Heimskringla - 09.06.1937, Side 5

Heimskringla - 09.06.1937, Side 5
WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1937 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA ferða öðrum menningarþjóðum í því að skilja 'gildi barnssálar- innar og meta rétt hennar til lífsins. Það er skemtilegt tímanna tákn, að einmitt um sama leyti sem áhugi manna og skilningur er að aukast á þessu heima, skuli líka vera unnið að því meðal ís- lendinga hér í álfu. Á liðnum áratugum hafa landar fundið þörf fyrir bæði kirkjur og ýms mennigarfélög, svo sem lestrar- félög og þjóðræknisfélög. Menn hafa líka fundið, að þó að orðið væri voldugt, gat það ekki komið öllu til vegar, og að hverskonar aðhlynning, líkamleg jafnt sem andleg, væri nauðsynleg, engu síður en ræður og rit, þessvegna hafa orðið til líknarfélög og elli- heimili, sem vinna að því að beina ljósgeislum gleðinnar til hinna þjáðu og örvasa. Bæði kirkjan og þjóðræknisfélagið berjast fyrir þeirri hugsjón að íslendingar hér í álfu finni til .þeirra blóðbanda, sem tengja þá saman sem ættbræður og sem lærisveina hins sama meistara. En getur nokkuð verið sterkari prédikun í því efni en það, að menn beiti kröftum sínum við að hlúa að hinum minstu bræðrum í hópnum, hvort sem um er að ræða sjúkling, Vélkan mann, fá- tækan einstæðing eða — barn Eg hefi einu sinni átt þess kost, að dvelja stundarkorn á elli- heimilinu á Gimli, og það er meo því allra skemtilegasta, sem fyr- ir mig hefir komið, það hlýtur, ef marka má af því, sem eg sá og heyrði, að vera ánægjulegur staður fyrir gamla fólkið, þar getur það lifað í félagsskap um minningar hins liðna og orðið hvað öðru til gleði og hressingar. Fátt ætti að vera blessunarríkara fyrir þá, sem hafa staðið í stríði lífsins, oft við misjöfn kjör, og ef til vill stundum á öndverðum meið hver við annan í málefnum samtíðar sinnar, heldur en að fá að lifa æfikvöldið með þeim hætti, að samúðartilfinningin geti notið sín og vináttutengslin færi hópinn saman í eina held, hvort sem menn koma úr austri eða vestri. En ef slík félagstilfinning er einhvers virði, þegar um gamla fólkið er að ræða, er hún það þá ekki líka, þegar börnin eru ann- ars vegar? Börnin eru eins og nýgræðingurinn á ökrunum, þau fela uppskeru framtíðarinnar í skauti sínu. Það er þessvegna vel, að Kvenfélagasamband Sam- einaða kirkjufélagsins undir for- ystu Mrs. S. Björnsson hefir hafist handa um stofnun sumar- heimilis fyrir börn. Séra E. J. Melan hefir þegar skrifað ágæt- lega um þá hugmynd, og er í rauninni engu við það að bæta. En samt má málið ekki liggja í þagnargildi. Það verður að vinna að því, að nauðsyn þess komist inn í meðvitund allra íslendinga. og að allir íslendingar skoði það sem sitt málefni. Þetta er eitt af því, sem ekki þarf að valda nein- um ágreiningi. Sérstaklega verða menn að hafa í huga, að hér er um það menningarmál að ræða, sem snertir bæði framtíð margra lítilla barna, og framtíð íslenzkra félagsmála yfirleitt. — Nefndin hefir valið heimilinu stað, þar sem auðvelt er að njóta náttúrufegurðar og þar sem greiður aðgangur er að baði. Það er líka gleðiefni, að forgöngu- menn málefnisins hafa í hyggju að gera stofnunina að sumar- skóla, jafnframt því sem það er sumarheimili. Er hugmyndin, að þar sé börnunum veitt nokkur tilsögn í íslenzku máli og öðru, sem glæðir tilfinningu þeirra fyrir fegurð og félagsanda. úti- vistin, sólskinið og vatnið eykur líkamlega heilbrigði þeirra, — munnlega kenslan skerpir hugs- un þeirra, og góður félagsskapur ætti að vekja samábyrgð þeirra síðarmeir á velferð þess þjóðfé- lags, sem þau lifa í. Eg geng út frá því sem vísu, að leikir og útiíþróttir við hæfi barna verði iðkaðar og kendar. Vildi eg því skjóta því að þeim, sem með málin fara, hvort ekki væru til- tök að kenna börnunum sund, úr því að staðurinn er svo nærri vatni. Á þá íþrátt má líta frá tvennu sjónarmiði, sem nauðsyn- lega kunnáttu, ef bjarga þarf sjálfum sér og öðrum frá druknun, og sem heilnæma lík- amsæfing. Sundið hefir þann kost til að bera, að það æfir all- an líkamann í einu, eykur mýkt og liðleika í hreyfingum, venur á djúpa öndun og hreinsar þann- ig skrokkinn bæði að innan og utan. Loks venur sundið á snar- ræði samfara stillingu, og kapp samfara fullri sjálfstjórn. Eg lýk þessum línum með þaklæti til þeirra, sem berjast fyrir málinu, og vonast til þess að allir íslendingar leggi þessu máli lið sitt með einhverjum hætti. Áðan mintist eg á það, hve á- nægjulegt það væri að koma á elliheimilið á Gimli, þennan griðastað ellinnar, þar sem á móti gestinum svellur glaðværð og fögnuður um leið og hann kemur í dyrnar. Mér finst það fara vel á því, að ekki þurfi að fara nema nokkrar mílur norður eftir frá elliheimilinu til þess að finna griðastað bernskunnar, þar sem hlúð er að framtíðinni eftir beztu föngum. Þarna verða morgun og kvöld manns- æfinnar í nágrenni hvað við ann- að, og þar sem morgun og kvöld renna saman í eitt, hverfur nótt- in, en dagurinn verður einvaldur. Jakob Jónsson Avarp Alþingis og ríkisstórnar til Kristjáns X. Islandskonungs Á 25 ÁRA RfKISSTJÓRNAR AFMÆLI HANS GUÐMUNDUR BJÖRNSON landlæknir Rvík 9. maí Hann andaðist hér í bænum að heimili sínu í fyrradag, 73 ára að aldri, eftir langa vanheilsu. Hann fékk aðkenning af mátt- leysi laust eftir 1930, og lét þá af embætti, en stytti sér stundir síðustu árin með því að lesa um hugðarmál sín, og að fylgjast með viðburðum framandi landa gegn um bylgjur útvarpsins. Á þann hátt lauk æfi eins af gáfuð- ustu og einkennilegustu mönnun um, sem heilsuðu 20. öldinni hér á Iandi með stórhuga og marg- þættri umbótabaráttu. Guðm. Björnson var Húnvetn- ingur í báðar ættir, kominn af gáfuðu og athafnamiklu bænda- fólki. Hann gekk í lærðaskól- ann og varð stúdent 23 ára, en hafði lokið læknisprófi í Kaup- mannahöfn á þrítugsaldri. Litlu síðar varð hann kennari við læknaskólann og héraðslæknir í Reykjavík, en rúmlega fertugur að aldri var hann skipaður land- læknir og gegndi því embætti meðan heilsan entist. Samhliða læknisstörfum hlóð- ust á Guðm. Björnson marghátt- uð félagsleg störf. Hann varð bæjarfulltrúi í Reykjavík, al- þingismaður fyrir höfuðstaðinn og stuðningsmaður Hannesar Hafstein á hinu athafnamikla Alþingi og ríkisstjóm hafa sent konungi í tilefni af ríkisstjórnarafmæli hans eftirfarandi ávarp: Á tuttugu og fimm ára ríkisstjórnarafmæli Yðar Hátignar sendir Alþingi íslendinga og ríkisstjórn fslands þegnsamlegastar kveðjur sínar og árnaðaróskir. Þann fjórðung aldar, sem Yðar Hátign hefir ríkjum ráðið, hafa mikil og erfið örlög gengið yfir veröldina. Náskyldar menningarþjóðir hafa borist á banaspjótum, byltingar geisað, voldugum þjóðhöfðingjum verið steypt af stóli og lýðræði fótum troðið víða um lönd. En Yðar Hátign hefir borið giftu til þess að ráða löndum í fullum friði, njóta trausts og hollustu frjálsra þegna og halda uppi veg og virðingu konungdómsins. Aldrei mun það fyrnast í minningu þjóðar vorrar, að undir stjórn Yðar Hátignar hafa íslendingar fengið fullveldi sitt viðurkent, með samningum, friði og lögum. Sjálfstraust og fram- farahugur þjóðarinnar hefir vaxið og þetta tímabil verið eitt hið farsælasta í allri sögu landsins. Rúmar sex aldir laut ísland svo konungsstjórn, að enginn ríkjandi kon- ungur leit það augum. Því voru heimsóknir föður og afa Yðar Hátignar viðburðir, sem mörkuðu tímamót í sögu vorri. En Yðar Hátign hefir sótt land vort heim fjórum sinnum, heiðrað þúsund ára afmæli Alþingis með nær- veru Yðar og fyrstur konunga ávarpað þjóðina á hennar eigin tungu. Þá er íslendingum og hugstætt, að Hennar Hátign drotningin hefir fyrst allra drotninga sótt ísland heim og unnið sér miklar ástsældir með þjóðinni. Hin íslenzka þjóð vill gera þetta ríkisstjórnarafmæli sem minnisstæðast óbornum kynslóðum, ekki með varða úr málmi né steini, heldur með starfandi minnismerki, er tákni þá gróandi, sem í þjóðlífi voru hefir verið á þessum árum. Vér vitum, að Yðar Hátign hefir með sívakandi áhuga fylgst með öllum velferðarmálum íslands og ekki sízt hinum nýju framtökum og tilraunum til ræktunar landsins. Land vort virðist hrjóstrugt og kalt, en í mold- inni bíða ónotuð frjóefni og í skauti jarðarinnar býr varmi, sem getur leyst þau úr læðingi og varið þau kali. í ræktun fslands mun á ókomnum tímum gerast furðuleg æfintýri, sem horfa til aukinnar velmegunar og heilbrigði landsmanna. Með því að stofna á þessum fagnaðardegi sjóð til eflingar garðrækt á íslandi, er beri nafn Yðar Há- tignar, vill Alþingi íslendinga og ríkisstjórn íslands um alla framtíð tengja þau æfintýri í hugum þjóðarinnar við minninguna um þann konung, sem fyrstur hefir borið heitið Konungur fslands, og treysta því, að ársæld og gifta Yðar Hátignar fylgi jafnan starfsemi þeirri, er við sjóðinn verður bundin. (Undirskrift forseta á seinasta Alþingi og ríkisstjórnar) bygt. Hann flutti 1907 þingsá- Iyktunartill. um stofnun Háskóla íslands og er löggjöfin um þá stofnun bygð á aðgerðum hans. Hann átti mikinn þátt í stofnun Kristneshælis og Landspítalans. En allra þýðingarmesta verk víða um land. Sundhöll og leik- hús var bygt í Reykjavík, en fjöldi sundlauga og íþrótta- stöðva víða um land. Landspítal- inn var fullgerður, og landlækni var falið að standa fyrir þeim margháttaða undirbúningi, sem hans er barátta hans’ og sigur í formanni í nefnd, með væntan- starfstímabili frá 1905—1908. Síðar sat hann á þingi samfleytt frá 1913 til 1922, og var þá lengst af forseti efri deildar. — Hann átti sæti í mörgum þýð- ingarmiklum nefndum, fossa- nefndinni, fánanefndinni og síð- ast í nefnd þeirri, sem kom skipulagi á Landspítalann. Þann- ig er saga Guðm. landlæknis, ef litið er yfir æfi hans eins og þeg- ar horft er af fjallsbrún yfir undirlendi. Saga hans er eití af þúsund æfintýrum um fátæka, gáfaða drenginn, sem kemur eins og Davíð frá hjörð sinni í dreif- býlinu, vinnur hreystiverk fyrir land og þjóð, og endar daga sína í hárri elli, eins og hermaður, sem felur bein sín í mold ætt- jarðarinnar eftir miklar þján- ingar og langa baráttu. Hvert tímabil mótar sína kyn- slóð. fsland á vafalaust nú marga gáfaða og mikilhæfa menn í læknastétt og mun áreið- anlega eignast marga slíka menn hér eftir. En þeir munu allir verða steyptir í öðru móti en hinn fallni landlæknir. Nú er hætta allra sérfræðinga í tak- mörkun þekkingarinnar. Kröfur samtíðarinnar um sérnámið verða æ þyngri, og um leið þrengjast viðfangsefnin. Hið al- ment mannlega rýrnar um leið jog orkunni er einbeitt meira að takmörkuðum viðfangsefnum. Kynslóð Guðmundar Björn- sonar kom svo að segja að ó- numdu landi. Hann var fæddur 10 árum áður en Kristján kon- ungur IX færði íslendingum hinn fyrsta vísi að innlendri stjórn 174. Sú kynslóð vaknaði til meðvitundar um þörfina á alls- herjarviðreisnarstarfsemi. Þjóð- in átti svo fátt af því, sem nú- tímaþjóð þarf með, nema sitt stóra, ónumda land, tunguna, bókmentirnar, og þá manndáð. sem lífsbaráttan í dreifbýli sveitanna hafði skapað á þúsund árum. Guðm. Björnson hafði ó- trúlega fjölbreyttar gáfur, og hann setti ekki ljós sitt undir mæliker. Hann dreifði kröftum sínum eins og auðugur erfingi, sem hvergi sparar fjársjóðu sína. Guðm. Björnson hljóp í skarðið, hvar sem honum þótti vanta liðsmann og var jafnan þar sem sóknin var mest. Hann kom fyrstur skipulagi á htfil- brigðismálin, að því er löggjöf snerti og var eftirlitssamur hús- bóndi í heilbrigðismálum meðan heilsa hans entist. Hann var öndvegishöldur í viðreisn íþrótta málanna. Hann valdi stað fyrir Vífilstaði og átti mikinn þátt í að það myndarlega hæli var vatnsveitumálum Rvíkur. Eng- inn höfuðstaðarbúi hafði þá, nema hann, þann stórhug og skarpskygni, sem þurfti til að leiða bezta drykkjarvatnið, sem nokkur borg í Evrópu hefir, 15 km. leið, inn í hinn vanrækta, ís- lenzka höfuðstað. Hér verður að vísu fátt eitt talið af hinum mörgu átökum þessa merkilega manns í opin- berum málum. En Guðm. Björn- son átti meiri orku, til að sinna málum, sem eingöngu voru and- legs eðlis. Hann stundaði stærð- fræði, eftir að hann var kominn á miðjan aldur og átti bréfa- skifti við lærða menn í þeim efn- um um stærðfræðigátur. Hann lagði mikla stund á íslenzku, og Sp0r. eru til eftir hann fjölmörg ný- yrði, sem stórum hafa auðgað málið. Auk þess orti hann tals- vert undir einkennilegum og þjóðlegum háttum og gaf út undir dulnefninu Gestur. Hann lét sér ant um vínnubrögð og sóma þingsins, og átti meginþátt í ýmsum umbótum, sem þar voru gerðar, en alveg sérstaklega lagði hann mikla vinnu í þing- reglur þær, sem enn gilda að mestu óbreyttar. Þegar Guðm. landlæknir var á miðjum aldri, gerði Ríkarður Jónsson af honum eina af sínum beztu andlitsmyndum. í mynd- inni endurskína hinar miklu og fjölbreyttu gáfur. En auk þess hvarflar yfir andlitið dularfult, létt bros. Sumir hafa sagt að það minti á hið tvíræða og dularfulla bros Mona Lisu. Þessi mynd mun um langar, ókomnar aldir geyma andlitsdrætti og yfir- bragð þessa landnema, sem var svo ótrauður liðsmaður í þeirri sveit, sém hefir gert hið nýja ísland að því sem það er. Það, sem einkennir þessa kynslóð, er hið fjölþætta starf, hin mikla vakning, hin ótrauða sókn og hið frjóa, skapandi afl. Fyrir starf þessara manna hefir ís- legum yfirlæknum spítalans og húsameistara. Á þessum árum virtist landlæknir taka hætti æskumanna í annað sinn. Hann var sístarfandi, ferðaðist mikið vegna heilbrigðismálanna innan- lands og utan og var hvarvetna hinn hagsýni, lífsreyndi en bjartsýni maður. óvíða komu yfirburðir hans betur fram en í nefnd þeirri, sem var þar vakinn og sofinn í að sjá fyrir öllu, tryggja að alt væri sem bezt gert og þó með sem mestri hag- sýni. Honum var síðan falin forstaða í spítalastjórninni. — Leysti hann það svo vel af hendi hina fyrstu mánuði, að seint mun verða gengið þar í hans En fyr en varði bilaði heilsa hans að nýju. Kraftar hans voru endanlega þrotnir. Fram- undan voru mörg og löng veik- indaár. Maðurinn, sem hafði þráð að tæma allar lindir þekk- ingarinnar, maðurinn, sem vildi hvarvetna ganga í fararbroddi, þar sem sótt var fram til menn- ingar og þroska í landinu, varð nú að sætta sig við Ianga og til- breytingalausa bið eftir hinni eilífu hvíld. f sumum stóru löndunum var í lok 19. aldarinnar talað um andlega deyfð, sem nefnd var aldalokaþreyta. Hér á íslandi þektist ekki þessi meinsemd. — Kynslóðin, sem byrjaði öldina, fann að hún 'var ung og sterk, full af áhuga og þrá eftr að gera ísland ungt og frægt að nýju. Hinn látni forustumaður er einn af merkilegustu mönnum þess- ara merkilegu tímamóta. J. J. ■—N. Dbl. lenzka þjóðin lyft taki heillar aldar á einum mannsaldri. Það er sjálfsagt ekki með öllu hættulaust, jafnvel fyrir svo GAMANSEMI RASKS Hinn frægi danski málfræð- ingur Rasmus Kristján Rask dvaldist hér á landi árið 1813. Er þessi saga um hann sögð og sýnir hún gamansemi hans: “Þá kom, enn út í Reykjavík stúdent danskur,” segir Annáli nítjándu aldar, “ungur að aldri, andlega auðugan mann eins og Kriatján "EaskT hatði Guðm. Bjornson, að dreifa orku AT ÖXARÁ Once more in memory I pace, On Iceland’s bleak and distant strand, I see the mist from geysers rise, Above the rainbow’s gorg’ous band. Afar I view the snow-topp’d peaks The lava fields below are bare, I hear the roar of waters in A cavern like a Giant’s lair. At öxará on Thingvellir, In accoutrements of war, Around the Rock call’d Lögberg where The laws were told in days of yore, I see the Víkings stand with swords Gleaming in the Midnight Sun; The river winding o’er the Plain, The maidens passing one by one. One fair maiden there I see, Her mantle gold embroider’d dear, Brighter than the river’s sheen, When bathes the moon so icy-clear. The setting sun reveals her face, With pride of race in ev’ry line, Her blue eyes strang’ly look about, An eager light doth in them shine. A dark-clad woman then appears, Her plea the fair-hair’d one disdains, They speak too low, I cannot hear, The hag walks on, the maid remains. She look’d at me, but saw me not, I mov’d, unsteady, in surprise— The sight of her did stir my blood, My breath was held as in a vise. I gazed at her with quicken’d pulse, She slowly moved as in a dream— My heart cried out to her in vain, Whose beauty did unearthly seem. Thorvaldur Pétursson sinni og áhuga eins og hann gerði. Á fimtugsaldri var hann að vissu leyti orðinn þreyttur og slitinn maður. Um það leyti liðu svo nokkur ár, að ekki gætti átaka hans í stórmálum líkt og verið hafði fyr, eins og þegar hann hratt í framkvæmd vatns- veitunni í Reykjavík og löggjöf- inni um Háskóla íslands. Lágu til þessa að nokkru leyti sérstak- ar ástæður. Þegar Guðm. Björnson kom fyrst á þing 1905, var flokkur Heimstjórnarmanna eins og ef nú væri gerð samsteypa úr í- haldinu og Framsóknarflokkn- um. Þar var mikið um kyrstæða skrifstofumenn, en þar voru líka umbótamenn með skapandi orku. Guðm. Björnson átti prýðilega heima hjá umbótamönnunum og vann þar með lífi og sál. En eftir kosningasigurinn 1908 brotnaði Hannes Hafstein og íhaldsöflin náðu undirtökum á flokksstjórn- inni. Jón Magnússon, hinn nýi leiðtogi Heimastjórnarmanna, var vitmaður í betra lagi, en kyrstæður skrifstofumaður. í liði Jóns Magnússonar var Guðm. Björnson hitabeltistré á túndr- um Rússlands. Þar nutu sín ekki beztu kostir hans. Það kom jafnvel til orða, að hann hefði ekki lengur heilsu til að gegna embætti sínu. En eftir stjórnarskiftin 1927 byrjaði nýtt tímabil í lífi Guðm. Björnsonar. Framfarir, sem honum voru að skapi, byrjuðu að nýju. Stórir skólar voru reistir hann ritað málfræði, íslenzka, því hann var manna skarpastur til tungumálanáms og svo vel að sér í íslenzkri tungu, að fáir munu innlendir fremri verið hafa. Hann fékk styrktarpen- inga til hingaðfarar til að kynn- ast hérlendri tungu og fornfræð- um. Fyrst hafði hann numið ís- lenzku af Árna Helgasyni, presti að Reynivöllum (síðar í Görðum á Álftanesi, stiftpróf. og biskup (að nafnbót), d. 1869, 92 ára), er þeir voru saman í Kaup- mannahöfn, og reið hann því til Reynivalla að finna hann, og með honum Gísli Guðmundsson, hegningarhússráðsmaður frá Hjarðarholti, er þá bjó á Signýj- arstöðum. Rask bjó sig á leið- inni síðhempu, reiðsokkum og hatti all-illum og vilti á sér heimild. Kendi Árni prestur hann eigi í fyrstu, en hann lést vera bóndi sunnan af Nesjum, kunni þó engin tíðindi þaðan að segja og það furðaði prest. — Spurði hann þá Gísla einslega hver sá væri svo heimskur en eigi heyrði hann af máli hans (þ. e. Rasks), að hann væri út- lendingur, því að hann talaði mjög rétt, þótt hann væri lin- mæltur nokkuð. Gísli brosti að þeim og grunaði þá prest fleira. Eftir það kendust þeir, fagnaði hvor öðrum og gerðu af þessu mikið gaman”. — Sdbl. Vísis. >MOCCCC05000S900050000&ð5< Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu sosðsosoosððosððoscoeoððse

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.