skrif hans eru að jafnaði fróðleg; það getur vel verið að hann lýsi Guðmundi eins og hann er. En myndina sem Einar Bene- diktsson gaf í tímaritsgrein fyrir nokkrum árum af Guðmundi á Sandi ætlum vér nær þeirri mynd, sem í huga almennings er mótuð af skáldinu. Um hinn fyrirhugaða háskóla íslands, er góð og all ítarlega grein, rituð af dr. R. Beck, í Tímaritinu. Fylgir henni mynd eða uppdráttur af Háskólabyggingunni. “Slysið og Mannskaðinn í Brákarsundi í Borgarnesi haustið 1872,” heitir grein eftir Jón Jónsson; er lýsingin greinileg og vel sögð og ber vott um óbilugt minni, því höfundurinn er yfir nírætt og langt um lið- ið, síðan atburður þessi gerðist. “Heima á Fróni”, er fyrirsögn á grein skrifaðri á ensku, eftir ungfrú Margaret A. Björnsson, er fyrir skömmu kom úr ferð heiman af íslandi. Greinin er stutt, en prýðilega vel samin, og svo auðug af skáld- ®t. x. •? . -w .. legum myndum og samlíkingum, að maður hikar ekki við að segja, að þar sé nýr rit- höfundur að koma fram, sem mikils má vænta af. Kvæði á ensku er eftir sama höfund í Tímaritinu, djúphugsað og vel ort. Tvær smásögur eru í ritinu: “Á fornum stöðvum” eftir Arnrúnu frá Felli og “Þórð- ur” eftir O. T. Johnson. Ennfremur tvö kvæði eftir Jakobínu Johnson og eitt kvæoi eftir dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Ritstjórinn, dr. Rögnvaldur Pétursson, ritar stutta en góða grein um K. N. Júlíus, og kynnir dr. Ragnar Lundborg lesendum ritsins. Verð Tímarits Þjóðræknisfélagsins mun vera einn dollar í lausasölu, en félagsmenn fá það ókeypis, þrátt fyrir þó meðlima- gjaldið sé ekki nema einn dollar á ári. Þeim fækkar hér sem kaupa ritið í lausasölu eft- ir því sem það skýrist fyrir monnum, að Þjóðræknisfélagið sé einn vor þarfasti fé- lagsskapur og að heyra því hreinlega til muni hvorki fela í sér landráð í þessu lífi né útskúfun í öðru. JÁTVARÐUR KONUNGUR VIII. Framh. Hér fylgir áframhald af grein Beverley Baxters: “Eg endurtek það að vér verðum að fordæma konunginn fyrir þá vanvirðu sem hann skapaði þjóðinni; en jafnframt verðum vér einnig að taka það til greina. ef sanngirni á að ráða, að vafasamt er hvort nokkur maður hefir nokkru sinni komist undir áhrif eins margra vina sem erfitt var að þóknast. En hefði hann kært sig um hefði hann getað snúið ósigri í stórkostlegan sigur. Þegar loksins biskup- arnir og blöðin flettu ofan af þeim leynd- armálum sem blöðin í London höfðu illu heilli, þagað um, þá þurfti konungurinn ekki annað en segja: “Eg er eins og aðrir menn að þvj leyti að eg vil giftast þeirri konu, sem eg elska, en sem konungur get eg ekki sett mig á móti tillögum ráðherra minna hér og í samríkjunum. Eg legg því mína eigin hamingju í sölurnar fyrir ríkið og þjóð mína.” Óþarft er að lýsa þeim tilfinningum sem gripið hefðu þjóðina í öllu brezka ríkinu og hversu ástfólginn hann hafði orðið fólkinu hefði hann tekið þessa stefnu. Og það er alveg víst að fólkið hefði þá snúist svo eindregið á móti stjórninni að hún hefði komist í hann krappan. Þegar vér dæmum gerðir Játvarðar, verðum vér að gæta þess að hvenær sem var, eftir að skilnaður Simpsons hjónanna var löglegur, gat hann farið með Mrs. Simpson inn%á skrásetninga skrifstofu, giftst henni þar, farið með hana inn á stjórnarráðsstofurnar og sagt við Bald- win: “Þetta er nýja drotningin ykkar!” Hefði hann gert þetta var úr mjög vöndu að ráða. Það er miklu hægra að losna við prívat einstaklinginn Mrs. Simp- son en að hrynda drotningu af stóli, þegar hún er komin þangað: í stað þess að gera þetta sagði konung- urinn Baldwin frá því hreinskilnislega að hann ætlaði að giftast Mrs. Simpson — hann sagði honum frá því þegar Baldwin talaði um það við hann að blöðin í Banda- ríkjunum flyttu um hann allskonar sögur í sambandi við þessa konu. Þetta samtal þeirra var prívat, og Baldwin sagði honúm það einnig prívatlega að ólíklegt væri að þjóðin gerði sér gott af Mrs. Simpson sem drotningu. Þá var það sem konungurinn steig sitt mesta óheillaspor: hann bað um að sam- þykt yrði sérstök lög er heimiluðu honum að giftast Mrs. Simpson sem prívat maður; til þess að ráðgast um það kallaði Baldwin saman ráðuneyti sitt og leitaði einnig álits samríkjastjórnanna. Hér var auðvitað um ómögulegt mál að ræða. Stjómin hefði orðið að kalla saman þingið og segja: “Vér berum hér upp frumvarp til umræðu og úrslita þess efnis að kona frá Bandaríkj- unum, sem Mrs. Simpson heitir, sé ekki hæf til þess að skipa drotningarstól á Englandi, en að hún sé fullgóð til þess að vera kona Bretakonungs.” Það liggur í augum uppi hversu fráleitt þetta hefði verið. Þegar hér var komið var þjóðin öll í uppnámi; Mrs. Simpson hafði verið flutt leynilega út úr landinu og til Frakklands. öll blöð og tímarit fluttu alt í einu af henni hverja myndina á fætur annari með löng- um greinum og gleiðleturs fyrirsögnum. Baldwin var á stöðugum ráðstefnum með konunginum, og Churchill lét sem hann væri þess fús að mynda nýja stjórn með stuðningi Bearverbrooks og Rothermere lávarðar ef Baldwin yrði að segja af sér. Þegar málinu var þannig kom- ið átti konungurinn enga veru- lega vini sem gætu ráðið honum heilt. Nánustu vinir hans voru því miður allir gæddir minna en meðal dómgreind — það var fólk sem meira mat félagslega dýrð og gjálífi en siðferðislegt gildi. Hann hafði verið tignaður og til- beðinn í þrjátíu ár. Nú sá hann því lýst yfir í blöðum að hann væri þjónn ríkisins og yrði að beygja sig undir vilja þess. Það var einhverju sinni síðla dags að hann gerði boð eftir blaðamanni, sem er vinur minn, og bað hann að útvega sér próf- örk af ritstjórnargrein í blaðinu Times og lesa hana fyrir sig. Það voru bitrar — jafnvel grimmi- legar árásir á hann, en á Mrs. Simpson var aðeins minst með fyrirlitningu. Þegar blaðamað- urinn hafði lokið lestrinum var löng þögn. Loksins leit konung- urinn á hann og sagði: “Hann er býsna harðorður; finst þér það ekki?” Allar hans dýrðlegu hugsjóna hallir voru að hrýnja til grunna. Hann var afar reiður. Hann hugsaði sér að berjast með öll- um sínum mætti — og falla eða bíða ósigur fremur en að láta undan. En sjálfum sér til ei- lífrar sæmdar ákvað hann að gera ekkert sem veikt gæti stjórnarskrána eða komið í bága við hana. Rothermere. lávarður kveikti eldhita á meðal fólksins með ræðum, ritum og auglýsingum er sumar hljóðuðu á þessa leið: — “Réttlæti eða útlegð ?” Og Bea- verbrook lávarður hélt því ein- dregið fram að hver einasti mað- ur hefði rétt til þess að giftast þeirri konu sem hann elskaði. — — Fólkið þyrptist umhverfis stjórnarráðshöllina með húrra- hrópum. Wedgewood hershöfð- ingi og þingmaður reyndi að fá aðra þingmenn í lið með sér til þess að skrifa undir skuldbind- ingu um það að viðurkenna eng- an annan konung. María drotn- ing var á milli tveggja elda. — Þegar hún var spurð einhvers í sambandi við þessi mál svaraði hún engu öðru en þessu: “Hann er konungur.” Hertoginn af York var spurð- ur hvort hann vildi taka að sér konungsstjórnina. Hann svaraði líkt og móðir hans. . Aldrei fyr hafa foreldrar og börn orðið að ræða önnur eins vandamál og nú og ráða þeim til lykta með all- an heimin áheyrandi og áhorf- andi eins og brezka konungs- fólkið varð að gera í þetta skifti. Blöðin héldu sér frá öllum á- rásum á móti Mrs. Simpson, en andúð fólksins gegn henni óx dag frá degi. Hvort sem það var rétt eða rangt var fólkið sannfært um að skilnaðarorsökin væri tilbúningur einn. Það va’ sannfært um að maður hennar hefði aldrei yfirgefið hana held- ur hefði hið gagnstæða átt sér stað. Það var sannfæring fólks að hún væri að losa sig við hann í því augnamiði að hún gæti orð- ið drotning; að hún hefði verið völd að öllu þessu uppþoti með því að töfra konunginn og svo hefði hann orðið aðalglepsan í skolti erlendra blaða. Sá orðrómur barst einnig út — og það með góðum rökum — að kænir stjórnmálaskúmar frá Þýzkalandi hefðu kynst Mrs. Simpson og klíku hennar í þv augnamiði að vinna stefnum sín- um fylgi.” Framh. ISLANDS-FRÉTTIR Lungnaveiki I Sauðfé Vopnafirði, 4 febr. Á tveim bæjum í Vopnafirði hefir allverulega borið á lungna- veiki í sauðfé undanfarnar vikur. Á Vindfelli hafa drepist 12 kind- ur og í Krossavík 13 — flestar í mánuðinum, sem leið. í Vopna- firði hefir tíðarfar lengi verið ó- stilt, en þó óvenjulega snjólétt sem af er vetri. Hross ganga flest úti og sauðfé er lítið gefið. ERINDI Flutt á Þjóðræknisþingi 24. febr. 1937. af séra Egil H. Fáfnis Kæru V.-fslendingar: Djúpthugsandi menn og kon- ur, sem unna af alhug tilveru okkar V.-íslendinga, staðnæmast öðru hvoru hugsandi við sögu og svip liðinna ára. Þeim finst þörf á, og óska sér breytingar frá því sem nú er. Um það hvað að er verða skiftar skoðanir; en öll- um ber saman um að fyr á frum- byggjaárum hafi verið meiri gullöld Vestur-íslendinga en nú sé að finna. Mig hefir oft undrað hvað valdi slíku minningahjali manna, sem virðist hlaupa yfir síðari helming eða fyllilega það af sögu V.-fsIendinga til að finna sér hugnæmt umtalsefni. Eg hefi hlustað og hlýtt á; eg hefi lesið og leitast við að nema, eftir megni og inn í hug minn hafa þrengt sér nokkuð ákveðnar nið- urstöður um það hvað að er. — Sameiginleg kjör mín með þeim sem orðið hafa að vinna áfram með tvær hendur tómar og lúta að hverju því sem brauð gat veitt, fræddi mig um tilfinning- ar hans sem vinnur lotinn til hinstu stundar, samt djúpthugs- andi um velferð v.-ísl. tilveru. “Já, sumum hvíla þau örlög á engum fögrum tóni að ná þótt þeir eigi enga þrá aðra en þá að syngja— fljúga eins og svanirnir og syngja.” (D. Stefánss.) Já, þreyttur og slitinn fslend- ingur þrátt fyrir sitt útfjarandi líf dreymir um breyting og betri daga þjóðbræðra sinna. Eg hefi líka fræðst nokkuð á sviði félags- mála, því öll mín ár í þessu landi hefi eg verið ýmsum böndum bundinn við margháttaða félags- skapi, og hefi því fræðst raun- verulega um það sem hindraði framgang vorn og lamaði þá krafta sem vér áttum. Reynsl- an hefir þannig verið að færa mér svarið smátt og smátt hversvegna hinn íslenzki þulur horfir yfir mikinn part v.-ísl. sögu og dvelur aðeins við það sem er f jarst. Honum hefir fundist horfin hugsjónafestan og einingin sem einkendi fyrri sögu okkar hér; þar sem réttmæti hugsjónarinn- ar var neistinn sem kveikti brennandi áhuga í hjarta og hug að vinna sigur; og hann saknaði drenglundaðrar framsóknar þar sem fram var sótt með opinn barm og heiðan hug. Þá fengu ekki komist að klókindi eða kænska, sem síðar varð aðferð of margra í málum okkar. Hér er ekki öðrum um að kenna. Tapið er okkur sjálfum að kenna; og sjálfir verðum vér úr að bæta. Við verðum sameiginlega að hrinda þeim steinum úr vegi, sem þó kann að hafa verið þar kastað af einstaklingum eða ein- stökum hópum. öld okkar landnáms hingað til hefir ekki að mínu áliti getað heitið friðaröld, enda þótt að ef dæma skyldi eftir minningarrit- um, hátíðaminnum, íslendinga- dagsminnum og minniháttar- minnum þá mætti ætla að aldrei hefði hér orðinu hallað. — Nei, nær mun láta að hér hafi staðið sturlungaöld um “moldvörpu- málefni” og menn hafa jafnan verið reiðubúnir að skiftast í flokka og hefja orðahríð, örva- hríð og “hnullungahríð” (stein- kast, íslenzkt). Blöðin okkar hafa fylst af snjöllum, eldheit- um greinum og allir urðu mælsk- ir. — Við hin urðum öll að eftir- tekt. — En hið sárasta var hve oft efni málsins týndist. Grein- arnar urðu meir og meir per- sónulegar, þar til einstaklingar voru særðir djúpum sárum, sem blæða til dauðadags. Menn sýndust hafa tekið að erfðum bölsýni Kr. Jónssonar:

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.