Heimskringla


Heimskringla - 17.03.1937, Qupperneq 1

Heimskringla - 17.03.1937, Qupperneq 1
LI. ÁRGANGUR NÚMER 24. WINNIPEG, MEÐVIKUDAGINN, 17. MARZ 1937 HELZTU FRÉTTIR ‘Glæpur gegn bændum” Fyrir nokkru hélt E. E. Perley (íhaldsm. frá Qu’Appelle) ræðu á sambandsþinginu um afskifti Kingstjórnarinnar af hveitisölu landsins. Hann sagði tap bænda í versturfylkjunum af hveitisöl- unni af völdum hveitiráðsins nýja, sem James R. Murray veitir forstöðu, nema frá 50 til 60 miljónum dollara. Kvað hann framferði hveitiráðsins “glæp gegn bændum.” Hveitiráðið sagði hann að hefði neitað að kaupa hveiti af bændum, sem orðið hefði til þess að þeir hefðu flestir orðið að sætta sig við að selja meðan hveitið var á lægsta verði að haustinu. Verðið hefði ekki far- ið yfir 90c. Nú væri hveitið $1.20 mælirinn og þar yfir. — Hefði hveitiráðið keypt af bænd- um, væru bændur nú hluthafar í verðhækkun hveitisins. En í stað þess að vera það, væru kornkaupmenn og spekulantar það. Og til þess að halda verð- inu lægra fram eftir haustinu meðan bændur voru að selja það, hefði Mr. Murray ,ausið hveiti- forðanum út, svo verðið hefði jafnvel öðru hvoru verið lægra en ákvæðisverðið 871/2C. Mr. Perley krafðist að kon- ungleg nefnd væri skipuð til að rannsaka þetta framferði. Eru engar líkur til að stjórnin gefi því hinn minsta gaum. Vantrausts-yfirlýsing í bréfi frá Ottawa stendur: “Mr. Bennett hóf andmælin gegn fjárlögunum. Hann var fínt klæddur, til hvorrar handar á borðinu voru staflar af skjölum og ritum til að vitna í, og ræðu- maður var í bezta skapi. Hann leit ekki á.vatnsglasið á borðinu, sem King sleppir sjaldan hendi af , þegar hann flytur ræður. — Upp úr brjóstvasa hans flakti drifhvítur klútur. Mr. Bennett tók til máls og þingheimur hlust- aði með óvanalegri eftirtekt. Mr. Bennett gekk rösklega til verks. Á þingi er enginn slíkur afkastamaður sem hann. Yfir stjórninni las hann svo óslitið að menn höfðu nóg með að fylgjast með því. Hví feldi stjórnin ekki úr lögum skatta, sem hún gagn- rýndi sína stjórn fyrir að lög- léiða? Hví var söluskatturinn hækkaður í 8%, sem reyndar næmi oft 12% til neytanda? Svo væri stjórnin að monta af því, að hafa gert nýja samninga í stað Ottawa-samninganna frá 1932. Sannleikurinn væri sá að þessi nýji samningur væri nákvæm- lega hinn sami og samningurinn frá 1932; á einstöku stað þýðing- arlaus orðabreyting; það væri alt og sumt. Og að síðustu las hann bænir yfir stjórninni fyrir að gera ekkert til að bæta úr at»- vinnuleysinu, annað en að kosta dýrar nefndir til að liggja yfir að semja skýrslur, sem minti á fiðluspil Nerós meðan Róm var að brenna. King hefði látlaust gagnrýnt sína stjórn fyrir að lækna ekki afvinnuleysið og hann hefði fyrir það náð kosningu, að þjóðin hefði trúað, að hann væri læknirinn betri. Þar sem at- vinnulausum hefði fjölgað en ekki fækkað síðan King tók við völdum, ætlaði hann að bera upp eftirfarandi vantrausts yfirlýs- ingu á stjórnina: “Þinginu þykir fyrir því, að hurfa að tjá stjórninni vantraust sitt út af því, að hafa brugðist með öllu og þrotið ráð til að bæta úr atvinnuleysinu.” Ræða Bennetts stóð yfir í tvær klukkustundir og fjörutíu mín- útur. Andstæðinga flokkar stjórn- arinnar á þingipu tóku van- traustsyfirlýsingu þessari með fögnuði. Hafa umræður staðið yfir um tillöguna og er ekki lokið er þetta er skrifað (um helgina). Eins og nærri má geta var á margt minst í ræðu Bennetts, sem eftirtekt vakti. Eitt var t. d. það, er hann var að ræða um skipulagningu iðnaðar og fram- leiðslu, að hann benti á, að Can- ada stæði mjög illa að vígi með að fara að dæmi Ástralíu vegna valds fylkja-stjórnanna hér. — Skoðaði hann landstjórnina geta miklu meira til leiðar komið og stjórnarfarslega betur geta fylgst með tímanum, ef engar fylkjastjórnir væru til. Vivian fær $10,000 skaðabætur Nýlega dæmdi hæstiréttur í Canada í máli þeirra ungfrú Vi- vian McMillan og John Brown- lee fyrv. forsætisráðherra AI- bertafylkis. Eins og lesendur mun reka minni til, sótti Vivian mál á hendur ráðherranum fyrir að hann hefði táldregið sig. í fylkisrétti kvað W. C. Ives dóm- ari upp þann dóm, að sannanir væru ófullnægjandi af hendi kæranda og vísaði málinu frá rétti svo það féll niður. Hæsti- réttur hefir ekki Iitið þeim aug- um á framburð stúlkunnar og hefir nú dæmt Mr. Brownlee til að greiða henni $10,000 skaða- bætur. Líklegast situr við það og málið fer ekki lengra. Tvent ólíkt Fjárlög Ontario-fyíkis voru lögð fram í þingi sama daginn og Bracken-stjórnin hér lagði reikn- inga sína fyrir Manitobaþingið. Eru fjárlög fylkjanna eins ólík og mest má verða. Ontario hef- ir tekjuafgang, er nemur á átt- undu miljón dala en Manitoba hefir tekjuhalla. f Ontario eru skattar lækkaðir; hér er þeim breytt, lagt á einn, sem af öðrum er tekið. í Ontario eru 14 milj. dala lagðir fram til vegagerðar. Hér er farið fram á $125,000 veitingu til viðhalds vegum, sem er $3^56,000 minna en með þarf til að halda vegunum við. Nei, stjórnin í Manitoba á óvíða sinn líka. Hertoginn af Windsor, ekki nefndur George VI. konungur lagði fram reikning sinn í þinginu á Bretlandi s. 1. mánudag. Á nafn Hertogans af Windsor er ekki minst í framfærslu-reikningnum, svo það er ekki útlit fyrir að rík- ið leggi honum neitt fé. Ef nokkur gerir það,' verður það skyldfólkið. Hertoginn kvað ætla að heim- sækja Mrs. Simpson til Frakk- lands um páskana. Og gifting þeirra er sem áður haldið að fari fram um mánaðarmótin apríl og maí. - 304 greiða $11,055,666 Samkvæmt fjárhagsskýrslum frá Ottawa greiða 304 menn $11,055,666 í tekjuskatt í Can- ada. Þeir hafa allir yfir $50,000 árstekjur. Það eru ekki allir tómhentir í Canada. Aberhart hyltur Fyrir nokkru kvað Aberthart forsætisráðherra Alberta upp úr með það, að honum hefði ekla tekið að koma á fót social credit skipulagi á þeim tíma, sem hann hefði lofað og kvaðst hann því nú reiðubúinn að fara frá völd- um ef fylkisbúar segðu svo. — Enginn forsætisráðherra mun fyr hafa farið þannig að. At- kvæði hafa nú verið tekin innan félaga þeirra, er fylgja social credit stefunni, og eru þau öll á- fram um það að Aberhart verði við völd. Æskulýðssamkoma Það er nú engin nýlunda og heldur ekki til þess takandi þó' æskulýður þessa vilta lands efni til samkomu. En eins og ef til vill er eðlilegt, fara flestar sam- komur hinna yngri, þeirra sem skuldir íslendinga erfa hér, sern annara, oftast fram á ensku. Nú bregður þó svo við, að efna á til alíslenzkrar æskulýðssamkomu í þessum bæ. Hefir Þjóðræknisfé- lagið vanda af því. Samkoman fer fram 9. apríl í Fyrstu lút. kirkju. í skemtiskránni taka eingöngu börn þátt. Þau bæði lesa upp og syngja. öll munu þau börnin, er lesa upp, hafa stundað nám í íslenzkri tungu á laugardagsskóla Þjóðræknisfé- lagsins, þó nú komi sum þeirra ef til vill fram í fyrsta sinni á íslenzkri samkomu. Þau er syngja, munu bæði syngja ein- söngva og koma fram sem kór eða söngsveit, með tilsögn þeirra sem beztir eru tamningamenn í þeirri list. Inngangseyrir að samkomunni er 25c fyrir fullorðna, en lOc fyr- ir börn. Verður fénu varið til eflingar laugardagsskólanum og barnablaðinu “Baldursbrá”, til þess að geta haft meira af mynd- um í því en verið hefir o. s. frv. En aðal tilgangurinn er að venja börn á að tala íslenzku í heyr- anda hljóði og að örfa þau til að halda samkomur sínar á íslenzku oftar en þau nú gera. Æskan er ellinni yndi, stendur einhvers staðar. Getur nokkuð verið hugðnæmara eldri íslend- ingum hér en að vita til þess, að börnin þeirra leggi stund á að nema íslenzku og hlýða á hana af vörum þeirra. Það er nú svo háttað orðið hér, að vér ætlum það mörgum foreldrum ekki ó- svipaðan fögnuði þeim, er móðir- ’in hefir af fyrsta geislabrosi barnsins síns. Það er að vísu allur tími til stefnu ennþá, með að veita Þjóð- ræknisfélaginu aðstoð í þessu verki og sem auðvitað verður mest fólgin í því að sækja sam- komuna, en vér vildum samt ekki draga að benda á tilgang- inn, sem vakir fyrir með sam- komunni. Hann er aðstoðar allra sannra íslendinga verður. UMMÆLI UM ÚTYARPIÐ Alameda, Sásk., 13. marz, 1937. Góði vin: Eg vona þú fyrirgefir að eg ómaka þig. Eg læt tvo dali í bréfið annan til að borga með- limagjald í Þjóðræknisfálagið (þá fæ eg kverið í tilbót). Eg sé þið hafið féhirðir en þetta geri eg til að spara bréf og frímerki til hans. Eg ætlaði endilega að fara á ykkar þing þó hefði eg ekki getað verið nema tvo daga í viðurvist lærifeðranna, því svo hagaði CPR sínu ódýra ferða- lagi. En þegar til kom var blind- bylur, þó meira af mold en snjó, svo ekkert varð úr ferðinni. Hinn dalin legg eg til að hjálpa til að borga útvarpið á seinustu guðsþjónustu frá Sam- bandskirkjunni (séra Melans prédikun). Okkur hefir aldrei tekist eins vel að ná í íslenzkt útvarp, heyrðum hvert einasta orð. Það sýnast skiftar skoð- anir á þeirri messu, mér datt margt í hug. Meðal annars vís- an eftir Steingrím: Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðstu ber. Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Eg vildi gjarna heyra fleiri prédikanir af líkri gerð. Svo vitna eg í sjálfa í^assmsálmana: Jesús vill að þín kenning klár, kröftug sé, hrein og opinskár, lík hvellum lúðurhljómi. Launsmjaðran öll og hræsni hál hindrar guðs dýrð en villir sál. straffast með ströngum dómi. Þinn einlægur, H. B. ÍSLANDS-FRÉTTIR Fögur norðurljós Siglufirði, 3. febr. Á miðnætti síðastliðna nótt sá- ust frá Siglufirði óvenjulega mikilfengleg og fögur norðurljós og þykjast menn þar aldrei hafa séð jafn stórfengleg norðurljós. —Vísir, 5. feb. * * * Vélbátur skaddast í ofviðri Vélbáturinn Báran á Hellis- sandi,7 smálestir að stærð, eign bræðranna Daníels og Einars ög- ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÞINGIÐ Svo margt hefir verið sagt og prentað um Ársþing Þjóðræknis- félagsins í blöðunum hér í Win- nipeg, og ekki eingöngu þeim ís- lenzku, að nærri óþarft virðist að bæta nokkru þar við. Þingsetmng og dagsskrá hafði verið birt, frásögn af skemtisam- komum, og þá ekki sízt, allar hin- ar ágætu ræður. Eftir liggur þá aðeins að skýra frá því, er fram fór á þingfundum og í nefndum. Og skal eg því leitast við að gera það í sem fæstum orðum. Lík- lega er þó bezt að byrja á upp- hafinu, svo lesarinnar finni glöggvar til áframhaldsins. Átjánda Ársþing Þjóðræknís- félags fslendinga í Vesturheimi var hafið í efri sal Good Templ- ara hússins íslenzka í Winnipeg, mánudaginn 22. febr. 1937, kl. 10 árdegis. Þrátt fyrir illviðri er þá geisaði yfir var mikið fjöl- menni saman komið. Auk bæj- mudnssonar slitnaði úr festum í norðaustan hvassviðri 1. þ. m. og barst til lands. — Brotnuðu síður bátsins við kjölinn og stefnið.—Vísir, 5. feb. * * * Úr Suður-Þingeyjarsýslu Húsavík, 2. feb. Páll Þórarinsson að Halldórs- stöðum í Laxárdal er áttræður í dag. Nýlátin er Kristín Jónsdóttir. húsfreyja á Grænavatni, kona Helga hreppstjóra Jónssonar, rúmlega sjötug.—Vísir. * * >(. Karlakór Akureyrar átti 7 ára afmæli síðastliðinn laugardag. Kórinn mintist þess með samsæti og sátu það á ann- að hundrað manns. Til skemt- unar var: ræðuhöld, söngur og dans. Söngstjóri kórsins er Ás- kell Snorrason.—3. febr. * * * Hraðfrystihús á ísafirði fsafirði 4. febr. Þrjú af fjórum íshúsum ísa- fjarðarkaupstaðar hafa verið sameinuð og þeim breytt í hrað- frystihús. Tók það til starfa 19. f. m. og getur fryst 18 smálestir af fiski á sólarhring. Húsið hefir keypt fisk af bátum í verstöðv- unum. Þrjátíu manns hafa unn- ið. Fiskurinn er ætlaður fyrir Ameríkumarkað. fshússtjóri er Helgi Ketilsson en formaður fé- lagsins, sem nefnist íshúsfélag ísfirðinga er Árni Gíslason yfir- fiskimatsmaður. Fiskimálanefnd hefir styrkt fyrirtækið með 30 þúsund króna láni. Bátar Samvinnufélagssins bú- arbúa voru þar fulltrúar, félags- menn og gestir frá Selkirk, Riv- erton, Gimli, Lundar, Glenboro, Brown, Wynyard, Leslie, Dakota, Minneapolis, og víðar að. Athöfnin byrjaði með sálma- söng og ljúfmannlegri bæn, er séra R. Marteinsson flutti. Þessu næst flutti forseti fé- Jagsins, dr. R. Pétursson hið á- gæta inngangserindi sitt, er birt- ist þá þegar í íslenzku blöðunuro. Lásu þá nefndarmenn hvað af hverju skýrslur sínar. Skal hér einkum bent á fjármálaskýrsl- urnar. — Féhirðir herra Árni Eggertsson lagði fram jafnaðar reikning félagsins upp á $4873.36 fyrir árið. Eru tekjur félagsins aðallega fengnar með auglýsing- um, nokkuð með félagsgjöldum og að minni parti með frjálsum gjöfum (t. d. í rithöfundasjóð) og bankavöxtum. útgjöldin voru nokkru minni en tekjurnar. Og eru þau aðallega innifalin í prentunarkostnaði við tímarit og barnablað, og tillögum til deilda, auglýsinga og útbreiðslumála. — ast nú á veiðar. Bærinn ábyrg- ist 40 þúsund króna rekstrarlán með veði í 6 hlutum vetrar- og vorvertíðar. Eftirstöðvar greið- ast, ef nokkrar verða, af síld- veiði. Auk þessa greiðir bærinn tvo og hálfan eyri yfrir hvert kílógramm af fiski, sem veiddur verður undir Jökli eða sunnar og fluttur verður heim til verk- unar í bænum. Bærinn hefir einnig ábyrgst hluttryggingu á þrem smærri bátum alt að 75 krónum á hlut á mánuði. * * * Áskorun til ríkisstjórnarinnar um varnir gegn borgfisku sýkinni Strandasýslu, 4. febr. Á hreppsfundi Bæjarhrepps í Strandasýslu 9. þ. m. var lýst yfir því, að fundurinn treysti ríkisvaldinu til þess að gera alt, sem unt verði að gera, til varnar borgfirsku sauðfjárssýkinni m. a. með girðingum um ósýkt svæði. Fundurinn lagði og til: Að girðing verði lögð úr Hvammsfirði í Hrútafjörð inn- anverðan og að heilsufar sauð- fjár í Bæjarhreppi verði rann- sakað í vor af sérfróðum manni. Leikbræður Karl hafði setið lengi og horft út um gluggan, og gekk svo til mömmu sinnar og spurði: — Mamma, má eg fara og leika mér við Kaj ? Nei, leiktu þér heldur við Knút, það er svo góður drengur. — Já, en eg lék mér með hon- um í gær, og eg held að hann sé tæpast orðínn nógu frískur enn. Alls átti fél. í sjóði hátt á þriðja þúsund dollara, að meðtöldum þeim ýmsu sjóðum er því til- heyra. Skýrsla fjármálaritara, hr. Guðm. Levy, sýnir, að á árinu hefir hreinn ágóði af meðlima- gjöldum og sölu Tímaritsins ver- ið tæpir $400.00. Skýrsla skjala- varðar, sr. Philips M. Pétursson, sýnir að verð óseldra bóka kem- ur upp á nálega þrjú þúsund dali, með niðursettu verðlagi. Samkv. skýrslu ráðsmanns Barnablaðs- ins, hr. B. E. Johnsons var út- gáfukostnaður við blaðið rúmir 300 dalir, en inntektir tæpir 160 dalir, og var tekjuhallinn borg- aður úr félagssjóði. Fluttu þá umboðsmenn deilda mjög skilmerkilegar og ánægju- legar skýrslur yfir efnahag, meðlimafjölda og andlegt ásig- komulag hinna ýmsu deilda. hver í sínum bygðarlögum. Þá var tekin til meðferðar hin eiginlega dagsskrá þingsins. Var nefnd þá fyrst sett til að íhuga fræðslumálin. í henni voru Frh. á 2. bls. Nokkrir nefndarmenn og starfsmenn Þjóðræknisfélagsins Á Þjóðræknisþingi 23. febr. 1937. Röðin frá vinstri til hægri: Séra Philip M. Pétursson; Ásm. P. Jóhannsson; Bergþór E. Johnson; séra Rögnv. Pétursson; Friðrik Sveinsson; Sigurður W. Melsted.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.