Heimskringla - 09.06.1937, Side 7

Heimskringla - 09.06.1937, Side 7
HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1937 DYVEKA ástmey Kristjáns II. Mikið hefir verið skrifað og skrafað um Kristján konung 11. og Dyveku og ástaræfintýri þeirra fyrir meira en 400 árum. Er Bretakonungur hefir skilið við þjóð og riki og lagt niður völd vegna ástmeyjar sinnar, er ástæða til að minnast þeirra at- burða, er Kristján prins árið 1509 kom til Björgvinar. Faðir hans, Hans konungur. hafði sent hann þangað til þess að rannsaka viðskifti Hansa- kaupmanna og Björgvinarbúa, en íbúar kaupstaðarins höfðu kært yfir þeim viðskiftum fyrir konungi. En þessi ferð varð merkilegri og örlagaríkari fyrir Kristján prins, en búist var við í upphafi, því þarna hitti hann hina 17 ára gömlu Dyveku og móður hennar Sigbritu Willums. Þessi fundur færði Kristjáni mikla hamingju næsta ár á eftir, en varð síðan upphaf að ógæfu hans, landflótta og margra ára fangelsi í hans eigin landi. Hver var þessi Dyveka? Sagan segir að hún hafi verið hollensk yngismær, forkunnar fögur, siðlát, með milda lund. Hún hafði komið til Björgvinar rétt eftir aldamótin, með móður sinni, hinni gustmiklu Sigbritu, er sagði að Dyveka væri dóttir sín. En um það vita menn ekk- ert með vissu, því aldrei hefir fengist nein vitneskja um það, hvaðan þær mæðgur voru upp- runnar og hvernig á ferðum þeirra stóð til Björgvinar. En svo mikið var víst, að gamla konan var afar ófríð, hin mesta herfa, og því ólíklegt að hún hefði átt hina undurfogru dótt- ur. Sigbrit var lág vexti, klunna- leg, rauð í andliti, en með gáfu- leg og snör augu. Neðri vörin var óeðlilega þykk og slapandi. Hún var yfirleitt eins ólík Dy- veku og frekast var hægt að hugsa sér. En hvað um það. Dyveka lét sem Sigbrit væri móðir hennar. Sigbrit hafði sett upp verzlur í Björgvin. Vakti hún brátt á sér eftirtekt fyrir dugnað sinn og hyggindi. Þegar þetta gerðist var Krist ján prins 28 ára gamall. Faðir hans hafði sent hann víða í ýms- an erindisrekstur, og Kristján hafði sýnt hina mestu röggsemi. í fygld með honum að þessu sinni var Eiríkur Walkendorf, er síðar varð erkibiskup, og fleiri aðalsmenn aðrir. Sagnfræðingurinn Svanning segir, að það hafi verið Eiríkur Walkendorf, sem fyrst hitti þær mæðgur Sigbritu og Dyveku. — Hann var að skoða sig um í bæn- um, er hann rakst á sölubúð Sig- britar, og sá þessar einkennilegu andstæður að útliti, hina ógur- lega ófríðu Sigbritu og hina fögru og siðprúðu dóttur henn- ar. Hann staðnæmdist við búðina og gaf sig á tal við þær. Undrað- ist hann í senn vitsmuni og þekkingu gömlu konunnar og fegurð dótturinnar. Er hann sagði Kristjáni frá þessu, lagði hann svo fyrir, að bjóða skyldi þeim mæðgum á dansleik, sem borgarar bæjarins ætluðu að halda honum til virðingar á Breiðaalmenning þá um kvöldið. Á dansleiknum bauð prinsinn Dyveku í dans, og varð það hneysklunarhella mörgum aðals- jómfrúm, er á dansleiknum voru. Danski sagnfræðingurinn Huit- feldt komst svo að orði: Sá dans varð til þess, að Kristján dans- aði síðar frá sér þrjú konungs- ríki. Og víst er um það, að svo var. Því með ástum Dyveku fylgdi áhrifavald Sigbritu yfir Kristjáni. Þær mæðgur fýlgdu nú Krist- jáni og voru með honum, fyrst í Osló. Þar lét hann byggja hús handa þeim. En er Hans kon- ungur dó 1513, komu þær til Danmerkur. Þar lét Kristján konungur þær hafa Hvíteyrar- höll til íbúðar. Þaðan stjórnaði Kristján þrem ríkjum sínum ár- in 1513—1523. Dyveka var verndarandi við hlið Kristjáns, meðan hennar naut við. Hún gat dregið úr ofstopanum, sem ann- ars tók yfirhöndina yfir honum oft og tíðum. Hún gat bægt á burt tortrygni hans og aftrað honum frá fljótfærnislegum á- formum hans. Þau átta ár, sem hún lifði eftir að þau kyntust, var hún eina konan, sem hann leit á, og hann dró það ár eftir ár að ganga í löglegt hjónaband með konu af tignum ættum. Kristján II. var mikill maður vexti, herðabreiður, með mikið Árið 1516 kom sendinefnd frá ættfólki Elísabetar, frá afa hennar Maximilian keisara, frá frænku hennar drotningu Niður- landa og frá bróður hennar Karli af Burgund. Krafðist sendi- nefndin þess, að nú skyldi Dy- veka vera látin fara frá hirðinni, því konungur “breytti illa við drotningu sína”. Þegar Kristján konungur veitti sendinefndinni áheyrn, á hann m. a. að hafa sagt: “Sam- band mitt við þá konu, sem eg elska, ætla eg ekki að slíta, enda þótt ættmenn drotningarinnar geri kröfu um það. Eigi varðar þá um það, hvorki afa hennar, bróður eða frænku, hvernig sam- band mitt er við Dyveku. Og eigi geta þau fært neinar sönnui á, að eg hafj “breytt illa við rautt skegg, brúnt hár og dökk, snör augu. Hann var maður vel gefinn til sálar og líkama, og mikill íþróttamaður. Hans konungshugsjón var, að sameina allar þrjár Norðurlanda- þjóðirnar í eina sterka heild, er gæti veitt hinum ágengu Hansa - kaupmönnum viðnám, er hröð- um skrefum lögðu undir sig verzlunina á Norðurlöndum. Um leið lagði hann áherslu á að vernda borgara og bændur gegn yfirgangi aðalsins og kirkjunnar manna. Sigbrit gamla var sífelt aðal- ráðgjafi hans. Hún var furðan- lega vel að sér í öllu því, er að löggjöf laut og ríkisstjórn. Það sýna lög þau, sem hún átti upp- tökin að, hvort heldur var Eyr- arsundstollurinn eða ýmsar ráð- stafanir viðvíkjandi heilbrigðis- málum, svo nefnd séu dæmi. En hún hafði mikið vald yfir kon- ungi. Eitt sinn á hún að hafa sagt: “Ef Kristján konungur er innan 10 mílna fjarlægðar frá mér, þá vogar hann ekki að gera neitt, sem er á móti mínu skapi”. (Sumir hafa haldið því fram, að þetta beri vott um; að hún hafi haft óvenjulega sterk hugsæis- áhrif.) En Sigbrit gamla var þyrnir í augum aðalsmanna. Hinir háu herrar urðu oft að leita til henn- ar, ef þeir vildu fá einhverju framgengt við konung. Þegar þeir sóttu fund hennar, lét hún þá oft bíða tímunum saman, máske óþarflega lengi, í hallar- garðinum, áður en hún veitti þeim áheyrn. Geta má nærri, að það hafi vakið gremju þessara tignustu manna ríkisins, og sú gremja hafi ekki síður bitnað á konungi. Það bætti ekki úr skák, að menn vissu sem var, að samband konungs við Dyveku aftraði hon- um frá því að giftast. En loks lét konungur undan, og er mælt, að það hafi hann gert sam- kvæmt ráðleggingum Sigbritar. Hann gekk í einskonar uppgerð- ar hjónaband við ísabellu prin- sessu af Burgund, “hið tignas'ta kvonfang, sem nokkur konungur Norðurlanda hafði fengið”, prin- sessu af Habsborgarætt. Var Kristján konungur í svo miklu áliti meðal þjóðhöfðingja Evrópu, að ættmenn ísabellu prinsessu samþyktu bónorðið, og hinn danski aðalsmaður Mogens Gjöe var, sem staðgengill kon- ungs, giftur hinni 13 ára gömlu ísabellu 16. janúar 1514.. En sakir þess hve ung hún var, átti hún ekki að fara til Danmerkur fyrri en síðar. Þegar hún kom til Danmerkur tók hún nafnið Elísabet. En þó hún kæmi þangað, breytti það í engu sambandi konungs við Dy- veku. Þetta vissi ættfólk Elísa- betar. En sendimenn konungs, er sóttu hina ungu drotningu, höfðu orðið að lofa, að Dyveka yrði látin fara frá hirð konungs með illu eða góðu. En þeir urðu að láta í minni pokann. Tii þess að bjóða þeim byrginn, er heimtuðu að Dyveka færi úr landi, lét konungur nú byggja þeim mæðgum vetrarbústað í sjálfri Kaupmannahöfn. drotninguna”. Bæði Eiríkur Walkendorf og hinir erlendu sendimenn, sem voru þarna viðstaddir, báðu kon- ung þess, að þeir fengju önnur skilaboð með sér heim en þessi. En konungur þvertók fyrir það og sagði, að hann gæfi þeim ekki önnur svör. “Eg ætla mér að lifa eins og konungur. Svo gerði Hans faðir minn og forfeð- ur mínir til forna”. Árið eftir dó Dyveka skyndi- lega. Menn litu svo á, að henni hefði verið byrlað eitur í kirsi- berjum, sem aðalsmaðurinn Þor- björn Uxi færði henni. Hann var ákærður og hálkhöggvin. enda þótt rannsóknarnefndin, sem 'sett var til að rannsaka málið, fyndi ekki nægileg gögn til að sanna sekt hans. Sagt er að Sigbrit hafi haldið að eiturbyrlarinn væri Eiríkur Walkendorf. Hann hafi á þann hátt staðið við loforð sitt til ætt- manna Elísabetar, að Dyveka skyldi burt frá hirðinni. En eftir dauða Dyveku var sem Kristján konungur væri heillum horfinn. Vald Sigbritar var hið sama og fyr. Og hún fékk því jafnvel til leiðar kom- ið, að meira ástríki tókst með konúngi og drotningu hans. — Þegar drotning ól fyrsta barn sitt, tók Sigbrit á móti því. Og hún varð ráðskona drotningar og ól upp börn þeirra konungs- hjóna. Konungur varð sem kunnugt er að flýja land 1523. Honum til hughreystingar sagði Sigbrit eitt sinn: “Gætir þú ekki lengur verið konungur í Danmörku, þá getur þú orðið borgarstjóri í Amsterdam”. Hún fylgdi kon- ungi til Niðurlanda. En svo höt- uð var hún í Höfn orðin þá, að smygla varð henni að sögn um borð í skip í líkkistu. En borg- arar landsins höfðu altaf mikið dálæti á Kristjani, eins og fram kemur í þjóðkvæðinu um “örn- inn”, sem um hann var orkt. —Lesb. Mbl. “----BRAUÐIÐ ER MóÐIR VOR ALLRA” Það er sagt, að af öllum korn- fæðutegundum hafi menn fyrst lært að búa til rúggrauta, en sagan um það, hvernig forfeður vorir lærðu að búa til brauð og baka við eld, er óneitanlega nokkuð ósennileg. En hún er á þessa leið: Aftur í grárri fornöld koni skotmaður nokkur með seinna móti heim frá veiðum, og rann honum nokkuð í skap þegar hann sá að búið var að éta alt ætilegt í kofanum, svo að ekkert var ef t- ir handa honum til að seðja á hungur sitt. Er sagt, að skyttan hafi þá gert sér hægt um hönd og slegið tvær konur sínar í rot og tekið síðan leirpottinn af eld- inum og brotið á hlóðarsteinin- um, með það fyrir augum, að geta betur hagnýtt sér skófirn- ar, sem í pottinum voru. En skófirnar reyndust ærið ónógar til að seðja hungur hins þreytta og geðmikla manns, og er þá sagt að hann hafi farið að rjála við harðnaðar grautarslettur, er við suðuna hafi ýrst út á hlóðar- steinana, og geðjast vel að bragðinu. Grautur í vasanesti Eftir þetta var siður manna á meðal, að gera þykka grauta, hnoða síðan og fletja út á hlóð- arsteinana. Með þessu móti var hægurinn, hjá, að hafa “graut” í nesti, hvort sem var á sjó eða landi! Þá uppgötvuðu menn að geyma brauðin í þurkuhjöllum og láta þau vindþorna. — Þann- ig gátu þau haldist árum saman óskemd. Á þenna hátt komu bökuð brauð í stað grauta til aðalmat- ar. — Þá varð orðtakið til, sem enn er við lýði í Tyrklandi: “Það er saðning í öllu, sem við látum ofan í okkur, — en brauðið er móðir vor allra.” Brauðið, brosið og meltingin Það er eftirtektarvert, að það er eins og leiki þróttmikið bros um andlit flestra innþornaðra líka, sem geymst hafa óhögguð um alda raðir og nú gefur að líta á þjóðmenja? og náttúru- gripasöfnum um víðan heim, og hver og ein einasta tönn er heil og snæhvít, sem væru þær úr fílabeini! Þetta fólk þekti ekki tannsjúkdóma þá, sem nú leika svo grátt allan þorra manna — þegar mikill hluti miðaldra fólkí gengur með gerfitennur. Hvert eiga tannsjúkdómarnir rætur sínar að rekja? Við nán- ari rannsóknir hefir það komið fram, að með vaxandi tækni og aukinni vélavinnu verður öli melting auðveldari og starfs- kraftar tannanna reynast þá aB nokkru leyti óþarfir. Þannig er smátt og smátt gengið á hlut tannanna, og þeim óbeinlínis meinað að starfa. Amerískur vísindamaður hefir haldið því fram, að von bráðar vaxi engin tönn í neinum manni — og að stúlkur fæðist þá með hófa í stað táa. En þeirri breyt- ingu munu háu hælarnir valda! Þegar nýtísku vélar komu fyrst til Austurlanda, til að brjóta hýðið af hrísgrjónunum hljóp kyrkingur í miljónir manna, og uppdráttarsýki kom í ýmsa líkamshluta þeirra. Veik- in var nefnd ka-ke eða beri-beri. Árið 1901 sannaði Hollendingur- inn Grijn, að þetta orsakaðist af vélunum er afhýddu rísinn, því um leið færi forgörðum ysta og bætiefnaríkasta lagið af grjón- inu. Þá áttuðu menn sig ógjörla á þessu, en í þessum efn,um, sem fleirum, má enn margt betur fara. í stríðinu öfunduðu Þjóðverj- ar og Frakkar mikið enskar her- sveitir af matvælum þeirra, að- allega þó af niðursuðuvörum þeirra og óseiddu brauði. — Dáídanellasunds - hermennirnir fengu og mikið af niðursoðnum vörum, óseiddju brauði og sultu — en þrátt fyrir alt veiktust þeir hópum saman af beri-beri. Það ríður á miklu, úr hverju brauðið er gert. Það, sem er þýðingarmest af öllu Sjúkdómseinkenni hinna öf- unduðu, ensku hermanna leiddu í ljós, að þessar gómsætu, girni- legu fæðutegundir skortu ýms nauðsynlegustu bætiefni — þó alt væri þetta hrein og fáguð vélaframleiðsla! Og við nánari rannsóknir kom það í ljós, að 50% af þeim sjúkdómum, sem háir mannkyninu, eiga rætur sín- ar að rekja til efnaskorts og rangri efnaskiftingu í fæðuteg- undunum — og því, að vélræn menning seinni ára hefir um of létt störf meltingarfæranna. — Fyrst og fremst á þetta við framleiðslu kornfæðutegunda, þar sem mikið er leitast við að framreiða vöru úr einhverri einni sérstakri korntegund. Eða með öðrum orðum: að seinni tíma menn hafa horfið frá þeirri frumstæðu en réttu eðlisákvörð- un, að mjöli skyldi blanda sam- - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl á skrifstofu kl. 10—1" f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talslmi: 33 15S G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœSingur 702 Confederation Liíe Bldg. Talsími 97 024 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bœinn. W. J. LINDAL, K..C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKlR LÖGFRÆÐINOAR & öðru gólíi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa elnnig skrifstofur að Lundar oz Gimli og eru þar að lutta. fyrsta mJSvlkudag í hverjum mánuói. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómor Lætur úti meðöl < viðlögum Viðtalstimar kl. 2—4 ». h. 7—8 að kveldinu Sími 80 867 666 Victor St. Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 A. S. BARDAL selur llkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: »6 607 WINNIPEG RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oo kennari Kenslustofa: 518 Dominion St. Sími 36 312 Dr. S. J. Johannesion 218 Sherburn Street Talsími 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. an, áður en gert væri úr því gott brauð — því að brauðið er móðir vor allra;—Sdbl. Vísis. PÓSTUR ÚR BRÉFI Ungur íslenzkur mentamaður hér. vestra, skrifar Hkr. á þessa leið: “Það er ekki af neinni löngun til að slá þér, Heimskringla sæl. neina gullhamra, að eg Vil þakka þér fyrir fráganginn á krýning arblaði þínu. Það er heldur af hinu, að þess ber að geta sem gert er, að eg minnist á þetta sérstaka tölublað. Það vantaði ekki, að blöð þessa lands, sem annara flyttu nóg af myndum af konungshjónunum við þetta tækifæri, krýninguna. En enda þótt sumar þeirra væru glæsilegar og teldust vera lit- myndir, voru engar af þeim í réttum litum. Búningar kon- ungshjónanna voru ekki eins og þeir voru sýndir á mynd í nokkru blaði, sem eg hefi komist yfir í Canada, nema í Heims- kringlu. Eg býst við að fleiri hafi eftir þessu tekið, en mér finst samt ekki nema sann- gjarnt að útgefendunum sé gef- in viðurkenning fyrir því, ekki sízt þar sem að líkindum hefir sérstaklega orðið að borga fyrir að prenta sanna mynd af nokkru athöfnina snertandi. íslendingar til forna skráðu sí- gildar sögur, vegna þess að þeir gerðu sér far um að segja sem réttast frá. Afkomendur þeirra hérna urðu til þess einir allra að birta náttúrlega og rétta litmynd af konungshjónunum í krýning- arbúningnum. Þegar hér verður að hinu sanna og sögulega leit- að að 10 — 25 eða 50 árum liðn- um, verður það í blaði sem fs- lendingar gáfu hér út að finna.” Rovatzos Floral Shop 206 Notre Darae Ave. Phone 94 9S4 Fresh Cut Flowers Dally Plants ln Season We specialize in Wedding- & Concert Bouquets & Funeral Deslgns Icelandlc spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnlpeg Qegnt pósthúslnu * Stmi: 96 210 Heimilit: 33 321 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inturance and Financial Agenta Simi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnlpeg Gunnar Erlendsson Pianoltennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 Þýzkur fuglafræðingur, Chri- stoleit að nafni, hefir komist að þeirri niðurstöðu við rannsóknir sínar á söngfuglum Evrópu, að söng þeirra hafi hrakað mjög á síðustu árum,* hann sé bæði hljómminni og daufari en áður fyr. Vill hann gefa vaxandi iðn- aði og verksmiðjureyk sök á þessu. Orrics Phoni 87 293 Res. Phoni 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Orrici Hotms: 12 - 1 4 r m. - 6 p.m. álto BT APPOINTMENI J. WALTER JOHANNSON Pmboðsmaður New York Life Insurance Company

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.