Heimskringla - 09.06.1937, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.06.1937, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1937 Ijreimskrittjjla (StofnuB 1SS8) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. (53 00 (55 Sargent Avenue, Wínnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurlnn borgist tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.___________ tJll viðskiíta brét blaðlnu aðlútandl sendlst: tírnager THE VIKINO PRESS LTD, (53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKINO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 637 WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1937 HÁTÍÐ NORÐMANNA 1 SWIFT CURRENT Dagana 24, 25 og 26 júní, halda Norð- menn í Canada hátíð mikla í Swift Current í Saskatchewan. Er búist við gestum á þessa hátíð úr öllum fylkjum Canada, sunnan úr Bandaríkjum og jafnvel alla Ieið frá Noregi. Hátíð þessi mun haldin í því skyni, að gefa sem flestum Norðmönnum hér vestra kost á að hittast einu sinni á ári á ein- hverjum einum stað, eins og mörg þjóðar- brotin hér gera, en svo er auðvitað að því unnið um leið, að minna bæði sjálfa sig og aðra á það, sem Norðmenn eiga dýrmætt í þjóðararfi sínum og íhuga hvernig það verði varðveitt hér. Annars eru þessi hátíðahöld Norðmanna hér orðin svo kunn, að þeim þarf ekki að lýsa. Þau hófust í þeim stíl sem þau nú eru árið 1925 með júníhátíðinni í Minne- apolis. Þá var rétt öld liðin frá því að fyrstu Norðmenn fluttu vestur um haf. í sambandi við hátíðahaldið nú, verður þess sérstaklega minst, að fyrir 100 árum (1837) flutti stór hópur Norðmanna vest- ur um haf með manni þeim er Ole Ryrtning hét og nam hér land. Það eru í raun og veru sagðir fyrstu landnemarnir frá Nor- egi. Og Ole Rynning er talinn landnáms- faðir þeirra. Á nú 4. júlí að afhjúpa veg- legan minnisvarða, sem honum hefir verið reistur, í Noregi. Eiga Norðmenn orðið svo langa og merkilega sögu hér vestra, að á hátíð sem þeirri, er nú fer í hönd, er ærins að minnast, sem þess er vert að hver íbúi þessa lands kynnist, hverrar þjóðar sem hann er. Það er einn þáttur nútíðar- sögu vesturheims og eins merkilegasta þjóðarbrotsins, sem hingað hefir leitað. Nútíðarsögu segjum vér. Sú forna mætti að vísu eins vera með, því enginn viðburð- ur mannkynssögunnar eða fáir, hafa á- hrifaríkari orðið, en fundur Ameríku, sem eignaður er og verður ávalt einum afkom- anda Norðmanna, fslendingnum Leifi hepna. Af skemtiskrá hátíðarinnar er það að segja, að Heimskringla er ekki nógu stórt blað til að segja frá henni allri. Þar eru milli 25 eða 30 víðkunnir ræðumenn, úr Canada, Bandaríkjunum og frá Noregi; söng og hljómleikasveitir, skáld, leikarar, listamenn og íþróttamenn. Þar verða og voldugar skrúðfarir og alt sem nöfnum tjáir að nefna til nýunga og skemtana. Bærinn Swift Current mun því verða nokkurs konar Mecca í hugum Norðmanna um tíma og Skandinava og íslendinga, því engin frændþjóðin ætti fjarri þessu góða gamni að vera, enda munu landar sem í Saskatchewan-fylki búa sækja hátíðina, sem þess eiga kost. Þennan bæ með fimm eða sex þúsund íbúa á að dubba upp og prýða og lýsa, svo að hátíða gestirnir ætli sig er þá ber þar að garði vera komna til New York, London eða Parísar. Erlendir skopteiknarar hafa mjög hent gaman að ósigrum ítala á Spáni. Einn hefir teiknað mynd af ítölskum hermönnum, sem eru komnir til Spánar frá Abessjníu og eru mjög gunnreifir af sigrum sínum þár. En svo koma þeir auga á byssur andstæðing- anna, sem bíða þeirra í launsátri. Við það fellur þeim allur ketill í eld, kasta vopnum, taka til fótanna og hrópa: Ekki að berjast, þeir eru vopnaðir! Læknirinn: Þér ættuð ekki að gefa manninum yðar svona sterkt kaffi, það æsir skap hans um of. Konan: En æstari verður hann þegar eg gef honum dauft kaffi. HÁYAÐI Það vita flestir að hávaði getur orðið svo mikill að hann æri menn. En með því er ekki alt sagt sem menn vita nú orðið um hávaða. Vísindamenn hafa um langt skeið verið að rannsaka áhrif hljóðbylgja í ýmsum greinum, hafa þeir komist að því, að þær má nota til margs sem til þrifa og þarfa horfir. Með hljóðsveiflum einum er það nú orð- inn hægðarleikur, að drepa gerla. Kvað nú farið til að hreinsa mjólk með því móti sumstaðar. Af lofthristingnum tætast gerlarnir sundur. í myndavélinni kvað filman hafa verið endurbætt mjög mikið með þekkingu á notkun hljóðsveiflanna. Þá er haldið fram, að notkun þeirra hafi komið að góðu við vínbruggun. Með þeim er hægt að láta vín “eldast” eins mikið á klukkustund nú orðið og á heilu ári áður. Þannig er eða verður mjög alment að “gömlu vínin” verði innan skamms gerð. “Með “hávaða” er hægt að lokka skor- kvikindi sem menn vilja eyða út í dauðan. Og við eins algengan hlut og að ná sóti úr reykháf, er farið að nota hljóðsveiflurnar. Hátalarinn, þetta Gjallarhorn Heim- dalls, minnir betur en nokkuð annað á hvernig magna má og auka hljóðið. f flugskipunum í Spánar-byltingunni eru nú hátalarar og tala flugskipin ekki ein- ungis með því hvert við annað og gefa til kynna hvað á seiði sé, heldur stjórna úr loftinu því sem fram fer niðri á jörðunni, eins og loftför stjórnarhersins hafa gert í Madrid. En það sem nú hefir verið minst á, er þó ekki nema lítið eitt borið saman við það, sem vakir fyrir að gera með hávaðanum, eða hljóðsveiflunum. Það er sem sé verið að athuga, hvort ekki megi færa sér notkun þekkingarinnar á hljóðbylgjunum í nyt við stríð, eins og margar aðra^r góðar vísinda uppgötvanir. Sérstaklega kváðu menn gera sér vonir um, að með því að magna hljóðsveiflurnar. megi hrista hvaða loftfar sem er til jarðar. í kúlum er sagt að hljóðsveiflurnar verði upp í loftið sendar og um leið og kúlan springur þar á hún að gera þann hristing, sem nægi til þess að loftfarið detti niður sem skotinn fugl. Það á ekkert að gera til. þó kúlan hitti ekki loftfarið. Hún á að springa í vissri hæð og geri hún það ekki því fjarri flugfarinu eða skotmarkinu, er hins góða árangurs vænst. Það þykir með öllu óséð til hvað margra hluta megi nota áhrif eða orku hljóðsveifl- anna. Enn sem komið er, er þó alls ekki búist við að þær komi í stað raforku eða kola til hitunar. En við efnarannsóknir er ætlað, að nota megi hljóðbylgjur á yms- an hátt. MANNFÆKKUNIN HÆTTULEG AUÐVALDSSTEFNUNNI í ræðu sem hagfræðingurinn og vísinda- maðurinn J. M. Keynes hélt í London ný- lega benti hann á, að það sem vissulega ríði auðvaldsstefnunni að fullu, ef kom- múnisma og sósíalisma ekki takist það, verði fækkun barnsfæðinga. En þær væru nú orðnar svo eftirtektaverðar, að segja mætti, að íbúa-tala allra landa er hvítir menn byggja fari hvergi fjölgandi. Vér sáum því og nýlega haldið fram í einhverju hérlendu blaði, að fæðingum fækkaði svo í Canada, að óhugsanlegt væri að landslýðnum fjölgaði til muna, ef ekki yrði um neinn fólksinnflutning að ræða. Látum þetta gott heita. En hver tapar á því að fólki fækki í heiminum? Mr. Keynes heldur fram, að mannfækk- unin komi engum eins í koll og auðmann- inum, kapitalistanum. Með lækkandi tölu barnsfæðinga, hætti þjóðirnar að vaxa. Og þá takmarkast við - skifti, en það er á viðgangi þeirra sem auðmennirnir geta haldið áfram að græða. Þegar viðskiftin ekki aukast, er ekki leng- ur um nýjan gróða af þeim að ræða. Og viðskifti geta ekki haldið áfram að aukast, ef mannkyninu heldur ekki áfram að fjölga, segir Mr. Keynes. Með þeim afturkipp í mannfjölgun sem byrjaði 1928 í mjög víðtækum skilningi, var ekki við góðu að búast. Það hefði ef til vill komið í veg fyrir kreppu og at- hafnaleysi eftirfarandi ára, að lækka þá vexti á peningunum í nógu stórum stíl. En það var nú ekki gert í tíma og ekki svo neinu munaði. Og vér erum hræddir um, segir Mr. Keynes, að kapitalistamir verði enn of seinir og kollsigli sig heldur en að slaka á klónni. Bert er af þessum ummælum Mr. Keynes, sem hér eril að vísu ekki þýdd orði til orðs, en sem hugmynd hans raskar ekki stórvægilega, hverjum augum hinn heims- frægi hagfræðingur lítur á orsakir “hung- ursins í alls-nægtum”, sem hvert þjóðfélag á nú í braski við. FÓRNIN Eftirfarandi bréf birtist í blaðinu “Wit- ness” í Montreal 26. maí 1937. Ber það með sér, að Bretar þjóni herguðinum eigi síður en aðrar þjóðir, þó mjög mikið minna sé það á orði haft í fréttablöðum þessa lands. Bréfið hljóðar á þessa leið: “LONDON—Það er margt sem lesa má á milli línanna í fréttum blaðanna hér um herútbúnað vorra tíma. Skal hér á sumt af því minst. Á síðast liðnum tveimur árum hefir gróði vopnaframleiðenda í Englandi vaxið óhemjulega. Hann óx frá árinu 1934 til 1935 65.5 prósent og frá 1934 til 1936 um 135 prósent. Allur gróði þrjátíu helztu járn- og stálsuðu félaga og stórskipagerð- arinnar, sem nú eru önnum kafin við vopnaframleiðslu, jókst um 25 miljónir dollara á tveimur síðast liðnum árum. Árið 1934 báru skýrslur þessara félaga með sér, að gróði þeirra nam 19 miljón dollur- um, en árið 1935 311/2 miljón og árið 1936 $44,705,000 eða nærri 45 miljónum dollara. Þetta átti sér alt stað áður en stjórnin samþykti hálfa áttundu biljón dollara hernaðar-áætlunina. Öll önnur störf en herútbúnaður hafa verið skágengin. Fyrir hann hefir flestu verið fórnað. Brýr sem lengi hefir verið talað um að nauðsynlegar væru til þess að bæta og greiða samgöngur hefir orðið að fresta að leggja. Smíði nýrra járnbrauta- katla eða vagna, er nú ekkert átt við Járn- vörur allar, eldavélar, potta, pönnur, hnífa, skeiðar og skafa, saumamaskínur og hverja aðra algenga muni úr járni á heim- ilinu, er nú ekki til neins að panta í stórum stíl. Afleiðingin af því hefir svo orðið gíf- urleg verðhækkun á þessum vörum. Á bresku iðnaðarsýningunni fyrir nokkru, neituðu margir, sem vörur sýndu að taka pantanir frá útlendum mönnum af þvi þeir gátu ekki ábyrgst að hafa vöruna til á ákveðnum tíma. Sumar iðnstofnanirnar hafa nú þegar á höndum sér margra mán- aða verkefni. Sir Thomas Inskip, hermálaráðunautur kvað mjög nauðsynlegt sem stæði að stöðva smíði stórhýsa, skóla og spítala, sem mikils stáls þyrfti með í. “Eg vona. að þjóðin taki því með vanalegu jafnaðar- geði, þó miklar hýbýla-umbætur verði ekki ráðist í, meðan verið er að framkvæma herútbúnaðar áætlunina,” sagði hann í þingræðu. Stjórn Ástralíu pantaði fyrir eitthvað tveimur árum 70 herflugvélar frá Eng- landi. Smíði þeirra er ekki enn lokið, vegna þess hve verksmiðj urnar eru kafnar í pöntunum frá stjórninni á þessum vör- um. Meira að segja gat Sir Hubert Wil- kins ekki fengið smíðað skipið, sem hann ætlaði í neðan-sjávar til Norðurpólsins og varð því að fresta ferðinni þar til í júní 1938. Verðhækkunin, sem á allri járn- vöru hefir borið svo mikið á, er nú orðin eins mikil á sumum öðrum vörum er vopnaframleiðslu koma við. Snemma á árinu 1936, var verð á. “glycerin” $200 tonnið. Nú er tonnið af því orðið sem næst $500; en það er notað mjög við gerð sprengikúlna. Það er margt sem undarlega kemur fyr- ir sjónir við þessa vopnaframleiðslu. í Irvin á Skotlandi er ný vopnaverksmiðja tekin til starfa. Þar eru sérfræðingar frá Þýzkalandi að segja fyrir verkum, eins og Englendingar væru ekki nógu góðir til þess. Gasgrímur eru búnar til á alla ve reiðarhestana í Newmarket. Staður þessi var á leið flugskipa í síðasta stríði og var einn hestur drepinn þar 1916. Loks má geta þess, að þeir sem fram- leiða barnagull, eru nú önnum kafnir við það, síðan þeir byrjuðu að búa til vopn og hermenn. Tin soldátar, flugvélar, fall- byssur, skriðdrekar, vopnaðir bílar, Rauða- kross sjúkravagnar og hermannabúningar, alt þetta selst nú sem lostæti væri. “Við höfum varla við að búa þessa hluti til,” sagði einn framleiðandi þeirra. “Börn létu sig þessa muni ekki orðið mikið skifta; hugsunin var öll í bílum. Nú leika þau sér ekki að neinu eins og því að vera hermenn skjótandi eða stríðandi.” HEPBURN KVEÐUR KÓNG OG JARL Síðast liðinn föstudag gerðust þau tíðindi í Ontario-fylki, að liberalaflokkurinn þar, með Mit- chell Hepburn forsætisráðherra í broddi fylkingar, sagði sig úr lögum við liberal-flokkinn í Can- ada, sem King forsætisráðherra veitir auðvitað leiðsögu. Liberal flokkurinn í Canada, eða blöð hans, láta sem hér sé ekki um neitt eftirtektavert að ræða. Þau líta á þetta eins og eitthvað sem fram hlyti að koma, en láist þó að gera nokkra grein fyrir því, aðra en þá, að Mr. Hepburn sé vindhani og skifti um skoðun með hverju tungli. Það er öll ástæðan sem blaðið Winnipeg Free Press getur gefið fyrir þessu fáheyrða fyrirbrigði, að ein fjölmennasta deild liberal flokksins í Canada, Ontario- liberal flokkurinn, slítur sam- vinnu við Kings-liberala, höfuð flokkinn í landinu. Blaðið Free Press er þessu kunnara en það lætur. Og á- hangendur liberal-flokksins í Canada vita einnig, að hér er um mikilsvert atriði að ræða og sem veigamiklar afleiðingar getur haft í för með sér fyrir liberal- flokkinn í heild sinni, þó þeir séu að reyna að gera lítið úr því, og telja mönnum trú um, að það sé Hepburn, sem ekki viti hvað hann sé að gera. Miskliðin reis milli King og Hepburns út af raforkumáli Ontariofylkis, er Mr. Hepburn neitaði að greiða Beauharnois og öðrum raforkufélögum stórfé ár- lega fyrir orku, sem fylkið aldrei notaði. En um vinskap Kings og Beauharnois-félagsins er flestum ljóst. Að vera óvinur orkufélaganna, var að safna glóðum elds að höfði sér frá King. Orkufélög hafa að vísu þennan sið um alt land, að selja fylkis- eða bæjarstjórnum orku, sem aldrei er notuð. Það er gert í Winnipeg, svo ekki sé lengra farið. En eini fylkis-forsætis- ráðherrann, sem risið hefir önd- verður gegn þessu, er Mr. Hep- burn. Á hann fulla viðurkenn- ingu fyrir það skilið. En að það kostaði það, að slíta samvinnu við liberal flokkinn var auðsætt fyrir löngu. Liberal-flokkurinn er bundin þeim böndum við ýmsa yfirgangsseggi, sem réttsýnir menn og einlægir geta ekki felt sig við. Það er ástæðan fyrir þessum skilnaði Ontario-liberala og Kings-liberala. Það er pólitísk hræsni á hæsta stigi hjá liberölum að kannast ekki við þetta. Og þeim eða blöð- um þeirra er það heldur ekkert til hróss, að spinna Gróu-sögur um Mr. Hepburn, sem lúta að því, að lítilsvirða hann í augum alþjóðar. Það er svo næfur þunt til að skýla sér með, að það veld- ur engum missýningum, blekkir engan. í ræðunni sem Hepburn hélt, er hann skýrði frá þessu, gat hann þess að Ontariofylki legði meira á borð sambandsstjórnar- innar en nokkurt annað fylki. En bæði það og Quebec-fylki væru skammarlega látin gjalda þessð að forsætisráðherrar þeirra stjórnuðu ekki eftir kokkabók Kings. Á þessu sjá liberalar Iíklega, að það er alvarlegt orðið fyrir King, að hafa bæði stærstu fylk- in á móti sér. FRÁ ALBERTA Fylkisþingið í Alberta kom saman s. 1. mánudag, eftir tveggja mánaða hvíld. En vinnu- tími þess var ekki langur, því það tók sér aftur hvíld á þriðju- dag til 14. júní. Á þeirri hvíld stendur þannig, að til Alberta er von á skutil- sveini C. H. Douglasar, höfundi social credit stefnunnar á fimtu- dag. Heitir hann G. F. Powell. Á hann að fræða aulabárðana í Alberta um hvað þeir eigi að gera. Kýs þingið að heyra ráð þess vísa manns, áður er alt fer í hrærigraut með málin á þingi. Svo lítur út, sem klofningur- inn í social credit flokknum hafi verið orðinn það alvarlegur, að Aberhart hafi orðið að láta það eftir uppreistarmönnum í liði sínu, að leita ráða Douglasar til að gróðursetja social credit fyr- irkomulag í Alberta. Og víst er um það, að betur færi, að það nú lánaðist svo að maður þurfi ekki að hugsa svipað um alla upp- reistarmenn og þá á Spáni. En að Aberhart hafi eins mikið ílt gert með því sem Douglas kallar kák hans og úr er gert í ritum Dauglasar, samþykkja ef til vill ekki allir. Og árás Douglasar á Aberhart, er næsta undarleg, ekki sízt þegar þess er gætt, að sjálfur hefir hann hvergi birt hvernig stefna hans vinnur í fylkismálum. Hann fýsti auð- sjáanlega að drepa fingrunum í skófnapottinn í Alberta, þeg- ar Aberhart var búinn að gera social credit hugmyndina mönn- um skiljanlega. Verði Douglasi greiðara um framkvæmdir, þá er það gott og vel. En það er hitt sem vév efumst um, að því verði með réttu haldið fram, að Aberhart hafi gert ókleift, að koma þess- ari stjórnskipulags-breytingu \, sem hér er um að ræða. Það er að minsta kosti ekki verri að- staða ennþá, en þegar Aberhait byrjaði. Douglas eða útsendarar hans verða að hafa sér annað til afsökunar ef illa fer, en það. En þingið í Alberta kemur nú saman næstkomandi mánudag og þá stendur eflaust ekki á að segja til verka svo ekki þurfi lengi að bíða eftir viðreisninni. BARNAHEIMILIÐ Síðastliðnar vikur hafa mér verið að berast þau blöð heiman af íslandi, sem gefin eru út um og eftir sumarmálin. Kennir þar auðvitað margra grasa, að efni til. Fregnir eru þar af ýmsu, bæði illu og góðu, sem ger- ist í íslenzku þjóðlífi. Eitt af því sem er þar mjög áberandi, einmitt um þetta leyti árs, eru frásagnir af starfsemi sem innt er af hendi í þágu barnanna. Eru það nú orðnir margir aðilar, sem að því vinna, og ógerningur að telja þá alla upp. Rétt til dæmis má nefna það, að íslenzka kirkj- an hefir á öllum fermingardög- um sérstaka fjársöfnun fyrir barnaheimilissjóð sinn. — Sá sjóður á nú þegar eina jörð (í Grímsnesinu) og hefir látið hana í té ungri stúlku, sem hefir kynt sér starf barnaheimila erlendis. Sú stúlka starfrækir þar bama- heimili árið um kring. — Barna- vinafélagið Sumargjöf í Reykja- vík hefir helgað sínu málefni sumardaginn fyrsta. Þann dag eru haldnar fjölmennar sam- komur, barnaskrúðgöngur og annað slíkt, sem vekur athygli á starfi félagsins, jafnframt því sem fé er safnað til að starf- rækja dagheimili fyrir börn. Slík heimili eru að verða fleiri og stærri með hverju ári, þangað geta mæður komið börnum sín- um á morgnana og sótt þau aft- ur á kvöldin. — Loks eru verk- lýðsfélögin að hefjast handa um barnastarfsemi, og þaðan hefir meðal annars komið sú tillaga, að heimavistarskólar í sveitum séu notaðir sem barnaheimili fyrir kaupstaðabörn á sumrin. — AUmikið er gert að því að kaup- staðarbörnum sé komið fyrir í sveit á sumrum, og er barna- verndarnefndunum, sem eru lög- skipaðar stofnanir í hverju bygðarlagi, ætlað sérstakt starf í því efni. Þessar fregnir að heiman gefa manni góðar vonir um, að fs- lendingar ætli að reyna að gera sitt til þess að gera tuttugustu öldina að “öld barnanna” í sínu þjóðlífi og verða þannig sam-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.