Heimskringla - 31.03.1937, Síða 3

Heimskringla - 31.03.1937, Síða 3
WINNIPEG, 31. MARZ 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA bætur undir hinu gamla fyrir- komulagi getur það aldrei orðið nema kák. Varanlegar umbæt- ur til almenningsheilla fást ekki nema við komum fésýslunni í betra horf. Frumbyggjar þessa lands, Indíánarnir, skiftu með sér matföngum; þegar vel veidd- ist voru þeir vel fæddir, og eng- um nema vitfirring hefði getað komið til hugar að eyðileggja fæðu eða önnur föng sem fóikið þurfti að nota. Ef við kunnum ekki eins vel að nota gæði lands- ins og ráða fram úr málum okk- ar finst mér við ættum að skila landinu aftur til Indíánanna. Þó ekki se til rituð saga, get- um við, með því að athuga menningu þeirra mannflokka sem enn eru á frumstigi, séð hvernig notkun peninga kemst á, og að hún er ákveðið spor í fram faraátt. Menn hafa notað als- konar hluti fyrir gjaldmiðil. T. d. maður sem átti kú, vildi skifta henni fyrir eitthvað, sem hann þarfnaðiít, t. d. húsavið. Sá sem viðinn hafði, þurfti ekki á kúnni að halda fyr en einhverntíma seinna en tók í hennar stað leð- ur pjötlu með vissum merkjum. Svo á sínum tíma sótti hann kúna, en skilaði leðurpjötlunni til baka. Leðurpjatlan hafði nú' unnið sitt hlutverk og var kom- in aftur til þess, sem gaf hana út. Þessi viðskifti voru þar með búin og leðurpjatlan verðlaus, þangað til önnur kaup áttu sér stað. Þó þetta sé nú í sjálfu sér fullkomið dæmi þess að nota má verðlausa hluti fyrir gjaldmiðil, þá var þess ekki langt að biða að viðskiftin urðu margbrotnari en svo að hægt væri að fullnægja viðskiftaþörfinni á þennan hátt, og sagan sýnir hvernig peninga útgáfan færðist úr höndum ein- staklinga í hendur konunga eða þeirra er með fullveldi fóru, og nú síðast í hendur bankaeigend- anna, sem nú eru, að heita má einveldir' í fésýslunni. Framh. MERKILEGAR UPPGÖTVANIR í Málaferlunum í Moscow Eftir James H. Gray Þýtt hefir Gunnbj. Stefánsson Samdráttur af hinum ein- kennilegu glæpamálum Karls Radeks og hinna 15 félaga hans, er gerðu tilraunir í samsæri með Leon Trotsky til að steypa stjórn Stalins frá völdum og leggja Rússland undir iðnrekstur undir yfirráðum erlendra stjórnar- valda. Er auðið að stofnsetja jafnað- armanna ríki í einu landi, þai sem öllum öðrum löndum heims- ins er stjórnað samkvæmt hag fræði auðhalds þjóðskipulags- ins.” Við fyrstu sýn, virðist þetta atriði vera smávægilegt kapp- ræðuefni, en í raunveruleika er það eitthvert breytilegasta og erfiðasta viðfangsefni á dagskra jafnaðarmanna. Skoðanaskift- ingin hefir orðið orsök í að rjúfa fylkingu þeirra og skifta þeim i tvo andstæða æsingaflokka. Hún hefir ollað dauða þúsunda manna og þar á meðal sumra hinna vitr ustu og mestu jafnaðarmanna.— Hún hefir beinlínis ollað eigna tjóni í Soviet ríkjunum, (sem að minsta kosti hefir numið einni biljón rúbla,* og nálega varð 5 ára stefnuskrá þeirra að fjör- lesti. Og hún er höfuðorsökin i hinum síðustu málaferlum í Mos- cow, sem hafa valdið hinum mestu æsingum meðal jafnaðar- manna og lýðræðissinna. Þessar rannsóknir, fyrst í sakamálum Zineviev, Kamenev og hinna 16 fyrri Bolsévíka og nú nýlega í sakamálum Radeks, Pyatakov og hinna 15 félaga þeirra, virðast muni ætla að olla meiri heift og sárindum en skoð- anaskiftingin sjálf. * Rússnesk rúbla 51 cént. Leon Trotsky, sem stjórnaði her jafnaðarmanna til sigurs ár- ið 1917, en er nú útlagi, en þó skoðaður sem hættulegasti sam- særismaðurinn, hefir lýst því á- kveðið yfir, að síðustu málsókn- irnar, væru hin stórfeldasta svikamilla, er þekkst hefði í allri veraldarsögunni. Síðan að rúss- neska stjórnarbyltingin átti sér stað, hefir Trotsky haldið því ákveðnast fram af öllum nei- kvæða hliðum, þ. e. að jafnaðar- mannaríki gæti eigi þrifist í neinu sérstæðu landi út af fyrir sig, án þess að jafnaðarstefnan legði smám saman undir sig ali- an heiminn. Nú er hann erkió- vinurinn hinna rússnesku Soviet ríkja, og hefir verið fundinn samsekur þeim Radek, Pyatakov, Zinoviev, og hinum öðrum sam- særismönnum um að hafa verið í samsæri við stjórn Hitlers um að steypa stjórn Rússlands frá volu um, setja þar á stofn auðvalds- þjóðskipulagskerfi, og fá svo Þýzkalandi að launum í hendur hin auðugu lönd Úkrainíu til yf- iri’áða, en leyfa Japan að leggja undir sig Austur-Síberíu. f aug- um jafnaðarmanna er Trotsky auðvirðilegasta mannskepna heimsins. Var Trotsky sekur af þessum ákærum, eða var heill hópur hinna fyrverandi Ieiðtoga píndir til að bera ljúgvitni? Eru sakamálin stórfeld svika- milla, eða eru þau á rökum bygð? Hófu jafnaðarmenn þessa sakamálarannsókn að eins til að beina huga fólksins frá vaxandi innanlands byltingu ? Hvers vegna játuðu þessir menn sekt sína, er varðaði dauðasök ? Og ef þeir ýoru sek- ir um samsæri með Trotsky um að myrða Stalin og ráðgjafa hans og um að valda gereyðingu á járnbrautum og kolanámum og stórtjóni á iðnrekstri og verzlun landsins, hversvegna gerðu þeir það ? Réttarhöldin slóu tals- verðum óhug á bæði lýðræðis- sinna og aðra andstæðinga jafn- aðarmanna. Sjálfir höfðu þeir svör á reið- um höndum við öllum þessum spurningum, en andstæðingar þeirra voru í talsverðri óvissu. Við málssóknina fór fram mjög lítil vitnaleiðsla, en hinir ákærðu játuðu að mestu leyti sjálfir sekt sína. Vitnisburður þeirra virtist mjög grunsamlegur. Það virtist óhugsandi, að menn sem höfðu eytt allri æfi sinni við stórfeldar byltinga tilraunir, skyldu svo að segja keppast við að bera sakir hver á annan og með játningu sinni kveða upp sinn eigin dauða- dóm. Walter Duranty, sem var einn af fréttariturum New York Times í Moscow og einkavinur Radeks, sendi blaði sínu hrað- skeyti, að hann væri sannfærður um sannleiksgildi þessara játn- inga. - Harold Denny, starfsbróðir hans og óháður gagnrýnandi hinna rússnesku stjórnarvalda, sagðist hafa fylgst nákvæmlega með réttarhöldunum og hafa leitað gaumgæfilega að sviksemi eða árás af hálfu stjórnarvala- anna, og eigi hafa getað fundið neitt grunsamlegt. Áreiðanlegleiki þessara frétta- ritara er venjulega viðurkendur, en höfundur þessarar giæinar og fjöldi annara Bandaríkjamanna neituðu að taka framburð þeirra góðán og gildan. Honum farast orð á þessa leið. Eftir að haía lesið hina frábærilega skarp- hugsuðu og hárbitru árásarrit- gerð Trotskys á alþýðustjórn Frakklands, var það óhugsanlegt að trúa því að. hann hefði getað verið í samsæri með Hitler. Eg leit svo á að málssóknin væri hinn flóknasti svikavefur. En svo sendi dómsmálaráðið rússneska málsskjöl og skýrslur með framburði Radeks orð fyrir orð. Eftir að hafa lesið og marg- lesið hinar 580 blaðsíður mál- skjalanna með hinni ströngustu gaumgæfni og hugsað málið í heila viku, þá hefi eg skift um skoðun. Játningar sakborninga eru sannar. Málsókninni var stjórnað með réttsýni og skyldu- rækni og Trotsky er sekur af þeim kærum er á hann eru born- ar. Bókin, er hefir að geyma málsskjölin, veldur meiri æsingu og eftirvænting, en nokkur leyni- lögreglusaga gæti gert. Hún er hinn sterkasti vitnisburður til að sýna hversu miklu valdi hug- myndir eða skoðanir geta náð yf- ir hugum manna. Það var hugmynd eða skoðun sem var undirrótin að þessu öllu. Skoðun, er þessir menn gátu eigi umflúið, en knúði þá áfram hröðum skrefum til dauðans. — Það var sú skoðun, að stofnsetja jafnaðarmannalýðveldi, óháð auðvaldsríkjum alheimsins, væri • ógerlegt og gæti eigi heppnast. Trotsky var höfundur þessarar skoðunar, þegar Lenin gerði kunna ákvörðun sína að stofn- setja jafnaðarmanna föðurland í Rússlandi, án þess að hefja al- heims stjórnarbyltingu, hrópaði Trotsky hárri raust: “Það er eigi gerlegt að framkvæma slíkt,” og þúsundir manna tóku undir með honum. Þar á meðal Kamenev, Zino- viev, Bukharin, Radek, Pyata- kov, Sækolnikov, og tugir ann- ara feðra stjórnarbyltingarinn- ar. En talsmenn alheimsbylt- ingar urðu í minni hluta, en þó að þeir væru færri að höfðatölu, voru kraftar þeirra miklir, þav eð meðal þeirra voru margir hin- ir mestu hæfileikamenn þeirra. Meirihluta flokksins, skoðana andstæðingum þeirra, lét illa í eyrum skoðana háreisti þeirra og Trotsky var dæmdur í útlegð, en fylgjendur hans reknir úr jafn- aðarmanna flokknum. Að nokkr- um tíma liðnum lýstu þeir því opinberlega yfir, að þeim hefði yfirsést, og var tekið fegins- hendi í flokkinn aftur, þar eð sem áður er sagt, þeir voru frábærir atgerfismenn! Þeir fengu ábyrgðarmiklar stöður í stjórnarráðinu. Við að lesa síð- ustu málsskjölin, minnir það frekar á skrá yfir mikilmenni í annálum sögunnar, heldur glæpa- málarannsókn. Radek varð aðal- ritst.jóri ráðstjómarblaðsins — Pravda. Pyatakov varð aðstoð- arráðherra iðnaðarmálanna, og annar æðsti og valdamesti mað- ur yfir stóriðnaði Rússlands. — Sokalnikov hafði svipaða stöðu á utanríkismála skrifstofunni. Pataishak var æðsti maður í mið- stjórn efnafræðis rannsóknanna og iðnaðar þar að lútandi. Straii- ov var yfir verkfræðingur fyrir Kuzbas kolafélagið. Norkin var y f irverkf ræðingur fyrir hinar miklu Kemerovo kolanámur og efnafræðisverksmiðjur. Livshitz var aðstoðar ráðherra fyrir járn- brautir. Að þessir menn voru gæddir frábærum hæfileikum, verður eigi neitað. Á herðum þeirra hvíldi að mestu leyti hin mikla iðnrekst- urs stefna, hvort hún heppnaðist eður eigi. Og það verkefni,»er þeim vai algerlega falið í ábyrgð til fram- kvæmda, var gersamlega gagn- stætt skoðun þeirra, hvernig jafnaðarlýðveldi gæti heppnast Samkvæmt skoðun þeirra,.. var jafnaðarstefnan beinn árangur af auðvaldsskipulaginu, og það hafði eiginlega aldrei rutt sér til rúms í Rússlandi. Skoðun þeirra var því, að stóriðnaður í Rússlandi yrði bezt starfræktur unjir auðvaldsfyrirkomulagi og því einvörðungu. Og síðar þeg- ar iðnréksturinn hefði náð há- marki sínu undir því skipulagi, átti.að útrýma þvi og stofnsetja jafnaðarmannastjórn. Á meðan þetta væri að gerast, átti að róa öllum árum að byltinga tilraun- um í þeim löndum, er jafnaðar- stefnan hefði fest dýpstar rætur. Fyrsta fimm ára stefnuskráin var í huga þeirra aðeins smá- vægis tilraun eða byrjun til að reisa landið úr rústum. Áhuginn og einbeitnin við að knýja áfram stóriðnaðarrekstur- inn, kom auðvitað harðast niður á verkalýð landsins. f huga stjórnar andstæðinga var of mik- il fórnfærsla lögð í sölurnar. — Skoðun þeirra var, að veita skyldi auðkýfingum heimsins leyfi og réttind.i til að starfrækja iðnaðinn á sinn eigin kostnað. Tilraunir sjálfra þeirra urðu því að mishepnast. Þó þeir væru knúðir sam- kvæmt ábyrgðarfullum stöðum sínum til að stjórna þeim til stórfeldra framkvæmda. Árið 1931 má segja að myrkur grúfði yfir landinu. Rússneskir bænd- ur beittu harðsnúinni mótspyrnu gegn samvinnu búskapnum. Óteljandi hindranir og slys áttu sér stað í hinum risavöxnu verk- smiðjum, er þeir voru að reisa. Það var tilfinnanlegur skortur á framfærsluafurðum og verkalýð- ur og bændur voru vondaufir og óánægðir. Leiðtogunum laarst þetta til eyrna daglega, og þeg- ar Trotsky gerði heyrum kunn- ugt meðal þeirra, að tækifærið hefði barið að dyrum hjá þeirn til að sameinast gegn Stalin og stjórn haus, þá skipuðu hinir gömlu flokksmenn hans sér und- ir merki hans. Bylting I aðsígi árið 1931 Pytakov, er hann var staddur í Berlín árið 1931, mætti þai nokkrum gömlum fylgifiskum Trotskys, sem þá höfðu háar stöður á höndum í jafnaðar- mannaflokknum og voru í Berlín til að semja um kaup og pantanir á ýmsum iðnaðarvélum frá Þýzk- um iðnaðarfélögum. Þeir báru saman skýrslur sínar um hag rússneska lýðveldisins og kom- ust að þeirri niðurstöðu, að það væri áreiðanlega á hraðri ferð til hruns og eyðingar. Og þar kyntist Pyatakov syni Trotskys, Lev Sedov, sem bað hann að gerast meðlimur nýs byltingafélags eða hreyfingar, til að steypa Stalin og stjórn han3 frá völdum. Stofnun fjölmenn« flokks hefði verið hættuleg, svo, að Trotsky hafði lagt á þau ráð að leita aðstoðar erlendra stjórn- arvalda, gera stórfeld spellvirki á iðnrekstri landsins og taka aí lífi Stalin og ráðgjafa hans. Pyatakov gerðist samstundis öflugur fylgismaður, og fjöl- margir aðrir háttsettir embætt- ismenn fetuðu í spor hans. — Zinoviev og Kamenev flokkarn- ir, sem í raun og veru höfðu báðir verið andstæðir Stalin og Trotsky, voru nú sameinaðir undir forystu og leiðsögn Trot- skys. Samsærið gegn ráðstjórn Stai- ins var með tvennum hætti. Inn- Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrg-Slr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - CÆÐI - ÁNÆGJA an Rússland$ áttu leiðtogarnir að vera í samráði að stjórna spellvirkjum og eyðingu á iðnað- arstofnunum landsins og hrinda af stað ótta og æsingabyltingu gegn Stalin og flokki hans. Er- lendis átti Trotsky að fá full- vissu fyrir erlendri hjálp. Það var hægt að gera meiri skaða á einni klukkustund á stjórnmála- skrifstofu, en með sprengingum og eyðingu á heilli viku. Það var byrjað á þessu með mikilii kænsku og fyrirhyggju. Geisistórir kolaofnar voru smíðaðir, er kostuðu margar miljónir dala, en nauðsynlegustu tæki, er verksmiðjurnar voru lítt nothæfar án, voru látin sitja á hakanum í tvö löng ár. Miklum fjárupphæðum var eytt til að grafa kol á hinn kostnaðarsam- asta hátt. Verkamenn voru reknir áfram með harðri hendi. Kaup þeirra Frh. á 7. bls. Hugsunarleysi, heimska eða hvað? Það ætti ekki að vera erfitt að segja Einhverja heimsku, samt léttara að þegja, Því alvörumálin helzt enginn vill heyra, Og íslenzkan rífur hvert bernskunnsr eyra. Enskan er hljómþýð, og ungdóminn lokkar Þótt ei vilji samrýmast þjóðrækni okkar; f sameiningu stundum þó skjótumst á skokki Á skemtifund með þeim, á hraðtóubrokki. Und “djassisku” hreimanna hvellustu nótum Af hrifningu æsumst, með spenning í fótum. í hringiðu þeirra, sízt hugsjón að þrengir; Þar hrópa sem spjátrungar sjötugir drengir. Þá fyrst ríkir samúð, með öldnum og ungum —Oft þar er masað á f jölmörgum tungum.— “fslenzku að tala er erviður siður Hvort ættum við heizt ekki að kveða ’ana niður?” Þótt bókmentir okkar hér enskurinn þýði Og einróma telji þær veraldarprýði Og segi þær megi ekki sökkva í gleymsku, Það sjálfsagt er sprottið af eintómri heimsku! Því hvað skiftir okkur af íslenzkum stofni Þótt Áaiina tunga í glaumunum safni ? —“Drepandi er hún við “djassiska” hreima Á dönsunum úrelt”, já nú ^tendur heima. Þótt ættlerar teljumst þá Áanna vera, Hjá enskinum trautt, þurfum kinnroða bera, Því orðstír vor flýgur þá óðfluga um löndin Og eflir að sjálfsögðu vináttu böndin. Þá eining ng friðurinn aldrei mun þrjóta —Og aðeins í láumi fauskarnir blóta— Ef hrindum á brott hverri hugsjóna mensku Og höldum svo þjóðræknisfundina á ensku. Jóhannes H. Húnf jörð INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Amaranth..............................j. g. Halldórsson Antler, Sask........................,k. J. Abrahamson Ámes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg............................... G. O. Einarsson Baldur.............................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury.............................h. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge.........................Magnús Hinriksson Cypress River......................... Páll Anderson Haf°e...........................'......S. S. Anderson Ebor Station, Man....................k. J. Abrahamson E,fros.................................S. S. Anderson Eriksdale.............................ólafur Hallsson Foam Lake..................................John Janusson ....................................K. Kjernested ................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland..............................gig. g. Helgaeon Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vidal Hove..................................Andrés Skagfeld Húsavík................................John Kernested Innisfail..........................Hannes J. HúnfjörfJ Kandahar..............................s. s. Anderson Keewatin..............................Sigm. Björnsson Kristnes................................Rósm. Árnaaon Langruth..................................b. Eyjólfsson Leslie...............................................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville.........................Hannes J. HúnfjörfJ Mozart................................. S. S. Anderson Oak Point........................................Andrés Skagfeld Oakview............................Sigurður Sigfússon Otto.............................................BJörn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer...........................Hannes J. HúnfjörC Reykjavík..........................................Ámi Pálaaon Riverton...............................Bjöm Hjörleifsson Selkirk................................G. M. Jóhanseon Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Swan River............................Halldór Egilsson Tantallon..............................Guðm. Ólafsson Thornhill........................... Thorst. J. Gíslaeon Víðir................................ .Aug. Einarsson Vancouver.....;..................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis............................Ingi Anderson Winnipeg Beach......................... John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderaon I BANDARfKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Squar^ Sta. , Eldinburg...................................Jacob Hall Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton..........................................Mrs. E. Eastman Hallson.................................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoer...*.......................Miss C. V. Dalmana Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton................................. F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.....................1....Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..........................................Jón K. Einarssoa Upham............................................E. J. BreiðfjöfO The Viking Press Limited Winnipeg; Manitoba

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.