Heimskringla - 31.03.1937, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.03.1937, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. MARZ 1937 Ijrcimskringla (StofnuO 1S86J Kemur út á hverjum miðvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis '86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst tyriríram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. ---------------T--------------- 311 viðskiíta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 31. MARZ 1937 HVAÐ ERU LÖG? Hvað eru lög í Winnipeg um það, hvað kaupa megi á sunnudögum? Mönnum, sem t. d. hættir við því, að gleyma að kaupa sér tóbak í pípuna sína á rúmhelgum dögum, ríður á nokkru að vita þetta. Vel- ferð manna er í mörgu fólgin. Einnig kemur það húsfreyjunni betur að vita það, sem á gestum á von, er hún hefir hugsað sér að gæða á ísrjóma á eftir máltíð og betri rjóma út í kaffið en vanalega er á borði og reiðir sig á, að gengið verði eftir þessu í búðina á sunnudegi, sem aðra daga. En þessu getur enginn svarað eða gefið r.einar áreiðanlegar upplýsingar um. Af yfirlýsingu löreglunnar að dæma, verður ekki annað ráðið, en að sala á þessu ú sunnudegi sé skýlaust lagabrot. Samt er þetta hvorttveggja og martg fleira selt fyrir augunum á lögreglunni á sunnudög- um í matsöluhúsum og lyfjabúðum. Vér spurðum bæði lyfsala og matsala um þetta og svar þeirra var, að bæjarbúar krefðust þess, að fá þessa hluti keypta og um það væri ek'ki fengist, hvernig sem á að skiija það. Fyrir tveim vikum, var enginn kost ur á að kaupa sér tóbakspakka eða vindii í þessum búðum á sunnudegi. Það sem ruglingi virðist nú valda, er að undanþágurnar ná orðið trl langt um fleiri vörutegunda, en reglurnar í þessum svc- nefndu nýju “bláu”-lögum borgarinnar. En enginn skildi þó ætla, að alla hluti væri nú eins auðvelt að kaupa hér og áður á sunnudögum. Vér gengum nýlega fram hjá búð á Sargent Ave., sem brauð, brjóst- sykur, svaladrykki og vindla og eitthvaö iítilsháttar af matvöru seldi. Þetta var á sunnudegi. En nú var sú búð lokuð. Á burðinni úti var neglt spjald, er tilkynti viðskiftavinunum ástæðuna. Á því stóðu þessi orð: Brauð?—lofið maganum að hvílast. Mjólk?—Gerir ekkert til þó börnin gráti, læknarnir segja að það sé gott fyrir lungun. Orðin “blue law” stóðu undir þessari tii- kynnjngu; lögreglunni eða höf undum hinna nýju ákvæða um lokun búða á sunnudóg- um, voru því lögð orðin í munn. Að vísu sýnir nú þetta ekki annað en andúð þessarar búðar gegn hinum “bláu’’ lögum. En almenningur vissi satt að segja ekki hvað hann átti að halda um þetta nýja ákvæði um eftirlit eða takmörkun a viðskiftum á sunnudögum. Menn sáu ekki úr hverj u var með því bætt, að banna þeim nð kaupa brauð eða mjólk, ef svo stóð a, að þyrftu þess með þó á sunnudegi væri, cins og þeir höfðu gert síðan þeir fyrst mundu eftir sér. Mörgum sem ógreiði er gerður með þessum ákvæðum og það er flestum, nema stórbúðunum, hættir við að skella sökinni á bæjarstjórnina fyrir þetta. En hún er ekki völd að þessum nýju ákvæðum. Um þetta hafa engin ný lög verið gerð. Bæjar- lögreglan tekur sjálf upp á þessu. Það getur verið og er vísast, að stórverzlanir þessa bæjar hafi leitt henni fyrir sjónir, að verzlun á sYinnudögum væri orðin óhæfi- lega mikil, að minsta kosti frá þeirra sjón- armiðk álitið, sem lokað höfðu og fóru sjálfir þeirra viðskifta á mis. En lögregi- an þurfti ekki fremur en henni sýndist, að skifta sér neitt af því. Lögin um helgi drottinsdagsins eru landslög. En hvert fylki og bær hefir æoi óbundnar hendur um hvaða störf séu álitin nauðsynleg og hver ekki. Það fer alveg eftir því, sem borgaramir sjá bezt henta á þessum staðnum eða hinum. í Toronto- borg, ríkir t. d. mikil kyrð á suniiudögum; þar eru sáralítil viðskifti um hönd höfð. Aftur má í Montreal og bæjum í Quebec- íylki heita, að sunnudagurinn byrji ekki fyr en upp úr.hádegi, því fyrri hluta dags cru búðir þar víðast opnar, sem í Banda- ríkjunum, og leikhús og smábúðir er tóbak og drykki selja, eru opnar allan daginn. Þar má alt heita á ferð og flugi á sunnu- dögum. Ástæðan fyrir þessu er eflaust nokkur ferðamannastraumurinn að sunn- an. Væri ekki hægt að kaupa þar hluti a fcunnudögum, sem syðra, drægi það ef til vill úr ferðahug manna þangað. Þessi ógnar takmörknn í þessum bæ á viðskiftum á sunnudögum og öllu alhafna- lífi, því leiki marga sem hér hafa tíðkast má nú ekki hafa um hönd, fyr en ef þeir verða lýstir undantekning frá reglunni, mun ekki auka ferðamannastrauminn hingað. Ferðamenn koma ekki langt að til þess að horfa á þann dauðýflishátt, sem hér á sér nú stað á sunnudögum. Fjöldi smábúða hér hefir nú lokað alla sunnudaga. í raun og veru eru aðrar búðir en lyfsala og matsala ekki opnai*. Og verzlun matsalanna með annað en máltíð- ir er mjög takmörkuð. Eina lífsvon smábúða hér hefir lengi verið sú, að geta selt eitthvað á þeim tíma, sem stóru búðirnar eru lokaðar. í það skjól er fokið að nokkru með þessu nýja helgihalds eftirliti lögreglunnar. Fjöldi smákaupmanna er sektaður, sunnudag eftir sunnudag; þetta 60, 80 ti! 120 á hverjum drottins degi. Ef sumii þeirra sjá ekki sæng sína útbreidda má það mikið heita. Og það er illa farið. Lögregluráðið hefir eflaust haldið að það væri að gera þetta í guðsþakkaskyni, að loka þessum búðarholum, eða það mun að minsta kosti vilja láta það líta svo út, { tiugum almennings. Ef svo er, hefir það tekist klaufalega. Við það hefir fjöl^di smábúða beðið mikinn hnekkir og almenn- ingi verið gerður ógreiði, svo þaðan er ekki við góðum bænum að búast. Lögregluráð- ið hefir að vísu stórbúðarhaldara með sér, sem auðvitað væri nokkurs vert, ef al- menningur liti sömu augum á það og lög- regluráðið, að þeir hefðu ávalt drottinn í ráðum með sér. ATVINNULEYSIÐ MESTA VANDAMÁLIÐ ENN “Atvinnuleysið er vort mesta vanda- mál,” sagði verkmálaráðherra sambands- fctjórnarinnar, Hon. Norman Rogers, er hann lagði frumvarp fyrir þingið s. I. mánudag, áhrærandi fjárveitingar og að- stoð sambandsstjórnarinnar á komandi ári í atvinnuleysismálinu. f frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu til að afla nokkrum manni atvinnu. Það gerir aðeins ráð fyr- ir, að greiða vissan skerf af framfærslu- kostnaði atvinnulausra, eða þeirra sem nú eru styrkþegar, en auðvitað ekki hinna roörgu sem aívinnulausir eru, þó um stund- arsakir njóti vina að. Og styrkþega ó- gifta telur nú verkamálaráðherrann vera 500,000 í öllu landinu. Winnipeg þingmenninrir tveir, Mr. Heaps og Mr. Woodsworth, létu mikla ó- ánægju í Ijósi út af því, að ekkert fé var veitt til atvinnumála fram yfir það sem vanalegt var. En Mr. Rogers kvað aukin \iðskifti mundu bæta úr atvinnuleysinu með tíð og tíma. Að giftum meðtöldum kvað hann nú alls á atvinnuleysisstyrk vera 1,021,615 manns, en í febrúar 1936 hefðu styrkþegar alls numið 1,212,129. — Þeim hefði því fækkað. í þessari tölu voru þeir ekki taldir, sem fyrir uppskerubresti urðu vegna þurka í vesturfylkjum lands- ins sérstaklega, né aðrir en þeir, sem stöð- ugir styrkþegar eru. Mr. Denton Massey, íhaldssinni frá Tor- onto-Greenwood, benti á, að ungt fólk sem úr miðskólum kæmi í ár 16 til 17 ára gain- alt og sem ekki mundi halda frekar áfram gkólanámi, en bætast við tölu atvinnuleit- enda, næmi 200,000 alls í landinu. Spurði hann verkamálaráðherrann, hvort stjórnin hefði nokkra grein gert sér fyrir hvað um þessa æskumenn yrði, þegar búið væri að búa þá undir lífsstaff sitt með góðri al- þýðumentún. Á andlitum hinna fríðu æskusveita fyrri ára, sem úr skólum hefðu komið, og enga atvinnu hlotið, lýsti sér nú vonleysi og deyfð. Slíkar væru afleiðing- arnar af því, að stjórnin veitti ekki fé til atvinnubóta. Mr. Woodsworth spurði verkamálaráð- herrann, hvort hann hefði talið þá ungu menn með atvinnulausum, sem nú flæktust úr einni borg í aðra og þann eina úrkost ættu að betla eða stela. Hann kvað nú þúsundir slíkra í Canada, og þeir mundu ekki í atvinnulausra-skýrslum skráðir. Enn var spurt hvort þeir, sem stjórnin útvegaði vinnu hjá bændum, væru taldii með í þessum skýrslum um tölu atvinnu- lausra. Kvaðst Mr. Rogers svara því sið- ar. John Blackmore, foringi social credit flokksins, kvað ekki við betra að búast, en því, sem lýst hafi verið, meðan fjármála- fyrirkomulagið væri eins og það nú er. Það er af þessu öllu að dæma, sem hér befir verið bent á, ekki vafi á því, að at- vinnuleysið er enn mikið vandamál lands- ins, eins og Mr. Rogers segir. HVAÐ ER KRISTINDÓMUR? (Prédikun eftir séra Guðm. Árnason. Prentuð eftir ósk nokkurra áheyrenda) ---------------------- / Texti: En sá sem hatar bróður sinn, hann er í myrkrinu og lifir í myrkr- inu og veit ekki hyert hann fer, því myrkrið hefir blindað augu hans. I. Jóhannesar bréf, 2.11. Nú á þessum tímum ófriðar og vaxandi óvildar milli margra þjóða heimsins, heyr- ir maður oft spurningar eins og þessar: Hvernig stendur á því .að kristnar þjóðir fciga í ófriði hverjar við aðra? Hvernig stendur á því að kristnir menn af sömu þjóð berjast hverjir á móti öðrum af hinni mestu grimd? Hvernig stendur á því að íriðarboðskapurinn, sem venjulega er tengdur við nafn Krists, hefir ekki haft meiri áhrif á menn en þetta, þótt hann haf i verið boðaður í nítján aldir? Þessum spurningum og öðrum þeim lík- um er ómögulegt að svara, nema því að- eins að maður fyrst reyni að gera sér ein- hverja grein fyrir því, hvað kristindómur- inn sé og hvað hann hafi verið á þessum nítján öldum, sem liðnar eru síðan sá mað- ur, sem venjulega er talinn höfundur har.s, Jeáús frá Nazaret, lét líf sitt á krossi. Vitanlega er það mjög erfitt verk, að gera þetta í stuttu máli, og í raun og veru ómögulegt, að gera nokkuð annað en að tenda á allra stærstu og mikilverðustu at- riðin. Kristin kirkja nú á dögum skiftist að minsta kosti í tvö hundruð kirkjuflokka. Margir af þessum flokkum eru auðvitað rnjög líkir bæði að því er snertir kenninp ar og siði; en aðrir eru aftur á móti svo ólíkir að þeir verða naumast bornir saman. Það er meiri munur á sumum kristnu kirkjuflokkunum sín á milli heldur en er á milli sumra þeirra og ýmsra svonefndra heiðinna trúflokka. Flestir þessara kristnu kirkjuflokka hafa haldið því fram, að sinn kristindóm- ur væri sá eini rétti, og að kristindómur allra hinna væri rangur. Þeir sem eru kunnugir sögu kristnu þjóðanna vita, hversu miklum ofsóknum og hatri þessi i étttrúnaðarhugmynd hefir valdið. Eg skal aðeins nefna eitt eða tvö dæmi: Eftir að siðbótin hófst á Þýzkalandi, snemma á sextándu öldinni, skiftist fólk þar, og í öll- um öðrum löndum í norður- og vestur- hluta Evrópu, í tvo andstæða flokka: þá sem héldu fast við hina kaþólsku trú, sem fram að þeim tíma hafði verið eina kristna trúin í þessum löndum, og þá sem aðhylt- ust hinar ýmsu prótestanta trúarstefnur, sem upp komu. ósamlyndið milli. ka- þólskra manna og prótestanta varð, eins og allir vita, óskaplega mikið. T. d. á Eng- landi, þar sem að konungurinn, Hinrik áttundi, sagði sig og ríki sitt undan öllum andlegum yfirráðum páfans, ofsóttu ka- þólskir menn og prótestantar hverjir aðra á víxl, eftir því hvort að konungurinn var kaþólskur eða prótestanti, og á þessum of- sóknum gekk um langan tíma. Spánn var á þeim árum eitt langhelzta vígi kaþólskú kirkjunnar. Og löndin, sem nú heita Hol- land og Belgía, en sem þá voru kölluð Nið- urlönd, voru hluti af ríkjum Spánar kon- ungs. Á stjórnarárum Karls fimta keis- ara, sem var konungur yfir bæði Spáni og Niðurlöndum frá 1516 til 1556, eða fjöru- tiu ár, er sagt, að 50,000 manns að minsta kosti hafi verið líflátnir í Niðurlöndun- um, fyrir það eitt að þeir voru prótestant- ar. Það er næstum því ómögulegt fyrir nútímamenn ,að gera sér grein fyrir þeirri harðýðgi og grimd, sem menn beittu hverj- ir gegn öðrum á þessum tímum í nafni íéttrar trúar. Kaþólskir menn álitu, að það væri hið þarfasta verk, að afmá alla prótestanta af jörðinni, og prótestantarnir voru sjálfir oft og einatt engu betri en þeir, þegar til ofsóknanna kom. Ofsókn- irnar og manndrápin héldu áfram, þangað til menn voru orðnir uppgefnir á þeim. Eitt hið lengsta stríð, sem nokkurn tíma hefir verið háð, þrjátíu ára stríðið ,svo- nefnda, var stríð á milli ka- þólskra manna og prótestantá. Menn sáu ekkert rangt við þa'ð að berjast áratug eftir áratug, til þess að gera út um það, hvor trúin ætti að sigra. En vitaskuld var það ekki leitt til lykta með því stríði. Og nú dettur víst fáum í hug, að það verði nokk- urn tíma unt að gera út um þaö með stríði, hverju menn eigi að trúa. Þó að langt sé nú liðið síðan menn hættu að ofsækja hverjir aðra svona grimmilega út af mis- munandi trúarskoðunum, þá samt hefir sama hugmyndin, sem lá til grundvallar fyrir of- sóknunum haldist við fram á þennan dag, nefnilega sú fárán- lega og barnalega hugmynd, að einhver ein trú sé rétt, én allar aðrar rangar. Vér vitum hvern- ig að margt fólk hefir enn horn í síðu hvers annars út af mis- munandi trúarskoðunum; vér könnumst við þessa óvild, sem svo margir bera til allra, sem ekki trúa því sama og þeir. Að vísu er það satt, að fjölda margt fólk er nú vaxið upp úr þesskon- ar þröngsýni; því stendur svona hér um bil á sama, hvort að næsii nágranninn er kaþólskur maður, eða hann er meþódisti, eða heyr ir ekki til neinni kirkju, ef hann aðeins lætur menn í friði og er sæmilega góður nágranni. En samt sem áður gægist út hjá mörgum, hvenær sem tækifæri býðst, þessi gamli rétttrúnaðar- andi, sem hefir valdið svo miki- um vandræðum í heiminum. Hvað af þessum tvö hundruð mismuandi trúarstefnum, sem haldið er fram af kristnum kirkjum ,er sannur kristindóm- ur? Eru þær allar jafn sannar, eða er engin þeirra sönn ? Er t. d. grísk-kaþólska kirkjan, sem var á Rússlandi, með öllum sín- um prestahöfðingjum, líkneskju- tilbreiðlsu og hjátrú, sannarlega kristin kirkja, með kenningu sína um það, að biblían sé öll bókstaflega innblásin, þær kirkj- ur, sem vaka yfir hinum 'sanna kristindómi; eða gera hinar frjálslyndu prótestanta kirkjur það, með sinni gagnrýni á biblí- unni og algerðri neitun }>ess, að nokkur maður hafi vald til þess að segja öðrum, hverju þeir eigi að trúa? Ef vér legðum þessar spurn- ingar fyrir sanntrúaðan kaþólsk- an mann, mundi hann hiklaust svara, að sín kirkja ein kendi hinn sanna kristindóm; og það sama mudu margir prótestantar segja um sínar kirkjur. Það hefir verið barið svo inn í menn, því hefir verið haldið svo ákait að þeim, að það sé til einn sar.n- ur kristindómur, að margir trúa því í raun og veru, og álíta að það sé svo sem ekkert efamál, að sú kirkja, sem þeir eru aldir upp í, hafi ein þenna rétta krist- indóm. Það þarf ekki mikla athugun til þess að sjá, að þessi hug- mynd er röng og fjarri öllum sanni. Sami hluturinn getur ekki verið bæði allur hvítur og allur svartur, hann verður að vera annaðhvort eða hvorugt; páfinn getur ekki verið bæði ó- skejkull og skeikull í trúarefn- um; og sömu orð ritningarinnar geta ekki bæði verið sönn og ó- sönn. Annaðhvort er að finna einhvern áreiðanlegan mæli- kvarða, sem allir verða að viður- kenna, eða vér verðum að sleppa alveg rétttrúnaðar hugmynd- inni. Enginn getur trúað því, að allir þessir tvö hundruð kristnu trúflokkar, sem til eru, hafi hina einu sönnu trú, því þeir hafa ekki eina trú. Að vísu er hugsanlegt, að einhver einn þeirra geti haft rétt fyrir sér, en allir hinir rangt. En hvernig á að fá alla til að viðurkenna það, eins og t. d. að hægt er að fá alla til að viðurkenna, að jörðin gangi umhverfis sólina? Það hefir hingað til reynst ómögu- legt ,jaf!lvel þó að menn hafi verið líflátnir, til þess að kenna öðrum hverjum þeim væri holl- ast að trúa. Sannleikurinn er sá, að það er enginn rétttrúnaðar mælikvarði til, og hann verður aldrei til. — Rétttrúnaðar hugtakið er úrelt hugtak, sem menn þurfa að losa sig alveg við. Maður á ekki að spyrja að því, hvort trúin sé rétt eða röng, heldur að því, hvort hún sé til nolckurs gagns. Ef vér förum aftur í tímann til hins upprunalega kristindóms, eins og Jesús kendi hann, þá sjá- um vér undir eins, að hann er alt annað en það, sem að kristnu kirkjurnar hafa lengst af kent. Hinar svonefndu “kenningar” Jesú eru í raun og veru ekki neinar kenningar í orðsins venj u- legu merkingu, heldur örfá, mjög einföld meginatriði, seni að snerta hið verulega*, daglega líf manna miklu meira en skoð- anir þeirra. Hann talaði aldrei um rétta trú eða ranga trú; hann mintist á margt í trú og siðuru samtímamanna sinna, sem hon- um fanst vera rangt, og sem hann fordæmdi; en hann lagði engan rétttrúnaðar mælikvarða á skoðanir manna. Honum fanst trú manna vera ófullkomin og ó- nóg, of bundin við lagastaf og allskonar úreltar siðvenjur; en það er alt annað en að haida fram einhverjum ákveðnum rétttrúnaði. Trú hans sjálfs kemst fyrir í tveimur eða þrem- ur setningum: Guð er faðir mannanna! hiennirnir eru bræð- ur; kærleikur-og réttlæti eiga að ráða í heiminum. Og þessar hugmyndir voru ekki nýjar; — hann var ekki fyrsti maðurinn, sem boðaði þær; en hann var fyrsti maðurinn, sem reyndi að gera þessi einföldu og öllum skiljanlegu hugtök að meginat* riðum trúarinnar; og hann á- leit, að menn þyrftu ekki að við- urkenna neitt nema þetta, til þess að vera trúaðir menn. Ef vér berum þetta saman við hinar löngu samþyktir og álykt- anir kirkjuþinganna í kaþólsku kirkjunni, eða trúarjátningar eins og Augsborgarjátninguna og hinar þrjátíu og níu greinar biskupakirkjunnar ensku, þá sjá- um vér, að þar er tvennu ólíku saman að jafna. Þessi játning- arrit segja sama og ekki neitt um hin einföldu trúaratriði Jesú sjálfs, en þau segja mikið um það, hverju menn eigi að trúa um hann, til þess að geta heitið rétttrúaðir menn. Kristna kirkj- an, eins og öllum ætti að vera kunnugt, viltist svo að segja strax út frá hinum mjög einföldu kenningum Jesú, ^þessum örfáu meginatriðum, sem hann sagði, að menn yrðu að trúa af lífi og sál og flæktist í óendanlega löng- um og lítilsverðum útskýringum á eðli hans, á guðdóminum, á því hvernig þrjár persónur gætu verið ein o. s. frv. Og svo seinna, þegar menn Ioksins brutust undan hinni meira en tólf hundruð ára gömlu kaþólsku kirkju, þá klofnuðu þeir í sund- ur í ótal flokka, oft út af allra smávægilegustu aukaatriðum. Þetta er nú alt svo kunnugt, að það þarf ekki að taka það fram. Það er sannleikur, sem ekki verður á móti mælt, að kirkjan hefir yfirleitt ekki verið kristin nema að nafninu til. AII- ar trúarbragða ofsóknirnar fyr á tímum og allur heimsins ófrið- ur er gersamlega ósamrýman- legur við alt, sem Jesús vildi inn- ræta mönnum. Ef svo kallaðar kristnar þjóðir hefðu haft hans trú, ef þær hefðu verulega til- einkað sér þessi fáu meginatriði trúar og siðgæðis, sem hann kendi á sínum hérvistardögum, þá hefðu þær vitanlega ekki bar- ist og leitast við að eyðileggja hverjar aðrar, eins og þær hafa

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.