Heimskringla - 17.03.1937, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.03.1937, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. MARZ 1937 4. SIÐA l&cintskringla (Stofnue 18S6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist ryriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 3U viðskiíta bréí blaðinu aðlútandl sendlst: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON , Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Teleptoone: 86 537 WINNIPEG, 17. MARZ 1937 MANITOBA-ÞINGIÐ I. Þing Manitoba-fylkis hófst fyrir nærri þrem vikum í þinghúsinu á Broadway, þessu, sem Kelly reisti, og fékk skömm í hattinn fyrir. Húsið á einkennilega sögu. Það er eitt fegursta stjórnarsetur sagt í vestur fylkjunum og stendur á fögrum,, háum og gróðursælum bökkum Assini- boine-árinnar. Jafnvel þeir sem ekki hafa áður séð það og ekkert þekkja til sögu þess munu kannast við það, ef þeir eiga leið um Broadway af úlfalda kryppunni upp úr þakinu á því, ef þeir hafa nokkurn tíma séð mynd af úlfalda, og eirstráknum á há- um stangarenda, sem sýnist vera að tapa fótfestu og virðist þeim mun líklegri til að detta ofan á mann, sem nær kemur húsinu. Kelly sæll, tókst á hendur að reisa þessa forláta höll fyrir tvær miljónir og átta hundruð þúsund dollara, en sá að hann var að tapa á því og bað fylkisstjórnina að bæta rúmri miljón við, sem gert var. En þá fór nú gamanið að grána og sannaðist nú á, að margur verður af aurum api. Lib- eralar vissu, að fyrir þinghúsið var of- borgað með hálfri fimtu miljón dollara, sem Kelly krafðist nú, og A. B. Hudson gat fært sannanir fyrir því, að svo væri og eitt- hvað af þessari auka miljón hlyti að vera í kosningasjóð stjórnarinnar. Eh þá varð stjórnarformaður, Sir Rodmond Roblin, snúðugur á svip og sagði stöðu sinni lausri, þó nýkosinn væri með meirihluta þing- sæta og bað fylkisstjóra og liberala að taka við, og sýna að þeir gætu betur gert. Efnd- irnar á því urðu þær, að þegar þessi höll var fullgerð í höndum liberala, kostaði hún á þrettándu railjón dollara! Nú hafa milli 8 eða 9 miljónir verið greiddir í vexti af þinghússkuldinni en undralítið í höfuð- stólnum, svo nú kostar kofinn um 20 milj. dollara. Og það er spá spakra, að um það leyti, sem skuldin verði öll greidd, muni þinghúsið kosta Manitoba-búa um 30 milj. dollara. En af Hudson er það að segja, að liberalar fundu engan réttlátari í sinni Israel og skipuðu hann dómara í hæsta- rétti. Er hann þar enn við góða heilsu. Og liberölum hefir aldrei síðan að þeir tóku við völdum orðið misdægurt út af þinghús- kostnaðinum. II. Á fylkisþinginu hafa nú margar ræður verið fluttar, en fyrsta málið, sem samþykt hefir náð, er að byrja þingstarfið á hverj- um degi með bænahaldi. Þetta er með öllu nýtt. Þing hefir nú verið haldið í 67 ár án bænahalds eða daglegrar iðkunar húslestra eða jafnvel guðrækninnar góðu. Hvort flutningsmaður tillögu þessarar, Mr. Ket- chen, hefir litið svo á, að þingið hafi verið hálf guðlaus samkunda undanfarin ár, eða að hann hreyfir þessu af því, að nú er í fyrsta skifti kommúnisti á þingi, sem hon- um og fleirum þykir vísast, að sé trúlítill, skal ekkert um sagt. En það sýnir hve vel hugsandi þingliðið yfirleitt er, að á móti tillögunni mælti enginn nema Mr. Stubbs, ekki einu sinni kommúnstinn. Stubbs álítur góðar bænir lítið duga, þegar ílt á að ské. Og meðan ekki væri alger skilnaður ríkis og kirkju, væri engra sannra framfara að vænta og hefði aldrei verið. Mr. Hyman var að vísu svipaðrar skoðunar og Stubbs, en hann var fjarri, er atkvæðagreiðslan fór fram, svo Stubbs var sá eini, er atkvæði greiddi á móti tillögunni. Þingið hefir því þessu afkastað, þó lítið kunni að þykja, fyrir þingmannalaunin og ljósakostnaðinn allan sem að vísu Winnipeg Electric græðir á en aðrir ekki. III. Þegar hásætisræðan hafði verið flutt, reis forsætisráðherra John Bracken úr sæti og tilkynti þinginu, að hann ætlaði sjálfur að verja stjórnarboðskapinn, með aðstoð dómsmálaráðherra, Mr. Major. Þótti þetta nýlunda, því stuðnings-menn hásætisræð- unnar hafa vanalega verið nýliðar á þingi. Stjórnarformaður hefir aldrei fyr gert til- löguna um að hásætisræðan væri samþykt. Ástæðan fyrir því er auðsæ.Það er á vitund allra, að hásætisræðan er samin af forsæt- isráðherra, er hans eigin tillaga til þings- ins. Tillaga hans á eigin tillögu ofan er að minsta kosti broslegur uppétningur ef ekki brot á þingsköpum; var og þegar at- hygli vakin á hvort þetta væri lög af nokkrum þingmönnum. En Mr. Bracken brá ekki við það. Hann leit með kýmnis- brosi til dr. Fox og ungfrú Halldórsson og annara social credit sinna, hvesti síðar, augun á þingheim og kvað þetta ásetning sinn. Ennfremur lýsti hann því einarðlega yfir, að hann tæki engar tillögur andstæð- inga um annað en hásætisræðuna til greina, sem vantrausts-yfirlýsingu á stjórn sína. Að því búnu hélt Mr. Bracken áfram að mæla með tillögu sinni um sína eigin til- lögu (hásætisræðuna). Benti hann á að skólaskatturinn yrði lækkaður um 10%, en til þess að kaup kennara yrði ekki af þeim völdum lækkað, ætlaði stjórn hans að bæta 75c til $1.00 við kaup þeirra á dag. Enn- fremur yrði 2% vinnulaunaskattslögunum breytt, svo að 35,000 manna, sem fátækast- ir væru (og forsætisráðherra leit um leið til Littericks, kommúnista), yrðu undanþegn- ir skatti. Þá yrði fé varið til umbóta á þjóðvegum, til rífari ellistyrks, til spítala, til hærri mæðrastyrks, til skóla og til heil- brigðismála. Þingmenn ráku nú upp stór augu og spurði hver annan hvaðan féð kæmi til alls þessa og hvort að fylkið væri svona miklu betur af, en látið væri, að það gæti þetta? En Bracken las í hug þeirra og kvað fylkið hafa greitt allar skuldir eða kostnað sinn til þessa, nema lánin til at- vinnulausra. Vextir af fylkisskuldinni yrðu lækkaðir. En hann kvaðst ætla að knýja á dyr sambandsstjómarinnar um að taka að sér greiðslu á öllum ellistyrknum, veitingar til þjóðvega-viðgerða og allan kostnað í sambandi við atvinnuleysi. Köll- uðu sumir, sem á hlýddu, að þetta væri nú að telja ungana áður en þeir kæmu úr egg- inu, og kváðu Bracken lítið hafa lært af reynslu sinn í fjárstyrksleitinni til sam- bandsstjórnarinnar. Ef fyrirhuguð störf stjórnarinnar yltu á þessu, væri bezt, að sem fæst væri um þau sagt. IV. Af andstæðingum stjórnarinnar, tók Mr. Willis, foringi íhaldsmanna fyrstur til máls um hásætisræðuna. Hann er 41 árs áð aldri og semur og flytur ræður sínar öll- um betur, sem nú eru á þingi. Einurð, dómgreind og kurteisi prýða hann sem þingmann. Á áheyrendapöllum þingsins var f jölskipaðra en nokkru sinni hefir áður verið á fylkisþinginu, að undantekinni þingsetningunni, en þá er auk ræðanna 1bæði lúðra-blástur að heyra og raðir .skrautklæddra hersveita að sjá sem kven- fólk rennir hýru auga til en karlmenn öfunda. Mr. Willis hóf ræðu sína með því að minnast á afkomu fylkisbúa óg fjárhag fylkisins. Kvað hann hag fylkisins svo komið, að hann væri öllum sönnum borg- urum áhyggju-efni. Skylda hvers manns væri að vinna að bættum hag f jöldans. Það væri skylda Bracken-stjórnarinnar, sem annara og yfirlýsing forsætisráðherra Brackens um, að hann væri ábyrgðarlaus og teldi sér óviðkomandi vantrausts-yfir- lýsingar á stjórnina, væri fjarstæða. Hann kvað stjórn hvers þjóðfélags bera ábyrgð á hverju, sem hún hafðist að, hvort sem í smáu eða stóru væri. Með þessu ætti h$nn ekki við, að hann aðstoðaði ekki stjórnina í því starfi er til verulegra umbóta horfði, en hann varaði stjórnina við því, að fara varlega. Hann kvað ekki flokk ,sinn hungra eða þyrsta eftir embætti eða völd- um, en aðstoðar sinnar væri aðeins að vænta í þeim málum er til sannra umbóta horfðu. Mr. Willis mintist og á aðgerðarleysi stjórnarinnar; kvað aðeins tvent liggja sögulegt eftir hana, en það væri samning- ur hennar við social credit-þingflokkinn og pílagrímsferðirnar til hinnar helgu borgar, Ottawa. En hag eða viðreisn fylkisins kæmi hvortveggja jafn-mikið eða jafnlítið við. Dr. Fox lét til sín heyra 23. febrúar. En hvernig sem í ræðu hans er leitað að á- stæðu fyrir sameiningu flokks hans og stjórnarinnar, er ekkert úm það að finna. Hann segir flokk sinn fylgja stjórninni af því að hann skoði það veginn til velmegur- ar og farsældar íbúum þessa fylkis. En ef taka á þessi orð Dr. Fox alvarlega, hvers vegna fylti hann þá ekki flokk Brackens í kosningunum s. .1 sumar? Að þessari yfir- lýsingu gerðri flytur Dr. Fox sína social credit ræðu, fordæmir peningavaldið og viðskiftin og telur skipulagið á þessu hvorutveggja því valdandi, að kaupgeta og framleiðsla standist aldrei á og því verði hallæri í allsnægtum. Þetta er alt gott og blessað og í anda social credit stefnunnar, en hvaða samræmi er í því og t. d. Sjö- systrá fossasölu Bracekns o. s. frv. ? Fyrir nokkru síðan birtist ritstjórnar- grein í blaðinu Winnipeg Free Press með fyrirsönginni: “Credit to Social Credit”, (Heiður sé Social Credit). Þetta var um leið og Dr. Fox lofaði Bracken-stjórninni stuðningi sínum. Meiri óvin social credit stefnunnar er ekki hægt að finna þó leitað sé með logandi ljósi, í öllu vesturlandinu, en áminst blað. Þegar þannig stendpr þar í seglin, er allra veðra von. Kommúnisti einn, Mr. Litterick, á sæti á fylkisþinginu. En það var eins með hann og social credit þingflokkinn, að hann gekk Bracken fús á hönd. Af ræðu að dæma sem hann hélt í þinginu, er rangnefni að kalla hann kommúnista. Hann er annað hvort tól Brackens eða hann er bara eðlilega í- haldsamur skoti eins og Bracken. En harðorðasta ræðan á þinginu á móti Bracken-stjórninni, var flutt af Mr. Stubbs 25. febrúar. Áheyrenda pallar voru troð- fullir. Ræðuna byrjaði Mr. Stubbs með því, að hann mintist tveggja þá nýlátinna mikilmenna í þessu fylki, Sir Rodmond Roblin og Dr. D. A. Stewart, yfirlæknis á Ninette berklahælinu. Kvað hann báða þessa menn hafa unnið ströf, sem mikils- verð væru og framtíðin byggi að. Eins hafði mátt segj um T. C. Norris. En hann hefði orðið fyrir þeirri raun að lifa það, að sjá eftirmann sinn leggja alt í rústir, sem hann hefði reynt að byggja upp. Það hefði Bracken gert. Þegar hann fyrst kom til valda, hefði hann lofað liberölum öllu góðu, en hefði svikið alt, er hann mátti við koma, eins og hann hefði ávalt síðan gert. Og liberal flokknum hefði hann sem næst dregt. f stjórn hefði hann brugðist trausti almennings sem háskólahneykslið og ótal margt fleira sannaði. Á síðasta þingi hefði hann lofað til halds og trausts, að kosning- ar yrðu ekki á árinu 1936, en allir vissu hvernig hann hefði efnt það. En enda þótt hann hefði með þeim svikum náð í fleiri þingsæti en hinir flokkarnir, sæti hann nú í trássi við lög við völd. Hann hafði átt að kalla þing saman strax eftir kosningarnar og koma sér saman við alla þingflokka um hvað gera skyldi. En í stað þess sæti Bracken við völd í óþökk góðra manna og með minni hluta atkvæða kjósenda. Mr. Stubbs kvaðst hafa verið að vona að íhaldsfolkkurinn ynni kosninguna s. 1. sumar. Enda þótt hann væri ekki nær stefnu þeirra en liberala, hefði hann heldur viljað sjá þá við völd en Bracken. Sig tæki að vrsu sárt að sjá Willis, ungan, gáf- aðan mann tilheyra íhaldsflokkinum, en hann var ekki vonlaus um, að þegar hann væri kominn á sinn aldur, yrði hann orðinn sósíalisti. “Sjálfur var eg liberal á hans aldri”, sagði Stubbs. Mr. Stubbs þverneitaði staðhæfingu Brackens um að fylkið hefði ekki safnað skuldum, nema að því er komi við atvinnu- leysinu. Hann kvað fylkið hafa tekið hálfa sjöundu miljón dala lán á nokkrum árum til þess að borga með árlegan tekju- halla, sem átt hefi sér stað, þrátt fyrir það þó öll útgjöld til atvinnuleysisins væru ekki talin á reikningum fylkisins og ekkert af stjórnarstarfi, sem hægt væri að komast hjá, að telja á ársreikningi, en væri fært komandi árum til útgjalda. Samningur social credit þingmanna um að styðja Bracken-stjórnina, sagði Mr. Stubbs með því svívirðilegasta, sem gerst hefði í pólitískri sögu þessa fylkis. Og ekkert hefði mint sig eins á mangarann og þegar Dr. Fox hefði þotið norður til The Pas, á meðan á kosningu þar stóð, til þess að bjóða Bracken fylgi sitt. Það er talað um social credit sinna á þingi. “Eg sé þá ekki fremur en liberala”, sagði Stubbs. Að senda verkamenn til bænda í vinnu fyrir $5. á mánuði, eins og fylkis- og sam- bandsstjórnin væri að gera, kallaði Mr. Stubbs glæpsamlegt athæfi. Kvað h^nn bændur hafa notað sér þetta til að reka þá frá vinnu, sem þeir hefðu orðið að gjalda hærra kaup. Þetta væri aðferð, sem þræla- kaupmönnum sæmdi, en ekki stjórnum í lýðfrjálsu landi. Böl mannanna er ekki náttúr- unni að kenna, heldur stjórn- skipulaginu. Hver er lækning- in? Sósíalismi, segir Stubbs, stjórn eða skipulagning á fram- leiðslu, viðskiftum o. s. frv. o. s. frv. Um ræður annara er fátt að segja. — S. J. Farmer, leiðtogi verkamanna hefir svo oft áður talað á þingi, að hér er ekki þörf að endurtaka það. Ræður hans eru hver annari Svipaðar. En Mr. Hyman, sem eflaust er þétt- asti og lærðasti maðurinn í hópi verkamanna eða C.C.F. flokksins vakti all snarplega máis á því að Bracken stjórnin hefði auglýst tédrykkju samkvæmi í sambandi við kosningafundi sína og það væri lögum gagnstætt. Vildi hann skipa nefnd í að rannsaka það mál. En málinu var eytt, meðfram af því, að Mr. Hyman gat ekki sannað með öðru en auglýsingum stjórnarinnar, er auðvitað báru það eitt með sér að tedrykkja hefði farið fram á kosningafundum stjórnarinnar, en það var ekki álitið þess vert, að elta grátt silfur út af því, í dýrtíð eins og nú væri. Frá Brandon var einnig kvartað und- an veizluhöldum stjórnarinnar á kosningafundum og bjórflóði, svo þetta hefir víðar átt sér stað en í bænum. Miss Halldórsson, fyrsta ís- lenzka konan á fylkisþingi Mani- toba (Mrs. Rogers var fyrsta konan sem á þfylkisþing hefir verið kosin og sú eina á undan Miss Halldórsson), hefir haldið tvær eða þrjár ræður. Var fyrsta ræða hennar all-löng og skemtileg. Hún kvaðst hafa ver- ið kennari Mr. Willis, leiðtoga í- haldsflokksins, en ábyrgð bæri hún ekki á hvaða skoðanir hann nú hefði. Það er ávalt gott, er fólk getur gert að gamni sínu en hefir Miss Halldórsson ekki jafn- framt ábyrgðar að gæta gagn- vart eigin skoðunum. Vér trú- um illa að hún hafi af kjósendum verið valin í stað Skúla á þing til að styðja Bracken-stjórnina. En að því sleptu, flutti Miss Hall- dórsson þarna ræðu um social credit, vel og skipulega í stíl komið, sem vænta mátti. At- hugasemdir hennar við mál á þingi hafa og verið skarplegar. — Hún er þjóðflokki sínum til sóma sakir góðra hæfileika; út á hana er aðeins það að setja, að hún styður endemis Bracken- stjórnina að málum. V. úr ræðum þingmanna skal nú ekki fleira tilfært. Hásætisræð- an hefir verið samþykt í einu hljóði, eða án nafnakalls. Fjár- lögin eru þá næst. Var áætlun lögð fram í þinginu í síðustu vikulokin, en fjármálaræðan kvað ekki verða flutt fyrri en kunnugt er um hvort Ottawa- stjórnin verður við fjárkröfun- um sem til hennar eru gerðar. Á fjárlögunum er gert ráð fyr- ir að útgjöld ársins 1937—38, nemi $14,564,148. Síðast liðið ár námu þau $14,097.549. Vextir á skuldinni eru um 6 miljónir dála, eins og s. 1. ár. En hærri eru út- gjöldin vegna þess, að veitingar hækka eitthvað til skóla, til bún- aðar, til ellistyrks (vegna þess að þeim fjölgar sem ellistyrk higgja) til vega og fleira. Nýir útgjaldaliðir eru $15,000 til að rannsaka efnahag fylkisins til þess að undirbúa fyrir social credit fyrirkomulag, og $17,000 til endurbóta flugskipa, sem fljúga um norður héruð Mani- toba. Við $500,000, tekjuhalla er bú- ist eða $700,000, ef viss veiting til skóla verður samþykt, sem getur um í hásætisræðunni. Alt útlit er fyrir, að Bracken verði við völd áfram. íhalds- menn fýsir ekki að taka við völd- um með fjárhag fylkisins eins og hann er. Social Credit sinn- ar og kommúnistinn gengu svo langt, ^ð fylla flokk stjórnarinn- ar til að afstýra kosningu. — Kosningar kosta þingmanna-efn- in mikið, ef til vill helming þing- launanna fyrsta árið. Það er ekki mótvon þó þeim þyki nokk- uð snemt, að kosning fari fram á þessu ári. Spursmálið er samt, hvað lengi verður við algeru gjaldþroti spornað með Bracken við völd? BRÉF TIL HKR. frá G. J. Oleson Glenboro, Man., 1. marz, 1937 I. Inngangsorð Með þessum línum vil eg senda Heimskringlu þakklæti fyrir margan fróðleik, sem hún hefir flutt mér á árinu liðna, sem og á undanförnum árum; má það þaklæti einnig ná til Lögbergs, sem svo margt gott og uppbyggilegt hefir flutt á liðn- um árum. Þó margt eigi ekki við smekk minn sem blöðin flytja þá samt sem áður er það hverf- andi í samanburði við alt hitt, sem gleði og uppbyggingu færir. fslendingar eru í stórri þakklæt- isskuld við ísl. vikublöðin, og er það sízt Vestur-íslendingum til sæmdar, að svelta blöðin svo að þau geti vart dregið fram lífið, en það er ekki nema í samræmi við þá andlegu deyfð sem virðist alstaðar hvíla yfir ísl. félagslífi og mennigarlífi, þrátt fyrir alt hið háværa gum um andlega yfirburði fslendinga alstaðar í ræðu og riti. Þrátt fyrir alt finst mér að eg og íslendingar yfir- leitt væru sem staddir á eyðiey ef alt í einu blöðin neyddust til að hætta að koma út, og alt samband slitnaði milli íslendinga víðsvegar um þessa heimsálfu, og þrátt fyrir hið ágæta og merkilega hérlenda menningar- líf, sem eg skal verða fyrsti mað- ur til að játa og viðurkenna. En þó raunalegt sé, þá virðist sú hugsun vera að verða afar sterk hér, sem ýmsir gamlir menn á íslandi áttu að hafa sagt í fyrnd- inni að bókvitið verði ekki látið í askana. En þó ættu allir menn að vera svo heilskygnir að sjá það og kannast við það, að mað- urinn lifir ekki á einu saman brauði. Nú er árið 1936 fyrir nokkru á enda liðið og nýtt ár byrjað. Þegar maður lítur til baka, er margs að minnast; á hvert bygð- arlag og hvert heimili sitt sigur- ljóð og sína raunabögu.' Hafa árin 6 til 7 hin síðustu verið ströngustu erfiðleika ár hér sem víðsvegar annarstaðar. f þessu eigi að síður farsæla og góða landi, hafa kornræktar héruðin, eins og gefur að skilja, verið harðast leikin, sökum hins afar- lága hveitiverðs, en afar háa kostnaðar, sem jarðyrkjunni er samfara. Við erum hér á takmörkum þurkabeltisins og uppskeran hef- ir verið stórskemd flest þessi kreppuár, þó á hinn bóginn hafi aldrei verið alger uppskerubrest- ur; og fyrir það má fólk vera forsjóninni þakklátt. Strax er lengra dregur suðvestur, hefir ástandið versnað sökum þurka og engisprettu faraldurs, og hef- ir á ýmsum stöðum ástandið ver- ið hrömulegt, eins og kunnugt er, og fjöldi fólks orðið að yfirgefa heimili sín og leita sér bjargar annarstaðar. Veturinn síðasti var einn sá kaldasti í mannaminnum, voru uppihaldslausar hörkur um tveggja mánaða tíma, og því hvað eldsneyti og fóður fyrir skepnur snertir eyðslufrekari en vanalega. Sumarið var þurt og eins og allir vita eitt allra heit- asta sumar sem sögur fara af, afskaplegir hitar er fyrir alvöru byrjuðu með júlí og héldust uppihaldslaust fram yfir hveiti- slátt. Og á því tímabili var sama sem engin úrkoma; var þrátt fyrir það nokkur uppskera af hveiti, allvíða hálf uppskera, en hafrar og bygg víðast hvar bráð-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.