Heimskringla


Heimskringla - 31.03.1937, Qupperneq 6

Heimskringla - 31.03.1937, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. MARZ 1937 Húsið Milli Sandhæðanna Eftir Robert Louis Stevenson Síðar nieir skýrði hún fyrir mér hvernig á þessu stóð. Hún sagði að við mundum hafa haldið áfram að rífast, alt af meðan hún var, og var það satt, því að þegar hún var farin þá fór- um við að tala saman í einskonar trúnaði. Northmour starði á eftir henni þar sem hún gekk eftir sandhæðunum. “Hún er eina konan í heiminum,” hrópaði hann og bölvaði um leið. “Sjáðu hvað henni datt í hug.” “Líttu nú á Northmour,” mælti eg, “við ^ erum öll komin í kreppu, eða erum við það ekki?” “Eg trúi þér, drengur minn,” mælti hann og horfði fast í augu mér. “Við megum eiga von á sjálfum fjandanum. Þú mátt trúa mér hvort sem þú velt eða ekki en eg er ekki óhræddur um líf mitt.” “En segðu mér eitt,” sagði eg. “Eftir hverju eru þessir ftalir að keppa? Hvað vilja þeir Mr. Huddlestone ?” “Veistu það ekki?” hrópaði hann. “Þessi gamli syndaselur hafði til meðferðar “Carbon- ari” fé' — eitthvað tvö hundruð og áttatíu þús- und pund, og auðvitað spilaði hann því burtu á kauphallar braski sínu. Það átti að verða upp- reisn í Tridentino eða Parma, en það fórst fyr- ir, og nú er allri hefndinni snúið gegn Huddle- stone. Við erum öll lukkufólk ef við getum sloppið lifandi.” “Carbonari!” hrópaði eg. “Guð hjálpi hon- um þá!” “Amen,” sagði Northmour. “Sjáðu nú til. Eg hefi sagt þér að við séum í vandræðum og hreinskilnislega sagt þætti mér vænt um hjálp þína. Ef eg get ekki bjargað Huddlestone, vildi eg forða stúlkunni. Komdu heim í sumarhúsið, og hér er hönd mín upp á það, að eg skal breyta við þig eins og sóma maður, þangað til gamli maðurinn er annaðhvort dauður eða sloppinn. En”, bætti hann við, “þegar það er útkljáð, þá verður þú keppinautur minn á ný og þá máttu gæta þín.” “Eg geng að þessu,” svaraði eg og við tók- umst í hendur. “Látum okkur nú fara beint heim í vígið,” sagði Northmour og lagði af stað í áttina til hússins. Clara opnaði fyrir okkur og eg furðaði mig á hversu allar varnar ráðstafanir voru fullkomn- ar og vel úr garði gerðar. Dyr og gluggar voru víggirtir og var eg leiddur inn í borðsalinn, þar sem dauft ljós logaði.i.ét eg í ljósi aðdáun mína yfir þessu. “Eg er verkfræðingur,” mælti Northmour. “Þú manst eftir plönkunum úti í garðinum. Hér sérðu þá.” “Eg vissi ekki að þú værir svona fjölhæf- ur,” mælti eg. “Ertu vopnaður?” spurði hann og benti á sæg af byssum og skammbyssum, sem þarna var dásamlega niður raðað á skáp í stofunni. “Þakka þér fyrir. Eg hefi gengið vopnaður síðan við hittumst síðast,” svaraði eg. “En svo að eg segi þér satt frá þá hefi eg ekkert étið síðan snemma í gærkveldi. Northmour kom með kalt kjöt, sem eg snæddi með góðri list. Einnig kom hann með flösku af góðu burgundy víni. Sarmkvæmt lífs- reglu minni hefi eg verið mjög mikill bindindis- ihaður, en það er þýðingarlaust, að láta lífs- reglur sínar setja líf manns í hættu, og við þetta tækifæri býst eg við að eg hafi lokið tveim þriðju úr flöskunni. Meðan eg át dáðist eg að víggirðingunni. “Mundi þetta standast áhlaup?” spurði eg loksins. “Ja-á,” tautaði Northmour. “Mjög lítið á- hlaup kanske. Eg er ekki svo hræddur um að húsið sé ekki nógu sterkt, en það er hin tvö- falda hætta, sem eg óttast. Ef við hef jum skot- hríð þá mun það heyrast jafnvel í stjálbygðu iandi eins og þessu. Þá kemur þetta alt í sama stað niður. Þá verðum við annaðhvort klófest- ir af lögunum eða drepnir af Carbonari sinnum. Það er bölvað að hafa lögin á móti sér í þessum heimi, og það hefi eg sagt gamla herramann- inum þarna uppi, og hann er mér öldungis sam- þykkur.” “Já, vel á minst, mælti eg. Hverskonar fugl er það?” “ó, hann er óféti og mér þætti ekkert á móti því, þótt einhver þessara ítölsku djöfla sneri hann úr hálsliðnum á morgun. Eg er nú ekki að hjálpa honum hans vegna, máttu trúa. Það var hönd dóttur hans, sem eg sóttist eftir og þér er óhætt að reiða þig á að eg ætla að íá hana.” “Já, mér skilst það nú, en hvernig mun Mv. Huddlestone taka komu minni hér,?” “Þú skalt láta Clöru um það,” svaraði hann. Eg hefði getað gefið honum utanundir t fyrir hina ruddalegu framkomu hans, en eg virti samninga okkar og það gerði Northmoui líka, því að meðan hættan vofði yfir okkur skygði ekki ský á samkomulagið. Þennan vitn- isburð gef eg honum með óblandinni ánægju, og er líka upp með mér af framkomu minni, því að sjaldan munu tveir menn hafa lent í jafn íll- viljuðum og ögrandi viðskiftum. Þegar eg hafði lokið snæðingi, fórum við að athuga neðri hæð hússins. Við reyndum gluggana og varnir þeirra og hamarshöggin bergmáluðu með dynjandi hávaða gegn um hús- ið, er við gerðum smábreytingar. Eg man að eg stakk upp á því að gera skotaugu, en hann sagði mér að þau væru þegar gerð í glugga efri hæðarinnar. Eg var mjög áhyggjufullur yfir þessari yfirskoðun minni og jók hún mér ekki hugrekki. Þarna þurfti að verja tvær dyr og fimm glugga, og með Clöru voru eigi nema fjói- ir til varnar gegn óþektri tölu óvinanna. Eg lét í ljósi ótta minn og sagði Northmour mer með mestu rósemi, að hann væri alveg á minu máli. * “Fyrir dögun í fyrramálið verðum við öil myrt og grafin í kviksyndinu. Það eru skráð og staðfest forlög að mínum dómi,” mælti hann. Eg gat eigi bælt niður hroll hvað kviksyndíö snerti, en eg benti honum á að óvinirinr hefðu hlíft mér úti í skóginum. “Ekki skaltu treysta slíku,” mælti hann, “þú varst þá ekki komin í lið gamla mannsins. Við lendum eitt og öll í kviksyndið.” Eg óttaðist mjög um Clöru og í því heyrð- jm við hina hugðnæmu rödd hennar kalla okkur upp á loftið. Northmour vísaði mér leið upp á loftið og barði að dyrum að herbergi því sem hann nefndi “herbergið hans frænda” síns. “Komdu inn Mr. Northmour, komdu inn kæri Mr. Cassilis,” sagði einhver inni. Northmour opnaði dyrnar og lét mig ganga á undan sér ipn. Er við komum inn, sá eg dótt- urina læðast út um dyrnar inn í lesstofuna, sem hafði verið búin út sem svefnherbergi handa henni. í rúminu, sem hafði verið dregið upp að veggnum, sat Bernard Huddlestone, hinn brögðótti bankamaður. Þótt eg sæi hann ekki nema í svip niðri í fjörunni, efaðist eg samt ekki um að þetta væri sami maðurinn. Hann var langleitur og þunnleitur og með mikið al- skegg rautt að lit. Háa nefið hans var hnýtt og há kinnbein létu honum svipa til kalmuks og hin ljósu augu hans ljómuðu af sótthita. Á höfð- inu hafði hann kollhúfu úr svörtu silki. Stor biblía lá fyrir framan hann á rúminu ásamt gullspanga gleraugum, þar var og sægur ann- ara bóka á borði hjá rúminu. Þarna, sem hann reis upp við koddana virtist hann mjög saman- skroppin þótt hár væri, svo að haka hans nam næstum við hnén. Eg hygg að hefði hann eigi dáið um örlög fram hefði tæringin orðið bana- mein hans innan fárra vikna. Hann rétti mér hendi, sem var löng, mögur og óþægilega loðin. “Komdu inn, komdu inn, Mr. Cassilis,” mælti hann. “Annar verndari, ahem! — annar verndari. Ætíð velkominn, sem vinur dóttur minnár, Mr. Cassilis. Hversu vinir hennar safnast undir merki mín! Eg bið guð á himn- um að blessa þá og styrkja fyrir það!” Eg rétti honum auðvitað hendina af því að eg mátti til, en samúð sú sem eg bjóst við að finna til með föður Clöru, dofnaði brátt, er eg sá úlit hans og heyrði hinn lokkandi uppgerðar- lega málróm hans. “Cassilis er hraustmenni,” mælti North- mour, “Hann er á við tíu aðra.” “Svo heyri eg,” mælti hinn ákafur. “Dótt- ur mín segir mér svo. Æ, Mr. Cassilis, syndir mínar koma mér nú í koll, eins og þú sérð. Eg er mjög aumur, mjög aumur, en eg vona ámota iðrunarfullur. öll verðum við að mæta fyrir dómstóli náðarinnar að síðustu, Mr. Cassilis. Eg fyrir mitt leyti mæti þar seint, en með fölskva lausri auðmýkt, vona eg samt.” “Að heyra þetta!” mælti Northmour hörkulega. “Nei, nei, kæri Northmour minn,” mælti bankastjórinn. “Þetta máttu ekki segja; þú mátt ekki reyna til að breyta skoðun minni, pú gleymir því að eg verð kannske að mæta fyrn dómstóli skapara míns þegar í nótt.” Það var átakanlegt að sjá æsingu hans og mér &ramdist við Northmour, sem eg vissi að var guðleysingi að skojðunum. Fyrirleit eg það hversu han reyndi að ögra vesalings syndaranum vegna iðr- unar hans. “Hvað þá, kæri Huddlestone minn!” mælti hann. “Þú ert heimsmaður að hugsun og at- höfnum og framdir allskonar hrekki áður en eg var fæddur. Samvizka þín er því eins mórauð og sútað leður frá Suður-Ameríku, en þú gleymdir einu, og það var að súta lifrina í þér, en þú mátt trúa mér til þess að þar býr þetta ónæði.” “Þrjótur, þrjótur! Þú ert strákur!” mæ'lti Mr. Huddlestone og hristi fingurinn framan í hann. “Eg forðaðist alt meðalhóf og meðai- hófsmaður var eg aldrei, en eg glataði aldrei því sem betra var gegn um alt mitt líf. Eg hefi verið ódæll drengur, Mr. Cassilis; eg reyni ekki að bera á móti því, en það varð eg eftir að konan mín dó, og eins og þú veizt, þá er þetta alt öðru máli að gegna með ekkjumann, eg neita því ekki að það er kannske synd, en það eru til stig- breytingar, skulum við vona. Hugsum okkur — þey”. Hann þagnaði snögglega, lyfti upp hend- . inni og yfir andlit hans færðist áfjálgur ótta- svipur. “Aðeins reynið, guði sé lof,” bætti hann við eftir stundar þögn og létti ósegjanlega mikið fyrír brjósti. Hann hvíldist um stund upp við koddana eins og maður í 'yfirliði, en náði sér svo brátt og tók að þakka mér með skjálfandi rödd fyrir þátttöku mína í að verja hann. “Leyfðu mér að spyrja þig einnar spurn- inga,” mælti eg þegar hann þagnaði. “Er það satt að þú hafir mikið fé með þér?” Spurningin virtist snerta hann óþægilega en hann játaði það mjög treglega að hann heíði þó nokkuð fé. “Jæja,” bætti eg við “Þeir eru að sækja peningana sína. Er ekki svo? Því þá ekki að afhenda þeim þá?” “Æ,” mælti hann og hristi höfuðið, “eg hefi nú reynt það, Mr. Cassilis. Það er sárt til þess að vita, en samt er það satt, að það er bióð mitt, sem þeir sækjast eftir.” “Þetta er nú hálf ósanngjarnt,” mælti Northmour. “Þú ættir að minnast á að það sem þú bauðst þeim var næstum tvö hundruð þúsund pundum minna, en þeim ber. Það er upphæð sem vert er að taka til greina, og þess- ir náúngar hugsa á sinn skýra, ítalska hátt og þeim finst að þeir geti bæði tekið féð og fjörið í senn, úr því þeir fóru af stað á annað borð. Svalað hefnigirninni, án nokkurrar aukinnar fyrirhafnar.” “Er féð hérna í sumarhúsinu ?” spurði eg. “Já, og eg vildi að það væri á hafsbotni,” sagði Northmour, og svo alt í einu við Huddle- stone — “til hvers ertu að gretta þig framan í mig? Heldur þú að Cassilis svíki þig fyrir fé?” Mr. Huddlestone fullyrti að ekkert væri fjarlægara sinni skoðun. “Það er vel farið. Það gæti verið að þú preyttir okkur á endanum á að hjálpa þér. — Hvað ætlaðir þú að segja? Mælti hann og sneri sér til mín. “Eg ætlaði að stinga upp á starfi fyrir okkur seinnipartinn í dag,” sagði eg. “Við skulum bera þessa peninga út, hvern einn og einasta , og leggja þá niður fyrir framan sum- arhúsíð. Ef ftalarnir koma, þá eiga þeir þá hvort sem er.” “Nei, nei,” hrópaði Huddlestone. “Þeii geta ekki tilheyrt þeim. Það ætti að skifta þeim hlutfallslega milli allra sem eg skulda. “Heyrðu mig nú Huddlestone. Hættu þessu.” “Já, en hún dóttir mín,” stundi mannræfiil- inn. “Dóttir þín kemst af. Hér eru tveir biðlar, Cassili^ og eg, hvorugur okkar er neinn fátækl- íngur og hún getur kosið milli okkar. Og það sem úr sker um þetta mál er þetta, að þú átt ekkert í fénu, og ef eg get rétt til þá deyrð þu i nótt.” Þetta var mjög grimdarlegt af Northmour, en Mr. Huddlestone vakti litla samúð, og þótt eg segi að honum hrylti við þá bætti eg ofan á þetta og sagði: “Við Northmour erum viljugir að hjálpa þér til að forða lífinu, en ekki til þess að sleppa með stolið fé.” Hann barðist við sjálfan sig um hríð, eins og hann ætlaði að reiðast, en skynsemin varð svo ofan á. “Mínir kæru drengir,” mælti hann, “gerið við mig og fé mitt hvað pem ykkur líkar. Eg fel ykkur alt saman. Lofið mér nú að jafna mig.” Við yfirgáfum hann og það með ljúfu geði, er eg viss um. Þegar eg sá síðast til hans hafði hann tekið upp stóru bibliuna og var að laga á sér gleraug- un með skjálfandi hendi til þess að fara að lesa. Minningin um þennan seinni hluta dags verður ætíð grafin á minni mitt. Við North- mour vorum því sannfærðir að árásin mundi þá og þegar hafin, og hefði það vcrið á okkar valdi, mundum við fremur hafa flýtt fyrir henni en seinkað. Við bjuggumst við því versta, en það var gull, borið saman við þessa óþqlandi bið. Eg hefi aldrei verið ákafur lestramaður ]>ótt eg hafi lesið mikið, en engar bækur hefi eg lundið eins bragðdaufar og þær, sem eg reyndi að lesa þennan seinni part dags í sumarhúsinij. Okkur var jafnvel ómögulegt að tala saman. Eitthvert okkar var ætíð að hlusta eftir ein- liverju hljóði, eða þá að stara gegnum glugga efri hæðarinnar út yfir sandhæðirnar. En hvergi sást neitt til óvinanna. Við ræddum hvað eftir annað uppástungu mína um peningana, og hefðum við verið með réttu ráði, er eg viss um að við hefðum horfið frá henni, en við vorum ærðir af ótta og gripuin í hvert strá, og þótt þetta auglýsti nærveru Huddlestones í sumarhúsinu, ákváðum við að koma þessu í framkvæmd. Þessi upphæð var í mynt, seðlum og sumt i gjaldgengum ávísunum er hljóðuðu upp á nafn i James Gregory. Við höldum féð og komum því síðan fyrir í peningakassa, er heyrði Northmour til, síðan skrifuðum við bréf á ítölsku er við bundum við handfangið á kassanum. Það var undirskrifað undir eiðskilboð að þetta væri alt það fé, sem eftir væri í þrotbúi Huddlestones. Þetta var ef til vill hið heimskulegasta fyrir- tæki, sem nokkrir heilvita menn gátu gert, því hefði kassinn lent í höpdum annara, en réttra hlutaðeigenda höfðum við undirskrifað sekt sjálfra okkar. En eins og eg hefi sagt þá var hvorugur okkar í því ástandi að geta dæmt ró- lega, og við þráðum að eitthvað bæri við í stað þessarar óþolandi biðar. Ennfremur vorum við þess sannfærðir að hver laut leyndi njósnara og mundi þessi breytni okkar með féð Ieiða tii samræðu við þá og kannske til samninga. Klukkan var næstum þrjú þegar við geng- um frá húsinu. Það var uppstytt og sólin skein í heiði. Aldrei hefi eg séð mávana fljúga eins ná- lægt liúsinu, eða vera eins gæfa. Rétt á tröpp- unum flaug einn fast yfir höfðum okkar og rak upp ömurlegt garg í eyrað á mér. “Þarna færðu fyrirboða,” mælti North- mour, sem eins og allir'trúleysingjar var mjög hjátrúarfullur. “Þeir halda að við séum þegar dauðir.” Eg svaraði einhverju spaugi, en það var af engum huga mælt. Þetta snerti mig óþægilega. Við settum niður kistilinn eitthvað sex fet frá garðhliðinu á sléttum grassvörð, og North- móur veifaði hvítum vasaklút yfir höfðinu á sér, en enginn svaraði. Við hrópuðum á ítösku að við værum þarna komnir, sem erindsrekar til þess að semja um sakirnar, en þögnin var ekki rofin af neinum nema mávunum, sem görg- uðu og brimgnýnum. Farg hvíldi á brjósti þegar við þögnuðum og eg sá að hann var ó- venjulega fölur. Hann leit um öxl eins og að hann byggist við að einhver hefði komist milii sín og hússins. “Guð minn góður,” hvíslaði hann, “þetta er of þungt fyrir mig að bera.” Eg svaraði í sama rómi, að ské kynni að þarna væri enginn eftir alt saman. “Sjáðu þarna,” sagði hann og bandaði með höfðinu eins og hann væri hræddur við að benda. Eg rendi augunum í áttina og sá þunnan reykjarstrók leggja upp frá skóginum. “Northmour/ sagði eg ■ (við hvísluðumst á eins og áður), “það er ómögulegt að standast þessa bið. Þúsund sinnum vil eg heldur bíða bana. Statt þú hérna og gættu sumarhússins, en eg ætla að fara áfram og verða viss í minni sök, þó eg verði að ganga beint inn í hóp þeirra.” Hjartað í mér hamaðist er eg gekk í áttina til reyksins og þótt eg hefði alt til þessa kent kuldahrolls, þá fann eg nú að eg var allur brennheitur. Landið var í þessa átt mjög hæð- ótt. Hundrað manns hefðu getað falist á jafn- mörgum blettum við slóð mína. En eg hafði ekki læðst eftir þessu landslagi til einskis og kaus því leyndustu slóðirnar, sem þarna voru, til rannsóknar, fór eftir þeim hryggjum sem gerðu mér auðið að sjá sem flestar lautirnar. Ekki leið heildur á löngu áður en mér launaðist fyrirhöfnin, því þegar eg kom á hæð eina, sem gnæfði dálítið hærra en hinar, sá eg mann eitt- hvað fimtán faðma frá mér, er þaut næstum því tvöfaldur eftir einni lautinni. Eg hafði gengið fram á einn njósnarann í felustað hans. Strax og eg sá hann kallaði eg til hans bæði á ensku og ítölsku, en þegar hann sá að upp um hann var komið, rétti hann úr sér og þaut eins og kólfi væri skotið inn í kjarrið. Það var óþarfi fyrir mig að elta hann, eg vissi nú um það, sem eg ætlaði að fá að vita, að auga væri haft á okk- ur 'í sumarhúsinu, sneri eg því við og fór hina sömu slóð eins nálægt og mér var auðið, þangað sem Northmour stóð hjá peninga skríninu. — Hann var jafnvel fölari en fyr og rödd har.á titraði er hann spurði hvorf feg hefði séð hvaða maður þetta var. “Hann sneri við mér bakinu,” mælti eg. “Við skulum fara heim í húsið, Frank. Eg hugsa að eg sé enginn heigull, en þetta stenst og ekki lengur,” hvíslaði hann. Alt var rólegt og sólríkt í kringum húsið, er við komum heim að því, mávarnir flugu nú lafnvel fjær og sáust í flokkum yfir fjörunni og sandhólunum, en þessi þögn hræddi mig, jafnvel meira en heil vopnuð hersveit hefði gert, og það var ekki fyr en við höfðum byrgt dyrnar að eg þorði að draga andann til að létta á hrjósti mínu. Northmour og eg litum hvor á annan og eg býst við að við höfum hvor í sínu Iagi dregið okkar ályktanir af hinu föla yfir- bragði og óttasvipnum, sem á okkur var. “Þú hafðir rétt fyrir þér,” mælti eg. “öliu er lokið fyrir okkur. Taktu í hendina á mér. gamli kunningi í síðasta sinni.” “Já,” svaraði hann, “en eg skal taka í hendina á þér og það af heilum huga. En mundu eftir því, að ef svo ólíklega fari, að við sleppum lifandi frá þessum þorpurum, þá reyni eg með illu eða góðu móti að snúa á þig.” “Æ,” sagði eg, “þú þreytir mig.” Hann virtist firtast við þetta og gekk þegj- andi að stiganum þar sem hann stansaði.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.