Heimskringla - 31.03.1937, Síða 1

Heimskringla - 31.03.1937, Síða 1
LI. ÁRGANGUR NÚMER 26. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 31. MARZ 1937 HELZTU FRETTIR framkvæmd, og að þeir hafi grip- Járnbrauta-verkfalli afstýrt Járnbrautaverkfalli, sem vof- að hefir um skeið yfir í Canada, hefir verið afstýrt. Eins og kunnugt er stóð þannig á þessari deilu, að laun járnbrautaþjóna voru lækkuö um 10% á kreppuárunum. Þar sem vöruverð hefir nú talsvert hækkað og framfærslukostn- aður þótti járnbrautaþjónun- um ekki ósanngjarnt, að krefj- ast þess, að kaup þeirra væri hækkað í það, sem það áður var. En nefnd sem sambandsstjórnin og járnbrautafélögin komu sér saman um að láta gera út um málið var á móti launahækkun- inni í svip að minsta kosti. Hefir síðan litið út fyrir, að járn- brautaþjónar gerðu verkfall. En á fundi í Montreal s. 1. mánudag, sættust járnbrautaþjónar og járnbrautafélögin á það, að kaup verkamanna sé hækkað smátt og smátt t. d. um 1% 1. apríl og aftur um 1% 1. júní, 1. ágúst, 1. okt., 1. des. Svo á að hækka kaupið um 2% 1. febrúar 1938 og önnur 2% í byrjun marzmán- aðar það ár. Fyrsta apríl 1938 verða því launin hækkuð um 10%, (þar með talin 1% hækkun sem þegar hefir verið veitt) sem verkamenn fóru fram á. Það er gefið í skyn í blöðun- um að verkamenn hafi unnið stóran sigur í þessari deilu. Vér sjáum ekki að svo sé þar sem þeir verða að bíða í heilt ár eftir endanlegri uppfyllingu á kröfum sínum. En að sættast var eigi að síður skynsamlegt. Járnbrauta- félögunum kemur það vel og ef satt er sagt um það, að járn- brautaþjónar sé bezt launaður verkalýður þessa lands, er von- andi, að honum reynist það ekki um megn, að hafa slegið af kröíu sinni. Bylting í her Francos f her Francos, uppreistarfor- ingja á Spáni var gerð alvaríeg tilraun til byltingar um síðustu helgi. Ýmsir háttstandandi menn í her Francos, sem að ráðslagi foringja síns geðjaðist ekki, tóku sig saman og ætluðu að binda enda á þetta byltingafargan hans með því að rísa öndverðir gegn honum. Þeir reyndu að ná þeim sem í tugthúsunum í Malaga eru út og ætluðu að fá þeim vopn í hendur til sóknar með sér. En þetta tókst ekki vegna þess, að þýzka leynilögreglan á Spáni komst á snoðir um það og kom því upp. Voru 18 leiðtogarnir skotnir án nokkúrra vífilengja um það. í Tetuan í Morokko var einnig farið að brydda á uppreist í liði Francos. Voru 30 skotnir af þeim, sem helzt þóttu þar við þetta riðnir. Frá Gibraltar bárust síðar fréttir um að í borgunum Alge- ciras, Lan Linea og San Rogue hefðu um 50 hermenn úr liði Francos verið skotnir og um 200 fangar úr liði stjórnarhersins í hefndarskyni. Nokkra ítali, sem kvörtuðu undan vistinni hjá Franco, lét hann einnig skjóta. Vestra um páskana Joseph Thorson, þ. m. fyrir Selkirk-kjördæmi dvaldi hér vestra um páskana. Meðal ann- ars er hann sagði frétta, var að Selkirk-brúin yrði senn opnuð til almennra nota og án nokkurs tolls. Hefir sambandsstjórnin veitt $1,500 fjárhæð til starfs- reksturs brúarinnar árlega í 4 ár, en verði kostnaðurinn meiri en því nemur, greiðir fylkis- stjórnin, Selkirk-bær og St. Cle- ment-sveit það. Mr. Thorsoli samdi við hlutaðeigendur um þetta meðan hann var hér vestra fyrir hönd sambandsstjórnarinn- ar. Landarnir í máli við Bandaríkja-stjórnina í bréfi frá vini Heimskringlu í Norður-Dakota, segir frá því, að stjórn Bandaríkjanna hafi fyrir nokkru ákveðið að koma upp friðunarstað fyrir fugla í Mouse River dalnum, skamt frá Upham En til þess þurfti að kaupa þar sjö jarðir. Bændur sem jarð- irnar áttu, voru ekki ánægðir með verðið, sem -stjórnin (eða the Biological Survey, er um kaupin sá) bauð fyrir þær og vildu ekki selja. Fór málið fyrir dómstólana í Devils Lake nýlega. Var þessum 7 bændum dæmt um $18,000 meira fyrir jarðirnar, en stjórnin bauð þeim í fyrstu. Þeir hlutu frá $5 til $6.25 meira fyrir hverja ekru. Það -sem frétt þessari fylgir er að það hafi flest verið fslend- ingar,.er jarðirnar áttu og í mál fóru við landstjórnina. Málið fyrir réttinum sóttu fyrir hönd bænda landarnir Nels G. Johnson lögfr. í Towner og A. Benson lögfr. í Bottineau. Stjórnin gerir þarna tjarnir og annað til þess að draga fugla að þessum stað. Bændurnir geta verið á jörð unum þar til fyrsta október 1937 og heyjað á þeim og fært sér þær á allan hátt í nyt, nema þann hluta af þeim, sem Biologi- cal Survey þarf með. önnur frétt frá Dakota William Goodman í Upham, N. D., hefir nýlega tekið við stöðu við gróðrarstöð í Norton, Kansas, sem aðstoðarstjórnandi. The Norton Greenhouses kvaðu vera stór gróðrarstöð, og staða Mr. Goodmans við hana vel laun- uð. Mr. Goodman hafði lært fag sitt í tvö ár í North Dakota School of Forestry. Landstjóri Canada heimsækir Roosevelt i Síðast liðinn mánudag kom landstjóri Canada og frú hans til Washington. Þau voru að heim- sækja Mr. og Mrs. Roosevelt og endurgjalda forsetanum með því heimsókn hans til Canada s. 1. sumar. Frá viðtökunum er ó- þarft að skýra. Þær voru ekki einungis hinar virðulegustu, heldur einnig hinar vinalegustu. Frá Alberta Frá þinginu í Alberta hafa þær fréttir borist, að í gær hafi einn' fjórði af fjárveitingu árs- ins, eða rúmir 6 miljón dalir, verið samþyktir, en meira ekki. Er haldið fram að veiting þessi eigi að nægja þar til fyrsta júli, en þá skuldbindur stjórnin sig til að vera búin að koma social credit hugmyndinni í fram- kvæmd. Þetta er í fyrsta sinni sem aðeins nokkur hluti af f járlógun- um hefir verið samþyktur á nokkru þingi. Ep ástæðan fyrir því lítur út fyrir að vera sú, að nokkrir þingmenn í flokki Aber- ið þetta ráð, að fresta samþykt f járlaganna, til þess að flýta því. Á þinginu á nú að kjósa þriggja — eða fimm manna nefnd til þess að leggja ráðin á hvernig koma eigi social credit hugsjóninni í verk. Ætla sum- ir, að þá gefist á ný tækifæri, að fá Major Douglas til aðstoðar stjórninni við það verk. Hvað er um vinnulauna-skattinri? Mr. L. St. George Stubbs gerði tillögu á Manitoba þinginu ný- lega um að afnema með öliu vinnulaunaskattinn. Tillagan kom til umræðu í þinginu s. i. mánudag og var reynt að fá stjórnina til að láta ganga til at- kvæða um hana. En forsætis ráðherra, John Bracken, ská- gekk tillöguna og áleit bezt að leggja hana til síðu þar til fjár- lögin væru íhuguð. Mr. Stubbs lokaði samt umræðum á þing- inu í gærkveldi svo búist er við, að harih ræði málið í dag. Fov- sætisráðherra er sjáanlega ekki vel við þessa tillögu, enda eiga andstæðingaflokkar stjórnarinn- ar á þinginu erfitt með að greiða atkvæði á móti henni, því þeir lofuðu hver og einn að afnema þennan skatt í kosningunum. AI- menningur bíður með óþreyju eftir því að sjá hvernig þing- menn greiða atkvæði um afnára vinnulaunaskattsins. Hann er gleggri mælisriúra en margir ætla á því hvernig þingmenn líta á skyldur sínar og ynna þær af hendi á þingi. 0 FRÉTTALAGÐAR Það getur farið svo, að í Mani- toba verði að lögum gert, að gera andlega veiklaða menn ófrjóa, svo þeir eignist ekki afkvæmi. Þessu hefir verið hreyft á fylk- isþinginu. Tala þeirra sem á vit- firtra stofnunum eru, hækkar stöðugt í fylkinu og er þessa stundina um 4,000. * * * Mussolini segist ekki senda neina til krýningar George Vi'. Bretakonungs 12. maí í vor, vegna þess að stjórnin á Bret- landi hafi boðið Haile Selassie Ethíópíu keisara að senda fuil- trúa þangað. * * * Effel-turninn í París kvað eiga að rífa niður. Verkinu er ætlast til að verði lokið 1939, en þá eru rétt 50 ár síðan turninn var reistur. * * * Úr herliðinu hafa verið valdir 273 menn til þess að vera við krýningu Bretakonungs, sem hersveit frá Canada. * * * Nefndinni, sem sambands- stjórnin skipaði til þess að rann- saka verð akuryrkju verkfæra og sem W. G. Wier, frá Cypress River stjórnar, var nýlega sagt að búnaðar-áhöld öll mundu bráðlega hækka í verði. Það er fróðlegt að vita, hvað nefndin gerir við því. * * * Stjórnin á Spáni vinnur hvern sigurinn af öðrum. Hún hrakti á Suður-Sppáni ítali hroðalega af hólmi. Er sagt, að fátið hafi verið svo mikið á ítölum á flótt- anum, að þeir hafi skotið hverir aðra niður. Þjóðverjar sem eft- ir öllu taka, kváðu vera að gefa því alvarlegan gaum hvort ítalir séu til nokkurs nýtir, sem her- menn. Eftir framkomu þeirra á Spáni að dæma, eru þeir ekkert hrifnir af þeim. Skotland Yard er að kenna 100 hestum þær kúnstir, að ganga upp og ofan stiga. Hest- arnir eiga að sýna þessa list sína á krýningar hátíð George VI. 12. maí. * * * í byrjun þessarar viku flutti Edward Windsor frá Enzesfeld til Appesbach í Austurríki. Er hinn nýi bústaður hans góð vist- arvera, en samt um $1,500 ódýr- ari á mánuði, en Enzesfeld kast- ali. Edward Windsor hefst þarna við um mánaðar híma. Að því búnu bregður hann'sér til Parísar að hitta Mrs. Simpson. Hvort þau setjast að í Appes- bach eftir giftinguna, er óvíst um. ATHYGLISVERÐ SaMKOMA Samkomustaðurinn er Good Templara-salurinn hér í borg. Fimtudaginn 15. apríl er ákveð- ið að halda þar samkomu, sem ætti að vekja eftirtekt fram yíir flest ef því er skeð hefir í sam- kvæmislífi fslendinga í Winnipeg á þessum vetri. Vil eg nú færa að því nokkur rök. Samkoman er til arðs fyrir Jóns Bjarnason- ar skóla. Hann hefir ekki haídið margar samkomur á þessum yetri. Sanngjarnt væri því að ætlast til fjölmennis, þó engin yæri ástæðan önnur en þessi. En langt er frá því að það sé tilfell- ið. Það sem þar* er boðið al- menningi ætti að minsta kosti að íylla húsið: fyrirlestur sem dr. Rögnvaldur Pétursson flytur og söngur Karlakórs íslendinga í Winnipeg.' Má vera að eitthvað bætist við á þessa skrá síðar. Allir, sem líklegir eru að sækja þessa samkomu vita hversu ynd- islega karlakórinn syngur. Hmn mikilhæfi söngstjóri kórsins hef- ir góðfúslega lofað að leika á píano, auk söngsins. Að kjmna fyrirlesarann, Dr. Pétursson, gerist ekki þörf, ef um það eitt er að ræða að láta menn vita hver hann er, því tæpast er til sá Vestur-íslend- ingur, að hann ekki kannist við Rögnvald Pétursson. En þeir sem ,vel þekkja hann vita, að hann er maður frábærum gáfum gæddur og miklum mannkostum •búinn. Hann er lærdómsmaður með afbrigðum og klæðir hugs- anir sínar í búning með snild. Ef hann flytur fyrirlestur mega menn búast við erindi með sterk- um tilþrifum. Þar er hin full- komnasta ástæða til að sækja þessa samkomu. samkomuna hefir athugað það, að einstaka maður sem hefði einnamesta löngun til að hlýða á þetta mál gæti ef til vill ekki borgað hátt verð. Hún hefir því afráðið að bjóða skilyrðislaust öllum til samkomunnar og láta vilja og ástæður ráða því, hvað hver gefur. Frjálsar gjafir til málefnisins en ekkert skyldu- gjald. A^ir Velkomnir! Látið þetta berast um fslend- ingabygðina í Winnipeg. Hvar sém maður hittir kunningja sinn berist þetta í tal. Munið eftir samkomunni í Good Templara salnum fimtu- daginn, 15. apríl. Rúnólfur Marteinsson LTTANRÍKISMÁLIN 1 HENDUR ÍSLENDINGA 1943 Þingsályktunartillaga, í sam- ræmi við samþykt flokksþings- ins verður lögð fram í dag af fulltrúum stjórnarflokkanna i utanríkismálnefnd. f dag verður lögð fram á Al- þingi af fulltrúum stjórnar- flokkanna í utanríkismálanefnd þingsályktunartillaga þess efnis, að þingið feli ríkisstjórninni að hefja þegar undirbúning til þess að ísland geti verið undir það búið 1943 að taka að fullu með- ferð utanríkismálanna í sínar hendur og leggja tillögur um það fyrir Alþingi. Eins og áður hefir verið skýrt frá í blaðinu, var samhljóða á- lyktun gerð á flokksþingi Fram- sóknarmanna og formaður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson, hefir undanfarið bæði hér í blaðinu og Tímanum ritað ítarlegar greinar um þetta mál og ýmsar leiðir til úrlausnar i Lsambandi við það. —N. Dbl. 27. febr. SLYSAYARNAFÉLAG ÍSLANDS beitir sér fyrir slysavörnum á íslandi Rvík. 3. marz. Síðastliðins árs mun verða minst sem eins hins hörmuleg- asta um langt skeið, um slysfar- ir á hafi úti og við strendur landsins. Á árinu hafa drukn- að 71 íslenzkir menn, þar af ein íona. f skýrslu, sem forseti Slysa- varnafélags íslands gaf á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var fyrir skömmu upplýsti hann: að af þessum 71 manns hefðu 19 faris af síldveiðagufuskipi “örnin”, 12 af vélbátum yfir 12 smálesta, 12 af opnum vél- bátum, 11 druknuðu við, eða út af bryggjum, 4 druknuðu af árabátum fast við land, eða jafnvel inn í höfn, 4 druknuðu í ám og vötnum, 3 féllu fyrir borð af togurum, 4 fellu fyrir borð af mótorbátum og drukn- uðu, 1 féll niður um sjávaris og druknaði, samtals 71 fs- lendingur. Af þessu yfirliti sést að 20 manns hafa druknað, í ám og vötnum, út af bryggjum, af ára- bátum þétt við land, jafnvel innanhafnar, niður um ís o. s. frv. 51 maður hefir þá raunveru- lega druknað af fiskiflotanum á hafi úti. Franskir menn fórust 39 hér við land á árinu, og 5 norskir. — Mintust fundarmenn þessa, með því að rísa úr sætum sínum. Skipströnd og bátstapar. 6 vélbátar yfir 12 smálestír fórust á árinu, og 1 undir 12 smálestir, 1 vélbátur brann, 1 togari sökk, 1 síldveiðagufuskip fórst, 6 opnir vélbátar er talið að hafi eyðilagst. Útlend skipströnd á árinu Forseti gat þess að á árinu nefðu verið settar upp 11 björg- unarstoðvar í viðbót við þær 25 er fyrir voru, væru þær því 36 nú. Þá gat hann þess að nú væri búið að bjóða út byggingu björgunarskútunnar hér heima og erlendis. Væri von á tilboö- um 15. marz n. k.—Mbl. ÓPRESTLEG TÍUNDASVIK Lögberg frá 11. marz tekur upp ritsmíð úr Sameiningunni eftir séra Jóhann Bjarnason sem heitir: “Ferð til Vatnabygða.” Mér finst þessi ferðasaga skrif- uð í þeim anda að hún megi ekki óumtöluð fara framhjá Vestur- íslendingum, allra sízt Vatna- bygða-búum. Þegar presturinn er búinn að koma sér í mjúkin hjá heilmörg- um bygðarmanna telur hann fram eins og hann kallar það “fasta” og “búsetta” presta bygðarinnar frá byrjun, og telur svo fram fimm en dregur und- an fimm og eru það tíundarsvik sem um munar. Ekki getur séra Jóhann dregið þessa fimm presta undan í fram- talningunni vegna trúarskoðana þeirra nema hann sé ekki lengur lúterskur á sömu vísu og þjóðin heima á gamla landinu, því þeg- ar einn af þessum fimm ófram- töldu prestum kemur heim til föðurlandsins, er hann valin til að kenna prestsefnum þjóðar- innar, og með því viðurkendur rétttrúaður á vísu kirkjunnar á íslandi og allir vita sem vilja vita að hinir fjórir prestarnir voru og eru sömu trúarskoðana og séra Ásmundur Guðmunds- son. Lesari góður, hvaða afl finst þér að hafi stjómað orðalagi prestsins þegar hann tekur frarn “fasta” og “búsetta” presta bygðarinnar, í staðin fyrir að segja prestar tilheyrandi Evan- geliska lúterska kirkjufélagi ís- Iendinga í Vesturheimi. Eins og svo kunnugt er hafa tíu “fastir” eða “búsettir” þjón- að í Vatnabygðum af íslenzkum prestum, en séra Jóhanni finst aðeins fimm af þeim þess virði að tala um þá sem presta! Já, lesari góður, er það andi Krists sem stjórnar orðalagi prestsiii3. andinn sem sameinar og styrkir, eða er það andi hins, andinn sem sundurdreifir og veikir, eða vissi presturinn ekki hvað hann var að tala um og þessvegna tók ekki af sér skóna áður en,hann sté inn á hinn heilaga reit, blaðsíður Sameiningarinnar. Sjálfum finst mér ritsmíðin svo strákslega framsett að það geti ekki hjá þ%í farið að presturinn verði alvar- lega Kaldbak-aður fyrir framrni- stöðuna bæði af Vatnabygðar- búum og öðrum Vestur-íslend- ingum, þeir verða ekki ánægðir með að segja, ó, þetta er bara hann séra Jóhann. Á sánkti Patriks messu, eftir kaþólskum mælikvarða. John S. Laxdal Dr. Richard Beck frá Grand Forks, N. D. kom til bæjarins s. 1. föstudag til þess að vera á stjórnarnefndarfundi Þjóðrækn- isfélagsins. * * * Laugardaginn þ. 27. marz lézt að heimili sínu í Palo Alto, Cal., eftir stutta íegu öldungurinn Hallur ólafsson Hallsson, 83 ára. Hans verður getið nánar síðar. harts hafi verið óánægðir með 'hve seint hafi gengið að koma social credit hugmyndinni í En ekki minna um vert en j alt þetta er efnið sem hanri flyt- ur fyrirlestur um, en það er séra Jón Bjarnason. Efni kærara Winnipeg-íslendingum verður ýæpast valið en það gengur furðu næst, að hann skuli flytja fyrir- lestur um þetta efni. Hann var einmitt á trúmálasyiðinu á öna- verðum meiði við séra Jón, aðal- keppinautur hans á seinni árum, sá sem stóð í broddi fylkingar í hreyfingu þeirri er aðhyltist aðra skoðun í kirkjumálum (jn þá sem séra Jón og samherjar hans börðust fyrir. Skyldu nú ekki allir Winnipeg-fslendingar verða forvitnir að heyra hvað Dr. Rögnvaldur hefir að segja um Dr. Jón? Þess má ennfremur geta, að Dr. Pétursson hefir í seinni tíð ✓ verið frábærlega drengilegur stuðningsmaður Jóns Bjarnason- ar skóla. Ef mælt er verðmæti þess sem stendur til boða á samkomunni. mætti búast við háum inngangs- eyri; en nefndin sem annast um

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.