Heimskringla - 07.07.1937, Síða 1

Heimskringla - 07.07.1937, Síða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® LI. ÁRGANGUR WINNIPBG. MIÐVIKUDAGINN. 7. JÚLÍ 1937 NÚMER 40. Mussolini sagður að búa sig út í bardaga við Breta innan eins árs í ítölskum blöðum birtust svo bitrar ritstjórnargreinar s'. 1. viku um Breta og Frakka, að fregnritar gátu ekki annað af því ráðið, en að Mussolini væri að býa sig undir að leggja út í bardaga við Breta innan eins árs á Miðjarðarhafinu. Bretinn er að vísu ekki eins auðtrúa á þetta og fregnritarnir vegna þess, að þeir skoða ítali illa undir stríð búna á við sig. En hitt er jafnvel stjórnin farin að viðurkenna, að svo líti út, sem Mussolini sé ant um að vekja deilur. Fullar líkur eru til að Mussol- ini skoði nú samvinnu milli sín og Breta-stjórnar lokið í Spánar- málunum. Og í raun og veru er þá ekki eftir betra að bíða, með framkvæmdina að endurreisa rómverska ríkið. Ef ekki er nu þegar neitt hægt við Breta íð eiga, verður það ekki góðvæn- legra eftir að þeir hafa lokið við vopna-framleiðslu áætlun sína. En bréfin og skeytin, sem vopnaframleiðendum á ítalíu og Mussolini fara á milli, þykja þó bera því fullkomnast vitni, að Mussolini hugsi sér að ganga á hólminn við Bretann Innan skamms. í öllum skeytum Mussolini til vopnaframleiðenda, er áherzlan lögð á það, að hafa alt til taks á svipstundu, því tíma megi hér eftir engum tapa. Á Panelleria-eyj unni, suður af Sikiley, eru nú nokkrar þús- undir verkamanna, sem unnið hafa að því að víggirða eyjuna ásamt fleiri stöðum. Er þar því voldugt vígi komið upp. Bæði þaðan og frá skotvirkjum á Sikiley, mun ítölum ekki ókleift að verja þetta stund, beggja megin frá, en um það þurfa Bret- ar og öll skip að fara, sem um Miðjarðarhaf sigla austur fyrir ftalíu. Útlitið er því að verða býsna alvarlegt. Kosningarnar á íslandi Vinur vor Richard Beck há- skólakennari, hefir sent Heims- kringlu stutta frásögn eftir Norsk-Ameríska blaðinu “De- corah Posten”, 29. júní, um kosningaúrslitin á íslandi. Segir í fréttinni að þar sé ekki um fullnaðar-úrslit að ræða, en fyrir því sem hér segir sé nokkurn vegin vissa: Framsóknarflokkurinn hefir hlotið 19 þingsæti (hafði áður 15) ; Alþýðuflokkurinn hefir 8 (áður 10) ; Sjálfstæðisflokkur- inn þefir 17 (hafði áður 20). — Kommúnistar voru 3 kosnir; er það í fyrsta sinni að sá flokkur á fulltrúa á alþingi. Nazistar eða þjóðernissinnar komu engum að. Þó tölur þessar kunni nú eitt- hvað að breytast má það út úr þeim lesa að aðstaða flokkanna er mjög hin sama og fyrir kosn- ingar. Stjórnarflokkurinn vinnur 4 þingsæti meira en hann áður hafði, sem er að vísu mikill sig- ur, en Alþýðuflokkurinn tapar tveimur þingsætum, sem áður, eins og kunnugt er, háfði sam- vinnu við stjórnarflokkinn. Framsóknarflokkurinn fer því með völd eftir sem áður. For- sætisráðherra verður og hinn sami, Hermann Jónasson og f jár- málaráðherra Eysteinn Jónsson Um þriðja ráðherran er óvíst þar til framsóknarflokkurinn hefir fengið einhvern hinna flokkanna í samvinnu við sig. Verður það að líkindum Alþýðuflokkurinn, en þó er það ekki víst; Sjálf- stæðisflokkurinn mun einnig geta komið til greina. Lítið ágrip Kirk j uþingsf rétta Fimfánda þing Hins Samein- aða Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi hófst á laugardag- inn 26. júní í Árborg og stóð yfir í þrjá daga. Messað var í öllum kirkjum Nýja-fslands á sunnu- daginn. Séra Jakob Jónsson messaði á tveimur stöðum, Ár- borg kl. 2 e. h., en í Riverton kl. 8. Séra Guðmundur Árnason messaði í Árnesi en séra Philip M. Pétursson á Gimli. Auk þess voru haldnar samkomur, sem voru hinar ágætustu, og fyrir- lestrar sem hlutu alment lof, — eins og t. d. erindi Miss Sellu Johnson, Mrs. Andreu Johnson og Miss I. Sigurgeirson. Vonast er eftir að þessar konur láti birta erindi sín í Heimskringlu áður en langt liður. Auk þess flutti heiðursgestur Vestur-fslendinga, frk. Halldóra Bjarnadóttir fyrir- lestur um samvinnu íslenzkra kvenna og var honum ágætlega tekið. Séra Jakob Jónsson flutti erindi á laugardagskveldið sem hann nefndi: “Auður og örbirgð í íslenzkri prédikun”, og var mál haps einnig vel rómað. Eftir hádegi á sunnudaginn komu allir fulltrúarnir saman á nýja barna- heimilinu á Hnausum, sem verið er að byggja, og voru menn mjög svo ánægðir með hviað smíðin að þeir hafi útvegað Pólverjum upplýsingar, sem þeim kæmu að haldi, ef til stríðs kæmí milli Pólverja og Rússa. Leynilögreglan kvaðst hafa fundið sprengjur í fórum þeirra frá Pólverjum, sem skjóta hefði átt við tækifæri á þá helztu í stjóm Rússlands. Sjötíu af þessum mönnum er ætlað að búið sé að drepa nú. Síðan í ágúst 1936, að stjórn- in byrjaði á þessari ofsókn á hendur svonefndum Trotzky- sinnum, hafa auk þessara síðast töldu verið af lífi teknir 188 manns. “Hell Drivers” Svo voru menn nefndir frá Bandaríkjunum, er s. 1. föstudag auglýstu í River Park, Wpg., bíla frá Chrysler-verksmiðjunni og sönnuðu ágæti í smíði þeirra og styrkleika með því, að aka þeim á fullri ferð, eða 35—40 mílur á kl.st., og steypa þeim svo um. Þessir ógautans hétu Tommy Mantle og Warren Lapierre. Um 10,000 manns er mælt að sótt hafi sýninguna. Bílunum óku þeir á fleygi- ferð, sneru þá snögt framhjólun- um og bílarnir ultu um einu sinni eða tvisvar í byltu. í bílnum var aldrei nema einn. Mennina sakaði ekki; ætla sumir lað þeir hafi verið bundnir í sæti sín. En það er þó ekki víst að svo hafi verið. Bílarnir döluðust í toppinn og slettuhlíf- skiftum Emu kvað vera meinlaus fugl, en geta slegið með löppunum eins og hestur ef reittur er til reiði. Að liggja á eggjunum og unga þeim út, kvað algerlega vera starf karlfuglsins. Dr. Peter Manteifel, sem er yfirmaður í vísindadeild Moskva- dýragarðsins, holdur því fram, að þess verði elvki langt að bíða, að emu verði eins algengur ali- fugl á Rússlandi og hænsni nú eru. Franco heimtar vopn og her frá Þjóðverjuin og ítölum Frá skeytastöð stjórnarinnar á Spáni, kemur sú frétt, að upp- rei’starforingi Franco, hafi kraf- ist 125,000 hermanna, 500 loft- skipa, 50 fallbyssna og margra skriðdreka frá Mussolini og Hitl- er, ef hann eigi að taka borgina Madrid. Franco tlikynti ítölum og Þjóðverjum ,að hann hefði tapað 20,000 hermönnum og 20% af vopnabirgðum sínum við að taka borgina Bilbao. Ef alt á nú ekki að verða ó- nýtt og nokkuð á að verða af því að Franco taki Madrid, verður ítalía og Þýkzaland að hjálpa upp á sakirnar. Byltingunni er með öðrum orðum lokið; Franco er sigraður. En þá fer hann til útlendra þjóða eftir her að lemja á löndum sínum með. Bretai^er sagt að keypt hafi málm af Böskum, en að þeir muníi nú eftir að Bilbao féll Franco í hendur tapa þeim við- Erlendsson og fararstjórinn ólafur Þorsteinsson. fslenzku ræðararnir munu fá sérstaklega góð tækifæri til að kynna sér kappróðra á meðan þeir dveljast ytra, þar sem sýnd- ir verða á mótunum 30 tegundir Frh. á 8. bls. ÁVARP FORSETA Flutt á þingi Sambands íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga að Árborg 28. júní 1937 arnar (fenders) lögðust saman. Að öðru leyti skemdust þeir ekki. Veggur var rekinn saman úr'að ósk Breta. Þjóðverjar hafa kallað öll her- skip sín heim frá Spáni, ef til vill eins þumlungs þykkjum borð- um og gasolíu steypt á hann. Svo kom Chrysler-bíll og rendi með gríðarhraða á vegginn og í gegn- gekk vel á húsinu og með stað- um hann £n þess ag þninn sak- mn. Mánudagskveldið var haldin fundur og tók almenningur þar til máls. Þar fóru fram opinber- ar umræður um eitt mikilsvarð- andi mál: “Eiga kirkjur að taka þátt í stjórnmálum?” Séra Guðm. Árnason stýrði fundinum, en séra Eyjólfur Melan hóf um- ræðurnar. Því næst tóku margir til máls, og var kvöldið hið skemtilegasta og fræðandi. Síðasta kvöld þingsins hélt Samband Kvenfélaga Sambands- safnaða samkomu sem ágæt var og fór prýðilega fram. Þinginu var slitið á þriðju- dagskveldið og héldu fulltrúarnir heimleiðis næsta dag. Viðtök- urnar í Árborg voru hinar rausnarlegustu og á Sambands- söfnuðurinn í Árborg, og þó helzt Kvenfélag Sambandssafn- aðarins, hina innilegustu þakkir skilið fyrir þeirra ágætu viðtök- ur; þær máttu heita óviðjafnan- legar. Nánari þingfréttir birtir rit- ari í næsta blaði og væntanlega birtast allir eða flestir fyrir- lestrarnir sem fluttir voru á þinginu, í næstu tölublöðum Heimskringlu. aði, en veggurinn stóð í bjcrtu báli. Það er mörg atvinnan sem nú er rekin. Þessir “Hell-Drivers” kváðu fá hátt kaup. Slysfarirn- ar eru einnig sagðar margar og tíðar. Það lætur að líkum að það sé ekki hættulaus leikur, að steypa bílum um á hraðri ferð. Hvað ítalía og Þýzkaland gera nú með að senda Franco pöntun sína, er eftir að vita. Á því mun ekki standa, ef þeir fá því ráðið. Og ef til vill hafa þeir í því ó- bundnar hendur sem fyr fyrir Bretum og Frökkum. Það líkti blað fyrir ,skömmu framkomu Breta og Frakka í Spánarmál- unum við fiðluspil Nerós meðan Róm var að brenna, sem mun nærri láta. 120 handteknir á ný í Rússlandi Síðast liðinn laugardag kom frétt um að 120 manns hafi ver- ið handteknir á ný í Rússlandi. Það var á norðvestur landa- mærum Rússlands, sem leyni- lögreglan uppgötvaði þessa land- ráðamenn. Þeir eru úr öllum stéttum þjóðfélagsins, ríkir bændur, vélfræðingar, menn úr rauða hernum, prestar, munkar og byltingagjörn æska. Sök þeirra er sögð fólgin í því, Emu-rækt í Rússlandi Ef þú hefir ekki átt neitt við að ráða krossgátur, getur vel verið, að þú hafir aldrei orðið var þessa nafns fyrri, en Emu er heiti á fugli í Ástralíu, sem Rúss- ar eru að gera tilraunir með að temja og kenna bændum í Sí- beríu að fara með sem aðra ali- fugla. Takist það, óttast Rússar ekki hallæri í Síberíu. Fugl þessi er hlaupfugl, næst- ur strútnum að stærð. Hann er 5 fet á hæð og engu skrokkminni en nýborinn kálfur. f Ástralíu er hann ótaminn og ekki étinn af öðrum en villimönnum. Hann verpir mörgum eggjum í sar.d- inn og eru þau 5 til 6 þuml. á lengd. Það góða við þennan fugl er, að hann er ekki vandfæddur. — Hann étur a!t sem að kjafti kem- ur, gras, lauf af trjám, rætur, hræ dýra, matarrusl af borði, sem út er borið, fisk, kjöt o. s. frv. Kjötið af þessum fugli segja vísindamenn Rússa vel hægt að gera ætilegt og eggin einnig. En einhverja sérstaka matreiðslu þarf það með og í það þarf að láta ýms efni til þess að gera bragðið þolanlegt. Af eggjunum kvað vera vond lykt.Hvert þeirra er svo stórt, að talið er að ætti að gera næga máltiíð handa fimm manna fjölskyldu. 8 MANNA SVEIT SÆKIR ERLENT KAPPRÓÐR- ARMÓT Rvík. 12. júní Nýja Dagbl. komst á snoðir um, að í ráði væri að senda ís- lenzka ræðara á kappróðramót ytra í sumar. Leitaði blaðið sér upplýsinga um þetta hjá Jens Guðbjörnssyni formanni Glímu- félagsins Ármann. Kæru þingfulltrúar og gestir. Um leið og eg set þetta ellefta ársþing hinna Sameinuðu fs- lenzku Frjálstrúar Kvenfélaga í Vesturheimi vil eg bjóða alla fulltrúa og gesti velkomna hingað. Þá vil eg leitast við að skýra fyrir ykkur í fáum orðum frá því sem gerst hefir á liðnv ári innan okkar félags, og einn- ig gefa stutt yfirlit yfir afstöðu okkar gagnvart sumum þeim málum, sem aðallega vaka fyrir félagi af þessari tegund. Vil eg benda á að þó að framkvæmdir sé ekki miklar, þá höfum við reynt að vera vakandi fyrir þeim hugmyndum sem helzt hafa látið á sér bera á undanförnum þing- um. Þó að vísu stjórnarnefndin hafi aðeins tvo fundi á árinu, þá hefir samband nefndarinnar sí- felt verið starfandi að sínum á- hugamálum. Auk þeirra tveggja nefndarfunda var mjög ánægju- legur skemtifundur haldin í Ár- nesi síðast liðið vor, og fluttu þar erindi þrjár mikilhæfar kon- ur sem allar tilheyra félaginu. Voru það þær Mrs. Gísli Jónsson frá Winnipeg, Mrs. G. M. K. Björnsson frá Riverton og And- rea Johnson frá Árborg. Hefir ein af þessum ræðum verið birt í Heimskringlu og hinar vona eg að komi út síðar. Var sú samkoma mjög rómuð af áheyr- endum þeim sem til máls tóku um þau atriði er rædd voru. Get eg þess sérstaklega hér vegna þess að mér finst að gerðabók þingsins eigi að geyma umgetn- ing um alt sem þannig er vel gert innan félagsins. Gleðifrétt má telja það að a þessu þingi biður Wynyard kven félagið, sem er annað stærsta kvenfléag kirkjufélagsins um inntöku í okkar kvensamband. Veit eg að sú beiðni verður fús- lega veitt, og tneð fögnuði við tekin. Vita þeir sem til þekkja að frá því félagi má búast við ómetanlegum styrk á allan hátt í framtíðinni. Vil eg því leyfa mér sem forseti sambandsins að Jens skýrði svo frá, að í júlí íjbjóða kvenfélag Wynyard-safn- sumar yrði í Danmörku haldið hátíðlegt hálfrar aldar afmæli félagsskapar, sem nefnir sig For ening for Rosport, og í sam- bandi við þau hátíðahöld mundi daga 17. og 18. júlí fara fram Norðurlandakepni í róðri. En alls mun við hátíðahöldin koma fram ræðarar frá 11 þjóðum, Eistlendingum, Lettlendingum, Þjóðverjum, Ungvejrum, Hjol- lendingum. og Englendingum, auk Norðurlandaþjóðanna fimm Hingað barst sérstakt boð um þátttöku í kepninni og hefir ver ið ákveðið að héðan fari 8 manna sveit úr Ármanni og verða Ár- menningarnir gestir ræðarafé- lagsins í Kaupmannahöfn um hálfs mánaðar skeið áður en mótið hefst og meðan það stend- ur yfir. í sveit Ármanns verða Ásgeir Jónáson, Max Jeppesen, Axel Grímsson, óskar Péturs- son og Guðmundur Pálsson ' stýrimaður og varta-mennirnir Sigurfinnur ólafsson og Loftur aðar hjartanlega velkomið sem meðlim sambandsins. Nöfn þeirra kvenfélaga sem tilheyra sambandinu þarf eg ekki að gefa í þessu ávarpi. En skýrslur frá þeim öllum verða lesnar upp og bókaðar hjá ritara félagsins á þessu þingi. Um Sumarheimilismálið vil eg fara fáum orðum til þess að skýra fyrir þinginu hvað hefir verið gert á liðnu ári. Eins og kunnugt er, þá var á síðasta kirkjuþingi kosin þriggja manna nefnd til að vinna að því máli á- samt nefnd frá Kvennasamband- inu. Var málið þannig tekið inn á dagskrá kirkjufélagsins til framkvæmdar og verður því Sumarheimilið í framtíðinni undir umsjón kirkjufélagsins í heild sinni. Að loknu kirkju- þingi tók svo þessi nefnd til starfa en í henni eru frá kirkju- félaginu: Svein Thorvaldson, sr. Eyjólfur Melan og Ólafur Pét- ursson, en af hálfu kvennasam- bandsisn: Mrs. P. S. Pálsson, Mrs. Eyjólfur J. Melan, Mrs. G. M. K. Björnsson og eg. En til þess að verða ekki of margorð um þetta skal eg skýra frá í fá- um orðum því sem nú er búið að gera. Fyrst var mikið haft fyr- ir því að leita að hentugum stað þar sem væri góður baðstaður einkanlega. Höfðu Pétursson’s bræður á Gimli boðist til að gefa ekru af landi skamt fyrir norðan Gimli. Fór svo nefndin til að athuga þennan stað, en vegna þess að ströndin var of grýtt fyrir baðstað sá nefndin sér ekki fært að taka þessu tilboði. Leit- aði nefndin alla leið frá Gimli og norður með ströndinni en engin staður var hentugur eða nothæf- ur þangað til við fundum blett hliðstæðan við Hnausa skemti- garðinn. Kom nefndinni því saman um að kaupa þar og byggj a á þessu ári, ef unt væri. Var því lóðin keypt og höfum við fengið eignarbréf fyrir henni og er þegar búið að reisa bygg- ingu á lóðinni. Hefir séra E. J. Melan góðfúslega tekið að sér formensku á verkinu og megum við því vera öruggar um að það verði vel af hendi leyst, og er eg honum persónlega þakklát fyrir hversu vel hann hefir unn- ið að þessu máli. Einnig á Mr. Sveinn Thorvaldson mikið þakk- læti skilið fyrir áhugasemi og dugnað í þessu máli. En margir aðrir eiga einnig þakklæti skilið og ekki sízt þeir sem lagt hafa fram fé til fyrirtækisins. En þeir eru nú orðnir svo margir að hér er ekki tími né rúm til að minn- ast neins persónulega, enda verð- ur kvittað fyrir allar gjafir í blöðunum ásamt þakklæti frá nefndinni. En á þetta atriði verður síðar minst á þessu þingi. Þá ber okkur að minnast á- gætra félagssystra, sem urðu að hverfa úr hópnum á árinu liðna, Mrs. Árni Sigurðsson í Wynyard á þakklæti okkar fyrir ágætar viðtökur á heimili þeirra hjóna á síðasta kirkjuþingi sem haldið var í Wynyard, er þeim sem þar voru, enn í fersku minni. Við söknum hennar einlæglega og vottum eftirlifandi manni henn- ar og ættingjum hluttekningu í hans þungbæru sorg. Við höfum einnig orðið á bak að sjá annari mætri félagssystur sem frá byrjun okkar félags- skapar var með okkur og studdi okkar áhugamál eftir mætti. Á eg þar við Mrs. M. B. Halldórs- son, sem lézt á síðastliðnu vori. Er okkur ljúft að minnast henn- ar með þakklætishuga og einnig að votta eftirlifandi manni henn- ar og ættingjum okkar alúðar- fylstu hluttekningu í sorginni. En ein af allra elztu félagssystr- um er nú einnig horfin úr hópn- um Ingibjörg Pétursson sem lézt á Gimli fyrir nokkrum vik- um síðan. Var hún kona vel máli farin og áhugasöm. Lét hún mikið til sín taka í okkar félags- málum. Nú söknum við hennar úr hópnum og vottum börnum hennar og ættmönnum innilega hluttekningu okkar allra. Að endingu vil eg votta þakk- læti mitt öllum þeim setn áhuga og dugnað hafa sýnt í starfinu á liðnu ári; öllum þeim sem stutt hafa okkar félagsskap og þar með okkar áhugamál í orði og verki. Framtíðin ein sker úr þvi hversu mikið okkur verður á- gengt, en á meðan unnið er af eins miklum áhuga og gert hefir verið hið síðastliðna ár er óhætt um það að okkar félagsskapur á batnandi framtíð fyrir höndum. Marja Björnsson

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.