Heimskringla - 09.06.1937, Page 3

Heimskringla - 09.06.1937, Page 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1937 I* t KOSNINGARNAR Á ÍSLANDI (Alþingiskosningarnar á ís- landi fara fram 20. júní. Um úrslit þeirra skal engu spáð. Flokkarnir eru nú aðal- lega þrír: Framsóknarflokkur- inn eða stjórnarflokkurinn (sem og stundum er kallaður Jónasar flokkurinn), Alþýðuflokkurinn, sem er jafnaðarmenn og höfðu áður samvinnu við stjórnar- flokkinn, — en slitu henni. — Þá sjálfstæðisflokkurinn eða í- haldsflokkurinn, sem undanfarin ár hefir verið aðal-andstæðinga- flokkur stjórnarflokksins eða flokkanna, á þingi. Þessir þrír flokkar munu æði sterkir hver um sig. En hvort nokkur þeirra fær svo mörg þingsæti, að geta stjórnað án samvinnu við annan flokk er ekki líklegt. En svo verður nú í kosningum stundum annað en ætlað er. Bændaflokkur býður sig fram, en í honum eru nú tveir menn á þingi. Er ekki ólíklegt, að sá flokkur eigi samvinnu við sjálf- stæðisflokkinn, ef hann yrði svo fjölmennur að mynda stjórn. — Þessi bændaflokkur er hinn gamli Tryggva Þórhalls-flokkur, eftir að samvinnu hans og fram- sóknarflokksins lauk. Hér fara á eftir tvær greinar er aðstöðu flokkanna ræða um leið og þeir leggja út í kosninga- bardagann. Er önnur greinin úr Degi, blaði framsóknarflokks- ins, en hin úr fslendingi, blaði sjálfstæðisflokksins. Þó fáorð- ar séu, skýra þær að nokkru að- stöðu flokkanna og búumst vér við að löndum hér þyki betra að fá þær en ekkert um kosninga- málin. — Ritstj.) Samvinnuslit Stjórnarflokkanna Akureyri 3. maí Framsóknarflokkurinn og Al- þýðufl. gerðu með sér opinberan málefnasamning árið 1934, þeg- ar þeir tóku við stjórn ríkisins. Inn í þann samning voru tekin þau mál, sem heitið hafði verið að vinna að í kosningaávarpi flokksþings Framsóknarmanna 1934. — Jafnframt voru teknir upp í málefnasamninginn ýmsir liðir úr hinni svokölluðu “4 ára áætlun” Alþýðuflokksins, en þeir liðir fólu eingöngu í sér lausn al mennra umbótamála, sem hver frjálslyndur umbótaflokkur hlaut að vilja sinna. Á þessum grundvelli hefir samstarf P"ram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins bygst að þessu. Þeir hafa í sameiningu unnið að lausn almennra umbótamála og á- rangur þeirrar samvinnu orðið framar vonum, þegar tekið er tillit til þeirrar efiðu aðstöðu, sem fyrir hendi hefir verið og skapast hefir af utanaðkomandi orsökum, er við fáum ekki við ráðið, svo sem lokun saltfisks- markaðar í Suður-Evrópu. Það er öllum vitanlegt að auk þessa hafa Alþýðuflokksmenn á stefnuskrá Sinni þjóðnýtingu eins og jafnaðarmannaflokkar í öðrum löndum. Þjóðnýtingin er sérstefna jafnaðarmanna, en þeirri sérstefnu geta þeir ekki vænst að koma í framkvæmd á meðan þeim hefir ekki tekist að vinna meiri hluta kjósenda til fylgis við hana. Þannig hefir þessi sérstefna jafnaðarmanna Bretlandi og á Norðurlöndum, sem um áraskeið hafa haft sam- starf í ríkisstjórnum þessara landa, alls ekki komið til fram- kvæmda. Framsóknarmenn líta svo á, að þegar Samstarf er milli þeirra og Alþýðuflokksins þá eigi það að lúta sömu starfs- reglum og í öðrum nágranna- löndum. Samstarf milli þessara flokka hefir líka verið, og á að vera, um hin almennu umbóta- mál, en ekki um þjóðnýtingar- stefnu jafnaðarmanna. Eins og kunnugt er, hafa for- ráðamenn Alþýðuflokksins vikið út af þeim samstarfsgrundvelli, sem áður hefir gilt, og gert þá kröfu að Framsóknarflokkurinn fylgdi sér inn á þjóðnýtingar- brautina. Er þetta því eftirtekt- arverðara, þar sem forráða- mönnum Alþýðuflokksins hlaut að vera það fyrirfram ljóst, að þessi krafa bæri engan árangur og hlyti því að leiða til sam- vinnuslita milli flokkanna. Með fullráðnum huga og vitandi vits hafa því Alþýðuflokksforingj- arnir stofnað til samvinnuslit- anna, og bera því einir alla á- byrgð á þeim. Að vísu var það upphaflega meining Alþýðuflokksforingj- anna að gera Kveldúlfsmálið að orsök samvinnuslitanna, þar sem þeir heimtuðu, að einstakt fyr- irtæki væri gert gjaldþrota með þingvaldi og að Kveldúlfsmönn- um væri jafnframt gefið einnar miljónir króna virði. En þar sem þessi stefna í þessu sérstaka máli vakti mikla andúð, ekki að- eins allra Framsóknarmanna í landinu, heldur náði sú andúð einnig langt inn í raðir Alþýðu- flokksmanna sjálfra, þá gugnuðu foringjarnir við að hafa Kveld- úlfsmálið eitt að grundvelli sam- vinnuslitanna og fóru að varpa inn í þingið óundirbúnum frum- vörpum, sem haft hefðu geysi- leg f járútlát í för með sér, ef náð hefðu samþykki, og það án þess að benda á tekj uöflunarleiðir. — Var þar tekin upp ábyrgðar- leysisstefna Sjálfstæðis- og Bændaflokksmanna frá undan- förnum þingum. Það liggur því Ijóst fyrir, að ágreiningurinn milli stjórnarflokkanna er fyrst og fremst og aðallega um þau mikilfenglegu þjóðnýtingará- form, er fram komu í frumvörp- um Alþýðuflokksins um sjávar- útvegsmálin. Þessi ''frumvörp um “alhliða viðreisn sjávarút- vegsins” voru ekki lögð fram fyr en í byrjun apríl-mánaðar og án þess að reynt væri að semja við Framsóknarflokkinn um lausn þeirra vandamála, sem um var að ræða, á annan hátt en með þjóðnýtingu. Til slíkra samninga hefði Framsóknar- flokkurinn verið fús að ganga, t. d. um afnám útflutningsgjalds af sjávarafurðum o. fl. Jafn- framt þessum hvatvíslegu að- förum hrópa foringjar Alþýðu- flokksins um sinnuleysi Fram- sóknarmanna gagnvart málefn- um fólks við sjávarsíðuna. Með þessum hrópum leggur flokkur- inn út í kosningabaráttuna, en þau munu reynast gagnslaus. Jafnaðarmannaflokkurinn þarf aldrei að vænta þess að komast lengra með sérmál sín í sam- vinni! við Framsóknarflokkinn, en stefna samstarfsflokksins leyfir. En auðvitað var Alþýðu- flokknum frjálst að slíta sam- vinnunni á hvaða grundvelli, er honum þóknaðist, en það verður honum að vera ljóst, að það er hann, sem ber ábyrgðina á þeim atburðum og afleiðingum þeirra. Framsóknarflokkurinn gengur öruggur til kosninga í sumar sem frjálsyndur umbótaflokkur. Hann einn er hreinn milliflokkur með öfgastefnur til hægri og vinstri.—Dagur. Breiðfylking íslendinga Akureyri 30. apríl Þegar núverandi stjórnar- flokkar, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, gengu saman til stjórnarmyndunar fyr- ir þremur árum síðan, var lagð- ur ákveðinn málefnagrundvöll- ur, sem samvinna flokkanna skyldi byggjast á. Enda þótt forráðamenn þess- ara flokka haldi því fram, að samvinnan hafi verið- góð þar til nú á nýafstöðnu þingi, þá er þó vitanlegt, að ýmsir árekstrar hafa átt sér stað milli flokkanna, þó að reynt hafi verið að jafna deilurnar og breiða yfir sundur- lypdið. Stjórn undanfarandi ára hefir sýnt mönnum áþreifanlega, hvernig högum þjóðarinnar er nú háttað, hverja blessun allur almenningur hefir hlotið af sam- Starfi þessara fjærskyldu flokka, sem með völdin hafa farið. Samstarf þeirra hefir skapað þjóðinni verri aðstöðu til efna legrar afkomu, atvinnuleysi hef- ir aukist, hvar sem til spyrst. — Alstaðar er þrengt að kosti ein- staklingsins til eigin reksturs, alt skraf flokkanna um umbæt- ur á öllum sviðum atvinnulífsins og skipulagningarbrölt þeirra hefir, að því er virðist, leitt til meiri örbirgðar, minni áhuga til sjálfsbjargar en áður. Höft og hömlur draga úr mætti og vilja þeirra til atvinnureksturs, sem eitthvað geta. Og ofan á alt þetta ófremdarástand eru þegn- arnir skattpíndir og hlaðnir öðr- um álögum svo þeir fá ekki undir risið. Er nú svo komið, að flest- um finst sér í rauninni nóg boð- ið og að hér verði staðar að nema. f sambúðinni hafa Socialistai gerst býsna kröfuharðir. Hafa þeir á alla lund leitast við að koma stefnumálum sínum fram, og sveigst í ýmsum atriðum mjög á sveif Kommúnista. — Hefir sú hneigð komið einna ber- ast fram nú upp á síðkastið, enda er unnið öllum árum að því, að samvinna takist nú við kosning- ar þær, sem í hönd fara, milli Alþýðuflokks'ins og Kommún- ista. Framsókn þykist vera mið- flokkurinn, sem skapi jafnvægi í þinginu. Nú er það vitað, hvernig það hefir tekist. f ýmsum atriðum og það þýðingarmiklum atriðum, hefir sá flokkur orðið að ganga erinda Socialista til þess að sam- vinna héldist. — Nú ganga þeir að vísu til kosninganna með fög- ur loforð og fyrirheit um sann- girni í allra garð og umfram alt að halda jafnvæginu, svo alt fari ekki úr skorðum. Hinsvegar vita það allir skynbærir menn og geta ráðið það af fyrri fram- komu þess flokks, að hugur hans allur hneigist til vinstri flokk anna, Alþýðuflokksins og Kom ■ múnista, og að þar muni sam- vinna takast á einhvern hátt að afstöðnum kosningum, að minsta kosti í bili. Hið ömurlega ástand í lapdinu og yfirvofandi hætta á fram- haldsráðsmensku Socialista og vinstri flokkanna hefir fært mönnum heim sanninn um það, að allra ráða verði að neyta til þess að afstýra þeim möguleik- um. Á undanförnum þingum hafa Sjálfstæðismenn og Bænda- flokksmenn verið í fullkominni andstöðu við hina ráðandi flokka og unnið saman í ýmsum málum og reynt þannig að afstýra ó- höppum af yfirgangi Socialista og samverkamanna þeirra. — Þessi barátta flokkanna hefir leitt til þeirrar ályktunar, að þessir flokkar, Sjálfstæðisflokk- urinn og Bændaflokkurinn myndu hafa samvinnu og veita hver öðrum gagnkvæman stiíðn- ing við næstu Alþingiskosning- ar. Með því eina móti væri nokk- uð sterkar líkur fyrir því, að nú- verandi valdstjórn yrði hnekt, og aftur mætti takast að rétta við og kippa ýmsu í betra horf en nú er. — Þessar spár eru að rætast. Þessir flokkar hafa nú gert með sér ákveðið kosningabanda- lag þannig, að þeir styðja hvor annan þar sem þörf er á. Er þetta kosningabandalag orðið umtalsefni dagblaðanna í Rvík. og nefna þau samfylkingu flokk- anna: Breiðfylkingu fslendinga. Er helzt í ráði, að í nokkrum tvímenningskjördæmum verði maður í boði frá hvorum flokkn- um fyrir sig, t. d. í Árnessýsh og Norð-Múlasýslu. Eru frambjóðendur enn eigi tilnefndir nema í Árnessýslu. — Þar fer Eiríkur Einarsson, bankamaður, fram af hálfu Sjálfstæðisflokksins, en Þor- valdur ólafsson, bóndi í Arnar- bæli, af hálfu Bændaflokksins. f nokkrum einmenningskjördæm- um munu flokkamir ætla að bjóða fram Sinn manninn hvor, svo sem í Austur-Húnavatns- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, en aftur í öðrum styðja framboð hvers annars. f Breiðfylkingu íslendinga ( munu margir þjóðhollir menn skipa sér, aðrir en þeir, sem áð- ur hafa fylt flokkana, sem að henni standa. — Er t. d. gert ráð fyrir því, að mjög margir Fram- sóknarflokksmenn muni skipa- sér í þá fylkingu.—íslendingur. BLENHEIMS-BARDAGI Eftir Robert Southey (Þýtt) Það var um sumars kyrlátt kveld Er Kaspars dagsverk þraut, Hann heima sat við hússins dyr, Og hlýju sólar naut; Og Vilhelmína var þar smá Á velli, afa sínum hjá. Þá Pétur bróður sinn hún sá Með stórt hann eitthvað var, Sem hann í leik við lækinn fann Og lét það velta þar, Og vildi fá að vita rétt, Hvað var svo stórt og kúpt og slétt. öldungurinn upp það tók En ungi sveinninn beið; Og karlinn mælti og hristi haus, Og hann þá stundi um leið— “Þar höfuðkúpu fáráðs finn Sem féll við mikla sigurinn. Og eins eg finn þær innangarðs, Það eru margar hér; Og oft þeim velti upp úr mold Þá út að plægja fer; Því fleiri þúsund féllu þar Er frægur sigur unnin var.” “En hvað kom til þeir höfðu stríð”, Svo hrópar Pétur þá, Og Vilhelmína — augum í Með undrun — beið þar hjá, “Um ófrið segðu okkur þar, Og út af hverju barist var.” “Hér voru enskir”, hrópar karl, “Og hröktu Frakka burt; En um hvað berjast þurftu þeir, Eg það hefi ekki spurt. En öllum saman um það bar Að einn það frægur sigur var. “Hann faðir minn að Blenheim bjó við bæjarlækinn smá; Þeir brendu niður húsið hans, Svo hlaut að flýja þá: Með barn og konu hraktist hann, Og hvíldarstað þar engan fann. “Með eldi og sverði alt um kring Þeir eyddu landið þá; Og sængurkonur létu líf Og líka börnin smá: En óhjákvæmt það fram svo fer, Þá frægur unninn sigur er. “Þeir hryllilega segja sýn Þá sviðið unnið var; Á móti sól hin mörgu lík Sem máttu rotna þar: En óhjákvæmt það eftir fer, Þá unnin frægur sigur er. “Hertoginn enski, eins vor prins, þeir unnu af lofi gnótt.” En Vilhelmína, “verkið”, kvað. “Er voðalega ljótt!” “Nei, nei, barn mitt”, þuldi ’ann þar, “Því þetta frægur sigur var! “Hertogans allir sögðu af sæmd Hann sigraði stríðinu í.” En Pétur spurði “hvað var helst Sem hafðist gott af því?” “Kann ei við því,” sagði ’ann, “svar, En sigur frægur þetta var.” Böðvar H. Jakobsson Hin mikla orusta sem kend er við Blenheim, smábæ við Doná, var háð 13. ágúst árið 1704; þar börðust Englendingar og Þjóð- verjar saman, á móti Frökkum og Bavaríumönnum, og unnu sig- ur; þar féllu 37,000 manns. B. H. J. FYRSTU KYNNI EVRÓPUMANNA AF ZIGAUNUM Það er talið að flest eða öll mál og mállýskur heimsins hafi eitthvert ákveðið orð yfir þann flökkulýð, sem við íslendingar erum vanir að nefna Zigeuna eða Tatara, þó bæði þessi orð séu lánuð úr erlendum málum. Um uppruna þessa förulýðs veit enginn maður með neinni vissu, en þó álíta margir, að þeir muni komnir austan úr Ind- Iandi. Það má heita einstakt, hve Zigeunar eru hér sjaldséðir gest- ir, því þeir eru kunnir að því, að gefast aldrei upp við langar ferð- ir, og hafa af þeim mikið yndi. Þessi þjóðflokkur er útbreidd- ur um allan heim, og talið er, að í Evrópu einni búi nálægt 1 milj. Zigeuna. En sú tala er þó lítið meira en lausleg ágiskun. Á 12. og 13 öld er vitað, að mikill fjöldi þessa þjóðflokks hafðist við á Balkanskaganum og Grísku eyjunum, og munkur einn, sem uppi var um 1300, tel- ur, að hann hafi orðið þessa fólks var á eyjunni Krít, og segir svo frá, að þeir tefji aldrei lengur en mánuð á hverjum stað og búi í tjöldum. í Vestur^Evrópu varð þeirra fyrst vart 1122, en það er ekki fyr en á fyrri hluta 15. aldar, að Zigeunar vekja á sér sögulega eftirtekt hér norður frá. Árið 1417 er merkilegt ár í “kynningarsögu” Evrópumanna við Zigeuna, því þá skýtur þeim upp í fjölmörgum förumanna- sveitum í Dónárlöndunum, og þóttu strax hinir verstu gestir. Var af fólki þessu hinn megnasti óþefur, og svo skítugt var það og sóðalegt, að allir forðuðust að koma nálægt því. — Þessi fyrstu og óþægilegu kynni hafa síðan loðað við, því viðbjóðurinn er mjög einkennandi fyrir kynn- ingu Evrópumanna á Zigeunum. Eigi skorti það þó, að þessar förumannasveitir, sem skaut upp í Ungverjalandi 1417, og héldu norður, bærust ekki nóg á, hið ytra. í fararbroddi reið 300 manna sveit, auk mesta fjölda barna, kvenna og gamalmenna, og nefndu fyrirliðar þessir sig Secana. f fylkingarbroddi riðu “hertogar” og “greifar”, en þeir, sem næstir þeim riðu, voru í lit- klæðum og breiddu glitofin teppi á hesta sína. Sveitarmenn höfðu og með sér íturvaxna og gíruga veiðihunda, sem sóttu jafnt eftir húsdýrum bænda og villidýrum skóganna, í þeim héruðum, er þeir fóru yfir. Sveitarforingj ar voru mjög ósparir á að sýna griðabréf þau, er Sigismundu keisari Þýzkalands og konungur Unevrjalands (f. 1368, d. 1437) hafði látið þeim í té. f griða- bréfum þessum var frá því skýrt, að sveitir þessar kæmu frá Litla-Egyptalandi og hefðu Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ANÆGJA forfeður þessa fólks, endur fyrir löngu, verið kristið ágætt fólk! En svo sneru þeir baki við trúnni, og af þeirri ástæðu hefðu forstöðumenn kirkjunnar vísað þeim úr landi og sagt, að vantrú- aðir ættu að flakka um heiminn og biðjast beininga! Þesssi keisaralegu griðabréf voru svo sem nógu ginnandi í þá daga, og ollu því, að sveitarfor- ingjarnir fengu hlýjar viðtökur og mikla fjárstyrki í ýmsum stórbæjum Norður-Þýzkalands, t. d. Lubeck, Hamborg og Ro- stock. En þegar það varð ljóst, að barnsrán, stórþjófnaðir, í- kveikjur og önnur fyrirbrigði stórglæpanna urðu nú algeng, hvar sem “pílagrímar” þessir fóru, skarst löggjafarvaldið óð- ara í leikinn, og mikill fjöldi Zigeuna var þá tekinn af lífi. En sagan sannar það hvað eftir annað, að það má telja vonlaust, að ætla sér að uppræta þenna þjóðflokk. Því þó bæði sé tekið af lífi og rekið úr landi, s'kýtur altaf upp nýjum í stað þeirra, sem hverfa. Eftir ferðina til norður-þýzku verzlunarbæjanna hurfu “píla- grímar” þessir suður á bóginn og dreifðu sér um sunnanvert og mitt Þýzkaland. En þar gátu þeir heldur ekki setið á strák sínum og tóku upp sínar fyrri aðferðir um ýmsa glæpi. Var þeim síðan stökt úr landi, með miklum stimpingum, að svo miklu leyti, sem auðið var að losna við þá. Fimm hundruð manna sveit fór þá yfir Sviss til Frakklands, og skutu hvarvetna fólki skelk í bringu, sem vænti alls ills af þessum viðurstyggi- legu flökkugemsum.—Sdbl. Vísis Skoti einn er að kaupa sér farmiða með hraðlest. Hann er lengi að prútta við járnbraut- arþjóninn um afslátt á fargjald- inu , en gefst upp að lokum og kaupir farmiðann eftir taxta. — Að því loknu fer Skotinn að telja aurana, sem hann fékk til baka. Ameríkumaður einn, sem orðinn er óþolinmóður af að komast ekki að, segir höstugur við Skotann: — En hvað þér eruð lengi. — Það tekur jafnlangan tíma að afgreiða einn Skota og þrjá Ameríkumenn! — Sama sögðu Þjóðverjar í heimsstyrjöldinni, svaraði Skot- inn og hélt áfram að telja aur- ana.—Alþbl. Have the Business POINT OF VIEW ? • Dominion Business College students have the advantag* of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the detalls of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John's

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.