Heimskringla - 02.06.1937, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.06.1937, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1937 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA ÍSLANDS-FRÉTTIR Innan fárra daga verður byrjað að girða sýktu svæðin Rvk. 30. apríl Bráðlega verður byrjað að vinna að uppsetningu girðinga þeirra, sem ætlaðar eru til varn- ar gegn útbreiðslu borgfirzku- f járpestarinnar. í gær var girð- ingarefni skipað út í dráttar- skipið Magna og fer hann með það til Borgarness í dag. Það er ætlað í þann girðingararminn, sem liggja skal sunnan við aðal- sýkingarsvæðið, úr Borgarfirði í Skorradalsvatn og úr Skorra- dalsvatni fram til jökla. — Á laugardaginn verður byrjað að ráða menn í girðingarvinnuna og verður þá þegar byrjað að setja þessa línu upp, að svo miklu leyti, sem unt er vegna snjóa- laga og klaka. Nyrðri línunum er enn ekki hægt að byrja 4 vegna snjóalaga.—N. Dbl. * * * Rvík. 4. maí Kantötukór Akureyrar söng í fyrradag kl. 2 síðd. í “Gamla Bíó” fyrir troðfullu húsi í 5. sinn á sex dögum. Var hrifn- ing áheyrenda engu minni en fyrsta kvöldið, og hefði orðið að tvítaka viðfangsefnin hvert af öðru, ef söngstjórninn hefði ekki tilkynt að það væri ekki mögu- legt, af því að hljómsveitin væri tímabundin. Þó linntu menn ekki látum við Gunnar Pálsson og Hrein Pálsson, unz þeir höfðu endurtekið einsöngslögin. Að loknum hljómleikunum stóðu áheyrendur lengi og klöpp- uðu og hrópuðu á söngstjórann, en þegar hann kom fram á stjórnpallinn, kvaddi Sigfús Halldórs frá Höfnum sér hljóðs og mælti þessum orðum: Björgvin Guðmundsson! Fyrir tuttugu og sex árum fórstu heiman úr sveitinni þinni, vestur um haf, fátækur og um- komulaus, til þess að leita þar þess færis, sem þú sást ekki hér heima til þess að þjóna köllun þinni með mætti þínum og megni, sem þú trúðir á ekki síð- ur en köllunina. Tuttugu árum síðar snerir þú aftur heimleiðis, fátækur enn að fé, en ekki lengur umkomulaus, því að nú stóðu að baki þér góð- vild og virðing þriðja hluta allra íslendinga sem lífs eru á þessari jörð. Rúmu ári síðar fögnuðum við, sem þá vorum á Akureyri, þessu tónverki þínu, eins og því hefir nú verið fagnað hér. Eftir þann sigur hefði ef til vill mátt ætla að fullnægt væri þeirri heimþrá, sem öll tuttugu árin, sem þú varst utan, hafði verið einn meginþáttur lífs þíns, þrátt fyrir hlýhug þinn og þakklæti í garð Vestur-íslendinga og lands- ins mikla, sem í félagi veittu þér færið, sem þú leitaðir. Þó var i raun og veru ekki nema hálfnað haf fyrir tilfinningum þínum, að þær gætu talið þig alkominn heim, því að ekkert land er til fullnustu unnið fyr en unninn er höfuðstaðurinn. Eri viðtökurnar, sem borgarbúar hér hafa veitt þér og flokki þínum í söngsaln- um og annarstaðar, hljóta að reka þig úr skugga um það, að nú ertu sannarlega kominn heim. —N. Dbl. * * * Stækkun útvarpsstöðvarinnar Rvík. 6. maí Samningar um orkuaukningu Útvarpsstöðvarinnar í Reykja- vík og endurvarpsstöð á Austur- landi, voru undirritaðir í gær í skrifstofu útvarpsstjóra. Sam- kvæmt heimildum útvarpsstjóra eru megingreinir samninganna þær, sem hér segir: — Orka Útvarpsstöðvarinnar verður aukin upp í 100 kílówött í loftneti og á Austurlandi verð- ur reist endurvarpsstöð eftir nánari ákvörðun síðar, eftir að fram hefir farið athugun um val á stað og öðrum skilyrðum. Efni til orkuaukningarinnar á að forfallalausu að vera komið í höfn á íslandi seint í janúar næstkomandi og verkinu á að vera lokið næsta vor. — Stækk- un stöðvarinnar ásamt varavél- um og varahlutum kostar, skv. ákvæðum samninganna, rúmlega 29 þús. sterlingspund eða um 640 þús. krónur. Greiðsluskilmálar eru sem hér segir: Fyrsta afborgun á að fara fram 1. sept. 1939 og síðan á að greiða eftirstöðvar með jöfnum afborgunum á næstu 9 árum. — Vextir eru 4^4 af hundraði og er enginn kostnaður eða afföll. Um endurvarpsstöð á Austur- landi gilda í samningunum sér- stök ákvæði, og má taka hana upp í samningana með bréflegri staðfestingu fyrir 15. sept. næst- komandi, eftir að farið hefir fram athugun þar að lútandi, og gilda þá un> þann kostnað — sem er áætlaður um 100 þús. kr. — sömu skilmálar um afborgan- ir og vexti.—N. Dbl. * * * Fölsuðu peningarnir Rvík. 6. maí Lögreglunni hafa nú alls bor- ist sjö falskir tveggja krónu peningar og eru allir með sömu gerð og auðsjáanlega búnir til á sama stað. Allir þessir peningar hafa komið frá fyrirtækjum hér í bænum, en ekki hefir spurst til, að slíkra peninga hafi orðið vart út á landi. Lögreglan vinnur nú að rann- sókn málsins.—N. Dbl. * * * Guðm. Björnsson fyrv. landlæknir dáin Rvík. 8. maí Guðmundur Björnson fyrver- andi landlæknir andaðist að heimili sínu í fyrrinótt, eftir langvarandi legu. Hafði hann árum saman átt við vanheilsu að búa.—N. Dbl. BRÉF TIL HKR. Efni þessa bréfs er ekki, rit- stjóri sæll, fréttir eða neitt ný- stárlegt héðan. Það eru svo margir mér færari hér að segja tíðindin úr þessum fornmanna heimi okkar á “Betel”, að eg ætla ekik neitt að eiga við það. Þetta er aðeins þakklætisbréf til allra þeirra, sem mér hafa reynst svo velviljaðir og sem tekið hafa svo vel á móti mér og svo margt hafa fyrir mig gert, er eg hefi brugðið mér að heiman. Eg hefi það til að gera það enn, þó eg sé nú búinn að vera blindur í 20 ár. Eg er t. d. núna nýkominn úr ferð til Winnipeg og mér líður svo vel, að mér finst eg verði að láta hann Kristján minn Hannes- son, 852 Banning St., sem nú, sem fyr, bar mig á höndum séi*, vita, að eg komst heilu og höldnu heim og lifi nú við minn- ingarnar af því, sem bæði hann og fjölskylda hans og aðrir góð- vinir mínir í Winnipeg gerðu fyrir mig. Þar var vissulega ekkert ógert látið til þess að stundin yrði mér sem ánægju- legust. Eg veit hvaða ómak eg blindur karlinn baka vinum mín- um með heimsókn minni, en það hefir nú verið ein mín mesta skemtun síðan eg tapaði sjón- inni, að finna þá. Og hvort sem það hefir verið í Winnipeg, Sel- kirk, Lundar, Árborg, Riverton eða Mikley, þá hafa viðtökurn- ar ávalt verið þær, að eg tel mig hafa verið farsælan, þessi síð- ustu ár, þrátt fyrir annað mót- læti. Þegar eg íhuga þetta, finn eg til þess, hve mikið eg á góð- um mönnum samveruna að þakka. Um Gimli bæ rata eg allan svo eg er svo sem á faralds fæti enn manna á meðal. Og mikið á eg mínum góðu kunningjum hér að þakka. Á heimilinu hér líður mér eins vel og hægt er að hugsa sér: Vertu svo kært kvödd Heims- kringla mín af þínum bráðum 82 ára kunningja — Lárusi Árnasyni AVARP K0NUNGSINS Ræða sú er George konungur VI. flutti frá Buckingham Palace að kveldi krýningardagsins, 12. maí og sem útvarpað var um öll lönd Bretaveldis. Það sem eg segi við yður í dag, kemur frá instu rót- um hjarta míns. Aldrei fyr hefir nýkrýndur konungur átt þess kost, að ávarpa alt sitt fólk á krýningdaginn, á þess eigin heimilum. Aldrei fyr hefir þessi athöfn haft eins víðtæka þýð- ingu eins og nú, því nú eru sambandsríkin frjálsir og full- veðja aðilar í þessu forna konungsríki. Mér fanst í morg- un að alt fólk hins víðlenda brezka ríkis væri í raun og veru kirkjugestir í Westminster Abbey. Það er mér gleðiefni að geta nú talað við yður ölj hvar sem þér kunnið að vera, talað til fornra vina í fjar- lægum löndum og, að því er eg vona, nýrra vina í þeim löndum, sem eg hefi ekki enn átt kost á að heimsækja. Á þennan persónulega hátt óskar drotningin og eg, yður öllum góðrar heilsu og allrar farsældar og á þessum hátíðisdegi gleymum við heldur ekki þeim, sem eiga við sjúkdóma og skort að búa. Við munum ávalt skilja og meta kjark þeirra og þegnhollustu. Þeim tjái eg sérstak- lega samúð og óska þeim gleði og gengis. Af öllu hjarta þakka eg yður ást yðar og hollustu til drotningarinnar og mín. Kærleiki yðar, sem var svo augljós í dag á strætum borgarinnar, þau óteljandi samfagnaðar skeyti sem mér hafa borist frá sambandslöndunum og öllum hlutum þessara eylenda, fyllir hjarta mitt fönguði. Eg óska þess heitast, að mér mætti á komandi árum, auðnast að endur- gjalda kærleik yðar með því að vinna yður verulegt gagn. Miljónir manna líta á kórónuna sem tákn einingar- innar. Fyrir guðs náð og samkvæmt vilja fólksins í hinu brezka samveldi, hefir það nú orðið mitt hlutskifti að bera kórónuna. Á mér, sem konungi yðar, hvílir nú um stund sú mikla ábyrgð, að viðhalda sæmd og réttlæti konungs- tignarinnar. Mér er ljóst að konungstigninni fylgir afar mikil ábyrgð, en það veitti mér kjark og góðar vonir, að sjá fulltrúa yðar í kirkjunni í morgun og vita yður einnig taka þátt í þeirri fögru og tilkomumiklu helgiathöfn sem þar fór fram. Hin ytri athöfn krýningarinnar er siðvenjur löngu liðinna tíma, en hið innra hefir hún í hvert sinn nýja þýð- ingu og flytur nýjan boðskap. f allri einlægni og alvöru hefi eg með drotninguna við hlið mér, undirgengist hinar helgustu skyldur konungdómsins. Eg hefi gert það með yðar aðstoð og með þeim einlæga ásetningi að verða yður til gagns og sóma og með Guðs hjálp mun drotningin og eg, ávalt halda fast við þann ásetning og bregðast í engu trausti yðar. Sá hluti hlustenda minna, sem enn eru börn, vona eg að minning þessa dags verði jafnan björt og blíð, eins og mér er ávalt gleðiefni að hugsa til krýn- ingardags afa míns, en þá var eg sjálfur barn. Á kom- andi árum ferðast mörg yðar frá einu landi til annars innan samveldisins, og þér finnið alstaðar fólk sem á sömu endurminningar eins og þér og líta svo á að þeir til- heyri í raun og veru sömu f jölskyldu eins og þér og séu bundnir sömu þegnskyldum. Eg vona að yður skiljist hve mikla þýðingu þetta frjálsa samband hefir fyrir oss og þá þýðingu, sem vinátta vor innbyrðis, og við allar þjóðir, getur haft fyrir varanlegan frið í heiminum og sanna framþróun. Drotningin og eg munum ávalt geyma í hjörtum okkar hina hátíðlegu þýðingu þessa dags. Eg vona að okkur auðnist að verða ávalt verðug þess mikla hlýleika, sern eg nú finn að streymir til okkar, úr öllum áttum ríkis míns og sem er mér óendanlegt gleðiefni. Eg þakka yður hjartanlega. Guð veri með yður öllum. ÍSLENZK MÁLARALIST Eftir Vilhjálm Finsen [Eftrifarandi grein ritaði Vil- hjálmur Finsen, sendisveitar- fulltrúa, í Bergens Aftenblad, þegar íslenzka málverkasýning- in í Bergen var opnuð]. gullsmíði og tréskurði. Hún átti upptök sín í skaphöfn fólksins, en mótaðist af lífsaðstæðum þess. Og það, sem enn er til af þessum munum, sýnir greinilega skyldleika við norska list á svip- uðum tímabilum. Elzta frásögn, sem til er um íslenzka málaralist, er í Land- Fyrir einum mannsaldri síðan þektist ekki málaralist á íslandi. Það voru að vísu til örfáar manneskjur, sem teiknuðu og máluðu, og þótt sum verk þeirra bæru vott um góða hæfileika, voru þau aðeins tilraunir, sem lítið listrænt gildi höfðu. Það má öllum vera ljóst, að íslenzka þjóðin, sem lifði einangruð .á eyju norður við íshaf án náins menningarlegs sambands við umheiminn, gat ekki skapað mikinn auð listrænna málverka. Og ástæða til þess var miklu fremur hin ytri lífskjör og skort- ur á fegurarsmekk og menningu. Myndlistin hafði ekki þroskast með þjóðinni eins og skáldskap- urinn og framsögulistin. Forfeð- ur okkar, Norðmnen, Keltar og Skotar, fluttu með sér menning- ararfinn úr heimalandi sínu, menningu, sem nútíminn þekkir gegnum skáldskap og fornleifa- fundi. En skáldskapurinn var sú listgrein, sem glæsilegustum þroska náði á íslandi og miklu glæsilegri en annarsstaðar á Norðurlöndum. Hin erfiðu kjör frumbýlinganna, einangrun og fátækt og hin stöðuga barátta við náttúruöflin, drógu þrótt úr listunum, svo þær urðu á öllum öðrum sviðum fátæklegri heldur en t. a. m. í Noregi. En listhneigðin lifði með ís- lendingum og kom hún á ýmsum öldum í ljós í listiðnaði, vefnaði, hennar vera að verða svo mik- ill, að engri annari listtegund sé virðulegri sess búinn, ef frá er skilin skáldskapurinn, sem nú er I þróttmeiri heldur en hann hefir | verið um langt skeið. Eins og áður er sagt, hafa hin j ir íslenzku málarar engan þjóð- legan grundvöll til þess að byggja á. Þráin að helga sig málaralist til kynslóðar. Verk þeirra eru með örfáum undan- tekningum nútímalist. Kaup- mannahöfn og Osló, París og Róm hafa setið við sömu brunna i og aðrir málarar Norðurlanda, en þrátt fyrir það, að hin ís- lenzka list er af sama uppruna og frændþjóðanna, ber hún þó i sinn eigin svip. En hún er nú- tímalist. ísland á ekkert annað. Það er sameiginlegt með öllum íslenzkum málurum, að þeir láta sér aldrei nægja frumdrætti eða lauslegan svip fyrirmyndar sinn- | ar. Þeir skýra viðfangsefni sín til hlítar og láta smáatriðin sig aldrei litlu skifta. Ef til vill , kemur þarna í ljós hæfileikinn til þess að taka eftir, til þess að skýra frá, sem gengið hefir í arf | frá einum ættlið til annars. Því hefir verið haldið fram, að ein- | angrunin hafi þroskað þennan hæfileika. Og þeir mála sín mál- verk af hinni sömu Iifandi og í- myndunarríku list og sagnarit- ararnir skrifuðu sögurnar í gamla daga. Línurnar eru skýr- ar og óbrotnar landslaginu er lýst með viðkvæmni. Hjá sum- um er það blæfögur og sviplétt náttúrudýrkun, — aðrir draga skýrar fram það, sem þunglynd- islegt er, dularfult eða einmana, en allir hafa þeir valið sér það hlutskifti að sýna ættland sitt og áhrif þess í listaverkum sínum. Landslagið, einmitt landslag- ið, er stærsta viðfangsefnið. Og þannig er það ekki aðeins vegna hinnar sérkennilegu náttúrufeg- | urðar, sem alstaðar blasir við, heldur og vegna þeirrar ástar, sem þjóðin elur í brjósti sér til ættlandsins. Sú hugsun, sá andi, sem fólkið er gagntekið af, hlýt- ur alt af að koma fram í lista- verkunum. Allir hinir íslenzku málarar ólust upp á tíma þjóð- legrar endurreisnar, þeir hafa lifað það, að sjálfsforræði þjóð- arinnar var endurheimt, þeir hafa verið vitni að vaxandi þjóð- erniskend, sterkari ættjarðarást og staðfastari trú á samtíðina. Skáldin lofsyngja landið í fögr- urn ljóðum, málararnir lýsa því í línum og litum. Og verk þeirra bera greinilegan vott um fram- sækni og vaxandi listmetnað. — Þar hittir maður fyrir algerðar annarsvegar hinar tækt bæði heima og hér, og vildi ekki að börnin þyrftu eins á henni að kenna, enda syrgðu þau hana mikið er hún var lögð í síð- asta hvílurúmið. Lungnabólga varð henni að bana. Börnin stunduðu hana í leg- unni. Hún lifði s. 1. tvö ár með elzta syni sínum AxeL Rev. Ellis talaði nokkur orð við jarðarförina, og aðeins vinir barnanna voru viðstaddir, alt enskt fólk. Fjölskyldan þakkar öllum er sendu blóm og gerðu alt til að létta þeim sorgina. Guðrún var lútersk og trúði á annað betra hinumegin. Samfundir verða síðar. Fornvinur hennar. FJÆR OG NÆR Séra K. K. ólafsson flytur guðþjónustur sem fylgir sunnu- daginn 6. júní: Mary Hill skóla kl. 11 f. h. Lundar, kl. 2 e. h. Oak Point, kl. 8 e. h. * * * Sunnudaginn 13. júní verður séra K. K. Ólafsson staddur í bygðunum austan Manitoba- vatns og flytur guðsþjónustur sem fylgir: Hayland Hall, kl. 11 f. h. Oakview (Darwin skóla) kl 3 e.h. Silver Bay, kl. 8 e. h. * * * Fjörutíu nýir borgarar í, blaðinu Minot Daily News, 22. maí, er hermt, að í fjórum hreppum (counties) í annari þinghá í ríkinu N.-Dak., hafi 40 manns tekið þegnréttindi i Bandaríkjunum. — Guðmundur dómari Grímsson í Rugby, N. D., sá um veitingu þegnréttindanna fyrir hönd| Bandaríkjastjórnar. * * * Fyrirlestra flytur séra K. K. ólafsson á eftirfylgjandi stöð- um um efnið: “Halldór Kiljan Laxness og Kristindómurinn”: Oak Point, mánud. 7. júní kl. 8 e. h. Lundar, þriðjud. 8. júní kl. 8 e.h. Silver Bay, miðvikud. 9. júní, kl. 8 e. h. Oakview, fimtud. 10. júní kl. 8 e. h. Hayland Hall, föstud 11. júní, kl. 8 e. h. Á eftir fyrirlestrunum mun hann flytja stutt erindi á ensku til æskulýðsins ef óskað er eftir. námabók. Það er skemtileg lýs ing á dóttursyni Una hins andstæður, danska, ungum manni er Tjörvi mikilúðlegu og hugmyndaauðgu hét. Hann feldi ástarhug til °g hrifandi landslagsmyndir ungrar meyjar, sem hét Ástríður Jóns Stefánssonar og myrku og og virðist hún einnig hafa borið dularfullu hamra- og fjalla- hlýjan hug til hans. En ætt- myndir Kjarvals, en hinsvegar mönnum hennar þótti ekki fýsi- hinar vingjarnlegu og sólbjörtu legur ráðahagur og valdi faðir hennar henni annan bónda. Hann hét Þórir og var maður auðugur. í hefndarskyni málaði Tjörvi myndir af þeim Ástríði og Þóri á vegg einn, og í hvert sinn er hann átti leið þar hjá, kysti hann mynd Ástríðar, en hrækti á mynd Þóris. Frændur Tjörva máluðu yfir myndirnir, en þá skar hann þær í tré og orti níð- vísur, sem enn eru til. Má af þessu álykta, að Tjörvi hafi haft fjölþætta listamannshæfileika til brunns að bera. Þetta gerðist um 970. í fornsögunum er sagt og myndir Ásgríms Jónssonar ýmissa fleiri. fsland er land andstæðnanna og andstæðnanna .gætir einnig í túlkun listamannanna. Skýring- in liggur í margbreytni lands- lagsins, hinum óteljandi svip- brigðum þess og litaskrúði. —N. Dbl. MRS. GUÐRÚN JOHNSON Seattle, dáin 11. maí, 1937 Guðrún var fædd 16. des. 1858 í Reykjavík á íslandi. Foreldr- ar Snorri (veit ekki föðurnafn frá hans) og Margrét Einarsdóttir. stórum skálum og voru veggirn- ir myndum skreyttir. Ennþá er varðveitt mikið af skrautstöfum í hinum íslenzku handritum frá miðöldunum og bera þeir glögg- an vott um næmt auga og haga hönd. Þannig hefir listhneigðin lifað með þjóðinni frá upphafi Tvær systur hennar komu til Ameríku, Mrs. Þóra, fyrrikona Mr. Matthíasar Þórðarson í Sel- kirk, Man., og Mrs. Vilborg Jack- son, fyrrikona Jakobs Jacksonar, þau voru mörg ár á Point Rob- erts og þar dó Vilborg. Ein systir, Sigríður er í Reykjavík og borið sinn eigin svip, þrátt á íslandi og tveir bræður Einar fyrr áhrif frá nágrannalöndun- um. Sjálf málaralistin hefir hins- vegar átt örðugt uppdráttar á og Sigurður. Guðrún var ein af þessum mæðrum, sem gera alt sem hægt er að börnunum líði sem bezt. íslandi, þar til fyrir 25—30 ár- Eiga þau henni að þakka hvaða um síðan. En nú virðist vegur mentun þau fengu; hún þekti fá- Hugulsamur foli. Á józkum bóndabæ stóðu tveir hestar við sama stall. Annar var ungur foli, en hinn tekinn mjög að eldast, svo að honum veittist erfitt að tyggja fóðrið. Tennur hans voru orðnar svo slitnar. Folinn sá og skynjaði, hversu öldungnum gekk erfiðlega að éta — eða kannske hefir sá aldraði komið unglingnum í skilning um það . . . Hver veit- En hvað um það, folinn tók upp á því að tryggja fóðrið fyrir þann gamla. Og þegar hann hafði jóðlað á fóðrinu svo sem honum líkaði, lét hann það falla út úr sér ofan í stallinn hjá félaga sínum. —Dýraverndarinn. ♦ Skotinn og kona hans sváfu vært. Alt í einu vaknar Skotinn við það, að konan tekur kipp og andvarpar. Þegar hann athugar málið nánar sér hann, að konan er dáin. Hann vill ekki gera hark um miðja nótt, en þegar stofustúlkan kemur í gættina um morguninn, segir hann dapur- lega: — f dag skaltu bara sjóða eitt egg, Mary!—Alþbl. * * * Hertoginn af Duras varð mjög undrandi er hann sá hinn mikla heimspeking Descartes vera að gæða sér á humri o. fl. sælgæti. Eg hélt ekki að heimspekingar borðuðu slíkt. — Hví ekki? Haldið þér að Guð hafi skapað þessa hluti að- eins fyrir fávita, svaraði Des- cartes gramur.—Alþbl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.