Heimskringla - 17.03.1937, Side 8

Heimskringla - 17.03.1937, Side 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. MARZ 1937 FJÆR OG NÆR Sækið messur í Sambandskirk j unni Þar fara fram tvær guðsþjón- ustur á hverjum sunnudegi eins og auglýst hefir verið áður, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Söngurinn er undir stjórn Bartley Brown við morg- un guðsþjónustuna og undir stjórn Péturs Magnús við kvöld- messuna. Allir hafa mikla á- nægju af að hlusta á hann. — Næstkomandi sunnudag messar prestur safnaðarins við báðar guðsþj ónusturnar. * * ¥ Messur í Vatnabygðum Sunnudaginn 21. þ. m. (Pálma sunnudag) Messa í Leslie kl. 2. e. h. Föstudaginn langa (26. þ.m.) Ensk messa í Wynyard kl. 2 eji. Ræðuefni: Death. Páskadaginn, (28. þ. m.) fs- lenzk messa í Wynyard kl. 2 e.h, (M. S. T.) “THERMIQTJE HEATERIÆSS PERMANENTS” THE ERICKSON’S BEAIJTY PARLOR 950 Garfield St. Open 9—6 p.m. Phone 89 52* ÍSLENZKA BAKARÍIÐ 702 SARGENT AVE., Winnipeg Einasta íslenzka bakaríið i borginnd Vörur sendar heim samstundis og um er beðið. — Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og vel. Sími 37 652 Munið eftir laugardags- skemtikvöldunum og sækið þau í samkomusal Sambandskirkjunnar. Þau fara fram undir stjórn yngri kvenna safnaðarins og eru bæði fjörug og skemtileg. Þau hefjast með spilasamkeppni, og enda með kaffidrykkju, leikjum, söng og gamaldags dönsum. Dregið er um verðlaun á hverju laugar- dagskvöldi, og fara allir heim til sín betri menn og konur, léttari í huga og lund, fyrir að hafa get- að skemt sér um dálitla stund í góðum félagsskap. Þér megið. ó- mögulega missa af þessum skemtunum. Komið öll! * * * Sækið samkomuna í Sam- bandskirkju í kvöld . Þar skemt- ir G. J. Guttormsson með kvæða- upplestri, Watson Kirkconnell með ræðu, barnakór syngur und- ir stjórn R. H. Ragnars, Mrs. K. Jóhannesson syngur einsöng. — Enginn inngangseyrir, en sam- skota verður leitað til styrktar sumarheimili barna, sem gert er ráð fyrir að reisa á bökkum Win- nipeg-vatns við Hnausa. Méð því að sækja þessa samkomu er tvent unnið: Þú skemtir þér og styður umjeið gott málefni. * * * Stórt' og bjart herbergi með Sleeping balcony til leigu að 591 Sherburn'. Sími 35 909. * * * Þriðjudaginn 23. marz 1937, spilar ungfrú Pearl Pálmason yfir útvarp CKY kl. 10.30 að kvöldinu. Tilkynning Til Islenzkra Viðskiftavina Hér með gerist almenningi til vitundar, að við undirritaðir synir ólafs heitins Thorgeirssonar prentsmiðjueiganda, höfum ákveðið að halda prentsmiðjunni áfram undir nafn- inu Thorgeirson Company, 674 Sargent Ave., Wninipeg, og þar af leiðandi skulu allar ógreiddar skuldir fyrir Alman- akið, bækui1 og annað, greiðast þangað. Við höfum í hyggju að halda Almanakinu áfram og munum á sínum tíma gera almenningi aðvart um frekari ráðstafanir í þá átt. Winnipeg, 16. marz, 1937. Geir Thorgeirson ólafur S. Thorgeirson SKEMTISAMKOMA í KVÖLD Til arðs fyrir væntanlegt sumarheimili barna verður haldin í kirkju Sambandssafnaðar MIÐ\TÍKUDAGINN, 17. þ. m. undir forstöðu Kvennasambands hins Sameinaða kirkjufélags TIL SKEMTUNAR VERÐUR: 1. Ávarp forseta...........Mrs. S. E. Björnsson 2. Barnakór......undir stjórn Ragnars H. Ragnar 3. Vocal solo..............Mrs. K. Jóhannesson 4. Ræða............Prófessor Watson Kirkconnell 5. Violin solo.................Mrs. Wm. Hurst 6. Lesin kvæði.............Gutt. J. Guttormsson 7. Barnakór......undir stjórn Ragnars H. Ragnar Inngangur er ókeypis en samskota verður Ieitað. Hér er um verulega skemtun að ræða. Fjölmennið. Samkoman byrjar kl. 8.30 e. h. I T I I I Frónsfundur — Þjóðræknisdeildin “Frón” i heldur skemtifund í G. T. húsinu ; (efri sal) þriðjudaginn 23 marz, kl. 8 e. h. Þar fer fram kapp- ræða sem fjórir ungir ræðugarp- ar íslenzkir taka þátt í, um hvort ekki sé heppilegra að meiri á- herzla sé lögð á kenslu í hagnýt- um og verklegum efnum en bók- legum í háskólum. Kappræðu- menn eru: Thorv. Pétursson, M.A., Einar Árnason, B.Sc.,1 Heimir Þorgrímsson fyrv. ritstj. i Lögbergs og Tryggvi Oleson, \ M.A. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson les upp og fer nokkrum orðum um I kvæðabók P. S. Pálssonar: Norð-1 ur-Reykir. Frank Halderson syngur einsöngva. Jóhannes Pálsson leikur á fiðlu. Allir velkomnir — enginn inn- gangseyrir né samskot. Stjórnarnefnd Fróns * * ¥ Um síðustu helgi lézt í River- ton, Man., bænda-öldungurinn | Þorgrímur Jónsson á Akri. Hann var fullra 95 ára að aldri, fædd- ur á Álfgeirsvöllum í Skagafirði j 5. nóv. 1841. Til Ameríku flutti i hann 1876, nam land er hann j nefndi Akur það haust, og hefir! búið þar síðan. Árið 1871 gift- ist Þorgrímur Steinunni Jó- hannsdóttur. Er hún dáin fyrir nokkrum árum. -Eignuðust þau 3 börn. Eru tvö á lífi, Sigrún, kona Jóns Sigvaldasonar að Akri, þar sem Þorgrímur hefir dvalið hjá síðustu árin og Mar- grét, gift Ásmundi Eyjólfssyni í Winnipeg. Þorgrímur var gáfu og merkismaður og verður minst sem verðugt er síðar. ¥ ¥ ¥ Icelandic National League Millenial Trophy The trophy competition will take place at Selkirk, March 20. 1937, first game commencing 5.00 p.m. sharp. Twenty-five í cents admission to all games. All j competing teams must be on hand in good time. Teams com- peting this year will be from Arborg, Gimli, Selkirk and Win- nipeg. As further entertain- ment, a dance and refreshments will be in the Community Hall afterJhe games. The Committee ¥ ¥ * Home Cooking Sale Þriðja og fjórða deild, eldra kvenfélags fyrsta lútherska! safnaðar, efnir til mjög vand-j aðrar útsölu á heimatilbúnum [ mat, föstudaginn 19. þ. m. í sam- komusal kirkjunnar. Salan byrjar kl. 3 e. h. ogj st^ndur fram eftir kveldinu. — Einnig verða þar seldar kaffi- veitingar þeim sem hafa vilja. ¥ ¥ ¥ Ungfrú Pearl Pálmason, sem um þrjú ár hefir stundað nám íj fíólínspili í Toronto, og nú er kominn til Winnipeg heldur hjómleikasamkomu í Fyrstu lút. j kirkju á Victor St., 1. apríl n. k. Nánar auglýst síðar. ¥ ¥ ¥ Dr. A. B. Ingimundson verður væntanlega staddur í Riverton Drug Store þriðjudaginn 23. þ. m. í tannlækningaerindum. DO YOU PLAY 0 BRIDGE? 0 The Junior Women of the First Icelandic Federated Church cordi- ally invite you and your friends to play Bridge Saturday nights, start- ing February 20th in the Church Parlors, Sargent and Banning. Unusual prizes being offered. Refreshments served, followed by sing-song and dancing. Come and enjoy a real sociable evening with your friends. ADMISSION 25c Brídge starts 8:15 sharp Á járnbrautum var niðursett fargjald um síðustu helgi. Hefir því margt manna úr öllum átt- um verið statt í bænum yfir helgina. Við þessa íslendinga urðum vér varir: Frá Hnausum Stefán Halldórsson . Mrs. Guðnýju Finnsson Jakob Frímann Einar Martin. Frá Gimli: Jóhann Guðmunds., Stadfeld Frá Árborg: Mrs. S. Oddson Vestan frá Saskatchewan heyrðum vér að margir hefðu verið hér á ferð, en um nöfn er oss ekki kunnugt. ¥ ¥ ¥ Mrs. Arnþrúður Goodman frá Wynyard, Sask., var stödd í bæn- um yfir helgina. ¥ ¥ ¥ Guttormur skáld Guttormsson frá Riverton kom til bæjarins í morgun. Hann les upp kvæði eftir sig á samkomu í Sambands- kirkjunni í kvöld. ¥ ¥ ¥ Tilkynning Við undirritaðar höfum ákveð- ið að fara norður til Gimli 22. marz og hafa þar með hönduin “permanent waving” og hvað annað sem að “heirdressing” lýt- ur í eina eða tvær vikur. Alt verk ábyrgst. SnyrtistoÉan verð- ur í Hólms-rakarabúð á Gimli. Konur á Gimli og í grendinni sem vildu hagnýta sér þetta, eru beðnar að minnast þessa. Sigga og Thelma Eiríksson Winnipeg. ¥ ¥ ¥ Þakkarorð Alúðarfylstu þakkir mínar eiga línur þessar að færa, öllum þeim, er á einn eða annan hátt aðstoð- uðu/tnig og hjálpuðu mér, bæði í sjúkdómsstríði og er dauða konu minnar, Steinunnar Frímann bar að höndum. Sérstaklega þakka eg hjálp mér veitta af Sveini kaupm. Thorvaldssyni í River- ton, einnig aðstoð Gísla kaupm, Sigmundssonar, við útförina og á annan hátt. Þá vil eg og þakka bæði skyldmennum og vanda- lausum blómagjafir og samúðar- skeyti, við útförina og tilnefni sér í lagi dætur hinnar látnu, Page-bræðurna og Mrs. Ellu Jónasson. Einnig þakka eg Mrs. Björgu Bowman, dóttur minni, alla aðstoð og hjálp er hún veitti mér. Nágrönnum og sveitung- um þakka eg ýmsan kærleika mér auðsýndan. Jakob Frímann, Hnausa, Man. HERÚTBÚN AÐUR Þó að Joseph Thorson sé í slæmum félagsskap í stjórnmál- um, þá finst mér hann eiga þakkir skilið fyrir að hafa, eftir þingfréttum að dæma, að svo miklu leyti stutt frumvarps-til- lögu Grant MacNiels frá Norður- Vancouver, að hann er óhikað mótfallinn stjórnarfrumvarpinu um aukinn herútbúnað af Can- ada hálfu, sem nú er í aðsígi og liggur til umræðu fyrir sam- bandsþinginu, og sem að sjálf- sögðu verður samþykt þar sem liðsmunur verður efalaust látinn ráða rúslitum.t Svo er látið heita að þessi aukni útbúnaður og þrjátíu og fimm miljóna kostn- aður (þessa árs áætlaður við- auki $13,000,000), eigi aðeins að vera til landvarnar, og forsætis- ráðherra og fleiri hafa neitað því að tilgangurinn sé sá að hjálpa Bretum þó að í stríð slæist. * MacNiels tillaga er aftur sú að- aftaka nokkurn aukin herút- búnað og ásakar um leið það stjórnarfyrirkomulag sem ó- þvingað veitir fjárframlög til þeirra hluta sem til hernaðar og eyðileggingar leiða, en þurfi í öllu að spara til framfara og uppbyggilegs starfs, og jafn- framt fari almenningur á mis við lífsnauðsynjar og alt sé á völtum grundvelli í landinu sjálfu. Þessa tillögu hafa í umræðum aðeins C.C.F. menn stutt, og a. m. k. óbeinlínis J. Thorson og annar libreal þingmaður (Par- ent, Quebec) sem telja sig mót- fallna stjórnarfrumvarpinu. — Afturhaldsmenn (Conserva- tives) hafa setið hjá afskifta- lítið en allir vita á hvern veg þeirra atkvæði munu falla. Þessi málefni rista djúpt, en svo er nú vel um búið að almenn- ingur fylgist ekki með og skilur ekki tildrögin sem hernaði valda, og jafnvel þegar til alvöru kem- ur og stríð skellur á þá lætur fólk enn dragast á tálar og finnur einhverjar orsakir og ástæður til afsökunar þess að horfast í augu við sannleikan. Það stendur í sjálfu sér yfir stríð á meðan að fjöldinn þarf öllu að fórna og öllum sínum kröftum að verja til baráttu fyr- ir tilverunni einni. Á meðan að þjóðir, samsteypufélög og ein- staklingar á sviði viðskiftalífs • ins hafa það efst í huga að skara hver eld að sinni köku, og á meðan að annars vegar er fjöld- inn þrælandi líðandi og snauður, en hins vegar hluthafar auð- valdsins sem blindir eru fyrir á- standi allra þeirra sem bágt eiga. Svo er grundvöllur núverandi fyrirkomulags; og því óhjá- kvæmilegt að öllu hljóti fyr eða síðar að hleypa í bál og brand. Spursmálið er því, þegar við veljum erindsreka til að mynda okkar lands-stefnu, hvert að við viljum þetta fyrirkomulag eða hvert að við kjósum að breyta til og freista þess að byggja upp á nýjum grundvelli. Þegar að kjarnanum kemur sýnist því að með atkvæðisrétt- inum hafi fjöldinn vald til að segja hvort að aukin skulu fram- lög til herútbúnaðar. Sér til málsbóta halda margir því fram að herútbúnaður til landvarna sé óumflýjanlegur og aðeins gerður í þágu friðar- ins, en reynslan hefir sýnt að þær þjóðir sem öflugt búast til ófriðar hafa ætíð lent í stríði, og þegar í ófrið er komið er um seinan að velja eða hafna þá er þ^ð eitt aðeins fyrir höndum, að berjast. Nú er því tíminn til að skera úr hvert við kjósum frið eða ófrið. Þeir sem búast í stríð með opnum augum af því að þeir vilja ófrið eru þeir einir í þessum málum sem vitlega fara að og eru sjálfum sér samkvæm- ir. Það er lífskenning nokkurra manna eins og Mussolini og Úitlers ,að stríð sé nauðsynlegt og óhjákvæmilegt, að barátta sé náttúrunnar lögmál, að sá sterki eigi að sigra og njóta sigursins. Og þeir halda því fram að mesta nautn og mesta hrifning manns- ins liggi í því að berjast. Tregt er þó að trúa því að þeir sem tóku þátt í stríðinu mikla og á vígvöll fóru, muni fylgja þeirri stefnu. Þeir sem sáu alla þá hörmung og eyðilegging, vega þurftu aðra bræður sína senj andstæðir urðu að vera, og síðan hafa með svipi fyrir sjónum ringlaðir ráfað um á milli lífs og dauða. G. F. Guðmundsson t Grein þessi er skrifuð fyrir tveim vikum. \ , Ritstj. MESSUR og FUNDIR I lcirkiu SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnefndin: Funólr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsta mánudagskveld 1 hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundlr annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldlnu. Söngæflngar: íslenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðimar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. LYNG-KIRSIBER jvvgi Lyng-kirsiberin vaxa UPP af fræi á fyrsta ári. Rau3- Kívgul á lit, á stærð ^ ' við venjuleg kirsi- I W - ber. óviðjafnanleg í pae og sýltu. Einnig mjög góð til átu ósoðin, á sama hátt og jarðber. Ef þurkuð i sykri jafngilda þau rúsínum fyrir kökur og búðinga. Afar ávaxta- mikil. Geymast lángt fram á vetur ef höfðu eru á svölum stað. Pantið út- sæði strax. Bréfið á 15c, burðargjald ; 3c; y2 únza 50c póstfrítt. | SÉRSTAKT KOSTABOЗ10 fræ- pakkar af margskonar nytsömum ný- fundnum garðávöxtum (ofannefnd ber meðtalin) er vekja undnm yðar og gleði, allir á 65c póstfrítt. | ÓKEYPIS—Krýningar verðskrá I auglýsir 2000 frætegimdir I DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Aðeins vika til Páska Bíðið ekki. Quinton’s SANITONE hreinsun g e r i r fötin yðar vorleg í samræmi við árstíðina. Sendið oss strax: HATTA— HANSKA— FÖT— KJÓLA— Hringið 42 361 — Herra ritstjóri, eg hefi heyrt að í blaði yðar hafi staðið, að eg væri sá mesti svindlari, sem nokkurn tíma hefði þekst á guðs grænni jörð. — f mínu blaði? Getur ekki verið! Það flytur aðeins nýjustu fregnir. THOR GOLD Mining Syndicate NAMURNAR ERU 20 MILUR AUSTUR AF KENORA, ONT., VIÐ ANDREW FLÓA — LAKE OF THE WOODS Félagið hefir umráð á 400 ekrum í námulandi við Andrevv Bay, Lake of the Woods í Ken- ora-umdæmi. Sýnishom af handahófi í nám- unni hafa reynst frá 50c upp í $40,000 úr tonninu og í Channel Samples eru frá 60c upp í $60.00 í tonninu. KAUPIÐ NÚ— A $10 IIVERT UNIT (300—500 hlutir í Unit) Thor Gold Mining Syndicate Head Office: 505 Union Tmst Bldg., Winnipeg Man. Ráðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifari og féhirðir: SKtJLI BENJAMINSON Whittier St., St. Charles, Man. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Það er þjóðræknisatriði - að kaupa íslenzkan mat og neyta hans! Þar sem eg enn hefi töluvert eftir af vörum þeim sem eg fékk frá íslandi í vetur, og af því að það er nauðsynlegt að þær selj- ist sem fyrst hefi eg ásett mér að setja verðið niður sem hér segir. Þetta er langt fyrir neð- an markaðs prís, en vegna óum- flýjanlegra ástæða verð eg að losast við allar þessar vörur. Harðfiskur.....18cpundið Kryddsíld......25c dósin Mjólkurostur ... 40c pundið Síma og póstpantanir afgreiddar tafarlaust. G. FINNBOGASON Sími 80 566 641 Agnes St. Wpg.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.