Heimskringla - 10.03.1937, Page 7

Heimskringla - 10.03.1937, Page 7
WINNIPEG, 10. MARZ 1937. HEIMSKRINGLA 7. SlÐA SPÁNN Daglega les maður í blöðunum fréttir af hinu ægilega borgara- stríði á Spáni. Mörgum veitir víst næsta erfitt að skilja, hvers- vegna stríð þetta er háð; og það með svo mikilli grimd og ákefð af álfu beggja flokka, að því er fréttirnar herma, að annars eins munu ekki vera mörg dæmi í styrjaldasögu heimsins nú á síð - ari tímum. Til þess að skilja tildrög þessa stríðs og það, um hvað sé verið að berjast, er nauðsynlegt að vita nokkuð um sögu spönsku þjóðarinnar á liðnum tímum. Það munu ekki neinar ýkjur, að saga þeirrar þjóðar sé öllum al- * menningi ókunnari en saga flestra ananra vestrænna nútíma þjóða; og er hún þó á margan hátt mjög merkileg og eftir- tektarverð. Fyrstu menn, sem menn vita um, að hafi búið á Spáni, voru hinir svonefndu íberíanar, þjóð- flokkur af hinum hvíta kynbálki, sem í fornöld bjó víðsvegar um- hverfis Miðjarðarhafið. Þeir voru lágir menn vexti og dökkir á hár og hörund. Snemma á öld- um komu aðrar þjóðir til Spánar og blönduðust saman við hina innlendu íbúa, má þar til nefna Kelta og Fönikíumenn. Síðar náðu Kartagóborgarmenn þar yfirráðum, og svo Rómverjar, eftir púnversku stríðin. Róm- verjar réðu lengi yfir landinu, en stjórn þeirra þar var ekki góð, og menning var þar lítil Öldum saman. Á fimtu öld e. Kr. brut- ust Vandalir, Vestur-Gotar og fleiri germanskir eða tevtónskir þjóðflokkar inn í landið; enda var þá yfirráðum hins vestræna, rómverska ríkis alstaðar lokið, að heita mátti. Vandaíir héldu þaðan til Afríku, en Gotar stofn- uðu þar ríki, sem stóð lengi. — , Snemma á áttundu öldinni (711) konfiu Arabar og Berbar (Már- ar) að sunnan og lögðu landið alt undir sig á sjö árum. Gátu Got- ar ekki staðið á móti þeim. Már- arnir héldu svo norður yfir Pý- renafjöll og hugðust að leggja undir sig Frakkland; en þar biðu þeir ósigur mikinn í orustunni við Tours, á móti Karli Martel, hirðstjóra Frankakonungs, og voru reknir til baka til Spánar. Márarnir réðu yfir mestöllum Spáni utn langan tíma. Þeir snéru fólkinu til Múhamedstrú- ar. Menning þeirra var mikil og merkileg, eins og menning Araba yfirleitt eftir að hið mikla veldi kalífanna bomst á fót. Menning Máranna náði hámarki sínu á tí- undu öldinni, en fór svo aftur að hnigna eftir það. Akuryrkja og byggingarlist komust á hátt stig sjá þeim; og í Cordova var fræg- ur háskóli, sem var sóttur af þúsundum manna. Um sama leyti voru, að heita mátti, allir. nema prestarnir, algerlega ment- unarlausir í öðrum löndum Norð- urálfunnar. Cordova var stór borg, hafði um hálfa miljón í- búa og yfirleitt var mikil vel- gengni í landinu. Þótt Márarnir legðu landið alt, að kalla má, undir sig, voru nokkur héruð á Norður-Spáni, sem voru undir yfirráðum krist- inna manna. Seint á elleftu öld fór þeim að vaxa svo fiskur um hrygg, að þau gátu hrundið af sér yfirráðum Máranna. Voru það einkum Castilía og Aragon, sem efldust. Um miðja þrett- ándu öld var hin mikla barátta urn'Spán milli kristinna manna og Máranna komin vel á veg, og hélt hún áfram vægðarlaust, unz Márarnir mistu sín síðustu yfir- ráð í Granada árið 1492, sama árið og Kolumbus fann Ameríku; en seinustu Márarnir voru þó ekki reknir úr lendi fyr en skömmu eftir árið 1600. Eftir þetta óx vegur og vald hins spánska ríkis hröðum skref- um, og stóð hæst á stjórnarárum þeirra Ferdinands og fsabellu og eftirmanns þeirra, Karl keisara fimta. Ferdínand réði yfir Ara- gon og ísabella réði yfir Castilíu. Giftust þau árið 1469, og voru duglegir stjórnendur. Þau, eins og kunnugt er, gerðu Kolumbus út í leiðangur hans, er hann fór að leita Ameríku; og gerðu nátt- úrlega tilkall til allra landa, sem fundin voru, eða finnast kynnu. fyrir vestan Atlantshaf. Karl var dóttursonur Ferdínands og fsabellu og sonarsonur Maxmilí- ans fyrsta, þýzka keisarans. — Hann var konungur á Spáni þe£- ar afi hans dó, og keisari á Þýzkalandi, þegar hinn afi hans, Maximilían dó, og var hann þá nítján ára gamall. Réði hann yfir ógurlegu Iandflæmi í Norð- urálfunni, auk hinna nýfundnu landa fyrir vestan hafið. Það var Karl keisari, sem, auk páf- ans, stóð mest á móti siðbót Lúthers á Þýzkalandi. En öll hans barátta gegn henni varð ekki til annars en að auka mót- spyrnu gegn honum sjálfum; og að síðustu sagði hann af sér öll- um völdum og gekk í klaustur. Spánn hefir lengi verið kallað- ur kaþólskasta landið í Norður- álfunni. Hvergi hefir vald kirkj- unnar verið meira en þar, og hvergi hefir það varað jafn lengi. Rannsóknarrétturinn var settur þar á stofn árið 1478, og var honum aðallega ætlað, að hjálpa til að undiroka Mára og Gyðinga. Kirkjan og ríkið unnu saman, að því, að gera öllum, nema kaþólskum mönnum, ólíft í landinu. Aðallinn, sem varð mjög voldugur, og prestalýður- inn voru nátengdir; því að það var algengt, að menn af tígnum ættum skipuðu hin æðri embætti í kirkjunni. Kirkjan varð afar auðug. Hefir verið áætlað, að hér um bil einn þriðji hluti alls þjóðarauðsins sé í höndum henn- ar. Fram að árinu 1857 hafði kirkjan algerð umráð yfir allri mentua, og niður til 1931 réði hún yfir helmingi allra skólanna. Alþýða fólks er mjög fáfróð, 45% kunna hvorki að lesa né skrífa. Á síðari árum hefir óvild gegn kirlyunni farið mjög vaxandi. Er það bæði vegna pólitískra á- hrifa kirkjunnar og auðsöfnunar hennar. Einnig eru klausturregl- urnar, einkum Jesúíta-reglan, mjög óvinsælar. Af klaustrum er mesti fjöldi þar í landi, nærri 4000 árið 1930, og prestastéttin er mjög fjölmenn. Að flatarmáli er Spánn ekki fjórir fimtu hlutar af Manitoba- fylki ,en fólksfjöldinn þar er tuttugu og þrjár og hálf miljón. Landskortur er þar þess vegna ákaflega mikill. Þrír fjórðu hli^tar allra íbúa landsins verða að lifa af einhverskonar jarð- rækt. En landinu er svo ójafnt skift, að aðeins einn tíundi hluti þeirra, sem á því lifa, geta lifað sæmilegu lífi. Það er áætlað, að aðeins 55% af landi á Spáni sé ræktanlegt, og aðeins 10% er verulega frjósamt land. Landið er yfir höfuð illa ræktað. -Már- arnir, meðan þeir réðu yfir land- inu, ræktuðu það mikið betur en nú er gert. Þeir komu á stór- kostlegum vatnsveitingafyrir- tækjum, en eftir að þeir voru sigraðir og reknir úr landi burt, hnignaði jarðrækt þar stórum. Á dögum þeirra framfleytti landið hér \um bil þrjátíu miljónum manna, en um miðja átjándu öldina var fólkstalan orðin átta miljónir. 67% af landinu er eign 2% af þjóðinni. Afleið’ingin af þessari afarójöfnu skiftingu á landinu er sú, að hinir smærri og fátækari leiguliðar fá ekki risið undir sköttum þeim og kvöðum, sem á þeim hvíla. Landblettirnir, sem þeir leigja, eru of smáir til þess, að á þeim sé hægt að reka búskap með nútíma tækjum. — Leiguliðarnir eru bláfátækir og geta naumast dregið fram lífið. En svo ill sem kjör þeirra eru, eru þó kjör þeirra, sem vinna að akuryrkju hjá landeigendum, sem reka búskap sjálfir, ennþá verri. Kaup þeirra er frá fjórt- án til sextíu cents á dag, og vinnan er ekki stöðug alt árið. I heldur aðeins um þann tímann, sem unnið er á ökrunum. Á Suð- ur-Spáni býr margt fólk í hellr- um og lifir á rótum og grasi. Þetta úrelta og rangláta fyrir- komulag á skiftingu landsins og jarðnæðisleysið á mjög mikinn þátt í þeim pólitísku atburðum, sem gerst hafa á Spáni aíðustu árin. Herinn á Spáni hefir altaf, síð- an ríkið var mjög víðlent, verið hlutfallslega stór, einkum hafa foringjarnir verið margir. Með- an Spánn átti allar sínar nýlend- ur í Ameríku, var þörf fyrir stór- an her; en þegar nýlendurnar gengu undan móðurlandinu, var þörfin fyrir fjölmennan her mik- ið minni. Tala foringja í spánska hernum, í hlutfalli við tölu hermannanna, er hér um bil þreföld við það sem hún er í franska hernum. Foringjarnir mynda fjölmenna stétt, sem er öll vinveitt yfirstéttunum; enda úr þeim tekin. Þeir fá hlutfalls-' lega há laun, og eru undantekn- ingarlítið mjög hlyntir aftur- haldsöflunum í landinu. í við- bót við hinn reglulega her eru Márahersveitirnar, sem voru myndaðar til þess að halda friði og reglu í Marokko; en sem berj- ast nú á Spáni undir merkjum uppreisnarforingjans, Franco. Verkamannasamtök á Spáni eru ný, að heita má. Á stríðsár-1 unum varð mikil framför í iðn- aði þar, en hagilr fólks í iðnað- arborgunum var hinn bágborn- asti. Kaup var mjög lágt og öll meðferð vinnuveitenda á verka- lýðnum var mikið verri en víðast hvar annarsstaðar. Allar ástæð- ur voru fyrir hendi til þess að þar risi upp byltingasinnaður verkamannaflokkur. Fyrir stríð- ið voru anarkistar og syndikal- istar, sem svo eru nefndir, mjög áberandi í öllum verkamanna-1 samtökum. Sósíalistar þar, sem annarsstaðar, voru vægari og mótfallnir öllu ofbeldi. Kom- múnistar hafa á síðustu árum myndað fjórða flokkinn, og á milli allra þessara flokka hefir verið talsvert ósamkomulag og miklum kröftum verið eytt í inn- byrðis deilur. Nú síðan ófrið-! urinn byrjaði hafa allir þessir flokkar færst nær hver öðrum, og mynda þeir mikinn hluta af, liði því, sem berst á hlið stjórn-| arinnar. Spánverjar eru ekki ein þjóð og tala ekki allir sama mál. íbú- ar sumra landshlutanna kannast alls ekki við að þeir séu Spán- 1 verjar; og á milli hinna mismun- jandi þjóðernislegu flokka er hinn megnasti rígur. f norð- austur hlutanum, Catalóníu, búa Catalanar. Barcelona, sem er mestur iðnaðarbær á Spáni, er höfuðborgin í Catalóníu. Cata- lanar tala nokkurs konar blend- ing af -spönsku og frönsku, og eru afar stoltir af máli sínu og öllum sérkennum. Catalanar hafa lengi heimtað heimastjórn fyrir sig, og fá hana eflaust, ef stjórnarherinn sigrar. Meira en helmingurinn af öllum iðnaði á Spáni er í Catalóníu. Þá eru Baskarnir, sem búa á norðurströndinni við Bisöaya- flóann. Þeir eru alveg óskyldir öllu öðru fólki á Spáni, og enginn veit, hvaðan þeir hafa komíð upprunalega. Mál þeirra er ólíkt öllum öðrum málum í Norður- álfunni, nema hvað það kvað líkjast einhverjum mállýkzum í Austur-Evrópu. Baskar vilja um fram alt fá sjálfsstjórn og vílja vera eins mikið aðskildir frá öðr- um landsbúum og framast er unt; enda hafa þeir altaf verið það, að því er snertir mál, hætti og siði. í norðvestur héruðunum eru Galicíumenn, sem felstir eru smábændur. Þeir hafa löngum ! verið kúgaðir og hafa átt að búa | við óréttláta tollalöggjöf, að I þeim finst. Þeir heimta að j nokkru leyti aðskilnað frá aðal- | ríkinu, eins og Baskar og Cata- lanar. Stríð það, sem nú stendur yfir, | er í raun og veru framhald af 1 pólitískum og félagslegum hreyf- ingum á Spáni, sem eru meira en hundrað ára gamlar. Árið 1808 gerði Napóleon mikli út herleiðangur til Spánar. Með honum komu nýjar hugmyndir, j sem áttq rót sína að rekja til; frönsku stjórnarbyltingarínnar. j Höfðu þær þau áhrif, að þær' kollvörpuðu að nokkru leyti á- j trúnaðinum á hið ótakmarkaða einræði konungsins. Afleiðingin af því varð sú að landið fékk 1812 stjórnarskrá og þing, sem áttu að haldá konungsvaldinu í skefjum. En þetta kom ekki að miklum notum, því að tveimur árum seinna reif konungurinn stjórnarskrána í sundur og kom aftur á fót fullkomnu einveldi. Ávalt síðan hefir saga Spánar verið saga um baráttu milli ein- ræðis og frjáslegra stjórnarfars- hugmynda. 1820 gerði flokkur úr hernum uppreisn, setti kon- unginn í fangelsi og tók upp aft- ur stjórnarskrána frá 1812. En það varaði ekki lengi. Einvalds konungar Norðurálfunnar skár- ust í leikinn; keisarar Rússlands og Austurríkis og konungur Prússlands sendu franskan her til Spánar; konungurinn fékk aftur völd og alt sótti í sama horfið. Aftur kom í ljós sterk hreyfing með lýðyeldi 1868, og Spánn varð lýðveldi 1873. Þetta lýðveldi hafði samt engin skil- yrði til þess að geta staðið, og eftir eitt ár var það fallið. Það gaf konungsvaldinu enn nokkurn frest, eða til 1931, er Alfonso flúði úr landi. En á þessu tíma- bili kom margt fyrir, sem stöð- ugt veikti konungsvaldið; stríð- ið við Bandaríkin 1898, Riff- leiðangurinn 1921 og einræðis- stjórn Primo de Riveras 1923 ti! 1929. Að líkindum hefði blóð- ugt stríð brotist út á Spáni, ef Alfonso hefði ekki flúið úr landi 1931. Síðan 1931 hefir Spánn verið lýðveldi, en lýðræðið hefir mætt látlausri og vægðarlausri mót- spyrnu frá hinum hærri stéttum. 1934 lá við að fascista-stjórn kæmist á. Verkalýðurinn reis upp á móti því. Uppreisnin var bæld niður með leigðum her- mönnum frá • Marokko; 2000 manns voru drepnir og margir fleiri hneptir í fangélsi. Aftur 1935 var undirbúningur með að koma á fót einræðisstjórn, eins og á Þýzkalandi og ítalíu; og þá var það sem að allir flokkar, sem voru á móti einræðinu í öllum myndum, sameinuðu sig. Kosn- ingar fóru fram í janúar 1936, og samband frjálslyndu og radi- kölu flokkanna Cthe Peoples Front) sigraði í þeim. 30,000 pólitískum föngum frá 1934 var slept lausum. Stjórnin, sem þá var mynduð var ekki kommúnista-stjórn, heldur hrein og bein lýðræðis- stjórn, eins og á sér stað í öllum lýðræðisíöndum; — sócialistar höfðu 98 sæti í þinginu og þrír republikana-flokkar höfðu sam- tals 146 þingsæti, kommúnistar höfðu aðeins 16 sæti. En það sem sameinaði alla þessa flokka var hræðslan við fascista-stjórn, sem yrði komið á með ofbeldi; og sú hræðsla var auðvitað ekki á- stæðulaus, því að í júlí braust uppreisnin gegn þessari löglega kosnu stjórn út, undir forystu Francos. Tilgangur uppreisnarmann- anna er sá, að koma aftur á hinu gamla höfðingjavaldi undir vernd einræðis, sem hefir herinn á sínu valdi. Stríðið, sem nú steiidur yfir, er þess vegna bar- átta milli einræðis, sem grund- vallast á margra alda gömlum sérréttindum fámennra stétta í þjóðfélaginu ,og lýðræðisins; það er ekki barátta milli fascisma og kommúnisma. Kommúnistarnir berjast með stjórninni, og það gera margir aðrir pólitískir flokkar, sem eru á móti kom- múnismanum. Meirihlnti hers- ins var frá byrjun á bandi upp- - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. & að flnni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögjrœSingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifatofur a8 °5 GimU og eru þar að hitta, fyrsta miðvlkudag 1 hverjum mánuði. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl i viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 at5 kveldinu Sími 80 857 665 Victor St. Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 A. S. BARDAL selur likkistur og annasrt um útf&r- ir. Allur útbúnaður sá bosti. _ Ennfremur selur hann minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: S6 607 WINNIPEO Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 Dr. S. J. Johannesion 218 Sherbum Street Talsimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. RAGNAR H. RAGNAR Planisti oo kennari Kenslustofa: 518 Dominion St. Sími 36 312 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken reisnarmannanna, og þeir hafa stuðning sinn frá þeim stéttum, sem hafa tapað sérréttindum sín- um við breytingarnar, sem hafa orðið á þjóðfélagsskipulaginu með aukning lýðræðisins. Að því leyti hafa uppreisnarmennirnir staðið betur að vígi í stríðinu, að þeir höfðu æfðan her; en það sem stjórnarherinn vantaði að því leyti virðist hann hafa meira en bætt upp með kappi og þraut- seigju; hann berst fyrir hug- sjón, sem er honum dýrmætari en lífið sjálft; en um nokkurn hluta uppreisnarhersins að minsta kosti verður það ekki sagt, að hann berjist fyrir hug- sjón, heldur aðeins af því að honum er borgað til að berjast. Báðar hliðar hafa auðvitað feng- ið hjálp utan #ð, þó að hjálp sú, sem uppreisnarherinn hefir fengið, sé eflaust mikið meiri. Úrslit stríðsins eru enn mjög tvísýn; en hvernig sem það end- ar, verður Spánn lengi að ná ^ér eftir þetta blóðbað. Enginn vafi er á því, að það verður barist þangað til önnur hvor hliðin vinnur; það virðist ekki vera um það að tala, að friður verði sam- inn fyr en önnur hvor hliðin gefst upp. Eftir leinum foringjanum í uppreisnarliðinu er þetta haft: “yið verðum að kenna þrælum okkar, hver sé staða þeirra, svo i að þeir gleymi því ekki í huridrað ár”. Og orðtak stjórnarhersins kvað vera: “Það er betra að deyja standandi en að lifa á [hnjánum”. Þessi orð, betur en jnokkuð annað, lýsa því, sem að báðar hliðar eru að berjast fyrir. G. Á. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu I THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ÍSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnlpeg ’ Gegnt jjj s a Simi: 96 211 Heimilis: JJ 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARXS BLDp.—WinnipeK DR. J. A. BILDFELL Wynyard —:— Sask. OrncK Phonk Res. Piione 87 293 72 408 Dr. L. A. Sigurdson 108 MEDICAL ARTS BUHJDING Omci Houss: 12 - 1 4 p.m. - 6 P.M. AKD BT APPOINTMENT J. WALTER JOHANNSON Umboðsmaður New York Life Insurance I . Company I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.