Heimskringla


Heimskringla - 21.07.1937, Qupperneq 2

Heimskringla - 21.07.1937, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKR1NGLA WINNIPEG, 21. JúLf 1937 FRIÐARMÁL Erindi flutt af Ingibj. M. Sigur- geirsson á Sambandsþingi kvenfélaga Sambands- kirkjufélagsins. Forseti, Heiðruðu tilheyrendur: Eg þakka forstöðunefnd kven- félaga hinnar íslenzku Sam- bandskirkju fyrir það að bjóða mér að flytja erindi hér um friðarmál. Eg hefi mikin áhuga fyrir friðarmálum og tók því þessu boði með þökkum þótt eg finni að eg hefi ekki eins mikla þekkingu á málinu eins og æski- legt væri og þótt eg hafi ekki tekið eins virkan þátt í friðar- málum eins og eg hefði átt að gera, því það er mín skoðun að eins og ástandið er nú í heimin- um sé það nauðsynlegt og jafn- vel skylda hverrar manneskju að fá brennandi áhuga fyrir friðarmálum, afla sér þekkingar um þau og taka virkan þátt í því að hrinda þeim í fram- kvæmd. Núna á þessu augnabliki er háð hið hryllilegasta stríð á Spáni. Mennirnir sem eiga að skoða hvora aðra sem bræður hafa umhverfst í hin skæðustu villidýr og einbeita nú huganum á það hvernig þeir eigi að kvelja og drepa hvora aðra. Eg las fyrir nokkru fregn í blöðunum sem opnaði mér dýpra innsýni í þjáningar fólksins á Spáni en j áður. Hún var svona: “Spönsku börnunum sem flutt voru til Englands lá við sturlun af ótta er þau sáu nokkrar enskar flug- vélar fljúga yfir staðin þar sem þau dvöldu. Bömin gátu ekki trúað öðru en að óvinirnir hefðu flogið alla leið frá Spáni til að granda þeim. Gnýr flugvélanna var tengdur við hræðilegar end- urminningar sem höfðu brent sig inn í gljúpan barnsheilan”. j Það fylgdi og fregninni að þau j ffeldu hvern brauðmola sem þau komust höndum yfir og færu að gráta ef brauðið væri tekið af þeim. Er þetta svo langt í | burtu að það snertir okkur ekki ? j Nær ekki samúð manna yfir | fjarlægðir? Gæti það hent sig að þessar hörmungar færðust svo nálægt okkur að það yrði tilfinningamál fyrir okkur að taka virkan þátt í friðarmálum ? Fascisminn, þetta alræði auð- valds og afturhalds; fascismin með sinni dýrkun á hervaldi, með sinni fyrirlitning á rétt' einstaklingsins og rétti þess sem minni máttar er hefir nú náð völdum hjá þremur stórþjóðum hiemsins: Þýzkalandi, ítalíu og Japan. Þessar þjóðir sem finst þær hafa orðið á eftir í kapp- hlaupinu um nýlendur og auð- lindir heimsins hafa nú boðið Þjóðabandalaginu byrgin, svíf- ast þess ekki að brjóta alþjóða- lög og hóta opinberlega að grípa til vopna til að auka veldi sitt. Japan hefir nú þegar tekið Man- sjúríu með hervaldi án þess að bandalagið gæti nokkuð aðgert. ftalía hefir þegar lagt hramm sinn á varnarlausa þjóð — Abessiníu; Þýzkaland og ítalía eru núna að hjálpa uppreisnar- flokknum á Spáni til að tortíma lýðræðinu þar og leggja undir sig auðlindir landsins, með of- beldi og blóðsúthellingum. Hin stórveldin, Bretland, Rússland, P’rakkland og Bandaríkin vilja sennilega öll frið. — Sólin sezt aldrei á Bretaveldi og líklega nægir það þeim. Rússar eru að berjast við að koma á stofn nýju skipulagi og vilja því engar utan að komandi truflanir. Þeir hafa og einnig nóg landsvæði og nóg- ar auðlindir. Frakkland og Bandaríkin eru ánægð með sitt. Þessar vilja því sennilega frið. En fascista hættan ógnar öllum þjóðum og í staðinn fyrir það að friðsömu þjóðirnar taki hönd- um saman að tryggja sameigin- legt öryggi allra þjóða gegnum Þjóðabandalagið, hafa nú stór- þjóðirnar, jafnvel þær friðsömu tekið þann kostinn að afneita skyldum sínum við Þjóðabanda- lagið og leggja út í vígbúnaðar- kapphlaup»á eigin spýtur. Ríkis- stjórnirnar leika nú sama leikinn og þær léku fyrir stríðið 1914. Þær reyna að mynda stríðs- bandalög þessi stríðsbandalög verða til þess að flestar þjóðir KRYNINGAR Hrísgróna Bjórinn ÞETTA ER KRÝNINGAR-ÁR DREKKIÐ KRÝNINGAR-BJÓR Sími 96 361 Have the Business POINT OF VIEW ? Dominion Business College students have the advantagj of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John's munu dragast í stríðið þegar það skellur á. Canada, sem hluti af Bretaveldi mun sennilega sogast inn líka eins og í seinasta stríði. Og þá þegar ástvinir okkar verða teknir og þeim fórnað á vígvell- inum, munum við líða þær sál- arkvalir sem fólkið á Spáni líður nú og þá mun það verða tilfinn- ingamál fyrir okkur að vinna að friðarmálum en þá verður það of seint. Jú, við hljótum að hafa áhuga fyrir því að gera eitthvað núna, til þess að reyna að afstýra því að þessar hörmungar dynji yfir okkur og alt mannkynið. En til þess að geta beitt áhuga og á- hrifum okkar á réttan hátt verðum við að afla okkur þekk- ingar á því hvað orsakar styrj- aldir og þekkingu á því hvað hægt sé að gera til þess að upp- ræta þær orsakir. Mig langar ' til að benda á nokkur atriði í þessu sambandi sem gætu orðið til umhugsunar. f flestum löndum lifa menn- irnir enn samkvæmt skipulagi sem spillir þeim siðferðislega — sem beinlínis elur upp í þeim eigingirni og óvild til náungans; skipulagi sem bygt er að miklu leyti á samkepnis og baráttu að- ferðum frummannsins um frum- stæðustu þarfir lífgins. Þetta skipulag er gagnstætt öllum sið- fræðisreglum því siðfræðin kennir mönnum það að þeir eigi að elska náúngan eins og sjálfan sig, hjálpa h\«erir öðrum og koma fram hver við. annan sem bræður en hvernig geta þeir það, þegar skipulagið er þannig úr garði gert að þeir verða að keppa hverir við aðra um brauð- ið, um vinnuna, um stöðurnar, um peningana, um völdin. Hver maður verður að hugsa um sjálf- an sig og eigin hagsmuni fyrst, annars verður hann undir í bar- áttunni. Ef hann ekki hugsar um sjálfan sig þá munu ekki aðrir gera það. Eins manns dauði er annars manns líf. Slík að- staða manna hlýtur að skapa sjálfselsku, ágirnd, afkyn, óvild, öfund og hvers kyns ókosti. — Samkepnin og gróðafýknin geng- j ur svo langt að mennirnir hafa j sig jafnvel til að græða fé á þjáningum annara og á hinum hryllilegustu þjóðarglæpum eins og til dæmis vopnsalarnir. Samkepnis og gróða fyrir- komulagið er ekki einungis gagn- stætt allri siðfræði heldur og gagnstætt heilbrigðri skynsemi manna, því sigur mannanna yfir náttúruöflunum hefir margfald- að möguleika til vinskapar og samvinnu. Vísindamenn hafa fært sönnur fyrir því að ef menn ynnu saman og notuðu sfna vís- indalegu þekkingu til fulls þá væri hægt að tryggja efnalega afkomu allra manna og allra þjóða. Allir hugsandi menn eru því að sannfærast um það betur og betur að samkepnin upp á líf og dauða um brauðið er ekki einungis ósæmileg fyrir siðaða menn heldur og í hæsta máta heimskuleg. Og fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun að núverandi skipulagi ætti að breyta sem fyrst. En slík breyt- ing er erfiðleikum bundin sök- \ um þess að valdið og gróðinn af viðskiftunum, undir samkepnis- fyrirkomulaginu hefir safnast saman í fárra manna hendur — auðvaldsins. Og þessir menn og þeirra áhangendur sporna við því af mætti að skipulagning- unni sé breytt og tekin sé af þeim möguleikin til að halda völdum. Ekki ber því að neita, að mörg lög hafa verið samin til að reyna að bæta að nokkru leyti þetta úrelta óréttláta skipulag og þær framfarir hafa átt sér stað inn- an þjóðfélagsins — innbyrðis hjá þjóðinni, að lög hafa verið sett sem varna því að menn drepi hverja aðra í baráttunni um brauðið og völdin. Þegar á- greiningur á sér stað m^ hvor- ugur aðilji beita ofbeldi eða leggja út til manndrápa, heldur verður hlutlaust vald að dæma um málið samkvæmt gildandi lögum landsins. Ennfremur er löggæzla sem sér um það að dómnum sé framfylgt. Þannig helst friður innanlands — það er að segja, menn eru nokkurn veg- in óhultir um líf sitt, þrátt fyrir hina harðvítugu samkepnis bar- áttu. Þetta samkepnis og gróða skipulag hygg eg vera grund- sínu og verða að dygðum. — Stjórnin er sýknuð, hermaður- inn er sýknaður. Föðurlands- ástin helgar allan þennan verknað. Eg ætla ekki að fara lengra út í orsakir styrjalda. Sjálfsagt eru mörg aukaatriði, sem koma til greina en að mínu áliti eru þetta grundvallar orsakirnar: 1. Sam- kepnis og gróða fyrirkomulag sem ríkir í viðskiftum manna og vallar orsökina sem leiðir til j þjóða og stríðir á móti sam- styrjalda — skipulag sem elur j vinnu og kærleika. 2. Vöntun á upp í mönnum eigingirni, valda- sterkri alþjóðalöggæslu. 3. fýkn og óvild til annara. Styrj- j Skipulögð áróðurstarfsemi, sem aldir er ekki nema eðlileg afleið- ing af þessu fyrirkomulagi, því hvernig er hægt að búast við því að ríkisstjórnir í viðskiftum sín- um hafi öðruvísi hugsanahátt en spillir fólkinu og blindar það svo að það lætur leiða sig út í verknað sem er gagnstæður sið- ferðistilfinningu þess. Hvernig er þá hægt að upp þann sem liggur til grundyallar ræta þessar orsakir? Samkepn- skipulagsins innan þjóðfélags- jg 0g gróðafyrirkomulagið sem ins. Enda sameinast allir ókost- j skapar þessa óstjórnlegu gróða ir og lestir samkepnisfyrirkomu- lagsins í viðskiftum ríkisstjórn- anna. Þar nær samkepnin um eignaréttin og völdin hámarki sínu, enda eru flestar ríkis- cg valdafýkn verður ekki upp- rætt í flýti. Það verðúr jafnvel ekki hægt að uppræta það í ein- ræðis löndunum — fascista lönd- unum nema með byltingu. En í stjórnir háðar valdi stórgróða-, lýðræðislöndum eins og í okkar mannanna. Ríkisstjórnir í við- iandi er þingræði og þegar meiri skiftum sínum fylgja hvorki hluti fóiksins er búið að brjóta guðs né manna lögum þegar um ! af sér hond vanans og erfða- hagnað þeirra er að ræða. Þær j kenninganna og hefir sannfærst hafa ekki náð þeim þroska enn, ^ um þag ag þetta mannspillandi í viðskiftum sínum sem einstakl- ^ ]íapphlaup um matinn og völdin ingar eru þó búnir að ná innan sé ófært fyrir siðaða menn — að jijóðfélagsins, nefnilega að j nftg hafi æðra og meira takmark íylgja vissum siðfræðisreglum en þaði þá kýs þag menn á þjng eins og hægt er undir kringum- j sem hafa kjark til þeSs að brjóta stæðunum, og að jafna ágreining ! va]d anðvaldsins og setja á stofn sín á milli samkvæmt gildandi j skjpuiag sem bygt er á sameign, lögum en ekki með ofbeldi og samvinnu og mannúð. Þegar manndrápum. ríkisstjónir eru saman settar af Öll lög, siðfræðislög og manna- mönnum sem kosnir eru undir lög, verða að víkja fyrir hags- j s]íku skipulagi, þá munu þær munum þeirra, þær umhverfa sýna meiri vilja til samvinnu og siðfræðinni í sína þágu. Það er kærleika í viðskiftum sínum við til dæmis álitið rangt af ein- aðrar þjóðir og þá hverfur þessi staklingnum að segja. ósatt. — svarti blettur af mannkyninu Þegar að ríkisstjónir ’víkja frá, af sjálfu sér. Þessi þróun tekur sannleikanum og brugga launráð j langan tíma og þar til að þjóð- þá kalla þær það stjórnkænsku.! imar hafa náð þessu þroska- Þegar einstaklingur ræðst á ann- an, myrðir hann og rænir þá fyllist fólk hryllingi, morðing- stigi er brýn nauðsyn á sterkri alþjóða löggæslu. Þessa þörf viðurkendu stjórn inn er gripin, færður fyrir lög j maiamenn heimsins eftir stríðið cg dóm og honum er hegnt en 1914^ þegar þeim loksins blöskr- þegar ein þjóð ræðst á aðra,! agj af]eigingarnar af sínu brjál- fremur f jölda morða leggur und- ^ ægis hættuspii Um gróða og völd. ir sig landið, þá gerir hún það ^ 5endanleg verðmæti höfðu verið sökum föðurlandsástar og í góð-' eygilögð, blóði þúsunda manna um tilgangi. ftalir sögðust vera j hafgj verig áthelt og óumræði- legar þjáningar höfðu verið að færa Abessiníu-mönnum sið- rnenninguna! Þessi brot á guðs , iejddar yfir fóllcig. Þá var það að og manna lögum leyfa ríkis- þjóðunum kom saman um að stjónir sér af því engin heims stofna Þjóðabandalagið með því lóggæzla (sem samsvarar lög- markmiði að vinna sameiginlega gæzlunni innan lands) er til sem j ag oryggi a]]ra þjóða. Ágrein- er nógu sterk til að halda þeim ingsefnj miuj þjóða skyldi rann- í skefjum. Fascista-stjórnirnar sakað af h]utiausu Valdi og eru helstu lögbrjótarnir núna á reynt ag jafna ágreiningin frið- þessu tímabili. Þær eru nú að samiega. Engri þjóð skyldi leyfi- gera það sama og hin stórveldin legt að fara j stríð. 0g ef hún gerðu á 19. öld leggja undir hrytj þannjg alþjóðalög, skyldu ig nýlendur og auðlindir. Fas- cista stjórnirnar hirða ekki um hinar þjóðirnar taka sameigin- legan þátt í að refsa henni. — nein lög. Allur heimurinn stend- þ;etta Var það mesta framfara m á öndinni af ótta við það hvað spor sem þjóðirnar höfðu tekið hinir djöfulmögnuðu foringjarjj margar aldir. Þarna var lög- þessara þjóða muni gera næst. gæzluþörfin uppfylt. Hinar þjóðirnar, sérstaklega Enn var nú að búast við því smáþjóðirnar eru í hættu. Það ag stjórnir og stjórnmálamenn vantar löggæzlu. { sem altaf hafa þjónað eigingirni Og hvernig geta ríkisstjórnir sinni og valdafýkn tækju nú alt leitt fólkið út í það að fremja í einu sinnaskiftum og færu að þessa hryllilegu glæpi sem styrj- vmna saman í samlyndi og kær- öldum er samfara og ‘gagnstæðir leika? Að vísu gat Þjóðabanda- eru öllum siðferðistilfinningum lagið jafnað mörg ágreiningsefni fólksins. Þetta er hægt af því en þau voru milli smáþjóða og heilbrigðri skynsemi fólksins þjóða sem ekki sáu sér veruleg- hefir verið spilt á skipulagðan | an hagnað í stríði. En þegar hátt gegnum þau tæki sem 1 kom til fascista þjóðanna þá var stjórnin og auðvaldið hafa á sínu öðru máli að gegna. Þær þoldu valdi fyrir áróðursstarfsemi ekki þær hömlur sem þjóða- sína, svo sem blöð, bækur, út- bandalagið setti á möguleika varp, skóla 0. s. frv. Með þess- þeirra til að svelgja í sig land- um tækjum tekst þeim að telja svæði og auðlindir. Að vísu eru fólkinu trú um að brot stjórnar- hinar þjóðirnar ekki eins sak- innar gegn siðferðislögum, gegn ! lausar eins og þær láta. — Sam- alþjóðalögum séu lögleg — að ^ kvæmt 1. grein Þjóðabandalags segja annari þjóð stríð á hend- sáttmálsans er gert ráð fyrir ur sé löglegt. Þeir telja því trú því að friðarsamningar séu end um sitt sakleysi en sekt mót- j urskoðaðir ef álitið er að þeir stöðuþjóðarinnar. Þeir telja því séu óréttlátir og þannig úr garði trú um að slíkir glæpir sem morð i gerðir að þeir séu hættulegir og rán séu löglegir ef þeir eru fyrir heimsfriðin. Lítið hefir HVER OG EINN GETTTR VAFIÐ BETRI VINDLINGA VOGUE PURE WHITE Vindlinga BLÖÐUM TVÖFALTsjálfgert Cq Stórt Bókarhefti 5' framdir samkvæmt skipun stjór framdir samkvæmt skipun verið gert í þá átt. Ekki datt þfeim í hug að skila Þjóðverjum stjómarinnar, þá er eins og þess-1 aftur nýlendunum sem þeir tóku ir glæpir eigi að breytast í eðli af þeim eftir síðasta stríð og ekki hefir borið á því að þeir hafi reynt að geiða úr vandræð- um Japana á friðsamlegan hátt, en eins og allir vita þá þurfa Japanir meira land fyrir fólks- mergð sína. Það er því nokkur crsök til uppreisna þessara þjóða. Enda buðu þær Þjóða- bandalaginu byrginn. Eins og eg gat um áðan, réðust Japanir inn í Mansjúríu án þess að bandalagið refsaði þeim. En þegar ítalía réðst á hina varp- arlausu þjóð, Abessiníu, þá var alheimsálitið svo sterkt á móti þessu geræði að bandalagið sá sér ekki annað fært en að beita viðskiftabanni við ftalíu. Stór- iðjurekendurnir sem hagnftð höfðu af viðskiftunum við ítalíu reyndu að koma í veg fyrir það að því væri beitt til fulls svo var og líka hræðsla við allsherjar stríð. Mussolini hefir viðurkent síðan að viðskiftabannið, þó ó- fullkomið væri, hafi rétt verið búið að koma sér á kné. Það sannar hvað hægt hefði verið að gera ef hagsmunir auðvaldsins hefði ekki verið teknir til greina 0g bandalagið hefði haft kjav’- til að beita banninu til fulls. Þannig fórst þá bandalagic” löggæzlan þegar í raunirnar rak. Og nú þegar fascisma hættan er að verða augljósari með degi hverjum og lífsnauðsyn er að hinar þjóðirnar standi saman sem fastast og vinni sameigin- lega að öryggi sínu og allra þjóða, þá hafa hinar stórþjóðirn- ai líka afneitað skyldum sínum við Þjóðabandalagið. Þær hirða ekkert um öryggi smáþjóðanna. Hinni löglega kosnu stjórn á Spáni er jafnvel neitað um vopnakaup til að verjast upp- reisnarflokki sem með hjálp út- lendra fascista er að reyna að leÝgja undir sig landið og afmá lýðræðið. Stórþjóðirnar keppast nú við að vígbúast hver í sínu lagi. Hver ætlar að vernda sjálfa sig með væntanlegri hjálp þeirr- ar þjóðar sem hún getur mynd- að stríðsbandalag við. Það er þetta gamla “Balance of Power System” sem sagan sýnir að ekki getur leitt til annars en alsherj- ar styrjaldar og með þeim vís- ‘indalegu morðtækjum sem stjórnirnar hafa nú, halda sumir að sú styrjöld verði endalok vestrænnar menningar. Það virðist því lífsspursmál fyrir mannkynið að reynt sé að blása lífi aftur í Þjóðabandalag- ið — heimslöggæzluna, að þjóð- irnar reyni aftur að koma á sam- vinnu um sameiginlegt öryggi. En það er vafasamt hvert það verður hægt í tíma. Flestir hafa

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.