Heimskringla - 17.03.1937, Side 6

Heimskringla - 17.03.1937, Side 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. MARZ 1937 Húsið Milli Sandhæðanna t Eftir Robert Louis Stevenson Aldrei hefi eg séð slíkan furðusvip á andliti nokkurs manns. Hann réðist á mig án þess að mæla orð af vörum; eitthvað blikaði í hendi hans og langur rítingur stefndi mér í hjarta- stað. Hvert sem það var nú snarræði mitt eða hepnisleysi hans að kenna, þá risti hnífsblaðið öxl mína en hnífshjölturinn og hnefinn, sem fylgdi þeim skullu á vörum mér með miklu afli, og í sömu svipan dró eg hann til jarðar. Eg flúði en ekki langt. Eg hafði oft athugað sand- hæðirnar, hve vel fallnar þær væru til laun- sáturs, og til sóknar og varnar í ófriði. Faldi eg mig því eitthvað tíu fet frá, það hafði sloknað á ljóskerinu. En mér til mestu undrunar sá eg Northmour smjúga eins og hund inn í sumar- húsið og heyrði hann loka dyrunum með járn- slagbröndum. Hann hafði ekki elt mig. Hann hafði flúið. Hann sem eg vissi að var allra manna hugrakk- astur. Á þessu furðaði eg mig. En þetta var reyndar alt saman svo furðulegt. Undirbúning- urinn í húsinu, gestirnir og flutningur þeirra þangað að næturlagi, morðtilraun hans við mig og umfram alt, að hann skyldi hafa reiddan rít- ing á sér, sem virtist koma illa heim við þá tíma sem við lifðum á, aldrei nema þó erindi hans væri með nokkrum óvenjulegum hætti. Og svo að leggja á flótta og læsa sig inni. Mér þótti næstum skömm að trúa mínum eigin skiln- ingarvitum. Er eg braut heilann um þetta þá varð eg var áverkans, sem eg hafði hlotið. Lagði eg því af stað eftir ýmsum krókleiðum og náði loks tjaldstað mínum. Á leiðinni þangað fór eg frarn hjá fóstrunni og bætti það einni gátunni við, fólkið í sumarhúsinu ætlaði auðsæilega að mat- reiða sjálft óg þjóna sér þarna, og virtist því vera mikil launung yfir þessu öllu, er fólkið tók á sig öll þessi óþægindi vegna þessarar ástæðu. Er eg kom í bæli mitt drap eg eldinn til frekari tryggingar og kveikti ljós til að rann- saka sárið á öxlinni. Það var smáskeina, þótt hún blæddi mjög. Batt eg sárið eins vel og mér var auðið og lagði við það blautan bakstur. Á meðan sagði eg Northmour og öllu hans leyni- bruggi rstríð á hendur. Eg er ekki að eðlisfari heiftúðugur maður og heíd eg að eg væri forvitu ari en hvað eg var reiður. En eg hugsaði hon- um þegjandi þörfina og í því skyni tók eg upp skammbyssuna mína, hreinsaði hana og hlóð hana á ný. Því næst var að sjá fyrir hestinum, sem vel gat komið upp um mig. Þessvegn t teymdi eg hann löngu fyrir dag yfir melana í áttina til fiskiþorpsins og kom honum þar fyrir. í tvo daga læddist eg í kring um sumarhús- ið í skjóli hæðanna. Þessar lágu hæðir með döl- unum á milli urðu mér eins og hulinshjálmur. Við þetta áhugamál mitt, sem kannske var ekki sem heiðarlegast, en engu að síður uppörfandi. En þrátt fyrir það fékk eg fátt að vita um Northmour eða g.esti hans. Ný matvæli voru flutt um hánætur frá óðalssetrinu yfir að húsinu. Það gerði gamla konan. Stundum gengu þau Northmour og stúlkan bæði saman eða sitt í hvoru lagi á ströndinni, var auðséð að útivera þeirra átti ekki að sjást, því þangað var ekkert útsýni nema frá sjónum. En eigi að síður kom mér þetta ágætlega, því að eg lá á hæsta hólnum og horfði á þau þaðan. Hái maðurinn virtist hafo horfið með öllu. Hann kom aldrei út og sást aldrei í neinum glugganum að svo miklu leyti, sem eg sá, en eg þorði ekki að koma mjög nærri á daginn, en á nóttunni þegar eg gat komið nær, voru allir lægri gluggarnir með hlerum fyr:r eins og til að standast umsátur. Stundum hélt eg að hái maðurinn lægi í rúminu, því að eg mundi eftir hve veiklulegur hann var á fæti, en stundum hélt eg að hann hefði farið burtu fyrir fult og alt og stúlkan og Northmour væru tvö ein í húsinu, og jafnvel þá kunni eg því illa. Hvort þau voru gift eða ekki var mér ó- kunnugt um en eg hafði séð nóg til þess að efast um vinskapinn milli þeirra.Þó að eg gæti aldrei heyrt neitt, sem þau sögðu né séð með vissu, nema endrum og eins svipbrigðin á andlitutn þeirra, þá voru þau eitthvað svo stirðleg í við- mótinu hvert við annað, að þau virtust óvinir. Stúlkan gekk hraðar þegar hún var með North- mour, en þegar hún var alein, en eg bjóst við að útivistin mundi hafa gagnstæð áhrif á göngu þeirra og tefja hana heldur en hraða henni. Ennfremur gekk stúlkan ætíð eins og þrjú fet frá honum og hélt regnhlífinni eins og hlífiskildi milli sín og hans.og fjarlægðist hann ætíð, er hann reyndi að nálgast hana á göngunni. Þótti mér það góð sjón og hló með sjálfum mér að þessu. Snemma morguns^ hins þriðja dags gekk unga stúlkan úti alein og sá eg mér til hrygðar að hún grét oftar en einu sinni. Eins og þið sjáið þá var hjarta mitt snortið, þótt eg vissi það ekki sjálfur. Hún var þrekleg en þó létt í spori og bar sig yndislega, svo að hvert spor hennar varð aðdáanlegt. Virtist mér að frá henni stafaði bæði blíða og tign. Dagurinn var svo blíður og hressandi að hún gekk í annað sinni úti þann dag, en nú var Northmour með henni og þau höfðu verið að- eins stutta stund á ströndinni, þegar eg sá hann taka hendur hennar að henni nauðugri. Hún braust um og rak upp hljóð, sem var næstum því vein. Eg stökk á fætur óminnugur þess hvernig á stóð fyrir mér en áður en eg hafði stigið eitt fet, sá eg Northmour hneigja sig berhöfðaðan fyrir henni, eins og hann bæði hana fyrirgefningar og lagðist eg þá aftur fyrir í fylgsni mínu. Þau skiftust á fáum orðum og því næst laut hann henni á ný og gekk svo heim að húsinu. Hann gekk nærri þar sem eg var, og sá eg að hann var dreyrrauður og hjó blómin sundur með göngustafnum. Ekki var það án ánægju að eg sá handbragð mitt í skrámu undir hægra auganu og myndarlegan svartan baug kringum augnatóttina. SJúlkan stóð tímakorn þar sem hann hafði skilið við hana og; horfði fram hjá höfðanum út yfir blikandi hafið, en alt í einu var eins og hún varpaði af sér áhyggjunum og safnaði kjark. tók hún að ganga með hröðum og ákveðnura skrefum. Vegna hugaræsingsins hafði hún gleymt því hvar hún var, og sá eg hana ganga beint að kviksandinum þar sem hann var verst- ur og hættulegastur. Tvo eða þrjú skref enn og líf hennar mundi hafa verið í hinni mestu hættu. Eg rendi mér því niður sandhæðina, sem var snarbrött, hljóp í áttina til hennar og sagði henni að stansa. • Hún gerði það og sneri sér við. Það var ekki spor af ótta í svip hennar og hún gekk beint upp að mér eins og drotning. Eg var berfættur og eins og venjulegur sjómaður nema að því leyti að eg hafði egypskan trefil um' mittið, og áleit hún mig líklega vera frá þorp- inu, í beituleit. Er eg sá hana þannig, tigulega og ákveðna á svip, þá fyltist eg aðdáun og undr- unar og mér fanst hún ennþá fegurri, en eg hafði gert mér hugmynd um að hún væri. Þetta álit mitt á henni var líka rétt. Því að hún breytti djarflega og kvenlega í senn og var sú framkoma hennar aðdáanlega og aðlaðandi. — Þannig var framkoma konunnar minnar alla hennar æfi. _ “Hvað á þetta að þýða?” spurði hún. “Þú varst í þann veginn að ganga út í kvik- sandinn,” svaraði eg. “Þú átt ekki heima hérna,” mælti hún. “Þú talar eins og mentaður maður.” “Eg vona að eiga það nafn,” sagði eg, “þó eg sé svona til fara.” En hún hafði nú tekið eftir treflinum. “ó,” sagði hún, “þessi trefill kemur upp um þig.” “Þú hefir viðhaft orðið að koma upp um,” mælti eg. “Mætti eg biðja þig að koma ekki upp um mig. Eg mátti til að koma fram úr felustáð mínum þín vegna, en ef Northmour kæmist að því hver eg er þá gæti það orðið mér verra en óþægilegt.” “Veist þú við hvern þú ert að tala?” spurði hún. “Ekki þó við konuna hans?” spurði eg í stað þess að svara. Hún hristi höfuðið, en alt af var hún að horfa á andlit mitt með athugulum vandræða- svip. Því næst mælti hún: “Þú hefir hreinskilinn svip. Vertu þá í breytni þinni eins, herra minn, og segðu mér hvað þú vilt og hvajð þú óttast. Heldur þú að eg geti gert þér nokkuð ilt. Þú hefir miklu meira tækifæri að verða mér til tjóns! En þú ert góðmannlegur. Hvað á það að þýða að þú se^m ert heldri- maður, skulir læðast eins og njósnari um þennan eyðistað? Segðu mér hver það er, sem þú hatar? “Eg hata engan,” svaraði eg, “og eg óttast engan heldur ef hann gengur beint framan að mér. Eg heiti Cassilis — Frank Cassilis. Eg flækist um landið að gamni mínu. Eg er einn af elztu vinum Northmours. Fyrir þremur dögum síðan, kastaði eg til hans kveðju hérna á melunum, en í stað þess að taka henni, lagði hann mig með hníf í öxlina. “Það varst þá þú?” “Hversvegna gerði hann það?” spurði eg hana'og leiddi hjá mér spurningu hennar. “Eg fæ ekki skilið það og langar ekkert til að vita það. Eg á ekki marga vini og sækist ekki eftir þeim, en enginn skal hræða mig brott frá þeim stað er eg dvel á. Eg hefi tjaldað hér áður en hann kom og er hér enn. Ef þú heldur að eg sé háskalegur þér eða þínum, frú mín, þá geþur þú ráðið bót á því. Segðu honum að eg sé hér og í nótt getur hann óhindraður myrt mig á meðan eg sef.” Að svo mæltu tók eg ofan í kveðju skyni og klöngraðist síðan inn á milli sandhæðanna. Eg veit ekki hvernig á því stóð, en mér fanst eg vera beittur óskaplegum rang- indum, og fanst mér eg vera hetja og píslarvott- ur í senn. Þótt eg hefði í rauninni ekkert mér til málsbóta, eða nokkra afsökun fyrir fram-' ferði mínu. Eg var þarna vegna forvitni, sem ekki var nema eðlilegt, og auk þess hafði eg annan tilgang, sem mér var á þessu stigi máls- ins ógerningur að segja þessari ungu, útvöldu stúlku hjarta míns frá. Því þetta kvöld hugsaði eg ekki um neina aðra en hana. Og þótt öll breytni hennar væri mjög tortryggnisleg, þá gat eg ekki tortrygt hana. Eg hafði lagt líf mitt að veði að hún var saklaus af öllu illu. Eins var eg sannfærður um það, að þegar alt kæmi fram í dagsljósið mundi hún reynast saklaus. En hvernig sem eg braut J heilann, fann eg enga skýringu á sambandi hennar og Northmours. En engu að síður var eg viss um sakleysi hennar, og var sá dómur • bygður á hugboði í stað skynsamlegrar reynsh’ og eins og eg hefi sagt, sofnaði eg þetta kvöld með hugsunina um hana undir koddanum. Næsta dag kom hún út til mín á sama tíma og var hún einsömul. Strax og hún var komin í hvarf frá húsinu kallaði hún á mig í lágum rómi. Eg furðaði mig á því hversu náföl hún var og virtist í mikilli geðshræringu. “Mr. Cassilis!” hrópaði hún; “Mr. Cassilis.” Eg kom strax niður í fjöruna og sá eg að henni létti í skapi er hún sá mig. “Æ”, stundi hún í hásum rómi, eins og henni væri mjög þungt fyrir brjósti. “Guði sé lof að þú ert ennþá heill á húfi. Eg vissi að þú mundir vera hér ef þú værir lifandi.” (Var þetta nú ekki undarlegt? Svona fljótt og viturlega, býr forsjónin hjörtu vor undir æfilanga sam- búð. Því bæði eg og konan mín höfðum bæði forspá um þennan dag. Eg hafði vonað að hún mundi leita mín, og hún var viss um að finna mig þarna.) “Vertu ekki lengur hér,” V bætti hún við í flýti. “Dveldu hér ekki lengur. Lofaðu mér því að sofa ekki lengur júti í skógin- um. Þú veist ekki hvað eg tek út. Eg sofnaði ekki dúr síðustu nótt vegna umhugsunar um þá hættu, sem þú ert staddur í.” “Hættu!” át eg eftir henni. “Frá hverjum stafar sú hætta ? Frá Northmour ?” “Nei, nei,” sagði hún. “Heldurðu að eg hafi sagt honum frá þér eftir það sem þú sagðir mér í gær?” “Ef hættan stafar ekki frá honum. Frá hverjum stafar hún þá?” “Þú mátt ekki spyrja mig um það,” svaraði hún, “því áð eg má ekki segja þér frá því, en þú mátt trúa því að þú verður að fara héðan. Farðu fljótt í burtu og flýttu þér, því að líf þitt er í hættu.” “Svona ákafi er aldrei vel fallinn til að hafa ungan gerðríkan- mann af höndum sér.” Þrái minn óx við þessa áskorun hennar og sór eg það nú við alt sem mér var heilagt áð vera kyr, og einstæðingsskapur hennar styrkti ennfremur ásetning minn. “Þú mátt ekki líta svo á að eg sé of fram- hleypin, frú mín,” svaraði eg, “en ef þessi stað- ur er svona háskalegur, þá gæti hann verið háskalegur fyrir þig líka.” Hún leit á mig ásakandi augnaráði “Fyrir þig og föður þinn”, bætti eg við, en hún hrökk við og tók fram í fyrir mér. “Föður minn! Hvemig veistu það ?” hróp- aði hún. “Eg sá ykkur saman þegar þið lentuð,” svaraði eg. Ekki veit eg hvernig á því stóð, en þetta svar virtist okkur báðum nægilegt. “En”, bætti eg við, “þú þarft ekki að óttast neitt frá minni hálfu. Eg sé að þú hefir einhverja á- stæðu til að fara huldu höfði, og þér er óhætt að trúa því að leyndarmál þitt er eins óhult hjá mér og ef það væri sókkið hérna niður í kvik- sandinn. Eg hefi varla talað við neinn árum saman; hesturinn minn er eini félaginn minn og jafnvel hann auminginn er nú ekki hjá mér. Af þessu máttu sjá að þér er óhætt að treystu þagmælsku minni. Svo segðu mér sannleikan, kæra ungfrú. Ertu ekki í hættu stödd?” “Mr. Northmour segir að þú sért heiðurs- maður,” svaraði hún, “og eg trúi því þegar eg sé þig. Eg mun segja þér þettá: Þú hefir rétt fyrir þér. Við erum í hræðilegri hættu stödd og sú hætta ógnar þér ef þú dvelur hér.” “Hvað þá ? Þú hefir heyrt Northmour tala um mig og hann ber mér vel söguna?” “Eg spurði hann um þig í gærkveldi. Eg lézt — eg Iézt hafa hitt þig fyrir löngu síðan. Það var ekki satt, en eg gat ekki að því gert nema þá að koma upp um þig og þú komst mér í þá klípu. Hann hrósaði þéx mjög mikið.” “Má eg spyrja þig eins, stafar þessi hætta frá Northmour?” “Frá Mr. Northmour!” hrópaði hún. “Nei, hann tekur þátt í henni með okkur.” “En þá ætlast þú til að eg flýi burtu. Þú hefir ekki mjög mikið álit á mér.” “Því ættir þú að bíða hér. Þú ert enginn vinur okkar.” Eg veit ekki hvað kom yfir mig, því að eg hafði aldrei fundið til svona beygjuskapar síðan eg var barn, en eg varð svo hryggur að augu mín fyltust tárum er eg starði í andlit hennar. “Nei, nei,”, mælti hún. “Eg sagði þetta ekki í neinum slæmum tilgangi.” “Það var eg sem fór of langt,” mælti eg og rétti henni hendina og eitthvað í svip mínum hrærði hana til meðaumkvunar, því að hún rétti mér hendina og það með ákafa. Eg hélt í hana og það dálítla stund. Það var hún sem kipti til sín hendinni og hljóp í burtu og gleymdi að ítreka bón sína. Hún hljóp án þess að líta við þangað til hún var komin í hvarf. Þá vissi eg að eg elskaði hana og hélt mér til hins mesta fagnaðar að hún væri mér ekki fráhverf. Oft og mörgum sinnum hefir hún neitað því síðar meir, en ætíð í gamni; eg fyrir mitt leyti trúi því ekki að handaband okkar hefði varað svona lengi ef hugur hennar hefði ekki horfið til mín á þeirri stund. En þetta skiftir nú ekki miklu máli, því samkvæmt því sem hún segir þá fór hún að fella hug til mín hinn næsta dag. En samt var næsti dagur ekki viðburðarík- ur. Hún kom og kallaði á mig eins og daginn áður. Ávítaði mig fyrir að dvelja þarna og þegar eg þverskallaðist, tók hún að spyrja mig hvenær eg hefði komið. Eg sagði henni frá því hvernig mörg atvik lágu til þess, að eg sá þau koma í land og eins hví eg hafði ásett mér að dvelja þarna áfram, vegna þess að mig langaði að vita um gesti Northmours, og eins vegna morðtilraunar hans við mig. Fyrri ástæðan býst eg við að hafi fallið henni í geð, því hún hélt að hún hefði verið orsökin og hrifið mig þegar eg sá hana í fyrsta sinni í fjörunni. Það léttir á samvizku minni að játa þetta nú, þar sem konan mín er nú hjá guði og veit nú alt og hreinskilni tilgangs míns líka, jafnvel í þessu atriði. Því á meðan hún lifði hafði eg aldrei hjarta í mér til að leiðrétta þessa skoðun henn- ar. Jafnvel smávægilegt Ieyndarmál í slíku hjú- skaparlífi sem okkar var, líktist rósarblaðinu sem hélt kóngsdótturinni vakandi. Nú beindist tal okkar í aðra átt og eg sagði henni frá hinni einmanalegu ferðamannaæfi minni. Hún hlust- aði á mig og sagði fátt. En þótt við töluðum eðlilega og um efni, sem engu varðaði þá vorum við bæði í unaðslegri hrifningu. Bráðlega varð hún að fara, og við skildum og samþyktum það eins og þegjandi að rétta ekki hvort öðru hend- ina, því að við vissum það bæði að milli okkar var það meiningarlaus athöfn. Næsta dag, sem var hinn fjórði, sem við þektumst, hittumst við á sama stað, en snemma um morguninn. Samfundir okkar voru innileg- ir en þó vorum við bæði feimin. Ennþá einu sinni talaði hún um hættuna, sem yfir mér vofði — og eg skildi að það var afsökun, til þess að fá erindi, en eg, sem hafði undirbúið langar samræður um nóttina, sagði henni frá hversu mjög eg væri henni þakklátur fyrir umhyggj- una, er hún bæri fyrir mér. Hvernig öllu stæði á sama um mig, og* hversu mér væri sjálfum sama um það. Eg hefði aldrei fundið til löng- unar að segja neinum frá högum mínum fyr en daginn áður. Alt í einu tók hún fram í fyrir mér með miklum ákafa og mælti: “Og samt mundir þú ekki svo mikið sem yrða á mig ef þú vissir hver eg væri.” Eg sagði henni að það væri brjálsemi, og þótt við hefðum aðeins þekst litla stund, þá skoðaði eg hana sem kæran vin, en þessar full- yrðingar mínar virtust auka á örvæntingu henn- ar. “Faðir minn er flóttamaður,” hrópaði hún. “En góða,” eg gleymdi að bæta við orðinu ungfrú, “hvað hirði eg um það. Ef eg værj flóttamaður fyrir tuttugu sakir, myndi þaÓ breyta aðstöðu þinni gagnvart mér. “En ástæðan, ástæðan er mjög niðrandi fyrir okkur”, hrópaði hún. Þetta var saga konunnar minnar, sem hún sagði mér með ekkþrungnum gráti. Hún hét Clara Huddlestone. Það hljómaði mjög vel í eyrum mínum, en ekki eins vel og hitt nafnið hennar, Calara Cassilis, sem hún bar yfir lengri hluta æfinnar, 'hlután sem guði sé lof, var ham- ingjusamari hlutinn. Faðir hennar, Bernard Huddlestone, hafði verið bankaeigandi í stórum stíl. Fyrir mörg- um árum síðan versnaði hagur hans og hafði hann leiðst út í það að reyna hættulega og loks glæpsamlega fjárglæfra, til þess að bjarga sér frá gjaldþroti. Alt varð þetta árangurslaust. Loks var svo komið að hann tapaði bæði eign- unum og ærunni í senn. Um þetta leyti var Northmour að biðla til dóttur hans, og sótti það mál mjög fast, þótt lítið gengi; og þá var það að Bernard Huddlestone, er vissi Northmour velviljaðan sér af þessum ástæðum, leitaði á náðir hans að bjarga sér. Það var ekki aðeins gjaldþrot og fangelsi, er hinn ógæfusami maður óttaðist. Hann virtist sáttur með það að Ienda í fangelsinu. Það sem hann óttaðist og hélt honum andvaka um nætur var eitthvert leynd- armál, sem líf hans var í hættu fyrir. Þessvegna var hann í felum og langaði til að sleppa til suðurhafseyjanna og það var í snekkju North- mours, “Rauða Jarlinum”, sem hann ætlaði að fara. Þetta skip hafði tekið hann um borð á laun, einhverstaðar á Wales ströndinni og hafði sett þau þarna í land þangað til hægt var að útbúa það og fá nægilegt fæði fyrir hina löngu ferð. Clara efaði ekki að hún væri borgunin fyrir £essa hjálp, því þótt Northmour væri kurteis og alminlegur þá hafði hann við nokkur tækifæri komið býsna frekjulega fram í orðum og athöfnum.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.