Heimskringla - 09.06.1937, Page 6

Heimskringla - 09.06.1937, Page 6
6. Si'ÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1937 TIL SIGURHÆÐA | Nú reyndi hún að stilla sína geðshræring og segir: “Af hverju horfirðu svona á mig? Mér finst — þú lætur eins og við séum alveg ókunnug!” Henni virtist honum bregða lítið eitt við þetta, samt skildi hún ekki hverju hann bjó yfir. Hann svaraði: “Seztu! Við verðum að tala saman.” Þetta var svo kuldalegt og ókunnuglegt, að óþolandi kvíði og angist greip hana um hjarta rót. “Hvað er að? Segðu mér það fljótt! Viltu ekki eiga mig?” Hún rétti fram hendina, hann tók um hana, komst nú auðsjáanlega við og segir: “Eg er að reyna að koma þér í skilninginn. En eg verð að segja eins og er, að eg kem varla upp orði, það er svo óvænt, að eg næ varla andanum. Eg held þú sért búinn að gleyma hvernig Guy leit út.” Henni varð ekki að orði, viðvörun Jeffcotts gamla hljómaði fyrir eyrum hennar og nú mændi hún á þennan ókunnuga mann, hreld og hrædd. Hver blóðdropi í hennar likama fanst henni sækja til hjartans, það barðist eins og það hefði ekki við. “Eg hefi ekki gleymt . . . eg gat ekki gleymt.” Hún var hvít í framan eins og liðið lík og talaði í hálfum hljóðum: “Segðu meira!” Hann hélt í hendina á henni, lagði hina á öxl hennar snögglega, og það viðbragð þóttist hún kannast við. “Það er ljóta skömmin,” sagði hann í lágum róm. Gáðu að, barn! Þetta er ekki mér að kenna. Mér datt ekki í hug að þú tækir feil á okkur. Eg heiti Burke Ranger. Guy er frændi minn. Við erum alls ekki líkir nú orðið, hvað sem verið hefir. Hérna, fáðu þér sæti, dettu ekki!” Hann studdi hana að stól en hún settist ekki, heldur greip báðum höndum um hand- legginn á honum, því að henni þótti sem alt væri að ramba og hrynja. “En hvar er Guy ? Ætlarðu að segja mér það — er hann dáinn?” Maðurinn leit í augu hennar: “Nei. Á lífi er hann.” “Af hverju — af hverju —” hún kom ekki meiru upp. Mannsmyndin svo lík Guy, sem var þó ekki Guy, riðaði fyrir sjónum hennar. Hann ýtti henni hóglega í sætið. Bíddu við þangað til þú ert búin að borða og hressa þig. Svo skulum við tala saman og ráða af hvað gera skal.” Hún skalf frá hvirfli til ilja. “Eg hefi ekki lyst á mat. Eg get ekkert gert fyr en eg veit alt eins og það er.” Hann svaraði ekki, alvarlegur og heldur ófrýnn, þá hélt hún áfram, með erfiðismunum sem víst mátti vorkenna: “Eg bið þig fyrirgefa að mér varð þetta á, mér er nú ljóst að þú ert ekki Guy, þó þið séuð fjarska líkir. Við Guy höfum ekki sézt í fimm ár og eg átti von á að hann væri umbreyttur.” “Hann er breyttur” var svarið. Þá setti enn að henni óumræðilegan kvíða. Hún mændi á hann bænar augum og sagði: “Ef í það fer, skortir mig ekki þrek. Viltu ekki segja mér hvað er að? Hann — hann símaði mér að koma til sín.” “Já, eg veit það,” sagði hann, sneri frá henni og gekk út að glugga. Úti fyrir var níða- myrkur, inni var dauf birta af olíulampa á vegg- borði, svo að hann sást ógreinilega, og enn sýndist meynni að þar væri unnustinn hennar kominn, sá sem hana hafði deymt um og þráð og elskað svo trútt, og beðið eftir svo lengi. Víst hlaut honum að missýnast en ekki henni. Vissu- lega mundi hann snúa að henni og taka hana í fangið og hlægja að kjánaskap hennar að vera á báðum áttum! Ó, nú vatt hann sér við og leit á hana. Nú tók hann til máls . . . : “Þú getur ekki betra gert en fara aftur til átthaganna og----gift- ast einhverjum öðrum.” Orðin smugu gegnum hana, henni fanst þau tæta hana í sundur með miklum kvölum. Henni gaf sýn, líkt og í vondum draumi yfir þá hryllilegu auðn, þann látlausa leiða sem hún hafði skilið við heima. Hún mændi á hann sjónlausum augum, yfirkomin af skelfingu, alveg kjarklaus, alveg úrræðalaus. “Eg get það ekki — eg get það ekki!” sagði hún og fann sjálf hve vesöl og vanmegna raust hennar var, líkt og vein í viltu barni. “Eg get ekki farið heim aftur!” Hann vatt sér að henni og tók um báðar hendur hennar, sem hún hafði teygt fram ó- sjálfrátt, laut að henni og segði: “Gerðu sem eg segi. Fáðu að borða og farðu svo í rúmið. Við skulum tala út um þetta á morgun. Þú ert yfir- komin af þreytu.” Nú sá hún nokkuð í svip hans alveg ólíkt Guy, og tal hans var einbeitt með engu mjúk- læti. Ef hann hefði sýnt af sér blíðu á þeirri stund, þá hefði hún farið að gráta. En hann gerði ekki nema hnykkja höndum hennar niður með engri blíðu og við það hvarflaði grátkastið frá. Hún veitti honum hlýðni og vissi varla hvað hann sagði. Hann bar að henni mat og drykk sem hún naut af engri lyst, en hann sat hjá og leit við henni öðru hvoru opineygur og gráeygður. Á endanum tók hún móð í sig og leit upp á hann með titrandi brosi. “Þú ert fjarska vænn. Mér þykir leitt að valda þér ónæði og trafala.” Hann tók viðbragð, sem hún þýddi svo, að hann væri óþolinmóður. “Hefirðu ekki lyst á meiru ?” sagði hann. Hún orkaði að halda brosinu og hrista höf- uðið. “Nei — alls ekki. Eg held — eg hugsa kanske þú segir satt, að mér sé hentugast að leita hvíldar, og svo segir þú mér á morgu; hvernig í öllu liggur.” “Hafnaðu ekki hressingu, hvað sem öðru líður,” sagði hann og ýtti vínglasinu að henni: hún hikaði við, gerði svo sem hann vildi. Því- næst stóð hún upp og horfði beint framan í hann. “Viltu nú svo vel gera að segja mér eitt, til að afstýra óróa og hugsýki hjá mér? Guy — er Guy veikur?” Svarið kom strax: “Nei.” “Þú veizt það fyrir víst?” “Já”. En þótt hann svaraði stuttlega og hiklaust, var samt sem hana grunaði að ekki væri alt með feldu. En augnatillit hans var svo einarðlegt, að frekari spurningum varð ekki við komið. Hún rétti honum hendina hálf óframlega: “Góðu nótt.” Hann tók í hana, slepti henni strax, fylgdi meynni til dyra. “Eg skal sýna þér hvar þér er ætlað að sofa,” sagði hann. VII. Kapítuli. Götuvilt Sylvía þóttist svo hart haldin, að hún bjóst ekki við að sofna þá nótt, af vonbrigðum og hugarstríði. En hún hafði farið langa leið og var vanmegna á líkama og sál. Hún sofnaði strax og svaf draumlaust eins og barn eftir kappsama leiki allan daginn undir beru lofti. Þegar hún vaknaði skein sól í heiði, henni var mikið léttara en kveldið áður, þó heitt væri. Ofboðið sem hún hafði ekki ráðið við, sýndist nú ekki eins óbærilegt. Kjark sinn hafði hún tekið aftur. Hún hugsaði sér, meðan hún var að fara í, að láta ekki neinn bilbug á sér finna, hvað sem að hendi kynni að bera. Þetta gæti lagasfc* að minsta kosti væri útlitið ekki eins bágt og hún hafði haldið. Guy gat ekki hafa breyzt svo stórkostlega. Hver veit nema þetta gengi að: að hann héldi að hún gæti ekki þolað fátækt með honum. Hún skyldi fljótt kenna honum annað. Hana vantaði ekkert í víðri veröld nema ást hans. Hún var næstum því sannfærð um, í þann mund sem hún var búin að klæða sig, að hún hefði engu öðru að kvíða og ekkert annað að glíma við. Þegar hún gekk út af svefnherberg- inu og út um rangala hótelsins, þótti henni sem óvætturin kvíði og hræðsla væri farin í hvarf. Þegar hún loksins náði útidyrum, var þar hópur ókendra manna, sem gláptu á hana for- vitnir, henni varð ekki um sel og vildi hverfa aftur en í því bili bar Burke Ranger að og það fyrsta sem hún tók eftir var það sem auðséð var, að hann var vel rakaður. Og þegar hann leit hana brá fyrir brosi í augum hans, þá sá hún að hann vissi hvað henni hafði dottið í hug og við það roðnaði hún og rétti honum hendina dálítið feimin: “Góðan daginn, þú hefir von- andi ekki slökt niður tíma með því að bíða eftir mér?” Hann tók í hönd hennar og sneri henni við til þeirrar stofu sem þau höfðu setið í kveldið áður. “Nei, eg hefi ekki slökt niður tímanum. Eg vona að þú hafir sofið vel.” “O víst svo, fjarska vært. Eg þykist til állra hluta fær, eg hvíldist svo vel.” “Gott er það,” sagði hann stuttlega. “Við skulum fá okkur morgunbita áður en við tökum til verka.” Hún settist við borðsendann að boði hans, hann var stuttur í spuna en alminlegur og feimnin fór strax af henni. Nú sá hún við dagsbirtuna að hann var hvergi nærri eins líkur Guy eins og henni hafði sýnst, þó vitanlega væri mikill svipur með þeim. Ekki var hann fallegur, þegar hún gáði betur að, en hún kendi laðar af honum, hann var svo hraustleg- ur og hvatlegur. Hún virti hann vandlega fyrir sér og þóttist sjá að sá maður hefði komist í þrautir og dugað vel, hann var garpslegur og öruggur. Eftir litla stund leit hann við henni, þegar hana varði sízt, og segir: “Niðurstaðan bærileg, vona eg?” Hún leit ekki undan. “Eg þykist ekki glögg á hugarfar og innræti, hitt sé eg nú vel, að þú ert hvergi nærri eins líkur Guy eins og eg hélt fyrst.” “Þökk fyrir. Svo eg segi eins og er, þá vil eg eg heldur vera líkur sjálfum mér.” Hún brosti við. “Mér varð mikil fásinna að fara svona mannavilt. En í öllum þeim mann- grúa \rarst þú sá eini sem eg þóttist kannast við og eg varð svo fegin.” “Þú hefir aldrei komið til þessa lands fyr en nú?” Hún hristi höfuðið. “Nei, aldrei. Mér finst eg vera útlendingur og framandi ennþá, og meir en það, en eg venzt við, áður en langt um líður.” “Kantu að ríða?” * Jú, það kunni hún, hafðf oft haft yndi af góðum hestum á Englandi. “Það kemur hér í góðar þarfir, eða hvað?” “Það kynni að vera” sagði hann “ef þú dveldir hér að staðaldri.” “Eg ætla mér ekki burt aftur,*’ sagði hún, töluvert keik. “Hægan, hægan,” sagði Burke Ranger. Nú setti enn geig að henni, miklu fremur af fasi hans en orðum, sama kuldan lagði að hjarta hennar, hún fældist umtalsefnið og feldi niður talið að sinni. Ranger lagði að henni að borða og geklc sjálfur rösklega að mat sínum, og hún fór að hans dæmi, borðaði vel þó ekki væri hún mat- lystug. Hann sagði henni nokkuð af landinu, á víð og dreif, en forðaðist að koma nærri því sem hana varðaði. Þetta lét hún svo vera, þvi að vissu leyti kendi hún einurðarleysis í návist hans. Að lokinni máltíð stóð hann upp og lét pípu sína, en kveikti ekki í henni, lét hana í vasa sinn og sneri sér að meynni. “Nú” sagði hann. Þau stóðu öndverð og hún brosti og leit við honum hraustlega og kurteislega, en hann lét sem hann sæi það ekki. “Nú jæja” sagði hún, “eg yil þú segir mér skemstu leið til að ná í Guy.” “Eg má til að segja þér nokkuð af honum fyrst,” svaraði hann. “Já?” Hún hafði mikinn hjartsjátt en réði vel við sig. “Hvað er það?” Hann svaraði ekki, heldur virti hana fyrir sér þegjandi, eins og hann hefði mist málið. “Hvað er það?” innti hún aftur. “Viltu ekki segja mér það?” Það var líkast því að hann brysti áræðið. “Þú ert svo ung,” sagði hann. “Ó ekki er eg ung — alls ekki!” svaraði hún. “Bara í framan. Eg er í rauninni rétt gömul. Eg hefi reynt ekki svo lítið.” “Þú veizt ekki hvað lífið er ennþá.” “Víst!” kvað hún, undarlega hrærð. “Eg hefi lært heilmikið. Af hverju — af hverju líturðu svona út? Eg er komin af barnsaldri.” Röddin titraði ósjálfrátt. Af hverju setti hann upp þennan svip? í augum hans var með- aumkvun sem orkaði á hana líkt og annarleg kvöl. Af hverju var hann að vorkenna henni? “Ef satt skal segja,” mælti hann seint og hægt “þá er Guy annar en þú ætlar hann vera og — þér alt annað en boðlegur. Því þokar ekkert í víðri veröld, hann er þér ekki samboð- inn nú, hvað sem áður kann að hafa verið. Hann hefir farið götuvilt og kemst ekki á rétta leið framar.” Henni varð hverft við. “Hvað áttu við?” innti hún opineygð og líkt og stirnuð í framan. “Eg kæri mig ekki um að segja meira. Er þetta ekki nóg?” Hún kipraði augabrýrnar svo hrukka kom milli augnanna og hristi höfuðið. “Nei, nei, eg verð að vita eins og er. Meinarðu að Guy vilji mig ekki? Ætlaði hann mér virkilega ekki að koma ? Hann — hann gerði boð eftir mér.” “Eg veit það. Það er mesta bölvunin,” sagði Burke og var mikið niðri fyrir. “Hann var dauðadrukkinn þegar hann sendi þér það símskeyti.” “Ó!” Hún tók höndunum fyrir andlitið snöggvast, líkt og hún vildi bera þær fyrir högg. “Drekkur hann?” “Hann gerir alt, sem hann ætti ekki að gera, nema stela. Eg hefi reynt að rétta hann við, reynst með öllu móti. Mér er það um megn. Það er alls ekki hægt.” Sylvía lét hendurnar síga og segir hægt: “Kannske eg gæti það.” “Þú!” Hann sagði ekki meira, en það var auðheyrt, að honum þótti annað eins undarleg fjarstæða. “En af hverju ekki? Við elskum hvort annað”, svaraði hún í einlægni. Maðurinn sneri frá henni: “Hjálpi mér drottinn til að koma henni í skilninginn.” Hún þóttist aldrei heyrt hafa svo frekleg bænarorð og þótti mikil, stóð hreyfingarlaus og orðlaus og niðurbæld. Ranger gekk stofuna á enda og kom svo til hennar. “Þetta er eitt það bölvaðasta, sem eg hefi komist í. Við skulum herða okkur og klára það! Hann er ómenni og bófi. Getur þér skilisf það? Hann hefir lifað í slarksora í öll þau ár sem þið hafið verið aðskilin. Tók ranga stefnu rétt frá upphafi. Hann er einn af þeim sem altaf villast. Eg hefi reynt að duga honun;. Og að minsta kosti hefi eg haldið honum á floti. En eg hefi ekki getað gert hann að dug- andi manni. Það getur enginn gert. Rétt núna—” hann hikaði lítið eitt, hélt svo snúðugt áfram: “Eg sagði þér í gærkveldi, að það gengi ekkert að honum. Það var ósatt. Hann er rúm- fastur af ölæði, og það er ekki í fyrsta skiftið heldur.” “Æ!” stundi mærin, fálmaði eftir stuðningi af stólbaki og segir eftir litla stund: “Af hverju — af hverju sagðirðu mér ósatt?” “Þín vegna gerði eg það” svaraði hann stuttlega. “Hélt þú þyldir ekki að heyra það sanna í gærkveldi.” “Veit hann ekki af að eg er komin?” spurði hún eftir nokkra þögn. “Vill hann ekki sjá mig?” “Sem stendur hefir hann nóg með sig og sín vandræði og ekkert afgangs fyrir aðra þó vandstaddir séu. Hann veit að þú ert komin, hann var að stagast á því í óráðinu fyrir tveim dögum. Þá kom símskeytið sem þú sendir frá Cape Town. Það setti mig á stað að mæta þér.” “Nú skil eg,” mælti hún. “Þér hefir farist mæta vel. Það hefði verið aumu vandræðin ef eg — ef eg hefði staðið hér uppi einmana.” “Eg hefði stöðvað þig í Cape Town, ef mér hefði verið það mögulegt.” “Nei, þú hefðir ekki getað stöðvað mig,” svaraði hún og brosti dapurlega. Eg hefði hald- ið áfram til að ná saman við Guy, hvað sem hver hefði sagt. Nn fer eg til hans. Hvar er hann ?” Ranger leit í augu hennar og spurði alvar- legur: “Þú hefir skilið hvað eg sagði?” Nú leit hún ekki undan, lét engan bilbug á sér finna: “Já.” “Og trúirðu mér?” hélt hann áfram. “Vitanlega trúi eg þér.” “Og vantar samt að sjá hann? “Eg má til að sjá hann,” mælti hún, “þú sérð það sjálfur. Þú mundir gera sama í mín- um sporum.” “Ef eg færi að sjá hann, þá væri mitt erindi að segja honum að fara til helvítis!” Og þegar henni brá, bætti hann við: “Nei, eg ætti ekki að tala svona við þig, það veit eg vel. En til hvers ættirðu að fara að sjá hann? Það gerir þinn hlut verri og leiðari og ekki annað.” “Eg má til að sjá hann”, kvað hún. “Gerðu svo vel og segðu mér hvar hann er.” Hann þagði við litla stund, segir svo: “Hann er í kofa á mínu landi, sem heitir Blue Hill Farm (Blámúlastaðir). Þangað get- urðu ekki farið að sjá hann það er um tuttugu mílur héðan.” “Er ekki hest að fá?” spurði hún. “Ef þér er sú ferð svo hugföst, þá get eg flutt þig í kerrunni minni.” “Viltu gera það?” . “Eg býst við þú farir hvort sem er.” “Eg má til,” svaraði hún staðfastlega. “Eg sé ekki það. Þér er ekki annað en læg- ing að því og gerir ekkert gott.” Hún fann að sér lá við að beygja af, hark- aði samt af sér. “Viltu flytja mig?” Hann gretti sig. “Hvað fer á eftir? Hef- irðu hugsað út í það?” Hún hristi höfuðið. “Nei. Það sem er ó- komið er mér alveg dulið. Eg veit ekki af öðru en að eg má til að sjá Guy og að eg get ekk> horfið aftur til Englands.” “Af hverju ekki?” Henni var erfitt um mál og hún tók til kverkanna. “Eg hefi hvergi athvarf þar. Fað- ir minn giftist aftur og eg verð að vinna fyrir mér hérna með einhverju móti.” “Þú?” sagði hann aftur, annað eins þótti honum fjarri lagi. Hún reyndi til að brosa. “Þú heldur víst að eg sé bágborin í meira lagi. Eg segi þér satt, að eg er verkum vön. Eg var fyrir framan hjá föður mínum í fimm ár. Eg er fús til að ganga í og læra hvað sem er og eg er hraust og heilsu- góð.” “Ekki vantar það, að þú ert huguð. En — ekki er það nóg, þú verður að hafa vit fyrir þér líka. Þú ætlar þér ekki að eiga hann ?” Hún hikaði við. “Eg má til með að sjá hann. Eg verð að skera úr því sjálf.” Hann kinkaði kolli, nokkuð brúnaþungur. “Jæja — ef svo verður að vera. En spyrja vil eg þig: Þú ætlar ekki að eiga hann til að losna við þann vanda, sem þú ert stödd ív? Því verður þú að heita mér.” “Af hverju?” innti hún. Þá svaraði hann með þeim krafti, sem hún hafði orðið vör við áður: “Af því eg get ekki staðið hjá og horft á skírt blandast sora. Sumt kvenfólk leggur alla hluti í sölurnar fyrir til- finningar sínar. Þú lætur ekki svo bölvaða heimsku eftir þig liggja?” “Nei,” svaraði Sylvía. “Þú lofar því þá?” Hún rétti honum hendina, brosandi til að láta kjarkinn ekki dvína. “Eg skal lofa þér því, að eg skal ekki fremja neina bölvaða heimsku vegna — tilfinninga. Dugir það?” Hann rétt tók í hendina á henni. “Já, það held eg,” sagði hann. “Og eg þakka þér fyrir að vera mér svona góður,” bætti hún við. Hann sneri frá henni og svaraði stuttlega: “Hvað það áhrærir þá geri eg sem mér bezt líkar sjálfum. Eg fer af stað eftir eina klukku- stund. Vertu þá til.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.