Heimskringla - 10.03.1937, Síða 6

Heimskringla - 10.03.1937, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. MARZ 1937. Húsið Milli Sandhæðanna Eftir Robert Louis Stevenson mínútu, en ef til vill var lítill fótur fyrir þessu. Þetta svæði var krökt af hérum, en um loftið leið sægur máfa. Á sumrum var þarna gott út- sýni og jafnvel fagurt, en um sólarlag þennan september dag, þegar stormurinn æddi og brim- ið hamaðist við ströndina minti staðurinn á ekk- ert annað en skipatjón og mannskaða. Út við sjóndeildarhringinn beitti skip upp í vindinn og fyrir fótum mér lá brotið flak eins og til að fylla upp heildarsvip myndarinnar. gluggum er eg minnist, að mér þótti þá skrítið. Húsið sjálft hvítmálað, með grænum hlerunum virtist vistlegt í morgun sólskininu. Hver tím- inn leið af öðrum og ekki sást Northmour. Eg vissi að hann var morgunsvæfur, en þegar leið að hádegi þá brast mig þolinmæðin, eg ætlaði að fá þarna morgunverð og var hungraður. Þótt það væri ilt að sleppa tækifærinu að hrekkja hann, þá réði lystin meira, eg gekk fram úr skóginum. Á æsku árum var eg einrænn mjög og þótt- ist af því að vera sjálfum mér nægur hvað fé- lagsskap sneirti, og er mér óhætt að fullyrða, að eg átti hvorki vin né kunningja þangað til eg eignaðist vinkonu, er varð konan mín og móðir barna minna. Samt kyntist eg einum manni áður til nokkurrar hlítar og það var R. North- mour, Esquire frá Graden Easter, í Skotland;. Við höfðum verið skólabræður, og þótt við vær- um ekki beinlínis kunningjar, þá var lífsskoð- un okkar svo lík, að við drógumst hver að öðr- um. Við hugðumst vera mannhatarar, en síðar hefi eg litið svo á, að við værum ekkert nema ólundarseggir. Það mátti tæplega telja okkur félaga, nema ef svo mætti að orði kveða, að við værum félagar um félagsleysi. Geðofsi North- mours, sem var afskaplegur, gerði honum riæst- um ómögulegt að umgangast aðra menn, nema mig, því að eg var fáskiftinn og gat komið o_g farið í friði fyrir honum eins og eg vildi, og var mér sama um bráðlyndi hans. Eg held að við höfum skoðað okkur sem vini. ’ Þegar Northmour tók burtfararpróf sitt frá háskólanum þá yfirgaf eg skólann um leið, án þess að ljúka þar prófi. Hann bauð mér þá heim til sín til Graden Easter. Þá kyntist eg í fyrsta sinni staðnum þar sem þetta æfintýri mitt, er eg nú skýri frá, gerðist. óðalssetrið Graden stóð á eyðilegum land- fláka, eitthvað um þrjár mílur frá strönd Norð- ursjávarins., Húsið var eins stórt og hermanna- skáli og var það reist úr mjúkum steini, er dró rakann frá hinni þokusælu strönd. Það var því rakt og kalt að innan og hálfhrunið að utan. Þar var óbúandi fyrir tvo unga menn, svo að vel færi um þá, en á norðurhluta jarðarinnar stóð hús eitt milli mela og sandhæða. Það var sum- arhús og bygt í nýtízku stíl og alveg við okkar hæfi. Þarna bjuggum við eins og einsetumenn, töluðum lítið en lásum mikið og sáumst tæplega nema við máltíðirnar, og Iiðu þannig hinir fjór- ir hráslagalegu vetrarmánuðir. Eg hefði kannske dvalið þarna lengur, nema fyrir þá sök að kveid eitt í marz mánuði lentum við í orða- sennu. Eg man eftir því að Northmour mælti af bræði mikilli, og eg býst við, að eg hafi svar- að önuglega. Stökk hann þá upp úr stólnum og réðist á mig og er það ýkjulaust að eg varð að verja líf mitt, og eftir langa mæðu bar eg af honum, því að mjög var jafnt á komið með okk- ur, en hann barðist eins og djöfulóður væri. Næsta morgun hittumst við eins og venjulega, en mér fanst það viðkunnanlegra að hafa mig burtu þaðan, enda bauð hann mér ekki að dvelja áfram. Níu árum síðar heimsótti eg þennan stað." Þá ferðaðist eg um landið með hest og kerru og hafði tjald og eldavél. Lötraði eg allan daginn á eftir kerrunni, en gisti þar sem það var hægt í skógarþyknum eða hellum í hæðun- um, eða stundum í skógarjöðrum. Held eg að eg hafi á þennan hátt heimsótt flesta afkima Englands og Skotlands. Ættingjum og vinum horfinn, stóð eg ekki í bréfaskiftum við neina og átti hvergi samastað, nema ef vera skyldi lögmannaskrifstofan þar sem eg kom tvisvar á ári til að heimta árstekjur mínar. Þessi líf- ernismáti átti við mig og vænti eg að eyða þannig æfinni og deyja að lokum saddur lífdaga í einhverjum skurðinum við veginn. Aðal áhugamál mitt var að finna einhvern einmunalegan stað, þar sem eg gæti slegið tjaldi mínu. Og þar sem eg var í sömu sýslunni og Graden Easter, þá mintist eg þess staðar og hússins þar, sem eg dvaldi í endur fyrir löngu. Þar lá enginn þjóðvegur í gegn og næsti bærinn, sem var lítið fiskiþorp, var sex mílur í burtu. Þarna var því eyðiströnd svo mílum skifti. Fjaran sem beinast lá við að farin væri, var full af kviksandi og var því eigi auðið að finna betri felustað á öllu'Stór-Bretlandi. Eg ákvað því að dvelja um viku tíma í strandskóginum á Graden Easter, og eftir að hafa farið langa dagleið náði eg þangað um sól - seturbil í slæmu veðri, dag einn í september. Eins og eg hefí áður sagt var landið þakið sandhólum og melabungum, en melarnir voru gamlar sandhæðir sem hættar voru að rjúka og grónir meira og minna með grassverði. Sumar- Kúsið stóð á flöt dálítinn spöl á bak við þá, fram undan því voru kjarrrunnar er náðu inn í skóg- inn, er allur var kræklóttur af stormunum utan frá hafinu, en milli hússins og hafsins voru fá- einir foksandshólar. Efst í fjörunni gægðist fram kiettanef, og stöðvaði sandinn svo að þar var hæð í landlínunni, var hæð þessi eyja um háflæði en um lágflæði var fjaran full af kvik- sandi of var illræmdur um alla bygðina; var sagt að hann sylgi mann upp á hálfri fimtu Sumarhúsið hafði verið reist af næst síð- asta eiganda óðalsins, föðurbróður Northmours, fáfengilegum og spiltum listamanni, og hélt það sér vel. Það var tvær hæðir og byggingarstíll- inn ítalskur. Umhverfis húsið var garður, þar sem ekkert þreifst nema fáein grófgerð blóm. Öllum gluggum mátti loka með hlerum og voru þeir nú fyrir. Líktist húsið því að aldrei hefði verið í því búið, fremur en eyðihúsi er fólkið hefði flutt úr. Northmour var auðsæilega f jar- verandi og sat með ólund um borð í lystisnekkju sinni, eða tók með ofsafenginni gleði þátt í sam kvæmislífi einhverrar stórborgarinnar eins og hann stundum gerði, er það datt í hann. Hvort var réttara; það var mér auðvitað hulið. — Staðurinn var svo eyðilegur, að jafnvel einræn- ingsskap mínum hraus hugur við. Vindurinn veinaði í reykháfunum á einkennilega ömurleg- an hátt og það var eins og eg losnaði úr læðingi er eg sneri mér frá húsinu og keyrði kerruna mína á undan mér inn í skóginn. Skógurinn hafði verið græddur til þess að skýla ökrunum á bak við hann fyrir foksandin- um, fremst stóð ylliviður og á bak við hann aðrar harðar trjátegundir, en öll voru trén kirkingsleg og kræklótt. Lífsbarátta þeirra var hörð, því þau urðu að sveigjast allar nætur í storminum. Blöðin tóku að falla jafnvel að vor- inu og þá tók við haustið fyrir þeim á þessum skjóllausa stað. Ofar frá sjónum var hóll einn er ásamt höfðanum fram í fjörunni var leiðar- vísir sjómanna. Þegar hóllinn bar frá höfðan- um til norðurs þá urðu skipin að stefna vel til austurs til þess að komast fyrir Graden nesið og skerin sem þar voru. í''yrii' neðan hólinn rann lækur milli trjánna, sem alt af öðru hvoru stíflaðist af eigin framburði sínum og dauðum Iaufum úr skóginum og flæddi út í stöðupolla hér og þar. Einn eða tveir hrundir kofar stóðu í skóginum og voru þeir samkvæmt því, sem Northmour sagði mér fyr meir aðsetur einsetu manna er sakir trúarinnar höfðu dregið sig út úr skarkala heimsins. Eg fann mér þarna bæli eða laut þar sem tær uppsprettulind streymdi fram, og ruddi eg þar blett í kjarrinu, reisti tjaldið mitt, gerði eld og sauð mér kveldverð. Hestinn minn tjóðraði eg lengra inni í skógin- um, þar sem gras gréri. Bakkar þessara hvilft- ar huldu eigi aðeins skinið af eldi mínum, heldur skýldu þeir mér og fyrir vindinum, sem bæði var hvass og kaldur. Lífemismáti rríinn hafði bæði gert ímig hraustan og sparsaman. Eg drakk aldrei annað en vatn og át sjaldan neitt kostbærara en hafra- graut; og svo var eg léttsvæfur, að þótt eg vakn- aði fyrir dag, þá lá eg oft vakandi bæði á stjörnubjörtum og dimmum nóttum. Þetta kveld lagðist eg til svefns í kring um klukkan 8 og vaknaði um ellefu, án þess að vera sifjaður. Fór eg þá á fætur og sat við eldinn og horfði á trén og skýin, er sveifluðust og svifu yfir höfði mér og hlustaði á brimgnýinn frá ströndinni, þangað til eg varð þreyttur á aðgerðarleysinu og fór úr hvilftinni og gekk fram í skógar- jaðarinn. Nýtt tungl, hálf hulið mistri, gaf mér daufa glætú og skýrðist hún er eg gekk fram á milli hólanna, en þá óx vindurinn og feykti sandi og rusli framan í mig svo að eg varð að lúta höfði. Er eg leit upp aftur sé eg að Ijós logaði \ sumarhúsinu. Það var ekki hýrt, heldur færð- ist það stað úr stað frá einum glugga til annars eins og einhver bæri það á milli herbergjanna. Þetta olli mér mestu undrunar, því þegar eg kom var húsið auðsæilega í eyði. Fyrst datt mér í hug að innbrotsþjófar væru þarna að verki og rannsökuðu nú búr Northmours, sem var stórt og vel fult. En hvað ættu þeir þangað að gera, og eigi mundi það þeirra venja að opna hlera og bera Ijós um hús. Eg hvarf því frá þeirri ætlan. Northmour hlaut að hafa komið heim og var nú að virða og skoða húsið. Eg hefi sagt að við vorum engir vinir; en þótt eg hefði elskað hann eins og bróður, þá elskaði eg einveruna ennþá meira og hefði því forðast hann, en eins og á stóð þá sneri eg við og hljóp leiðar minnar, og eg fann til innilegrar ánægju er eg sat aftur við eldinn minn. Eg hafði sloppið við að hitta kunningja; eg mundi sofa betur fyrir bragðið. Næsta morgun færi qg í burtu án þess að gera vart við mig, eða eg kynni að líta inn ef mig langaði til þess. En þegar morguninn kom, fanst mér þetta svo spaugilegt að eg gleymdi óframfærni minni. Eg gat komið að Northmour að óvörum og leikið á hann, þótt hann væri eigi maður til að spauga með, svo að trygt væri. HIó mér hugur í brjósti er eg stóð falinn í skógarjaðrinum þaðan sem eg sá dyr hússinus. Hlerar voru nú fyrir öllum Útlit hússins skaut mér skelk í bringu, það sýndist eins og kveldið áður; eg hafði búist við, af hverju veit eg ekki, að það bæri einhver merki um að menn byggju í því. En svo var ekki, hlerarnir voru aftur og engan eim lagði upp úr reykháfunum. Northmour hafði auð- vitað gengið um bakdyrnar. En þið getið í- myndað ykkur furðu mína er eg fann þær harð- læstar. Eg hvarf nú aftur að hinni fyrri skoðun minni um þjófa og ásakaði mig fyrir afskifta- leysi mitt kvöldið áður. Eg rannsakaði alla glugga á neðri hæðinni og fann þá alla óhreyfða. Hvernig höfðu þá þjófar komist inn í húsið. Þeir hlutu að hafa farið upp á þakið á útbygg- ingu þeirri sem Northmour geymdi í mynda- töku áhöld sín og komist þaðan inn. Eg fylgdi að því er eg hugði dæmi þeirra, komst upp á þakið og reyndi hlerana. Allir voru festir, en eg gafst eigi upp, eg tók fast í einn og flaug hann þá opinn, man eg að eg hruflaði mig á handarbakinu og setti sárið að munni mér, og stóð stundarkorn og sleikti það eins og hundur; eg litaðist umhverfis mig og sá hina miklu sandauðn og hafið og sá stóra seglskútu nokkrar mílur í norðaustri, þá næst opnaði eg gluggann og skreið inn. Eg fór um alt húsið og mér til mestu undr- unar fann eg þar alt í röð og reglu. Eldiviður var í eldfærunum og rúmin uppbúin í þremur herbergjum, og svo snoturlega umgengin, að það var gjörólíkt venju Northmours. í búrinu var kalt kjöt og villibráð, auk grænmetis, svo að auðséð var að hann bjóst við gestum, en hversvegna þar sem hann hataði margmenni? Qg því var húsið undirbúið komu þeirra á svona leyndardómsfullan hátt um miðja nótt, og því voru allar dyr lokaðar? Eg huldi öll merki um komu mína- og fór ut um gluggan allsgáður og með áhyggju í huga. Skonnortan var enn í sama stað og datt mér í hug að það væri “Rauði Jarlinn” er flytti heim eiganda hússins og gesti hans. En skipið sneri í aðra átt. Eg hvarf til bælis míns á ný og matreiddi, eins hugsaði eg um hestinn minn, er eg hafði vanrækt um morguninn. Við og við gekk eg fram í skógarjaðarinn, en engin breyting sást á húsinu og engin mannleg vera sást á söndunum. Skonnortan úti á hafinu var eina merkið um mannlegt líf, sem sjáanleg;t var. Hún virtist ekki hafa neina vissa stefnu, heldur slagaði hún að og frá, eða lá við, en þegar á daginn leið stefndi hún að landi, sannfærðist eg þá um, að hún flytti Northmour og vini hans, og að þeir mundu sennilega lenda eftir að dimt væri orðið. og kom það heim við hinn leyndardómsfulla undirbúning hússins og eins hitt, að eigi varð komist í land nema um háflæði vegna skerja og kviksandarins sem vörðu þessa strönd. Allan daginn hafði storminn verið að lægja og ölduna með, en um kvöldið blés vindurinn utan af hafinu og flygdi honum regnskúrir. Blésu á byljir og voru hviðurnar eins og fall- byssuskot. Eg var á verði mínum í skógarjaðr- inum og sá að skriðljósi var rent að hún á há- siglu snekkjunnar og sýndi að hún var nær en um kvöldið. Áleit eg að þetta væri merki til fé- laga Northmours í landi og litaðist eg um eftir svarinu. Dálítill götuslóði rann með skóginum og það var beinasta leiðin milli sumarhússins og íbúðarhússins, og er eg leit í áttina þangað sá eg dálítinn djósdepil eins og mílufjórðung frá mér og nálgaðist hann óðum. Virtist ljós þetta vera borið af einhverjum, sem kom eftir göt- unni. Eg faldi mig milli trjánna og beið með ákefð eftir ljósberanum. Þetta reyndist að vera kvenmaður og er hún fór rétt hjá mér, sá eg hver hún var. Það var þagmælsk og heyrn- arlaus gömul kona, sem hafði gætt Northmours í æsku hans og var nú félagi hans í þessu leyni- bruggi hans. Eg fylgdi henni eftir og lét hina fjölmörgu hóla og lautir gæta mín, auk þess naut eg brim- gnýsins, veðurhvinsins og myrkursins sem á var. Hún fór inn í sumarhúsið og kveikti strax Ijós í tveimur gluggunum efrihæðar þess, sá eg þá skriðljósið í siglutré snekkjunnar vera dreg- ið niður. Það hafði komið að tilætluðum notum og voru nú skipverjar vísir þess, að við þeim væri búist í landi. Var auðséð að gamla konan var ekki aðgerðarlaus því að eldneistar flugu úr reykháfum hússins er hún tendraði eld á örnum þess. Northmour og gestir hans mundu koma í land undir eins og háflætt væri. Það var næstum ófær sjór róðrarbátum, og fann eg því til ótta ásamt forvitninni um það, hversu þeim mundi reiða af í lendingunni. Þessi gamii kunningi minn var allra manna sérvitrastur, en þetta uppátæki hans var bæði háskalegt og undarlegt. Bærðust mér því ýmsar tilfinningar í brjósti, er eg gekk ofan að ströndinni og lagð- ist flatur í dæld eina fast hjá stígnum upp að sumarhúsinu. Þaðan gat mér auðnast sú á- nægja að sjá þá sem í land kæmu. Eitthvað rétt fyrir kl. 11, þegar eigi var enn fult háflæði, sást ljós í bát rétt í lending- unni og sá eg annan bát lengra úti, valt hann mjög í öldunum og hvarf stundum sýn. Veðrið, sem ætíð fór versnándi og hin háskalega afstaða skonnortunnar í hlé við ströndina hafði senni- lega hraðað fyrir landgöngunni. Skömmu síðar komu í Ijós 4 sjómenn er báru á milli sín þunga kistu, hinn fimti lýsti þeim leið. Þeir héldu allir heim að húsinu og fóru fast framhjá mér. Þeir komu aftur og fóru framhjá mér í þriðja sinn með aðra kistu og var sú stærri, en auðsæilega léttari en hin fyrri, enn fóru þeir eina ferð og bar þá einn þeirra leðurtösku og annar handtösku slíka sem kvenmenn nota á ferðalögum. Forvitni mín óx nú óðum. Ef kvenmaður var í föruneyti North- mours höfðu hættir hans breyst mjög og hafði hann auðsæilega horfið frá uppáhalds kenning- um sínum um mannlífið. í þann tíma, sem við höfðum báðir dvalið í sumarhúsinu, Var það musteri kvenhatursins og nú átti að bjóða kven- manni þangað inn, og mintist eg nú hve kyrfi- lega húsið hafði verið undirbúið er eg sá það daginn áður, var mér nú sá viðbúnaður skiljan- legur. Er eg hugsaði um þetta, sást annað ljósker nálgast frá fjörunni. Á því hélt nýr maður, sem eg hafði ekki fyrri séð og í fylgd með hon- um voru tvær persónur er auðsæilega voru gest- irnir, sem vænst var eftir í húsinu, beindi eg nú athygli minni að fólkinu eins og eg gat. önnur persónan var karlmaður óvenjulega hár vexti. Hafði hann ferðamannahatt á höfði og lét hann slúta yfir augun; hann var búin hálend- inga kápu, hneptri upp í háls og huldi kraginn andlit mannsins. Alt sem sjá mátti af einkenn- um hans, var eins og eg gat um, að hann var óvenjulega hár vexti, var veiklulegur í göngu- lagi og lotinn. Við hlið hans gekk ung, hávaxin og grönn stúlka, studdi hún annaðhvort mann- inn eða hékk & handlegg hans. Hún var náföl og í hinu óskýra ljósi og hinum flögrandi skuggum, var andlit hennar svo óskýrt að það gat alveg eins verið nauðaljótt eins og forkunn- ar frítt, eins og eg síðar meir vissi að það var. Er þau voru* rétt framundan mér, sagði stúlkan eitthvað, sem eg ekki heyrði fyrir stormgnýnum. Þey! sagði förúnautur hennar og eitthvað í röddinni vakti hjá mér hálfgerðan beyg. Röddin virtist koma frá manni, sem byggi yfir hinni mestu skelfingu og aldrei hefi eg heyrt eins at- kvæðis orð fela í sér slíka áherslu og heyri eg það ennþá, er eg hefi hitaveiki að nóttu til, og hugur minn reikar um leiðir liðinnar æfi. f þessu sneri maðurinn sér að stúlkunni, eg sá snöggvast bregða fyrir miklu rauðu skeggi og nefi sem virtist hafa brotnað í æsku, en hin ljósu augu hans virtust leiftra af einhverri ó- geðslegri ástríðu. Þau héldu áfrani og var tekið á móti þeim í sumarhúsinu. Einn og einn eða í hópum sneru sjómenn- irnir aftur til bátanna og heyrði eg gegn um vindinn, ráma rödd skipa þeim að leggja frá. Að lítilli stundu liðinni, nálgaðist eitt skriðljósið enn. Það var Northmour er fór þar einsamall. Konan mín og eg, höfum oft í sameiningu furðað okkur á því, og verið því samþykk, hversu sami maðurinn gat verið eins laglegur og fráhrindandi í senn og Northmour var. Hann Ieit út eins og fágaður höfðingi. Andlit hans bar öll merki gáfna og hugrekkis, en það þurfti ekki nema að líta á hann til þess að sjá það á augabragði, jafnvel þegar bezt lá á honum að hann bar öll merki þrælahúsbóndans. Eg hefi aldrei þekt mann er hafði skaplyndi jafn ofsa- fengið og hefnigjarnt í senn. f sál hans sam- einaðist fjör og bráðlyndi suðurlandabúans og hið nístandi hatur hin norræna manns og báðar þessar einkunnir voru ritaðar skýrum dráttum í andliti hans, er var nokkurskonar hættumerki. Hann var hár á velli, ramur að afli og hvatur: mjög dökkur á brún og brá; fríðleikur andlits- ins spiltist af illúðinni sem úr því skein. Hann var í þennan svipinn fölari en hann átti að sér og ygldur á brúnina. Hann bærði varirnar og litaðist um, eins og maður, sem ekki á neinu góðu von, en þó fanst mér sem svipur hans hrósaði sigri í gegn um alt saman, rétt eins og hann hefði eftir langa baráttu komist rétt að markinu. Ef til vill vegna þess að eg skamm- aðist mín um seinan fyrir njósnir mínar þarna, og kannske að sumu leyti vegna þess að mér þótti gaman að koma þessum kunningja mínum að óvörum; þá langaði mig til að gera vart við mig án frekari tafar. Eg stóð alt í einu upp og gekk áfram. “Northmour!” mælti eg. i

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.